Heimskringla - 04.11.1931, Qupperneq 6
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG 4. NÓV. 1931.
8. BLAÐSÍÐA
Á HÁSKA TÍMUM
Saga frá uppreisninni á Indlandi.
IEftir
George A. Henty
I. KAPITULI.
Það væri örðugt að hugsa sér fegurri
sýn. Ljósker í ótal myndum og með allskonar
útflúri héngu á greinum trjánna um garðinn
þverann og endilangann og vörpuðu ljós-
geislum út í hvern krók og kima. Til beggja*
handa meðfram öllum gangtröðum höfðu
Htrengir verið festir og hafnir sem svaraði
feti yfir jörðina, og á þeim strengjum héngu
ótal ofurlítil ljósker, er vörpuðu glóbjörtu ljósi
á hverja einustu gangtröð frá einum enda til
annars. Út frá höllinni, eða kastalanum
(höfðingjasetur þetta var kallað hvortveggja
nafni, eftir vild þess er um það talaði) var
garðurinn ger þannig, að breið grasrlð, eða
stallar, tóku við hver af öðrum, til þess er
níður kom á jafnsléttu. Á hverri þessari
stallbrún héngu ljósker í bugðum og blóm-
kransa líki. Beint framundan höllinni, fyrir
neðan stallana, var gerður tjarnarpollur með
hólmi í miðjunni, og umhverfis þessa tjörn
var þrefaldur ljóskerahringur, og hólminn
allur glóði af ljóskera fjölda. Neðri hluti
hallarinnar, með öllum sínum austrænu glugg-
um og dyrum og myndletri og útflúri á veggj-
um sást glögt og skýrt, en efri hluti bygg-
ingarinnar var svo hátt hafinn yfir ljósin að
hann sást naumast í náttmyrkrinu.
Þessi mynd, þetta leiksvið var virkilega
austrænt, en leikendurnir flestir voru Eng-
lendingar, og þótt allur fjöldi leikendanna á
þessu leiksviði væru karlmenn og flestir
þeirra í einkennisbúningi hermanna, af einni
eða annari tegund, þá voru samt æði margar
enskar konur í hópnum, sem sífelt sveimaði
aftur og fram um þenna reit, eða út og inn
um hinar mörgu hallardyr.
Til annar handar, við endann á stöllun-
um, var hornaflokkur “hundruðustu og þriðju’’
deildar Bengal fótgönguliðsins, og spilaði á
hljóðfæri sín. Undir eins og þeir hættu, til
að hvíla sig, tók við hornaflokkur innlendra
manna, er stöðusvið hafði við hinn enda gras-
stallanna.
Höllinn sjálf glóði í ljósinu, og í einni
stóru stofunni mátti enn sjá nokkra sitja
við veizluborðin.
Hinn drambláti Rajah Nana Sahib reikaði
aftur og fram meðal gesta sinna', hrósaði
konunum, en sagði ýmist karlmönnunum
sögur eða hlýddi á þeirra sögur og hló með
þeim að. Hann talaði ensku ágætlega og
var viðfeldnin sjálf, — ágætis félagsbróðir,
að dómi gestanna. Kvöldskemtun þessi hafði
gefist ljómandi vel. Til hennar höfðu verið
boðnir allir herforingjar og yfirmenn, og all-
ir embættismenn Breta, ásamt konum þeirra,
í nágranna þorpum öllum. Fyrst var veizla
fyrir karlmenn útaf fyrir sig, og var svo
umbúið, að kvenfólkið skyldi koma til hall-
arinnar þegar karlmenn stæðu upp frá borð-
um. Og kvenfólkinu til heiðurs og skemtunar
var þessi ljósavefur ofinn um garðinn allan,
horna-músik og ýmsar innlendar skemtanir.
Sú skemtun lyktaði með fiugelda skotum, sem
mikið þótti kveða að. Að þessu loknu voru
gestir allir kallaðir til kvöldverðar. Við það
tækifærf flutti Rajah-inn ræðu, þar sem hann
dáðist mjög að Bretum og lýsti með fögrum
orðum hve vænt sér þætti um þá. í lok ræð-
unnar bað hann gestina drekka minni kvenna
og fór um það svo fögrum orðum að það var
sem ilmur angandi blóma drypi af hverju hans
orði.
Já, hann var góður félagsbróðir, þessi
Rajah. Smekkur hans virtist talsvert áþekk-
ur smekk Breta. Hann var sífelt að snæðingi
með herforingjum Breta í herbúðum þeirra.
