Heimskringla - 25.11.1931, Blaðsíða 5
WINNIPEG 25. NÓV. 1931
HEIMSKRINGLA
5. BLA-USÍÐa
■dökk augu, harla lítið íslend-
ingslegir. Skömmu síðar var eg
á ferð vestur í Miðdölum. Þá
mætti eg tveimur mönnum ríð-
andi, og virtist mér ekki betur
en að þarna væru Sýrlending-
arnir mínir komnir. Og hissa
varð eg, er þeir ávörpuðu mig
á íslenzku og það kom í ljós,
að þeir voru tveir bændur inn-
an úr Laxárdal eða Hvamms-
sveit. Þeir voru svo nauða-líkir
Sýrlendingunum, en aðeins of-
urlítið ljósari á hörund.
Þessi tvö dæmi sýna, ef þess
þyrfti með, að sameiginleg
tunga og sameiginleg saga um
aldaraðir þarf ekki að bera vott
um sameiginlegan mannflokk,
— að þjóðir og mannflokkar
eru sitt hvað. Menn skifta oft
um tungumál, en ekki um hann
eða útlit. Svertingjarnir í Banda
ríkjunum tala ensku, en eru
þó ekki af sama mannflokki
sem “hvítir” Bandaríkjamenn
sem einnig tala ensku. Aftur á
móti tala Svertingjarnir í Brazi-
líu portúgölsku. — Allar Év-
rópuþjóöir eru samsettar af
ýmsum mannflokkum, aðeins í
ólíkum hlutföllum. Kynhreinar
þjóðir finnast helzt á meðal af-
skektra náttúruþjóða (“villi-
þjóða ’). Þó er náttúrlega mik-
ill munur á því, hve kynhrein-
ar Evrópuþjóðirnar eru. — En
mikill hluti af Evrópumönnum
eru kynblendingar, sem ýmist
hafa til að bera sambland af
eiginleikum foreldra sinna og
forfeðra, eða “kippir algerlega
í kynið” til annars eða eins
mannflokkksins (samkvæmt
erfðalögmáli Mendels).
Mannflokkarnir eða kynin í
Evrópu eru talin að vera fimm,
norræna kyniö (homo cæsius),
vestræna kynið ((homo medi-
terraneus), austræna kynið
(homo alpinus), dínarska kyn-
ið og baltiska (austur-baltiska)
kynið. Hér að framan hefir
lauslega vei'ið minst á einkenni
þau, sem farið er eftir, en að-
eins þarf því við að bæta, að
stutthöfðar kallast menn, ef
breidd höfuðsins, þar sem það
er breiðast, er 80% af lengd
þess (lengdin talin 100) eða
meira, en langhöfðar, ef breidd-
in er minna en 80% af lengd-
inni. Auðvitað kemur lag höf-
uðsins að öðru leyti líka tii
greina. Menn eru mis-langhöfð -
aðir, þó langhöfðar séu, o. s.
frv., og hverju kyni er eigin-
legt sérstakt höfuðlag og and-
litslag.
Norræna kyniS er yfirleitt há-
vaxið (meðalhæð karlmanna
um 174 cm.) og grannvaxið
eftir hæðinni. Það er frekar
langleitt og langhöfðað, höf-
uðsmál (index cephalicus) um
75 að meðaltali; veldur það
þessu einkum, hve hnakkinn
stendur langt út. Ennið er ekki
hátt og hallar aftur, með greini-
legum brúnbogum; nefið er
hátt og beint, oft með lið á, —
hárið ljóst, (stundum rautt) í
æsku, en döknar oftast meira
og minna með aldrinum, verð-
ur skollitt eða jarpt; hárafarið
er slétt eða liðað, hárið mjúkt
og fíngert. Hörundsliturinn er
bjartur, blóðið skín í gegn, —
æðarnar sýna, a. m. k. í æsku,
“bláa blóðið". Nefna mætti
mörg fleiri einkenni, en hér
verður staðar numið.
