Heimskringla - 10.11.1931, Blaðsíða 4
4. BLAÐSÍÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG 10. NÓV. 1931.
petmsktringla
(Stofnuð 1886)
Kemur út á hverjum miðvikudegi.
Eigendur:
THE VIKING PRESS LTD.
853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg
Talsimi: 86 537
Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn borgist
fyrirfram. Allar borganir sendist:
THE VIKING PRESS LTD.
Ráðsmaður TH. PETURSSON
853 Sargent Ave., Winnipeg
Manager THE VIKING PRESS LTD.
853 Sargent Ave., Winnipeg
Ritstjóri STEFÁN EINARSSON
Utanáskrift til ritstjórans:
EDITOR HEIMSKRINGLA
853 Sargent Ave., Winnipeg.
“Heimfikringla" is published by
and printed by
The Viking Press Ltd.
853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man.
Telephone: 86 537
WINNIPEG 10. NÓV. 1931.
LEIÐIN TIL BAKA.
Ræða til minningar um vopnahlésdaginn,
flutt í Sambandskirkju 8. nóv. 1931,
af séra Benjamín Kristjánssyni.
Mér er óhætt að gera ráð fyrir því, að
allmörg yðar hafi lesið stríðssögur Erich
Maria Remarque, “Tíðindalaust á Vest-
urvígstöðvunum” og “The Roað Back”,
sem báðar hafi verið prentaðar nýlega
í smáköflum í öðru stærsta dagblaði
borgarinnar. 1 hinni fyrri sögu var hem-
aði nútímans lýst svo hryllilega, að það
hlýtur að vekja óblandaða andstygð les-
endanna, er þeir íhuga hinar tilgangs-
lausu þjáningar og vonlausu eymd og
bölvun, sem miljónum af hraustustu ung-
mennum þjóðanna var steypt út í. En
þó að hin síðarnefnda skáldsaga lýsi
ekki beint stríðinu sjálfu, heldur afleið-
ingum þess fyrir einstaklingana og þjóð-
félögin í heild, þá er hún samt sem áður
engu minni ákæra á hendur hemaðinum
og þeim, sem fyrir honum standa. Því
að afleiðingar glópskuverkanna eru
venjulega ennþá dapurlegrí, en þau eru
sjálf. Og þess vegna verður “bakaleið
in” svo ákaflega ömurleg.
Fjöldinn allur af þeim mönnum, sem
fóru í stríðið, komu verri menn til baka.
Þeir komu þrotnir að heilsu, sviftir vin-
um og öllu, sem þeim þótti vænt um,
þrotnir að framtíðarvonum og trú á alt
það, sem þeir fóru til að berjast fyrir,
Ef til vill komu þeir aðeins það vitrari
sumir, að hafa skilið það, að þeir voru
hafðir að leiktrúðum ósvífinna fjárgróða-
bragða, ágirndar og verzlunarhyggju,
þegar skýrskotað var til ættjarðarástar
þeirra og drengskapar í nafni friðar og
allra hinna göfugustu hugsjóna.
í nafni friðar, segi eg, því að jafnvel
svo langt getur hræsnin og yfirdreps-
skapurinn gengið, að þjóðirnar látist fara
í stríð til þess að stiila til friðar, eins og
ástatt var með Ameríkumenn 1917,
þótt afleiðingin yrði auðvitað sú, að þeir
framlengdu stríðið. Og naumast mun
nokkur þjóð hafa lagt út í stríð nokkru
sinni öðruvísi, en að færa fyrir því ótal
gildar ástæður þess efni, að það stríð
væri háð til að fullnægja öllu réttlæti.
Engin þjóð þykist berjast að nauð-
synjalausu. En þegar farið er að skygn-
ast djúpt eftir þeim nauðsynjum, sem
barist er fyrir, þá eru þær nauðsynjar
ekki friður, réttlæti, jafnrétti og lýðræði,
eins og jafnan er látið í veðri vaka, þeg-
ar verið er að ginna unga og óþroskaða
menn, sem ekki kunna fótum sínum
forráð, út í stríð — það er ágirnd og
yfirgangur einstakra þjóða og einstakra
stétta, sem hirða ekkert um þótt þær
leiði eymd og bölvun yfir óteljandi ein-
staklinga, ef þeir aðeins hafa von um
að geta með þeim hætti komið ár sinni
betur fyrir borð fjárhagslega, og stungið
klóm sínum í feitt.
