Heimskringla - 28.10.1931, Side 4
4. BLAÐSÍÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG 28. OKTÓBER 1931
l^eíntskringla
(Stofnuð 18S6)
Kemur út á hverjum miðvikudegi.
Eigendur:
THE VIKING PRESS LTD.
853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg
Talsími: 86 537 ___
Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn borgist
fyrirfram. AUar borganir sendist:
THE VIKING PRESS LTD.
Ráösmaður TH. PETURSSON
853 Sargent Ave., Winnipeg
Manager THE VIKING PRESS LTD.
853 Sargent Ave., Winnipeg
Ritstjóri STEFÁN EINARSSON
Utanáskrift til ritstjórans:
EDITOR HEIMSKRINGLA
853 Sargent Ave., Winnipeg.
"Heimskringla” is published by
and printed by
The Vikíng Press Ltd.
853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man.
Telephone: 86 537
WINNIPEG 28. OKTÓBER 1931
HVEITI MARKAÐURINN
Engum blöðum er um það að fletta,
að útlitið með hveiti markaðinn fer smátt
og smátt batnandi. Verðið á heims-
markaðinum hefir síðast liðinn mánuð
farið stöðugt hækkandi, og útflutningur
hveitis hefir aukist í löndum þeim, sem
hveiti hafa haft aflögu eða til útflutn-
ings. Má nú loksins heita, sem að farið
sé að rofa til í þessu efni. Móðir náttúra
ásamt lágverðinu á hveitinu hafa í ein-
ingu saman unnið að því, að minka
hveitibirgðirnar, svo að nú virðist stefna
í eðlilegt horf, með hveitisölu.
Að vísu verður ekki sagt að Canada
hafi enn notið fullkomlega síns hlutar
af hveitisölunni á heimsmarkaðinum. Á-
stæðan fyrir því, er hinn mikli útflutn-
ingur hveitis frá Rússlandi. En hann
er nú að réna og hveitikaupmenn eru
famir að líta til Norður-Ameríku. Hveiti
salar hér gera sér einnig góðar vonir
um, að frá þessum tíma til jóla, verði
sala á hveiti svo góð, að ekki verði langt
frá því, sem var meðan alt lék í lyndi,
eða með öðrum orðum að á fyrstu fimm
mánuðum þessa uppskeruárs, sé sæmi-
lega gott útlit á að útflutningur verði
eitthvað nærri því sem hann var á ár-
unum fyrir kreppuna.
Það mun satt vera sem hladið er fram
um það að neyzla hveitis hafi dálítið auk
ist á þessu ári, enda væri það ekki ó-
eðlilegt að það fylgdi verðfallinu á því.
Auk þess hefir hveitiframleiðsla víðast
hvar minkað, nema ef til vill í Banda-
ríkjunum. Uppskeran í Canada var eins
og kunnugt er alt að því helmingi minni
en síðast liðin ár. Og ekrufjöldin, sem
hveiti var sáð í, í Ástralíu, minkaði um
25%. í Argentínu minkaði hann einn-
ig um 20%. Afleiðingin af þessu er lík-
leg að verða sú, að þessi hveitiræktar-
lönd á suður hveli jarðar, hafi minna
hveiti til útflutnings en áður, og að
markaðurinn upp úr nýári, en á þeim
tíma berst þetta hveiti þangað vana-
lega, verði ekki eins kúffyltur og nokk-
ur síðustu árin.
Þetta eru alt mjög mikilsverð atriði
viðvíkjandi hveitimarkaðinum, enda leyn-
ir það sér ekki, að áhrifin af því eru nú
þegar farin að koma að nokkru leyti í
Ijós.
í 35 hveitiræktarlöndum, að Canada
nndanskildu, nemur uppskeran í ár 140,
000,000 mælum minna en síðast liðið
ár. Auðvitað kemur það ekki undir eins
fram í útflutningi hveitis, en þó hefir
hann aukist nokkuð, eða er nokkru
meiri á tímabilinu frá 1 ágúst til 3.
oktober, en hann var á sama tíma síðast
liðið ár.
