Heimskringla - 09.09.1931, Blaðsíða 5

Heimskringla - 09.09.1931, Blaðsíða 5
WINNIPEG 9. SEPT. 1931. HEIMSKRINLA 5. BLAÐSÍÐA unum. Augabrýrnar ekki hvass ar, eða miklar einaípg • til að bergmála annai*á raddir eða tákna forneskju, en lögðu yfir- andlitinu til mjög hóflegann svip. Nefið á Séra Arnljóti var mikilfenglegt og eg varð var við það að margir sem sáu hann í fyrsta sinni höfðu lítið ann- að séð en nefið. Það var reglu- legt konganef eftir því sem mér innrættist að skilja þau, en það var líkast því að það hefði orðið fyrir slysi, því það var bogið ögn útá hægri síð- una. en það var hvorttveggja hæfilega þykt og langt eftir hæðinni. Nefið fór honum vel og hreykslaði engann nema fyrst í stað. Hann var munn- fríður og andltið allt frítt nema þá nefið. í þessum kafla minninga minna, hef eg orðið óþarflega langorður um útlit séra Arnljóts. Það eitt var nauðsynlegt að segja, sem hann var á þessum tíma óh'kur því er hann var 9 árum seinna, þegar eg fór að þekkja hann fyrir alvöru. Amljótur heislaði okkur pilt- um öllum með handabandi þarna útifyrir skólanum, og að því biinu tók skólastjóri hann inn til sín. Við óttuðumst að skólastjóri gerði hann sér of vinveittann, en fljótlega fór að heyrast hávaði frá stofum Hjaltalíns sem bar þess vitni að þeir herrar væru ekki á eitt sáttir um allt. Eftir langann tíma fengum við piltar orð frá séra Arnljóti, að vera allir eftir litla stund staddir inni í þriðja bekk,r því þar ætluðu þeir að hafa fundinn. Það var ekki aðeins allt fólkið á Möðru- völlum heldur og fjöldi af ná- grönnum sem þarna var á svip- stundu samankomið, og fylti einnig gangin fyrir framan. Amljóti hafði hlotnast sæti í kennarastólnum og við kenn- arapultið til hliðar við hann á báðar síður, sátu kennaram- ir, og hafði skólastjóri Jón bryta sér við hlið, en við piltar sátum í skólabekkjum og við skrifpúltin, svo þægilegt var að hafa fyrir framan sig, og drepa niður hjá sér þeim helstu atriðum sem kynnu að gerast. Annað fólk stóð hvar sem’pláss- ið leifði, og eins þétt og fé á garða, og allir með hvest eyru og athygli, en hjartsláttur og andardráttur var allur sá há- vaði sem . heyrðist. Hugsanir. ráð, hatur, getsakir og kitlandi forvitni léku um á andlitum manna eins og skýjafar í þétt- um vindi eða á fullþroskuðum, íðandi hveitiakri. Þá stóð séra Arnljótur upp og aldrei hefir í mínum augum stærri maður staðið á fætur, í öllum skiln- ingi. Það var auðséð að hann kveið ekki fyrir því að hann hefði ekki skilð ástandð eða að hann hefði ekki komið auga á rétta ráðið. Hann hneigði sig fyrir fólkinu með góðmann- legum gletnis svip sem eins og gaf um leið tilkynna að hér væri um meinlausan barnaleik að gera, og að hann ætlaði sér að sjá um það færi ekki ver en komið væri. Svo skoraði hann á pilta að láta einn eða mest tvo úr sínum flokki skýra frá því í svo stuttu máli sem við gætum hvernig með okkur hefði verið farið síðan við kom- um á skólann, og höfðum við áður valið þá fyrir framsögu- menn okkar málsstaðar, áður nefndann Björn Björsson frá Mýrum í Skriðdal, og Magnús Blöndal bróðir Hannesar skálds Blöndal, sem um tíma var hér vestanhafs og aðstoðarmaður við ritstjórn Lögbergs. Björn sagði söguna í helstu atriðum skjótt og skýrt, og að því búnu áréttaði Magnús okkar hlið þar sem honum þótti negl- ingin tvíræðust. Hvað eftir annað vildu þeir skólastjóri og bryti taka fram í fyrir okkar framsögumönnum, en Arnijót- ur stjórnaði fundi vel, og sagði þem a geyma sína glæsiiegu vöru, þangað til hún væri boð- in. "Næst skýrði |SkóHast;jóri brytans, og bryti sjálfur það sem honum fanst að skólastjóri hafa hlaupið yfir. Seinast lýstu þeir Thoroddsens bræður áliti sínu á máli okkar og voru einkum Þorvaldur, ákveðnir okkar megin. Þegar að röðin var komin að séra Arnljóti sjálfum, talaði hann bæði í gamni og alvöru, og var á fá- um mínútum búinn að útskýra og rökstyðja málið svo vel að