Heimskringla - 19.08.1931, Blaðsíða 6
6. BLAÐSÍÐA
HEIMSKRINLA
WINNIPEG 19. ÁGÚST 1931
aoQoesooðooaoooooðoosoooooooooosoooaoðecosoeeooooooo
Robin Hood
Rdpia Oats
Betra því það er
PÖNNU ÞURKAÐ
Veróníka.
“Mér er alveg sama um það ungfrú Den-
by”, bætti Martha við; “Eg vissi alt af að
þú varst hefðarkona, ein af heldra fólkinu.
Eg hélt að þú ætlaðir að dvelja hjá auðugu og
aðalbornu fólki, líku því, er þú last um í
skáldsögunum. Þú manst eftir því. Hugsum
okkur hvernig þú fórst! Eg hefi oft haldið
síðan. að er öllu væri á botninn hvolft þá
væri eithvað satt í þeim”.
“Jú. Eg hefi lifað á meðal ríkra manna,”
mælti Veroníka. “En eg hefi yfirgefið þá og
er skínandi fátæk aftur. Líttu á, þetta eru
ailir peningarnir, sem eg hefi í fórum mín-
um.”
“Drottinn minn, þetta er ekkert smáræði!
Eg var komin á fremsta hlunn með að
gpyrja þig að, hvort þú vildir ekki koma
með mér í verksmiðjuna”, hrópaði Martha.
“Eg ætla ekki að eyða þessu,” sagði
Veroníka. “Og mér þætti mjög vænt um, ef
þú gætir útvegað mér eitthvað að gera, er eg
gæti unnið hér heima. Heldurðu að þú gæt-
ir það? Þú veist að eg er heldur fljót að
sauma.’
Martha hélt að sér myndi takast þetta,
og það glaðnaði yfir Veroníku.
Veroníka bjóst við, að sér yrði það léttir
að fá eitthvað erfitt að gera. Sér liði þá
betur af því að hún vissi að Ralph varð að
strita og stríða — einhversstaðar. Þær spjöll-
uðu saman fram á nótt- en að lokum gekk
Veroníka til sængur. — Hana dreymdi svo,
að þau Ralph væru gift og yrðu að strita
fyrir lífinu. En hún var samt svo sæl, að
henni fanst hún lifa í Paradís.
Daginn eftir fór hún til umsjónarmanns
skipanna þar við skipakvína. Hún var að
fá upplýsingar um skip, er farið höfðu ti!
Ástralíu. Eitt hafði farið um morguninn og
umsjónarmaðurinn sýndi henni farþegalistann
En þar sást hvergi nafn Ralphs. Umsjónar-
maðurinn sagði henni, að ómögulegt væri að
komast fyrir um nöfnin. Flestir farþegarnir
gæfu upp skökk nöfn.
Veroníka sneri aftur til Lowerby Street.
Henn ivar þungt í skapi og örvæntingarfull.
Martha kom heim með verkefni handa henni
um kvöldið. Veroníka tók þegar til óspiltra
málanna. Henni fanst sér vera raunléttir
að því.
Hefði hún haft þor í sér til þess að fara
ekki að orðum jarlsins og ekki slept Ralph
frá Lynne! Eða öllu heldur farið með hon-
um! En jarlinn hafði bugað vilja þeirra
með veraldarvisku sinni og kaldræðni — og
hún og Ralph voru nú skilin að.
Hún fór á hverjum degi niður að skipa-
kvínni og umsjónarmaðurinn, sem nú var
orðinn dauðskotinn í henni, gerði alt. sem í
hans valdi stóð til þess að hjálpa henni.
En þar fundust engin merki (um Ralph. En
hefði hún leitað meðal verkamanna í skipa-
kvínni, þá hefði hún fundið hann. Og einu-
sinni gek khún fáeeinum skrefum þar frá,
sem hann var að vinna .
Hún varð fölari og magrari með degi
hverjum. Henni leið Ralph aldrei úr huga, var
alt af að leita hanls, en árangurslaust. Hún
fan nú best, hve mikils virði hann var
henni, að hún væri á ferð um eyðimörk þar
sem hvergi var nein uppspretta er svalað
gæti þorsta hennar. Því að þorsta og löng-
un eftir þeirri lind er að þekkja til hlítar
tómleik og örvæntingu lífsins.