Eg hefi nýlega lesið ritgerð um þetta
efni eftir Ameríkumann, sem flettir hlífð-
arlaust ofan af allri hræsninni í Banda-
rikjaþjóðnni gagnvart stríðsmálum, og
dettur mér í hug að ekki sé ófyrirsynju
að rekja hér ofurlítið efni þeirrar ritgerð-
ar, því hún gildir í sjálfu sér ekki aðeins
um Ameríkumenn, heldur flestar hinar
vestrænu þjóðir.
Hann segir, að börnum sé innrætt það
eins og nokkurskonar goðsaga í skólun-
um, fyrst og fremst að Bandaríkin séu
hið bezta land í heimi og að þjóðin skari
fram úr öllum öðrum, ennfremur að
Bandaríkjaþjóðin sé sérstaklega friðelsk-
andi þjóð, og hafi það fram yhr allar
aðrar þjóðir, sem blóti stríðsguðina, og
í þriðja lagi, að Ameríka sé land jafn-
réttisins. Því næst sýnir hann fram á,
að allar þessar fullyrðingar eru einungis
hreinasta ímyndun og trúarbrögð, sem
ekki geta staðist neina grundaða hugs-
un, en haldast því aðeins við, að þau eru
innrætt börnunum á unga aldri.
Hvað elsku friðarins snertir t. d., þá
bendir hann á það, að Bandaríkjaþjóðin
hafi nú á síðastliðinni hálfri annari öld
háð að minsta kosti sex styrjaldir, sem
henni hafi að engu leyti gengið göfugri
hvatir til að heyja, en alment gerist um
stríð, enda þótt auðvitað væri altaf látið
svo í veðri vaka, að verið væri að- berj-
ast fyrir heilögum réttindum, gegn kúg-
un og þrælahaldi, og til þess að ryðja
lýðræðishugsjónunum braut.
Jafnvel Þrælastríðið, segir hann, hafi
öllu fremur verið iðnaðarstríð milli norð-
ur- og suðurríkjanna, en að nokkur bæri
í sjálfu sér einlæglega umhyggju fyrir
velferð negranna. Enda hafi það komið
fljótlega í ljós, að norðurríkin, sem lét-
ust vera að berjast fyrir lausn þrælanna,
hafi undireins á eftir stofnað til þræla-
halds í miklu stærra stíl, eftir að þau
voru búin að koma ár sinni fyrir borð
iðnaðarlega í suðurríkjunum.
Á sama hátt hafi verið farið um spánsk-
ameríska stríðið, sem látið var í veðri
vaka, að háð væri til að frelsa kúgaða
lítilmagna undan harðstjórn Spánverja.
Þ^ð hafi einnig ekki verið annað en til-
raun Bandaríkjanna að færa út kvíarnar
fjárhagslega, því að enginn hafi borið
Cubamenn fyrir brjósti, fyr en Banda-
ríkjaþjóðin hafi verið búin að leggja svo
mikið fé í fyrirtæki þar í landi, að það
hafi þótt þess virði að skifta sér af þeim
og seilast þar til yfirráða.
í síðasta heimsstríði hafi hin sama
regla gilt: Hryðjuverk og yfirgangur mið-
veldanna í Belgíu hafi ekki runnið Banda-
ríkjunum til rifja, fyr en þeir voru búnir
að lána Bandamönnum svo mikið fé, að
þeir sáu þann kost vænstan til trygging-
ar endurgreiðslunni, að rétta þeim hjálp-
arhönd til sigursins, þegar óvænt fór að
horfa. Þá hafi þeir fyrst fylst heilagri
vandlætingu út af því, að nauðsynlegt
væri, að “fara í stríð, til að enda stríðið”,
til að berjast gegn “grimd og yfirgangi
Húna”, og til að ryðja lýðræðinu braut
— make the World safe for Democracy
— sem var eitt af aðal-slagorðunum til
að ginna lýðinn. En aðal ástæðan fyrir
því að Bandaríkin fóru á móti Þýzkalandi
en ekki Englandi, hafi í raun og veru ein-
ungis verið sú, að öll ábatavænleg við-
skifti voru miklu auðveldari við banda-
þjóðirnar, en miðveldin, eins og á stóð.
