Heimskringla - 26.08.1931, Qupperneq 3
WINNIPEG 26. ÁGÚST 1931
HEIMSKRINLA
3. BLAÐSÍÐA
draga oss á tálar. Líkamskerf- því að standa, helst í framstafni
ið ályktar, að vér séum alvar- skipsins. óg taka vel eftir,
lega veikur, líklega af eitri; vér hvernig skipið heggur og veltu,r
seljum því upp — það er nátt- til þess að sjá fyrr og skilja
úrunnar fyrsta hjálp í viðlög- hreyfingarnar. sem þeir finna.
um. | Meðan veður og þol leyfir, get-
þá hver flokkurinn reynist
fræknastur en Siglunessflokk-
urinn mun vera með þeim frem-
stu. Víst er þetta góð æfing
fyrir snarræði og harðfylgi. en
gjarnan hefðum við eldri menn-
imir óskað að sjá unglingana
æfa íslenzka glímu samhliða,
en þess er ekki kostur; enda
er hér enginn sem kennt getur
þá íþrótt til hlýtar.
Guðm. Jónsson
SÁLARFRÆÐI
SJÓVEIKINNAR.
eftir Claude A. Claremont.
Þegar spurt er um það, af
hverju sjóveiki komi þá er löng-
um gefin sú óákveðna skýring,
að hún komi af hreyfingunni.
En ekki verða menn veikir af
því, að róla sér, eða hoppa, eða
taka dýfur; ekki einu sinni af
því að hendast upp og ofan
eftir skriðbraut eða hringsnú-
ast eins og vitlaus maður. Á
veltandi skipi, í flugvél eða á
sundi í ólgusjó kemur atriði
til greina, sem ekki á sér stað
í neinu af þeim dæmum, sem
vér nefndum. Það er ósam-
ræmið milli ýmissa skynjanna
vora. Það verður að vera orsök
sjóveikinnar.
Vér erum vanir að fá sér-
stakar skynjanir frá augum
vorum í sambandi við aðrar frá
iljum, liðum, bakinu eða öðr-
um pörtum sem líkaminn hvíl-
ir á. Venjulega er samræmi’
milli þessara tveggja skynjana-
flokka. eða öllu heldur, oss
finst það eðlilegt að þessar
skynjanir fylgist að með sér-
stökum hætti. Á skipi ruglast
þetta eðlilega samband. Augun
segja oss þar, að vér séum kyrr-
ir, með því að * vér hreyfumst
með herberginu. En skynjanir
vorar af stuðningi líkams halda
því fram að vér séum á hreyf-
ingu. Vér finnum að þrýsting-
urinn breytist, er skipið gengur
upp og niður. 1 öllum venjuleg-
um tilfellum mundi herbergið
umhverfis oss vera á hreyfingu
(miðað við augun). þegar
vér höfum þessar aðkenningar
Þarna eru engar slíkar hreyf-
ingar. Það virðist því sem ein-
hver af skynjunum vorum sé að
Þetta síðasta er auðvitað til-
gáta. Þér vitum ekki með vissu,
hvers vegna uppsala fylgir því,
er taugakerfið kemst þannig í
öngþveiti, þó að svimi og jafn-
vægileysi fylgi mörgum veikind-
um, er stafa frá»maganum; og
ógleði kemur all-oft undir eins
og menn fá aðkenningu af að
“eitthvað er að.’’
Það er ekki ætlun mín að
rannsaka eða sanna þetta (það
er verkefni lífeðlisfræðinganna)
heldur að sýna, hve algilt fyrsta
atriðið, sem eg tók fram, er,
sem sé, með hverjum hætti ó-
notin koma, sem fara á undan
uppköstunum.
Eg held að sú skoðun nægi
til að skýra öll atriðin. að sjó-
veiki komi af ósamræmi milli
skynjanna, sem venjulega koma
fyrir í öðrum samböndum. Hún
skýrir það t. d. hvers vegna vér
verðum ekki veikir af því að
róla oss eða ferðast í vagni. í
rólu eru hreyfingarskynjanir í
samræmi við hreyfingarnar,
sem augað sér og býst við.
Menn verða þá ekki veikur.
