Heimskringla - 18.11.1931, Page 3
WINNIPEG 18. NÓV. 1931
HEIMSKRINGLA
3. BLAÐSÍÐA
þér sent
n otiS
TIMBUR
KA UPIÐ
AF
The Empire Sash & Door Co., Ltd.
Birgðir: Henry Ave. East Phone: 26 356
Bkrifstofa: 5. gólfi, Bank of Hamilton
VERÐ GÆÐI ÁNÆGJA.
um tvær hliðar á prestum, sem
ekki átti þó að vera til á nema
réttsíöan ein, en þá kom sá at-
burður fyrir, sem tafði alla um
stund. Lítill drengur á öðru eða
þriðja ári var týndur, allir fóru
að leita inni og úti, og engin
var sú hola til eða hrukka á
yfirborði túnsins og heima hag-
annað að eigi væri það alt rann-
sakað fyrir löngu en kvennþjóð-
in hafði gerleitað öll húsakynni,
áður en það gaf ástæðurnar
undir almenning. Loksins fanst
aumingja litli drengurinn stein-
sofandi í kolsvarta myrkri ynnst
xmdir afskektasta rúminu í bað-
stofunni, hafði troðið sér þar
á bak við plaggakassa, dauð-
hræddur við blíðustu og beztu
konurnar í sveitinni, sem allar
vildu annast hann í einu. Ekki
veit eg hvert hann er svona
ennþá, en hann heitir Kjartan,
líklega kallaður Guðmundsson,
því faðir hans hét Methusalem
Guðmundsson. Heyrt hef eg, að
hann byggi norður við Manitoba
vatn- Alt fór þetta fram hjá
prófastinum, sem hvergi bólaði
á .Seinna upplýstist það, að
hann fór að byrja að verða
nokkuð gamall, og hafði gleymt
brúðkaupsdegi mínum. Hann
hafði líka ávalt í mörgu að
snúast, sem einn af landsins
atkvæðamestu og ágætustu
mönnum.
Stundum kemur það fyrir að
öllum sýnist eitt og hið sama.
Allir, sem hér voru samankomn-
ir, voru á sömu skoðun með
það, að engum örkvísa væri
ætlandi að færa okkuf sóknar-
prestinn heim þá um nóttina,
vegur langur og vondur á kol-
svörtu næturþeli í kring Mý-
vatn, því presturinn bjó á gagn-
stæðri síðu við vatnið. Auk
þess vissu allir að hann var
hugarfarslega holsærður með
þesari mislukkuðu fyrirætlun,
að ganga fram hjá honum og
ætla að hafa annan prest. Lík-
lega hefi eg haldið að Mývetn-
ingar veldu Jón á Gautlöndum
til að sætta klerkinn og koma
með hann. En hann sat þög-
ull út í horni og hristi hvíta
skallann eins og haglstormur
stæði á honum og býst eg við,
að hann hafi í huganum verið
að svara séra Benedikt í Múla
fyrir svikin. I»á hélt eg allra
augu stæðu á Benedikt á Auðn-
um, hann væri sá, sem fara
skildi á fund prestsins, nei, eng-
inn leit við honum. Og eg
þóttist vita að þeim þætti ekki
tími til að lofa Benedikt að
skrifa það, sem segja ætti við
prestinn. Þetta var orðið spenn
andi þekkingaratriði fyrir mig,
og eg, brúðguminn, átti auð-
vitað engar áhyggjur að hafa,
en hvað vill fólkið og allir sem
einn. Það er líkast til Þorgils
Gjallandi, nei, enginn leit við
honum, auðséð að allir vissu að
hann var upp við fossa. Þeir
ætla þá að senda Jón í Múla,
þá á Árnarvatni, en eg hélt þeim
þætti hann of bráður til að bíða
eftir fyrirgefandi skilningi prest-
sins. Jakob var sá, sem réði
hinn prestinn og hafði í þegj-
andi hljóði næmustu tilfinning-
una fyrir blettunum á prests-
hempunni. Pétur á Gautlönd-
um nefndi ekkert nafn en hann
sagði að það væri ekki nema
einn maður í þeirra sveit sem
réði við þetta lykkjufall. Eg
hafði um hríð furðað mig á því
hvað allir voru samtaka í því
að horfa út í hött, eg hafði ætl-
að að sjá á hverjum augun
hvfldu, en þau gláptu öll út í
hött. En þegar Pétur sagði að
hann væri ekki nema einn, þá
sá eg, að augu manna breytt-
ust úr bæn í kröfu, en þokuðu
ekki til hhðar, því þau höfðu
alltaf og öll geislað á sama
manninum, mesta góðmenriinu \
í sveitinni Jóni Péturssyni í
Reykjahlíð. En hann var aldrei
nefndur á nafn heldur sögðu
margir í einu, eg skal ljá þér
reiðhestinn minn, einsog allir
héldu að sínum hesti færi fram
við það að sulla með Jón í keld
um og hraungrýtis ófærð á nið-
dimmri nótt í kringum Mývatn.
