Heimskringla - 18.11.1931, Side 7

Heimskringla - 18.11.1931, Side 7
"WINNIPEG 18. NÓV. 1931 HEIMSKRINCLA 7. BLAÐSCÐA FLÓTTINN FRÁ GULLINU “Gullið er einkennilegur Hutur”, sagði danskur vísinda- og stjórnmálamaður, nýlega. ■“Fyrst gröfum við það upp úr jörðinni, svo gröfum við það niður í bankakjallarana og geymum það þar. Og þegar við «vo loksins þurfum á gullinu að lialda þá læsum við gullkistun- um, svo að enginn getur náð í gullið”. Gullið á fyrst og fremst að vera því til tryggingar, að seðlarnir jafngildi gulli. En hvert landið á fætur öðru lokar nú gullhirslunum og afnemur gullinnlausnina, þegar á það reynir, hvort seðlamir séu gull- gildir og menn geti fengið gull Bandaríkjamanna. — Heims- kreppan er afleiðing þeirrar stefnu, sem Frakkar og Banda- ríkjamenn hafa fylgt í peninga- og tollamálunum. Þeir hafa neytt þjóðimar til þess að greiða hernaðarskaðabætur og stríðsskuldir. Með verndartoll- unum hafa þeir þvingað þær til þess að borga í gulli ekki í vör- um. Þess vegna hefir gullið streymt til Frakklands og Banda ríkja. Þessi tvö ríki ráða nú yfir næstum 24 alls gulls í heiminum. Og mikill hluti þessa gulls liggur ónotaður í banka- kjöllurunum í Frakklandi og U. S. A. En í öðrum löndum hefir gullskorturinn stöðugt aukist. Gullskorturinn er aðalorsök vöruverðfallsins, atvinnuleysis- i stað pappírspeninganna. Englendingar hafa leyst pund | Jjárhagsvandræðanna og Ið úr hlekkjum gullsins. Pundið fór þó strax að falla. Á nokk- urum dögum féll það 30% niður úr gullgildi, en hækkaði svo aftur og er sem stendur um 22 %,, neðan við gullgildið. Enn er framtíð pundsins óviss. Og þessi óvissa hlýtur að valda truflun í viðskiftalífi þjóðanna. En engin ástæða er til þess að ætla, að pundið muni falla niður úr öllu valdi. Þrátt fyrir fjárhagsvand- ræðin eru Englendingar stöðugt efnahagslega þróttmikil þjóð, og geta vafalaust haft hemil á pundinu. Alemnt er búist við að pundið muni verða verðfest 15 —20% neðan við hið gamla gull gildi. Hins vegar er óvíst, hve nær pundið verður verðfest. Yfirleitt hefir það vakið á- nægju í Englandi, að England- ingar hafa snúið bakinu að gull- inu. Flestir í Englandi og marg ir aðrir líta svo á, að þetta sé eina færa leiðin út úr kreppu- vandræðunum. Afnám gullinn- lausnarinnar í Englandi og lækk un pundsins er í fyrsta lagi vörn gegn hinum lamandi áhrif- um, sem gullskorturinn og geng ishækkun gullsins hefir haft á atvinnulífið, í öðru lagi árás á hið vaxandi penngavald gull- auðugu þjóðanna, Frakka og allra þeirra erfiðleika, er þjóðirn ar hafa átt við að striíða síðan kreppan hófst. Það er því eng- in ástæða til þess að harma það, þótt Englendingar reyni að hnekkja valdi “gullþjóðanna’’ og skapa sér betri lífsskilyrði. Hér verða ekki taldir upp þeir kostir eða ókostir, sem lækkun pundsins hefir í för nieð sér. Aðeins skal það tekið fram, að búast má við að lækkun punds- ins örvi atvinnulífið í Englandi. Gagnvart érlendum vörum hefir lækkun pundsins sömu á- hrif og verndartollar. Erlendur gjaldeyrir, og um leið erlendar vörur, hækka í verði í Englandi. Lækkun pundsins reisir þannig skorður við