Hreyfingar vagnsins verða líka
samferða breytingum, sem aug-
að greinir samtímis. En jafn-
skjótt og vér komum á skips-
fjöl, verður annað upp á ten-
ingum. Sjóndeildarurinn er
of langt í burtu til þess að
augað geti miðað hinar tiltölu-
lega litlu hreyfingar vorar við
hann. Oss er eðlilegt að miða
við skipið sjálft, en það hreyfist
með oss. Augað fær því ýmsar
skynjanir frá skipinu, og vér
ráðum af þeim, að vér séum
kyrrir, en þessum skynjunum
mótmæla skynjanir, sem vér
fáum frá þeim pörtum líkamans
er vér hvílum á. Að augn-
anna dómi erum vér ekki á
hreyfingu: að dómi líkamans
erumr vér það. Ef augun að-
eins segðu oss hið sama og
líkaminn, þá yrði oss ekki illt,
hve áköf hreyfingin væri.
Þetta er staðfest af reynslu
margra manna, sem finna, að
þeir geta varist sjóveiki með
ur þetta fólk staðið sig. En
undir eins og veðrið versnar
eða ferðin verður of löng, svo
að það verður aðhverfa undir
þiljur, er alt úti!
Þessi aðferð er auðvitað líka
bundin við það, að hreyfingin
sé ekki of mikil. Þegar sjó-
gangur er of mikil, er ekki unt
að meta nákvæmlega dýfur
skipsins. Sjóndeildarhringurinn
er of fjarri. — Hann getur
þegar best lætur sýnt stefnu
(en ekki stærð) dýfunnar, og
hornið, sem veltan tekur yfir.
Hann getur jafnvel horfið bak
við öldurnar, sem þá verður
eitthvað, sem er kyrt, nógu
nálægt, er vér getum miðað
allar hreyfingar vorar við, og
ef vér hefðum það, myndum
vér ekki verða sjóveikir.
Eitt er nú, sem hreyfist óháð
skipinu, þótt ekki sé það eins
stöðugt og æskilegt væri. en
það er máfur. Han hefir sín-
ar hreyfingar, sem eru að mestu
reglubundnar og því fyrirsjá-
anlegar. og því má að nokkru
leyti hafa þær til að miða við.
Það mun reynast góð hjálp að
athuga máfana. Þegar veður
er ekki því verra. Hvort líta
ber á þá, líkt og á leiðarstein
farmanna fyrrum svo sem gæsk-
uríka sendingu forsjónarinnar
til að varðveita ferðamenn á
sjó, þá eru þeir ekki notaðir
þannig, og það mætti vel vera
kunnara en það er, að þeir
geta orðið að þesu liði! En
ef til vill þarf maður að vera
hneigður fyrir rúmfræði til þess
að hafa þessa full not. Enn
hentugri frá sumum hliðum er
þó reykurinn, og hann kemur
að haldi þegar máfamir eru
horfnir heim. Ef vindur er stöð-
ugur, liggur reykjarrákin jafnt
yfir hafflötin, og er fyrirtaks
fastur punktur, sem hægt er
að miða hreyfingar skipsins
mjög nákvæmlega við. Auðvit-
að ætti augað ekki að velja
punkt of nálægt reykháfnum
eða of langt frá skipinu, og
reykur, sem er þannig valinn,
hreyfist oft í hringum líkt og
máfur. — Lasnir samferða-
menn munu nú líta tortryggis-
augum til þess manns, sem
ráðlegði þeim að ‘“gæta að
reyknum’’, eða ef til 'vill svara
með sögunni um manninn frá
Aberdeen, sem var ráðlagt að'
halda skilding millitannanna;
engu að síður er það besta ráð-
ið. þegar meðulum er slept,
og eg hefi oft varist byrjunar-
aðkenningum sjóveiki með þvf
að hverfa aftur að reykjar-
athugunum mínum. á þilfari,
þegar allir nema eg voru flún-
ir.
Þegar nóttin kemur, stoðar
auðvitað hvorki reykur né máf-
ar. Þá verður að láta eins og
ekkert sé. Þó eru nokkur at-
riði sem hafa skyldi hugföst. og
að prófa þau mun færa sönn-
ur á kenningu vora. Fyrst er
að muna það, að augun eiga
alla eða mest öll sök á sjóveik-
inni. Maður verður sjóveikur
af því að augun vekja þá í-
myndun, að maður sé kyr, þeg-
ar hin skynfærin segja að mað-
ur sé á hreyfingu. Lokaðu því
augunum og haltu þeim lok-
uðum, vel lokuðum. Opnaðu
þau ekki hvað sem á dynur.
