Heimskringla - 25.11.1931, Blaðsíða 7

Heimskringla - 25.11.1931, Blaðsíða 7
WINNIPEG 25. NÓV. 1931. HEIMSKRINGLA 7. BLAÐSfiDA NOKKUR ORÐ UM ÍSLENSKA “LISTDÓMA” Islensk myndlist er að vísu «kki gömul, en hefir þó óneit- anlega skapað mörg ágæt verk, og er komin það langt á veg, orðinn svo stór þáttur í íslenskri menningu, að full ástæða er til, að rætt sé og ritað um hana með fullri alvöru. Þetta er það, sem okkur finst vanta nokkuð á í skrifum hinna svokölluðu “listdóma'ra” jhér, sem full oft er tækifæri til að sjá í blöðum Reykjavíkur. Vegna þess, hve list þessa lands er ung, er smekkur al- mennings mjög skeikull, en hins vegar virðist Islendinga ekki vanta áhuga fyrir myndlist. Þeir hafa skilyrði til, eftir nokkurn tíma, að geta notið góðrar list- ar, svo framarlega sem þeim verður bent í rétta átt. Þeir Islendingar, sem takast á hendur það ábyrgðarmikla og erfiða starf að skrifa um list- 1r, verða því að vera vel færir, að minsta kosti vita meir um þetta mál, en fólkið sem þeir skrifa fyrir. Séu þeir starfinu vaxnir, geta þeir hafið þjóðina tipp til skilnings á góðri list, og gert ómetanlegt gagn. Séu þeir aftur á móti fákunnandi, draga >eir á nokkrum árum, almenn- ing lengra og lengra niður í þekkingarleysi og rugling. — l>ví miður á þetta síðara við> um all-flesta þeirra manna, er ritað hafa um list hér í Reykjavík. — í skrifum þeirra úir og grúir af — villandi umsögnum — meiningarlausu hjali og sleggju dómum. — Þar er t. d- sjaldan eitt orð, er bent getur fólki á Ttjarnann í allri myndandi list. Látið hverja mörk segja til. Skamtið fjölskyldunni meira af hinni hreinu og kjam- miklu— CITY MILK Gerilsneydd yður til trygg- ingar. IU/ Sími 87 647 Þeir skrifa oft langt mál, um hugmyndina, sem á að vera í einhverri mynd, en aldrei um sjálft formið. Það — sjálfur kjaminn í hverju llstaverki — fer algerlega fram hjá þessum listdómurum. Hvers virði er góð hugmynd ef ekki er fundið lifandi listrænt og varanlegt form fyrir hana? Auðvitað ein- skis virði. En það hafa víst ekki þessir herrar lagt á sig að brjóta heilann um. Þeir hafa ekki komist svo langt, sem í gegnum stafróf listarinnar, en vilja samt kenna öðrum, og jafnvel þeim sem árum saman hafa fengist við listir. Gott dæmi þessarar skriffinsku er grein, sem stóð í Alþbl. nú fyrir nokkru. Fákunnáttan skín Guðm. R. Ólafssyni úr Grinda- vík, og fjallar um sýningu Magn. Árnasonar. Fákunnáttan skín svo að segja út úr hverri línu. Stóryrðunum rignir, orðið snill- ingur, snildarverk er hvað eftir annað misnotað svo háðung er að. Hvar í heimi annars staðar en á íslandi, sér maður svona klausu í listdóm: “Snildarverk eru miörg á sýningunni í brjóstmyndum og andlitsmálverkum. Hvort þarf t- d. nokkur, sem þekkir Jón Pálsson orgelleikara, að gæta í sýningarskrána til þess að sjá að brjóstmyndin nr. 17 er af honum’". Hér er með öðrum orðum, list eingöngu dæmd út frá því, hvað hún eftirlíkir (copierar) vel fyrirmyndina. Líkist mynd- in ekki, er hún ótæk, líkist hún eitthvað er hún snildarverk. Um byggingu í línum og litum er ekki spurt — það er aukaatriði — Ef dæma á list út frá þess- um mælikvarða, hvernig verður þá t. d. með list liðinna alda, hvernig myndi höfundur henn- ar skrifa um Mona Lisa? — fyrirmyndin er dáin og horfin fyrir fleiri hundruðum ára, þar er því ekkert til samanburðar hvað likingu snertir. Þeir sem séð hafa þetta snildarverk og vita eitthvað um list, sjá að það lifir, og hefir lifað í gegnum liðnar aldir