Brosandi gekk Jón út úr mann-
þrönginni, vel fór hann ríðandi
og fljótur var hann í ferðum,
og ekki bar presturinn það með
sér, að það hefði mislukkast að
segja honum frá málavöxtum,
því hann lék við hvern sinn
fingur. Hann hafði fermt mig
og sneri sér því fyrst að mér
og spurði hvert eg vildi heldur
að hann talaði fá ein orð upp
úr sér við þetta tækifæri eða
sér væri gefinn lit.il stund til
að skrifa fáein orð. Eg sagðist
treysta honum vel. En Jón á
Gautlöndum tók hógværlega
fram í það og ráðlagði 'honum
að skrifa það sem hann vildi
segja. Og varð það niðurstað-
an. Litlu seinna fór hjónavígsl-
an vel og reglulega fram. Með
öllum hugsanlegum hætti
skemtu menn sér nú alla nótt-
ina fram á morgun, og þenna
sama dag lögðum við, ungu
hjónin af stað í langferð, norður
að Syðralóni á Langanesi, þar
sem framtíðarheimilið átti að
vera, hjá foreldrum mínum.
sem þangað höfðu flust á næst-
liðnu vori 1S93. Ferðin gekk
seint og slysalaust á fjórum
slubbugum haustdögum.
Frh.
FRÉTTABRÉF OG FYRIR-
SPURN TIL HEIMSKRINGLU
Af því að vér þekkjum það,
að Heimskr. okkar er fús á að
taka fréttagreinar og svara
spurningum, sem henni eru
sendar, í von um ótvíræð svör,
þá hefir siðprúðu fólki hér í
bænum Lundar, hugkvæmst að
senda “Kringlu’' dálítið ágrip,
eða sýnishorn, af siðferff j
framferði mannhópa, á svo-
nefnt strákakvöld, 31. okt., er
íaman stóð af sunndagsskólalýð
grannklæddum, auk margra
annara stærri kvennkyns og
kallkyns, er' voru að sínum
strákapörsstörfum fram yfir kl.
1 á sunnudags nóttinai
Manni finst óhuggulegt, að
hafa ástæðu til að gera það, en
vegna þess að þessi háttsemi,
er endurtekin árlegur siður í
Lundar-bæ, þá er það gert sem
tflraun til siðferðisbetrunar, ef
það er brot gegn siðferðislög-
máli lífsins, sem varla ber að
efa.
Það sem aðhafst var mark-
verðast þessa nótt, skal getið
hér eftir því sem föng eru til.
Er þá fyrst að nefna það, að
hóp hálfvaxinna svína er hleypt
út úr skýli sínu; lenda þau út á
stræti bæjarins, þar sem þeim
mætir flutningsvagn með
nokkrum fulltíða mönnum, er
aka aftur og fram um svína-
hjörðina. Þess er til getið, að
ökuþórinn hafi haft ölvímu og
löngun til að reyna, hvort sá
vondi gæti hlaupið úr mönnum
í svín. En afleiðingin varð sú,
að á sunnudagsmorguninn lá
eitt svínið dautt á Aðalstræti,
annað á öðru stræti og hið
þriðja drapst eftir fáa daga af
meiðslum.
2. Meiriparti allra salerna í
bænum var kollvarpað og sum
færð burtu.