Vestræna kynið er fremur
lágvaxið (meðalhæð karlmanna
160 cm. og þar yfir), grann-
vaxið og ’nett”. Höfuðlag og
andlitsfall er líkt og hjá nor-
ræna kyninu, en aðeins nett-
ara og mýkra, — nefið styttra
og ber ekki eins mikið á hök-
unni. Augun eru móleit eða
dökkbrún, augnaráðið glaðlegt,
— hárið er dökkbrúnt eða svart,
en annars líkt að gerð og á
norræna kyninu. Hörundslitur-
inn er móleitur, varmur og lif-
andi, — lítill roði í vöngum.
Austræna kynið er fremur
lágvaxið (meðalhæð karlmanna
163 cm.), gildvaxið og luralégt.
Það er breiðleitt og stutthöfð-
að, höfuðs-mál um 88 að með-
! altali — höfuðið hnöttótt,
hnakkinn stendur lítið út. Enn-
ið er nokkuð hátt, nefið lágt
að ofan og breitt að framan,
stutt, — hakan breið og ber lít-
ið á henni. Augun eru móleit
eða- dökkbrún, en augnaráðið
daufara en hjá vestræna kyn-
inu; augun liggja framar en í
þeim tveim kynjum ,sem að
framan eru talin. Hárið er dökk
brúnt eða svart, hart og gróft;
skeggvöxtur og líkhár minni en
á langleitu mannflokkunum í
Evrópu. Hörundsliturinn er gul-
móleitur og daufur.
Dínarska kynið er yfirleitt
hávaxið (meðalhæð karlmanna
um 173 cm.) og sterklegt. Það
er langleitt, en stutthöfðað,
höfuðsmál um 85—87, — höf-
uðið hátt, en hnakkinn stend-
ur mjög lítið út yfir hálsinn,
og er oft eins og sniðið sé aft-
an af höfðinu. Ennið er allhátt
og breitt, brúnabogamir greini-
legir; nefið er langt og hátt,
(oft bogið, ‘“kónganef”) og
þykt í endann; á hlið sést meira
af miðsnesinu en á öðrum norð-
urálfu kynjum; — hakan er
greinileg, en ávalari en á nor-
ræna kyninu. Augun eru mó-
leit eða dökkbrún, — augna-
ráðið djarflegt. Hárið er dökk-
brúnt eða svart, oftast liðað,
sjaldan slétt, en fíngert; hár-
vöxtur mikill, skeggvöxtur og
líkhár, augabrúnir loðnar. Dín-
arskar og vestrænar konur hafa
oft dökkan, smágerðan hýung
á efri vör (“skegg”). Hörunds-
liturinn móleitur.
Austur-baltiska kynið er
fremur(lágvaxið (ef til vill ívið
hærra en austræna kynið), gild-
vaxið og luralegt, jafnvel enn
meira en austræna kynið; eink-
um er það herðabreitt og yfir-
leitt stórbeinótt. Það er breið-
leitt og stutthöfðað, höfuðs-
málið líkt og á austræna kyn-
inu, en höfuðlagið alt “kant-
aðra”. Ennið er nokkuð hátt og
breitt; nefið er jafnvel enn lægra
að ofan en á austræna kyninu,
en hafið upp að framan (“kart-
öflunef”), oft mjög stutt. Lítið
ber á hökunni, en aftur á móti
ber oft mikið á kinnbeinunum.
Augun eru blá (vatnsblá, “blá-
hvít’’) eða grá, en ekki eins
hvöss og fjörleg og í norræna
kyninu. Hárið er ljóst, líkt og
á norræna kyninu, en þó sjald-
an rautt eða rauðleitt (“gull-
ið”): það er að gerð hart og
gróft, eins og á austræna kyn-
inu. Skeggið er þunt; hörunds-
liturinn er Ijós-gráleitur, blóðið
skín lítt eða ekki í gegn.