Hann var góð skytta, og við billiard-spil hélt
hann sínum hlut, á móti flestum hinum. Hann
átti fjölda af enskum góðhestum, og akfæri
öll voru hjá honum óaðfinnanleg, og að ríkis
manna sið hafði hann og ætíð nokkra veð-
hlaupahesta. Hann var líka sjálfsagður gest-
ur á hverri skemtisamkomu, hverri einustu
dansveislu. Og í höll hans Bithoor voru líka
breskir herforingjar og embættismenn æfin-
lega velkomnir. Þar hafði hann stóran bill-
iard-sal, og í hallargarðinum afgirtan völl,
þar sem háðir skyldu enskir knattleikir. Einu
sinni, og stundum tvisvar í viku hafði hann
heimboð fyrir tólf til tuttugu Brezka her-
foringja. Á öllu Indlandi var ekki sá Rajah,
er nær stæði Englendingum að því er snerti
smekk og hlutdeild í félagsmálum. Og um
vinfengi hans, gat enginn efast. Hafði hann
ekki svo sjaldan látið í ljósi, að sín tilfinnanleg
asta sorg væri, að hörundslitur sinn og trúar-
bönd, gerðu sér ómögulegt að vona að eign-
ast enska konu. Alt þetta var þeim mun að-
dáanlegra, þeim mun hrósverðara, þar sem
kunnugt var að hann hafði góða ástæðu til
að kvarta undan stjórn Breta. Þannig var
alment álit Englndinga á þessum höfðingja,
og þó var álit enskra kvenna enn betra. Við
enska kvenfólkið var hann ekkert nema gæð-
in og kurteisin. Vildu einhverjar frúmar
bregða sér eitthvað, voru hestar hans og ak-
færi æfinlega sjálfsagðir í þjónustu þeirra.
Hann var manna fljótastur að rétta konum
hjálparhönd og Ijá lið á hvern hátt sem
þurfti, ef þær voru að brugga skemtisamkomu,
eða eitthvað slíkt. Hann sendi oft horna-
flokk sinn til að spila í lystigarði Brezka lýðs-
ins, og tignuðustu herforingja konunum sendi
hann ekki ósjaldan dýrindis sjöl og gullstáss
að gjöf. Að hann var hvers manns hugljúíi
er þessvegna ekkert undarlegt.
Hann var rétt núna að tala við Wheeler
hershöfðingja og nokkra flokksforingja aðra.
“Eg get fullvissað ykkur um”, var hann að
segja, “að eg ætla mér bikarinn. Eg er búinn
að kaupa hestinn, sem tók öll hæztu verð-
launin í Bombay. Eg hafði strengt þe9s heit
að eignast þenna bikar og í því skyni keypti
eg þenna gæðing. Eg er tilbúinn að leggja
fram veðfé, ef einhver af ykkur vill veðja”.
“ Nógur tími að tala um það seinna,
Rajah” ,svaraði einn flokksforinginn hlægj-
andi. “Við vitum ekki enn hvaða bestur
verður látinn þreyta kapphlaup gegn þessum
Bombay-gæðingi. Fyrri en við vitum það og
sjáum hvernig veðmál standa getum við ekk-
ert gert. Satt sagt efa eg að við höfum
nokkurn hest, er tiltækilegt sé að hleypa móti
þínum, æg er hræddur um að þú megir bjóða
meira en dal móti dal”.
“Við sjáum nú til”, sagði Rajah-inn. “Eg
hefi æfinlega verið óheppinn, en í þetta skifti
ætla eg mér að hafa heppnina mín megin”.
“Engan myndi gruna, að þú tækir þér
veðmálatap þitt nærri, Rajah”, sagði Wheeler
hershöfðingi, “en efalaust er það, að þú
veðjar oft gapalega”.
“Já, en í þetta skifti ætla eg nú að sópa,
— það er held eg orðið sem þið brúkið þegar
mikið er um að vera. Stjómin hefir farið
svo illa með mig, að eg má til með að neyna
að létta vasa herforingja hennar og embættis-
mannaZ’.
“Þú baslast þó af nokkurn veginn enn”,
svaraði Wheeler hlægjandi. “Eftir annað eins
fyrirtaks gildi og kvöldskemtun eins og þú
toefir veitt okkur nú, geturðu varla kallað
þig fátækan mann”.
“Ó, eg veit vel að eg er ríkur”, svaraði
Rajahinn, — hefi nóg til að fullnægja mínum
litlu kröfum til nautnalífsins. Eg veit einu
sinni ekki hvert eg gæti æskt eftir meiri auð-
æfum, en það ter nú svona samt, að maður
er aldrei allskostar ánægður.