3. Sleði (cutter) var settur
upp á hæsta þak Ármanns
mylnu hvar hann situr enn.
j Auk þess fleiri munir og á-
1 höld manna færð úr sínum
J stað. Hliðagrindur og jafnvel
Igangstéttir fært úr lagi og bor-
jið burtu. Kýrfóðurs heystakkur
við fjós rifinn mikið niður. —
Þess ber og einnig að geta, að
2 gamalmenni, sem eiga heima
í .kofa utan við bæjarlínu, voru
hrædd með skothríð kringum
kofann þetta kvöld.
Fáum mun dulið, að utan-
bæjarskríll muni hafa fylt flokk
íinna tryltu bæjarbúa, og marg-
ir af fjöldanum engin börn eða
smámenni verið hafa. Eitt hið
allra sárasta er það, að áminst
atferli gerir foreldrum gg hús-
feðrum þá skömm, er engum
getur dulist. Því að leyfa börn-
unum og skylduliði sínu að
haga sér öðru vísi en vel sæm-
ir, verður talið þeirra skuld.
Þó margt mætti fleira telja
af stráka- buxnastelpu-pörum,
þá skal hér staðar numið að
sinni; næst væri að skrásetja
náttfuglabúrin.
Að endingu vil eg gera fyrir-
purn um það, hvort svona hátt-
semi, sem hér er getið, heyrir
ekki undir hegningarlög og
refsingarákvæði. Eða eru nokk-
ur lög til, sem það leyfa? Hvað
segir Dýraverndunarfélagið við-
víkjandi saklausu svínunum?
Lundir 5. nóv. 1931.
Búi.
Aths. ritstj. — Framferði
manna á hinu svonefnda stráka
kvöldi, er sömu lagaákvæðum
háð og hvern annan dag.
BRÉF TIL HEIMSKRINGLU.
Arras, B. C.
9. nóv. 1931.
Herra ritstjóri!
Sökum þess að villa hefir
slæðst inn í fréttagrein í blað-
inu, sem snertir bygðina hér,
ætla eg að leiðrétta það ofur-
lítið. Fyrst sumir íslendinganna
eru nefndir, þá finst mér rétt-
ast að nefna þá dálítið greini-
lega.
Við landarnir hér erum 17—
20 mílur vestur og suður frá
Dawson Creek, sem er enda-
stöð járnbrautarinnar um 500
mflur frá Edmonton. Spirit
River var einu sinni brautar-
endinn, og er um 360 mílur frá
Edmonton.
Flestir íslendinganna hér
komu frá Vatnabygðunum svo-
íefndu í Saskatohewan. Ásbjörn
Pálsson og Óli Jóhannsson tóku
lönd hér sumarið 1929. Svo
Franklin elzti sonur Ásbjörns.
Gunnlaugur Björnsson kom
haustið 1929, og Konráð Eiríks-
son líka. Konráð liafði tekið
land nokkrum árum áður fyrir
norðan Peace River Block. —
Honum leizt ágætlega á landið
þar norðurfrá, en hann gaf það
inn aftur af því að honum
þótti það svo út úr og of langt
frá járnbraut.
Hjörtur Bjarnason tók hér
land 1930, og dóttir hans Ing-
unn líka.
Aðrir íslendingar hér eru
Chris. Einarsson og Þorsteinn
Sveinsson, Franklin og Magnús
Elíasson og eg. Alls eru hér
26 Islendingar.
Helgi Elíasson.
BRÉF TIL HEIMSKRINGLU.
Comox, B.C., 9. nóv. ’31.
Hr. Stefán Einarsson,
ritstj. Heimskringlu.
Kæri herra!
Um leið og eg sendi þrjá doll-
ara fyrir blaðið langar mig til
að segja fáein orð viðvíkjandi
blaðinu.
Mér finst altof mikið tekið
upp úr íslenzku blöðunum að
heiman, mest fyrir það, að eg
skil ekki sumt af því, svo sem
þetta metramál, sem þeir eru
farnir að nota. Eins er um vigt
og lagarmál. Þeir tala um metra
og lítra og kíló og margt fleira.
