Heimskringla - 19.08.1931, Blaðsíða 2

Heimskringla - 19.08.1931, Blaðsíða 2
2. BLAÐSÍÐA HEIMSKRINLA WINNIPEG 19. ÁGÚST 1931 MINNI CANADA Herra forseti, fjallkona dags- ins, herrar og frúr: Það sem fyrst liggur fyrir er hálfgerð afsökun af minni hendi. Eins og yður er kunnugt skortir mig æfingu í því að flytja ræður á íslenzku, og eg viðurkenni það lireinskilnislegp. að eg á örðugt með að ávarpa yður á þeirri tungu. Samt sem áður, var mér ljúft að verða við þeirri ózk nefndarinnar, að taka þátt í þessu hátíðahaldi og minnast Canada á íslenzku- með því að eg leit svo á, að þér. við þetta tækifæri, munduð fremur vilja hlusta á brota- silfur rnitt á ísienzku en þó mælskflóð væri á enskri tungu. Þess vegna verð eg að biðja yður að viðhafa þolinmæði og taka vægt á þeim vanköntum er ræða mín kann að bera með sér. Eg hefi orðið þess heiðurs aðnjótandi að minnast Canada í dag og er mér það ljúft við- fangsefni. Eg gæti haldið langa’ ræðu um víðflæmi landsins frá strönd til strandar og frá norðii til suðurs. Eg gæti einnig dreg- ið upp mynd af hinni voldugu náttúru auðlegð þess. hinum frjófu og gróðursælu ökrum þess, víðflæmum skóganna, námu auðlegðinni og vötnunum fiskisælu. Eg gæti enn frem- ur látið hugann dvelja við hina æfintýraríku sögu þjóðarinnar, hinn bráða þroska hennar frá þeim tíma að landið var að mestu leiti ókunn eyðimörk, og upp að deginum í dag er það nú fóstrar frjálsborna og mikla þjóð. Einnig gæti eg farið nokkrum orðum um hina póli- tísku og réttarfarslegu sögu hennar, baráttu og sigurvinn- ingar á brautinni til þjóðlegr- ar viðurkenningar. Hvert þess ara atriða, út af fyrir sig, gæti verið nægilegt og hugljúft um- talsefni í ræðu svipaðri þeirri, sem eg er nú í þann veginn að flytja. Það er samt ekki ætlun mín að leggja út af þessum atriðum í dag, heldur láta í Ijós fáein hugsanabrot, í sambandi við það hlutverk sem vér, menn og konur af Islenzkum stofni, eig- um að inna af hendi í Canada Eg efast ekki um að monnum komi saman um það að nokkuð sé öðruvísi ástatt með þá, er fæddir vóru á íslandi og komn bingað sveipaðir íslenzkum söguminjum og enn hugsa til hólmans í norðrinu sem heim- kynnis síns. en hina sem fædd- ir eru í Canada og ekki eiga annað föðurland. Nú eru liðinn fimtíu og átta ár frá því að ísleiidingar fyrst komu til Canada. Fámennur hópur íslendinga hafði sezt að í bænum Milwaukee í Wiscon- sin ríki ári áður en fyrstu ís- lendingarnir er til Canada komu tóku sér bólfestu nálægt Ross- eau í héraðinu við Muskoka vatnið í Ontario. Þetta skéði árið 1873. Árið eftir, nam ann- ar hópur íslendinga land við Kinmount í sama fylki. Þér þekkið öll sögu þessara ný- bygða. Landsvæði þessi vóru þakin þykkum skógi og með öl!u óviðeigandi. sem framtíð- arbústaður fyrir fólk vort. Þess vegna v^r það ákveðið um vor- ið 1875, að leitast um eftir nýju landrými handa ÍS'lendingum, og sá hluti Manitobafylkis sem nú er nefndur Nýja ísland varð fyrir valinu. Landnemarnir frá Ontario og Wisconsin tóku höndum saman og um haustið 1875 tók fyrsti hópurinn sér bústað á Gimli. Það er ekki ætlun mín að endursegja sögu frumbyggjanna, né minnast á þrautir