Heimskringla - 04.11.1931, Síða 3

Heimskringla - 04.11.1931, Síða 3
WINNIPEG 4. NÓV. 1931. HEIMSKRINGLA 3. BLAÐSÍÐA þ::,rr J I M The Empire Sash & Door Co., Ltd. Birgðir: Henry Ave. East Phone: 26 356 Bkrifstofa: 5. gólfi, Bank of Hamilton VERÐ GÆÐI ÁNÆGJA. BUR KA UPIÐ AF til svo var komin mikil ferð á vögguna, að hún fór alveg á hlið, í stað þess að rétta sig við eins og hún átti að gera. Hanni fór með vöggunni — og þá dálítið lengra, og náði við það, svo háum tónum, að stúlk- urnar hejrrðu, komu hlaupandi inn, og björguðu honum af gólfinu. Ómeiddur reyndist hann að vera. Eg beið nú samt ekki eftir þeirri vissu, en skaust út, framhjá stúlkunum, viss um að hegningin myndi ná mér nógu snemma, og að, á illu væri þó frestur beztur, — eða eiít- hvað á þá leið. Mörgum árum seinna fór eg frá Bakka í Geira- dal, suður í dali, að heimsækja stjúpu mína og þennan bróður minn, sem þá voru í Tungu (Sæl ingsdalstungu) þar sem Ósvifur gamli forðum bjó. Eg varð í för með Magnúsi pósti — náði honum í Garpsdai og gekk alla leið. Var það að vetrarlagi, og færi ekki sem bezt. Eg mun hafa verið fermd það vor, og um 13 vetra eða svo. Sæunn tók mér allvel, eg var þar tvær eða þrjár nætur. Bróðir minn mundi þá 8 til 10 vetra. Við unglingarnir skemtum okkur í rökkrunum með því að kveða. — Sitjandi á rúminu, kistum og kúffortum, rörum við í ákafa fram og aftur, eins og við höfð- um séð svo margt af eldra fólki gera og héldum okkur menn, öll nema bróðir minn. Hann stóð álengdar og tók engann þátt í þessu. Loks kemur hann til mín ofur hljóðlátlega og hvíslar: Þú átt ekki að róa svona, það er svo ljótt. Hvers- vegna hvíslaði hann þessu að mér? Því ekki segja það upp- hátt, svo allir yrðu þess aðnjót- andi? — Af því eg var systir hans og honum var ekki sama um mig. Eg hefi aldrei róið síðan, nema í ruggustól. Svo .liðu mörg ár að eg vissi ekkert um þau mæðgin. Eg fór norður í land og svo til Amer- íku. Einhver sagði mér að þau hefðu farið vestur á ísafjörð. Þangað skrifaði eg Hannibal og hann svaraði. Eftir það höfð- um við bréfaskifti annaðhvort eða þriðjahvort ár, og svo tók einnig það enda. Þegar eg átti heima í Wpg., mig minnir árið 1908, var barið að dyrum. Eg fór til dyra og sé mann, sem eg ekki þekti, sem kemur á móti mér, leggur hendurnar á öxlina á mér og segir um leið: Eg er Þorleifur bróðir þinn. Hvernig hann var þangað kom- inn — fann mig og hús mitt einn og ókunnur spurði eg ekki um. Wpg. var jafnvel þá eng- inn smá bær. Hann dvaldi fá- eina daga hjá mér. Lauk erindi sínu, sem ekki var að sjá mig, þó hann gerði það um leið — og fór heim. En skrifaði mér aldrei eftir það. Gegnum aðra frétti eg að hann hefði bráðlega kvænst eftir að hann kom heim og síðar að hann myndi eiga heima í Reykjavík. Þegar þau hjón, Dr. A. B. og frú hans voru hér á ferð spurði eg eftir þessum bróður mínum. Kannaðist frúin við Þorleif Jóns son — en ekki Hannibals nafn- ið, en dró í efa — nei, sagði að hann gæti ekki verið bróðir minn. Fanst mér ekki til um svarið, og grunaði ættardramb. Skömmu eftir að eg kom heim símaði eg frúnni — A. B. — þekti enga, sem líklegri væru til að vita um bróður minn — °g spurði