Hvert sinn er þú hreyfist með
þér, verður þér óglatt. Hér
ættu þjónarnir að vera hugs-
unarsamari. Margir farþegar
loka augunum ósjálfrátt.-—Þeir
koma á skip, ^eggjast fyrir og
búast til að hreyfa sig ekki fyr
en þeir koma í höfn. Þetta er
viturlegt, þó að betra væri
að standa uppi í stafni,
þegar ferðin er stutt. En þess-
ir menn ættu annað hvort að
halda á farseðlium í hendinni,
eða fá hann á hedur vini sínum,
því að áreynslan að finna far-
þér st vi
n otifi
TIMBUR
KAUPIÐ
AF
The Empire Sash & Door Co, Ltd.
Birgðir: Henry Ave. East Phone: 26 356
Bkrifstofa: 5. gólfi, Bank of Hamilton
VERÐ GÆÐI ÁNÆGJA.
A Thorough School!
The “Success’’ is Canada’s Largest
Private Commercial College, and the
finest and best equipped business train-
ing institution in Western Canada. It
conducts Day and Evening Classes
throughout the year, employs a large
staff of expert teachers, and provides
sufficient individual instruction to per-
mit every student to progress according
to his capacity for study.
In; twenty-one years, since the founding of the “Suc-
cess” Business College of Winnpeg in 1909, approxi-
mately 2,500 Icelandic students have enrolled in this
College. The decided preference for “800068«’’ train-
ing is significant, because the Icelanders have a keen
sense of educational values, and each year the number
of our Icelandic students show an increase.
Day and Evening Classes
OPEN ALL THE YEAR
The SUCCESS BUSINESS COLLEGE, Ltd.
PORTAGE AVENUE AT EDMONTONSTREET.
PHONE 25 843
seðilinn, þegar krafist verður.
fer vissulega með þá. — Reyn-
ið það sjálfur. Þegar engu má
muna, verður maður veikur
undir eins og maður opnar aug-
un!
En hvers vegna skyldi engu
mega muna, þó að maður hafi
augun aftur? Er það þó ekki
endanleg og auðveld úrlausn á
málinu, að hafa augun aftur?
Æ, nei. Reynslan vottar að svo
er ekki. og ’sama gerir kenn-
ingin. Þó að lokuð augu firri
mann vandræðunum að miklu
leyti, þá gera þau það ekki að
öllu leyti. Þegar er reglulega
illt í sjó, er ósamræmi milli
sumra annara skynjana vorra
og þeirra sem vér höfum af
stuðningi líkamans. Skynjanir-
nar frá bogagöngunum í eyrun-
um segja oss all-mikið um það,
hvernig líkaminn snýr. í rúm-
inu, og skynjanirnar af stuðn-
ingi líkamans ættu að koma
heim við þær. Það gera þær að
líkindum, en þessar skynjanir
af stuðningi Kkamans s|egja
oss nokkuð meira um þrýstings-
breytingarnar, hijeigð til að
renna til o. s. frv., sem þær eru
samsettar af. Vér erum vanir
að ráða af þeim að nokkru
leyti afstöðu vora til hlutanna
sem næstir oss eru. Þegar vér
liggjum í hægindastól eða rúmi
þá vaknar af því í huga vorum
samsett vitneskja um afstöðu
sjálfra vor til hlutanna í kring
um oss. Og þetta er nálega
eins ilt og sjónin, frá því sjón-
armiði sem hér er um að ræða.
Það er reyndar “sjón hins
blinda manns’’. Vér getum
ekki annað en ráðið legu vora
af hlutunum, sem vér snert-
um,vitneskjunni um að rúm-
stokkurinn er rétt þarna — “eg
snerti hann rétt áðan’; alt þetta
gerir það, að oss finst vér sé-
um kyrrir, miðað við það sem
næst oss er, og þó segja boga-
gangirnir oss; að vér séum á
hreyfingu!
Langbest væri að liggja flat-
ur og reyna að gleyma öllu
nema snertiskynjunum einum.
— Þær mundu raunar koma
heim við vitneskjuna, sem vér
fáum frá bogagöngunum, og
þá mundi ekkert annað verða
til að rugla oss og oss vera
borgið! En í guðanna bænum
ekki hreyfa sig agnar ögn!
