Heimskringla - 04.11.1931, Side 7
WINNIPEG 4. NÓV. 1931.
HEIMSKRINGLA
7. BLAÐSÍÐA
ENDURMINNINGAR
Frh. frá 3. bU.
því eftir þeim og voru vinaleg
við þá einsog alla aðra þangað
til þeir bitu þau og þá heldu
þau að sársaukinn hefði kom-
ið af einhverjum öðrum völd-
um*. Við fórum með lömbin,
og það gekk stórslysalaust alla
leið norður og vestur í Hvann-
stöð, lengst norður með Jökuls-
4. Þar er alt sem heiðarbúum
hæfir, holt og móar, vötn og
lækjabönd, þar eru njólar og
hvannarætur, og svo fagur-
skreyttir smáhvammar með silf-
urtærum uppsprettulindum, að
svefnherbergi hennar Mary
Stuart í Holy Route, jafnast
«kki á við það. Aumingja lömb
in okkar sem altaf höfðu drukk •
ið mjólk, voru nú orðin svo
þyrst í þessum mikla hita, og
einhverja náttúru ávísun höfðu
þau um það, að reynandi væri
að drekka vatn, en þá kom ann-
að fyrir, þegar átti að fara að
smakka vatnið, þá sáu þau al-
staðar lömb í lindinni og það
var líkast því, að þau þyrftu
líka að drekka ,eða ætluðu þá
að bíta, því þau komu með
snoppuna á móti, lömbin gengu
afturábak tvö til þrjú spor, voru
hrædd . við spegilinn, en komu
þó aftur og þá hafði þörfin dubb
að upp hugrekkið og heimskan
beið ósigur; þau drukku einsog
lystin krafðist, og höfðu svo
ekkert annað að gera en hvíla
sig og standa upp að rétta
fjöldanum. En við heyrum nú
seinna af því. Þarna sátum við
Árni það sem eftir var þessa
<iags, nóttina og næsta dag,
og urðum oft að stríða við þung
ar lexíur á milli þess sem við
horðuðum nestið okkar og gróf-
um hvannarætur sem við höfð-
um í eftirmat. En nú voru
lömbin farin að stillast og við
afréðum að fara heim um kvöld
ið. Við komum heim um sein-
asta háttatíma gáfum auðvitað
í skyn, að við hefðum unnið
mörg þrekvirki, en sigrast á
öllum mannraunum, og svo
sváfum við vært um nóttina, í
sama rúmi báðir eins og vant
var, og í engu rúmi var betur
sofið meðan við vorum staddir
þar. En svo vorum við vaktir
með kaffi; eg átti að taka við
ánum, hann var vesæll í höfði
eða fæti, sá sem hafði passað
þær á meðan, eða hann átti að
fara að rista torf, en eg öfund-
aði Árna, því hann -átti að
smíða orf og hrífur og gera að
amboðum. Með ærnar fór eg
upp í Efriviðarlandsás, þær voru
orðnar spakar, eg sat fyrst
þarna og svo þarna dáðist að
frelsinu og fegurðinni alt um-
hverfis, og bjó til vísur, brúð-
kaupsvísur:
Með brimhvellum söngrómi
beimur og sprund,
eg blessa ykkar hjúskapar al-
vörustund.
En hverslags söngur var
þetta sem eg þá heyrði? Á
bringuásnum fyrir norðan og
vestan mig sé eg það kernur
lamba hópur; þau komu grenj-
andi í oddafylkingu einsog hels
ingjar í lofti uppi, og nú heyrðu
ærnar til þeirra; aldrei hafa
menn orðið jafnvel samtaka,
aldrei hefir söngurinn í kaþólsku
kirkjunni orðið samstæðari, en
þarna. Eg gat ekkert annað en
staðið kyr og hljóðað líka, á
Ganta minn, hann hljóp eins
hart í kringum mig einsog hann
ætti að ná tóu, en eg gaf enga
fyrirskipun; það var einsog að
ætla að standa á móti vatnsfalli
sem kom ofan brekku. Loksins
sigaði eg hundinum á allann
hópinn, því nú var alt runnið
saman, hann heyrði að eg var
reiður og hlífði nú engu, og
við drifum alt heim í hús. Því-
líkar fráfæru. Nú mátti til að
taka lömbin, en þau voru eitt-
hvað um 20 sem komið höfðu
heim, setja þau ofan í þoka
PeumERS
COUNTRY CLUB
XPECIAL
The BEER that Guards
Q.UALITY
Phones: 42 304
41 111
A Thorough School!