Sumir mannfræðingar telja.
að leifar af fleiri mannflokkum
finnist í Evrópu, en ekki verður
um það rætt hér. Ekki verður
heldur rætt um afbrigði þau, er
fyrir geta komið innan hvers
kyns (sjá t. d. norræna kynið:
Halfdan Bryn: Der nordische
Mensch, Munchen 1929). Aftur
á móti skal nú í stuttu máli
skýra frá aðalstöðvum eða
hetenkynnum hvers kynsins um
sig.
Norræna kynið er algengast
í Skandínavíu, Danmörku (þar
þó mjög blandað austrænu
kyni), Norður-Þýzkalandi, Hol-
landi, Normandíi á Frakklandi,
Skotlandi og Norður-Englandi,
Eystrasaltslöndunum og með-
fram ströndum Finnlands. En
á víð og dreif er það um alla
Evrópu, austur í Asíu og suður
um Norður-Afríku -— fyrir ut-
an nýlendur eða landnám Ev-
rópumanna af norrænu kyni í
öðrum heimsálfum.
Vestræna kynið er algengast
á Pyreneaskaganum (Spáni og
Portúgal) og meðfram nqfður-
strönd Afríku (frá og með Mar-
okkó og alla leið að Egypta-
landi), suður-ítalíu og ítölsku
eyjunum, í suður- og vestur-
hluta Frakklands í Rúmeníu og 1
vestan til á Bretlandseyjum. —: ^
Nokkurskonar áframhald af
vestræna kyninu og náskylt því
er Vesturasíu-kynið (í Arabíu1
o. v.), sem einnig er dökt lang-
höfðakyn.
Austræna kynið er algengast
um miðbik Frakklands, suðvest-
hluta Þýzkalands, Slésíu, Bæ-
heim, en á víð og dreif um
því nær alla Evrópu.
Dínarska kynið er mest í suð-
urhluta Bayerns (Bavaraia) og
Austurríki, og þaðan suður um
allan Balkanslcaga vestanverð-
an (Júgóslavíu, Albaníu og suð-
ur á Grikkland, sem er þó mjög
vestrænt að kyni) ; ennfremur í
Ukraine (Suður-Rússlandi) og
á víð og dreif um Norður-ítalíu
og víðar. Áframhald af dínarska
kyninu og náskylt því er Litlu-
Asíu eða Kákasuskynið (í Litlu-
Asíu, Armeníu og Kákasus),
dökkir, mjóleitir stutthöfðar.
Austur-baltiska kynið er al-
gengast á Finnlandi og Norður-
Rússlandi, en annars á víð og
dreif um Norður- og Mið-Ev-
rópu. Austur-baltiska og aust-
ræna kynið standa sennilega
í nokkuð nánu sambandi við
Mið-Asíu kynið, sem teygir sig
vestur á Skandinavíuskagann,
þar Sem eru Lappar, lágír,
dökkir stutthöfðar.
Gyðingar, sem dreifðir eru
víða um Evrópu, en einkum á
Póllandi og Rússlandi, eru þjóð,
en ekki mannflokkur, þótt þeir
hafi ef til vill verið á leiðinni
til þess að verða að nokkurs-
konar “óekta" mannflokki sök-
um þess, hve mjög þeir hafa
gifzt innbyrðis og haldið sér
aðgreindum. Þeir eru að upp-
runa blendingur iir mörgum
kynjum, en einna mest ber á
Litlu-Asíu kyninu. —
En hvaða kyn er nú hér á
íslandi? Það leikur ekki nokk-
ur vafi á því, að norræna kynið
er hér lang-algengast (samkv.
rannsóknum próf. Guðm. Hann-
essonar, sem frá er skýrt í
hinni ágætu bók hans: “Körper-
masze und Körperproportionen
der Islender”, Rvík 1925). Þó
mun finnast hér slæðinguy af
öllum Evrópukynjunum, einicum
því austræna og austur-balt-
iska), en langmest ber á því
norræna.
