Heimskringla


Heimskringla - 09.12.1931, Qupperneq 4

Heimskringla - 09.12.1931, Qupperneq 4
4. BLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 9. DEJS. 1931. ^ehttskrtngla (Stofnuð 1886) Kemur út á hverjum miOvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsimi: 86 537 Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn borgist íyrirfram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. Ráðsmaður TH. PETURSSON 853 Sargent Ave., Winnipeg Manager THE VIKING PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFÁN EINARSSON Vtanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg. "Heimskringla” is published by and printed by The Viking Press Ltd. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. Telephone: 86 537 WINNIPEG, 9. DES. 1931. BORGARAFUNDURINN. / ______ Goodtemplararnir í Heklu og Skuld, sem lengst af hafa verið aðalverðir bind- indismálsins í hópi íslendinga í Winnipeg, komu sér saman um ]iað á fundum sín- um fyrir skömmu, að kalla til almenns fundar meðal íslendinga, til þess að ræða tillögu, er fram á það færi, að fylkis- stjórnin í Manitoba bannaði alla vínsölu, þar til neyðinni, sem nú sverfur að, létti. Goodtemplurum var það að vísu ljóst fyr- irfram, að hér var við raman reip að draga. Reynslan hefir oftast verið sú, að stjórnir hafa verið heldur þykkeyrðar við bænum unr bætur á drykkjubölinu. En stefna Goodtemplara er eigi að síður sú, að láta einskis ófreistað, er málstað þeirra mætti að haldi koma við að ná tak- marki sínu, sem er algert vínbann. Og efnahagur manna nú mælir sanngjarn- lega með því, að vínsala sé afnumin og fé manna til annars þarfara notað, en á- fengiskaupa. Þetta var orðalaust gert, og meira að segja án þess að um það væri beðið á stríðsárunum, þó margur hefði þá meira handa á milli en nú. Og til þess að gefa þessari hugmynd sinni sem mestan byr í seglin, leituðu Goodtemplarar stuðnings íslenzkra lækna presta og lögfræðinga. Þeir gerðu sér von um, að málið vekti meiri athygli með þá í broddi fylkingar, og til fundar- ins var svo efnt undir forustu þeirra. Þegar á fundinn kom, sem fremur vel var sóttur, og var stjórnað af dr. B. J. Brandson, hófust umræður á víð og dreif um bindindismálið, en nokkrir aðalræðu- mennirnir (og meðal þeirra voru dr. B. B. Jónsson, dr. Ólafur Björnsson, Walter Ldndal lögfræðingur, A. S. Bardal o. fl.), mintust ekki á efnið, sem eiginlega lá fyrir fundinum, eða ekki nema óbeinlín- is. Hafi,ræður þeirra átt að vera guð- spjall eða textar, voru þær fyrst og fremst óþarflega margar og helzt til langar hver um sig, að ekki sé nú á það minst, að þær stefndu allar, nema ræða Stórtemplara A. S. Bardals, algerlega í öfuga átt við það, sem fyrir Goodtempl- urum vakti. Þar var talað um það, að flýta sér ekki að því, að koma vínbann- inu á, heidur að kenna hófsemi og bind- indi. Goodtemplarar hafa nú aldrei verið á móti því, en þeir sjá ekki að bjór- og brennivínssala sé öruggari leið til þess en bann. Einnig var á tekjumissi fylk- isstjórnarinnar bent, sem af vínsölubanni hlytist, og svo mikið var úr honum gert, að hárin tóku að rísa á böfuðum sumra skattgjaldenda