Heimskringla - 02.12.1931, Blaðsíða 6

Heimskringla - 02.12.1931, Blaðsíða 6
HEIMSKRINGLA WINNIPEG 2. DES. 1031. 6. BLAÐSOA Á HÁSKA TÍMUM Saga frá uppreisninni á Indlandi. Eftir Georg'e A. “Ómögulegt að gera við því, góða mín,’’ svaraði doktorinn. “Reynslan sýnir mér að konurnar eru valdar að níutíu og níu af hverj- um hundrað óvildar málum, sem hér hafa komið upp. Þær eru altaf að búa til sína fiokka og “klikkur” og á þann veg setja eina höndina á móti annari í okkar litla félags- skap, þar sem annars gæti ríkt eindrægni, gleði og bróðurþel. Við fárumst um stéttar- drambið meðal Hindúa, en þó er það sem ekk- ert hjá stéttardrambi kvenfólksins okkar, sem hingað kemur til dvalar. Konur embættis- mannanna líta niður fyrir sig á konur her- mannanna, kona hershöfðingjans lítur niður fyrir sig á konu kapteinsins, og svo koll af kolli frá ofanverðu og niður í gegn. Það er ekki þannig með karlemnnina, að minsta kosti hvergi nærri eins. Auðvitað eru heimskir gikkir í þeirra hóp, en yfirleitt er satt, að þegar tveir menn hittast, ber aldrei á að munur sé gerður á stöðu þeirra. Einn er máske lávarður, annar doktor, lögmaður eða ríkisbubbur, en þeir hittast allir sem jafningjar í okkar félagsskap. Það er eitthvað öðruvísi með kvenfólkið okkar hér. Ef það væri ekki svo óþolandi, þá væri hlægilegt að sjá hvemig hver konan fyrir sig hangir drembilega á stöðu mannsins hennar. Auðvitað eru hér marg- ar ágætis konur líka, ein9 og alstaðar, sem enda okkar Indverska félagslíf getur ekki bug- að. En það, að þær eru svo fáar, tiltölulega, að þær lifa svo mikið út af fyrir sig, að ailir karlmennirnir dýrka þær og dáðst að þeim, og, að þær hafa hér bókstaflega ekkert að hugsa eða vinna, nema skemta sér, þetta alt er orsök til þss, að kvenfólk okkar verður vandræða- fólk.” “Hamingjan gefi að eg villist ekki út á þvílíka glapstigu, doktor,’’ sagði Isabel, “og eg ætla að vona að þú verðir svo góður að segja mér hispurslaust, ef þér sýnist eg óvitandi sé að hneigjst í þá átt.” “Að nafninu til er fólk æfinlega fegið að þyggja góðar leiðbeiningar, en í raun réttri reiðist það æfinlega, ef sú fórn er framborin, ungfrú Hannay,” sagði doktorinn, “en af þvi eg fúslega játa að þú hefir til þessa reynst ráðþægnari og skilningsbetri en allar aðrar ungar stúlkur, sem eg hefi kynst, þá skal eg nú hætta á að segja þér til, ef þarf.” “Ef þið eruð nú hætt að borða, þá skulum við nú koma út á pallinn”, sagði majórinn. “Eg sé glöggt að doktorinn er veikur orðinn af ílöngun í reyk.” “Ekki trúi eg því,’ ’sagði Isabel,” því hann reykti nærri alla leið hingað frá Allahabad! t fyrstu ætlaði hann að sitja úti hjá ökumanni, en eg vildi það með engu móti. Eg vandist furðu vel við reykjarsvælu á skipinu, og þó það hefði ekki verið, þá hefði eg heldur viljað þola þykkustu svælu heldur en vera ein inni. Eg veit ekki hvað oft eg hélt að alt væri að kollsteypast, og svo voru rikkir og skrikkir og hróp og köll og svipuhögg og endalaus glumru- gangur. Eg hefði varla viljað vinna mér til lífs að vera ein inni í vagninum, því mér fanst eitthvert óskapa slys vofa yfir á hverju augna- bliki.” “Það er gott þú hefir næði til að jafna þig í dag, Isabel,” sagði majórinn, er þau öll voru búin að koma sér fyrir í þægindastólum úr bambus reyr, úti á pallinum. “Það er kunn- ugt að þú varst á ferðinni í nótt er leið, svo það heimsækir þig enginn í dag. Fólk býzt við að þú sért lúrin og viljir hvíla þig áður en þú kemur fram á skoðunar-plásssið!” “Hvaða viðbjóðslegt orðtak er þetta, frændi?” “Getur