Árið sem leið var sem næst einn þriðji
af öllu hveitinu á heimsmarkaðinum frá
Canada. Útflutt hveiti héðan nam þá
258 miljónum mæla, en óseldir voru um
130 miljónir mæla í júlí mánuði. Ef
landið getur á þessu ári selt um 200
miljónir mæla, eða sem svarar 17 milj-
ónum mæla á mánuði sem alt útlit er
fyrir að mögulegt verði, þá er von um,
að hveitiforðinn hér mínki svo, að hann
verði minni í næstkomandi júlímánuði
en hann hefir verið síðan áríð 1927, eða
verði ekki fjarri því, sem hann var á
hverju meðal viðskifta-ári fyrrum.
Canadiskt hveiti hefir ávalt verið ann-
álað fyrir gæði. Það er svo efnisríkt,
að miklu drýgra er til bökunar eða
brauðgerðar, en hveiti senj annar staðar
e/ræktað. Þetta hefir aukið eftirspum-
ina, einkum síðan Evrópa fór að nota
hraðbökunarofna. Ef verð á Canadisku
hveiti fer því ekki fram úr hveitiverði
keppinauta þess á heimsmarkaðinum, er
ekki vonlaust um, að hveitibirgðirnar
hér verði ekki meiri en í meðalári var
hér áður, er fram að nggsta uppskeru
tíma kemur.
ER MANNKYNINU AÐ FÆKKA
Það hefir mörgum verið ærið alvarlegt
umhugsunarefni, hvert stefndi með fram
færslu-nægtir handa mannkyninu í fram
tíðinni á þessari jörð. Það hefir ávalt
verið gengið að því sem vísu, að þvi
fjölgaði svo ört, að jafnvel innan skamms
hlyti að verða erfitt fyrir það að afla
sér þess er það þyrfti að bíta og brenna.
Og jafnvel þó að vísindin lofuðu ýmsu
fögru um það, að þegar að þeim degi
kæmi að harðna tæki á dalnum mundu
þau finna upp einhver ráð til þess að
sefa hungrið, hafa menn samt kviðið
því að þéttbýlið yrði svo mikið, að hver
mundi troða skóinn af öðrum. ' Það væri
nú sök sér ef með þyrfti þó menn ætu
hvorir aðra, en þrengslin og olnboga-
skdtin yrðu auma gamanið að lifa við.
En samkvæmt því er blaðinu “Man-
chester Guardian’’ segist frá, urðu um-
ræður í vísindafélaginu brezka nýlega
um þetta mál, er talvert stinga í stúf
við álit almennings. Fræðimönnunum
kom þar öllum saman um það, að bráð-
lega færðist að þeim tíma, að mann-
kyninu hætti að fjölga á þessari jörð.
Þrátt fyrir það að lífsskilyrðin virtust
nú margfalt meiri en nokkru sinni áður,
að því er framleiðslu á viðurværi snerti,
færu barnafæðingar svo óðum fækkandi,
að menn gætu ekki rengt sig um, að
ef svo heldi nú áfram, sem stefndi í því
efni, væru sára lítil líkindi til, að fólki
fjölgaði til muna hér eftir. Mannkynið
væri komið á sitt hæsta útbreiðslu- eða
fjölgunarstig og lægi því ekki annað fyr-
ir því en að fækka smám saman, unz
það væri útdautt á jörðinni.
Eftir því sem menningin eflist, eftir
því fækkar fæðingum. Auk þess sem að
skýrslur eru til er sanna þetta, er þetta
að verða hverjum manni ljóst í hinum
vestlægu menningarlöndum heimsins. Og
í austur-löndum þar sem fjölgun mann-
kynsins hefir verið miklu meiri seinni
árin en í vestur löndum virðist nú að því
komið, að dánar tölumar fari að verða
hærri en fæðingar-tölurnar. Og þá er
ekki neinstaðar um neitt að tala sem
bætir upp hallan, sem er orðinn á fæð-
ingum og dauðsföllum í vestlægu lönd-
unum.
