Heimskringla - 16.12.1931, Blaðsíða 1

Heimskringla - 16.12.1931, Blaðsíða 1
XLVI. ÁRGANGUR. WINNIPEG MIÐVIKUDAGINN 16. DES. 1931 FYRRI HLUTI, NR. 12 ★ FARSÆL OG GLEÐILEG JÓL * JOL Jólin eru allra hátíða* æðst, og liafa svo jafnan þótt, um norðurheim. í hátíð þess- ari mætast og flóltast saman allar hug- sjónir, vonir og draumar mannanna; hið raunsæja með hinu hugsæja, — það sem mannkynið hefir lifað og það sem það vonar að lifa. Inn í hátíðaboðskajiinn eru ofnir þættir sögulegra viðburða, samhliða þrá og eftirvæntingu vonar og trúar; það alt, er fegrað og betrað hefir lífið og inn í heiminn hefir verið flutt utan úr hinu ó- mælanlega ríki tilverunnar, jafnhliða hinu þess, sem mennirnir stöðugt vænta, að liinn langi dagur mannkynsæfinnar fái að lokum iir býtum borið, innleitt og gróður- sett hér í heimi. Jólin eru hátíð, fom og frumstæð, en þau eru einnig ung hátíð og ávalt ný. Þau eru hátíð þess liðna, en þó liátíð þess, sem sífelt er í vændum. hátíð liins tilkomanda dags, — hátíð framtíðarinnar. Þau eru, öllu öðru fremur, fæðii'ifngai’liáufð, <alls þess, er sífelt er aö fæðast inn í heiminn til þess að lýsa lielminum, ummynda hann, frelsa hann og blessa, — ljóssins sem skín í myrkrinu, — lífsins, sem er ljós mann- anna. Yfiravdpur hátíðferinnar er dýrð ljóssins, fegurð þess, hin blessunarríku á- hrif þess, — á svörtustu nóttunni, fegursta og skærasta stjarnan — í heimi kvíðans og dapurleikans, friðarröddin, sem hrópar í eyðiniörku vantraustsins og vanmáttar- ins: “Velþóknan yíir mönnunum". Tákn jólanna er ljósið, — ljósið, sem upp- lýsir hvern mann, lýsir öllum í húsinu. — Dagur er uppkominn, — æ endurborinn — áfram allar alda raðir, unz hann að lokum rýfur rökkurslæðurnar og myrkvast ekki. en verður heiður alt til nætur. Ljósgyðjan i lyftir honum á armi, stráir vegferö hans blómum, eins og listamaðurinn táknar það. , Stjörnurnar fölna. Geislar þeirra renna inn í hið glaða skin morgunroðans. Þegar vér horf-um til baka til þessarar há- tíðar, og athugum alt það frá fyrstu tíð, er inn í hana hefir ofist, safnað hefir venð saman, undir tákn hennar, fær oss eigi dulist, hvflíkra áhrifa það hefir gætt á hugarfar, skapgerð og háttsemi manna. Framförin er seinfær, hægfara. Það’ dagar en morgnar ekki, mjög lengi, en tíminn leiðir að lokum alt i ljós. Þau áhrif hafa verið slík, að þeim verður eigi nema á einr veg lýst; Dreifðir þú, dagstjarna! Dimmu nætur, Glöð, af glóbreiðri Götu þinni: Ljós fékstu lýðum Langar, á gangi, Dagstund,ir dýrar, Ó, dag9tjarna! Vaxi þau áhrif, komi þau æ betur og bet- ur í ljós. Sannari jólaósk en þá eigum vér eigi til. Lengist það ljósfar ytra og innra, er náttskuggunum eyðir: Bjarma breið Á brúnir fjalla, Áður ljósan dag Leiðir á himinn. Legg þú blessaðan Blíðuroða Uppkomu þinnar Og undirgöngu. Vonin vorbh'ða. Vonin ylfrjófa, Drjúpi sem dögg Af dýrðarhönd þinni, Döpur mannshjörtu, í dimmu sofandi veki, sem vallblómin vékur þú að morgni. Gleðileg jól öllum mönnum