verið, en það lýsir sannleika, góða mín. Það er merkis atburður í sögu okkar þegar kvenmaður kemur út hingað frá Eng- landi, einkum sé hún ung og ólofuð, þó það að vísu þyki ekki eins tíðindum sæta í þessu hér- aði, þar sem Englendingar eru svo fjölmennir, en í smærri herstöðvunum er það sannarlega stórmerkur atburður. Karlmennirnir ærast af forvitni að sjá nýkomnu stúlkuna sjálfa, og kvenfólkið þolir ekki við fyrri en það hefir séð hvernig hún er klædd og fengið fregnir um nýjasta kjólasnið heima, Jafnframt er kven- fólkið forvitið að sjá hana sjálfa til þess að geta fengið hugmynd um, hvort hún muni skara fram úr þeirra flokki eða ekki. En í dag máttu hvíla þig. Á morgun verðurðu að fara í þinn bezta búning og skal eg þá brokka með þig milli góðbúanna.” “Brokka með mig! frændi?’’ “Já, góða mín. Siðareglum er snúið öfugt við á Indlandi, að því leyti, að hér er það skylda þess sem nýkominn er að heim- sækja þá sem fyrir eru.” “Ósköp er það óviðfeldinn siður, frændi, einkum þessvegna, að sumar þeirra sem fyrir fiemty mmmmm <>«»4 *4mm*mm***mo^^* mmL eru vilja máske ekki sjá eða heyra þann sem ný. kominn er.” “Nei, góða mín, hér verða allir að fá tæki- færi nð sjá og kynnast öllum aðkomendum, en að því loknu kemur til að athuga hverjum menn vilja kynnast nánar, að velja úr hverju og hverja ekki menn skuli heimsækja. Á morg- um leggjum við því af stað klukkan hálfgeng- inn tvö.” “Hvað, rétt í mesta hitanum, frændi!” “Já, góða mín, það er eitt af því undra- verða við reglurnar hérna að það er ófrávíkj- anleg regla kvenna að heimsækja hver aðra á heitasta tíma dagsins, frá klukkan hálf eitt til hálf gengin tvö. Mér dettur ekki í hug að reyna að gera mér grein fyrir hvernig á því stendur.” “Hvað eru margar konur tilheyrandi þess- ari herdeild, frændi?’’ “Fyrst skal fræga telja, — konu hers- höfðingjans, Mrs. Cromarty; hún á tvær upp komnar dætur, báðar rauðhærðar", sagði dokt orinn. “Hún er eitthvað skyld einhverjum skozkum lávarði, — er að þriðja eða fjórða við hann, að mig minnir. Af þeim skyldleika, og af því maður hennar er hershöfðinginn, berst hún ósköpin öll á og álítur sjálfa sið fádæma mikilhæfa kvenpersónu. Kafteinarnir þrír eru kvongaðir. Mrs. Doolan er írsk kona, kát og skemtieg. Eg veit þér fellur hún vel, því það þykir öllum vænt um hana. Hún á tvö eða þrjú ung börn. Þá er Mrs. Rinfoul, — hún er víst hér um, majór, og óbreytt. Já, eg hélt það. Hún er uppvisnaður ræfill, dáð og fjörlaus al- veg. Hún trúir því staðfastlega að hún þjáist af króniskum sjúkdómi og sendir eftir mér að meðaltali einu sinni í viku. í raun réttri geng- ur ekki nokkur skapaður hlutur að henni, — bara hún fengist til að trúa því. Þá er Mrs. Roberts —* ” “Dæmdu ekki hart, doktor,” greip majór- inn, fram í og hélt svo áfram: “Mrs. Roberts er kona fríð sýnum, góða mín og kærulaus gal- gopi, en saklaus held eg hún sé þó algerlega. Þá er Mrs. Prothero, kona adjútantsins; hún kom út fyrir þremur missirum, falleg kona og mjög vel látin. Svo er ekki nema ein enn að telja, Mrs. Scarsdale, er hingað er komin fyrir sex mánuðm. Hún er mjög hæglát kona og djúphyggin, að mínu áliti. Fleiri konur til- heyra ekki herdeildinni hérna.” “Ekki er nú fjöldinn geigvænlegur,’’ sagði þá Isabel, “en ósköp er eg samt fegin að eiga ekki von á gestum í dag.’’ “Ekki von á gestum!” sagði majórinn. “það er bara nærri öll herdeild sem hingað kemur í dag, — kemur nú innan stundar, en hermennirnir koma til að heimsækja doktor- inn, en ekki þig, Isabel. Hefði hann ekki haft þig með sér, þá hefðu piltarnir nærri allir ver- ið hér í hóp til að taka á móti honum þegar hann kom. Ef þú ert lúin, eins og eg veit að þú hlýtur að vera, þá er þér þessvegna alveg ó- hætt að fara nú og leggjast fyrir og sofna um stund.” “Nei, frændi, eg ætla einmitt að vera hér, því það verður hvergi nærri eins erfitt fyrir mig að heilsa þeim, þegar þeir koma til þess beinlínis að fagna doktornujn, eins og það yrði, ef þeir kæmu til að heilsa mér sérstak- lega.’’ “Það held eg sé nú líka alveg rétt, góða mín. Og þarna koma þeir Doolan og Proth- ero.’’ Um leið og majór Hannay slepti orðinu kom hestur með litla kerru inn um hliðið á garðinum. Kerran nam staðar frammi fyrir pallinum, en tveir undirforingjar stukku ofan en ökumaðurinn hélt í hestinn. Doktorinn spratt upp og gekk fram á pallinn, en þeir heilsuðu honum með gleðilátum. “Það er gleðiefni að sjá þig aftur, doktor,” sagði Pro- thero. “Herdeildin er ekki með sjálfri sér án þín.” “Nei, hún er bara að veslast upp,” sagði þá Doolan. “Og konunum þótti svo vænt um komu þína, að þær hefðu sent nefnd kvenna til að fagna þér, hefði eg ekki aftrað þeim, sýnt fram á að þær mættu ekki svo ofbjóða hæversku þinni.’’ “Já, það er nú gagn að einhver í her- deildinni hefir einhverja ögn af þeim eigin- leika,’’ sagði doktorinn hlægjandi, er hann heilsaði þeim vingjarnlega. “írland varð illi- lega útundan þegar hæverskunni var úthlutað meðal mannkynsins.” Þegar doktorinn var búinn að heilsa þeim félögum, stóð majórinn upp og kvað skylt að kynna þá frænku sinni. Eftir að þeir höfðu heilsað henni, settust allir í stólana og tóku til að spyrja og svara á víxl. “Fellur þér illa tóbaksreykur, Miss Hannay”, spurði Doolan. “Eg sé auðvitað að doktorinn er að reykja, en svo er hann nú “privilegeraður”, og þarf ekki að fylgja neinum reglum.” “Mér þykir tóbaksreykur heldur góður, þegar eg er úti’’, svaraði Isabel. “Eg er ekki vön honum innan húss, en eg venst honum efalítið.” Hópur komumanna fór nú smá vaxandi og hafði Isabel gaman af að hlusta á tal þeirra, en tók lítinn þátt í viðræðunum sjálf. Við- ræðurnar voru áþekkar þeim á skipinu, nema hvað verkahringurinn hér var stærri og til- breytingameiri, og frétti nú Isabel talsvert um i RoblniHood FI/ÖUR ÞETTA MJÖL ER ÁBYRGST AÐ GERA YÐUR ÁNÆGDA, EÐA ÞÉR FÁID PEN- INGANA TIL BAKA. flest enska fólkið í Cawn- pore, svona óbeinlínis, því doktorinn var góður að spyrja, og hinir að svara. Veðrið var heitt að vanda og verkaði það og þögnin á Isa- bel svo að eftir hálfa stund fór hana að syfja. Majórinn tók eftir því og sagði þegar: “Eg ræð þér nú til, Isabel, að fara inn og sofna dálitla, stund. Þegar klukkan er fimm skal eg taka þig með mér í kerru og sýna þér Cawnpore.” “Eg verð að viðurkenna að eg er syfjuð,” sagði Isabel, “þó það sé búralegt að segja það eins og á stendur.” “Nei, langt frá .Isabel,” sagði doktorinn. “Eg má segja þér að hefði einhver þessara ná- unga hérna ekið í flughasti frá Allahabad og í sama vagn-skríflinu og þú, þá hefði hver þeirra sem var lagst til svefns í honurn undir- eins og hingað kom og ekki nent á fætur aftur fyrri eh kvöldverðar bjallan kallaði þá, og—ef til vill ekki fyrri en næsta morgun.” Og er Isabel var horfinn inn úr dyrunum, hélt hann áfram: “Nú skulum við, piltar, færa okkur yfir í mötu-skálann. Ungfrúin fengi ekki mikið næði til að sofna, ef við værum hér. Doolan einn hefir nógu hátt til að banna öllum lifandi verum svefn innan hundrað skrefa.” “Eg fylli hópinn seinna, doktor,” sagði majórinn. “Eg hefi tveggja