Svo nákvæmlega segjast vísindamenn-
irnir hafa rannsakað allar skýrslur er að
þessu lúta, að þeir halda hiklaust fram,
að mannkjminu verði talsvert farið að
fækka innan næstu þúsund ára, jafnvel
þó því fjölgi ofurlítið enn um skeið eða
standi í stað. En þrátt fyrir það telja
þeir þetta ekki sjáanlega þurfi að hafa
áhrif í þá átt, að það gereyðist nokkru
fyr af jörðinni. Þeir telja aldrei geta
orðið svo fáment, að maðurinn verði
ekki drotnari jarðarinnar meðan jafnvel
nokkur stendur uppi. Það er að því leyti
ólíkt ástatt með manninn og alla aðra
dýraflokka á jörðinni, að honum er
ekki eins bráð hætta búin af því, að verða
útrýmt um leið og höfðatalan hættir að
vaxa. Hann getur veitt hnignuninni
meira viðnám. En á hnignunar-tímabil
hans er þá samt komið að vissu leyti
alveg eins og annara lífvera á þessari
jörð.
En ekki skyldum vér þó finna í
þessu mikla ástæðu til að æðrast. Eft
ir því sem vér vitum bezt, gefa vls-
indamennirnir mannkyninu enn sæmi-
legt tækifæri til að strita og stríða á
þessari jörð. Oss minnir að fyrirheit-
ið um það, sé enn eitthundrað miljón-
ir ára. Það ætti að nægja til þess að
friða sál þeirrar kynslóðar sem nú er
uppi að minsta kosti.
ÓEIRÐIR Á
MIÐJARÐARHAFSEYJUNUM
Kýprus heitir eyja í Miðjarðarhafinu
um 40 mílur suður af Litlu-Asíu. Er
hún um 100 mílur á lengd og 30 til 60
mílur á breidd. Eyjaskeggjar eru um
350,000.
Síðan árið 1914 hefir eyjan tilheyrst
Bretum. Áður laut hún Tyrkjum. Höfðu
fbúar Kýpruseyjar ávalt verið óánægðir
með yfirráð Tyrkja, enda er ekki nemfe
einn fimti þeirra Múhamedstrúar. Hinlr
eru áhangendur grisk-orþódox kirkjunn-
ar. Ku&u þeir að hafa hvaða aðra stjórn
sem væri yfir sér, fremur en Tyrkjann,
en hann slepti nú samt ekki af þeim
tangarhaldi sínu þar til í ófriðnum mikla,
að Bretar tóku eyjuna af þeim. Hafði
Tyrkinn þá ráðið henni um 200 ár. Eftir
að hún komst í hendúr Breta, var þar
sett á fót sama stjórn og í öðrum ný-
lendum þeirra, og undu eyjaskeggjar
lausninni, atkvæðisréttinum og einstakl-
ingsfrelsinu vel.
En nú hafa þeir risið um gegn Bret-
um og heimta skilnað við þá, en vilja
sameinast Grikkjum. Hefir óeirðin orð-
ið þar svo mikil, að gripa hefir þurft til
hervalds, til að vernda líf og eignir
manna þar.
Ástæðan fyrir þessu er aðallega sögð
liggja í því, að farið var þar fram á
skatthækkun til þess að mæta útgjöld-
um þjóðarinnar, sem þar hækkuðu sem
annar staðar vegna heimskreppunnar. t
þinginu var samt frumvarpið þessu við-
víkjandi felt. En stjórnin tók sér þá
það bessa-leyfi að gera frumvarpið samt
sem áður að lögum. Út af því er nú
komið sem komið er.
Aðskilnaðar-kröfunni er haldið uppi af
fylgjendum grísk-orþódox kirkjunnar.
Sækja þeir hana með svo miklum ákafa,
að á eyjunni má heita alger bylting haf-
in. Stjórnarráðshúsið var brent til kaldra
kola s. 1. föstudag. Býst stjórnin þar
þó við, að geta haft hemil á uppþots-
mönnum þar til brezki sjóherinn er
þangað komin til þess að skakka leikinn.