Eg “sat yfir” einu sinni sem
oftar í prófi í Mentaskólanum.
í stofunni voru 10 nemendur.
Mér til gamans fór eg að at-
huga þá. Þarna voru 6 piltar og
4 stúlkur. Af þeim voru 7 Ijós-
hærð og blá- eða gráeyg, auð-
sjáanlega langhöfðar, einn rauð
hærður, bláeygur langhöfði, 1
skolhærður, móeygur lang-
höfði, og 1 dökkhærður, blá-
eygur stutthöfði. Það er auð-
vitað ekki ráðlegt að draga
neina “statistic” út af þessu,
en eg gæti trúað, að hlutfallið
af norrænu blóði í íslendingum
væri eitthvað líkt þessu, eink-
um þegar þess er gætt, að Ijós
hára- og augnalitur er “víkj-
andi’’ eiginleiki, og ber því
minna á honum en vera ætti í
réttu hlutfalli við magnið af
norrænu blóði. Guömundur pró-
fessor Hannesson fann hér 89.4
% ljóseygt fólk og aðeins 4.4
% hreinbrún augu.
Frh.
VERIÐ Á VERÐI, ÍSLEND-
JNGAR!
“Hver faðir eða móðir, sem
atkvæði greiðir með áfengis-
sölu i nokkurri mynd, biður
um bölvun yfir börn sín, og
hlýtur fyr eða síðar að líða
fyrir þann glæp sorgir og
samvizkubit.”
William Jennings Bryan.
í síðasta blaði Heimskringlu
birtist grein eftir kunningja
minn S. J. Scheving í sambandi
við væntanlega atkvæðagreiðslu
27. nóvember á Gimli. Þar er
haldið fram ýmsum fáránleg-
um kenningum, sem ekki væri
rétt að láta fljúga með ókliptar
fjaðrir.
1. Höfundur segir að “boot-
leggers” fjölgi, þar sem áfeng-
issala sé bönnuð með lögum.
Hér eru bókstaflega höfð enda-
skifti á sannleikanum. Fyrir
því hefir fengist full reynsla og
óræk sönnun, að þar sém á-
fengissala er leyfð, vex ólöglég
áfengissala (bottlegging) stór-
kostlega — á Gimli sem ann-
arsstaðar. — Þetta er eðlilegt.
Þar sem lögin leyfa einum söl-
una, er auðvelt fyrir annan að
selja í skjóli þess leyfis; því þó
einhver sjáist þar ölvaður, er
ervitt að sanna, að hann hafi
fengið áfengið ólöglega. Þar
sem aftur á móti engin áfeng-
issala er leyfð, er hægt að
krefja hvern þann, sem ölvaður
sést, til sagna um það, hvar
hann hafi náð í eitrið, og á
þann hátt má finna hinn seka.
Þetta atriði veldur því, að boot-
leggers fækkar æfinlega, þar
sem algert áfengisbann er lög-
leitt, en fjölgar þegar það er
afnumið.
2. Kunningi minn Scheving
heldur því fram, að það sé
sama sem að “lofa Gimli ekki
að lifa”, ef áfengið sé þar dæmt
í útlegð. Sé það satt, að Gimli
bær lifi ekki á öðru en áfeng-
iseitri, þá er sannarlega mál til
komið, að hann hætti að lifa.
En sem betur fer vita það all-
ir. að þessi staðhæfing er á
borð við aðrar röksemdir þeirra
sem verndarhendi vilja halda
yfir áfengissölunni. Gimlibær
hefir lifað þau ár, sem áfengið
var útlægt — já lifði eins góðu
lífi og nokkru sinni endrarnær.