tíma verk að vinna í sendiboða-skálanum. Rumza, sjá þú til að ekki sé haft hátt, svo frænka mín geti sofnað. Ef hún vaknar og hringir, þá láttu þjónustustúlkuna færa henni þau boð, að eg komi ekki fyrri en klukkan fjögur.” Majórinn stóð nú upp og gekk yfir í sendiboða-skálann, en doktorinn og félagsbræður hans stigu upp í kerrurnar og óku yfir að mötu-skálanum, er var um kvartmílu frá húsi majórsins. “Að því er félagslíf og samkvæmi snertir, er það mitt álit að við höfum grætt stórmikið með komu Miss Hannay,” sagði adjútantinn við doktorinn, “en hvernig er því varið að mér virtist majórinn tala um hana eins og væri hún tæplega fullvaxin. Hann talaði um hana eins og hún væri barn að aldri.” “Hún er góð og gáfuð stúlka,” svaraði doktorinn, “flugskörp og glaðlynd, og eins og þið hafið nú sjálfir séð, þá er hún falleg stúlka líka, en alveg laus við glys og gjálífi. Eg bara vona að vist hennar hér spilli henni ekki. Því- miður virðist mér að nítján af hverjum tuttugu stúlkum sem koma út hingað umhverfist í flysjunga og heimskingja innan sex mánaðar. Eg vona, eg trúi, að hún reynist undantekning í því efni.” ‘Gaman hefði eg haft af að sjá doktorinn á sjóferðinni, meðan hann gekk Miss Hannay í móður stað!” hrópaði Doolan hlægjandi. “Það hefði sveimér mátt vera hugstór strákur sem dyrfst hefði að líta í áttina til hennar, hvað þá meira, sjáandi að doktorinn hafði taumhaldið.” “Svo það er þín skoðun, Doolan,” spurði doktorinn. “En eg hefi nú búist við að þú af hyggju viti þínu einn gætir skilið hve skaðlegt væri að taka í taumana við stúlku í því efni, ef hún á annað borð sýndi þörf á þess kyns taumhaldi. En svo hefir þú meira en hyggju- vitið eitt þér til stuðnings. Þú ert kvongaður maður og ættir að vita þetta af reynslunni. Að mínu áliti er konan ekki óáþekk fjörugum hesti. Ef þú slakar á taumunum má vera að hún fari geyst um tíma, en hún þræðir braut- ina, og eítir tíma korn hægir hún ferðina af sjálfs (.áöum og lætur fúslega að stjórn þinni, en haldirðu fast í taumana í upphafi er hún óró og eins víst að hún bylti þér og slíti sig lausa þegar minst varir. Hvað mig snertir má eg fullvissa ykkur um að skyldur mínar voru mjög léttar. Auðvitað var venjulegur fjiöldi af vönkuðum piltum á skipinu, sem altaf hnipáluðu í grend við Miss Hannay, og sem hver á fætur öðrum fengju viðeigandi ofaní- gjöf. Miss Hannay er engin deigla og er að auki kýmin, svo eg hugsa að hún hafi haft talsvert gaman af öllu saman og hafi aldrei Ieiðst á sjóferðinni. En við skulum nú heldur tala um eitthvað annað.” Eftir að hafa setið og spjallað stundar- korn yfirgaf Doktorinn félaga sína og fór af stað að heimsækja konurnar, er álitu það skyldu hans. Majórinn var enn ókominn, svo talið hneigðist að Isabel Hannay aftur, undir- eins og doktorinn var farinn. “Það er enginn efi, að hún er langfallegasta stúlkan í þessu héraði,” sagði adjútantinn við einn undirfor- ingjann, sem ekki hafði séð hana. “Eg get fullvisað ykkur um að hún vekur eftirtekt, og eg veit líka að það eru til konur í herdeiíðinni, sem ekki fagna komu hennar, og þið vitið hverjar þær eru, svo eg þarf ekki að nefna þær. Hún er líka svo blátt áfram, — laus við alt sem bendir á glysgirni eða stærilæti. Hún er stilt og hæglát en feimnislaus. Það er álit mitt að hún reynist jafnoki hverrar sem fram kemur. Greind? Já, það er hún sannarlega, þó eg ráði það fremur af andliti hennar, en orðum, því hún var fáorð í minni áheyrn. Eg tel bara sjálfsagt að ógiftu mennirnir, margir hverjir, ærist út af henni. En