Eftir að Bandaríkjamenn hafi verið komn-
ir út í stríðið, hafi þeir svo ekki að neinu
leyti hirt meira um réttindi hlutlausra
þjóða, en Þjóðverjar gerðu áður, nema
minna væri.
Hvem hlut Bandaríkjaþjóðin bar úr
býtum í stríðinu, er alkunnugt, svo að
enginn þarf að ganga blindandi með þá
hugmynd, að þeim hafi aðeins gengið
góðmenskan eins og göfuglyndi, til að
blanda sér í það. Líf margra komandi
kynslóða í næstum því öllum menningar-
löndum heimsins, er beinlínis veðsett
fyrirfram, til þess að greiða stríðslán í
vasa hennar. Það er ekki framar nauð-
synlegt að vinna lönd og þjóðir í venju-
legum skilningi, til þess að undiroka þær
og draga til sín rífan skerf af gróðahlut,
starfi og striti hvers einstaklings. Eins
og vorri menningu er fyrirkomið, er hægt
að koma ár sinni þannig fyrir borð, að
eitt ríkið undiroki annað fjárhagslega,
þótt það sé að nafninu til sjálfstæð þjóð.
Og þetta er það stríð, sem er undirrót
alls annars stríðs, sem er stundum háð
undir yfirskyni friðar og vinsemdar, þótt
jafnan vilji sverfa til stáls áður en lýkur.
Eins og þessi Bandaríkjamaður lýsir
hlífðarlaust sinni eigin þjóð og stjórn-
málum hennar, þannig er vafalaust á-
statt um flestar aðrar þjóðir, enda eru
nú allir almennilegir fræðimenn farnir
að viðurkenna það hispurslaust, að allar
þjóðirnar, sem tóku þátt í síðasta stríði,
hafi átt jafna sök að því, og engin geti
þvegið hendur sínar frekar en önnur, né
að unt sé að varpa sökinni á eina þjóð
frekar en aðra. En það fór auðvitað
eins og æfinlega, þegar ernir klóast, að
sökin er lögð á bak þeim, sem ósigurinn
bíður, og ranglæti sigurvegaranna geng-
ur fyrir réttlæti, af því að það er stutt
með oddi og eggju, og sigraðir menn
verða að sætta sig við alt. En þegar
gengið er til stríðs af tómri ágirnd og
óhreinum hvötum, eins og nú hefir ver-
ið bent á, og þegar barist er til þrautar
unz allir eru uppgefnir, og síðan er friður
saminn með ranglætisfullu ofbeldi, eins
og gert var með Versailles-samningun-
um, þá er ekki von að “leiðin til baka”
geti orðið glæsileg, hvorki fyrir þá sigr-
uðu eða sigurvegarana. Því að það er
altaf vafamál, hvort leiðin til baka frá
slíku stríði, leið sem liggur yfir brendar
borgir og eydda akra, sem virtir hafa
verið um þrjátíu biljón dollara virði,
yfir rústir af vopnum og vélum, sem
kostuðu um 180,000 miljónir — yfir 10
miljón grafir dáinna hermanna, framhjá
sjúkrahúsum, sem geyma 20 miljónir
bæklaðra, gasaðra og örkumla manna,
fram hjá dyrum 5 miljón ekkna og 9 milj.
munaðarlausra barna. — Það er vafa-
mál, hvort það er í sjálfu sér nokkur leið
til baka, heldur leið út í meira stríð, enn-
þá grimdarfyllra og vonlausara en það
síðasta.
Á bakaleiðinni lýsir Remarque her-
mönnunum, hvernig þeir snúa, allshugar
fegnir, heim, burt frá öllum viðbjóðinum
og andstygðinni á vígvöllunum, burt frá
hinum heimskulegu þjáningum, morðum
og manndrápum og eyðileggingum, sem
þeir voru orðnir uppgefnir á fyrir langa-
löngu, og sáu að þeir höfðu verið gintir
út í með brellum og blekkingum. Heim
héldu þeir, að því er þeir ímynduðu sér,
til friðarins, til hamingjusamlegri starfa,
til nýs og betra mannfélags, þar sem
mannúð ríkti og meira bræðralag, til
mannfélags, sem búið var að læra af
ægilegum óhöppum sínum og léttúð. —-
En fundu þeir svo nokkuð af þessu? —
Nei, því að þeir voru sjálfir hálf-eyðilagð-
ir menn og börn frávita þjóðfélags. Lífs-
þráður þeirra hafði verið slitinn sundur.