3. Höfundur segir, að “gáf-
uð Gimlikona” hafi sagt í sum-
ar, að áfengið yrði selt fyrir
utan bæjarlínuna, ef það væri
rekið úr bænum. Samt hefir
hann hlíft þessari “gáfuðu
Gimlikonu’’ við því að birta
nafn hennar, og var það vel
gert að hlífa henni við þeim
ósóma að opinbera hana með
nafni sem verrídara eitursölunn-
ar á Gimli» Það vita allir, þótt*
ekki séu sérlega gáfaðir, að
leyfi fæst alls ekki til þess að
selja áfengi fyrir utan bæjar-
línuna á Gimli. Sú grýla er
fundin upp af brennivínsverj-
endum til þess að hræða fólkið
og bleklíja það, ef ske kynni að
sú hræðsla héldi því frá að
greiða atkvæði á móti “bjórn-
um”.
Reynt er í greininni að slá
á tilfinningar íslendinga með
því,, að landi vor Jón Thor-
steinsson líði fjárhagslegt tjón,
ef hann verði að hætta vínsöl-
unni.
Eg fyrir mitt leyti hefi ekk-
ert horn í síðu Jóns Thorsteins
sonar; hann er kunningi minn
og eg hefi margt við hann að
viröa. Saiua er að segja um
Sæunni Anderson í Árborg; hún
er gömul kunningjakona mín og
eg get sagt það með sanni, að
eg vildi fremur gera þeim báð-
um greiða en ógreiða. En kunn-
ingsskapur eða vinátta, skyld-
leiki eða tengdir, mega aldrei
fá það vald yfir nokkrum
manni, að hann þeirra vegna
selji sannfæringu sína eða
bregðist skyldum sínum í af-
stöðu sinni til almennra vel-
ferðarmála. Þótt það væri fað-
ir minn eða bróðir, móðir mín
eða systir, sem um áfengissölu
sækti, mundi eg eindregið berj-
ast gegn því að hún yrði
leyfð. Mér er það alveg sama,
hvort eitursalinn heitir Jón
Thorsteinsson, Sæunn Ander-
son, Belsebub Satansson eða
eitthvað annað. Áfengisverzlun
er altaf og allsstaðar bölvun
hverju mannfélagi, og atvinna
sem enginn ætti að stunda.
Eg vil alvarlega benda öllum
mæðrum og feðrum í Bifröst
og Gimlisveit á það að atkvæði
þeirra 27. nóvember með bjór-
sölunni er sama sem atkvæði
með því, að leggja snöruna í
veg barnanna sinna og beiðni
um það að drykkjuskóla sé við-
haldið á Gimli og Árborg.
Eg enda svo með orðum hins
mikla manns, sem eg ritaði í
fyrstu; lesið þið þau og íhugið:
“Hver faðir eða móðir, sem
atkvæði greiðir með áfengis-
sölu í nokkurri mynd, biður um
bölvun yfir börn sín og hlýtur
fyr eða síðar að h'ða fyrir þann
glæp sorgir og samvizkubit.”
Munið þessi orð Bryans við at-
kvæðaborðin í Árborg og Gimli
þann 27. nóv.
Sig. Júl. Jóhannesson.
UM VIÐA VERÖLD.
(Frh. frá 1. bls.)
finni upp söguna og segi hana.
Listin verður einmitt betri af
því að hún getur unnið úr ákaf-
lega miklum efnivið, sem öllum
kynstofninum er sameiginlegur
og kunnur. Það er tímaeyðsla
fyrir listamanninn, ef hann á
að gera efni sitt kunnugt les-
endum eða áheyrendum, Það
verk á að hafa verið unnið
fyrir hann áður, í nýjustu bók
sjálfs mín, segir Masefield, hafa
allar sögurnar verið sagðar áð-
ur.
Um vinnubrögð sín segir
Masefield svo, að ritmenska sé
lögmál tilveru sinnar, eins og
Hindúar komast að orði, en
annars sé veröldin full af ýmsu
skemtilegu, sem sig langi til
að gera, og ef hann léti það
eftir sér mundi hann sennilega
aldrei skrifa neitt. Lögmáli til-
veru sinnar verða menn að
hlýða undir öllum kringum-
stæðum, segir Masefield. Ef
menn gera það ekki, eiga menn
það á hættu, að allskonar ógn-
ir og óhöpp hendi þá. Þeir
verði brjálaðir, eða deyi ungir,
eða eitthvað slíkt.