öllum lá það í augum uppi, að misklíðin stafaði af alvanalegri eiginhagsmunagræðgi, Hann sýndi fram á það með Ijósum verðlaga skýrslum að óbrotið fæði kostaði ekki nema, 60 aura á dag fyrir manninn upp og ofan. og þegar margir væru fæddir í einu þá yrði þó fæðið skiljanlega ódýrara. Nú með því að skólastofnun þessi og skólahaldið ætti hreint ekki að vera gróðavegur fyrir neinn einstakann mann þá kæmi það ekki til mála að við piltar þyrft- um að borga fæði líkt því sem við hefðum haft fyrripart vetr- aris meir en 60 aura á dag en svo væri það undir brytanum komið og áliti sanngjarnra og góðra manna hvað fæðið gæti kostað meira. ef meira væri í það borið. Hann sagðist á Al- þingi ofmikið hafa barist fyrir stofnun þessa skóla, til þess að hann léti nú strax í byrjun, eða á öðru ári skólans koma hon- um fyrir kattarnef, rétt við hliðina á sér og það fyrir tóma óstjórn og eigingirni. Hann kendi skólastjóra mikið um þetta upppistand, og sagði að hann skildi ekki hlutverk sitt, útávið þó honum færist allt vel sem kennara. Með mik- iili rausn og skrum vegsum- merkjum lagði hann þá leið útúr öngþveitinu sem reyndist fær, að réttu og sanngjörnu takmarki veturinn á enda, og með því sem fæðið batnaði aldrei til muna þá borguðum við heldur ekki meira en 60 aura á dag fyrir seinnipart vetr arins eins og Arnljótur ákvað. og hann var okkar allra uppá- hald fyrir frammistöðuna. Af og til urðu þó skærur allann veturinn útaf matnum og alltaf borðuðu kennararnir með okk- ur á víxl. Á einum matarrifr- ilddisfundi um veturinn hétu piltar því að viðlagðri trú og æru að fara ekki á skólann aftur. Mér var kunnugt um að margir af þeim álitu það skvldu sína að standa við þau heit, og eg held þeim hafi öll- um verið það alvara, og flestir munu þeir hafa efnt það, þó voru þeir nokkrir sem fengu ekki foreldra sinna vegna að efna þau heit. Ekki man eg hvert það var á sama fundi eða öðrum að piltar hétu því ef heilsa og h'f leyfði að finnast aftur allir á Möðruvöllum alda- mótaárið 1900, eða senda skrif- leg forföll sín ef ástæður bönn- uðu að efna heitið. Var eg einn af þeim sem árið 1900 kom þar á auglýstann hátíðisdag. Var þar þá fjöldi manna samankom inn, og mikið um að vera, marg- ar ræður og kvæði lesin og sungin. Þar voru tvö stór- skáld iandsins sitt af hverri síðu til að gefa hátíðinni fyllra gildi, þeir Matthías Jochumsson ljóðskáld og séra Bjarni Þor- steinsson tónskáld. Þar hitt- ust margir góðir kunningjar. eftir 19 ára frestinn þá orðnir lífsreynsluríkir miðaldramenn og margrá barna feður. Margt var talað, umdæmt og álykt- að, og mörg bréf upplesin frá þeim sem örlögin bönnuðu að sækja mótið. Og nokkrir voru þeir sem syndu engann lit á að efna heit sitt. Ekki voru þau brytinn vné kona hans á þessari hátíð, og man eg ekki hvað eg heyrði um það að þau væru ennþá á lífi. En til þeirra kom eg árið 1895 og gisti hjá þeim nótt, þar sem þau þá bjuggu á Krossastöðum í Hörg- ardal, leit eg þau þá allt öðrum augum, og átti hjá þeim beztu nótt og bar heimili þeirra með sér fyrirmyndar stjórn úti og inni. Hjá þeim var margt fólk í heimili og var sem allir heiðr- uðu hjón þessi og svo hetju- legur og góðmannlegur var gamli bændaöldungurinn. að eg skammaðist mín fyrir að hafa einusinni verið í hópi þeirra manna sem markað höfðu eitt- hvað af hrukkunum á enni hans og hefði eg þá átt peninga þá hefði eg reynt að bæta honum upp það sem ávantaði fæðis- peningana forðum, en hann hafði aðeins borið gæfu til þess með nærgæti og ljúf- mensku að sýna mér hve rangt eg rataði sem oftast. Mér hafði alltaf fundist ofmik- ið veður gert útaf smáyfirsjón- um við matinn, og sá heldur aldrei neina knýandi ástæðu til að kvarta, nema yfir morkna fiskinum, óþokkan á mjólk- inni fekk eg aldrei að sjá og ti-úði því aldrei, sannfærðist líka daglega um það að svo margt var ósatt á milli borið. Eg skildi það ekki veturinn sem eg var á