Gestirnir voru nú að búa sig til heim-
ferðar og hafði Rajahinn nóg að gera í hálfa
klukkustund að hjálpa þeim að týgja sig og
kveðja. Þegar seinasti gesturinn var farinn,
gekk hann tafarlaust inn í höllina, og gegnum
sal eftir sal, þar til hann kom að fortjaldi
sem hann dró til hliðar og gekk þar inn í
tiltölulega lítið herbergi. Veggir þess og
súlur voru úr hvftum marmara, en í marm-
arann voru greyptir marglitir steinar, er þann-
ig mynduðu marglitar myndir og rósir á
veggjum og súlum. Fjórir gyltir lampar héngu
niður úr loftinu. Dúnmjúk dýrindis klæði
huldu alt gólfið, og í öðrum enda herbergis-
ins var bekkur yfir það þvert, um feti hærri
en gólfið, og á honum voru haugar af kodd-
um og silki-sessum. Eftir að hafa gengið
um gólf litla stund, þrýsti hann á silfur-bjöllu
með annari hendi, og að vörmu spori kom
þjónn inn. “Sendu þá Koosheal og Imambux
hingað”, sagði Rajahinn, og komu þeir undir-
eins. Imambux var herstjóri Rajahsins, en
Koosheal hafði bústjórn á hendi.
“Það hefir alt gengið Ijómandi vel”,
sagði Rajah-inn. Ráðsmenska þín er góð,
Koosheal. Einu sinni enn, í allra mesta lagi,
— og þá erum við lausir við þá. Þeir gera
sér litla hugmynd um það, sem vinur þeirra,
Nana Sahib, er að undirbúa fyrir þá. Hve
dáðlausan aumingja hugsa þeir mig vera, —
hugsa að eg í auðmýkt kyssi hþndína sem
hirtir, sem rænir mig, og sé sannur vinur
þeirra, sem hafa svift mig erfðarétti mínum.
En það er misskilningur. Stund reiknings-
skaparins er að nálgast, og þá verður böl
þeirra þungt. Eru nokkrir af sendimönnum
þínum komnir aftur, Imambux?”
“Þeir hafa komið margir í kvöld, æru-
verði herra", svaraði Imambux. “Viltu tala
við þá nú, eða bíða til morguns?”
‘Eg vil tala við þá nú”, sagði Rajah-inn.
“Eg Þarf að geta gleymt þessum málaskúmum
og kvenfólkinu þeirra með beru axlimar!
Láttu mennina koma einn og einn í senn.
Eg þarf ykkar ekki með fjmi en á morgun.
Þegar ræða skal mál sem heill alsveldisins er
undir komlð, er lfka heppilegast að tveir
menn, en ekki þrfr, sitji á fundi.”
Valdsmenn Rajahsins svöruðu engu, en
hneigðu sig og gengu út. Litlu síðar dró
þjónninn tjaldið til hliðar, en inn gekk maður
í betlimannafötum, sem þeg-
ar, kastaði sér á kné og
hneygði sig þangað til enni
hans nam við gólfdúkinn. Svo
reisti hann sig við en kraup
þó á hnjám sínum, vís-
lagði hendumar yfir brjóstið
og horfði ofan á gólfið, — í-
mynd hinnar dýpstu lotning-
ar.
“Hvar hefir þú farið?”
spurði Rajahinn.
“Þræll herra síns hefir
verið þrjár vikur í Meerut.
Eg hefi gert eins og mér var
boðið. Eg hefi útbýtt Chup-
aties¥ meðal innlendu her-
mannanna og lét ætíð fylgja þessi orð: “Sjá,
stundin nálgast”, en svo var eg æfinlega
kominn burt, áður en nokkur fiengi ráðrúm að
spyrja mig. Svo tók eg mér annan dular-
búning og fór svo um sölutorg og búðir og
kom svo tali mínu, að bærust þau ummæli
að Sepoyar væru saurgaðir og óhæfir meðal
manna, því þeir hefðu borið í munn sér
byssu kúlur, er smurðar hefðu verið í svína-
feiti, og að stjórain hefði vísvitandi látið
smyrja kúlurnar til þess Sepoyar allir töpuðu
réttindum sinnar stéttar. Eftir að hafa komið
af stað umræðum um þetta læddist eg burt.
Sögur þessar berast Sepoy-hermönnunum efa-
laust”.
Rajahinn kinkaði kolli og sagði: “Kom
þú aftur á morgun, um hádegi. Þú skalt
þá fá laun þín, og — meira verkefni. En
gæt þess, að þegja yfir þessu. Ef þú sleppir
einu einasta orði, skaltu aldrei geta umflúið
hefnd mína, þótt þú flýir og felir þig f fjarsta
< horai Indlands”.