innflutningi ónauð- synlegra vara til Englands og verndar um leið enska fram- leiðendur gegn erlendri sam- keppni. Jafnhliða þessu örvar lækkun pundsins utanríkisversl- un Englendinga. — Samkeppn- isgeta Englendinga vex. Enskar vörur verða ódýrari erlendis, þar sem pundið hefir lækkað í verði. — Englendingar geta því aflað sér nýrra markaða erlend- is. Útflutningsverslun Englend- inga vex og atvinnuleysið í Eng- landi minkar. Atvinnulausum hefir þegar fækkað um 11,000 A Thorough School! The “Success” is Canada's Largest Private Commercial College, and the finest and best equipped business train- ing institution in Western Canada. It conducts Day and Evening Classes throughout the year, employs a lárge staff of expert teachers, and provides sufficient individual instruction to per- mit pvery student to progress according to his capacity for study. „uty-one ýears, since the founding of the “Suc- cess” Business College of Winnipeg in 1909, approxi- mately 2,500 Icelandic students have enrolled in this College. The decided preference for “Succesis” train- ing is significant, because the Icelanders have a keen sense of educational values, and each year the numbei of our Icelandic students show an increase. Day and Evening Clasáes OPEN ALL THE YEAR The SUCCESS BUSINESS C0LLEGE, Ltd. PORTAGE AVENUE AT EDMONTON STREET. PHONE 25 843 síðan pundið fór að falla. Lækkun pundsins hlýtur að valda erfiðleikum í öllum þeim löndum, sem reyna að halda gjaldeyri sínum áfram í gull- gildi. — Vöruflutningar þeirra til Englands minka og Englend- ingar vinna erlenda markaði frá þeim. Þess vegna er hugsan- legt, að margar þjóðir fari að fordæmi Englendinga og lækki gjaldeyri sinn, til þess að kom- ast hjá vandræðuuum og geta staðið jafnfætis Englendingum, hvað samkeppnisgetu snertir. Danir, Norðmenn og Svíar hafa þegar lækkað gjaldeyri sinn. Bæði ritið “Economist” og hinn heimsfrægi hagfræðingur Keyn- es búast .við að allar þjóðir nema Frakkar og Bandaríkja- menn geri að lokum hið sama. Sá hagnaður, sem Englendingar hafa af lækkun pundsins, hlýt- ur að minka, ef svo fer. En vandræðin í þeim löndum, sem halda gjaldeyri sínum í gullgildi, hljóta að aukast, eftir því sem fleiri þjóðir fylgja fordæmi Eng- lendinga. Keynes nefnir þann mögu- leika, að Bandaríkjamenn og Frakkar haldi að lokum einir fast við gullgildið. Keynes spáir, að þá fari svo, að þessar þjóðir geti ekki komið út vörum sín- um, því aðrar þjóðir sem lækk- að hafa gjaldeyri sinn, undir- bjóði þær bæði á heimamark- aðnum og annars staðar. ,Þar að auki ber þess að gæta, að Frakkar eru aðallánardrott- inn Englendinga. Mikið af þeim lánum, sem Englendingar hafa fengið í Frakklandi, eiga að endurgreiðast í enskum pund- um. Frakkar verða því fyrir miklu tapi ef pundið kemst ekki aftur upp í hið gamla gullgildi. Og því lægra sem pundið stend- ur í hlutfalli við frankann, því meira verður tapið. En það væri þó engin endan- leg úrlausn á kreppuvandræð- unum, þótt nokkurum þjóðum takist að örva atvinnulíf sitt og velta byrðunum á aðrar þjóðir. En ef til vill getur það, sem nú hefir gerst í Englandi