og ár og friður. R. P. Aftur hækka senn fer sólin, sem um tíma fjær oss var. Bráðum koma blessuð jólin, — barnahátíð gleðinnar. Allir þau sig undirbúa, efni er lukkan hefir veitt. Fegra og hreinsa úti og inni, alt er fágað prýtt og'skreytt. Alt er gert og ekkert sparað, ánægju sem vækur bezt. Húsin fylt með gullnu glingri, glöð sem æskan þráir mest. Þjónar ríkra á þönum standa þreyttir, naumast fá sér dúr. Óteljandi kryddi og krásum kyngt í sérhvert matarbúr. Þó að yfir bæi og borgir ' breiðist jóladýrðar skin, er þó ský, sem skugga kastar skemtun á og’samkvæmin. Því í mannlífs skúmaskotum skelfisýn er falin mörg. — Hungruð börn og mögur móðir, maðurinn liti í leit að björg. Hundruð! Þúsund! Miljón! manna — menn sem hafa beinin sterk — verða að fylla flakkaranna flokk, — en aðeins biðja um verk. Meðan kona og börnin bíða bjargarlaus og hafa ei þak, því að eiga hvergi heima — harðstjórinn á dyr þau rak. Þetta flótta-fólk um landið fótum sárum áfram dregst; langt frá borgaleiðum hrakið. — Lögreglan ei skyldum bregzt. — Ráfar feimið milli’ manna, miskunn ef að fyndi og skjól. Hvort mun gleði í hug þess búa og hjarta þessi næstu jól?---------- Þér, sem ráðsmenn þjóðar eruð, þegar stærst er fólksins raun, — látið sjá að séuð eigi svikul þý með hæstu laun. Rísið upp úr ruggustóluni, rósemda og nautnadraum. Sýnið rögg með ráð og dáðuni, — ráð eru nóg, ef veitið gaum. Hættið lífsins herra að kenna hörmung þá, er blasir mót. Færið eigi fram þá lýgi, fársins engi þekki rót. Látið engann afguð blinda ykkur, með sín hrævablys. — Ef að slept er áttum réttum, oft er viltum búið slys. Bætið kjör hins beygða og þreytta blóði sveitta verkamanns. ^ Gætið að, ei séu saklaus svelt og vanrækt börnin hans. Gefið öllum hraustum höndum hugþekt starf, er færir brauð. Andið lofti, yl og birtu inn í hreysin gleðisnauð. -" Ójöfnuð ei leyfið lengur, landsins deilt þá nægtum er. þar sem einn er arði rændur, öðrum liðið draga sér. Látið ei með lymskubrögðum lífs frá borði hrekja neinn. Látið súrdeig liknar ólga. — Laun séu brauð, en ekki steinn. Þegar hafið þannig unnið það, sem ykkur skyldan bauð, þá mun engann þurfa að skorta það, sem nefnt er daglegt brauð. Þá er stærsta þrautin unnin. þá er tími að halda jól. Þá mun fyrst úr rosa rísa réttlætisins fagra sól. Hver góðfús vakti, grét og bað til guðs við rúmið hans? Þorskabítur. LEGAN Brot úr kvæðaflokki. Svo áfram tími og lífið leið um landnáms fyrstu ár. Um alt var knapt, — þó engin neyð — en oftast sveittar brár. En þó á rnörgu væri van og vinnan hörð og löng, var eining hjóna og ánægjan í öllu lyftistöng.