Eitt kvöld er hún var á heimleið, gekk
maður fram hjá henni. Hann nam staðar;
hugsaði sig um eitt augnablik, sneri sér við,
gekk á eftir henni og tók ofan.
“Ungfrú Denby?" mælti hann hikandi,
enis og hann væri í efa.
Veroníka hrökk við og sneri sér við
skyndilega. Hún sá roskinn mann veðurtek-
inn í andliti og gráhærðan. Hann var fremur
fátæklegur til fara, en svipur hans og látræði
bar þess ljósan vott, að hann var göfug-
menni. ...........
“Þér eruð ungfrú Denby, er ekki svo?”
mælti hann brosandi. “Eg er hræddur uirt,
að þér munið ekki eftir mér. Eg heiti Saint-
bury. Við sáumst við miðdegisverð hjá
frænsku mipni. — Hall er nálægt Lynne
Court, eins og þér vitið.’’
“Já auðvitað, lierra,’ ’mælti Veroníka.
“Eg man eftir yður. Þér eruð George Saints-
bury.”
Hann brosti og það fremur dapurlega
“Já- úrkast ættarinnar. Þér vitið það.” Vero-
níka roðnaði og tók í höndina á honum.
“Dveljið þér hér í borginni?” spurði hann
háif-hikandi, því að hann hafði tekið eftir
því, hrvað föt hennar voru snjáð og hún
grannleit.
“Já, eg á heima í London, Mr. Saints-
bury,” mælti Veroníka. “Eg er farin frá
Lynne Court. En eg verð að biðja yður, að
minnast ekki á það við frændfólk yðar í
Hann, að þér hafið séð mig. Eg — eg — það
er löng saga, en það eru orðnir fáleikar
milli mín og Lynboroughs lávarðar og eg er i
— alfarin frá Court.”
Hann hneigði höfuðið. “Mig tekur þetta
sért", mælti hann innilega. “Eg vona að þér
séuð — að þér séuð ekki í neinum vand-
ræðum hér í Londo'n, að þér séuð ekki ein-
mana — vinalaus?”
“Nei”, mælti Veroníka stillilega. “Eg bý
með gamaili vinkonu. Eg hefi sjglf rifið mig
frá mínu fyrra lífi. Það var þess vegna að
er bað —”
“Þér þurfið ekkert að óttast- ungfrú Den-
by”, mælti hann alvarlega. “Eg mun aldrei
minnast einu orði á að eg hafi hitt yður,
fyrst að þér óskið þess. Enda er ekki líklegt,
að eg hafi tækifæri á að tala við ættingja
mína. Það eru líka fáieikar á milli mín og
þeirra. Hamingjan hefir verið mér fráhverf
— það er mín sök — mín sök! — Eg er ný-
kominn frá Ástralíu. Þar fór fyrirtæki, sem
eg hafði með höndum. út um þúfur. Við
skulum ekki minnast frekar á það.”
“Ástralíu!" mælti Veroníka. Ef til vill
gat hann orðið henni innan handar með að
finna Ralph.
“Já,’ mælti hann. Hann hafði tekið eftir
því, hvað hún varð skyndilega áköf. “Get
eg gert nokkuð fyrir yður? Eg bý í veitinga-
húsi hér rétt hjá — lítilfjörlegur staður —
og barnið mitt, hún Ada litla. Mér þætti
vænt um að þér kæmuð þangað. Hun er
mjög skemtileg — það er ef til vill af því,
að eg er faðir hennar að mér finst þetta,
en eg er mjög stoltur af henni. Hún er
mér alt. Viljið þér koma og sjá hana? Hún
á enga vinstúlku, engan nema gömlu fóstr-
una sína. En þetta er að mælast til of mik-
ils, ungfrú Denby.’’
“Eg ætla að verða yður samferða og sjá
hana,” mælti Veroníka.
Hún sneri við og fór með honum. Hann
sagði henni frá óhepni sinni, um ættingja
sína á Hall, en aðallega hné talið að barn-
inu. Um leið og þau voru að spjalla um
þetta. brunaði slökkvivél fram hjá þeim. Er
þau komu í strætið e rveitingahúsið var í.
sáu þau sér til undrunar fljölda fólks saman-
kominn er stóð umhverfis spúandi slökkvi-
vélar og mennina er stjórnuðu þem. Reykj-
armökkur huldi alt strætið og eldslogarnir
teygðu sig út úr einu húsinu.