bæjarins, þvf að þeim þótti fyrirsjáanlegt, að með athæfi Goodtempl- ara lenti fylkisstjórnin á bæjarhreppinn, og að það kæmi við pyngjur þeirra. Ræða Stórtemplars um haginn af banninu í Bandaríkjunum, var og rengd og bannið álitið bölvun ein. Ennfremur var og bent á, að í stað löglegrar vínsölu, risi hér upp með banni ólöglegur tilbúningur áfengis, og enda þótt það áfengi væri væmið á bragð, sannfærði það samt menn um það, eins og flest áfengi gerði, að jörð- in snerist! Og þetta væri hægt að veita sér eins lengi og kartöfflurækt legðist ekki niður í þessu landi. Það var með öðrum orðum fiest tínt til á móti vín- banni, þótt sumpart væri undir rós gert, sem Goodtemplarar hafa nærri í heila öld átt við að stríða og hafa verið að reyna að kveða niður. Þannig var nú með bindindismálið far- ið af íslenzkum prestum, læknum og lög- fræðingum á fundinum. Og ef það hefði ekki verið fyrir hin harðfylgnustu and- mæli nokkurra Goodtemplara, svo sem Sig. Júl. Jóhannessonar læknis, Berg- sveins Long og A. S. Bardals, hefði bann- málinu reitt illa af. En hvort sem því verður nú nokkuð sint af fylkisstjórn eða sambandsstjórninni, voru tillögur samþyktar, sem að biðja þær að afnema vínsölu, þar til tímarnir Tiötnuðu eitthvað. Atkvæðagreiðslan um þær var að vísu í einu hljóði, en þó dræm mjög og fjöldi greiddi ekki atkvæði, sem hér væri ekki um neitt að ræða, er til þeirra næði. Hvaða þýðinga, sem fundur þessi kann annars að hafa, virtist oss hann leiða, eitt glögglega í Ijós. En það er, að hinir íslenzku starfandi Goodtemplarar eru enn æði einir síns liðs um það, að vera ein- dregnir bannmenn, eða svo ótrauðir fylgj endur bindindismálsins, að þeir hika hvergi, unz takmarkinu er náð — al- gerðu vínbanni. Um “lærðu stéttirnar'' íslenzku getum vér ekki það sama sagt. Tvínónið, sem á þeim var, er til sín létu málið taka á þessum fundi, og sem lík- legast má alment heita á meðal lærðra sétta, var svo mikið, að hlotið hefir að sannfæra þá um það, seni Goodtemplara- málum eru sæmilega kunnugir, að þeir I eru að minsta kosti ekki hamramir bann- menn. Það væri ef til vill ósanngjarnt, að álíta þá íslendinga, er heyra til hin- um “lærðu stéttum”, bara fínklædda á- fengispostula, en hitt er ekki til neins að dylja þá lengur, að í augum þeirra, er á afleiðingar áfengisnautnar líta eins og Goodtemplarar, geta þeir hvorki skoðast heilir né hálfir bindindismenn. Takmark bindindismálsins er bann, og ekkert ann- að — bann á tilbúningi, sölu og neyzlu áfengis. Og á þeim, sem ekki geta sætt sig við það, sannast hið fornkveðna, að sá sem ekki er með mér, er á móti mér. Því þeir, sem algerðu banni eru ósam- þykkir, hlúa sjálfrátt eða ósjálfrátt að á- fengisnautn í einhverri mynd — í hófi ef til vill, en samt að dýrkun þess. En þá er í raun réttri inn á þá braut komið, , er sjálfar erki-vábeiður vínsölunnar hafa ' ávalt varið málstað sinn og hennar með, þ. e braut hófdrykkjunnar. Vínsalar halda aldrei með ofdrykkju. Hófdrykkja er þeirra slagorð, eins og “lærðu stéttanna”, þó á því sé eflaust sá munur, að vínsal- árnir taki sér þau í munn af hræsni, en þær af einlægni, ofur einfeldnislegri