Heimskringla - 25.11.1931, Blaðsíða 3
WINNIPEG 25. NÓV. 1931.
HEIMSKRINGLA
3. BLAÐSIÐA
þz- T I M BU R -
The Empire Sash & Door Co., Ltd.
Birgðir: Henry Ave. East Phone: 26 356
Bkrifstofa: 5. gólfi, Bank of Hamilton
VfERf) GÆÐI ANÆGJA.
BÖRNIN YÐAR ERU
YÐAR BEZTI STYRKUR
alið þau upp á
MODERN
1yj-pure milk
og upp mun vaxa hið mest einvala lið, karla og
kvenna er þekkist í landinu.
SfMI 201 101
MODERN DAIRIES LIMITED
“Þér getið skekið rjómann en ekki þeytt mjólkina”
með ljóðum sínum. Á þessari
göngu skiftist hópurinn svo, að
eg varð á undan með Guðmundi
Christié og Villa syni þeirra
hjóna. Á þessum bæjum Hlíð-
arendakoti og Múlakoti eru tún
stór og slétt, þ. e. ekki þýfð, að
því er mér virtist. En partur af
Hlíðarendakotstúni liggur hátt
upp snarbratta hlíð. Var þar
uppi maður við slátt. Var það
svo hátt uppi og bratt, að mig
furðaði á því að nokkur mað-
ur skyldi geta fótað sig þar
uppi að slíku verki. Mér fanst
eg sjá hann skrika og renna,
renna alla leið ofan á jafn-
sléttu. En hann gerði það þó
ekki, auðvitað. Sennilega van-
ur verkinu. Marta gekk heim
undir þann bæ og tók þar
nokkrar myndir. Milli þessara
bæja, Hlíðarendakots og Múla-
kots eru tvær smá-ár eða gil.
Yfir þau komumst við nokkurn
veginn þurrum fótum.
Að Múlakoti var okkur vel
tekið. Heimili þar og hús öll
eru úr steinsteypu, raflýst og
vatnsleiðsla úti og inni. Þar eru
stærst og líklega eizt og flest
ræktuð tré á íslandi. Að Múla-
koti fara víst flestir, sem aust-
ur þangað fara á annað borð,
til þess að sjá hinn annálaða
trjágarð. Er hann í tvennu
lagi og blómgarður er þar líka
— einnig orðlagður orðinn. Nú
eru rúm 30 ár síðan fyrsta
reyniviðaranganum var stungið
þarna niður. Sú hrísla er þann-
ig til komin, að uppi á fjallinu
rétt við rætur eða fætur Eyja-
fjallajökuls, er reynitré um 40
feta hátt, segja trjáfróðir menn,
að þáð sé ekki einu sinni hæsta
tré á öllu íslandi, heldur allri
Evrópu af þeirri tegund. Hvern-
ig það er þangað komið, vita
menn ekki. Þangað sóttu Múla-
kotshjónin fyrsta angann af
hæsta og fyrsta ténu, sem nú
er í garði þeirra — þá svo lít-
inn anga, að þau höfðu hann í
vasaklút. Með stakri nærgætni
tókst þeim að gróðursetja hann
og 5 ár varð að vernda hann
fyrir vetrarfrostum. Síðan hafa
mörg slík tré verið plöntuð þar
með góðum árangri. Smabjarkir
úr hlíðinni fyrir ofan voru og
fluttar þangað heim og endur-
plantaðar, og einnig fura. Eru
trjágarðarnir fallegir. — Milli
trjánna er svartur sandur og
götur hreinar og sléttar. Þar
inni á milli trjánna eru tyrfðir
legubekkir með mpphækkuðu
höfðalagi. Legubekkir þessir
eru bara hlaðnir úr jörð og
vallgrónir. Uppi yfir þeim eru
rafljós. Getur maður lagt sig
þar fyrir, snúið á ljósi og lesið,
ef maður vill, eða bara sofnað
— æfinlega óhræddir og óhult-
ir fyrir óþverra pöddum og
skrið- eða flugkvikindum, —
því slíkt er varla til á íslandi
— þ. e. a. s. þegar maður þolir
þar við fyrir kulda. Hæstu trén
eru nú um eða yfir 20 fet, sum-
ir sögðu alt að 30 fetum á hæð.
