Heimskringla - 09.09.1931, Blaðsíða 1

Heimskringla - 09.09.1931, Blaðsíða 1
DYERS & CLEANERS, LTD. SPECIAL, Men’s Súits Dry Cleaned and Pressed ------------$1.00 Ladies’ Plain Dresses Dry Cleaned and Pressed ----$1.00 Gooils Cnlled For anil Dellyered Minor Repairn, FREE. Phone 37 001 (4 llnes) MAKE NO MISTAKES CALL DYERS & CLEANERS, LTD. PHONE 37 061 (4 lines) XLV. ÁRGANGUR. WINNIPEG MIÐVIKUDAGINN 9. SEPT. 1931. NÚMER 50 BREZKA ÞINGIÐ VINNA BYRJUÐ. Þingið á Bretlandi kom sam- an í gær. Var þingforseti ekki fyr kominn í forsætasætið, en hávaði byrjaði frá stjónarand- stæðingum, með Mr. Henderson í broddi fylkingar. Forsætis- ráðherra Ramsay MacDonald las upp boðskap konungs til þingsins, en fékk varla til sjálfs sín heyrt fyrir andstæðingum, er sífelt gripu fraip í fyrir hon- urm þar til þingforseti stóð upp og benti andstæðingum einarð- lega á, að ef þeir vildu sitja þingið, yrðuþeir að hlýða sköp- um þess og reglum. Varð þá hlé á hávaðanum. Því næst gerði forsætisráð- herra grein fyrir ástandi lands- ins. Kvað hann ekki hefði j dugað að spila á fiðluna meðan j Róm brann. Skjót úrræði hefðu | verið óumflýanleg landinu til bjargar, hvað sem flokka póli- 1 tík allri liði. Því næst skýrði,1 hann frá, að fjárlaga frum- varpið yrði lagt fyrir þingið ifæstkomandi föstudag. Kvað hann það bera með sér hvernig stjórnin hefði komið sér sam- ! an um bjargráð landsins. Mr. Henderson leiðtogi and-1 stæðinga mælti á móti að flýta | starfi svo mikið á þessum vand j ræða og alvöru tímum. Kvað I hann stjórnina fara illa af stað. Varð hlátur í þinginu við þessa byrjun Henderson á að andmæla hinum fyrri leiðtoga' sínum. Mr. MacDonald svaraði með kerknis-bros á vör, að það gleddi sig að heyra, að and- stæðingur sinn viðurkendi að j tímamr hefðu verið alvarlegir. j Var þannig lagað hnotabit milli þessara gömlu vina með- an Mr. MacDonald flutti ræðu sína. Áheyrenda-pallarnir voru troðfullir af fólki. Þingforseti er Rt. Hon. E. Fitzroy, consevatívi- frægur stjórnmálagarpur. Virðist hann taka sterkum tökum á starfi sínu, enda herma fréttirnar að af því muni ekki veita á þessu þingi. KRAFA UM LÆKKUN HERÚTGJALDA Margir nafntoguðustu menn ensku þjóðarinnar, þar á meðal rithöfundarnir Russell lávarður og H. G. Wells, hafa skrifað und ir bréf, sem brezku stjóminni hefir verið sent, og fram á það fer, að útgjöld til hersins séu lækkuð í ár um 25%. Er í bréf- inu haldið fram, að útgjöld þessi séu nú eins há og árið 1913, þegar undirbúningurinn var sem mestur undir alheims styrjöidina. Nú standi öðm vísi á en þá, og því sé óþarft að eyða eins miklu fé til viðhalds hernum. Útgjöldin voru ákveð- in fyrir árið 1931, $540,000.000. feAUNALÆKKUN VfNSÖLULIÐSINS Launalaékkunin sem forsætis ráðherra J. Bracken er að koma á- nemur alls $12,000 hjá vín- sölunefúd Manitoba fylkis. Mest er lækkunin á kaupi R. O. Waugh formanns vínnefnd- arinnar; hún nemur $1.080. (eitt þúsud og áttatíu dölum.) Er það nálega eins manns árs- kaup. Ekki nennum vér að hafa það eftir hve mörg manns kaup forsætisráðherra greiðir Mr. Waugh enn á ári, en skömm mundi mörgum að því þykja sem vissi það, fyrir ekki vísindalegri starfsemi en eftir- lit með einokunarsölu á áfengis gutli er. Vinna