Heimskringla - 10.11.1931, Blaðsíða 7

Heimskringla - 10.11.1931, Blaðsíða 7
WINNIPEG 10. NÓV. 1931. HEIMSKRINGLA 7. BLAÐSIÐA KRÍTIK. Frh. frá 3. bU. iþað af lærdómi aínum að rétt- ara væri að segja “kam”? Herra Guðmundur Finnbogason er ákaflega hagur á nýsmíðar í íslenzku og leysir hvers manns vandræði í því efni, sá góði, mentaði maður. En hann fer stundum of geyst, hann situr inn á sÍE"m kontór og myndar orð um alt milli himins og jarð- ar, þörf orð og óþörf. Hann læt- ur sig engu skifta, þó að aðrir hafi mjmdað önnur orð um það sama, er tn vill eins góð, því að komið getur það fyrir. En það skapar bara glundroða og rugl- ing, þegar mentamenn hafa sitt orðið hver um sama hlutinn,! eða hafa sama orð í ýmsum merkingum. Fer þá einatt svo,' að maður kýs heldur að halda teknisku orðunum, til þess að vera laus við glundorðann. Því þurfa t. d. óræðar tölur að heita ósammælanlegar nú? Eg varð guðsfeginn, þegar eg fékk þetta orð hjá prófessor Ágústi Bjama syni, mér leiddist að þurfa að kalla þær irratíónalar og hélt í minni einfeldfii, að þær mættu í friði heita óræðar framvegis. En einn kemur öðrum meiri, nú eiga þær að v e r a “ósammæ lanlega r".1 Annars er orðið skrípi og minn- i Ir á söguna um bóndann, sem átti sér eina mórauða á og rak hana saman á hverjum degi o. s. frv. Þeir herra Ágúst Bjarna son og herra Guðmundur Finn- bogason, brúka líka orðið “tíð- ni” hvor í sinni merkingu hjá öðrum þýðir það “periodisitet", en hjá hinum “frequens”. Sama er að segja um orðið' ‘eind”. Herra Guðmundur Finnbogason notar það reyndar sjálfur í tveimur merkingum, en oftast í merkingunni “eining”, hann skrifar “lengdareind” og rúm- takseind" þar sem flestir skrifa “lengdareining'’ og “rúmtaks- eining’. En svo notar hann aft- ur “rafeind” um elektrónu, en það ætti skv. hinu annaðhvort að þýða “coulomb’’, eða elek- trostatiska einingu, því að “raf” þýðir hjá honum “rafmagn’’ í samsetningum. Ákaflega þykir mér Ijótt að kalla kontinuitet “samfellu”, en það kann að vera rétt myndað, ójæja. Hún mamma átti samfellu, sú var nú ekki ljót. Hún var skattér- uð með gulu silki og feikilega skrautleg. Já, eitt nýjTði vil eg minnast á, það er orðið “jafn samhverfur” (uniformly con- vergent) bls. 140. Mér finnst forskeytið “jafn” vera óhaf- andi. Það er alt of jaskað í ýms um samböndum. Tölur eru “jafnar’’ að stærð, og líka eru oft kallaðar “jafnar’’ þær tölur, sem 2 ganga upp í, hraði er “ jafn’’, þegar hann er konstant, A Thorough School! The “Success” is Canada’s Largest Private Commercial College, and the finest and best equipped business train- ing institution in Western Canada. It conducts Day and Evening Classes throughout the year, employs a large staff of expert teachers, and provides sufficient individual instruction to per- mit every student to progress according to his capacity for study. 4 ...