Heimskringla


Heimskringla - 26.08.1931, Qupperneq 6

Heimskringla - 26.08.1931, Qupperneq 6
6. BLAÐSÍÐA HEIMSKRINLA WINNIPEG 26. ÁGÚST 1931 Veróníka. Hann sofnaði hressandi svefni. Er hann vaknaði og horfði í kring um sig brá honum og stóð á öndinni. Hann hreyfði sig ekki, alveg eins og hann óttaðist, að minsta hrær- ing sín myndi svifta hann þessari unaðsríku sýn, er nú hafði birst honum að nýju. En hún hvarf ekki, hvíldi í stólnum rétt hjá hon- um. Brátt rétti hún fram höndina og lagði hana léttilega og hóglega og svo ástúðlega á varir honum. “Veroníka”, mælti liann lágum og titr- andi rómi. Hún kraup á hné við beð hans og kysti hann þar sem fingur hennar höfðu hvílt. “Veroníka!’ ’hrópaði hann. “Ó, hreyfðu þig ekki! Vertu kyr, vertu kyr östutta stund! Eg veit að mig er aðeins að dreyma, og mig hefir verið að dreyma nú lengi, en — en vertu hjá mér! í>ú virðist virkileikinn sjálf- ur. Alveg eins og þú varst forðum í lauf- skálanum er eg sagði þér að eg elskaði þig, og þú —” Varir hennar titruðu og tár, gleðitár streymdu fram í augu henni. “I>að er eg í raun og veru. Ralph! Ó, Ralph, elsku, elsku Ralph! Ástin mín”, sagði hún í hálfum hljóðum. Han nhlustaði á rödd hennar, er honum virtist fylla herbergið með álgum en unaðs- ríkum hljóðum. Hann hlustaði á rödd hennar, er honum virtist fylla herbergið með lágum en unaðs- ríkum hljóðfæraslætti. Svo rétti hann fram höndina með miklum erfiðismunum og snart kinn henar. Þá braust fram óp af fölleit- um vörum hans. Hann hefði stokkið á fæt- ur ef hún hefði ekki beygt sig ofan að hon- um og haldið honum kyrrum — með svo innilegri ástúð, þrýstandi andliti sínu að and- liti hans og hvíslaði hljómþýtt og titrandi: “Það er eg! Eg er hérna — hérna, ást- kæri vinur — í faðmi þínum". Hún vafði örmum hans um sig. “Það er Veroníka. En þú mátt ekki hræra þig, vinur minn. Nei, nei, þú mátt ekki hreyfa þig. Vertu rólegur, eg skal kyssa þig, ef þú verður stilt- ur, en þú verður þá að vera grafkyr. Hlust- aðu nú, Ralph, meðan eg segi þér frá . Þú mátt ekki tala — þeir reka mig á burt ef þú gerir það!’’ Þetta hafði komið alt svo óvænt, að það hefði fengið mjög á hann. Gleðin skein hon- um úr augunum gegn um tárin og varir hans grátbændu hana í hljóði um kossana, er hún hafði lofað honum. “Það var við brunann. Eg hafði verið í London nú um tíma. Hélstu að eg gæti dval- ið lengur á Court- lifað þar í gengdarleysi og óhófi meðan þú varst að berjast áfram í heiminum við óteljandi öruðleika? Eg yfir- gaf það altsaman morguninn eftir að þú fórst. Eg ásetti .mér að elta þig til Ástralíu, til enda veraldarinnar —’’ “Veroníka!’’ “Nei, nei ekki eitt orð," mælti hún í skipuwarróm. “Eg ætla að segja þér alt. hvert einasta atriði. Eg kom til London og fann þar vinkonu mína — það er stúlkan sem. eg bý hér með. Eg reyndi að finna þig. Eg var orðin hugsjúk o gniðurdregin því að eg þráði þig svo mjög. En þá fann eg þig, hug- djarfi Ralph, hetjan mín — þar sem þú hvíldir nær dauða en lífi við hlið barnsins, er þú hafðir bjargað. Eg sá alt saman, Ralph og’’ — hún barðist við grátinn og ekkann — “eg er svo stolt vegna þín. ó, vertu rólegur, elsku vinur. Sjáðu til, hér er annar koss, og annar og annar. Eg er ekki örlát? En — þú, unnustinn