byrjar nú þegar við að gera lokræsi í Winnipeg. Er gert ráð fyrir að 2500 manns hljóti atvinnu við það. Lokræs- in eru fjögur, sem gera þarf og kosta þau til samans um $1,- 200.000. Greiðir sambandsstjórn in helming kostnaðarinn, en fylkisstjórnin og bæjarstjórnin hinn helmingin að jöfnu. Bæjarstjórnin samþykti s. 1 föstudag að láta gifta menn og þá aðra er fasta bústaði ættu í bænum sitja fyrir vinn- unni. VERKFALL f Estevan og Bienfait kola- héruðunum í Saskatchewan, gerðu kolanámumenn verkfall í gær. Um 600 manns hættu vinnu. Látt kaup og ílt viður- væri, sem verkamennirnir áttu við að búa, er ástæðan fyrir verkfallinu. samkvæmt því er verkamönnum segist |frá. f fréttinni er ekki getið um kaup verkamanna-. En á það er minst, að vinnuveitendur hefðu ekki verið ófúsir, að líta á og ef til vll verða við kröfum verkamanna út af fyrir sig, en að þeir hafi ekki viljað viður- kenna kröfu verkamannafélags þeirra (Mine Worker’s Union of Canada). Ennfremur er haldið fram, að Kommúnistar hafi verið í spilinu. Þeir eiga að hafa hemsótt verkamennina og lagt á ráðin. Enda þótt skortur sé ekki á verkamönnum, er hikað við að byrja vinnu í námunum vegna ótta við ærsli og uppþot er af því kynni að leiða. VON MEIRI VINNU Auk lokræsanna, sem R. H. Webb borgarstjóri í Winnipeg, segist ekki sjá neitt í vegi með að byrjað verði á þessa viku, hefir hann von um, að vinna byrji bráðlega við ellefu fyrir- tæki önnur. Sendi hann for- sætisráðherra R. B. Bennett símskeyti því viðvíkjandi í gær og vonast hann bráðlega eftir samþykt sambandsstjórnarinn- ar í því efni. Verkefnin eru þessi: Fyrir bæinn: Auditorium (samkomuhöll), Iðnsýningar- pláss, viðbót við Almenna sjúkrahúsið og barna-sjúkra- húsið, og brú yfir C.P.R. járn- brauta-garðinn. Fyrir sambandsstjórnina: Nýja stjórnarbyggingu, viðbót við Tuxedo herskálann, sjúkra- hús í Deer Lodge, umbætuU út við Sjö Systra og Þræla- fossana og nýja brú (yfir Rauð ána?) í Selkirk. Fyrir Manitobafylki: Háskóli. Þetta reiknast Webb að út- vegi um 8000 manns atvinnu. Er farið fram á, að sam- bandsstjórnin greiði 50% kostn- aðarins en bæjar og fykisstjórn- in 25 % hvor. Segir borgarstjóri, að miklar líkur séu til, að á störfum þessum verði bráðlega byrjað. enda þótt að samningar um störf í þessu fylki standi enn yfir milli fylkisstjórnarinnar og sambandsstjórnarinnar. ANITA GREW Svo heitir dóttir Joseph Grew sendiherra Bandaríkjanna í Tyrklandi. Anita vann sér það til frægðar nýlega að synda yfir Bosphorus-sundið, (er nor rænir menn kölluðu Sæviðar sund) 19 mílur vegar. Var hún 5 klukkustundlr á sundi. Hún er 22 ára gömul. HVEITIMARKAÐUR f NORECI Frederick H. Palmer, við- skiftaráðunautur Canada í Nor- egi, heldur því fram, að auka megi sölu á canadísku hveiti í Noregi, ef lánsfrestur fengist sæmilegur á því. Segir hann Noreg kaupa um eina miljón mæla heðan, og eins mikið eða fullkomlega það frá Rússlandi. En fyrir rússneskt hveiti verði að greiða í peningum. í Noregi kveður hann mikið látið af gæðum canadíska hveitisins. Sér stjórnin þar um öll kaup á hveiti og tollur er enginn á því. En smásöluverð ákveður stjórnin á hveitimjöli og brauði. vegna þess, að hún ábyrgist framleiðandanum vist verð fyrir hjreiti