þær, og þrekraunir fer henni vóru samfara. Hitt er fullnægjandi, að benda á sigur þeirra yfir erfiðleikunum. Þar kom að áður en langt um leið, að Nýja ísland yrði of lítið iyxir frumbyggjana og afkom- endur þeiira. Þess vegna vóru einuig numm iond a ýmsun. oórum stóöum í Manituba og Vestur-uanaua, jafnvei vestui við Kyrrahaf. Þá hó.ust og landnám í Norður DaKota og í ýmsum öðrum ríkjum meðal stórþjóðarinnar sunnan landa- mæranna. Eiga íslendingar því :iú í dag margar nýlendur bæði í Canada og Bandaríkjunum. Þeir geta nú ekki lengur skoð- ast nýbyggjar í hinum venju- lega skilningi þess orðs. Eg held það sé ekki ofmælt að íslendingum hafi farnast vel í Canada. Þeir hafa rutt sér braut á öllum sviðum þjóðlífs- ins, sem bændur, borgarbúar, iðjuhöldar og sérfræðingar í ýmsum greinum. Þeir hafa getið sér orðstýr í skólum og há- skólum þessa lands og tekið mikinn þátt í opinberum mál- um, Þeir hafa einnig lagt fram drjúgan skerf til félagslegrar og menningarlegrar starfsemi í. þeim bygðarlögum er þeir völdu sér. Það er ekki einasta að þeir hafi fært sér í nyt per- sónufrelsi það og hlunnindi er hið nýja land bauð þeim, heldur hafa þeir einig af fúsum og frjálsum vilja, lagt sitt bezta fram til þess að fullnægja jafnframt skyldum þeim og kröfum er þeim sem borgurum nýrrar þjóðar vóru lagðar á herðar. Þeir biðja engrar af- sökunar á tilveru sinni í þessu landi; þeim er það ljóst að þeirra eigin áhrif og störf hafa skapað þeim það álit, er þeir nú njóta. Hvað er um framtíð Islend- inga í þessu land? Hver verð- ur þátt-taka þeirra í framtíð- ar þroska þjóðarinnar? Að þessnm atriðum vildi eg leyfa mér að víkja nokkrum orðum, og eg tala þar út, frá eigin brjósti sem einn úr yðar hópi, 'nfæddur sonur þessa kæra lands. Ástæðurnar fyrir útflutningi Islendinga hingað vestur bygð- ust á knýjandi fjárhagslegri börf. Harðæri var á Islandi um þær mundir og þóttust því margir hvergi nærri öruggir im framtíð sína né barna sinna. Þeim skildist að í hinu íýja landi biði þeirra biartari 'g betri tækifæri en viðgekst '’eima. Þeir sem vestur fluttu óru hvorki ræktarlausari við tsland, né óþjóðræknari en þeir sem heima sátu. Þeim kom hvorki til hugar að selja af bendi sögulega arfleifð né veikja teingslin við uppruna ætt; þeir ætluðu sér að halda 'fram að vera tslendingar í hinu nýja umhverfi; láta kirkj- ur sfnar og skóla vera íslenzkar stofnanir og viðhalda félags- legum og menningarlegum ein- kerinum íslendingsins sem framast mætti verða. Þeim datt. það ekki í hug. er þeir kvöddu ísland, að renna viðnámslaust '"n í hið nýja þjóðlíf hér vestra; bpir vóru, meira að segja stað- "áðnir í því að viðhalda ein- kennum þjóðflokksins og and- legum erfðasjóðum með sama '’ætti og heima. Landnám ''°irra átti að vera eftirlíking íslands að svo miklu leyti sem ínt var. Þeir ásettu sér að -ewa fslendingar áfram. Hið félagslega, menningarlega og ■’ndlega umhverfi átti að vera hið sama. Þeir sóru hollustu tungunni, ljóðunum, sögunum -'g öllum þeim helgustu ættar og erfðaminjum er þeir fluttu •"eð sér að heiman. Að undan- ‘''kmim st.aðháttum og óhjá- V’æmilegum breytingum í því sambandi, áttu