Úr skólunum og frá heimilum sínum
höfðu þeir farið hálfþroskaðir, og áður
en þeir voru búnir að fá hugsjón eða
vilja til nokkurs. Og á vígvöllunum
lærðu þeir ekkert, nema heimskulegan
þrældóm við iðju dauðans. Þar frusu í
sálum þeirra þau frækorn, sem ákvörðuð
voru til að bera ávexti til lífsins. Því að
lífið varð að tilgangslausri kvöl, sem var
verri en dauðinn. Friðsamt heimilislíf,
ástir og ávaxtasöm iðja, alt þetta varð í
ímyndun þeirra, æfintýri eða skröksaga,
draumur, sem þeir höfðu einhverntíma
heyrt í æsku, en trúðu ekki framar á. —
Og þó — þegar vopnahléð var samið,
hvarflar eitthvað af þessu í hugann, og
eitthvað, sem líktist fögnuð, einhver til-
finning, sem hafði verið frosin um margra
ára bil, þiðnar og streymir fram — og
þeir héldu heim með einhvern vonar-
neista í brjósti, þess efnis, að þeir væru
að ganga á móti dagsbrún nýs og betra
lífs. En sú dagsbrún reyndist þeim eins
og hvarflandi hrælog, sem hopaði fjær.
þegar þeir færðu sig nær. Hún var að-
eins til í ímyndun þeirra. Bakaleið þess-
ara vonsviknu manna var eins og leið
blindingjanna yfir eyðimerkursandinn, —
leið, sem enginn veit hvert liggur. — Það
var leið heim til nýrra vonbrigða, — til
föðurlands, sem hafði svikið sína eigin
sonu og framselt þá til slátrunar, ör-
væntingarfull og ömurleg leið, eitthvað
inn í vonlausa framtíðina.
í dómsalnum, þar sem Ernst og félag-
ar hans úr þrengingunni miklu, eru að
leitast við að bjarga lífi eins vinar síns,
sem beðið hafði svo mikið tjón á sálu
sinni í stríðinu, að hann kom þaðan með
vanheilum sönum og vaY nú kærður
fyrir morð, þar sýður loksins upp úr
gremja þeirra gagnvart mannfélaginu,
og þeirri rangsleitni, sem það hafði fram-
ið á þeim, með því að gera þá fyrst
trylta, og kalla þá síðan til ábyrgðar
fyrir það, að þeir urðu tryltir. —
Fyrir þessum Heródesar dómstóli, sem
föðurlandið dregur þá að undireins og
þeir sleppa af vígvellin nn, hnópa þeir ör-
væntingarfullar ákærur sínar:
“Þið hefðuð átt að koma og hjálpa
okkur En þið gerðuð ekkert því um h'kt
— þið hirtuð ekkert um okkur, þegar
okkur lá mest á, þegar okkur reið á að
finna leiðina til baka. Þér hefðuð átt
að hrópa úr hverjum prédikunarstól, þér
hefðuð átt að segja oss það, þegar vér
vorum leystir úr herþjónustu, aftur og
aftur áttuð þér að gera þessa alvarlegu
játningu, og segja við oss: ‘Vér höfum
ÖU gengið sorglega afvega. Og nú þurf-
um vér að finna leiðina til baka. Verum
umburðarlynd.’ Þér hefðuð átt að leiða
oss á veg lífsins og kenna oss að lifa
á ný! En ekkert af þessu gerðuð þér.
Þér skilduð oss eftir áttavilta og ráð-
þrota. Þér kærðuð yður ekkert um, þótt
vér færum í hundana. Þér, sem hefðuð
átt að kenna oss að trúa á ný á góðvild,
á friðsamlegt mannfélag, á menningu og
kærleika! En í þess stað tókuð þér á
bölvuðu lögum! Þér hafið þeg-
ar tortímt mörgum af oss, og
nú stendur sá næsti frammi
fyrir dómstóli yðar.” —
Hvað hafa nú menningar-
þjóðirnar svonefndu til að svara
svona gífurlegum ákærum, sem
varpað var á hendur þeim?