* * *
Á eyjunni Malta í Miðjarðarhafinu, hef-
ir einnig verið róstusamt undanfarið. Eyj-
an hefir tilheyrt Bretum, síðan árið 1800.
Komst hún undir þeirra yfirráð út úr Nap
óleons—styrjöldunum. Eyjaskeggjar eru
sagðir af serkneskum uppruna og mæla
á blending af arabisku auk ítalskrar
tungu. Eyjan er aðeins 58 mílur frá
Sikeley. Kristni eða rómversk kaþólska
hefir verið trú þeirra sfðan á fyrstu öld
e. K. íbúarnir munu vera um 250,000.
Fyrir nokkru krafðist rómverska kirkju
valdið þar, að ítalska væri gerð að aðal-
máli á eyjunni. Urðu út af því stjórn-
mála-skærur, svo alvarlegar, að stjórn-
arskráin var ekki viðurkend og national-
ista stjórnina, sem við völd var, bann-
færðu kaþósku biskuparnir. Nú fyrir
skömmu kom þar ný stjórn til valda.
Bauð hún biskupunum á sinn fund til
þess að reyna að koma sættum á, en
biskuparnir neituðu að sækja fundinn.
Á áðra hliðina er því þarna stjórnin eða
Bretar, en á hina rómversk kaþóska
kirkjan eða páfavaldið. Þó eyjaskeggjar
séu kaþólskir, kvað þeim ekki ant um
pólitízkt vald kirkjunnar og að því er
kröfuna um ítölsku, sem aðalmál snertir,
eru þeir andstæðir biskupunum, og er
ástæðan fyrir því sú, að íbúamir eru
ekki af ítölskum uppruna, þó klerka-lýður
eyjanna sé það.
Óeirðirnar á þessum eyjum eru því
ein af þeim málum, sem Bretar ofan á
alt annað eiga við að glíma um þessar
mundir. Verður ekki annað um það
sagt, en að þeir þurfi nú í mörg horn
að líta.
RÆÐA KINGS
Mr. King fyrv. forsætisráðherra Can-
ada, hélt s. 1. miðvikudag í London Ont.
eina ræðuna enn um fjártillög í kosn-
ingasjóði stjórnmálaflokkanna. Krafðist
hann þess sem fyr, að slíkt væri rann-
sakað ekki skemmra aftur í tímann en til
ársins 1925, Einnig fór hann mörgum
orðum um Beauharnois-’-annsóknina, sem
gerð var á síðasta þingi, og kvað hann
hana ekki hafa annað verið en pólitískt
kák. Og hvað flokk sinn snerti og fjár-
framlög Beauharnois félagsins í kosn-
ingasjóð hans, hefði það alt farið fram án
hans vitundar og væri stjórn hans því
hrein og flekklaus af því máli.
En hvað sem til kom mishepnaðist Mr.
King herfilega, að fá fundinn á sitt mál.
Má það því undarlegra heita, sem þetta
var á ársfundi liberal-flokksins í Ontario
og aðrir voru ekki viðstaddir en fulltrúar
flokksins úr kjördæmum fylkisins. í
vissum skilningi var þetta því innilegasta
fjölskyldumót liberala. Samt var einum
fulltrúanum á fundinum, Harry Sifton
frá Toronto svo mikið boðið með þessu,
að hann æskti að fá að minnast á fáein
atriði í ræðunni. En forseti fundarins
neitaði honum um það og fundinum lauk
með því.
Daglnn eftir fluttu blöðin tathuga-
semdir Mr. Siftons og eru þær á þessa
leið:
“Eg varð fyrir sárum von-
brigðum að hlýða á ræðu leið
toga vors, Mr. Kings. Hún
verður ekki á annan veg skil-
inn en sem tilraun til að rétt-
læta á lítilfjörlegustu form- eða
laga-tátyllum það, sem í raún
og sannleika er póltízkt glapp
askot og sem í eðli sínu er
bæði víðtækt og hættulegt fyrir
flokkinn.