Masefield segist yrkja á
morgnána, á kvöldin og um
miðjan daginn, en segist þó
reyna að komast hjá því að
skrifa á kvöldin. Hann segist
aldrei gera neinar athugasemd-
ir eða nótur, heldur leggja alt
á minnið, sem sér detti í hug,
og ef að hann gleymi einhverju,
segist hann álíta það vott þess,
að það hafi ekki verið vert
þess að yrkja um það.
Masefield segir að sér sé
það afskaplega örðugt að yrkja.
En hann segist ekki leyfa sjálf-
um sér neinn afslátt, ekki leyfa
sér að standa upp, þegar hann
sé einu sinni seztur niður, fyr
en hann hafi skrifað að minsta
kosti fjögur hundruð orð í lausu
máli eða að minsta kosti ellefu
línur í ljóðum og helzt tuttugu
í lotunni. Þá kom andinn stund-
um svo hatramlega yfir mig, að
eg orti með alveg ótrúlegum
flýti, tvo til þrjú hundruð ljóð-
línur á dag eða fimm þúsund
orð í lausu máli. Masefield seg-
ist svo leiðrétta og laga og um-
skrifa það, sem hann yrki, unz
hann sé svo ánægður með það,
að hann láti það frá sér fara.
Hann segir frá því til dæmis
um það, hversu langan tíma
eða stuttan það taki sig að
yrkja, að tvö af helztu kvæðum
sínum (The Everlasting Mercy,
og The Widow in the Bye
Street), hafi hann hvort um
sig ort á þrem vikum og þrem
dögum. En fyrra kvæðið er 1800
línur, en það síðara 250 sjö línu
vísur, eða þau eru bæði viðlíka
löng. Hefir hann þá ort sjö til
átta vísur í seinna kvæðinu a
dag til jafnaðar.
Masefield segir, að það hafi
, altaf frá því að hann var dreng-
I ur, verið ætlun sín að verða
skáld. En hann var svo fátæk-
ur, að hann hélt að hann gæti
ekki orðið það, og á 13 til 17
ára aldrinum segist hann ekk-
ert hafa getað lesið. Þá var
hann til sjós. Þegar hann var
18 ára segist hann hafa farið
að lesa kveðskap fyrir alvöru
og byrjað á Chaucer. Síðan seg-
ir hann að það hafi verið venja
sín að kaupa eina eða tvær
ódýrar ljóðabækur á viku.
John Masefield er nú af mörg
um talinn eitt snjallasta og sér-
kennilegasta Ijóðskáld, sem uppi
er og ýmsar sögur hans og
leikrit hafa einnig náð mikl-
um vinsældum. Hanahefir skrif
að frískar og fjörugar sjó-
mannasögur og ferðakvæði, lýs-
ingar á lífi fátæks fólks, sögu-
leg leikrit og æfintýralegar sög-
ur.
• • •
Uppruni og þróun menningar-
innar.
Gabriel Hanotaux um nýjar
rannsóknir við Rauðahafið.
Löndin í kringum Rauða haf-
ið hafa lengi verið þrætuepli og
vandamál og hvert heimsríkið á
fætur öðru og margir merk-
ir þjóðhöfðingjar heimsveld-
anna hafa haft afskifti af þeim,
frá faróum Egyptalands, Alex-
ander og Ágústusi og til Napó-
leons. Það var að lokum franski
verkfræðingurinn Lesseps, sem
að vissu leyti leysti þetta vanda*
mál með því að gera Súez-
skurðinn. Löndin þarna um
þessar slóðir hafa ekki einungis
verið merkileg vegna þess, hve
mikið pólitískt og hernaðarlegt
gildi þau höfðu, og hafa, en
einnig vegna hins, að fólkið, er
býr þarna, er einkennilegt. Það
er seigt og sérkennilegt fólk,
sem býr þarna svo að segja á
vegamótum hinna ólíkustu þjóð
flokka, gulra manna í Austur-
Asíu, indóevrópea í Indlandi og
Blámanna í Afríku.