«*xty-one years, since the founding of the “Suc- cess’’ Business College of Winnipeg in 1909, approxi- mately 2,500 Icelandic students have enrolled in this College. The decided preference for “Success” train- ing is significant, because the Icelanders have a keen sense of educational values, and each year the number of our Icelandic students show an increase. Day and Evening Classes OPEN ALL THE YEAR The SUCCESS BUSINESS C0LLEGE, Ltd. PORTAGE AVENUE AT EDMONTONSTREET. PH0NE 25 843 í bókinni stendur á einum stað “jafndigurt” (þ. e. cylindriskt) kerti, þríhymingur eru þar kall- aðir “aljafnir”, þegar þeir eru eins o. s. frv. Skarplega defin- eraðar nýjar hugmyndir verða að hafa skelegg nöfn, sem maður ruglar ekki sam- an við önnur. Eg bendi enn- fremur á fallheitið “visx” (þ. e. (expx, sem hér er ávalt kallað ex). Hvers á það fall að gjalda, að það öðrum fremur skuli þurfa að breyta um nafn? Þýð- andinn heldur þó sinx, cosx. tgz, \/x, logx o. s. frv. Annars er orðið “vísir" notað í tveimur merkingum (index og expon- ent), og getur það komið sér illa, þar sem farið er með hvort- tveggja í senn, en það er algent eins og kunnugt er. Stundum koma nýjrrðin eins og skrattinn úr sauðarleggnum, svo að lesandinn getur varla rent grun í, hvað þau eiga að þýða, t. d. “krosshlutfall’’ (sem reyndar er gott orð) og “varpa- fræði’’. Hvað er “varpafræði” ? Það var varp í Hofstaðaseli, æðarvarp ,ekki var það mikið, en þó held eg, að úr því hafi fengist ein tuttugu pund af dúni og talsvert af eggjum. En um það varp veit eg engin fræði hafa verið skráð. Eg hef nú tínt ýmislegt til um framsetningu og orðaval í bók- inni og gæti vissulega ritað meira um það mál, en læt hét staðar numið að sinni. Vil eg að lokum geta þess, að þar er — svona yfirleitt — farið rétt með, að því er mér virðist og bið eg þýðandann og höfund- inn afsökunar á því, að eg skuli geta um svo sjálfsagðan hlut. En á voru landi verður að telja það til höfuðkosta á bókum, að treysta megi því, að þar sé ekki farið með tóma vitleysu. Óalfur Daníelsson —Tímarit V. F. í. 1931. EINKENNILEGT MÁL Síðastliðið ár hefir staðið jrfir mál á ítalíu og gengið frá ein- um dómstóli til annars. Nýlega hefir verið kveðinn upp dómur í þessu máli við yfirréttinn í Florence, og þar sem mál þetta hefir vakið geysi- mikla athygli, ekki aðeins á ítalíu, heldur einnig um alla Norðurálíuna, þykir rétt að segja frá því í stuttu máli. Árið 1916, hvarf ítalskur mað ur, prófessor Canella að nafni, á vígstöðvunum í Makedoniu. Eftirlifandi kona þessa manns, Signora Canella, er af göfug- um ættum og er mikils metin Þegar próf. Canella hvarf, áttu þau hjónin tvö ung börn. Nú liðu 11 ár og ekki bar til tíð- inda. En frúin hafði altaf haft von um að maður sinn kynni að koma fram. 1927 finnur svo frúin mann sinn, og er hann þá á sjúkrahæli og hefir tapað minni .þannig að hann man fátt eða ekkert af því, er á daga hans hefir drifið. En Signora Canella er viss í sinni sök, og tekur manninn heim til sín og verður nú fagnaðarfundur á heimili þeirra. En sú gleði átti ekki langan aldur, því skömmu síðar fá þau hjónin heimsókn af lögreglunni, sem þá er með handtókuheimild í vasanum. sem stíluð er á nafn Mario Bruneri, og sem lögreglan þyk- ist hafa vissu fjrrir að sé sami maður og sá, er Signora Can- ella hafði þekt sem eiginmann sinn og flutt heim til sín. Síðan 1927 hefir staðið yfir uppihaldslaus málsókn á hendur þessum manni, sem lögreglan þykist vita að heiti Mario Brun- eri, og sem hún sakar um nafn- föslun og ýmsa aðra óknytti. Þó hefir Signora Canella feng ið að hafa mann þenna hjá