í hinu andríka, dularfulla formi, sem einkennir alla alvarlega og varanlega myndlist allra alda. Að lokum viljum við gera þá tillögu, að þeir sem þykjast hafa eitthvað á hjarta um listir, reyni að afla sér meiri þekk- ingar á aðalatriðum myndandi listar, bæði eldri og yngri, svo að þeir sjálfs sín og einkanlega almennings vegna, ekki verði til að brjóta það niður, er bes*u listamenn þjóðarinnar hafa með margra ára striti og erfiðleikum bygt upp. A Thorough School! The “Success” is Canada’s Largest Private Commercial College, and the finest and best eqiuipped business train- ing institution in Western Canada. It conducts Day and Evening Classes throughout the ýear, employs a large staíf oí expert teachers, and provides sufficient individual instruction to per- mit every student to progress according to his capacity for study. ?»| trr«uty-one years, since the founding of the “Suc- cess’’ Business College of Winnipeg in 1909, approxi- mately 2,500 Icelandic students have enrolled in this College. The decided preference for “Success” train- ing is significant, because the Icelanders have a keen sense of educational values, and each year the number of our Icelandic students show an increase. Reykjavík ,17 október 1931. Þrír ungir listamenn. —Mbl. FRÚ MARTA PÉTURSDÓTTIR kona Indriða Einarssonar skrif- stofustjóra andaðist að heimili sínu í Tjarnargötu 3 hér í bæn- um aðfaranótt síðastl. sunnu- dags 4. þ. m., rúmlega 80 ára að aldri. Frú Marta var ein af 15 börn- um Péturs Guðjohsen organista og konu hans Guðrúnar, fædd hinn 2. ágúst 1851, og ólst upp hjá foreldrum sínum á hinu merka heimili þeirra hér í Reykjavík, sem allir eldri Reyk- víkingar munu kannast við. Af þeim systkinum eru nú einar á lífi Eirstín, ekkja sr. Lárusar Halldórssonar, Guðrún, ekkja Jens prófasts Pálssonar, Anna, kona Þórðar læknis Thorodd- sen og Kristjana, ekkja Halld- órs Jónssonar bankagjaldkera, sem allar eru búsettar hér i bænum. Indriði Einarsson og frú Marta giftust hinn 20. júlí 1880, og hafa búið hér í bænum síð- an, lengst að (eða síðan 1887) í húsi sínu í Tjarnargötu. Börn þeirra eru Eufemía, kona Jens Waage f. bankastjóra, Guðrún, kona Páls Steingrímssonar rit- stjóra, Emilía ógift í foreldra- húsum, Lára, kona Péturs lækn is Bogasonar, búsett í Dan- mörku, Einar Viðar, er lést á ungum aldir og öllum harm- dauði árið 1923, Martha kona Björns Kalman hrfn., Ingibjörg, kona Ólafs Thors alþm. og Gunnar Viðar hagfræðingur. Frú Marta var mikil merkis- kona, éins og hún átti kyn til, gáfuð í besta lagi, höfðingi í sjón og reynd. Hún var heim- ilisrækin, svo sem best verður á kosið, og stjórnaði heimili sinu með sæmd og prýði. Ðörn- in voru mörg og munu ekki á- valt hafa verið gnægðir í búi- Má því gera ráð fyrir, að hús- freyjan hafi ekki að jafnaði ver- ið með öllu áhyggjulaus um hag heimilisins. — Á fyrri árum vann hún, er tími var til, með manni sínum að samningu Landhagsskýrslna og almennri endurskoðun, og mun henni hafa verið einkar-sýnt um öll þess háttar störf. Síðari árin, er börnin voru upp komin og farin að heiman, sökti hún sér mjög niður í bóklestur, og las þá jöfnum höndum skáldskaparrit, fræði- rit og bækur um andleg mál. Við andlát frú Mörtu mega margir aðrir en börn þeirra hjóna minnast gleðistunda þar á heimilinu. Hið mannmarga heimili, í litlum húsakynnum á vorra daga mælikvarða, varð griðastaður fjölda vina þess, og húsakynnin lágu hafa ára- tugum saman laðað að sér hópa