Þegar maður hreyfir sig eitt-
hvað. stælast vöðvakerfin, sem
stilt eru eftir mótstöðunni, sem
maður finnur þar sem líkam-
inn kemur við undirstöðu sína.
En nú breytist undlrstaðan. Ef
maður er á hreyfingu með vax-
andi hraða upp á við, þarf
meira afl til að lyfta hand-
leggjunum, heldur en ef hrað-
inn fer minkandi, eða hreyfing-
in er með vaxandi hraða nið-
ur á við. Það er erfitt að koma
þessum nýju og óvenjulegu
hreyfingarskynjuunm heim við
hina hálf-óljósu vitneskju, sem
maður hefir af sambandi sínu
við hið fasta umhverfi. er mað-
ur ósjálfrátt hugsar sér í kyrð.
1 kyrru umhverfi þarf svo og
svo mikið afl til að gera þá
og þá hreyfinguna, og af því
fær maður ákveðnar skynjanir.
Nú eru allar hreyfingarskynj-
anir breyttar. Hvað er að?
spyr taugakerfið. Maður er
veikur!
Eina ráðið sem dugir, annað
en meðöl, þegar komið er frá
landi, er þetta: Lokið augun-
um, liggið flatir, ef ut er án
þess að neitt komi við yður
frá hlið, festið hugann við
hreyfingu skipsins og ímyndið
yður að þér hreyfist áfram eins
og snertiskynjanir yðar segja að
þér gerið (um skynjanir boga-
ganganna hefir maður enga
vitneskju); og látið engan
trufla yður; opnið ekki augun,
og hreyfið ekki e'nu sinni hand
légginn!
Ferðamenn á sjó, sem sál-
fræðilegan áhuga hafa á þess-
um efnum, vildi eg biðja að
athuga þetta- til frekari full-
vissu. Jafnvel í litlum sjógangi
CANADIAN .11. PACIFIC
PTPAKJPIirno o/l ___ _
STEAMSHIP5
limited
Niðurfærzla í C.P.R. Farbréfum
Canadian Pacific eimskipafélagið hefir sett niður
fargjald á þriðja farrými frá Montreal og Quebec til
hafnstaða í Norður-álfunni og á Englandi. Skipin hin
stærstu. Fljót í förum. Öll þægindi. Alúðar viðmót.
Canadian Pacific reglusemi í öllum efnum.
Beina samband við siglingar frá Leith til Reykja-
víkur.
Eftir fullkomnum upplýsingum leitið til C.P.R.
umboðsmanns sem næstur er, eða skrifið til:
W. C. CASEY,
Steamship General Passenger Agent,
. 372 Main St., Winnipeg Man.
er manni hættar við sjóveiki
undir þiljum, en uppi á þilfari.
Ef maður í borðsalnum horfir
eingöngu á borðið og ekki út
um gluggann, getur manni orð-
ið óglatt, og það versnar, ef
maður alt í einu hallar sér á- j
fram (hreyfir höfuðið mikið) j
með augun á einhverju föstu. I
Enn verra er það, ef maður
hefir augun á matseðlinum. sem
maður heldur á, þvi að hann
hreyfist þá með augunum.
Manni getur orðið flökurt á
landl af því að beygja sig til
að taka eitthvað upp, ef maður
horfr stöðugt á meðan á bók,
sem maður heldur í sömu fjar-
lægð frá andlitinu. í járnbraut-
arvagni má ekki miklu muna,
að manni verði óglatt, ef maður
gleymir hreyfingunni og beygir
sig áfrm, sérstaklega ef mað-
ur hefir augun stöðugt á bok,
sem hreyfist með, svo að það
er eins og höfuðið hreyfist
ekki.
Eg var einu sinni á kvik-
myndasýningu — og þar fékk
eg ráðninu á allri gátunni. Kvik-
myndin var af járnbrautarlest
og tekin aftan frá af lestinni á
hreyfingu. Lestin hafði. rugg-
að allmikið, svo að myndin
sýndist rugga. Það var eins og
manni mundi sýnast mynd, ef
sætið ruggaði undir manni. En
sætið var kyrt. Mér varð bum-
bult. Eg er viss um að hægt
væri að gera mönnum óglatt
eftir vild á tilraunstafo með
því að sýna þess háttar kvik-
myndir.