sér, hefir hún nú eignast með hon- um tvö börn, og hún er sann- færð um, að hann sé maður hennar, er hvarf af vígvöllun- um í Makedoniu 1916. Ýmislegt er einkennilegt við mál þetta og að vísu eru nokkr- ar líkur fyrir málstað lögregl- unnar. En þær eru aftur engu minni fyrir málstað frúarinn- ar. Málið hefir, eins og áður er sagt, vakið feikna athygli. og á ítalíu hefir fólk greinzt í flokka eftir því, hvort það að- hyllist skoðun lögreglunnar eða Signoru Canella. í síðastliðnum júlímánuði var maður sá, er fjTir sökum er hafður, tekinn fastur, því þá \ar dómur sá er frá hefir verið greint, nýuppsagður við yfir- réttinn í Florence og hann hljóðaði uppá þriggja ára fang- elsi fyrir Mario Bruneri. Nú hefir Signora Canella á- frýjað úrskurði dómstólanna í Florence til hæstaréttar. En neitað hefir henni verið um að fá að hafa manninn hjá sér gegn veði. Er nú úrskurðar hæstaréttar beðið með óþreyju af ýmsum. Þegar handtakan fór fram, í síðast liðnum júlímánuði, hafði hinn ákærði mælt þessi orð með rósemi þeirri og stillingu, sem honum er eiginleg: “Þegar eg kem aftur úr fangelsinu, verð eg enn meiri Canella en nokkru sinni áður”. Mál þetta er talið að vera einsdæmi í sögunni. —Dagur LANDMÆLINGAMENNIRNIR Prentun- The Viking Press, Limited, gerir prentun smáa og stóra, fyr- tr mjög sanngjarnt verð. Ábyrgjumst að verkið sé smekklega og fljótt og vel af hendi lejrsL Látið oss prenta bréfhausa yðar og umslög, og hvað annað sem þér þurfið að láta prenta. Bækur og stærri verk gerð eftir sérstökum samingi. THE VIKING PRESS LTD / 853 SARGENT Ave., WINNIPEG Sími 86-537 Akureyri 11 sept. Landmælingamennirnir dön- sku eru nú sem óðast að flytja inn til bæjarins að loknu mæl- ingastarfi í sumar. Hafa þeir á þessu sumri lokið við mæling- ar á mesta hluta Suður-Þing- eyjarsýslu og auk þess mælt óbygðir suður af Skagafirði og Eyjafirði og undirbúið mæl- ingar á Sprengisandi. Einn flokk ur hefir verið við mælingar í Ólafsfirði, Héðinsfirði og Siglu- firði. Veður hefir verið hið á- kjósanlegasta síðari hluta sum- arsins. Kuldar í vor og fram eftir öllu sumri töfðu á hinn bóginn mjög mælingastarfið, snjór lá á fjöllum fram eftir öllu sumri og gróðrarlítið var í bygðum. Var þá oft kalt í tjöldum mælingamannanna og ýmsir erfiðleikar v'ð að stríða. Á Jónsmessunni crati foringi þeirra Oberstlöjtnant P. F. Jen- sen eftirfarandi “lofkvæði” til fósturjarðarinnar. Stemning i Fnjóskdalen den 21, Juni 1931. (Temperatur 5, Snevejr helt ned til Tunet). Eldgamla ísafold, j Du er s’gu ternlig kold, Sommer í Sne. Hav dine Sönner kær, N ai fn s PJ iöl Id i Dr. M. B. Halldorson 401 Bord 1M|. Skrlfotofuslml: 23(74 ■tundar adratnklorn lunrnnaJAk- dómn. ■r nV flnnn 4 akrlfatofu kl 10—12 f. k. or 2—( n. h. Halmlll: 4( Allownf Ava. Tnlatmli 331(8 G. S. THORVALDSON B.A., L.L.B. LögfrceOingur 702 Confederation Life Bld*. Talsími 24 587 DR A. BLONDAL (02 Madlcnl Arta Bldg. Tnlalml: 22 2»( ■tundnr adratnklasn krenajAkdómn ' a« hnrnnajAkddmn. — AB hlttn: | kl. 10—1* « k. »k S—6 e. h. | Kalaalli: M( Vtetor St. Slml 2(130 Dr. J. Stefansson lt€ MIDICAL AHTS BLDG. Rornt Kannedy og Graham Itaa4ar elaflafa aujctna- eyrna ■ •f- tf kverka-ajíkdðma Mr al hltta frá kl. 11—12 t. h. og kl. 2—6 