glaðra gesta, sem ávalt nutu hinnar sömu hlýju og gestrisni heimilismanna. Var oft glatt á hjalla, er húsfryjan lék á gít- arinn, en börn hennar og gestir sungu. Heimilið í Tjarnagötu var einskonar samkomustaður þeirra, sem áttu áhugamál sam- eiginleg við heim,ilisfólki, og hús ið stóð þeim opið, sem til þeirra mála höfðu eitthvað að leggja — hvort sem var á degi eða nóttu að kalla má. Fjöldi bæjarbúa þakkar það framlag til menningar í Reykja- vík, sem stafar frá heimili frú Mörtu Pétursdóttur og Indriða Einarssonar, — og við heimilis- vinirnir hugsum með gleði í huga til samvistanna þar á liðn um áratugum. —Vísir P. H. SAMKVEÐLINGAR Milli Sigurðar B. Breiðfirðings og G. J. Hjaltalíns: Gamanríma og svar. Heimförin leyst úr höfnum 14. júní 1930. Formálin (braghenda) Minnis-bræður mínir fuglar, Muni og Hugi, þessir austur þutu á flugi, þrjátigu hundrað mílna tugi. Hugi áfram heldur leið með höldum fríðum, þá og lindabjörkum blíðum blómin sem að reisa lýðum. En hann Muni aftur kom, með eðli bögu Mér að austan sagði sögu, En sagan verður þá að bögu. • • • Sagan (hagkveðlingaháttur) Úr læðing hnúta leystir senn Lægis-skútum sigla enn; Leggja út um löndin tvenn Labbakútar og spenamenn. Æðir í skyndi albúinn Upsa-strindis fákurinn, Úður hrindir harðsúin, Hamast vinda jötuninn. Sigla heim um höfin blá Höldar geyma víking brá Lítt þeim gleymist listin há, Um löginn sveima til og frá. Þar með kvennaflokkur fór Með fögur enni hvít, sem snjór Ægir kennist ekki rór » Austur rennur súða-jór. Lengi af þjóðum lofaðar Lífs á slóðum fjörugar * Stúlkur rjóðar, stásslegar Og stiltu, góðu konurnar. Silkitröfum sveipaðar Sinni göfugt ríkir þar Hlægja að köfum hafmeyjar Hvergi töf á ferðum var. Garpa þá er gleðin fín Gjöra að tjá af frægðum sín, Ýmsir spá að auðarhlín Uni hjá og bragði vín. Þar er danz á þiljunum Þar er anzað kveðlingum Þar er glanz af gullkeðjum Og glasa fans á borðunum. Gleði og yndi umfaðmast, Allir í skyndi forklárast, Þar ei myndast mæðukast, Menn án syndar trúlofast. Hefjast skallar hafi frá, Helzt er allir kjósa að sjá, Skautar Fjallafoldin há, Faldi mjalla hvítum þá. Býður köldu brjóstin sín, Bunguskjölduð, hvít sem lín. Klettum földuð gjáin gín, Græn með öldum hlíðin skín. Eg hef grun að kulda keim Kenna muni úr norðurheim Þó fjöldin uni ferðum þeim Fjallkonuna að sækja heim. Þetta línu leirhnoðið Læt eg dvína svobúið; Helzt mig pínir hugleysið, Hjaltalín minn, taktu við. Oft má sanna utan hik Andans manna röddin kvik Hrista vann úr huga ryk Hringhendan og stikluvik. Sigurður B. Breiðfirðingur. • • • VIÐBÓT Day and Evening Classes OPEN ALL THE YEAR The SUCCESS BUSINESS C0LLEGE, Ltd PORTAGE AVENUE AT EDMONTON STREET. PH0NE 25 843 RÁÐ VIÐ KREPPUNNI. Þjóðkunn kvenfrelsiskona í Bandaríkjunum, hefir borið fram þá tillögu, að fresta öll- um barnsfæðingum þar til kreppunni létti af. Út af því varð manni nokkrum að orði: “Hamingjunni sé lof fyrir að eg er fæddur og er ekki ljós- Jj móðir.” Þú treystir á ljóðamáttinn minn, en mörgu að skal gæta; hagkveðlinga háttinn þinn hika eg við að bæta. Háttur brags af heldri gerð heyrist við rímu þína; ferhending eg velja verð á “Viðbótina” mína. Fátækt mín við samning sézt, 1 ^ ] N afr ispic ild arJ Dr. M. B. Halldorson 401 Bojd Bld(. Bkrlfotofuolml: MI74 Stunðar iinttkl«|t lunsnnsjúk- iðmt. ■r aS flnna á skrlfstofu kl 10—1* f. k. o| 2—S e. h. Rslmtlt: 4« Alloway Ave. Talnlnsli 3S1M G. S. THORVALDSON B.A., L.L.B. LögfrteBingur 702 