Rithöfundar sem Bryce lá-
varður og Mclvor, þreytast
aldrei á áð vara þá sem lýð-
frelsi unna við hættunni af því
sem kallað er peningavald. Með
þessu er átt við stofnanir sem
nákvæmlega fara að ráði sínu
eins og Beauharnois-félagið
gerði.
Bankar, lánfélög og bygginga
forkólfar taka höndum saman
um það að kaupa sér fylgi
stjómmálaflokkanna til þess að
ná haldi á þessu eða hinu fyrir-
tækinu í þarfir þjóðfélagsins,
og sem þeir raka svo saman
fé á með því, að selja verk sitt
helmingi dýrara en það í raun
og veru er vert. Það er fyrir
þessum eitrandi öflum í þjóð-
félaginu, sem stjórnmála flokk-
arnir verða að vernda alþýðuna.
Og þegar fylkisstjórnirnar bæði
í Quebec og Ontario leyfðu sér-
eignar félagi orkustarfsrækslu á
St. Lawrence-ánni, í stærra stíl
en nokkru einu félagi hafði áð-
ur verið veitt nokkurs staðar í
heiminum, skilyrðislaust að því
er verð orkunar snerti þá var
það Kingstjórnin, sem þjóðin
treysti, að tæki í taumana og
verndaði sig fyrir fjármunaleg-
um átroðningi og yfirgangi
þessa félags. En hvernig þjóð-
inni finst nú að þetta hafi ver-
ið gert, þarf ekki að lýsa hér.’’
Þó ekki sé nú bent á fleira i
andmælum Mr. Siftons, ætti
þetta að nægja til að sýna hvern
ig góðir liberalar líta á fram-
komu Kings-stjórnarinnar í
Beauharnois-málinu. Það lýsti
sér á þessum fundi, að liberalar,
að maður ekki minnist á þjóð-
ina í heild sinni, eru orðnir
þreyttir á hverri ræðunni af ann
ari sem Mr. King heldur til
þess að reyna að þvo stjórn
sína flekklausa af Beauharnois
málinu.
Og nú heimtar hann víðtæk-
ari rannsókn á fjárframlögum í
kosningasjóði flokkanna og
ber sakir á konservatíva fyrir
að hafa hagað rannsókninni í
sambandi við Beauharnois-mál-
ið þannig, að ekki hafi verið
hægt að komast að neinni ítar-
legri niðurstöðu um það. Þar
kemur í Ijós önnur yfirklórs til-
raun Kings. 1 rannsóknarnefnd
inni í Beauharnois-málinu á
þinginu, voru þrír liberalar og
einn þeirra úr ráðuneyti Kings.
Hví spurðu þeir eliki þeirra
spurninga, er nauðsynlegt var
að fá svar við? Og hví bar Mr.
Kjng aldrei sjálfur vitni í því
máli? Hversvegna þagði hann
eins og steinn meðan sú rann-
sókn stóð yfir? Og hversvegna
stöðvuðu liberalarnir í þing-
nefndinni og hótuðu að rjúfa
nefndarstarfið, ef vissra spurn-
inga yrði spurt? Alt þetta veit
þjóðin um. Ef Mr. King er
nokkur alvara með að láta rann
saka hvernig fé hefir í kosn-
inasjóði komið, því byrjar hann
ekki á að biðja nú um frekari1
rannsókn í Beauharnois-mál-
inu? Og hví leið hann orða-
laust, að þeirri rannsókn væri
hætt á þeim tíma, sem gert
var? Nei, þjóðin er ekki það
barn ,að sjá ekki við tilraun-
um hans í að fela skömmina
sem á stjórn hans féll í Beau-
harnois-málinu, og að krafan
um víðtækari rannsókn er á
því einu bygð að draga athygli
frá hneykslinu, ef hægt væri.
En þessi síðasti fundur hans
ber raunalega vitni um, að það
er hægra sagt en gert, að binda
upp aftur og aftur skýluna fyr-
ir.augu þjóðarinnar í því efni.