Allar blekkingarnar, er notað-
ar voru til að ginna menn í stríð
ið, vér vitum að þær voru lygi.
En ef þessi 20 miljón manns-
líf, þessi mikla þjáning, sem
stríðið reyndist, bæði meðan á
því stóð og í afleiðingum þess,
þetta gífurlega eignatjón og só-
un verðmæta, sem enn er ekki
búið að bíta úr nálinni með, og
nú virðist einmitt vera að sliga
þjóðirnar fjárhagslega — ef alt
þetta hefði þó að minsta kosti
orðið víti til varnaðar, fórn, sem
nauðsynleg hefði verið til að
kveikja sannan og einlægan
friðarhug og til að koma mönn-
um í skilning um hvert ágirnd-
in leiðir, og hvílík ógurleg
bövun allur hernaður er — ef
þessi fórn, hversu mikil og sár
sem hún var, hefði verið næg
til að vitka mannkynið og
kenna því að byggja borg sína
að nýju, reista á réttlæti, sam-
úð og kærleika — þá hefði þó
mikið verið unnið.
En getum vér þá gert okkur
nokkrar vonir um þetta? Það
er mikill sannleikur fólginn í
þeim orðskviði Páls, að laun
syndarinnar eru dauði. Ekkert
óhappaverk er líklegt til þess
að leiða til neinnar blessunar,
heldur stefnir jafnan alt, sem
illa fer, til vaxandi bölvunar.
Og svo var um hið síðasta stríð.
Það er ekki sýnilegt, að það
hafi gert mannkynið að neinu
leyti vitrara. Að vísu hafa ver-
ið gerðar að nafninu til ýmsar
tilraunir til að stofna til frið-
ar, eins og ávalt hefir verið að
nýloknu stríði, svo sem Þjóða-
bandalagið, alþjóða dómstóll-
inn, Locamo-fundurinn, ótal af-
vopnunarfundir, Parísarsáttmál-
inn 1928, og nú loksins frestun
stríðsskuldanna á síðastliðnu
sumri. En hvað er þetta nema
yfirdrepsskapur? Það sést bezt
á þeirri staðreynd, að Banda-
ríkin, sem átt hafa upptök að
flestum þessum hégóma, hafa
ekki einu sinni sjálf gerst þátt-
takandi í A1 þ jóða sam ban d!i n u
eða alþjóðadómstólnum. Þau
hafa í reyndinni neitað að eiga
nokkurn raunverulegan þátt í
nokkru því máli, sem verulega
hefir stefnt til friðar. Að vísu
undirrituðu þau Parísarsáttmál
ann um afnám ófriðar, en þau
staðfestu um hæl herbúnaðar-
lög, sem fóru þvert ofan í sátt
málann. — Það er mjög gum-
að af því nú, að Bandaríkin hafi
skorist mjög einarðlega í þrætu
Japana og Kínverja, og krafist
þess að friðarsáttmálinn yrði
gerður gildandi og að Japanir
yrðu brottu úr Manchuríu með
herlið sitt fyrir 16 nóvembei
n. k. En þess,i framtakssemL
er vel skiljanleg út frá því einu,
sem kunnugt er, að Bandaríkin
sjá í Japönum hættulegasta
fjandmann sinn í framtíðinni,
og að þeim er auðvitað engin
þægð í því„ að þeir nái frekari
fótfestu í Austur-Asíu, þar sem
opinbert leyndarmál er, að
Bandaríkin sjá sitt framtíðar-
verzlunarland. Hins vegar er
fróðlegt að bera þetta saman
við háttalag stórþjóðanna fyrir
tveim árum síðan í deilunni
milli Kínverja og Rússa. Þá
hreyfði engin hönd eöa fót af
öllum þessum friðarklíkum, og
var þó sáttmálinn þá rétt ný-
undirskrifaður, auðsjáanlega af
því að öllum var sama um það,
þótt Kínar og Rússar berðust
til þrautar, dræpu hverir aðra
og ynnu hver öðrum sem
þyngstar búsyfjar.
