Heimskringla - 02.12.1931, Blaðsíða 5

Heimskringla - 02.12.1931, Blaðsíða 5
WINNIPEG 2. DES. 1031. HEIMSKRINGLA 5 BLADSlÐ. næstum því dygð, að líta þar inn einu sinni á mánuði, — þá er ómögulegt að draga af því aðra ályktun en þá, að fyrst komi Mickey Mouse til greina í sáluhjálparefnum vor á meðal, og því næst guð almáttugur, skapari himins og jarðar. Það má vera steinblindur maður, sem ekki sér það og skilur, að þessi félagsskapur, sem kallaður er kirkja, iifir bók- staflega eins og Lazzarus við dyr ríka mannsins, þessi vesal- ingur, sem varð að láta sér það nægja að nærast af molunum, sem féliu af borðum ríka manns ins, og var fleygt í hann, stund- um ef til vill af brjóstgæðum og góðum hvötum, en eins oft með eftirtölum og ónotum. Og taki menn eftir að þetta er það, sem menn nefna guðs- dýrkun, þannig reisir kynslóð nútímans guði sínum musteri og vegsamar hans nafn. Og þannig er sá vitnisburður, sem ástand kirkjunnar yfirleitt ber um trú safnaðanna! Eg er ekki að áfellast neinn eða neina sérstaklega. Og það er ef til vill engan hægt að á- fella eða saka um það, þótt ein kynslóð sé trúlausari en önn- ur. En eg ef aðeins að reyna að gera oss það ljóst, í hvert ó- fremdar ástand kirkjan er hníg- in, ekki aðeins hjá oss, heldur yfirleitt víðast hvar, þar sem kirkjur eru með svipuðu fyrir- komulagi. Því eg sé ekki, hvað unnið er með því að vera að blekkja sálfan sig á nokkurn hátt. Mér finst, að það muni vera langhollast að líta á hlutina eins og þeir eru. Að minsta kosti ber eg ennþá svo mikla virðingu fyrir kirkjunni, að eg vil hvorki standa í þess- um prédikunarstól eða öðrum lengur en eg get hugsað og tal- að með fullri hreinskilni. Og þá vil eg segja það alveg af- dráttarlaust, að það hefir stund- um komið mér næstum því grátbroslega fyrir sjónir, að fólk skuli vera að basla við að halda saman þeim félagsskap guði til dýrðar, sem það vantar svo til- finnanlega trú á, að það telur sér vera frekar til byrði en styrktar. Slík guðsdýrkun er yfirleitt ein hin gífurlegasta fjarstæða, sem hugsast getur, að maður ekki segi að hún gangi guðlasti næst. Því að ef vér á annað borð tryðum af nokkurri alvöru á guð og hans dýrð, þá myndum vér heldur ekki j'mynda oss, að honum væri nokkur þægð í þeirri þjón- ustu ,sem int væri af höndum með ófúsum hug og engri gleði. Þær þjáningar eru sannarlega nógu margar, sem guðsbörn verða iðulega að undirgangast, þótt kirkjunni sé ekki bætt þar ofan á, ef hún er flokkuð til þeirrar greinar. * * * Eg hefi nú talið fram nokkur rök þeirrar spurningar, hvers- vegna fólk sé að viðhalda kristindómi og kirkjum hér í Ameríku, og guðstrú að nafn- inu til, þar sem svo lítil trú er í raun og veru og finnst sumum ef til vill, að eg hafi verið of þungorður í garð safn- aðanna og borið þeim um of trúleysi í brýn. Hitt, kynni fólk að segja, lægi mér nær að skygnast eftir því, hvort sök- in á því, að vegur guðskristni er ekki mikill vor á meðal, sé ef til vill ekki eins mikil hjá oss prestunum, oss sem eigum að vera boðendur og sáðmenn orðsins. Það er mjög sanngjarnt að líta á þetta og dettur mér sízt í hug að neita því, að syndir prestanna séu bæði margar og miklar og að þeir séu á ýmsan hátt lélegri þjónar, en þeir ættu að vera, þó að syndir þeirra séu venjulegast á öðrum sviðum