The “Success” is Canada's Largest
Private Commercial College, and the
finest and best equipped business train-
ing institution in Western Canada. It
conducts Day and Evening Classes
throughout the year, employs a large
staff of expert teachers, and provides
sufficient individual instruction to per-
mit every student to progress according
to his capacity for study.
In; twenty-one years, since the founding of the “Suc-
cess’’ Business College of Winnipeg in 1909, approxi-
mately 2,500 Icelandic students have enrolled in this
College. The decided preference for “Success” train-
ing is significant, because the Icelanders have a keen
sense of educational values, and each year the number
of our Icelandic students show an increase.
Day and Evening Classes
OPEN ALL THE YEAR
The SUCCESS BUSINESS C0LLEGE, Ltd.
PORTAGE AVENUE AT EDMONTON STREET.
PH0NE 25 843
svo höfuðin stóðu bara uppúr,
tjasla nú öllu upp á hesta og
reiða heila hópinn út í Burt-
feilsheiði, en það kom á Áma
og eg öfundaði hann ekki af
því. Að lokum hafði þessi ný-
ung tafið heyskapinn um einn
dag, og lfkur þar með sögunni
af fráfærunum.
Það er annar efnislítill við-
burður sem gerðist sama vorið
minnir mig en nokkru fyr, eða
um þær mundir sem snjórinn
var að fara.
Holtið í kringum beitarhúsin
var orðið autt, svo vel mátti
þurka á því sauðataðið. Það var
í góðu veðri snemma að morgni,
að faðir minn sendi okkur fjóra
karlmenn og þrjár vinnukonur
norður á beitarhús til að stinga
taðið út úr húsunum, aka því í
hjólbörum á víð og dreif út um
holtið, kljúfa það og breiða til
þurks.
Húsin tóku hvert um sig 60 ær:
þyktin á taðinu var undir því
komin, hvort veturinn hafði
verið góður og jarðsæll eða
harður með fannþyngslum. í
þetta skifti var nokkuð mikið
tað í húsunum og því fullkomið
verk fyrir okkur öll að leysa af
hendi. Það var marahláka um
daginn, verkið sóttist vel og
alt var af hendi leyst í tæka tíð.
Við héldum af stað heimleiðis,
á leið okkar var skurður nokk-
urnveginn þur og meinlaus vana
lega, en hann gat orðið ólmur í
ofsahlákum meðan snjór var tii
að bráðna í hann; þegar við
komum að skurðinum var hann
ægilegur ásýndar, ruddist áfram
koimórauður með leirleðju .Við
vorum tveir spölkorn á undan
hinu fólkinu; hét hann Flóvent,
sem með mér var, kátur og
hálfhrekkjóttur; við ^áum að
vatnið í skurðinum mundi vera
í mitt lær á meðalmanni en svo
breiðkaði skurðurinn neðan við
alfaraveginn og þar var vatnið
náttúrlega grynnra. Flóvent
hnyppir í mig og biður mig að
spilla nú ekki fyrir sér. Og
fólkið er nú alt komið á skurð-
bakkann til skrafs og ráða-
gerða. Nú skulum við piltarnir
sína frægð okkar og stökkva
skurðinn einmitt hérna. Einn
af okkur var eldri maður, við
skulum kalla hann Þorkel, hann
hafði lengi verið á sama árinu,
því hann langaði til að giftast
eins og gerist, og hann var dá-
lítið drjúgur með sig, sterkur
og duglegur en stirður, en vildi
ekki láta bera mikið á því, að
hann væri nokkur staðar eftir-
bátur. Eg vissi strax að alt
snerist um Þorkel.