það er þýðingar- laust fyrir þig, Wilson, að taka svona.innilegan þátt í þessu umtali. Eg má segja þér, að það er þér ekki meira viðkomandi, en þó eg tæki til að lýsa nýrri halastjórnu. Eg segi ykkur satt að það er ekki til neins fyrir neinn ótignari en háttstandandi embættismann, að höndla hana og hafa heim með sér. Eg ræð ykkur þessvegna til, svona fyrirfram, að halda hjörtum ykkar í skefjum.” “En virðurkenna verður þú þó, Prothero, að enda undirforingjar ná stundum í konu!” sagði Wilson, og þá hlógu allir hátt og lengi. “Það er rétt, Wilson,” svaraði adjútantinn, “en þú verður að gæta að því, að eg var heima þegar eg kvongaðist. Auk þess er eg adjútant, og það lætur æðimikið betur í eyra en undirforingi.” “Já, það nafn hefir náttúrlega heilmikið gildi í herdeildinni," sagði Wilson, “en eg efa að margar stúlkur viti hver er mismunur á adjútant og her-bryta,(1. Þær hafa hugmynd um verkahring Óberstans, majórsins, kafteins- ins og jafnvel undirforingjans, en ef þú segðir þeim að þú værir adjútant, þá vissu þær ekk- ert hvað það þýddi, þó þær hinsvegar skildu orð þín, ef þú segðist vera horn-blásenda for- ingi. Mitt álit er að Sergeant-majór, eða ann- að slíkt undirforingja nafn kæmi þeim fyrir sem miklu tilkomumeiri staða.” “Ef þú sýnir þig svona snauðann að virð- ingu fyrir stöðunni, Wilson, skal eg í fyrra- málið uppgötva það við æfingarnar, að ‘þriðji flokkurinn’ sé illa æfður og heimta svo auka- æfingar sem svarar tveimur stundum á dag. Þá kemstu að raun um hve stór yfirsjón er að etja óbilgirni við adjútant!” Fréttirnar um fegurð og mikilleik Isabels höfðu þegar borist til allra búðanna og í öll húsin. Forvitnin var því meiri en smáræði að sjá þessa ungfrú, og af því leiddi að það voru allir heima daginn eftir, þegar Majórinn fór með hana til að heimsækja hæfðingjana. Og yfir höfuð að tala voru dómarnir um hana hinir ákjósanlegustu, þó ekki væru dómar kvenfólksins eins undantekningarlausir ,eins og voru dómar karlmannanna. Mrs. Cromarty, Óbersta-frúin, viðurkendi að hún væri lagleg stúlka, en fann þó ýmislegt útásetningavert við framkomu hennar og til- burði. Það var svo sem sjálfsagt að yngri yfir- mennirnir mundu dáðst að henni. En hún barst of mikið á og var og kvikleg. Ekki gat hún sagt að hún væri lotin í herðum, en það var auðsælt, að hún mundi verða það með tímanum. Það yrði ekki neitt sérlegt við hana þegar nýjabrumið væri af. Þetta var líka álic þeirra rauðhærðu dætranna Óberstans. Þær höfðu heldur aldrei verið kærðar fyri að vera lotnar, þvert á móti voru þær álitnar vand- ræðalega regingslegar, enda dáðust undir- foringjarnir ekkert að þeim. Mrs. Doolan leizt ljómandi vel á hana og sagði henni að hún vonaði þær yrðu vinkon- ur. “Við getum átt mjög skemtilega æfi hér,” sagði hún, “ef við bara lærum að taka því sem að höndum ber. Það er hér auðvitað dálítið af deilum og ónotum, og talsvert af óþarfa mælgi og slaðri. En eins og þú veizt geta deilur ekki átt sér stað nema tveir séu máls- aðilar, og eg geri mér að helgri skyldu, að sneiða hjá öllu slíku. Veðrið er hér langt of heitt til að standa í svo ströngu stríði. Auk þess er eg írsk, eins og þú sér, og hvernig sem á því stndur, þá líðst okkur írum að segja meira en nokkrum öðrum. Fólk trúir ekki að við tölum í alvöru. Eg böglast þessvegna við að hafa allra vinfengi.” *) Herfjryta kalla eg hér quarter-mast- er; það er skylda þess manns að annast um vistaforða fyrir herdeildina og alt sem að því lýtur.—Þýð.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.