George Saintsbury rak upp ihjóð er gekk
Veroníka að hjarta. “Veitingahúsið!’’ stundi
hann upp. “Það er veitingahúsið! Ada!"
Hann ruddi sér braut gegnum mannþröng-
ina. Veroníka fylgdist með honum. Henni
var orðið mjög órótt innanbrjósts.
Það var veitingahúsið. Það stóð í björtu
báli, að kalla mátti. Á auðum bletti, er
slökkviliðið varnaði fjöldanum fyrir utan að
komast til, stóð veitingamðurinn og fólkið,
sem átti heima í húsinu. Það var óttasleg-
ið og horfði með hryllingi upp í gluggana,
er logann og reykinn lagði út um. Saints-
bury ruddist þangað og h/ópaði f sífellu:
“Barnið mitt! Ada! Ada! Hafið þið náð
barninu mínu?’’ Föðurlegu tilfinningarnar
létu hann ekki í friði. Kona, það var fóstran,
æddi til hans og æpti í örvæntingarróm:
“Hún er þarna inni, þarna inni! ó drott-
in nminn góður! Bjargið henni! Eg gekk
út — eg skildi við hana fyrir fáeinum mín-
útum. Hún er ekki hérna — öllum öðrum
hefir verið bjargað. ó, barnið, barnið!”
Saintsbury var í þann veginn ,að þjóta inn
í brennandi húsið, er einn úr slökkviliðinu
náði í hann og varnaði honum þess, enda
þótt hann brytist ákaft um.
Veroníka var í ógurlegri geðshræringu.
Þessi sjón hafði svo mikil áhrif á hana, að
henni lá við yfirliði. En hún komst til fullr-
ar meðvtundar, því að allur mannfjöldinn
rak upp hljóð. Ungur maður hafði brotist
gegn um þyrpinguna. Han hafði numið
staðar rétt í svip, horft á húsið og svo ráð-
ist inn um dyrnar.
Maðurinn hafði komið og horfið með svo
skjótri svipan, að slökkviliðið gat ekki stöðv-
að hann. Múgurinn æpti enn ákafar er hann
sást rétt á eftir við einn af efri gluggum
hússins með barn í fanginu.
Dökki glugginn var sem umgerð um and-
lit hans. Reykur gaus í þykkum mökkum út
um hann og logarnir vörpuðu bjarma á and-
lit honum. Það fór hrollur um Veroníku.
Hún rak upp hljóð og riðaði. Henni virtist
það vera andlitið á Ralph.
Hann hélt barninu að brjósti sér og horfði
niður eins og hann væri að bíða. í tilliti
hans var auðsær róleiki og traust. Bruna-
liðið hrópaði þá hughreystingarorð til hans.
Björgunartækin voru enn ekki komin. — Við
Englendingar fylgjumst því miður ekki með
tímanum betur en svo í þessum efnum, að
okkar hugrökku brunaliðsmenn eru oft og
einatt með tvær hendur tóm-
ar er mest á liggur. — En
nokkrir úr brunaliðinu
breiddu út segldúk fyrir neð-
an gluggann. Maðurinn sem
hélt á barninu sá þetta. Hann
teygði sig eins langt niður
og hann mátti og lét þessa
lifandi byrði sín afalla hægt
niður.
Fagnaðarómur barst frá
mannfjöldanum er faðirinn
braust fram og þrýsti barn-
inu að brjósti sér. En fagn-
aðarhreimurinn hvarf úr óp-
unum. varð jafnvel næstum
æðisgenginn, er sá er barn-
inu hafði bjargað reikaði og hné upp að log-
andi gluggaumgerðinni, eins og það hefði
liðið yfir hann.
“Slökkvið, slökkvið í guðanna bænum’’,
hrópaði múgurinn.
Veroníka vafðist tunga um tönn. Hún
kom ekki upp neinu hljóði. en það var eins
og hjarta hennar væri að springa er hún
starði á þennan mann, umluktan eldslóðum
og reykjarmökkum.
“Slökkvið! Slökkvið!” æpti múgurinn á
ný. Ópin og gnýrinn, sem varð af því, er
sumir veggirir féllu, virtust ná eyrum manns-
ins. Hann sást strjúka hendinni yfir andlit-
ið eins og hann væri að berjast við að ná
andanum. Svo hóf hann sig upp í glugga-
kistuna og lét sig falla niður.