hvað hún gæti sagt mér um Þorleif Jónsson — öefndi nú ekki Hannibals nafn- ið, hugsaði að því hefði verið slept er hann eltist. Frúin kvað hans mundi helzt að ieita hjá Lárusi sýslumanni — hann heldi þar til stundum, en nú væri sýslumaður ekki heima. Þetta var að Alþingishátíðinni afstað- inni, og rétt áður en eg fór norður. Þegar eg kom að norð- an hélt eg leitinni áfram. Loks barst þetta enn í tal er eg var stödd hjá frú Mörtu Jónsson, föður systir Mörtu minnar, og hún gat frætt mig: Þorleifur Hannibal Jónsson var kvænt- ur, var til heimilis í Reykjavík. —Marta vissi ekki hvar. Hann átti þrjú börn einn son og tvær dætur. Sæunn eldri dóttir hans var nýgift, sú frétt hafði verið í blöðunum. Nú var þá að- eins eftir að finna heimilisfang þessa fólks, og það ætti ekki að vera óvinnandi, enda þó nú væri tíminn orðinn takmarkað- ur. Næsta dag, 31 júlí fórum við austur í Fljótshlíð, fjórða ágúst á stað til Ameríku. Á leiðinni frá M. G. geng- um við Jóhanna framhjá húsi Dr. Á. Bjarnasonar, og hittum þar frúna. Átti eg heimboð hjá þeim hjónum frá því eg mætti þeim á Montcalm, og annað eldra, n. 1. frá því þau komu til Blaine, þá á ferð um Amieríku — hann m. a. í fyrir- lestrar-erindum. Vildi nú frúin að við kæmum inn. En af því gat ei orðið. Hver einasti klukku- tími var fyrirfram ákveðinn til annara hluta. — Þá á morgun — sagði frúin. Sá dagur var ætlaður Fljótshlíðarferðinni. — Þá samt einhvemtíma áður en óú ferð. — Hét eg því, ef tími leyfði. En nú sagði eg henni hvers eg hefði vís orðið um Þorleif Hannibal bróður minn. Var þá sem nýtt ljós rynni upp fyrir henni. Jú, hún hafði heyrt hans getið, en þau hjón þektu hann ekki. Var það og ekki ó- líklegt. Hann ólst upp að mestu á fsafirði, vann þar á fiskiskip- um, og var seinna í förum með jess konar skipum milli landa, einmitt á þeim árum, sem frændi hans Dr. A. B. var að verða nafnfrægur maður fyrir þýðingar sínar o. fl. En svo virðist sem, verið hafi annar Þorleifur Jónsson — jafnskild- ur honum — líklega alinn upp í Reykjavík. Um þenna mann vissu þau vel. Lítil furða þó frú Sigríði Bjarnason klæmi ókunnugrPga fyrir, frændsemis- Ieit mín — ef um þann Þorleif Jónsson hefði verið að ræða. Einkennilegt hvaða misskilningi smá atvik geta valdið. Eg hirti ekki um að sæta áðurnefndu heimboði, af því eg vændi ein- lægni þess. Hvað þau hafa haldið um mig, veit eg ekki — get nærri það hafi ekki verið betra. — En nú leið mér vel — þegar eg skildi, að Sigríður Jóns dóttir þ. e. frú A. B. var sama elskulega konan, sem allir sögðu hana vera — sönn dóttir foreldra sinna, sem bæði voru vinir mínir. Þetta er því skrif- að sem syndajátning og fyrir- gefningarbón. Eg vona — ef þau hjón sjá línur þessar, geti þau hlegið með mér, að öllum misskilningnum, og fyrirgefið. Þegár eg kem næst til íslaads heimsæki eg þau ef eg má. Og þakka hér með fyrir heimboðin. sem eg gat ekki sætt — fyrst af því eg vildi ekki, síður vegna þess tíminn leyfði ekki. Við Jóhanna gengum nú til Kristínar frænku minnar, og fórum þetta kv-öld, með þeim Þorvarðssons hjónum, á anda- trúarfund, sem þau hjónin Gísli Kristjánsson og frú hans höfðu, af einskærri velvild við