I fullan aldarfjórðung hafa Dodd's
nýrna pillur verið hin viðurkenndu
meðul við bakverk, gigt og blöðni
sjúkdómum, og hinum mörgu kvilla,
er stafa frá veikluðum nýrum. —
Þær eru til sölu í öllum lyfjabúð-
um á 50c askjan eða 6 öskjur fyrir
$2.50. Panta má þær beint frá
Dodds Medicine Company, Ltd., Tor-
onto, Ont., og senda andvirðið þang-
að.
ENDURMINNINGAR.
Eftir Fr. GuSmundsson.
Frh.
Sumarið 1882 varð eftirminnf
legt mörgum sveitaheimilum.
Mislingarnir höfðu borist upp tif
Reykjavíkur seinni part vetrar-
ins, og geysuðu nú með sumr-
inu út um allar sveitir, fjöldf
manna einkum ung börn dóu úr
! þeim og afleiðingum þeirra, og
víða varð heyskapur lítill sök-
um veikinda, sem tafið höfðu
alla útivinnu þegar verst lét.
Einn af mestu hæfileikapiltum
Möðruvalla'skólans HaUgrímur
Jónasson frá Mýri í Bárðardal,
hafði verið kosinn til að taka
við kennaraembætti á Hólaskól-
anum, eftir að hann útskrifað-
ist frá Möðruvöllum um vorið,
Hann veiktist á leiðinni að Hól-
um, og dó úr mislingunum eða
afleiðingum þeirra.
Eg var þetta sumar fyrri part
dags í góðu veðri eitthvað að
dinglast á hestbaki, líklega að
leita að ám, sem tapast höfðu
úr kvíunum. Eg átti ferð um
hjá nágrannaheimili, vegurinn
lá eftir árbakka rétt rjá bæn-
um og ætlaði eg að ríða fram-
hjá og ekki að gera neitt vart
við mig, en þá sé eg að konan
krýpur við ána og er að þvo
úr einhverjum dulum, en svo
nærri var eg kominn að eg
hlaut að heilsa upp á hana;
hún tók kveðju minni en leit
| ekki upp, og sá strax að eitt-
hvað var að konunni, svo eg
stilti hestinn, fór af baki og
rétti henni hendina? sá eg þá
að hún var að gráta, og hún
hélt áfram að skola úr ofurlít—
illi barnsskyrtu. Eg rendi hug
anum fljótt yfir heimilishaginn,
húsbóndinn, vinnumaður og
vinnukona líklega á engjum,
og unglingur, ef hann var
nokkur á heimilinu það ár,
hlaut að vera að snúast eitt-
hvað við ær, konan því ein
heima en hvar var þá samt
drengurinn hennar á öðru eða
þriðja ári? Eg spurði þá kon-
una eftir, hvert það gengi nokk
uð sérstaklega að hjá henni?
Já, hún sagði að drengurinn
sinn væri ósköp mikið veikur,
ennþá þyngra haldinn en f
gær, hann lægi eins og í dái,
hvert eg vildi ekki koma inn
með sér og sjá hann. Við fór-
um inn. Hún hafði frétt það
að systir mín á sama aldri var
nú dáin úr mislingunum.
Óðar en eg var búinn að líta
á drenginn þar sem hann lá
á koddanum, þá spyr hún og
lýsti sér um leið yfir gnæf-
andi ótti á andliti hennar, held-
urðu ekki að það séu misling-
ar?- Mér þykir skynsamlegast
að álykta að svo muni vera,
þegar sú veiki gengur yfir allt.
Hún veinaði, veinaði þungt og
hné niður á rúmið hjá barn-
inu. Mér leið ekki vel, þreif
þar bolla, hljóp út í ána og
náði hreinu og köldu vatni, og
rennbleytti ennið og hvirfilinn
á konunni, og hamaðist að'
tala um hugrekki og hreysti,
sýndist þó barnið vera komið
rétt að því að deyja, en eg
vissi ekkert hvað eg átti að