Og hið sama er að segja um
tillögur Hoovers með að fresta
stríðsskuldunum. Það var nauð-
ungarráðstöfun þeirra þjóða,
sem mikið fé höfðu lagt í fyrir-
I fullan aldarfjórðung bafa Dodd’s
nýrna pillur verið hin viðurkenndu
meðul við bakverk, gigt og blöðru
sjúkdómum, og hinum mörgu kvilla,
er stafa frá veikluðum nýrum. —
Þær eru til sölu í öllum lyfjabúð-
um á 50c askjan eða 6 öskjur fyrir
$2.50. Panta má þær beint frá
Dodds Medicine Company, Ltd., Tor-
onto, Ont., og senda andvirðið þang-
að.
ný að blekkja oss og ljúga að oss, og
haldið áfram iðju yðar að æsa upp meira | tæki í Þýzkalandi og sáu, að
hatur, með því að ofsækja oss með yðar þær mundu tapa því öllu, ef
landinu væri leyft að fara gjald-
þrota. Auk þess var önnur á-
stæða, sem hlutaðeigandi þjóð-
ir óttuðust jafnvel ennþá meir
og það var það, að upp úr hinu
fjárhagslega hruni Þýzkalands
mundi rísa Soviet-ríki, með
svipuðu fyrirkomulagi og á
Rússlandi. Og það var auðvit-
að talinn ennþá meiri voði fyrir
vestræna menningu. En engin
sönn góðvild fylgdi þessari ráð-
stöfun, eins og líka má sjá af
skrifum sumra Bandaríkjablað-
anna, sem harma þetta mjög,
og telja það maklegt, þótt kné
væri látið fylgja kviði í fjár-
hagslegri kúgun Evrópu.
Þannig er öll þessi milliríkja-
pólitík bygð á margfaldri flærð
og svikum. Friðarhjalið og af-
vopnunarskrafið var svo sem
nógu mikið fyrir hið síðasta
stríð — t. d. friðarþingin í
Haag, þar sem hver hræsnaði
framan í annan, og lézt bera
velferð mannkynsins fyrir
brjósti. En í raun og veru var
þetta afvopnunartal þá alt knú-
ið fram af hinum trylta vopna-
búnaði, þar sem hver þjóðin
hervæddist í kapp við aðra af
ótta hver við aðra. Og sami
óttinn hratt stríðinu af stað.
Sama sagan virðist einmitt
vera að endurtaka sig nú. Alt
friðarskrafið sýnist ekki einu
sinni nein tilraun til að hverfa
til baka frá stríði. Það er aðeins
blekking meðan verið er að
hervæðast til meira stríðs. —
Leiðin liggur ekki til baka.
heldur áfram til vopnanna, og
það er auðvelt að færa skjótar
sönnur á þetta mál.
Árið sem leið eyddu Evrópu-
þjóðirnar, Bandaríkin, Kína Ind-
and og Japan alls um 4,158
miljón dollurum til herbúnað-
ar, og var það 100 miljón doll-
urum meira en árið áður. Af
því eyddu Bandaríkin mest, eða
um $707,425,000. Þetta ár er
talið að Bandaríkin muni eyða
mikhi meira til herbúnaðar,
eða um $842,000,000. 1 svipuðu
hlutfalli hefir herbúnaður Eng-
lendinga aukist, eða hér um
bil um 100 miljón dollara á
síðasta ári, svo að herkostnað-
ur þeirra er nú hér um bil fimm
faldur við það, sem hann var
fyrir stríðið, en í Bandaríkjun-
um er herkostnaðurinn nálægt
því að vera þrefaldur, enda hafa
þau nú helmingi meiri her und-
ir járnum en 1914. Alls er áætl-
að að kostnaður hinna ýmsu
þjóða nemi á þessu ári nálægt
4*/2 biljónum dollara.
Það er auðvelt að sjá, að hér
er engin leið til baká, burt frá
heimsku hernaðarins. Hér er
stefnt frá hörmungum og ó-
happaverkum til meiri óhappa-
verka og hörmunga. öll hin
vestræna menning er bókstaf-
lega að sligast undir hinni ægi-
legu byrði. Með 20 miljónir at-
vinnulausra manna á höndun-
um, með of mikla framleiðslu
af iðnaðarvörum, með offullar
kornhlöður á öðru leytinu, er
hungur og skort á hinu, hafa
þjóðirnar ærið úrlausnarefni,
þótt þær verji ekki 75—80% af
tekjum sínum árlega til að
undirbúa næsta stríð.