Sendimennirair komu nú hver á eftir öðr-
um og sögðu ferðasögur sínar. Sumir voru
í betlimanna fötum eins og sá fyrsti, aðrir í
töframannagerfi, og einn þeirra var búinn
eins og ríkur kaupmaður. Að undanteknum
þessum síðast nefnda höfðu þeir allir sams-
konar sögur að segja og sá fyrsti. Allir út-
býttu þeir kökunum og allir hræddu menn
með frásögninni um svínafeitina á kúlunum,
og í hverjum tilgangi það var gert. Sá í
kaupmannsbúningnum kom seinastur.
“Hvernig gengur það, Mukdoomee?”
spurði Rajahinn.
“Það gengur vel, hái herra! Eg hefi
ferðast um öll héruðin, þar sem feður okkar
dvöldu áður en útlendingarnir tróðu fólk okk-
ar undir og ýmist drápu það í hrönnum eða
köstuðu því í dýflissur. Flestir þeirra, sem í
fangelsi hafa setið, eru nú lausir og eg hefi
talað við marga þeirra. Flestir þeirra eru
nú gamlir orðnir og óhæfir til að taka upp
yngri ára iðju, en vart er sá, að ekki hafi
hann á laun kent iðn okkar syni eða sonar-
syni sínum, eklti til að æfa þá list, — þeir
hvítu voru of harðhentir á okkur fyrrum og nú
er gróðinn ekki lengur nógu mikill til að
ginna menn í svo hættulegt starf, — en þeir
hafa kent okkar gömlu iðn, af því sú list
er of dýrðleg til að falla í gleymsku. Það er
ódauðleg unun í því, fyrir dýrkendur gyðj-
unnar ,að búa til veiðibrelluna og kasta snúr-
unni um háls þeirra, er í gildruna ganga. Á
æskuárum mínum söfnuðumst við stundum
tíu eða tólf saman í hóp til að fanga farandi
menn, þó ávinningur okkar væri minni en
algeng vinnulaun fyrir jafnlangan tíma. En
okkur var sama. Við vorum svarnir fóstbræð-
ur, og störfuðum undir merkjum Kali** og
vorum svo ánægðir gætum við sent henni
herfang. Jafnvel nú, eftir fimtán til tutt-
ugu ára vist í fangaklefum útlendinganna
minnumst við þessarar yndislegu iðnar með
fögnuði. Það getur enginn hatað “hvítu”
mennina eins innilega og rið. Hafa þeir ekki
l' gereytt okkar dýrðlegu iðn? Það er tvent
sem altaf vakir fyrir okkur, fyrst, — að
hefna oki"”\ og annað, að takist að binda
enda á stjórn þessara hvítu manna, getum
við fóstbræðir tekið til starfa á ný og rænt.
og drepið ferðamenn okkur sjálfum til gagns
og ánægju og gyðjunni Kali til dýrðar, því
enrinn innlendur prinz þyrði að amast við
okkur. Þessvegna mátt þú óhræddur treysta
okkur öllum, sem einu sinni vorum stigamenn
og morðingjar, og okkar sonum og sona-son-
um. Eg segi ekki að við gætum gert stór-
virki í orustu, því bardagamenn höfum við
aldrei verið, en við kunnum að kyrkja mienn
og getum á þann hátt verið gagnlegir, og
þögulir erum við og hættulaust þessvegna að
senda okkur með skilaboð, hvert á land sem
vill. Við þekkjum allar brautir, allar slóðir,
— rötum allstaðar, og okkar menn hafa lag
á að leiða útlendinga, af öllum stéttum, af-
vega, og ráðast svo á þá og drepa á laun.
RobinlHood
FI/ÖUR
ÞETTA MJÖL ER ÁBYRGST AÐ GERA
YÐUR ÁNÆGDA, EÐA ÞÉR FÁID PEN-
INGANA TIL BAKA.
*) Chupatie þýðir kaka úr mjöli og vatni,
og að gefa þær kökur undir þessum kring-
umstæðum var skoðað sem framboð til víga.
Þýð.
**) Kali er ein af gyðjum Brahma-
trúar manna.
Við kunnum að læðast inn í hús og herbúðir
í nátt myrkri, og velja úr þá sem vill og
myrða í svefni, svo ekkert beri á. Þér er ó-
hætt að trúa þeim, há'i herra. Þeir hafa fyrir
löngu lært að hata og eru svo tilbúnir hver
á sinn veg að egna menn til óeirða og upp-
reistar, þegar kallið kemur. Að vísu er satt,
að sumir fóstbræðranna álíta liðinna ára
iðnað sem yndælan draum, en mér hefir
hvarvetna tekist að vekja þá til sannfæringar
um þýðingu málefnisins og því enginn efi að
stigamenn allir á Indlandi og þeirra afkom-
endur eru ótrauðir fylgismenn”.