lífsvenjurnar að vera þær sömu. Hér var um einangrunar- stefnu að ræða. sem ekki var viðlit að ætti sér langt líf fyr- ir höndum. Eftir því sem bygð- irnar færðu út kvíarnar, og tíðari urðu samgöngur og mök við bæi og borgir, og kynningin við hina ýmsu þjóðflokka fór í vöxt, og eftir því sem fleira :clk af íslenzkum stoíni vakti á sér athygli fyrir atgerfissak- ir, utan sinna eigin bygðarlaga, óx fráhvarfið frá einangrunar- -tefnunni, einkum og sérstak- lega meðal unga fólksins og beirra sem vóru fæddir hér. Að nokkru leyti var þetta fráhvarí eldra fólkinu að kenna, sökum þess skilnings á íslandi er það hafði inrætt börnum sínum. Fullorðna fólkið hafði átt við harðrétti að búa á íslandi og vngri kynslóðin fékk það ein- hvern vegin inn í sig, að megin ~aga íslands væri miklu fremur saga erfiðleika og vonbrigða en saga sigurvinninga og þroska. Unga fólkinu fanst það eiga til- viljuninni líf sitt að launa, fyrir bað að hafa ekki þurft að eyða æfinni í því landi er foreldrar beirra höfðu svo misjafnlega málað. Þeim skildist sem þetta land væri sitt land. og hér biði þeirra tækifæri er þeim aldrei hefði hlotnast ef foreldr- sr þeirra hefðu setið kyr á ís- landi. Árangurinn af þessu var sá, að unga fólkið knýttist æ ->ánari og nánari tengslum við Canada og fann til þess að það væri rétt og sjálfsagt að helga einhuga krafta og sál starfi og framtíð þessa lands, án þess að hugsa um nokkuð annað land; það vildi undir engum kringumstæðum bera útlend- ingsnafn, í sínu eigin landi og það fann ekki til nokkurs min- sta sársauka við það að brjóta brýrnar að baki sér. Það sá ekki sólina, fyrir höllum og skýjaborgum er gnæfðu á fram- Uðar þroskaleið hins nýja land3, os: þá átti litla samleið með ledra fólkinu og fastheldni þess við hið liðna. Vér getum sennilega orðið sammála um það að hvorug bessi stefna sé líkleg til fram- búðar. Einangrunarstefnan er, frá mínu sjónarmiði. öldungis ósamboðin íslenzku fólki. Það er óhugsanlegt að íslendingar geti haldist við til lengdar í einangruðum hópum í þessu landi. Það er enn fremur sýnt og sannað að Islendingar verði beldur aldrei steyptir upp í pinhverju alsherjar móti. Frá því að saga þeirra hófst, hefir aðalsmerki einstaklingsins og "relsisást verið einkenni þeirra. Það var krafa þeirra til sjálfs- forræðis, ásamt mótmælum um bað að ganga Noregs konungi á hönd er vísaði Ingólfi og sam -ferðamönnum hans vegin til fslands, eftir sigur Haraldar Hárfagra í orustinni í Hafurs- firði. íslendingar hafa ávalt, sem einstakiingar, verið ákveð- nir í lífsskoðunum sínum eink- um að því er áhrærir hugsana- frelsi og málfrelsi. Þeir eru ekki í eðli sínu auðsveipir menn, og þess vegna var óhugsanlegt að einangrunarstefnan yrði til langframa leiðarstjarna þeirra. Kæmi einhverjum einstaklingi það til hugar að spila upp á sínar eigin spítur, ryðja sér sjálfum braut — og þeir vóru margir er það gerðu — hver dirðfist þá að segja honum fyrir verkum? Hver hafði rétt. til þess að segja honum fyrir verkum eða hvar hann ætti að ala aldur sinn, hvernig hann ætti að hugsa og hvað hann mætti segja. Eins og tilhagar í þessu landi er það öldungis