og á Norðurlöndum, neytt Frakka og Bandaríkjamenn til þess *að slaka til í skulda- og tollamál- unum og verja gullforða sínum til þess að auka kaupgetuna og örva atvinnulífið í heiminum. Annars er hugsanlegt, að “gull- snauðu” þjóðirnar reyni að skapa sér nýtt gjaldeyriskerfi (vatuatsystem), sem byggist ekki á gullinu, eins og Keynes hefir vakið máls á. Og þá minkar verðmæti gulldyngj- anna í Frakklandi og U. S. A. —Khöfn, í sept. 1931. P. —Mbl. LAIMDI í ÚTLEGÐ Svo virðist, sem fslendingar heima hafi gefið því lítinn gaum, að út í Þýkalandi býr, með konu og bömum, ungur landi vor, sem hefir vakið tals- verða eftirtekt á sjálfum sér og um leið á íslandi. Maður þessi er Jón Leifs, tónskáld og hljóm- sveitarstjóri. Meðal tónlistar- mun hann einn íslendingur- inn ,sem er þekktur hjá fólki, sem aldrei hefir séð liann — hefir “nafn” í Þýzkalandi, en heima vita menn harla lítið, hvað í honum býr, eða hvað eft- ir hann liggur nú þegar sem tónskáld og hljómfræðirithöf- und; margir vita þó, að hann hefir safnað ísl. þjóðlögum, að hann kom sem stjórnandi með hina frægu Philharmisku hljóm- sveit frá Hamborg til Reykja- víkur fyi'ir nokkrum árum og að liann lenti í blaðadeilum í Reykjavík, af því að hann á- ræddi að “kritisera” eitthvað tónlist Reykvíkinga og leiðbeina þeim. Akureyringum er hann kunnur a. m. k- að því að hafa fyrir nokkru útvegað þeim góð- an pianokennara að þáverandi tónlistarskóla þeirra. Alloft hefi eg orðið þess var hjá þýzku tónlistarfólki, að það þekti ekk- ert íslenzkt mannsnafn annað en Jóns Leifs. Mest mun hann, enn sem komið er, kunnur af mörgum greinum, sem hann hefir skrifað í þýzk tónlistar- rit, um ýms tónfræðileg efni og um gömlu fsl. þjóðlögin, gildi þeirra, uppruna og eðli. (Ekki veit eg, hvort honum hefir nokkurn tíma verið boðið rúm í ísl. tímaritum, sem flytja greinar um hljómlist.) — Virð- ist hann hafa samrýmst mjög anda þjóðlaganna og formi og skoðar hann þau sem sjálfsagð- an grundvöll undir tónlist ís- lendinga, sem er nú án sér- kenna og frumleiks. Hann hef- ir getið sér góðan orðstír sem stjórnandi hljómsveita (“diri- gent”) og hafa nokkur orkestur verk hans verið flutt opinber- lega. Þau hafa vakið mikla eftirtekt á frumleik og hug- kvæmni hans sem tónskálds. Eg hefi haft tækifæri til að kynnast Jóni nokkuð, fyrst á Alþingishátíðarmóti íslendinga í Þýkalandi, sem haldið var f Travemunde við Austursjóinn s. 1. sumar og síðar á heimili hans í Rehbrucke við Berlin (Molt- kestrasse 9). VTar mér ánægja að áhuga hans fyrir þróun ísl. tónlistar og alhliða menningar. Er hann sökum dugnaðar síns og vandvirkni líklegur til að hafa mikil og góð áhrif á fsl. tónlistarlíf, ef hann kæmi heim og væri gefið tækifæri til starfa. enda má vafalaust telja hann okkar menntaðasta og lærðasta tónlistarmann. Eg segi “okkar”, því hann er miklu sannari ís- lendingur og meiri ættjarðar- vinur en margur, sem heima býr, og fyrir ísland og ísl. menningu vill hann lifa og starfa. Hann er feikna mikill starfsmaður og bera þess Ijós- ast vitni afar mikil tónverk (auk ritverkanna), sem hann sumpart á í smfðum og sem hann þegar