mig. undirbúið, vitand hve innlega eg þráði, að vera við þesskonar tækifæri, áður ien eg færi að heiman. Er eg þeim hjónum og öllum hlutaðeigendum innilega þakklát fyrir það kvöld, þó lít- ið græddi eg persónulega á því. Það var áreiðanlega ekki þeirra skuld. Að loknum fundi þess- um kallaði frú Jóhanna upp bíl- stöð, og við fórum hieim í bíl og komum seint heim. — Máske segi eg meira frá því kvöldi síðar. Frh. ENDURMINNINGAR. Eftir Fr. Guðmundsson. Frh. Eg hefi gaman af að minnast á einar fráfærur áður en eg fer alfarinn burt af Fjöllum. Það hafði verið fært frá um kvöldið í bezta veðri en það var vana- lega gert á tímabilinu frá 8 til 12 júní en þá er sólskin alla nótt ina ef veður er heiðskýrt. Ein- hverjir sem voru árvakari en eg höfðu sótt ærnar á stekk- inn, stúlkumar voru að mjólka þær, en eg átti að passa þær um dagin. Það dugði því ekk- ert doskur; eg varð að fara strax á fætur. Eg get ekki sagt að eg kviði fyrir deginum, því fráfærurnar voru í heild sinni einskonar hátíð, og ekki nema einusinni á ári. Búrið fyltist af mjólk, það var búið til nýtt skyr og það var ekkert glundur. Þéttinn var kannske innan úr Laxardal, frá Bergljótu á Þverá eða austan úr Fljótsdal frá Jó- hönnu á Skriðuklaustri, eða Þórdísi á Skjöldólfsstöðum; það var hvert sem er ekki nema yndælustu búkonur, s e m geymdu hann allan veturinn og endurnýuðu hann á viknafresti. Stundum geymdi móðir mín þétta allan veturinn en hún var líka kvennval. Það var stund- um mikil fyrirhöfn að finna það út hvar þétta var að fá það árið, af því ekki var hægt að síma, og aldrei nein sam- tök með það á haustin hvar hann skildi geymast komandi vetur. En það má nú ekki alt kafna í skyrinu. Það var líka búinn til hleýpirs ostur og mysu ostur og skófnaostur; hann var nú óvirðulegastur, og aldrei geymdur heldur borðaður jafn óðum. Hann var búinn til af skáninni, sem kom ofan á og skófunum sem bakast við pott- botninn þegar mjólkin sýður, svo þegar konurnar hafa hag- nýtt þetta alt og eru reiðubún- ar til að gera úr því skofnaost þá hræra þær dálítið af rjóma út í þetta og gleyma ekki að sáldra sykur á það svo þetta er þá orðinn ljúffengasti matur en ætti fremur að heita skófna- kaka en skófnaostur. Eg fór af stað með ærnar og vissi vel að eg átti ekki að sitja neitt friðarþing þenna dag, eg átti hund sem hét Ganti; við vorum miklir kunningjar og nærgætnir hver við annan, þó var Ganti það ekki síður, enda byrjaði hann snemma að taka þátt í baráttu minni; hann var tekinn til að fylgja mér einsog fullorðinn hundur þegar hann einusinni í ófærð af snjó fell ofan í farið mitt, þar sem eg hafði kafað í og hann var þá ekki stærri en svo, að fótfarið passaði fyrir hann og hann féll ofan á botn og sat þar fastur, en hélt að hann ætti að bera sig vel og þegja, svo eg varð ekkert var við þetta siys fyr en stundu seinna, að eg sá hann hvergi; fór eg þá að kalla, en hann þagði; snjórinn var renn- sléttur í allar áttir, en Ganti svartur, og þó hvergi sjáanleg- ur svo mér loksins datt það í hug, að hann sæti fastur í ein- hverju farinu mínu þó mér þætti skrítið að hann skOdi ekki hljóða; fór eg þá tO baka og fann hann í þessum lífsháska; og