Nyrðri garðurinn er yngri, en
einnig á góðum vegi. Sunnan
við trjágarðana er blómagarð-
urinn, einnig inngirtur — hinir
eru báðir inngirtir, — og í hon-
um margskonar blóm, útlend
og innlend. Sum af þessum
blómum voru full þrjú fet á
hæð — einstöku meira, eins há
og eg hefi séð þau í heimahög-
um, þ. e. hér í Ameríku, þ. e.
þau sem þangað eiga ætt að
rekja, ýmist í fullum blóma eða
á leiðinni til þess eftir tegund-
um þeirra. Þau Múlakotshjón
höfðu ágætan útbúnað til að
vökva garða sína — margra
feta slöngur og vatnskranar á
hæfilegum stöðum í görðunum.
Sá eg hvergi slíkan útbúnað
annarsstaðar á íslandi, en segi
þó engan veginn, að hann geti
ekki verið til. Utarlega í aðal-
trjágarðinum er smáhýsi pg inni
í því borð og stólar. Á borðinu
er bók, nafnaskrá flestra þeirra
GEO. R.
BELTON
Sótti í fyrra og fékk flest
fyrstu atkvæði sem þriðji um-
sækjandi i II. deild. Tapaði með
örfáum atkvæðum við sjö-
undu talningu.
Var formaður þjóðnytja-
nefndarinnar frá Isaac Brock,
í mörg ár ,og hefir jafnan bor-
ið áhuga fyrir bæjarmálum, til
hagnaðar fyrir 2. kjördeild.
Tók þátt í samningi Zone-
laganna, er nú eru um það
samþykt.
Eg mælist til atkvæða yðar í
II. kjördeild.
BELTON, G. R.
1
ÞETTA ER VINSÆLASTA GERDUFTIÐ í
VESTUR-CANADA OG SELT Á VINSÆLU
VERÐI. REYNIÐ ÞAD.
Blue Ribbon Limited
WINNIPEG :: :: CANADA
dimtjtnntt,
INCOMPORATCD 2»? MAY 1670.
| sem þar koma. Mátti þar sjá
nöfn býsna margra Vestur-ls-
lendinga, sem þangað höfðu
komið á undan okkur, sem og
nokkurra annara útlendinga. —
Hér eyddum við sem næst tveim
tímum og tel eg þeim vel varið.
Kuldalegt er um há sumar að
horfa þar yfir ána, og sjá jök-
ulinn — síhvítan — jökulbreiðu,
sem nær alla leið ofan undir á.
Áin tekur þar yfir afar mikið
landflæmi — flæðir yfir það
alt á vorin — allar þessar miklu
eyrar. En nú sýndist mér hún
renna aðallega í tveim kvíslum,
aðalhvíslin meðfram landi Hlíð-
arendamegin, og hin kvíslin
hinumegin. Hve mikið vatns-
magn hún hafði hinumegin sá
eg auðvitað ekki, til þess var
bilið of breytt. En það er víst,
að Hlíðarendaittegin hefir Þverá
gengið berserksgang og verið
drjúgvirk til eyðileggingar. Var
mér sagt að nú loksiris væri
talað um að beizla hana, og
veita austurkvíslinni í hinn
forna farveg hennar. Kvað hafa
verið gerð tilraun ein og hlað-
inn fyrir hana veggur með
sandpokum. Áin hló að þeirri
tilraun og sópaði þeim í birtu,
og hélt áfram að eyðileggja. Nú
kvað vera talað um að setja
þar upp steinsteypuvegg sem
áður var hlaðið sandpokum. —
Vonandi að það takist. Og
tækist það, verður það vitnis-
burður um framtaksleysi fyrri
kynslóða. Mér er sem eg sjái
Vitazgjafa Gunnars endurvak-
inn og alt þetta eyraflæmi ið-
græna akra eða <ún. Hvlík
breyting! Ennfremur var mér
sagt að í góðu veðri sæist ofan
að Bergþórshvoli af múlanum.