hefir lokið að fullu og “instrumenterað” algerlega sjálfur fyrir stórar liljómsveitir. — Þessi miklu verk hans skipa honum á bekk með “heims- stærðunum”, en þangað hefir ekkert annað ísl. tónskáld náð. Hinsvegar hefir hann samið mjög lítið af sönglögum og minni tónsmíðum, slíkt er ekki að hans skapi, þó hefi eg heyrt nokkur lög eftir hann við ísl. texta, sem hljóta að verða land- fleyg á íslandi. Sum lög hans eru í svo fom-norrænum stíl, að erfitt er að átta sig á þeim strax fyrir ókunnuga (en það eru flestir) því enginn annar hefir samið lög í þeim stíl, enda eru gömlu þjóðlögin okkar fæstum kunn, a. m. k. í fmm- stílnum. Jón hefir safnað miklu af þjóðlögunum, sem nú eru al- veg að falla í gleymsku meðal alþýðu. — Fleiri hafa fengist við að safna þessum leyfum fornmenningar vorrar og telur Jón starf séra Bjarna Þorsteins sonar próf. á Siglufirði einkum hafa verið brautryðjandi og hafa vakið athygli sína á hin- um mikla efniviði þjóðlaganna (sem ekki eru fullrannsökuð enn) í listræna hljómlist. Jón hefir þá ekki látið efniviðinn ónotaðan, heldur smíðað úr hon um stórvirki sín — listaverk á sama hátt og Greig sótti yrkis efni sín í norsku þjóðlögin. En til þess að þau verði kunn, þarf að prenta þau og er það dýrt. Það er ekki vansalaust, hve íslendingar hafa verið tómlátir um störf Jóns Leifs og styrkt hann lítið. Tónlistarmenning okkar verður þó að grundvall- ast á íslenzkum skapandi lista- mönnum, sem yrkja þjóðlega “musik” af varanlegu, alþjóð- legu gildi. Hún getur ekki skap ast eða þróast af “copistum” né nokkrum túlkandi listannönn um, sem verða flytja, af því sem list má kallast, nær eingöngu útlend verk, bæði innanlands og utan- Hinir túlkandi lista- menn verða því að fá í hendur listræna þjóðlega “musik” ef þeir ætlast til að eftir þeim sé tekið sem fulltrúum íslenzkr- ar tónlistar í útlöndum. Pétur N afn: spj iöl Id o: | Dr. M. B. Halldorson 4*1 Bojd ai4(. akrlfatsfualml: 23674 Stundar liratakltii luncnaijúk- dóma llr a« ftana 4 skrifstofu kl 10—13 f. h. o( 2—« o. h. Holmlll: 4( Alloway Avo. Talalaati 3.HS8 DR A. BLONDAL «03 Msdlcal Arts Bld* Talslmt: 22 2»« atBBÚur a4rstakl«(a kvonsjúkdóma o* barnasjúkdóma — A* httta: kl. 10—1» * k. og 8—5 a k. ■•IbIIIi 50« Vlotor St. Slml 28 180 Dr. J. Stefansson 81« MMDIl'AL A HTS BLDG. Rornl Rsnnady og Oraham Staadar Ha(4a(s suafna- oyna- acf- a( kVrrka-sjOkilÓBta ■r a« hltta frá kl. 11—13 f. h. o« kl. 2—5 s. h. Talafuati »834 Hslaslll: «88 McMlllan Avs. 42«»1 MOORE’S TAXI LTD. Cor. Donald and Ornhans. | 5« Centa Ttil Frá elnum staS tll annars hvar sem er 1 bænum' 5 manns fyrlr sama og einn. Alllr farþe«ar á- byrcstir, allir bílar hitatSlr. Stml 23 siw <8 Itnnr) Kistur, töskur o (rhús«a«na- flatnlnyur Jónsson, okkar mesti söngvari, hefir verið operusöngvari í 20 ár og margir þekkja hann, en hve mikill hluti þeirra ætli viti, að hann sé íslendingur? Að- eins örfáir, nema þeir, sem þekkja hann persónulega, af því að hann hefir vantað ísl. listaverk að flytja. Alíslenzk tónlist er nú að skapast og ná viðurkenningu mestu hljómlistarþjóðar heims- ins, í verkum Jóns Leifs. Þau eru