þó, því Bakkus er ekki borinn til að vera neinna þjónn, heldur stjórnandi, jafnvel þó ekki sé af stað farið nema með hóf- drykkju. Það getur nú verið sagt að þessar athugasemdir við fundinn séu óþarfar, þar sem tillögur Goodtemplara hafi verið samþyktar. En oss býr efi í huga um, að þær hefðu verið samþyktar, ef mikil lík- indi hefðu verið til þess, að stjórnirnar mundu ganga að þeim. Með vissuna sér að baki um það, að þær myndu ekki sinna tillögunum, gerði auðvitað ekkert til, hvort þær voru samþyktar eða ekki. Annað getum vér ekki af umræðunum dæmt. Það er stundum á það minst, að ís- lenzka Goodtemplarastarfið hér sé óþarft, og að það ætti sem fyrst að leggjast til svefns. En eiirs lengi og leiða þarf “lærðu stéttunum” það fyrir sjónir, að áfengi sé farartálmi velmegunar, vitsmunalegs þroska og skikkanlegs framferðis í þjóð- félaginu, og neyzlu og sölu og tilbúnings þess þurfi því að banna — á meðan hafa Goodtemplarar hér ærið nóg að starfa. HVER ER HERMANN TRELLE. í blöðunum hefir nafn þessa manns verið básúnað mjög undanfarið og ekki að ástæðulausu. í Chicago vann hann sér til þeirrar frægðar fyrir skömmu, að vera krýndur konungur hveitiræktarmanna fyrir að hafa famleitt bezt hveiti. Og sama heiðurinn hlaut hann 1926 og 1930. Árið 1927 hafði honum og hepnast að framleiða bezta hafra. Fyrir alt þetta hefir hróður hans borist víða. Herman Trelle er bóndi vestur við Wembley í Albertafylki. Hann er einn af þeim fáu háskólagengnu mönnum, sem landbúnað stunda. Ekki lagði hann þó búnaðarfræði fyrir sig á sínum námsár- um á Alberta-háskólanum. Hann nam þar verkfræði. Og árið 1915, þegar hann byrjaði að hugsa um landbúnað fyrir al- vöru, þekti hann ekki hveiti frá höfrum. En hitt vissi hann eigi að síður, hvern- ig hann ætti sjálfur að fara að því, að aflS sér vísindalegrar þekkingar á sínu fyrirhugaða starfi. Hann sökti sér niður í að lesa alt sem hönd á festi viðvíkjandi landbúnaði og kornrækt. Hann var ó- þreytandi að lesa gagnlegar og vísinda- legar bækur um þessi efni. Að því búnu fór hann langt norður í Peace River dal- I inn. Hafði hann verið þar við landmæl- • ingar á skólaárum sínum og litist vel á sig. Þar byrjaði hann kornrækt, og er árangurinn af því starfi hans nú öllum kunnur. Á námsárunum varð það ljóst, að Trel- le bjó yfir óvanalega miklum hæfileik- um. 17 ára gamall vann hann fyrstu verðlaun í mælskusamkepni í öllu Al- bertafylki. Og verðugri honum þótti eng- inn til Rhodes námsskeiðsins í fylkinu. En þess fékk hann þó ekki að njóta, vegna þess að hann var af þýzkum ætt- um. Þetta var á stríðsárunum, og til Ox- ford þótti varhugavert á þeim tímum að senda jafnvel canadiskan námsmann, ef hann var af þýzku bergi brotinn! Og ef til vill fór bezt sem fór. Orðstír Trelle’s hefir haldið áfram að vaxa með starfi því, er hann eftir þetta tók sér fyr- ir hendur, og hróður Canada út á við er jafnframt að meiri fyrir það. Því er og einnig að þakka, að Peace River dal- urinn hefir orðið bygður nýtum borgur- um víðsvegar að síðustu árin. AME RÍKUÞÆTTIR. Mest af því sem nú hefir verið minst á í þessum þáttum, hefir snert Mið- og Suður-Ameríku. Og síðast