minn, hugdjarfi unjiustin minn, þú endurgeldur það þúnundfalt þegar þú ert orðinn hraustur”. Hún bældi kafrjótt andlitið um stund við brjóst hans. “Þú yfirgafst Court — alt mín vegna’’, mælti hann lágum römi. “En þú ^efðir ekki átt að gera það. Þér hentar ekki —’’ “Fórnin átti öll að vera af þinni hálfu? Hver kendi þér að hugsa þannig um kven- fólkið? Ekki hin ástfólgna, hugrakka móðir þín. sem þú ert svo stoltur af og eg myndi hafa elskað svo heitt ef — ef hún hefði ver- ið á lífi. Eg get aldrei fyrirgefið sjálfri mér að eg lagði það til, að þú yfirgæfir mig. Það var ekki kvenlega gert, góði Ralph. En þú fýrirgefur mér það. Eg veit, að þú hefir gert það’’. Hann horfði á fötin hennar—gamli fatn- aðurinn var orðinn snjáður. Hún skyldi augna tillit hans. “Eg vildi ekki hverfa aftur til míns fyrra lífs þótt eg ætti kost á því. Ralph. Ef þú vissir hversu sæl eg er — nú hefi eg fengið þig aftur. E^g ætla að vinna mitt starf og vera hjá þér, tala við þig og stundum —” Hún kysti hann í stað þess að Ijúka við setninguna. “Vinna!” mælti hann skelfdur. “Þú að vinna. ó’ Veroníka!" “Hvers vegna ekki, Ralph? Þú gleymir að eg vann fyrir mér áður. Og það var heið- arlegra líf en að híma á Lynne Court. En hvað eg hefi talað mikið. Þér versnar og læknirinn rekur mig út og segir að eg sé ekki lagin hjúkrunarkona’. “Þú að hjúkra mér?” “Eg og Martha Ludlord. Þú getur séð hana er hún kemur úr verksmiðjunni”. > “ Verksmiðjunni ? ” “Því ekki það. Þú heldur, að hin stolta ungfrú Denby sé of mikil og voldug til þess, að eiga stúlku sem vinnur í verksmiðju að vini. Auk þess er Martha vinur, er sérhverj- um gæti verið heiður að. En nú langar mig til að minnast á Mr. Saintsbury”. “Santsbury? Það er nafn ættarinnar á Hall”, mælti hann undrandi. Veroníka hneigði höfuðið samþykkjandi. “Já, hann er einn af ættinni. Hann er faðir Ödu. Hann hefir lengst af dvalið erlendis — í Ástralíu, eða einhversstaðar. Ættingjar hans hafa kallað hann “úrkast” ættarinnar vegna þess, að hann fór til að vinna fyrir sér sjálfur og hefir gengið fremur illa, að því er eg held”. “Einn af Saintsburyættinni, faðir Ödu”, mælti Ralph. “Jú, og getur þú gert þér í hugarlund -— auðvitað getur þú það ekki .— hvað hann er þér þakklátur. Þú bjargaðir einkabarni hans. Og hann hefir verið að hugsa um framtíð okkar”. Ralph stundi. “Það gildir einu um fram- tíð mína, Veroníka”. mælti hann. “Framtíð þín á að vera á Lynne Court”. Hún hló og hristi höfuðið. “Þannig yrði það, ef þú yrðir þar. Því að framtíð mín er þar sem þú ert, Ralph. Nú verður þú að taka þér hvíld. Hönd þín er svo heit og 'þér er líka svo heitt á höfðinu. Þú verður að loka augun- um og mátt ekki opna þau dálitla stund. Þú verður að lofa að vera hlýðinn og góður — mjög góður. Eg skal loka þeim fyrir þig”. Og henni fórst það svo vel, að engill svefnsins hefði mátt öfunda hana. Þegar læknirinn kom. var hann bæði undrandi og ánægður. “Þér hafið styrkleika Herkúlesar, ungi vinur”, mælti hann. “Ekki einn af þúsundi hefði verið svona fljótur að ná sér. Ekki einn af þúsundi hefði lifað það af". “Ef til vill hefði ekki einn af miljón haft eins mikið að lifa fyrir, Sir Thomas’’ mælti Ralph og brosti alvörugefinn. “Nú”, mælti Sir Thomas á sinn stuttara- lega hátt. “Er