Nú var ekki gott veður, og þó
þóttust kunnugir sjá þangað.
Alt sem eg sá, var í áttina þang-
að. Ekki man eg hvort eg hefi
getið þess, að við drukkum
kaffi í Múlakoti. Við gerðum
það nú samt. Að því búnu geng-
um við aftur út að Hlíðarenda,
því að bílar fara ekki lengra
en þangað — fara ekki fyrir
múlann enn sem komið er.
Frá Hh'ðarenda fórum við
kringum klukkan 7 síðdegis —
af stað til baka. Meðfram veg-
inum sáum við rúg- og hafra-
akra. Ekki man eg hvaða bæ
eða bæjum þeir tilheyrðu, og
var mér þó sagt það. Það er
ekki þægilegt að skrifa á bíl-
ferðum, jafnvel þó vegir séu
góðir, og hér voru þeir sæmi-
legir. Og það sem maður ekki
skrifar jafnóðum og maður sér
það eða heyrir, vill gleymast,
einkum þegar um svo margt
nýstárlegt er að ræða, eins og
þenna dag. Akrar þessir litu
svo vel út, að Guðm. Christie,
sem hefir vel vit á slíkum hlut-
um, kvað þá eins vel á veg
komna eins og slfkir akrar
mundu alment um sama leyti
árs heima, þ. e. í Ameríku. —
Nokkuð lengra meðfram sama
vegi var maður að slá með
handorfi, þ. e. orfi og ljá. Þar
var þetta krappa þýfi, yfir að
sjá slétt. En í raun og veru
karga þýfi, eins og smádöllum
væri þar hvolft hverjum við
annan, og maðurinn snerist í
kringum þessa hnjóta og náði
hvergi hálfu ljáfari. Jarðlag er
þarna dálítið móleitt og gljúpt.
Stór hópur eða hópar af hross-
um gengu þarna skamt frá —
brúkunarlausir. Guðm. Christie
hristi höfuðið og sagði eitthvað
á þessa leið. “Hvers vegna rífa
mennirnir ekki jörðina í sund-
ur — plægja hana? Með einni
eða tveimur bykkjum mætti
rífa í sundur heila dagsláttu á
dag af þessu landi — og hér
ganga hross í tugatali iðjulaus.
Slíkt er grátlegt framtaksleysi.”
Og það var grátlegt, ef það
hefði ekki verið svo gremjulega
skoplegt. En Guðmundi var ekki
hlátur í hug. Eg get ekki skilið
að nokkur Vestur-íslendingur
hefði eirt slíkri vinnuaðferð.
Mér skildist einmitt þarna, að
það mundi borga sig vel fyrir
stjórn íslands, að sækja nokkra
duglega Vestur-íslendinga, eins
og frú Kristín í Reykjavík vildi,
og setja þá niður á hentugum
stöðum á Suðurlandsundirlend-
inu. Eg trúi ekki öðru en að
þeir viðhefðu heppilegri vinnu-
aðferð. Eg gat ekki látið vera
að minnast á þetta. Jafnvel mér
blapddi slíkt í augum. En svo
vil eg um leið geta þess á með-
an eg man, að í Múlakoti var
mér sagt að þar um slóðir
hefðu komið einir þrír þurk-
dagar frá því í aprí,l, og þang-
að til við komum þangað 31.
júlí. Að vísu hefir það ekkert
við vinnuaðferð að gera. En
geta má nærri að slíkt tefur
fyrir — og getur verið óþægi-
legt ,enda var þá engin tugga af
töðu komin undir þak, þó alls-
staðar væri þá allmikið slegið
— og þarna var maður að slá
engi! — Slá — og hvílíkur
sláttur!