við urðum báðir fegnir að finnast. Um okkur Ganta gerði Símon dalaskáld þessa vísu: Yfir strindi einsog vindur svífur, Grund framtreður geltandi, Ganti meður Friðriki. Við Ganti áttum harðan dag við ærnar, og því fremur sem veðrið var heitt og gott. Loks- ins vorum við, þó báðir lúnir, komnir með þær slysalaust heim í kvíar um kvöldið. Og á meðan verið var að mjólka ærnar, voru lömbin, sem snúist höfðu kringum stekkinn allan daginn, látin inn í lambakróna, og svo var ánum slept og þær fengu að snúast kringum lamb- akróna aUa nóttina. Vanalegt var það, að lömbin voru setin þrjá daga í högunum kringum stekkinn áður en þau voru rekin á fja.ll, en nú átti útaf þessu að breyta. Það hafði verið undur góð tíð og komlð var sláandi gras og mun þetta hafa verið vorið 1878. Nú þó lömbin væru ekkí búin að vera nema einn dag á stekknum, þá átti nú að fara með þau strax í sumarhagan, og sitja þau þar einn eða tvo daga til að sætta þau við umskiftin og var þá það unnið, að hægt var að byrja einum degi fyr á heyskapnum. Það var kallað að óður væri á ám og lömbum á fráfærum og held eg að það fremur ætti að tákna æði heldur en ljóðagerð; er þó bágt að segja, því allir sögðu að óðurinn væri af þeim, BAKNING YÐAR VERÐUR ÁVALT LÉTT- ARI OG BETRI, EF ÞÉR NOTIÐ AÐEINS BLUE RIBBON BAKING POWDER. — CER- IÐ ENGAR TILRAUNIR MEÐ ADRAR TEG- UNDIR. Blue Ribbon Limited WINNIPEG CANADA og gat því alveg eins þýtt kvæðagerðina og sönginn. Við Ámi Axford vorum útnefndir til að fara með lömbin og var það í rauninni sama sem yfir- lýsing um það, að við værum vöskustu mennimir á bænum, og öllum var kunnugt um það, að eg var ennþá fljótari að hlaupa en Ámi, svo eg átti áreiðanlega minn part í þessum heiðri; en eg vissi.vel að Áma var æfinlega ætlað að vera eins konar forsætisráðherra í öllu okkar braski og bramli kannske mest fyrir það, að hann hafði svo mikilu meiri lífsreynslu, var 12 árum eldri, og líka sterkari ef við lentum í tröllum. Við áttum oft hógværar -umræður um það, hver okkar væri vitrari, en það held eg hafi verið mest fyrir frændsemissakir, að þá héldum við alltaf hver öðrum fram; man þó vel, að eg hélt að eg hefði tvö vitin hans, þó eg hefði ekki orð á því við hann, nema eg væri þá reiður. Við höfðum sinn hundinn hver en það snerist alt um sama möndul, hundarnir voru feðgar og minn miklu yngri, svo hlaup- in voru öll mín megin. En svo var aldrei til neins að hafa hunda við fráfærnalömb, þau voru svo lífsreynslulaus, fóru bara eftir stærðinni og heldu að hundarnir væru bara dálítið önnur sort af lömbum og biðu Frh. & 7. bls. Til þrautar reynir á vináttuna þegar þörfin er mest SÍMINN YÐAR bregst yður aldrei, hvorki á degi né nóttu, hvernig sem viðrar. Hann er ávalt árvakur og fús á að tryggja yður nauðsynleg sambönd. Ef þér hafið síma á heimilinu, getið þér sparað óendanlega marg- ar mílur af starfstíma. REKIÐ ERINDI YÐAR YFIR SÍMANN MANITOBA TEIEPHONE SYSTEM Það er ekkert brauð til sem tekur þessu fram að gæðum, hreinleik og saðsemi CANADA BREAD N, Pantið Butternut brauðin-sæt sem bnotur-kjarngóð sem smjör FRANK HANNIBAL, ráSamaSur.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.