Sjóveiki í flugvél.kemur auð-
vitað alveg heim við þetta.
Þegar maður er í flugvél og
festir auga á grindinni finst
honum hann vera kyr. Og eins
þó liann detti í loft-vasa; éf
höfuðið snýr niður á fallinu er
mér reyndar sagt, að hann sjái
jörðina fyrir ofan sig. Hann
getur því miður ekki haft neitt,
gagn af máfum eða reyk. At-
vikin ’eru þarna skyndilegri og
óviðráðanlegri. Því er réttast
fyrir hann að taka inn meðöl.
Guðm. Finnbogason
þýddi.
—Lesb. Mbl.
Stórhýsi Ameríku.
Hæsta hús heimsins, 84 hæðir.
Amerísk byggingarlist er
heimsfræg og furðuleg. Það
eru skýjakljúfarnir, sem mesta
athygli draga að sér, en einnig
á öðrum sviðum byggingarlist-
arinnar eru Ameríkumenn
brautryðjendur, s. s. í bygg-
ingu bókasafnshúsa.
Það þótti til skams tíma mik-
ið furðuverk, ef reist var 25
hæða hátt hús, en amerísku
húsin hafa smásaman hækkað
meira og meira, sérstaklega í
New York, og ekki alls fyrir
löngu er lokið þar við hæsta
hús heimsins, “Empire State
Building”. Það hús er 84 hæð-
ir, eða 411 metra hátt, eða
100 metrum hærra en Eiffel-
turninn í París. Efst á því er
stálhvelfing, sem loftskip eiga
að geta lent við.
, Þetta stórhýsi hvílir. eins og
aðrir skýjakljúfar á mjög ramm
MEIRA FJÖR!
Haldið heilsunni í lagi og
kröftunum, og drekkið á
hverjum degi einn pott af
CITY MILK
Hrein, gerilsneydd. Kail-
ið tii mjólkursalans á
strætinu eða símið beint
til—
Phone 87 647
byggilegum undirstöðum. Fyrst
voru grafnar í jörðina 66 all-
stórar gryfjur, svo djúpar, að
þær ná niður á klöpp, eða 35
metra undir yfirborð götunnar,
sem húsið stendur við. í gryfj-
ur þessar eru settir stálhólkar
og í þá er með þéttilofti þrýst
sementssteypu svo að undir-
stöður þessar eiga að vera eins
sterkar og botnklöppin sjálf.
Síðan er stálgrind hússins
strengd og hnituð ofan í þessar
súlur og á þeim hvíla svo
allar 84 hæðirnar. En það,
hversu mikið veltur á því, við
slíka risabyggingu, að undir-
staðan sé réttilega fundin, sést
á því, að húsið allt vegur 400
miljónir punda, eða 200 þús-
und smálestir, auk innanstokks
muna og vindaátakið á það er
afskaplegt. Efniviðurinn í hús-
ið er fyrst og fremst stál og í
Empire State Building hafa far-
ið 56 þúsund smálestir af stáli.
Grindin er logsoðin saman með
Smiljón nöglum. t stálgnndina
er hlaðið múrsteini, og í þetta
hús hafa farið 10 miljónir múr-
steina. Rafmagnsveiturnar um
húsið eru 7 miljónir metra lang-
ar og vatnsveiturnar 225 kíló
metrar. í húsinu eru 62 lyftur
og þær. sem hraðast ganga,
þjóta upp í gegnum allt húsið
á hálfri annari mínútu. t hús-
inu geta starfað að jafnaði
20 þúsund manns, eða álíka
margt og tveir þriðju hlutar
allra Reykvíkinga. í húsinu eru
hverskonar þægindi, svo að
það á að vera sjálfu sér nóg,
þannig að fólkið sem vinnur
þar, þurfi ekki að sækja neitt
af nauðsynjum sínum út úr
húsinu. Þar er póststofa, síma-
stöð- læknir, lyfjabúð, bókabúð,
rakari, klæðskeri, baðhús og
sundlaug, leikfimishús. veitinga
hús o. s. frv.
Hús þetta hefir verið reist á
undraskömmum tíma, um 15
mánuðum og þótt starfið að
því sé mjög hættulegt eru slys
sögð afar sjaldgæf. Smiðirnir
eru þaulvanir, öll tæki full-
(Framh. ft 7. síBu.)