sitt. Er Mr. Palmer hér staddur og er að finna kornkaupmenn að máli um lánskilmála á hveiti. Danmörk og Svíþjóð kvað hann hvort um sig kaupa eins mikið hveiti frá Canada og Noregur gerði. TILRAUN AÐ SPRENGJA UPP KOMMÚNISTAHÖLLINA Tilraun var gerð s. 1. sunnu- dag með að sprengja Komm- únista höllina áhorninu á Isa- bel og Bannatyne strætum í Winnipeg í loft upp. Var sprengi-kúla falin 4 eða 6 fet frá vegg hallarinnar og kveikt í henni. En skaða gerði spreng ingin ekki annan en þann> að kjallarahurð og nokkrir gluggar brotnuðu í byggingunni. Þrir menn voru staddir inni, en þá sakaði ekki. f húsum í kring brotuðu nokkrir gluggar. Fascistar, eða einhverjir álíka vinveittir sér og þeir telja Kommúnstar líklegast að valdir hafi verið að tilraun þessa hermdarverks. FUNDUR I HYDE PARK Síðast liðinn sunnudag héldu verkamenn á Englandi fjöl- mennan fund í Hyde Park, til þess að mótmæla lækkun þeirri á tillagi til atvinnulausra, er stjórnin hefir ákveðið að lög- leiða. Einnig mótmælti fundur inn vinnulauna-lækkun allri. “Hættið að svelta lýðinn’’, var slagorð fundarins. Var ákveð- ið að hitta stjórnarformanninn að máli þessu viðvíkjandi. SKAÐAR AF REGNI í þorpinu Glacier í Britist Col umbia gerði þvílíkt steypiregn s. 1. laugardag, að yfir járnbraut CPR félagsins flæddi á nokkr- um stöðum, sem olli svo mikl- um skemdum, að umferð heft- ist. Connaught-undirgöngin svo nefndu, sem eru 5 mílna löng, fyltust af vatni. Símastaurar féllu og niður og urðu ýmsar fleiri skemdir af völdum þessa NóaflóðS'. BRETAKONUNGUR LÆKKAR LAUN SÍN Bretakonungur hefir gefið ríkinu eftir $250>000. af laun- um sínum í ár. Kveður hann sanngjarnt, að hann sem aðr- ir, taki þátt í að bæta efna- hag ríkisins. Alls eru laun kon- ungsins og hirðarinnar $1,880,- 000. Af því eru laun sjálfs koungsins ekki nema einn fjórði. Ennfremur hefir Prins- inn af Wales gefið eftir $50,000 af sínúm tekjum. STÆRSTA FJÖLSKLDA f MANITOBA Stærsta fjölskylda í Manitoba er fjölskylda Alex Bohemier, í grend við bæinn St. Anne, um 30 mílur suður af Winnipeg. Mr. og Mrs. Bohemier eiga 15 börn. sem öll eru á lífi og á aldrinum frá 16 mánaða og upp að 18 ára aldri. Eru stúlkurnar 7, en drengirnir 8. Kváðu öll bömin vera vel gef- in og efnileg. Fjölskylda þessi er frönsk. Húsbóndinn er gripa-kaumað- ur og þannig stóð á því, að hann var á skemtidegi kaup- manna (Caterers Picnic) ný- lega, og hlaut verðlaun fyrir að vera stærsti fjölskyldufaðir Manitoba-fylkis. Bæði eru hjónin fædd í St. Norbert í Manitoba og er ann- að þeirra 43 ára gamalt, en hitt 42 ára. GOTT LAND OG SKEMTILEGT Skemtilegt þótti George Bern- ard Shaw' um að litast í Rúss- landi. En ekki finst kvenmanni úr Bandaríkjunum, er Margaret Bourke-White heitir minna til um það. Hún var í 5 vikur á Rússlandi að taka myndir, og munu ýmsar af þeim eiga að prýða bók þá um Rússland, er hún hefir í smíðum og á að heita “Eyes on Russia’’. En jafnvel þó að margt bæri henni fyrir sjónir sem skemtijegt mætti heita, kemst þó líklega fátt í samjöfnuð við það, að í þessar 5 vikur sem hún var á ferðalagi til og frá um Rúss- land, voru 6 bónorðsfarir hafn- ar til hennar. Allir voru biðl- arnir rússneskir og túlk urðu þeir að hafa til þess að