Já, hann félst á það, að bezt
sé að stökkva skurðinn og ein-
mitt hérna; það mun hafa verið
12 til 14 fet. Við Flóvent
hlaupum til og stukkum fyrst
yfir lækinn og gekk það bæri
lega; þá færist Þorkell í herð-
arnar, hleypur langarleiðir til
og kemur á brúsandi ferð að
læknum, man ekkert hvernig á
að taka sig á loft og hleypur
jafnhart yfir lækinn sjálfann,
svo ekkert sást til hans um
tíma nema að hann mundi vera
í skýinu; svo kemur hann upp
á bakkann og tekur sig á loft
og stekkur lengra en nokkur
annar þó engin þur spjör væri á
honum. Jæja, Þorkell minn,
nú finnst mér að þú ættir að
bera fyrir okkur stúlkurnar yfir
lækinn, fyrst þú blotnaðir, sagði
eg við hann. Já, maður guðs
og lifandi. Þá gekk nú alt slysa-
laust heim eftir það.
Frh.
Á Hofsós er verið að reisa
rafmagnsstöð fyrir þorpið. Er
aflið tekið úr Hofsá og verður
stöðin 12 hesta til að byrjía með.
En sá kraftur nægir þorpinu til
ljóss og hita. Bræðurnir Orms
son sjá um byggingu stöðvar-
I innar, og eru nýlega byrjaðir á
verkinu.
Nafnspjöld
KRÍTIK.
Agúst H. Bjarnason: —
Heimsmynd vísindanna.
Bókinni er skift í 6 kafla, auk
inngangsorða og eftirmála.
I fyrsta kafla er lýst heims-
skoðunum ýmissa afburða-
manna frá endurreisnartíma-
bilinu og fram á vora daga. Er
þar sagt frá skoðunum, upp-
götvunum og rannsóknum
manna eins og Leonardo da
vinci, Kopernikusar, Keplers,
Galileis, Newtons, Kants, La-
place, Einsteins o. fl. "»
Er í þessum kafla glögglega
sýnd framför í þekkingu og
hugsunarhætti seinustu alda,
þar sem örfá “geni” þroskast
innan um j^ekkingarsnauðan
og óþroskaðan almúgann og
fordómsfult og fáviturt höfð-
ingja- og klerkavald. Heims-
skoðunum Newtons og Ein-
steins er lýst og þær bornar
s a m a n. Einsteins-kenningin
gæti verið ýtarlegar framsett en
gert er, en þó virðist höf. hafa
tekist fremur vel, þegar þess er
gætt, hve mikils þarf að geta í
ekki stærri bók en þetta, og
að það er ekki allra meðfæri að
skrifa um kenningu hans . Smá
villur er hægt að reka sig á í
þessum kafla, en þær virðast
ekki koma að sök.
Annar kafli nefnist: Smáheim
ar efniseindanna. Lýsir höf.
þar skoðun manna á gerð efnis-
eindanna, eins og hún hefir
verið og er nú hjá helztu núlif-
andi vísindamönnum, Mestur
hluti kaflans fer í að lýsa hin-
um geisiandi efnum og hinum
ýmsu geislategundum. Kemur
hann inn á atóm-rannsóknir
þeirra Ruthterfords, Mosleys og
Bohrs, kvantakenningu Planks
og endar kaflinn á því að minn-
ast á svokallaða hátíðnis-
geisla, sem menn hafa nýlega
fundið. Þetta er afar merki-
legur kafli og fróðlegur; bæði
atóm “módellin’’ hjá Bohr, svo
og stærða- og þyngdahlutföll
prótónanna, electrónaúna og
atómanna; samræmið, sem virð
ist vera í byggingu atómanna,
eins og sólkerfanna.
Þriðji'kafli nefnist: Upptök og
þróun sólstjarnanna. Lýsir höf.