lauk frásögn- inni af því, er Spánn og Portugal höfðu hremt alt land hér norðan frá Califorínu og suður til Argentínu. En það land áttu þau nú eftir að missa aftur. Og hvernig latnesku lýðveldin risu upp á rústum þess, verður síðar minst á. Skal nú því vikið að Norður-Ameríku. Og með því er þá komið að efni, er rita mætti margar bækur um í stað nokk- urra þátta. Þar liggur til frásagnar ein sú viðburðaríkasta saga, er nokkursstað- ar getur um á síðari öldum, saga er und- irstaða verður einnar voldugustu menn- ingar heimsins, menningar Bandaríkj- anna. Hún segir frá tildrögum og þroska þeirrar menningar, frá því er nokkrir bændur, fiskimenn og veiðimenn tóku sér bólfestu á austurströndinni, og kom- ast að raun um, að þeir búa í útjaðri eins auðugasta landsins í heiini, og þar til að lagðir eru þar hornsteinar að meira jafn- rétti, mannréttindum og einstaklingsfrelsi, en heimurinn hafði áður þekt, með stofn- un lýðveldis Bandaríkjanna. Og alt ger- ist þetta á ekki fullum tveim öldum, og á þeim tíma, er Evrópuþjóðirnar, sem menningin var þá komin lengst á veg hjá, héldu lýðnum eins rígbundnum og áður í ófrelsisviðjum kónga- og klerkadýrkun- ar. Loks sýnir hún svo, hvemig hér rís upp á næstu 130 árum, vísindamenning, er bæði að siðgæðis og þekkingarlegum menningaráhrifum, stendur ekki að baki menningar neinnar þjóðar fyr eða síðar. Á eitthvað af því, er til gagns gæti verið að rifja upp, í því sambandi, verður nú minst í næstu þáttum. Koma Norður-Evrópumanna. Tilgangurinn virðist hafa verið harðla ólíkur með komu Norður- og Suður-Ev- rópumanna til Ameríku. Suður-Evrópu- menn komu með þeim eina ásetningi, að leggja hina innfæddu þjóðflokka hér und- ir sig og ræna þá öllu því gulli, er þeir áttu. Og þegar um það var ekki lengur að ræða, slógu þeir eign sinni á svo mik- ið af landi, er þeir gátu af hinum iiyi- fæddu mönnum hrifsað, gerðu þá að þrælum sínum og létu þá vinna að fram- leiðslu á því fyrir sig. Þeir sátu á höfuð- bólum sínum, tóku v.ð afurðum jarðar- innar, sem þeim vcru upp í hendurnar réttar af hinum undirokuðu, en áttu sjálfir náðuga daga. Fyrir Norður-Evrópu- mönnum bjó alt annað undir með kom- unni vestur. Þeir náðu sér í jarðir, er þeir settust að á og yrktu sjálfir. Þeirra von var, að leggja hér undirstöðu að nýrra og betra og frjálsara lífi, en þeir hurfu frá, og lögðu óspart krafta sína fram til að öðlast það. Þeir komu með öðrum prð- um — að fáum undanskildum — sem hverjir aðrir landnemar hafa síðan gert., er bólfestu hafa tekið sér í lítt bygðu landi við hlið innfæddra manna, án þess að sýna þeim yfirgang eða ræna þá eign- um sínum, enda færðist bygð Norður- Evrópumanna lengi ekkert út, að heita mátti og var lítið annað en strandlengj- an frá Massachusetts til Virginia, jafn- vel þegar stjórnarskrá sú, er Bandaríkja- menn hafa nú, var að lögum gerð. Æfntýramenn. Um 1600, eða ekki fullum tveim öld- um áður en undirstaðan var lögð að lýð- veldinu, voru Suður-Evrópumenn hér í yfirfljótanlegum meirihluta. Og því má ekki gleyma, að menn á 16. öld komu hingað af ólíkum á- stæðum og menn á 17. öld og síðar. í Evrópu fór ei að þregj-| ast um af