flytja mál sitt við unnustuna. Og bláalvara var þeim, því bón- jorðunum fylgdu alls konar seri- I moníur, sem ekki eru um hönd hafðar nema mikið liggi við. Tveir biðlarnir voru listmálarar og tveir verkfræðingar, einn járnbrauta-eftirlitsmaðúr og einn olíu-kóngur. Allir voru mennirnir hinir mannvænleg- ustu. Margaret hefir eflaust rétt fyrir sér, að Rússland sé skemtilegt land. HVAÐANÆFA Við fyrstu 12 mílurnar af Canada-þjóðveginum var lokið s. 1. viku í Ontariofylki. • * * Yfir síðustu hélgi, meiddust 16 manns meira og minna í Winnipeg-borg einni af bílslys- um. • * • Malcolm MacDonald hefir ver ið skipaður aðstoðar-ritari fyrir nýlendur Breta í ráðuneyti sam- steypustjórnarinnar. Hann er sonur forsætisráðherra Ramsay MacDonald. Þingmaður hefir hann verið síðan 1924, og í síð ustu kosnirtgum 1929, hlaut hann 7000 atkvæða meiri hluta. Ræður hans á þingi þykja ó- viðjafnanlega vel orðaðar. Hann er aðeins 30 ára að aldri. Ment- un sína hlaut hann á Oxford- háskóla. • * * Nýtt félag hefir verið mynd- að í Winnipeg, Man., sem nefnir sig “The Britist Work- ers Association (brezka verka- fólks félagið). Félagið kvað ætla að vinna á móti stefnu Kommúnista. • • • Hitinn í Winnipeg var s. 1. mánudag 96 stig. í Brandon var hann 100 stig. t Beausejour Man., brann kirkja rómversk-kaþólskra á samt íveruhúsi prestsins til kaldra kola í gær. Skaðinn er metinn um $15.000. TIL JAKOBÍNU JOHNSON fyrir “Annan ágúst” 1931 Eg lúinn og sifjaður lötraði heim Eg las þitt kvæði skáldkona. á veginum heim. — Mér fanst eg heyra í hörpunni himneskan hreim “Eg gat ekki sofið fyrir söngvunum þeim’’ J. S. frá Kaldbak. ÞRÖNGI VEGURINN Líður senn að loka-degi ljúfa hvíld í arma þína að höfði þreyttu eg halla megi hefi eg þráð um æfi mína. Þessa kyrð í þínum höndum þreyi eg eins og barnið móður. Draumur flýr af dimmum ströndum dags úr stríði, einn og hljóður. Óskin situr út á söndum, eygir frið í fjarskans bláma, “Kastaðu af þér kvíðans bönd- um komdu!’’ segir brimið ráma. Vitið stendur vörð á landi viðbúið og skjótt til varnar stolt það bregður stæltum brandi starir hvast á þjáningamar. Er þjáningar á bak það brýtur brosir sólin fyrst í heiði — Æfi sigur sækja hlýtur sér hver yfir þeirra leiði. Einkunn mannsins er að stríða eymd og víl ei honum sæmir Hugrekki skal heiminn prýða heimtar sá sem alla dæmir. Sá sem kýs þau forlög fella fær ei lífs síns gátu leysta og verður minni maður ella. Mannvitinu er einu að treysta. J. S. frá Kaldbak. GÍSLI J. ÓLAFSON landsímastjóri. Síminn flutti þá sorgarfregn til landsins í gærmorgun, að Gísli J. Ólafsson landsímastjóri væri dáinn. — Hann andaðist á St. Elísabethspítala í Kaup- manahöfn, aðfaranótt laugar- dags. Þar hefir hann legið nokkrar vikur eftir uppskurð. aVr hann skorinn upp vegna gallsteina. Tókst uppskurður- inn vel í fyrstu, að þvi er ætlað var. En er frá leið kom það í ljós> að aftur þurfti að skera upp sárið. Var það gert fyrir rúmri viku. Enn var talið, að vel hefði tekist. Þangað til þær fregnir bárust hingað á fimtudag að nú hefði líðan hans versnað svo, að líf hans væri í hættu. Á undanförnum 20 árum hef- ir landssíminn orðið eitt af óska börnum þjóðarinnar. — Starf- ræksla landssímans grípur inn í