þar, hvernig þyrilþokurnar geta
af sér sólstjörnur og hvernig
sólstjörnur þær, sem vér sjáum
að næturlagi, eru að gerð. Eru
þær þrenskonar, risasólir, miðl-
ungssólir og dvergsólir; alt eft-
ir aldri og útgeislan. Breytast
risasólir í miðlungssólir og þær
aftur í dvergsólir, með tíð og
tíma; skeður þetta alt í stökk-
um. Dvergsólirnar eru t. d.
búnar að geisla svo miklu út
frá sér, að ekki virðist annað
efni vera eftir í þeim en saman-
þjappaðir rafeindakjarnar, og
skýrir það hina geysimiklu eðlis
þyngd, sem þessar sólir hafa
(t. d. Sirius B). Höf. sýnir
fram á, hvernig sólirnar briíyt-
ast, sumar hverjar, í tví-, þrí-
og fjölstirni, og hve fágætt það
virðist vera, að sólir geti af
sér reikistjörnur. Útgeislan sól
nanna er aðallega skýrð með
því, að í þeim séu radióaktiv
efni með hærri atómtölum en
finnast hér á jörðu, og skýrir
sú skoðun bezt langlífi sóln-
anna.
Fjórði kafli nefnist: Uppruni
sólberfanna. í honum er lýst
ýmsum getgátum að uppruna
sólkerfanna, og virðist sennleg-
ust getgáta Jeans (höf. vísar í
þessum, sem í flestum öðrum
köflum bókarinnar, mikið á
Jeans, sem er háttmetin vísinda
maður, enskur, og hefir rnikið
skrifað urn þessi efni), hin svo-
nefnda útsogskenning, þ. e.: Ef
tvær sólir nálgast hvor aðra,
sem mjög litlar líkur virðast
vera til, um of, þá draga þær
efni hvor út úr annari; verða
reikistjömurnar til úr því efni,
er sólirnar fjarlægast aftur. —
Þá minnist höf. á lífsskilyrði
á reikistjörnum í sólkerfum lík-
um okkar sólkerfi; er komist að
þeirri niðurstöðu, að litlar lík-
ur séu til, að líf þróist nema
Dr. M. B. Halldorson
401 Bot4 Bld(.
Bkrifstofuslml: 33674
Siundtr ■érstaklaca luninujúk-
dómo.
Br a« finna á skrlf.tofu kl 10—13
f. h. or 3—6 o. h.
Hatmllt: 46 Alloway Ave.
Tnlaimli 33158
DR A. BLONDAL
603 Madlcal Art. Bldg.
Talsíml: 22 296
■ tandar adratakl.ia kven.Júkdóma
o« bama.Jdkdóma — Afl hltta:
kl. 10—1* « h. og 8—6 e. h.
■elmllli 866 Vtctor 8t. Slml 38 180
Dr. J. Stefansson
B16 HHDICAL ARTS BLDQ.
Horni Konnoðy og: Graham
Btnndar eiafflagn anjetoa- ejrmm-
nmt- ef k Yerka-ajflkdftuaa
Kr aD hltta fr4 kl. 11—12 f. h.
og kl. S—6 e h
Talalaait B1834
Heimlll: 688 MoMillan Are 42691
MOORE’S TAXI LTD.
Cor. llonald and Grakam.
50 Centa Taxl
Frá. einum staD til annars hvar
sem er í bænum; 6 manns fyrir
sama og einn. Állir farþeg;ar á-
byrjstir, allir bílar hitattir.
Sfml 2.3 s»« (8 lfnnr)
Kistur, töskur o íhúsgarna-
flutningur.
á einni af tíu. En þarf þetta
að vera rétt? Höf lýsir plánet-
um, sem snúa altaf sömu hlið
að sólu; annars vegar er geysi-
hiti, sem að sólu snýr; hins-
vegar ofsakuldi og myrkur, sem
frá sólu snýr. Hvernig eru tak-
mörkin milli hita og kulda, þar
sem ljós og skuggi mætast?
Gæti það ef til vill el$ki verið
eitt af þeim helvítum, sem Dr.
Helgi Péturss lýsir?
Fimmti kafli nefnist: Jörð
vor. Lýsir höf. þar ýmsu jarð-
fræðilegs efnis; gerð jarðar,
skoðun manna á orsökum jarð-
byltinga: hina svokölluðu önd-
un jarðarinnar, en það er svo
nefnt, þegar magmaið bráðnar
og storknar á víxl með afar
lóngu millibili og orsakast af
söfnun hita frá geislandi efnum
í magmainu og kólnun þess.