það þess vegna? Jæja, þér fáið afbragðs hjúkrunarkonu fyrir eiginkonu, engu síður en að hún er ein af hinum feg- urstu koum, er eg hefi nokkru sinni séð. Ef það er hún, sem þér hafið að lifa fyrir, skal mig ekki undra þótt þér hafið barist góðri baráttu. Mér er sagt, að það eigi að sæma yður heiðursmekri”. “Ó. nei!’’ hrópaði Ralph. “Það er best, að þeir sæmi brunaliðið því. þa ðhefir meira til þess unnið”. “Þér eigið það skilið, lagsmaður. Gefið ungu konunni merkið og hún mun bera það sér við hjartastað fyrir yður. Jæja, þér eruð hamingjusamur, ungi maður. Verið þér sælir. Eg kem ekki oftar. En eg skal láta sjá mig í brúðkaupinu yðar. ef þér bjóðið mér, hvort sem. þér fáið heiðursmerki eða ekki. Mér geðjast vel að hugrökkum mönn- um". Innan fárra daga var Ralph fær um að fara í fötin. Hann var mjög þróttlítill, þrótt- minni en hann vildi sjálfur kannast Við. En Veroníka fylti herbergið ást, unaði og gleði. Ada og ■ Saintsbury voru tíðir gestir, og Martha, sem dáðist svo mjög að Ralph, tók stöðugt þátt í að hjúkra honum. Veroníka sat tímum saman við vinnu sína við hlið honum. Ada sat á skammsæti við fætur henni og hallaði sér upp að knjám henni. Saintsbury sat við ofninn — það var komið fram a haust, og orðið hráslagalegt í veðri. — Hugsanir þeirra allra voru bundn- ar við manninn, sem hafði stefnt lífi sínu í hættu — og hér um bil mist það _______ vegna barnsins. Saintsbury sat oft reylyandi úr pípu sinni tímunum saman í þungum hugsunum. Hann hafð gert það frá þeim degi, að umbúðirn- ar höfðu verið teknar af Ralph og hann hafði séð andlit hans greinilega í fyrsta skifti. Saintsbury hafði litið á Ralph undrandi og agndofa, Næstum því eins og hann væri að reyna að koma honum fyrir sig. Eitt kvöld er svo bar við, að hann og Ralph voru ein- ir — Ada og Veroníka höfðu gengið út — fór hann að tala um framtíðina. Þér vitið að eg er steinn sem hefi oltið til og frá, Farrington”, mælti hann “og velf- andi steinar safna ekki á sig miklum mosa”. o RobinfHood FLOUR Ábyrgðin er yðar trygging “En þeir hafa vanalega góðan tíma”, skaut Ralph inn í brösandi. “Þannig er það”, mælti Saintsbury um leið og hann fylti pípu sína. “En nú vildi svo til að eg safnaði dálitlum mosa’ . Hélt Saintsbury áfram. “Þeir fá að minsta kosti dálitla reynslu. Og það er þýðingar- mikið. Eg hefi eignast bónda- garð nálægt Ballarat. Hann gefur ekki mikið af sér, en þó svo að við getum öll lifað af því — eg á við yður, ung- frú Veroníku. Ödu og mig, svo eg sleppi Mörthu. Spurn- ingin er, hvort yður falli það í geð. Ef eg aðeins hefði handa á milli alla þá peninga, er eg hefi átt, þá gæti eg gert úr yður auð- ugan mann”, mælti hann og stundi við. “Það gerir ekkert til’’, mælti Ralph. Ber- ið engan kvíðboga fyrir mér. Eg get reynt að safna mér fé — og svo komið eftir Veron- íku”. Saintsbury brosti og hristi höfuðið. “Þér skuluð ekki blekkja yður. Þekki eg Veroníku rétt, þá vill hún ekki sjá af yður aftur. Nei við verðum að vera öll saman, því að Ada — hun yrði ekki ánægð yfir því, að þurfa að skilja við yður, og eg — mér finst að vegir okkar hafi mæst, Ralph. Mér mundi þykja fyrir, að sjá. yður á bak. Nei, leiðir okkar allra liggja saman”. Hann þagnaði, horfði skyndilega á Ralph. “Hvað hét annars staðurinn, þar sem þér voruð í Ástralíu? “Eg hefi verið víða í Ástralíu , mælti Ralph. Hann hikaði sem snöggvast. “Móðir mín og eg urðum að skifta um dvalastaö mjög oft. Seinasti maður hennar var — var slæmur maður og við reydum að losna við hann. Hún var sífelt hrædd um að hann myndi hafa upp á okkur. Hann yfirgaf hana þegar eg var barn. — En hann fann okkur aldrei, sem betur fór." Saintsbury kinkaði kolli. “Hvað hét móðir yðar — eg á við, hvað hét seinni maður hennar?’ ’spurði hann lágum rómi. Ralph brosti beisklega. “Eg man það naumast”, mælti hann. “Eftir því sem mig minnir þá skifti hún um nöfn af því að hún óttaðist að hann myndi finna sig ef hún gengi undir því sama nafni, sem hann bar er hún giftist honum. Eg segi þegar hún giftist hon- um, af því að hann gekk undir jafnmörgum nöfnum og reglulegur glæpamaður”. Ralph virtist vera kominn í svo mikla æsing, að Saintsbury vildi ekki spyrja hann fleiri spurninga. En meðan hann var að láta í pípu sína horfði hann við og við sömu rannsóknaraugum á Ralph. Um kvöldið sátu þal öll kringum eldinn. Saintsbury var að tala um fyrirtæki sitt. Það var gleðibragð yfir Veroníku. Hún horfði alt- af við og við á Ralph. • “Þetta er draumur um jarðneska Paradís,” mælti hún lágt. “Þið giftið ykkur auðvitað áður en þið farið”, mælti Saintsbury. Hún roðnaði og grúfi sig yfir vinnu sína. “Það er engin ástæða til að draga það, að minsta kosti væri það best.’’ Hönd hennar skalf, og hún stakk sig á nálinni. “Auðvitað verðum við ekki stórauðug, en okkur ætti að geta liðið vel og verið ham- ingjusöm. Er ekki svo Ada — er ekki svo, ungfrú Veroníka?” “Mjög hamingjusöm, alveg eins og fólkið í sögum stóra mannsins”, mælti Ada og lagði áherslu á orðin. Veronfka sagði ekki neitt, en hún rétti , höndina fr?m í laumi. Rlaph tók í hönd henn- ar og þrýsti henni innilega ákaft. Til þess að dylja áhrifin, er það hafði á hana, tók hún ákafan þátt í samtalinu. Martha ko minn í sömu svifum. Svo töluðu þau öll fram og aftur um frelsi og sæludaga, er biðu þeirra á bóndagarðinum í Ástralíu, þessum eina mosavendi, er Saintsbury hafði tekist að ná í meðan hann veltist fram og aftur um heiminn. — En mennirnir álykta, en guð ræður. Meðan þau voru að tala um þetta í besta gengi var barið að dyrum. Dyrnar opnuðust og inn kom hár og al- vörugefinn maður. Hann var í dökkum föt- um, er virtust líkjast einkennisbúningi. Hann horfði af einum á annan af þeim, sem inni voru. “Mr. Ralph Farrington?’’ mælti hann stillilega. Það var nú einhver þrjóska í rómn- um, alveg eins og hann byggist við, að hvor- ugur maðurinn er fyrir var, vildi kannast við að vera Ralph Farrington. “Eg er Ralph Farrington”, mælti Ralph undrandi, um leið og Veroníka dró að sér höndina og reis á fætur. XXV. Kapítuli. Jarlinn sat í lestrarsalnum. Hann hafði færst hægindastólinn fast að eldinum. Hann var niðurlútur, var auðséð að honum var þungt í skapi og þunglyndi hvíldi yfir svip honum. Þó að hann vildi ekki kannast við það með sjálfum sér, hafði þó fjarvera Ver- oníku haft mikil og ill áhrif á hann. Ein- veran og einstæðingsskapurinn lá eins og þungt farg á honum. Honum var það næst- um óbærilegt að sjá hana ekki framar svífa léttfætta um húsið og heyra ekki unaðsríka hljómfagra