óhugsanlegt að fámennir þjóð- ernislee'ir hópar fái einangráð sig frá nágrönnum sínum. Ein- angrunarstefnan eða sú stefna er margt af voru eldra fólki taldi æskilega, er nú grafin og gleymd. Aukin afskifti og kynni þjóða á meðal, ásamt glögg- vöðum skilningi á alþjóða sam- böndum. hlýtur að leiða til þess, þrátt fyrir þá eigingirni, og það þjóðernislega þröngsýni, er halda virðist mörgum þjóð- um í heljargreipum um þessar- mundir, að hlekkirnir verði brotnir þannig að þjóðernis- afturhald hins liðna tíma eigi aldrei afturkvæmt. Gildi þetta um heiminn í heild, gildir það að sjálfsögðu, engu síður, um Canada. einkum og sérstak- lega vesturlandið, þar sem íólk af svo mörgum óskyldum þjóð- “lokkum á mök hvað við ann- að dag eftir dag. Og jafnvel þó það væri æskilegt að vér héldum oss frá fólki af öðrum þjóðernislegum uppruna, sem eg fyrir mitt leyti felst ekki á, þá er það samt sem áður óhugsan- legt að vér getum eytt æfini í þessu landi sem einangraðir menn. Saga Canada er litbrigða rík. Þjóðin er að miklu leyti bygð upp af aðkomufólki frá öðrum lönudm. Liðin eru nú yfir þrjú hundruð ár frá því er franskir fiskimenn og smábændur tóku ~ér bólfestu meðfram bökkum St. Lawrence fljótsins. Seinna bygðust strandfylkin af Eng- ’endingum og Skotum. Eftir að frelsisstríði Bandaríkjanna lauk, jókst mjög innflutningur til strandafylkjanna og Ontar- io af brezkum þjóðræknissinn- um. Því næst komu stórhópar frá Englandi, Skotlandi og ír- landi. Venjulega stafaði þessi innflutningsstraumur frá harð- æri heima fyrir. Að lokum tók fólk að flytjast inn frá öðrum Evrópu löndum og vóru íslend- ingar með þeim fyrstu. I lok síðastliðinnar aldar og í byrjun þeirrar núverandi streymdi hingað fólk frá öllum löndum Evrópu. Canada þjóðin var að verða víðfeðmari og víð- feðmari. Hún tók öllum með opnum örmum. Hún þarfnaðist mannafla, til þess að rækta og leggja undir sig sléttuna; nátt úrufríðindin biðu atorku manns irs; járnbrautir varð að leggj- og borgir og bæi þurfti að byggja. Canada lét sig það litlu skifta, hvaðan mannaflinn kom, er nauðsynlegur var til þess að hrinda því í fram kvæmd er framkvæma þurfti. Úr því tók innflutningsstraum- urinn að þverra. Þjóðin var á krossgötum. Hvernig átti hún að með höndla aila þá óskyldu bióðflokka er ti! landsins höfðu komið? Hvernig átti að móta þá alla í eina, samræma þjóð- arheild? Mönnum var tíðrætt um það, með hverjum hætti að þessari sameiningarhugsjón yrði bezt í framkvæmd hrundið vmsir höfðu þá trú, að vissasti vegurinn væri sá. að bræða alla til samans upp í sömu deiglunni. Canada átti að verða voldugur bræðslupottur, er bræða skyldi saman öll hin margvíslegu og ólíku þjóðernisbrot er inn í landið höfðu komið. Upp úr þessum bræðslupotti, sem kynt hefði verið undir með eldurn ’j.'nabanda af óh'kum og (fskyld •m þjóðernis uppruna, og per- sónulegri sambúð, átti að rísa samræm þjóð, með eina og sömu siði, sömu venjur. sömu hugsjónir og sömu menning. Alt það sem einkendi útlend- inginn átti að hverfa, en í stað þess átti að koma heilstypt þjóð, ólík öllum þeim er frá þjóðernislegu sjónarmiði lögðu steina í grunninn og þá að