ísl. þjóðinni vegsauki, en henni er ekki sómi að því að láta hámentaða, stórfelda lista- menn lifa við skort og lítinn skilning sem útlaga í Þýzka- landi árum saman. Lík hafa verið örlög sumra ágætis- manna okkar áður fyrr, en það ætti að vera nútímanum til við- vörunnar. Talsverðum fjárhæð- um er útbýtt árlega á íslandi, sem eiga að vera til eflingar ísl. listum og skálpskap, en handa Jóni Leifs er ekkert afgangs lijá valdhöfunum; ætti hann þó, e'f sóma landsins og nauðsyn í þessu efni væri gætt, að vera á föstum launum og helzt að kall ast heim sem fyrst til þess að frjógva íslenzkt tónlistarlíf, halda áfram söfnun og rann- sókn þjóðlaganna og fá góð lífsskilyrði til að vinna að tón- smíðum og ritstörfum. Áhuga og getu til að vinna ísl. tónlist gagn, vantar Jón ekki, en áhugann á því virðist vanta heima. Það verður að breyta um stefnu, því að tón- list er ekki ómerkilegt menn- ingarmál. íslenzkir listamenn og list-unnendur ættu að heimta Jón heim og færa sér í nyt kosti hans og kunnáttu. Þeir ættu að krefjast handa honum fastra launa úr ríkis- sjóð, og sjá svo um, að honum verða veitt beztu vinnuskilyrði, svo að sem niest gagn hljótist af störfum hans og að hann geti óskiftur helgað sig tónlist- inni — helzt á íslandi. Hamborg, 20. sept. 1931. —ísl- B. K. Rvík. 21. okt. Ástralíustjórn hefir heitið eins sterlingspunds verðlaunum fyrír hverja únzu af gulli, sem grafin er úr jörð fram yfir meðaltal þriggja seinustu ára. Er þetta gert til þess að halda gullfram- leiðslunni við, eða auka hana. Annars mun gullnám liafa verið stundað af talsverðu kappi þar í ár, og hvatti það menn mjög til gullleitar, að í janúar fanst stærsti gullmolinn sem nokkurn tíma hefir fundist í Ástralíu. —Mbl. G. S. THORVALDSON B.A., L.L.B. LógfratSingur 702 Confederation Life Bld(. Talsími 24 587 W. J. LINDAL BJÖRN STEFÁNSSON ISLENZKIH WOFRÆÐINUAB á oðru gólfi S25 Maln Street TaJs. 24 963 Hafa einnigr skrifstofur «8 Lnudar og Gimli og eru þu aB hltta, fyrsta miðvikudag i hverjum mánuði. Telephone: 21613 J. Christopherson. IsUnskur LögfraSingur 845 SOMERSBT BLK. Winnipeg, :: Manitoba A. S. BARDAL ■ •lur líkklstur og annait um útfar- lr. Allur útbúnatSur «4 boati. Ennfremur selur hann allskonar minnisvart$a of Í«ffst«lna. 848 SHRRBROOKE 8T. PheBei 8« miT WI8NIP«« HEALTH RESTORED Lækningar án lyfja DR. 8. O. 8IMPSON, N.D., D.O.. D.O. Chronic Diseases Phone: 87 208 Suite 642-44 Semeraet Blk. WINNIPEG —MAN. MARGARET DALMAN TBACHBH OF P1AN4) •94 8AI4NING 8T. PHONE: 26 420 Dr. A. V. Johnson Islenzkur Tannlæknir. 212 Curry Bldg., Winnipeg Gegnt pósthúsinu. Sími: 23 742 Heimills: 33 328 Jacob F. Bjarnason —TRANSFER— D«KK8CC aad Fsraltsre MoTla| 762 VICTOR ST. SIMI 24.500 Aanast allskonar flutninga frmm og aftur um bæinn. J. T. THORSON, K. C. felenxkar l4(frjeiílB(iir Skrifstofa: 411 PARIS BLDG. Siml: 24 471 DR. K. J. AUSTMANN Wynyard —:— Sask. Tatatmi: 28 889 DR. J. G. SNIDAL TANNLEKNIK 614 Somerset Blook Portage Avemne WINNIPEO BRYNJ THORLAKSSON Söngstjóri Sttlllr Pianos og Orgel Sími 38 345. 594 Alverstone St.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.