---- Hin minsta kytra kotbygðar, þó köld og skekt 9é öll, ef faömast ást og friður þar, er fegri en svíöings höll. — í köldu landi kremja jörð og kreista, snjóa förg. Á vetrum oft er hríðin hörð, og hættuspilin mörg. Á sjálfsþrek treysta sitt er valt, þar sérhver dropi frýs. þá inni er heitt, en úti kalt, er ofkælingin vís. í landnámskofa bar að böl, því bóndinn veiki tók, með sóttar hita og síðukvöl og svefnlaust óráðsmók. Og svona í vikur sex hann Iá þeim sjúkdómshlekkjum í. en loks kom betri breyting á og batinn upp úr því. Hve fanst þeim, — loks úr legu steig, þá lífið fagurt alt, er loftið drakk í löngum teig, svo létt og hreint og svalt. Ogsbæði konu og börnin 9á með brosi sig í kring. Hver gerla nærri geta má hans gleðitilfinning. Nú hafði liðið fárið frá og fram úr öllu ræzt. En — hverjum átti hann þetta þá að þakka — guði næst? Já, hver var hún, er sorgfull sat við sæng hans —vonglöð þó, sem líf og heilsu mannsins mat svo meira en svefn og ró? Hver búsins gangi í hófi hélt og húss um þarfir sá, þó löngurn væri hjartað hrelt af hræðslu, kvíða og þrá? Hver fóður úti í frosti og snjó til fénaðarins bar? Hver, syfjuð, börnin söng í ró, þá svefninn glapion var? Hver oft á nóttum verk sitt vann, þá værð gafst öðrum kær, svo léttstíg, þegar leið um rann, 9em ljúfur vorsins blær? Hver gætti að svip hins sjúka, — var seint um andardrátt, er svitann þerði enni á og æða taldi slátt? I Hver rétti vatnsdrykk vörum að hinfc veika og þyrsta manns? þá Það var hans brúðir, hæg og hljóð, þó hefði veikan þrótt. sem himnesk líknar-gyðja góð hans gætti dag og nótt. En hvaö var það, sem henni gaf sitt hugþrek starfs við önn? Það — bezta lífsins öflurn af — var ástin, hrein og sönn. Slík áhrif hennar engilbross með orðunt verða ei skýrð. Þar birtist kærleiksandinn oss í allri sinni dýrð. Og hrjáðum færa hjörtun yl mun himingeisli sá, á rneðan ofar mold er til eitt mannlegt kuldastrá. Þorskabítur. JOL Dýrðarhátíð allra alda yljar, vermir hugi kalda. Ljóssins tíð er hófst við fæðing hans. Ailar þrár og óskir beinast að því sem er dýpst og hreinast — Friðarboða milli guðs og manns. Dyrnar standa opnar öllum — að æðstu ljóss- og friðarhöllum. Heilög lotning hugans þagnarmál. Lofsöngskvæði enduróma, englaraddir skærar hljóma í barnsins hjarta og bljúgri öldungs sál. Frelsisglampi fjöllum ofar fagur gegnum myrkrið rofar — Lýsti heiður heimsins fyrstu jól. Lljómar enn og birtu breiðir, böh og lífsins skuggum eyðir endurskin frá sömu náðarsól. DjTðarhátíð allra alda, Auk þú gleði þúsundfalda. Láttu alla lýði minnast hans! Allar þjóðir allra landa — allra heimsins fjarstu stranda — Friöarboðans milli guðs og manna. Ragnar Stefánsson. Smáblómið Latið blóm í ljósi sólar lífi brosii mót, úða daggar nýTrar nætur nært að yztu rót. Léttur blær því blæs um vanga blítt með yl og fjör. Alt í kring er fegurð, friður, frelsi, dýrleg kjör! Sól um daga, dögg um nætur drýpur á það blóm. Vlndblær ljúfur, léttur, þýður leikur mildum róm. Æska, frelsi, fegurð, gleði, fjallaloft f sál. Er það hverful, ótrú hylling, örlög norna tál? Það er aðeins stundar stafur, stryk í tímans bók. Aðeins bára á ýfðum sævi. eik er stormur skók. Það er aðeins lítill lækur, liðinn fram í sjá. Örsmátt bros á æskuvörum. Ellitár á brá. S. E. Björnsson.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.