Eg veit ekkert hvað kom þeim
til þess að brúka það. Hitt virt-
ist vera eins þægilegt, og það
skildu allir (íslendingar). Þið
ættuð að minsta kosti að gefa
skýringar á þessu í hvert skifti,
því það eru fleiri en eg, sem
ekki skilja. Mér líka sögurnar
ágætlega, og meira af svo góðu.
Það er lítið að frétta. Tíð-
in góð eins og vanalega, nema
það hafa verið meiri rigningar.
Góð uppskera af öllu og lax-
veiði í meðallagi. Afkoma fólks
eins og vanalega. Menn eru
einlægt að tala um harða tíma;
En eg verð ekkert var við það
að fólk hagi sér öðruvísi en
vanalega, eða dragi neitt við
sig eða spari. Þessa hörðu tíma
sem fólk er að tala um, er því
sjálfu um að kenna, þvi það
lifir eins og vitfirringar, hagar
sér ekki eftir kringumstæðun-
um, og svo þegar farið er að
hjálpa því, þá hættir það öllum
átökum til að hjálpa sér sjálft.
Þessi stjórnarstyrkur er alger-
lega að slyga þetta fylki. Þessa
góðu gömlu tíma, sem fólk tal-
ar um, vildi eg ekki þurfa að
lifa upp aftur. Eg vissi hvernig
þeir voru, því eg er búinn að
vera í þessu landi síðan árið
ATHUGASEMD.
Herra ritstjóri!
Viljið þér gera svo vel að
lofa Heimskringlu að birta í>að,
sem hér fer á eftir?
Undanfarið hefi eg verið að
lesa um aðfarir hinna gulu
þjóða, sem nú eru komnar í
blóðugan bardaga. Kínverjar
vilja lúta gerðum Þjóðabanda-
lagsins, en Japar líta öðruvísi
á málin, og kæra sig ekki um
afskiftasemi annara þjóða, segj-
ast vilja semja sjálfir við sína
gulu bræður. Þjóðabandalagið
mun vilja leggja sig fram til
að miðla málum hjá þessum
þjóðum. En það hefir engan
kraft á bak við orðin. Það vant-
ar kraftinn. Það vantar rétt-
látan her til framkvæmda. —
Hann hefir aldrei verið til, en
hann þarf að vera til. Þetta
hefir þjóðunum sést yfir; þær
þurfa að koma sér upp sam-
eiginlegum her, sem svo er öfl-
ugur að engri einni þjóð eða
fleirum sé fært að etja við
hann. Hann á að vera allra
þjóða eign — og allra þjóða
verndari. Hann' skal kostaður
af öllum þjóðum, eftir efnum
og ástæðum, og það líta allir
upp til hans, því hann eiga all-
ir. Engin ein þjóð getur stært
sig af honum, heldur allar. —
Hann á að vera því fullkom-
lega vaxinn, að eyða öllum
styrjöldum. Og svona löguðum
her geta þjóðirnar komið sér
upp, ef þær vilja.
Þær hafa talað mikið um
frið og afvopnun, og ættu því
að geta komið sér saman um
slfkan her, sem hér er bent á.
En án þess að svona löguðum
her verði komið upp, þarf eng-
inn að búast við friði. Þetta
ætti öllum að geta skilist, og
þessu þarf fljótt að koma í
framkvæmd, því illu búast
margir við, og loft er alt “lævi
blandið”. Svona lagaður her,
eins og hér er talað um, myndi
hafa mikil og góð áhrif á lífið.
Drápgirni manna myndi mikið
minka, og menn færu að hugsa
meira um að vinna að velferð
lífsins; hugsunarháttur mann-
anna breyttist til þess betra;
hemaður allur smáeyðilegðist,
og lífið göfgaðist á allan hátt.
Þjóðbandalagið yrð,i ein al-
heimsstjórn þessa hnattar, sam-
sett af hinum vitrustu og beztu
mönnum hverrar þjóðar, með
þann her að baki sér, sem hér
hefir líka verið lýst.
Eg ætla svo ekki að skrifa
meira um þetta nú, -en vonast
REYNIÐ EKKI AÐ VIDHAFA ÖFUGA SPAR-
SEMI MEÐ ÞVÍ AÐ NOTA ÓDÝRT LAUST,
EÐA PAKKA-TE — MEÐAN BLUE RIBBON
FÆST Á SANNGJÖRNU VERÐI-
Blue Ribbon Limited
WINNIPEG :: :: CANADA
til, að aðrir mér færari geri
það. Eg vildi sjá það rætt um
heim allan.