fólksfjölda fyr en á 19. öld. Það var því aðallega þvingun og ófrelsi í trúmálum, sem rak menn vestur um haf á 17. og 18. öldinni. Á 16. öld- inni kom þetta ekki til greina, enda þótt trúarbragðabaráttan, sem siðabótinni fylgdi, væri þá farin að ryðja þessu veg. Það voru því, yfirleitt talað, æfin- týramenn, sem fyrst leituðu til Ameríku. Um miðja 16. öld, voru Spán- verjar orðnir sér þess meðvit- andi, að hér væri h'tið um auð- ugar Indíánabygðir að ræða, er nokkur fengur væri í að ræna. Þeir byrjuðu því á að festa sér bygð hér, en með þeim hætti samt, sem ekki var stórum betri en gullránið. Þeir skiftu upp landinu milli fáeinna gæð- inga sinna, en hneptu Indíán- ana í þrældóm. Þetta gerðist að vísu með tvennu móti, og það dró heldur úr ofbeldinu, er í frammi var haft við Indíána. Múnkar og Jesúítar voru á- fjáðir í að snúa Indíánum til sinnar trúar, og þeir settust að á meðal þeirra og mynduðust þá Indíánabygðir umhverfis trú- boðsstöðvarnar. Að hinu leytinu freistaði það Spánverja, sem æfilangt leyfi höfðu til þess frá konungi að leggja undir sig alt það land, sem þeir gátu yfir komist, og farnir voru að koma auga á kosti landsins, að búa hér um sig og mynda sér fram- tíðarbústaði hér. Það var byrj- unin til þess, að latnesk-ame- rísk þjóð reis hér upp. En það sem mestu máli skift- ir hér er það, að lausabygðir Suður-Evrópumanna náðu orð- ið yfir mikið af því landi, sem nú er suðurhluti Bandaríkj- anna. Þeir höfðu farið um Cali- forníu, Nýju Mexico og Flor- ida, sem eru hlý og frjósöm ríki, og vel löguð fyrir tóbaks- rækt og hvað sem er, svo að segja. En frásagnir ferðamanna um ókunn eða óbygð héruð, höfðu oftast litla þýðingu á þeim tímum. Þeir gáfu aðeins í skyn, að víðáttumikið og ó- bygt land væri í norðri, en að þar væri lélegir landkostir og ekkert ofgott handa vísundum og Indíánum þeim, er of viltir voru til þess að temja þá eins og þjóðbræður þeirra í Mexico og Peru. En land þetta átti Spánn samt. Árið 1497 hafði sæfarinn Ca- bot farið norðurleiðina, þá leið- ina, sem íslendingar fóru vest- ur um haf, og lenti við Ný- fundnaland. Hann kannaði alla ströndina suður til Virginíu. Hann var í þjónustu Engla- konungs, en þá var vinskapur milli Englands og Spánar, og sá vinskapur hélzt fram eftir 16. öldinni, þar til Elizabeth drotn- ing kom til sögunnar. Spánn SFDODDS 'l ^KIDNEY a£der tro^h 5HEUMAfl I fullan aldarfjórðung hafa Dodd’s nýrna pillur verið hin viðurkenndu meðul við bakverk, gigt og blöðru sjúkdómum, og hinum mörgu kvilla, er stafa frá veikluðum nýrum. — Þær eru til sölu i öilum lyfjabúð- um á 50c askjan eða 6 öskjur fyrir $2.50. Panta má þær beint frá Dodds Medicine Company, Ltd., Tor- onto, Ont., og senda andvirðið þang- að. um óvistlegt og aðeins hæft villimönnum. Þjóðfélagsþroski Ameríku beið þeirra manna, er báta sína brendu í lendingunni og huga sínum sneru að búnaði. Manna er skoðuðu komu sína hingað ekki sem stundarútlegð, til þess að afla sér fjár, og hverfa svo héðan aftur, heldur í þeim til- gangi gerða að eignast hér varanlegt heimili fyrir sig og af- komendur sína. Og það er mjög eftirtektarvert, hvað það, sem var að gerast