Klukkan 9 um kvöldið kom-
um við að bæ þeim, er Þjórsár-
tún heitir. Þar býr Ólafur lækn-
ir ísleifsson, sem einu sinni var
í Winnipeg og er þar mörgum
að góðu kunnur fyrir lækning-
ar sínar. Hafði eg mikið lesið
um heimili þessa aldraða manns
og fýsti mig nú að sjá það
með eigin augum. Bærinn og
útihús öll — og þau eru mörg
og stór, því Ólafur er bæði
bóndi og verzlunarmaður, sem
og læknir — eru úr steinsteypu,
og er þar ágætlega húsað og
umgengni hin bezta úti og inni.
Hús öll standa hátt, á hæð
eða hól og hallar frá þeim á
alla vegu. En mestur er þó
hallinn á tvo vegu. 1 brekkunni
vestan við bæinn — sé eg
ekki áttavilt, en það getur auð-
veldlega verið — er einn hinn
allra einkenniiegasti blóma-
garður, sem eg hefi séð — mjög
fallega útlagður í squares, og
hver trappan eftir aðra- niður
hólinn, 4 eða 5 alls og sem
næst 2^ til 3 feta breið hver.
Neðan við þær eru vel hirt
blómabeð eða reitir með margs-
konar blómategundum. Á milli
þeijra rennisléttir, , vallgró'nir
rimlar skrúðgrænir. Þannig eru
og tröppurnar niður hólinn. —
Einnig þar eru blómareitir með
jöfnu millibili, og svo sett til
síðu, að ganga má niður þær,
sitja á þeim eða liggja, án þess
að ónáða þau eða skemma —
sitja eða liggja milli blómanna.
Sagði Ólafur mér að dóttir sín,
gift syni Thors Jensens út-
vegsstjóra og stórbónda í Rvík,
hefði planað (lagt út) þenna
garð. Er hann ferkantaður og
alt í honum lagt út eftir þeirri
reglu. í austurhlið sömu hæð-
ar er annar blómagarður, ó-
reglulegur — sýnilega þannig
gerður af ásettu ráði, og mjög
á annan veg og táknar og sýnir
vilta náttúrufegurð. Þar var
grjóthrúga eða hrúgur og þar
í blóm, sem bezt þrífast innan
um grjót. Enn var garður sá í
smíðum. I görðum þess-
um hafa og tré verið ræktuð —
í þeim fyrri reglulega niður sett
í röðum innan við girðinguna
og niður með nefndum tröpp-
um; í þeim síðarnefnda á sama
hátt og blómin, óreglulega hér
og þar, eins og náttúran sjálf
hafi hrúgað öllu saman með
hroðvirkum höndum, án tillits
til útlits, en hugsað sig um og
reynt að hylja hroðvirknina með
því að kasta handfylli af mold
hér og þar og í hana blómafræi
af handahófi. Hefi eg fá manna-
verk séð, er svo hafa tekið huga
minn allan.
Úr görðum þessum fylgdi Ól-
afur mér norður fyrir bæ ofur-
lítinn spöl. Þar í brekku, sem
veit móti austri, eru hringsæti,
gerð á samahát t og tröppurnar
í blómagarðinum, grasgróin, og
neðan við þau leik- eða dans-
pallur, en neðan við hann ræðu-
stóll hlaðinn úr mold og grjóti.
Tröppurnar upp í hann eru úr
sama efni. 1 þessum hvammi
eða brekku halda sýslungar Ól-
afs árlega íþróttamót sín. Segir
hann þar sæti fyrir 2000 áhorf-
endur. Ekki er ein spýta í öllu
þessu, nema danspallinum ein-
um, og fyllir þetta leiksvið vel
þarfir þeirra er þangað sækja
— þ. e. a. s. sé þurt veður. —
annars — ja, þá verða menn
bara að sætta sig við að vökna.