sjálfsögðu meiri og voldugri þjóð. , , I Personulega skilst mér að það sé hvorki hugsanlegt né æskílegt að hrinda í fram- kvæmd þjóðernislegri tilraun af þessari tegund. Mér skilst að allir þeir sem hingað flytj- ast eigi að taka sinn ákveðna þátt í málefnum þjóðarinnar, vinna að vexti hennar og við- gangi, og reynast málstað henn ar trúir, sökum þess að með þeim hætti einum getum vér reynst sjálfum oss trúir. Hér( eyðum vér æfinni; þetta land, er vort land, og vér erum helg- ( aðir því. Eg er, á hinn bóginn,' sannfærður um það, að meira sé tapað, en grætt við það að snúa baki við endurminningum sögunar og þeim. stofni, er vér erum komin frá. Nýbyggjar Sigurdsson, Thorvaldson ?™. GENERAL MERCHANTS ÚTSÖLUMENN FYRIR IMPERIAL OIL LIMITED ROYALITE COAL OIL, PREMIER GASOLINE TRACTOR AND LUBRICATING OILS ARBORG RIVERTON HNAUSA Phone 1 Phone 1 l’hone 51, Ring 14 MANITOBA, CANADA. þessa lands eru fyllilega færir um að sjá sér og sínum borgið. Eg geri ráð fyrir að þetta.megi heimfæra upp á alla nýbyggja þessa lands, og þá ekki síst oss íslendingana. Hvað gæti Canadísku þjóð- inni græðst við það að vér gleymdum því af hvaða bergi vér erum brotnir, eða ef vér strikuðum út úr huga vorum helgidóma og auðæfa minning- ar fortíðarinnar? Sérhver sú mannvera af íslenzkri ætt, er hvorki ber glögg kensl á æfin- týra blæinn í sögu íslands, né heldur gerþekkir sögurnar og skáldskaparmálin, er snauðari en vera ætti. Eg játa það hrein- skilnislega að það veldur mér hrygðar að vera ekki eins fim- ur í notkun íslenzkrar tungu og æskilegt væri. Saga þjóðar vorar ætti aldrei að gleymast. Gruhdvöllur þjóð- arinnar hvílir á þeirri frelsis- ást og virðingu fyrir lögum er einkendi vorar fyrstu og elstu stofnanir; hetjulund og sjálfstraust fleyttu þjóðinni í gegnum brim og boða and- stæðra afla á miðöldunum; viljafesta og trú á eigin mátt hafa ætíð verið, og eru enn, ein af megin einkennum þjóð- arinnar. íslendingurinn lætur ekki skipa sér á hinn öæðra bekk. Minna en jafnrétti sætt- ir hann si gekik við. Vér íslendingar eigum bók- mentir sem skara fram úr bók- mentum annara þjóða. Sögurn- ar hafa orðið oss samferða í þúsund ár og vér unnum þeim enn. Engin þjóð tekur vorri þjóð fram í ljóðagerð og hún er heldur ekki einskorðuð við hina svokölluðu Gullöld íslend- inga, eða nokkurn annan á- kveðinn kafla í sögu þjóðar vorrar, því enn syngja íslenzku skáldin ódauðleg ljóð út úr hjarta sínu. Hér vor á meðal í þessu landi hafa alið aldur sinn skáld, er að fegurð og stíl- þrótti jafnast á við stærste listamenn hins liðna tíma. Alla þessa auðlegð liðinna alda ber oss að varðveita eftir mætti. Þetta er ekki auðvelt efni. og mér skilst að þær, hinar ýmsu stofnanir er unnið hafa að því að viðhalda Islenzkri menningu og íslenzkum sögu- minjum verðskuldi almennari stuðning en þær fram að þessu hafa* orðið aðnjótandi. Eg kem þá aftur að aðal- umtalsefninu, það er að segja Canada. Eg vék að því áðan að íslendingar væri menn er standa vildu á sínum eigin merg. Þeir eru ekki .líklegir til þess að gangast undir það af fúsum vilja að verða brædd- ir upp í hinni fyrnefndu deiglu. þar til þeir verða