Confederation Life Bldf. Talsími 24 587 DR A. BLONDAL <•* Medtcal Arts Bldg. Talsiml: 22 29« ■tundar sirstaklega kvensjúkddma o« barnasjúkddma — AB httta: kl. 10—12 « k. o« S—5 e. h. ■etmllt: ■«« Vlotor St. Slml 28180 W. J. LINDAL BJÖRN STEFÁNSSON ISLENZKIK LiOGFRÆÐINOAK á óðru gólfi 325 Main Street Xals. 24 963 Hafa einnig skrifstofur tJS Lnudar og Gimli og eru þar að hitta, fyrsta miðvikudag 1 hverjum mánuði. Dr. J. Stefansson 11« MHDICAL ARTS RLDtí. Rornl Kennédy o% Graham Itnaáar Hac4>fn aafha- eyrna- a«(- af kverka-sjflkdómn Br atJ hltta frá kl. 11—12 f. h. og kl. 8—6 e. h. Talslnat: 118ð4 Holmlll: 688 McMlllan Ave. 42691 Telephone: 21613 J. Christopherson. Islenskur LögfraSingw 845 SOMERSET BLK. Winnipeg, :: Manltob*. MOORE’S TAXI LTD. Cor. Donald and Graham. SO Cente Taxl Frá einum statS tll annars hvar sem er i bœnum: E manns fyrlr sama oe .einn. Alllr farþe*ar á- byr«stlr, alllr bílar hltattlr. Stmt 23 KtX (8 ltnnr) Klstur, töskur o Khúsgaena- flutnlngur. DR. L. A. SIGURDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Phone 21 834 Offlce tímar 2-4 Heimili: 104 Home St. Phone 72 409 sízt er Eddukraftur. ferskeytlum eg megna mest að miðla til þín aftur. Þá frægir menn og frúasveit í ferðina lögðu stóru, hugskotssjónum heim eg leit, er héðan úr borg þeir fóru. Samúð fylti sérhvers geð, þá siglt var um höf að nýju. Til íslands fóru margir með “Montcalm” og “Antoníu”. Engir þurftu að synda á sel, Sæmunds vegir dvína; Bátana útbjuggu vel Bíldfell og Þórstína. Þá frónskan leit það fjallatind, fólkið úr Vesturheimi, hvarf burt agg og erfðasynd, er áður fanst á sveimi. Saman fléttað þá var þétt þjóðrækninnar bandið. Allir sjá nú sólskinsbblett sveipa ættarlandið. Blíðleiki í brjóstum er, við borðstokka á þiljum; hrollurinn úr fólki fer, af fúkyrðanna byljum. Með athygli og unaðssvip allir sýndust jafnir, þá Ameríku úrvals skip til íslands náðu í hafnir. A. S. BARDAL ■ elur llkklstur og annfcst um útfar- ir. AHur útbúnahur sá boatl. Ennfremur selur hann allikonar mlnnlsvaröa eg le«etelna. 843 SHERBROOKE ST. Phenei K« 6«T WIItHIPH HEALTH RESTORED Lækningar án lyfja DR. 8. a. SIMPSON, K.D.. Ð.O., D.C. Chronic Diseases Phone: 87 208 Suite 642-44 Someraet Blk. WINNIPEG —MAN. MARGARET DALMAN TEACHBR OF PIAIfO 854 BANNING ST. PHONE: 26 42« Dr. A. V. Johnson fslenzkur Tannlæknir. 212 Curry Bldg., Winnipeg Gegat pósthúsinu. Simi: 23 742 HeimlUs: 33 8*3 Jacob F. Bjarnason —TRANSFER— Bantre ea< renttm M.vtas 762 VIOTOR ST. SIMI 24.5M Asnast allskonar flutnlnga fram og aftur um bseinn. J. T. THORSON, K. C. falenmknr li(lre«ie(ir Skrlfstofa: 411 PARIS BLDO. Símt: 24 471 Akkerið í sjó var sett, á sama tíma stanzað; húrraópin heyrðust þétt, hlegið, sungið, dansað. Viðtökurnar. Allir sjást með glaðvært geð, glampar af kærleiksblossum; hjartanlega er heilsast með handabandi og kossum. Hljómleikenda hópur stór við höfn þar fremstur glitrar. í hundrað manna karlakór hvein ,svo landið titrar. Um höfuðstaðinn svo flaug senn í sveiflum vegleg kerra, með ýmsra landa aðalsmenn og ameríska herra. Um ísland nætursólin sést senda ljós að torgum; og Reykjavík þeim reyndist bezt með reglu af heimsins borgum. Guðjón H. Hjaltalín. DR. K. J. AUSTMANN Wynyard —s— Sask. Talafmlt 28 888 DR. J. G. SNIDAL TANNLÆKNIR 814 lomerMt Block Partata Aveaae WINNIPEQ BRYNJ THORLAKSSON Söngstjóri Stillir Pianos og Orgel Simi 38 345. 594 Alverstone St.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.