í gamla heimin- nm, átti mikinn þátt í því að ráða forlögum Ameríku. Ame- ríka fanst hér um bil 100 ár- um of snemma. Ef siðabótin hefði átt sér stað á endurreisn- arárunum, ef skipastóll Eng- lands og Hollands hefði verið orðinn eins mikill og hann síð- ar varð, er Ameríka fanst, og ef bæði þessi lönd hefðu þá verið mótmælendatrúar, — þá er ekki ólíklegt, að Ameríka hefði fyrir hundrað árum síðan verið orðin eitt mesta menn- ingar- og vísindaland í heimi. Ef siðbótin hefði aftur á móti mishepnast, ef trúarbragðabylt- ingin hefði verið bæld niður, eins og flestar aðrar byltingar, — þá hefði menningarþroskinn hlutfalsllega einnig tafist hér. Undirstaða verulegrar menn- ingar í Ameríku gat ekki verið Iögð, fyr en trúarbragðahelsi Evrópu var böggvið sundur og m a r g i r trúarbragðaflokkar komu þar fram, og hinn djarf- ari og dáðríkari minni hluti, þoldi ekki kúgun meiri hlutans og stökk heldur úr landi, held- ur en að beygja sig undir ok hans. Upp úr árinu 1600 byrjaði að verða vart við þetta í Evrópu, en ekki nema í takmörkuðum skilningi. Holland var ósjálf- stætt, fátækt og kaþólskt. Frakkland verndaði Hugnenotta sína að nokkru leyti með lög- um. En England var aftur á móti prótestanta trúar orðið og biturt í garð Spánar og sigur þeirra á spanska flotanum árið 1588, ýtti undir þá með að efla flota sinn. Nýtt tímabil var að gaf sig því ekkert að þessu renna upp og för Sir Walter volki Cabots og hélt jafnvel að hann hefði aldrei komist til Ameríku. Frakkland var aftur varasamara. Því lá ekkert góð- ur hugur til Spánar. En spánski flotinn var enn svo voldugur, að hann gat bægt Frökkum frá Raleighs hingað 1584, var að öllum h'kindum miklu þýðingar- meiri en alment hefir verið á- litið. Söguritarar virðast yfirleitt ekki hafa tekið eftir því, að Raleigh var efasemdamaður í löndum þeim, er þeir höfðu trúmálum og fór ekki dult með náð haldi á fyrir vestan haf. : það. Hann var einn í* hópi Frakkar urðu því að fara hina þeirra manna í London, er eftir- hættulegu norðurleið vestur um , tekt stjórnarinnar vöktu með haf ,er kuldar og þokur héldu sínum frjálsu umræðum um öllum frá að fara nema for- trúmál. í þeim hópi var einn- feðrum vorum. Þannig stóð á ig hið snjalla sjónleikaskáld að þeir lentu til Canada. VerðurjChris Marlowe. Þegar Raleigh ekki að svo stöddu - frá þeim sagt, en aðeins getið þess, að þeir námu aðallega staðar í héruðunpm fram með St. Law- rence fljótinu, sem loðvöru- kaupmenn. Þeir máttu æfintýra menn heita og komu hingað framan af aðeins til þess að hagnast af þessum viðskiftum, var síðar fyrir rétt kallaður, var það eitt, sem honum var sérstaklega til saka fundið, af dómsmálaráðherra Englands, að hann væri “fordæmdur guðleys- ingi’’. Það er þessvegna ekki ólíklegt, að hann hafi verið að flýja trúarbragða-ófrelsið, með för sinni til hins nýja heims. sem voru þá ný auðskaparlind,: Hann fékk leyfi samt sem áður og fóru með það, sem þeir græddu, heim til Frakklands, til þess, að nema þau lönd er hann uppgötvaði. Eins og flesL því landið hér var í þeirra aug- um er kunnugt,’ stofnaði hann

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.