Möðruvöllum en fann það betur seinna, hve mikil óhamingja það var fyrir mig og marga aðra pilta að þeir tóku til að skoða skólastjóra, sem mótstöðumann sinn, útaf þessum matarmálum, og nutu þessvegna ekki eins vel og vera mátti hans einlægni, og vilja til þess að. hjálpa og leiðbeina einum og sérhverjum piltanna samkvæmt hans upp- lagi. og hvað honum var það eiginlegt að láta piltana stöð- ugt finna til þakklætis síns, þegar'þeim fórst eitthvað vei, og það hreif mig hvað hann árið 1900 mundi ekki einungis eftir hverjum piltanna heldur mundi helztu eiginieika þeirra. Hann las þá upp, bréfin ftá fjarverandi piltum, og skaút inn í setningum sem mintu okkur hina á löngu gleymyda eiginleika höf. Fth. SAMSÆTIÐ til heiSurs Sigrið Undset og Gunnari Gunnarssyni Ræða Gunnars Gunnarssonar Herra forsætisráðherra! Herra háskólarektor! Herrar mínir og frúr! Áður en eg tjái yður þakkir mínar fyrir þann heiður og þá vin- semd, sem þér með kvöldinu í kvöld auðsýnið mér og mínum, langar mig til að víkja nokkur- um orðum að hinum heiðurs- gestinum, skáldkonunni frú Sigríð Undset. Þegar eg fyrir nokkurum dögum mætti yður hér í Hotel Borg. Varð mér það á, alveg ó- hugsað, að bjóða yður velkomna til íslands. Samstundis og orð- in runnu yfir varir mér, datt mér í hug, að í raun og veru ætti eg lítið með að bjóða, hvort heldur yður eða nokkura aðra manneskju velkomna hing- að í landið, þar sem eg að- eins er gestur hér, eins og þér, og þess vegna sjálfur heyri til þeim mönnum, ferðamönnum, er vinsamlegt fólk býður vel- komna. En hvort sem eg nú átti með að bjóða yður vel- komna eða ekki, fylgdi að minsta kosti hugur tungu. Mér var það sönn ánægja að vita af yður og heilsa upp á yður hérna heima, vita af yður vera á ferð að kynna yður ísland; og mér finst — alt vel athugað — að eg eigi með að iáta mér þykja vænt um það, jafnvel þótt eg, að minsta kosti sem stendur, þegnréttlega álitið, að eins sé gestur hér, eins og þér, Því þrátt fyrir langa útivist. hefi eg altjent litið svo á, að ísland væri ekki einungis ættland mitt, heldur hreint og beint mitt eina sanna heimkynni, að eg skildi þetta land — á mína vísu; að mér bæri að þjóna því að fremsta megni — vitanlega einnig á mína vísu, og eg vil því við nánari íhugun líta svo á, og jafnvel ef til kemur halda því máli til streitu’ að mér beri fullur réttur til að bjóða hvern sem er velkominn hing- að til lands. Eg vil því aðeins endurtaka hér í kvöld — en í þetta sinn með fullri fyrir hyggju — það sem eg sagði við yður um daginn: Velkomin til íslands. Eg er þess fullviss, frú Und- set, að yður ber með réttu bæði heiður og vinsemd langt um mig fram. Eg vona, að þér ekki álítið það skerða þann heiður og þá vinsemd, sem yð- ur ber, að landar mínir hafa óskað, jafnframt yður, að heilsa upp á mig hér í kvöld. Mér fyrir mitt leyti er það heiðurs- og ánægjuauki, að þetta kvöld er okkar beggja. Til þess að votta yður þetta sem ljósast, ber eg í kvöld — í fyrsta sinn _ til heiðurs fyrir yður og ’ þakklætisskyni við norska rit- mensku yfirleitt, það heiðurs- merki, sem norska rithöfunda- féíagið var svo vænt að sæma mig í sumar er leið. Kæru landar! — Eg mætti vera skrítilega af guði gerð- ufr (og það hefir ykkur nú vafalaust. a. m. k. sumum hverj um, stundum fundist eg sé), ef eg væri ykkur ekki af öllu hjarta þakklátur fyrir þann heiður og þá vinsemd, sem þér auðsýnið mér með þessu forkostulega kvöldboði. Sem barn og ungling dreymdi mig stóra drauma; en að það ætti fyrir mér að liggja að sitja sem heiðursgestur að boði, sem stofnað er til af Háskóla ts- lands, — það gat mig ekki grunað. Fyrst og fremst gat mig ekki grunað það, af því, að á mínum unglingsárum var Háskóli íslands enginn til, og varla einu sinni fyrirhugaður, mér vitanlega hugði enginn svo hátt, á. m. k. ekki þarna fyrir austan, að hér á landi yrði nokkuru sinni sett á laggirnar svo vegleg mentastofnun. Þó