róminn. Hann fór sjaldan út fyrir húsdyr, en sat inni og starði í eldinn þungur á svip. Með Veroníku hafði horfið eini sólargeisl- inn í lífi hans, er svo margar myrkar endur- minningar hvíldu yfir. En það var þó ekki aðeins vegna Veron- íku, að hann sat í þungum hugsunum, ygld- ur á brún. Honum til mestu undrunar gat honum ekki horfið Ralph Farrington úr huga. Það hafði verið eitthvað það í fasi þessa unga manns, er hafði haft áhrif á jarlinn. Og í hvert skifti sem Lynborough lávarður hafði séð hann, hafði rifjast upp fyrir hon- um liðni tíminn. Þá ruddist fram í huga hans endurminnigar, sem áttu að vera sokknar í heldýpi gleymskunnar. Er hann sat þannig þetta kvöld, hlustandi á vindinn, er þaut í trjáliminu, og var að grufla yfir því, hvað orðið hefði af Veroníkit — hvað orðið hefði af Ralph — opnuðust dyrnar og kjallarameistarinn kom inn. “Mr. Wihetstone, lávarður minn”, mælti hann alvörugefinn. “Getur hann fengið að tala við yðar hágöfgi?’ ’ “Nei”, sagði jarlinn ygldur. “Biðjið hann að skrifa.” “Whetstone biður mig að segja að þetta sé áríðandi málefni.” “Hvers vegna sögðuð þér það ekki óðara. Vísið honum inn”. , Er Whetstone kom inn ,snéri jarlinn sér með erfiðismunum í stólnum og horfði á hann hvössum augum. Hann sá Whetstone mjög sjaldan og er hann var neyddur til þess lét hann viðræðurnar vera eins stutttar og unt varð. Það virtist eins og nærvera þessa beygða gráhærða manns hefði ill áhrif á hann. Whetstone studdi hendinni á borðið og Lyn- borough lávarður sá, að honum var mikið niðri fyrir. Rödd hans skalf er hann sagði: “Mér þykir fyrir því, að ónáða yðar há- göfgi, en — en það hefir hræðilegt skeð, og ábyrgðin er of mikil fyrir mig að bera hana einn”. “Hefir nú þakið af einhverjum þessum kofum, sem þér eruð altaf að fárast um við mig, dottið inn? Eg geri ráð fyrir því”, mælti jarlinn. Whetstone skeytti engu þessari harð- neskju kaldhæðni. “Burchett — Burchett”, hélt hann áfram skjálfraddaður, “var að ryðja á burt hrís- köstum í vestri hluta skógarins í morgun og — og hann fann þar —” “Fann hann gullnámu?” mælti jarlinn. “Það hefir víst ekki verið svo mikils vert. fáein fuglsshreiður, er þér álítið nauðsynlegt að ónáða mig með”. “Hann fann þar gröf, lávarur minn,” mælti Whetstone hátíðlega. “Gröfin var ný- leg, og í henni var lík. Við höldum — við óttumst, að þar hafi verið framð ódæðisverk. Burchett sendi eftir mér. Og eg hugði að láta yðar hágöfgi fá óðara vitneskju um þetta.” Jarlinn horfði ygldur á svipinn á eldinn örstutta stund, svo mælti hann: “Viljið þér biðja um vagn, Whetstone? Viljið þér koma með mér? Gerið þér svo vel að segja þeim, að láta Welford koma með.” Þeir óku til skógarins. Þegar þeir nálg- uðust staðinn, heyrðu þeir óminn af mörg- um röddum, er töluðu í hálfum hljóöum. Burchett stóð lítið eitt afsíðis. Það var rýmt fyrir jarlinum. Rétt hjá lá eitthvað sem var breitt ofan á. Er Whetstone kom auga á það, fór hrollur um hann og dró jarlinn aftur á bak. “Nei, nei, lávarður,” mælti hann. “Það er þýðingarlaust. — Það er of hræðilegt.” En jarlinn gaf lögreglunni merki. Þeir drógu klæðið til hliðar og hann horfði á þenn- a viðbjóðslega hlut. “Hver er það?” spurði hann lágt.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.