“Þú hefir vænti eg ekki nefnt mig á
nafn?” spurði Rajahinn þá og beindi hvöss-
um augum að sendimanninum.
“Auðvitað ekki, hái herra”, svaraði hann.
“Eg hefi aðeins sagt þeim að lausnin væri f
nánd, að spádómurinn væri að rætast sem
segði að útlendingar mundu eyðast og hverfa
úr landinu, eins og fallin skógarlauf, og að
með hvarfi þeirra kæmi dýrkun og dýrð Kali
endurrisin og að þá gætu fóstbræðurnir ó-
hultir safnast saman á ný á þjóðvegum lands-
ins og rakað saman herfangi fyrir gyðjuna
sína. Og, sem sagt, eg þori að ábyrgjast, að
allir synir fóstbræðranna, sem fallið hafa
fyrir útlendingunum, eða hafa verið hneptir
í fangaklefum þeirra, hlýða hverri skipun sem
þeim berst, alt fram í andlátið.”
“Vel sagt,” sagði Rajahinn. “Þið og
bræður þínir eigið í vændum ríkulega upp-
skeru og þá fullvissu að hin helga snara
ykkar þarf aldrei framar að vera iðjulaus.
En nú máttu fara. Það er komið undir morg-
un og eg vildi sofna”.
Samt leið nú æði stund þangað til Rajah-
inn lét aftur augun. Hann sat og hugsaði um
ráðagerð sína, sem hann svo lengi hafði velt
fyrir sér, en sem nú fyrst sýndist líkleg til
að hafa framgang. “Eg hlýt að sigra”, hugs-
aði hann. “Fólkið alt hlýtur að grípa til
vopna undir eins og Sepoy-hermennirnir gefa
því bendingarnar, — þ. e. undir eins og þeir
ráðast á herliðið. Hvítu foringjana grun^ir
ekkert. Þeir trúa jafnvel að eg, sem þeir
hafa rænt, sé vinur þeirra. Þeir eru hieimsk-
ir, og er það vel, og að þeir halda áfram að
trúa mér þangað til minn tími er kominn, þá
kreisti eg þá milli fingra minna eins og visið
strá. Ekki einn þeirra skal sleppa. Eg vildi
bara að eg mætti vera eins viss um öll héruð
Indlands, eins og eg er óhræddur um þetta.
Um Oude-héraðið óttast eg ekki. Þar veit
eg að allir rísa upp sem einn maður. Og
konungs-synirnir í Delhi, — jú, þeir vierða að
vera leiðtogarnir, þó gamli konungurinn hljóti
að bera nafnið. Sjálfur hefi eg f raun réttri
taumhaldið og verð svo, eins og “Peisheva*”,
óháður þjóðhöfðingi og geng næst keisaran-
um að völdum og tign. En ekkert má vitnast
fyrr en hver einasti indverskur hermaður,
alt frá Calcutta og norður á landamæri, er
tilbúinn að grípa til vopna”. Þannig hugsaði
°g gruflaði Rajahinn til þess dagur rann. Og
þetta var sami maðurinn, sem stuttri stund
áður hélt svo yndislegt gildi fyrir alla
brezka hershöfðingja og embættismenn frá
Cawnpore og sem þeir menn allir trúðu og
treystu að væri einn þeirra bezti vinur, og
ágætis drengur í alla staði.
Svo leið og beið. Sendimenn Rajahsins
komu og fóru. Stormskýin voru að dragast
saman og nálgast. Af ytra útliti að dæma
hafði þó aldrei verið'meiri kyrð á Indlandi,
eða framtíðarhorfur betri.
II. KAPfTULI.
Unglingsmaður í mórauðum strigaföt-
um með hvítan dúk marg-vafinn utan um
hjálminn, sem hann hafði á höfði, var að
stíga á bak hesti sínum, framundan íbúðar-
húsi einu í þorpinu Deennugghur, um fjörutíu
mílur frá Cawnpore, þegar tveir menn riðu
heim að húsunum.
“Hvert skal ríða, Bathurst?” spurði annar.
“Eg ætla að bregða mér út til Narkeet”,
svaraði Bathurst, því svo hét unglingsmaður-
inn.
*) Peisheva er stéttar nafn. Þeir m
skipuðu þá stétt voru Brahma-prestar, <
voru jafnframt æðstu ráðherrar konung
og réðu í raun réttri meir en konungur sjál
ur. — Þýð.