Sjötti kafli nefnist :Upphaf
og endalok. Er það einna
skemtilegasti kaflinn aflestrar,
lífs- eða öllu heldur heims-“fan-
tasi’’. Er þar mikið vitnað í
Einstein og Jeans, og ætla eg
ekki að skemma fyrir lesendum
bókarinnar, með því að fjölyrða
um þann kafla.
Eftirmálinn mætti nefnast
heimsspekilegt viðhorf. Er þar
m. a. sýnt fram á dauða or-
sakasetningarinnar, sem hefir
orðið að víkja fyrir tilviljuninni,
sem alls staðar virðist ríkja í
náttúruni.
Höf. á miklar þakkir skilið fyr-
ir þessa góðu bók, sem er fyrsta
bókin um þessi hávísindalegu
efni, sem, mér vitandi, kemur
út á íslenska tungu, fróðleg og
skemtileg aflestrar. Enda þótt
smávillur kunni að hafa slæðst
inn í hana, kemur það ekki að
sök. Bókin er fyrst og fremst,
að því er mér virðist, ætluð
fróðleiksfúsum lesendum, er
þessi efni vilja sér kynna, og
færi vel, að þeir yrðu sem flest-
ir. Gæti hún vakið áhuga fyrir
þessum efnum hér á landi, veit
eg að tilgangi höf, væri náð
með henni; einnig myndi það
ýta undir þau þjóðþrifamál, að
hér væri komið upp stjörnu-
athugunarstöðvum, þótt ekki
væru nema nokkrir nothæfir
jarðskjálftamælar, til að byrja
með. — En þvi miður er áhug-
inn, sem stendur, á öðrum svið-
um hjá fjöldanum, hér sem ann-
ars staðar á jörðunni; sem sé
að forðast og fordæma þau and-
ans verkefni, sem fyrir liggja,
en halda í gamlar og úreltar
kreddur.
Frágangur bókarinnar er
prýðilegur.
—Ágúst 1931. B. Th.
—Tímarit V. F. 1.
G. S. THORVALDSON
B.A., L.L.B.
LögfrteOingur
702 Confederation Life Bldg.
Talsími 24 587
W. J. LINDAL
BJÖRN STEFÁNSSON
tSLENZKIK LötíFRÆÐINöAR
á oðru gólfi
325 Main Street
Tals. 24 963
Hafa einnig skrifatofur a8
Lnudar og Gimli og eru þar
að hitta, fyrsta miðvikudag 1
hverjum mánuði.
Telephone: 21613
J. Christopherson.
Islenskur LógfrtsSingur
845 SOMBRSET BLK.
Winnipeg, :: Manitoba.
A. S. BARDAL
selur llkkistur og annast um útfar-
lr. Allur útbúnaöur sá beati
Bnnfremur selur hann allskonar
minnisvaröa og legsteina.
848 SHERRROOKE 8T.
Phoaet 86 607 WINNIPB6
HEALTH RESTORED
Lækningar án lyfja
DR. S. O. SIMCSOX, N.D., D.O., D.O.
Chronic Diseases
Phone: 87 208
Suite 642-44 Somerset Blk.
WINNIPEG —MAN.
MARGARET DALMAN
TEACHBR OF PIANO
M4 BANNINQ ST.
PHONE: 26 420
Dr. A. V. Johnson
fslenzkur Tannlæknir.
212 Curry Bldg., Winnipeg
Gegat pósthúsinu.
Sími: 23 742 Heimllis: 33 328
Jacob F. Bjamason
—TRANSFER—
Bagfave ai4 Farattare MarUiC
762 VTCTOR ST.
SIMI 24.50«
Aanaat ailskonar flutninga fram
og aftur um bseinn.
J. T. THORSON, K. C.
Itlrnikir llifnrúliiir
Skrifstofa: 411 PARXS BLDG.
Siml: 24 471
DR. K. J. AUSTMANN
Wynyard —:— Sask.
Tuletiui: 28 889
DR. J. G. SNIDAL
TANNLÆKNIR
614 Soaaerset Block
Portaga áTcaae WINNIPE6
BRYNJ THORLAKSSON
Söngstjóri
Stilljr Pianos og Orgel
Simi 38 345. 594 Aiverstone St.