en alment er talið. En samt sem áð ur er fávizka og misskilningur þeirra manna mjög mikill, sem halda, að unt sé að stofna guðs- ríki einungis með góðum presti. Oss er iðulega borið það á brýn bæði upp í eyrun og und- an þeinj, að því aðeins séu þunt skipuð sæti í kirkjunum, að vér höfum lítinn boðskap að flytja, eða að vér séum ekki nógu vikaliðugir að smala fólk- inu saman í kirkju. Góðir prest- ar hafi ávalt fullar kirkjur. Án þess að eg ætlist til að þetta sé skilið sem nokkur varnarræða fyrir sjálfan mig, þá vil eg leyfa mér að andmæla því hik- laust, að nokkur slík regla sé gildandi. Það kann satt að vera, að ef vér værnm eins góðir leikarar í andlegum efnum og kvikmyndaleikararnir eru á sínu sviði, þá kynni oss að takast að ná þolanlegri kirkju- sókn og tryggja kirkjunum með því nægilegt rekstursfé. Hitt er annað mál, hvort sæmilegt væri að þjóna guði á þann hátt eða hvort andlegi ágóðinn af því starfi væri peninganna virði og að nokkru leyti meiri en af starfi leikaranna í Hollywood'. Sannleikurinn er sá að menn hlusta gjarnast á það sem lé- legast er og þess vegna er góð- ur prestur sízt að öllu trygg- ing fyrir fullri kirkju. Þegar Jesús Kristur ætlaði að fara að prédika fagnaðarboðskapinn yfir kunningjum sínum í Naz- aret, fylltust þeir mikilli reiði og vildu ekki hlusta á hann og ætluðu jafnvel að hrinda hon- um niður af klettabrún. Sú kynsióð sem hann prédikaði yfir misþyrmdi honum og krossfesti hann að lokum til þess að þurfa ekki að hlusta á hann og jafn- vei nánustu lærisveinar hans hurfu frá honum. Þannig hef- ir ávalt farið um alla spámenn. Hinsvegar hefir reynslan sýnt það að allskonar skrumprédik- arar hafa jafnan fengið góða á- heyrn, einkum ef þeir hafa ver- ið meiri ofstopamenn en vit- menn, og einkum ef þeir hafa verið nógu óhlutvandir til að fullyrða allt það sem þeir hugsa að fólk vilji heyra, hvort sem þeir gera sér nokkra hugmynd um að það sé satt eða logið. Allir tungumýkstu hræsnarar hafa sópað að sér fólki í þús- undatali, þar sem beztu heim- spekingar hafa ekki fengið nema örfáa tugi til samanburð- ar. Þetta sýnir það skýlaust, að engin ástæða er tii þess frekar en verkast vill að setja það á syndaregistur prestanna, þótt söfnuðirnir sæki iila sínar eigin kirkjur. Það er þeirra eigin sök og einkis annars. Og ef til þess er ætlast, eins og sumstaðar úti á landinu, þar sem prestar hafa bíla, að þeir aki fyrir hvers manns dyr, og smali mönnum saman til að hlusta á sig, þá sýnist svo að hugmynd safnað- anna sé orðin sú, að allt kirkju- starfið sé unnið í þágu prest- anna einna og gert til að afla þeim lífsviðurværis af náð og miskunn. En þegar kirkjustarf er komið í það horf og unnið með þeirri ímyndun, þá segi eg fyrir mitt leyti, að eg hefi enga tilhneigingu til þess að vera prestur upp á þau býti. Eg vildi miklu fremur vinna hér um bil hvert annað starf sem væri. Enda er mín hugmynd sú, að söfnuður sé altaf fyrst og fremst til sjálfs sín vegna, en ekki vegna neins prests, er við hann starfar, og þessvegna sé það á engan hátt nóg að prest- urinn einn hafi áhuga fyrir alla. Það er ekkert, sem getur rétt- lætt tilveru safnaðar nema hans eigin trú. Og ef það er ber- sýnilegt oröið, að sú trú er lítil, og að söfnuðurinn sjálfur hefir ekkert vaxtarafl í sér eða löng- un