er það nú skeð — skeð, nærri því af sjálfu sér (sýnist manni eftir á) sem er um fertugt fimtugt. í öðru lagi gat mig síst óráð fyrir því, að það ætti fyrir mér að liggja, að sitja hér í kvöld, vegna þess. að mér þegar í ungdæmi mínu brást sá draumur. sem eg þó, á þeim árum, var tíðdreymnari á en flesta aðra, nefnilega sá, að fá að ganga skólaveginn, eins og að var kallað, m. ö. o. komast í Latínuskólann í Reykj avík. Þá var Latínuskólinn, a. m. k. í mínum augum, og eg held mér sé óhætt að segja: í augum allra mentagjarnra ís- lenskra unglinga — eða svo var það fyrir austan — sá sælu- staður'og það fyrirheitna land sem við hugðum upp á fremur öllum öðrum stöðum, og það jafnt himneskum sem jarðnesk- um. Kjör mín og minna urðu því valdandi, að þessi draumur rættist ekki, eða — svo að eg tali með blessuðum kerlingun- um; Það átti ekki fyrir mér að liggja. Eg harmaði það þá. Nú er eg ekki langt frá því að halda, að það hafi verið mér fyrir bestu, að fór sem fór. Yfirhöfuð er eg ekki harma- gjarn maður um orðna hluti, ekki sútsamur um skör fram, en það verð eg að játa; nokk- uð langrækinn. Mér hefir stund um fundist að þér, landar mín- ir. væruð ærið óþjálir í minn garð, og það fyrir litlar sakir. Og því nær fram að þessu ferða lagi hefir mér fundist yfirleitt anda kalt til mín héðan heim- an að. Mré er því ekki sem best við að fyrirgefa ykkur all- an kuldanæðinginn í minn garð, gegn því einu, að þið gefið mér vel að borða eina kvöld- stund. Enda er eg hreint ekki viss um, að eg geri það. Eg skal nú hugsa það nánara í tómi. En það gat eg sagt ykkur undir eins, og það af heilum hug, að eg er ykkur hjartanlega þakklátur fyrir alla þá vinsemd og þann heiður, en þó einkum vinsemdina, sem þér að þessu sinni hafið sýnt mér, bæði leynt og ljóst. Satt að segja veit eg ekki hvenær eg fæ ykkur það fullþakkað; og þess vegna er eg hræddur um, að eg neyðist til að fyrirgefa ykk- ur — þeim af ykkur, sem hafa fyrirgefningar þörf — alt sem á undan er gengið. Og er það þó margt, og fleira en hér tjáir að telja. Reyndar er eg ekki viss um, nema að þér, landar' mínir, hafið verið mér bestir. þegar þér voruð mér verstir. Einu sinni var maður — og hann var vinur minn — sem huggaði konuna mína sem var stúrin yfir, að eg var lagður af stað í ferðalag, sem þau á- litu hættulegt, með þeim orð- um, að ferð mín gæti orðið mjög skemtileg, svo framarlega sem eg slyppi Iifandi yfir fenin og foræðin. Eg slapp lifandi yfir fenin og foræðin — þá sem endranær. Hið hætttulega ferða lag varð, mér bæði hið gagn- legasta og þarflegasta. Sama gæti eg sagt um ferðalag mitt um Ódáðahraun lífsins — til þessa dags. Þvi þegar von mín um Latínuskólavist brást mér, gaf eg ekki af þeirri ástæðu allt upp á bátinn; öfugt við. Það hljóp í mig einhver þrjóska og þrái, sem hefir enst mér til þessa dags, og sem stundum og það tímunum saman, hefir verið aleiga mín; og eg af- réð, að halda mínar eigin leið- ir. Það lifir enn þá gullsmið- ur fyrir austan, mesti snilling- ur til handanna og vel viti bornn maður, sem í ungdæmi mínu bar mér þann vitnisburð, að eg væri bæði >,sérvitur og einþykkur". Þessi einkunnar- orð féllu mér ekki sem best í geð, sérílagi þó vegna þess, að mér leitst betur á dótt'ur gull- smiðsins, en honum, eða þeim feðginum, á mig. Síðar meir Pramhald á 8. síðu Innköllunarmenn Heimskringlu: I CANADA: Árnes..................................F. Finnbogason Amaranth ........................ ..... J. B. Halldórsson Antler....................................Magnús Tait Árborg................................G. O. Einarsson Baldur................................Sigtr. Sigvaldason Belmont ................................... G. J. Oleson Bredenbury................................H. O. Loptssou Beckville .............................. Björn Þórðarson Bifröst ............................Eiríkur Jóhannsson Brown................................ Thorst. J. Gíslason Calgary............................. Grímur S. Grímsson Churchbridge.........................Magnús Hinriksson Cjrpress*River...........................Páll Anderson „ Ebor Station..............................Ásm. Johnson Elfros .. ..........................J. H. Goodmundsson Eriksdale ............................... ólafur Hallsson Framnes.................................Guðm. Magnússon Foam Lake..................................John Janusson Gimli..................................... B. B. ólson Glenboro...................................G. J. Oleson Geysir.......v • • • • .................Tím. Böðvarsson Hayland..................................Sig. B. Helgason Hecla................................. Jóhann K. Johnson Hnausa..........n •»...................Gestur S. Vfdal Húsavík....................................John Kernested Hove.....................................Andrés Skagfeld Innisfail .......................... Hannes J. Húnfjörð Kandahar ................................ s. S. Anderson Kristnes............................................Rósm. Árnason Keewatin..................................Sam Magnússon f-<eslie..............................Th. Guðmundsson Langruth ................................Ágúst Eyólfsson Lundar .................................... Sig. Jónsison Markerville ........................... Hannes J. Húnfjörð Mozart, Sask.............................. Jens Elíasson Nes........................................Pán b. lsfeW Oak Point..................................Andrés Skagfeld Otto, Man........................I..........Björn Hördal Poplar Park..........................................Sig. Sigurðsson Piney.....................................S. S. Anderson Red Deer ............................. Hannes J. Húnfjörð Reykjavík .................................. Arni Pálsson Riverton .............................. Björn Hjörieifsson Silver Bay ............................... Ólafur Hallsson Swan River................................ Halldór Egilsson Selkirk.................................. jón ólafsson Siglunes...................................Guðm. Jónsson Steep Rock ................................ Fred Snædal Stony Hill, Man............................. Björn Hördal Tantallon...............................Guðm. ólafsson Thornhill............................Thorst. J. Gíslason ^fðir.................................... .Aug. Einarsson Vogar......................................Guðm. Jónsson Vancouver, B. C........................ Mrs. Anna Harvey Winnipegosis.................. .... .. August Johnson Winnipeg Beach..........................John Kernested Wynyard.................................p. Kristjánsson f BANDARÍKJUNUM: Akra ..................................jón pj. Einarsson Blaine, Wash................................ k. Goodman Bantl7.................................... E. J. Breiðfjörð Cavalier .............................. jón k. Einarsson Chfcago..................................Sveinb. Árnason Edinburg...............................líannes Björnsson Gar0ar.....................................S. M. Breiðfjörð Grafton................................... E. Eastman Hallson .. ........................... Ivanhoe.......................................G. A. Dalmaún Milton.......................................F. G. Vatnsdal Mountain...............................Hannes BJörnsson Minneota..................................G. A. Dalmann Pembina.............................Þorbjörn Bjarnarson Point Roberts........................Sigurður Thordarson Seattle, Wasíh........J. J. Middal, 6723—21st Ave. N. W. Svold ............................... Jón K. Einarsson Upham..................................... E. J. Breiðfjörð The Viking Press, Limited Winnipeg, Manitoba

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.