e. h. Talsfnat t 11884 HaLmlll: €88 McMlllan Ava 42691 MOORE’S TAXI LTD. Cor. Donald and Graham. i (O Centa Taxl Fri. elnum stnS tll nnnnra hrnr ■ sem er I bænum: 6 manns fyrlr sama og einn. Alllr farþesar í- byrcatlr, alllr bllar hitablr. i Slml 23 KM (S llnnr) Ktstur, töskur o ghúsgagna- flutnlngur. Giv os lidt bedre Vejr. For Hestene især. Skin Sol paa Hlið. (Frit efter Bj. Thorarensen). Þann 29. júlí eftir 10 daga~ rigningu kvað hann: Ak kære gamle Ven, Nu er den gal igen, Regner hver Dag. Giv os dog Maalevejr, Törk ogsaa Höet hér — Tlii beder en og hver: Skin Sol paa Hlið. Næsta dag var einnig rigning, en útlit fyrir veðurbreytingu. Þá kvað hann: Vis os din Straalepragt, Læg an din Solskinsdragt, Tinder i Glöd. Saa er Du skön som faa, Vi Dig de elske maa, Glade naar vi kan fa Solskin paa Hlið! —Í9l. Trúarbragðaofsóknir í Indlandi. Undanfarið hefir gengið á sí- feldum óeirðum og upphlaupum í borginni Chittagong, sem er miðdepill héraðsins Chittagong í Bengalíu. Óeirðirnar byrjuðu með því, að ungur Hindúi myrti lögreglustjóra borgarinnar, en hann var Múhameðstrúar. Þetta varð þess vaJdandi, að Múham- edstrúarmenn ákváðu að efna til mótmæla með því að svelta, en síðan réðust þeir af ógur- legri grimd á verzlunarhverfi Hindúanna. Brutu þeir þar alt brendu og brömluðu og þyrmdu engu, hvorki dauðu né lifandi. — Að lokum tókst fjölmennu vopnuðu lögregluliði þó að ráða niðurlögum uppblaupsmanna, en búist er við að óeirðimar gjósi upp aftur þá og þegar. —Alþbl. FRÁ ÍSLANDI W. J. LINDAL BJÖRN STEFANSSON Í8LENZKIH LOOFRÆÐINQAR & oðru gólfi 325 Main Street Tals. 24 963 H&fa einnig skrifstofur a0 Lnudar og Gimli og eru þar að hitta, fyrsta miðvikudag i hverjum mánuði. Telephone: 21613 J. Christopherson, tslenskur Lögfrœðingw 845 SOMBRSBT BLK. Winnipeg, :: Manitoba. A. S. BARDAL aelur llkklBtur og annast um Atfar- tr. Allur útbúnaTSur aá baatl. Knnfremur telur hann allskenar tnlnnisvaröa og lagstalna. 343 SHERBROOKE 8T. Phsaet HO 80T WIN3IPBA HEALTH RESTORED Lækningar án lyfja DR. I. G. SIMPSON, N.D.. D.O.. D.O. Chronic Diseasea Phone: 87 208 Suite 642-44 Semerset Blk. WINNIPEG —MAN. MARGARET DALMAN TBACHRR OF PIANO «94 BAN3I3G ST. PHONE: 26 420 Dr. A. V. Johnson fslenzkur Tannlæknir. 212 Curry Bldg., Winnipeg Gegnt pósthúsinu. Simi: 23 742 HeimiUs: 33 328 Jacob F. Bjarnason —TRANSFER— Ba((t(a nn4 Pnrnttnrn Mavtaa 76S VTCTOB ST. 81MI 24.5 M Annast allskonar flutnlnga fram og aftur um bseinn. J. T. THORSON, K. C. lalenaknr lt(frafla(sr Skrlfstofa: 411 PARIS BLDQ. Símt: 24 471 DR. K. J. AUSTMANN Wynyard —:— Sask. 11 sept. Frá ísafirði er símað að tveir vélbátar hafi rekist saman á Hnífsdalsvík á miðvikudags- mrguninn. Sökk annar bátur- inn, “Frægur”, og drukknaði formaðurinn, Jón Friðgeir Jóns- son, en aðrir skipverjar, 6 tals- ins, björguðust. • • • Útflutningur frá íslandi í á- gústmánuði nemur 6,270,590 kr., en það sem af er árinu 26,356,000 kr. — Aflinn á sama tíma var 394,946 skpd., en fisk- birgðir í landinu 264,143. Talalml: 28 88« DR. J. G. SNIDAL TANNLÆKNIR •14 lomerMt Block Portagc Atmic WINNIPEG — BRYNJ THORLAKSSON Söngstjóri StiUir Pianoe og Orgel Simi 38 345. 594 Aiverstone St.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.