Gleðióp og áhyggjustunur bárust frá
fjöldanum — þúsundum manna — er hann
sást detta. Hann féll niður á segldúkin og
nokkrir úr brunaliðinu slógu hring um hann
meðan aðrir vörnuðu æstum og hálftryltum
múgnum að komast að.
Veroníka hafði þokast áfram af þrýst-
ingnum og var nú á meðal þeirra, er voru
umhverfis hann. Það lagði skæra birtu af log-
anum og skein hún í andlit honum. óp barst
af vörum henni, — óp, sem gekk brunaliðs-
mönnunum að hjarta, jafnvel þótt þeir væru
önnum kafnir og hugur þeirra því bundinn
við það, er þeir höfðu með höndum.
“Ralph! Ralph!’’
Nafnið hljómaði langar leiðir, barst frá
manin til manns. Hún nefndi nafnið með
angisf og skelfingu — og féll á kné við hlið
honum.
»
XXIII. Kapítuli.
Það var þegar nokkrum dögum áður en
Ralph raknaði við, að blöðin, sem höfðu
fjargviðrast yfir “afreksverki” hans og fólkið
sem hafði lesið frásögnina mjög hrært, hafði
alveg gleymt honum. En er hann kom til
sjálfs sín voru hugsanir hans á ringulreið.
Er hann hafði áttað sig datt honum barn-
ið fyrst íhug.
“Eldurinn — Ada! Barnið!’’
Tárklökk rödd rétt hjá honum mælti:
“Það er alt upp á hið besta, stóri maður. Eg
er hérna, alveg heil á húfi”. Tveir litlir hvít-
ir handleggir vöfðust um hann og mjúkt lítið
andlit þrýsti sér upp að andliti hans, því af
því, er engir umbúðir voru um.
Hann vafði handleggjunum um háls henni
og hélt henni blíðlega fast upp að sér, eins
og hann væri að ganga úr skugga um, að
hún væri lifandi — að líkamanum til.
“Eg er heima alheil”, mælti hún blítt og
áptúðlega. Hreimurinn í rómnum var svo
huggandi og hughreystandi, svo barnslega
eðlilegur. “Eg er svo glöð yfir því, að þú
ert loks.ns vaknaður. Þú ert búinn að sofa
lengi. Pabbi er hérna líka. Hann hefir verið
hérna h.iá mér hér um bil á hverjum degi
um langan tíma. Er það ekki, pabbi minn!”
Jú, Ada. Og hann veit hvers vegna.
Hvernig líður yður, Farrington? Nógu hress
til takg á móti þakklæti föður fyrir líf,
er þér hafið bjargað, lífi, er honum er miklu
dýrmæfara en sitt eigið líf — líf einkabarns
síns”.
Ralph virtist vera fyrst á báðum áttum.
Svo þrýsti hann hendinni, er hafði verið rétt
honum.
“Eg man. Mér — mér fanst að við vær-
um ekki dáin — hefðum brunnið. Þér eruð
faðir hennar? Já, eg man að þér voruð
kominn heim. Var — var hún ekki neitt
.sködduð? Varstu þgð ekki, Ada?” spurði
hann kvíðafullur. “Varstu alls ekkert brunn-
in?”
“Nei, Guði sé lof — og þér!’ sagði Sa-
intsbury. “Þér höfðuð hulið andlit hennar
með ábreiðunni. Þér gleymduð engu, jafn-
vel ekki á hræðilegasta augnablikinu, og hana
skaðaði alls ekki neitt. En þér ____?"
Þáð létti yfir Ralph. “ó, það er ekkert
að mér”, mælti hann glaðlega. “Mér finst
eg vera nógu hress til að fara á fætur, ef
— ef eg gæti hreyft þennan handlegg og
annan fótlegginn. Hvað bagar þeim?”
‘Þeir eru of vandlega reifaðir til þess, að
þér getið hreyft þá”, mælti Saintsbury. “Þér
hafið brunnið hræoiiega. Við óttuðumst fyrst,
að þér mynduð ekki ætla að hafa það af —”
Hann þagnaði, því að röddin var orðin svo
skjálfandi — “En guði sé lof, þér eruð úr
hættu, hræðilegri hættu og verðið brátt hress
og alheill. Þá báðum við öll, en enginn á-
kafar en Ada og eg. Þetta var sú göfug-
lyndasta og drengilegast dáð, sem nokkru
sinni.hefir verið framin” — röd hans skalf
— “Er öll von virtist úti, þá eru það ekki
aðrir en hetjur eins og þér sem voga lífi
sínu”.