Point Roberts, Wash.,
6. nóv. 1931.
G. Elías Guðmundsson
• • •
Aths.—
Þótt Heimskringla sé ekki
heiðruðum höfundi ofanskráð
bréfs sammála, og álíti friðar-
málum mannkynsins betur
borgið með afvopnun, en vopna-
útbúnaði, þá finnur hún samt
enga ástæðu til þess að synja
bréfinu rúms.
LEIÐRÉTTING
\ Það hefir fokið í kunningja
minn, ritstjóra Heimskringlu.
þegar hann las grein mína, sem
hann birti þó í 6 tölublaði Hkr.
Hann ritar því langa athuga-
semd við hana, og kennir þar
fremur kulda í minn garð. Það
gerir nú raunar lítið, eg er orð-
inn of gamall til þess að vera
hörundsár. Mér hefði því ekki
komið til hugar að svara þess-
ari athugasemd, ef það væri
ekki í henni meinleg villa, sem
eg vona að mér gefist kostur á
að leiðrétta.
Ritstjórinn segir að í grein
minni standi: “að raforka sé
ekki notuð á neinu heimili út
um sveitir í Vestur Canada". í
;rein minni stendur: “þau munu
vera fá bændaheimilin í Vestur
Canada, sem hafa öll þau þæg
indi nú á dögum, sem próf O'-
Leary telur upp:’’
Eg legg það undir dóm óvil-
hallra lesenda, hvort þessi um-
mæli verði skilin svo.að eg
neiti að raforka sé notuð á
nokkru bændaheimil í V.-Can-
ada. Ritstj- segir ennfremur:
að prófessorinn muni hafa haft
Austur-Canada í huga er hann
ritaði greinina. Það er mér of-
ætlun að geta til þess hvað sá
náungi hefir haft í huga, er
hann reit grein þessa; en hann
talar aðeins um ástandið í V.-
Canada ,en hvergi í ríkinu í
heild sinni.
Þetta er eina atriðið sem rit-
stj. telur rangt í grein minni,
og álít að þessi misgrip stafi
fremur af fljótfærni, en af íllum
hvötum. Eg finn því enga á-
stæðu til að svara fleiru í ath-
ugasemdum hans. Það er eins
og ritstj. segir, að “sínum aug-
um lítur hver á silfrið". Svo
mun verða um þessar ritsmíðar
okkar beggja.
—Vogar, 9. nóvember 1931.
Guðm. Jónsson.
Rvík. 21. okt.
Eyjan St. Kilda hefir nýlega
verið seld. Er mælt að það sé
fuglafræðingur, sem hefir keypt
hana og ætli hann sér að friða
hana algerlega. — Eins og kunn
ugt er, voru allir eyjarskeggjar
á St. Kilda, 36 að tölu, fluttir
þaðan til Skotlands í fyrra og
eyjan lögð í eyði. Karlmönn-
unum var fengin vinna við skóg
arhögg í Skotlandi, en þeir una
sér þar ekki. Allir þrá þeir eyj-
una sína hrjóstugu, og flestir
fóru þangað til dvalar í sumar.
—Mbl.
GREIÐIÐ ATKVÆDI VID f HÖNDFARANDI BÆJAR-
KOSNINGAR f II. KJÖRDEILD MEÐ
WILLIAM
STANLEY
sem bæjarfulltrúa
fyrir Ward II.
Merkið seðilinn þannig:
FOR ALDERMAN WARD II.
STANLEY, WILLIAM 1
Greiðið atkvæði með
Ex-Mayor F. H. Davidson
sem Bæjarráðsmanni í Ward 2
Mr. Davidson er með hinum þektustu mönnum er nú
sækja um bæjarráðssböðu. Hann hefir setið í bæjar-
ráðinu sem borgarstjóri og bæjarráðsmaður í meira
en tuttugu ár.
Merkið seðilinn þannig:
FOR ALDERMAN WARD 2
DAVIDS0N, F. H