líf og starf hvers einasta manns á landinu. Þegar vel tekst með val forystumanna slíkra fyrirtækja, er það rétt- metið þjóðarlán, en óhamingja ef illa tekst. Þjóðarlán íslendinga var það, er svo mætur maður sem Gísli J. Ólafson, tók við stjórnartaum um símamálanna fyrir fjórum árum. Sigð íslenzkrar óham- ingju hefði vart getað höggvið tilfinnanlegra skarð í fylking athafnamanna vorra, en orðið er við fráfall Gísla J. ólafson nú, er hann á besta skeiði stóð svo að segja við upphaf mikilla framkvæmda. En bót er það nokkur, hversu mikið hann fekk unnið á þeim gkamma tíma, sem hann var landssímastjóri. Frá því hann var 17 ára gam- all vann Gísli að símamálum. Þá fór hann úr þriðja bekk Latínuskólans og byrjaði sím- ritaranám í Danmörku. Um það leyti sem Landssíminn var lagð- ur hingað til Reykjavikur, var hann skipaður símaritari hér. Árin 1908—1912 var hann síma- stöðvarstjóri á Akureyri, en síð- an stöðvarstjóri hér í Reykjavík, uns hann varð 1927, eftirmaður O Forbergs í landsímastjóra- stöðunni. Öll þau ár, sem hann var stöðvarstjóri. lét hann mikið til sín taka um símamálin. En oflangt yrði hér að rekja þau afskifti öll. Hér skal aðeins drepið á það helsta sem hann vann að hin síðustu árin. í landssímastjóratíð Gísla J. Ólafson gerðust þau stórtíðindi í símamálum landsins, að Suð- urlandslínan var fullgerð, svo símanetið spenti greipar í kring Jim bygðir landsins. Þá var unn ið það þrekvirki í símalagning- um, sem lengi þótti ókleift, að leggja síma yfir stórfljót og jökla í Skatafellssýslum. Undirbúningur undir hina miklu landssímabyggingu hvíldi mjög á hans herðum, og fekk hann því til leiðar komið, að hér yrði ’sett upp hin sjálfvirka miðstöð . Áður en hann hvarf af landi burt í síðasta sinni, auðnaðist honum að halda risgjöld hinnar miklu símabyggingar. Hann mun og hafa átt megin þátt í því, hve vel og myndar- lega var gengið frá útvarpsstöð- inni hér. En mesta og mikil- vægasta málið sem hann hafði með höndum hin síðari ár, var uppsögn símasamningsins við Mikla norræna, og breytingarn- ar á símasambandi voru við út- lönd, sem með því urðu kleifar. Frá því han nbyrjaði símritara ná mfyrir 26 árum, og alt þang- að til hann yfirbugaðist af sjúk- dómi þeim, er dró hann til bana, vann hann óslitið að velgengni og framförum íslenzkra sima- mála. . Gísla J. Ólafson verður ekki einasta saknað um langt skeið um land alt, sem hins ötula og áhugasama landssímastjóra, ó- teljandi margir sakna hans og trega fráfall hans fyrir sakir ljúfmensku hans og drenglynd is. Hann var maður vinsæll með afbrigðum. Enginn gat kynst honum, án þess að verða hlýtt til þessa gjörfulega. glaðlynda og hrein- lynda manns. Hann laðaði alla að sér. Þegar slíkir menn falla frá í blóma lífsins, frá hálfunnum störfum, finna menn sért til, vegna þess að þeir vita, að skarðið í vinahópinn verður aldrei fylt. Gísli J. ólafson var fæddur 6. september 1888. Foreldrar hans voru Jón Ólafsson ritstj. og Helga Eiríksdóttir frá Karls- skála. Árið 1910 giftist hann Polly Grönvold. Dætur þeirra eru tvær, Helga, gift Henry Nagtglas-Versteeg, hollenskum sjóliðsforingja í Austur-Indlands eyjum og Nanna, ógift. —Mbl.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.