Ralph geðjaðist ekki að þessu. Það þykir
engum mikið í það varið, að vera kölluð
hetja upp í opið geðið.
“Bjuggust þér við, að eg stæði hjá og léti
barnið farast eldinum?” mælti hann blátt
áfram. “Hver og einn einasti úr brunalið-
inu hefði gert það sem eg gerði, ef ekki hefði
viljað svo til, að eg varð fyrstur til þess. Eg
visi hvar herbergi hennar var. Þess vegna
var mér þetta svo miklu auðveldara. Hvar ar
eg? Eg kannast ekkert við þetta herbergi”.
“Þér eruð í Lower Street, í herbergi, sem
vinur minn hefir yfir að ráða", svaraði Sa-
intsbury gætilega.
“Eg hélt að það hlyti að vera sjúkrastofa
í sjúkrahúsinu”, sagði Ralph. Hefði það ekki
verið heppilegasti staðurinn fyrir mig —
minna ónæði og þess konar?”
Saintsbury hristi höfuðið. “Við hefðum
ekki þolað, að sjá af yður", mælti hann.
Það minsta, sem við gátum gert, var að
annast um yður. Það hefir ekki verið spar-
að. Sir Thomas Lucas, þessi ágæti sára-
læknir hefir verið hér á hverjum degi, hann
kemur hingað bráðum”.
“Það var fallega gert af yður”, mælti
Ralph með þakklætishug. “En eg vona, að
þess gerist ekki lengi þörf. En!" — hann
brosti við og varð þungur á svip. “Eg ætlaði
að fara til Ástralíu. Eg hafði tekið mér far á
skipi. Það hefir nú ekki lagt af’stað enn?”
“Fyrir rúmri viku”, mælti Saintsbury.
“Þér töluðuð um þetta í óráðinu. Það er
engin ástæða fyrir yður að láta yður falla
þetta þungt. Við skulum spjalla um fram-
tíðina, er þér eruð orðinn frískur. Það er
nógur tíminn".
Ralph virtist hugsi. Hann strauk hárið á
Ödu sem beið þegjandi. Svo mælti hann:
“Þér sögðuð áðan ‘við öll’. Áttuð þér við
Ödu og yður, eða — eða var það nokkur
enn?”
“Hvers vegna spyrjið þér?’ ’mælti Saints-
bury blíðlega og varfærnislega, því að hann
hafði verið varaður við því, að sjúklingurinn
kæmist í snögga geðshræringu.
Ralph roðnaði. “Eg — eg hafði óljósa
hugmynd um, að kona — tvær konur —
hefðu verið í herberginu við og við — önn-
ur þeirra næstum því stöðugt. En eg býst
við, að það sé hugarburður. Eg geri ráð
fyrir, að eg hafi verið slæmur í höfðinu”.
“Þér hljótið að eiga við konuna, sem er
húsráðandi hérna. Hún sá yður bjarga Ödu,
og hún þekkir yður- og hefir notið aðstoðar
vinkonu sinnar, sem einnig býr hér”.
“Þekkir mig?’ mælti Ralph. Eg hélt, mér
fanst, að hún vera lík konu, sem eg þekki
mjög vel, konu, sem — En það var auðvit-
að aðeins hugarburður”.
Hann andvarpaði og snéri höfðinu við, því
að hann var enn mjög veikur —og hugsun-
in um þetta fékk mjög á hann.
Saintbury tók ödu upp. “Við ætlum að
yfirgefa yður stundarkorn”, mælti hann, “og
þér verðið að reyna að sofna — hentugur
tími fyrir yður að sofa núna. Takið inn
þetta lyf og sofnið. Yður mun ]íða betur
er þér vaknið og verðið þá nógu hraustur til
þess, — að tala um þetta. Það sem þér
þarfnist nú er svefn”.
Ralph kysti Ödu. “Takið hana ekki burt
fyrir fult og alt, lofið henni að koma aftur”,
mælti hann, um leið og hann lokaði augun-
um.