til viðhalds, fram yfir það sem presturinn eða örfáir menn vilja vera láta, þá finst mér það vera orðið gersamlega gagnslaust og tilgangslaust að halda honum við. Slíkur fé- lagsskapur getur hvorki orðið guði eða mönnum til vegsemd- ar, af því að enginn skilur til hvers hann er. Og þá er alltaf hollast og eðlilegast, að það sem ekki vill eða getur lifað fái að deyja. Ef til vill væri þk örlítil von til þess, að upp af rústum þess, sem hrynur, gæti risið ein- hver annar félagsskapur, sem einhver lifandi kraftur væri í og væri þessvegna hæfur að lifa af sinni eigin dygð. Svo gæti að minnsta kosti virst, að þetta væri hugsanlegt, ekki sízt ef nokkur hæfa væri fyrir því, sem eg drap á hér á undan, að sátt- artilraunin milli guðs og mam- mons hafi iðulega endað á þann hátt, að guð væri lokað- ur inni í kirkjunni ,til þess að mammon hefði þeim mun ó- bundnari hendur fyrir utan. Þá væri sannarlega enginn skaði skeður, þótt allar kirkjur væri rifnar. • • * Kunnur prédikari í Banda- ríkjunum, John Haynes Holmes, skrifaði nýlega ritgerð í eitt af tímaritunum fyrir sunnan um það hvort Ameríkumenn væri kristin þjóð. Auðvitað komst hann að þeirri niðurstöðu að ef dæmt væri út frá daglegu lífi og breytni, en ekki kenni- setningum aðeins, þá næði það engri átt að láta sér koma slíkt til hugar. “En svo gerir þetta ef til vill ekki mikið til,” segir hann, því að það er hvorki kristindómur eða nokkur önnur trúarbrögð í sjálfu sér, er oss skortir, heldur aðeins dygð hugans. “Hvað heimtar drottinn annað af þér en að gera rétt, ástunda kær- leika og framganga í lítillæti fyrir guði þínum,’ mælti Mika spámaður fyrir 2700 árum síð- an. Kjarni trúarbragðanna hefir æfinlega verið þessi sami. Hið eina, sem er nauðsynlegt og mikilsvirði fyrir Ameríkumenn eins og hverja aðra þjóð er það, að kunna að setja viturleg lög, dæma þjóðina með réttvísi og gefa mönnum jafnt tækifæri á að öðlast gæði lífsins. Þeir þurfa og að læra að vera misk- unnsamir í meðferð allra mann- legra meina og þjáningar, leit- ast við að ráða bætur á því sem aflaga fer og ástunda frið á jörðu. Ef þjóðin leggur stund á þessa hluti með alvöru, þá gildir alveg einu hverrar trúar hún er að nafninu til. Þá er rétt sama hvort hún hefir fleiri eða færri kirkjur. Hennar hlut- skifti er gott.” Og hann heldur áfram á þessa leið: Ameríka er kristið land að nafninu til. En eg veit að hún er samt sem áður ekki réttlátt land eða trúað í sönnustu merk- ingu þess orðs. Þó að ríki vort sé fætt með frelsisorði, hefir það ekki verið frelsinu trútt. Enda þótt feður stjórnskipunar vorrar skýrskotuðu til þess að allir væri fæddir jafn réttháir, höfum vér samt ekki varðveitt jafnréttið, heldur misþyrmt því í hundruðum mála. Og þó vér höfum svarið að vernda lýð- ræðið,hefir lýðræði vort ekki orðið til annars en að tryggja aðeins örfáum mönnum auð og völd, en undiroka allan fjöld- ann. ' Ameríska þjóðin játar miklu, en trúir litlu. Hún læst vera dyggðug og standa framar öðrum þjóðum að ágæti. En samt lætur hún viðgangast sín á meðal örgustu stjórnmálaspill- ingu og iðnaðarkúgun. Hún fóstrar með sér ótrúlega auð- virðilega og grófgerða þjóð- menning. Hún elur í barmi sínum ríg og hatur meðal ó- hamingjusamra manna. Hún er sek um hverskonar siðleysi, Iéttúð og glæpi. En