Ólafur er kvæntur. Eiga þau
hjón þrjú börn, öll uppkomin.
Er það alt, konan og börnin.
hið myndarlegasta fóík og sér-
lega viðfeldið. Fanst mér eg
hér mæta fomvinum, jafnvel
þó eg í Winnipeg hefði fremur
lítil kynni af Ólafi sjálfum —
sá hann nokkram sinnum þar
vestra, en fólk hans hér í
fyrsta sinn. Urðum við öll að
hafa þar góðgerðir og vildu þau
hjón ekkert fyrir það taka af
neinu okkar.
Þegar eg var í fæði hjá
þeim Sæmundssons systrum,
Þóru, ekkju Einars sál. Sæ-
mundssonar söngvarans góða,
tengdabróður Eiríks Magnús-
sonar í Cambridge á Englahdi
(föður Sigríðar konu sr. G.
Árnasonar), var Ólafur ísleifs-
son í því nágrenni, og þar kynt-
ist eg honum fyrst.
Margrét systir Þóru var ein
af þeim konum sem hreppur
hennar sendi allslausa ekkju
til Ameríku með þrjú ung böra,
FYRIR BÆJARRÁÐ
II. DEILD
Bardal, Paul
Davidson, F. H.
Stanley, Wm.
sem hún misti öll á leiðinni yfir
hafið og til Winnipeg, og aldr-
aða tengdaforeldra. Báðar voru
þær systur ágætis konur, skyn-
samar vel og duglegar. ólafur
mundi vel eftir þeim og mintist
þeirra með hlýleik.
Ólafur ísleifsson mun hafa
bygt Þjórsártún á óbygðu landi.
Það stendur skamt frá þar sem
nú er brúin yfir Þjórsá og al-
manna vegur — bílvegur. Mun
því gestkvæmt þar í meira lagi.
þó ekki væri þar um verzlun
að ræða; en þó mikið fremur
svo, einmitt fyrir þá skuld. Má
geta nærri hver hægðarauki
umhverfinu er að þessu fyrir-
tæki — verzlun inn í miðju hér-
aði, langt frá sjó, langt frá öllu
nema sjálfri sér. — Ætli það
séu ekki fáir verzlunarstaðir
þannig settir á íslandi?
Mér þykir vænt um að hafa
komið að Þjórsártúni, og þar
var stanzað eingöngu fyrir mig.
Það var komið langt fram á
kvöld, þegar við kvöddum þetta
fólk. Úr því var ekki um neina
útsýn að ræða, fyr en við kom-
um neðarlega í Mosfellssveit.
Um kl. 2 um nóttina komum
við að Undralandk Var þá orð-
ið meira en hálf-ljóst af næsta
degi. Frh.
FYRIR SKÓLARÁÐ
II. DEILD
Blondal, Dr. A.
Warriner, Dr. F. E.
ÁRÍÐANDI:
A kjörseðla fyrir borgarstjóra, bæjarráðsnienn og skólaráðs-
menn, setjið tölumar 1, 2, S o. s. frv. á eftlr nöfnuni þeim,
i þeirri röð, sern þér kjósið. ..Til dæniis: á eftir nafni Dea-
eons, setjið töluna 1 — og svo töiurnar 2 og 3 á eftir nöfn-
um hinna, er þér kysuð næst fyrir borgarstjóra. Er þér
kjósið hæjarráðsmenn, setjið tölumar 1, 2, 3, eftir nöfnum
þeirra, í þeirrl röð, sem þér kjósið. Greiðið atkvæði á sama
hátt með skólaráðsmönnunum.
Greiðið atkvœði — á föstudaginn — 27. nóv.
WINNIPEG CIVIC PROGRESS ASSOCIATION
B0RGARBÚAR
í góða bæjarstjórn
VELJIÐ ÞESSA UMSÆKJENDUR
FYRIR B0RGARSTJÓRA
DEACON