óþekkjanlegir frá öðrum mönnun*. íslend- ingar, sem einstaklingar munu enn um ókomna tíð tryggja einstaklingeðli sínu fulla viður- kenningu. Vér erum að skapa í Canada samfelda þjóð. Göngum út frá því, að vér höfum hér við hendi hrúgu af steinum með mis- munandi litum, þar sem hver Iltur út af fyrir sig táknar á-* kveðið þjóðarbrot í þessu landi; lokið hefir verið þegar við und- irstöðuna og nú er byrjað að leggja gólfið. Það verður að vera traust því það á að end- ast um allar aldir. Aðeins besta steinlím getur komið til greina. Um tvær leiðir er að velja. Fyr- ri leiðin er sú> að mylja alla steinana .blanda þeim saman við límið og búa til úr því slétt og einlitt gólf, ‘hvaða teg- und litar sem það bæri. Um síðari leiðina er það að segja að vel gæti kornið til mála að nota steinana. með öllum sér- kennum sínum í skrautlegt, traustlímt tiglagólf þar sem lit blöndunin mbyndaði listræna, samræmis heild. Hvor gólf tegundin fellur yður betur? Hvora þeirra munduð þér frem- ur kjósa í yðar eigin heimili?k Sé lím það er nota %kal til sameiningar hinum ýmsu þjóð- arbrotum í Canada unnið úr gagnkvæmum skilningi og góð- vilja, þá er ekki um að villast að betra sé fyrir Canada og sérhvert þjóðarbrot að halda trygð við eigin arf, því með því auðgast hver þjóðflokkur um sig jafnframt því sem Can- adiska þjóðin auðgast að sama skapi. Berum virðingu fyrir ætt- stofni vorum og arfi, verndum söguminjar hans og sæmum þessa ungu þjóð í vöggugjöf með því lífrænasta og göfug- asta sem vér eigum í hjarta voru og sál, því, sem verið hefir leiðarsteinn fólks vors á liðnum öldum. Með þeim hætti einum, getur oss auðnast að leggja fram vorn skerf á altari hinnar Can- adisku þjóðar, skerf er sam- boöinn sá þjóðinni og oss sjálf- um, án þess að selja af hendi nokkur »þau verðmæti er hjarta voru standa næst. J. T. Thorson ENN FRÁ BLAINE WASH. 17. júlí s. 1. varð öldungurinn Magnús Jónsson frá Fjalli átt- ræður. Var þess minnst að til- hlutun Fríkirkjusafnaðar með samsæti er honum (þ. e. M. J. fr. Fj.) var haldið í sam- komusal nefnds safnaðar að kveldi þess dags. Fyrirfram á- kveðin skemtiskrá voru söng- ur og ræður. Söngfólk safnað- arins söng tvisvar. Frú Ninna Stevens söng einsöng, og fjór- ir karlmenn höfðu samsöng. Til alls var vandað og tókst söngurinn vel. Þeir sr. Fr. A. Friðriksson og Sig. Skáld Jó- hannsson frá New Westmin- ster fluttu afmælisbarnjnu frum-ort kvæði — eftir sjálfa síg auðvitað. Ákveðnar ræður fluttu sr. A. Kristjánss. frá Se- attle, Jón Veum, M. G. John- son og M. J. Benedictson. Auk þess töluðu þessir: sr. Fr. A. Friðriksson, Kristinn Goodman og Þorgeir Símónarson. For- seti safnafSarins hr. Jón Berg- man stýrði samsætinu og af- henti öldungnum ofurlitla pen- inga gjöf frá vinum þeirra hjóna. Magnús Jónsson þakk- aði fyrir sig og konu sína— kvaðst nú stirður orðinn að hugsa, en stirðari að tala, og bað hr. M. G- Johnson að lesa fyrir sig ávarp er hann hefði skrifað í tilefni af þessu sam- sæti, sem hann kvaðst hafa komist á snoðir um að stæði til. Varð hr. Johnson við þess- thi bón öldungsins. óþarft er

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.