megin- synd hennar er þó þessi brenn- andi og blygöunarlausa ást á mammon, sem henni getur aldrei skilist að brjóti nokkurs- staðar í bág við sanna guðs tru. “Eg vildi að Ameríka mætti bæta ráð sitt og leggja niður þessi afbrot sín. Ef það er kristindómur, þá má það eins vel heita því nafni eins og nokk- uð annað. En eg er orðinn svo langþreyttur á því að sjá fólk vera að káka við það sem nefnt er kristindómur með engum á- rangri, að trú mín á kirkjuna og hennar aðferðir er mjög tek- in að veikjast. Það sem oss skortir í bráðina er ekki svo mjög trúflokka rifrildi um það hvað sé kristindómur, heldur gagngerð íhugun og umræður jum það hvað nauðsynlegt sé til góðs lífernis og góðs þjóðskipu- lags. Um það gæti bæði kristn- ir menn og gyðingar, kaþólskir og mótmælendur, lagt jafnvel og viturlega til mála. Því að þetta ætti að vera allra þjóða viðfangsefni. Og ef allir þessir andstöðuflokkar færi að kepp- ast um hver gæti lifað beztu lífi, þá væri það ekki að efa, að mörg kennisetningin mundi gleymast og vera sett á hilluna en meir hróflað við hinu, 9em mikilsverðara er í lögmálinu. Og þá mundi fara fyrir mörg- um á svipaða leið og Nathan vitra hjá Lessing, þegar hon- úm var hrósað fyrir kristilega breytni. Hann svaraði og sagði: ‘Einmitt hið sama og gerir mig að kristnum manni í aug- um þínum, gerir þig að gyðingi í mínum huga.’ Kirkjur eru engin nauðsyn í mannfélögunum, allra sízt þar sem þeim er aðeins viðhaldið með hangandi hendi í dauðans vesöld. Það sem er nauðsyn- legt, er að vér látum “réttinn vella fram sem vatn og réttlæt- ið sem sístreymandi læk. Krist- nin verður að koma í ljós í þeirri trú einnig, sem birtist í dag- legri breytni vorri utan kirkn- anna. Ef svo má nokkru sinni verða, þá er heldur engin hætta á, að stofnaðar verði kirkjur, sem sundra mönnum og skapa hatur, kennísetningar sem draga menn á tálar eða hleypi- dómar, sem leiða menn í villu. Allt samfélag vort ætti að geta orðið ein slík kristin kirkja, bróðurlegt samfélag þar sem allir vilja með glöðu geði og fúsum huga þjóna almennings velferð.” — * * • Eg hefi rakið orð og hugsana feril hins snjalla predikara, all- greinilega, af því, að, mér finnst að þau mætti engu síður heim færa til vorrar þjóðar en þeirrar sem þau eru töluð til, enda fell- ur margt af því sem hann segir saman við það sem eg hefi sagt í ræðu minni hér á undan. En þegar vér erum nú aftur kom- in að þessari niðurstöðu með John Haynes Holmes, að æski- legast væri að allt mannfélagið væri orðin ein sannkristileg kirkja, þá vaknar enn á ný fyrir oss sú spuming, hvort nokkuð geti þá í sjálfu sér ver- ið unnið við það þótt kirkjan legðist niður? Hvort nokkur líkindi væru til þess, að sú kyn- slóð, sem ann hugsjón Krists svo lítið, að hún getur ekki haldið saman iítilli kirkju utan- um hana, sé þá líklegri að geta, orðið gagsamleg þeirri kirkju, sem ætlast er til að nái yfir allt mannkyn? Eg fyrir mitt leyti sé engin líkindi til þess að svo megi verða. Og þessvegna get eg heldur ekki litið með jafn- aðargeði á ósigur þessara litlu tilrauna, sem menn hafa verið að gera til að skapa guðsríki á jörðu—enda þótt sá ósigur hafi svo oft orðið óumflýjanlegur og sé það ef til vill enn. Því að enda þótt Rómverjar træðu höfuð Jesú Krists undir járnhæl sínum og vér förum iðu