Saga þessa fólks *er nú að
koma fram í nýju ljósi við rann-
sóknir, sem gerðar hafa verið
þarna undanfarin ár og franski
sagnfræðingurinn Gabriel Hano
taux hefir nýlega skrifað um.
Það er ekki venja að segja
mikið í sögu frá Nabatíu og
Petra, höfuðborginni þar. En
þetta land er nú að draga að
sér sívaxandi athygli rannsókn-
armanna, einkum fornfræðinga.
Það liggur að norðanverðu að
löndum þeim, sem biblíusög-
urnar segja frá og að sunnan-
verðu nálgst það helgistaði Ar-
aba. Þar hafa fundist merki-
legar rústir og menjar um æfa-
gamalt og áhrifaríkt menning-
arlíf. Þar hafa einkennileg
súlnagöng verið höggvin í lóð-
rétta hamraveggi og innan við
göngin hafa fundist djúpir hell-
ar og margir salir, og í sölun-
um er mikið af mannabeinum,
raðáð í skot í hamraveggina.
Aðrar menjar þekkja menn
nú ekki eftir’ nabateana, ekk-
ert nema grafir þeirra, og þær
einkennilegu upplýsingar eru til
um þá í gamalli heimild (hjá
Diodoros frá Sikiley, að það
hafi verið bannað í þjóðfélagi
þeirra, að viðlagðri dauðahegn-
ingu, að byggja hús, sá korni
eða aldinakjarna og að drekka
vín.
Þessir menn voru hirðingjar
og hirtu ekkert um það að
byggja yfir sig hús, sem staðið
gætu, en þeir bygðu grafhýsi
yfir sig dána. En þeir voru
verzlunarmenn fyrst og fremst
og hafa með verzlunarferðum.
sínum haft mikil menningará-
hrif. Þótt þeir reistu ekki hús
og létu ekki eftir sig mikil sjá-
anleg merki menningar sinnar,
hafa fundist eftir þá ýms önnur
merki, sem mátt hefir rekja
eftir slóð þeirra. En það eru
myntir ýmsra þjóða, sem þeir
hafa verzlað við, t. d. aþenskir
peningar frá því á þriðju öld
fyrir Krist.
Hanotaux lýsir þeim svo, að
þeir áttu ekkert hús nema tjöld.
Ekkert heimili nema gröfina.
Ekkert musteri nema himininn.
Ekkert fást þjóðskipulag, aðeTns
stjórnlausa ættbálka. Engan
fastan aðsetursstað og þar af
leiðandi enga fjölskyldu og enga
eða fáa þræla. Alt líf þeirra fer
fram undir beru lofti, á sandi
öræfanna undir háum himnin-
um. Líf mannanna skilur að-
eins eftir forgengileg spor, sem
sandurinn fýkur í.
En smám saman breyttist
þetta líf og hjarðmennirnir
urðu að bændum. Og þeir höfðu
þrátt fyrir alt látið eftir sig
merkar menjar, ekki eingöngu
grafir sínar, en einnig í lífi
menningarinnar. Þeir voru milli
liðir milli margra þjóða og hjá
þeim áttu, síðast en ekki sízt,
upptök sín hugmyndir um siða-
lögmál, komið til mannanna af
himnum og ákveðið af skapar-
anum sjálfum.
Þessi mál eru ekki enn rann-
sökuð til fulls, en fræðimenn
álíta að saga nabatea eigi eft-
ir að varpa verkilegu ljósi á
uppruna og þróun menningar-
innar.
(Lögr.)