lega enn í dag á sama hátt með kenningar hans, þá getum vér samt ekki neitað því, að hann á altaf sitt vissa ítak í hjört- um vorum. Þegar vér erum orðin þreytt á lystisemdum mammons, þegar þau atvik koma til vor, sem hann stendur vanmáttugur gagnvart og niður eilífðarinnar streymir inn í sálir vorar með ómótstæðilegum þunga, þá getur þessi munaðar- lausa rödd, sem svo sjaldan fær áheyrn í annríki daglega lífs- ins orðið sterk eins og gjósandi eldfjall. Þá getur spurningin um rök lífs og dauða orðið svo knýjandi að vér finnum, að hún er í raun og veru meginspurn- ing allrar tilveru vorrar. Þá getur líka þessi þrá, sem biður um fegurð kærleikans inn í sál- ir vorar og lífið í heild sinni orð- ið svo sterk, að mammon í allri sinni dýrð, gleymist um stund- arkorn. Hversvegna skyldum vér þá dauðsvelta með áhugaleysi og deyfð, þennan félagsskap, sem nefnist kirkja, þennan litla vott þeirrar löngunar, sem með oss býr til eilífra hluta? Eg vil að lokum fullyrða það, að þrátt fyrir allt, sem ófull- komið er og ófátt um vort ráð, þá sé þetta þó hin upprunalega og endanlega ástæða fyrir því, að vér höfum reynt að halda saman kirkju, og sú eina, sem er réttlætanleg. FJÆR OG NÆR. Jónas Helgason bóndi frá Baldur, Man, er um tveggja vikna tíma hefir dvalið í bæn- um, fór heim í gær. * » * John J. Arkie augnlæknir verður staddur að Lundar Ho- tel fimtudaginn 11. desember n. k. Þeir sem á augnlækningu þurfa að halda, eru beðnir að veita þessu athygli. * * * Almenn guðsþjónusta verður haldin sunnudaginn 6. desem- ber kl. 2 e. h., í Hayland skóla- húsinu. Paul Johnson prédikar. Efni: Ráðaleysið við dunur hafs og brimgný. Allir velkomnir. • • • Munið eftir opna fundinum, sem Goodtemplarar efna til á fimtudagskvöldið í þessari viku. til að ræða um afnám vínsölu hér vegna kreppunnar. Allir vel- komnir. • • • “Viking” Þessi fræga og alkunna mjmd verður sýnd fyrrihluta næstu viku við Rose kvikmyndahúsið. Hefir myndin þótt hvarvetna mjög tilkomumikil, enda kostaði það mörg mannslíf að framleiða hana, auk meira en mljón doll- fera í peningum. Efnið er barátta við hjátrú og hleypidóma, ís og kulda og hin ægu öfl náttúrunn- ar. Fer meiri hluti atburðanna fram á sjó, í ískreppum og ó- veðri, er að lokum vinnur á skipinu. • • • Tvíbökur Tvíbökur verða seldar um tíma fyrir 15c pundið ef tekin eru 10 pund eða meira. Kringl- ur með sama verði. 724 Sargent Ave. Guðm. P. Thordarson HITT OG ÞETTA Þingkosningar á Frakklandi eiga að fara fram í apríl að ári, en samkv. relendum blöðum, sem hingað bárust nýlega, er ekki útilokað, að þing verði rof- ið í haust í desember. Sum frakknesku blöðin halda því fram, að hvort sem kosið verði í desember eða apríl, sé það engum efa undirorpið, að ensku kosningarnar muni hafa mikil áhrif á úrslit kosninganna í Frakklandi. Frakknesk blöð eru yfirleitt þeirrar skoðunar, að ef jafnaðarmenn vinni í Bretlandi, muni fjárhagserfiðleikamir enn versna. Hinsvegar sé bata að vænta, ef íhaldsmenn beri sig-' ur úr býtum. (Vísir). Ijjníbímtylilatt drmtjfttttu, tNCOAPORATCD MAY 1670. það er ekkert brauð til sem tekur þessu fram að gæðum, hreinleik og saðsemi CANADA BREAD Pantið Butternut brauðin—sæt sem hnotur--kjarngóð sem smjör FRANK HANNIBAL, ráðsmaður.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.