Heimskringla - 16.12.1931, Blaðsíða 2

Heimskringla - 16.12.1931, Blaðsíða 2
2. SlÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 16. DES. 1931 Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. Útdráttur úr erindi fluttu á samkomu Þjóðræknisdeildarinnar “Frón” af Páli S. Pálssyni. Eg hefi valið mér að tala fáein orð um Davíð Stefánsson frá Fagraskógi, skáldið, sem nú er á hvers manns tungu heima á ættjörðinni, og einnig mörgum kunnur hér vestra. Mér var lengi um og ó að taka ljóðmæli hans að umtals- efni, mest fyrir þá ástæðu, að eg héfi afar mikið uppáhald á honum sem skáldi, og þætti mér því mjög mikið fyrir, ef skiln- ingsleysi mitt yrði til þess, að fólk fengi ranga hugmynd um listfengi hans og yfirburði í nútíma ljóðagerð. Einhver hefir sagt, að Davíð væri eins og gjósandi eldfjall Er sú samlíking að mörgu leyti rétt, að minsta kosti kennir hvergi deyfðar eða hálfvelgju í ljóðum hans. Hann vill annað- hvort alt eða ekkert. Fer sína eigin leið, siglir sinn eigin gjó, án tillits til þess, hvað öðrum finst hann ætti að gera. Síðastliðið sumar komu á bókamarkaðinn tvö allstór bindi af ljóðmælum eftir þenna höfund. Hafði hann áður gefið út ljóð sín í smærri bindum: “Svartar fjaðrir”, 1919. “Kvæði”, 1922. “Kveðjur’, 1924 og “Ný kvæði”, 1929. Nú er öllum þess- nm kvæðum safnað hér í eina heild, og mun öllum ljóðelskum íslendingum mikið fagnaðarefni, að geta nú átt kost á að eign- ast ljóðmæli þe«;sa unga og efnilega höfundar í heildar-útgáfu. Um sama ''.yti sem þessi síðasta útgáfa er að koma fyrir almenningssjónúr, er því lýst yfir, að þessi maður hafið hlotið fyrstu verðlaun fyrir Hátíðarljóð þúsund ára Alþingishátíðar íslenzku þjóðarinnar. “Þú mikli, eilífi andi, sem í öllu og alstaðar býrð, Þinn er mátturinn, þitt er valdið, þín er öll heimsins dýrð. Þú ríktir frá upphafi alda, ert allra skapari og skjól, horfir um heima alla hulinn af myrkri og sól.’’ Þá minnist hann fyrstu landnemanna: “Þér landnemar, hetjur af konungakym, • sem komuð með eldinn um brimhvít höf, sem gtýrðuð eftlr stjarnanna skini og stormana hlutuð í vöggugjöf, synir og farmenn hins frjálsborna anda, þér leituðuð landa,’’ o. s. frv. Allskonar erfiðleikar steðja að hinni ungu þjóð, en — “Því lifir þjóðin, að þraut ei Ijóðin, átti fjöll fögur og fornar sögur, mælti á máli, sem er máttugra stáli, geymdi goðhreysti og guði treysti.” Eg get ekki stilt mig um að taka upp eitt erindi enn úr þessum dásamlega fögru ljóðum: Krunk, krunk, krá. Sumum hvíla þau álög á, aldrei fögrum tóni að ná, þó að þeir eigi enga þrá aðra en þá að syngja, fljúga eins og svanirnir og syngja. Það fer hrollur um mann við að hlusta á orð hins leitandi manns, sem allsstaðar fékk steina fyrir brauð, og lýst er í kvæðinu “Hinn glámskygni”. — Þá er og ekki laust við að maður finni til myrkfælni við lestur kvæðisins “Sjódraugur’, þegar afturgöngumar fara að berjast með galeiðu-þóftum: “Með lungun morandi af möðkum og marglyttu í augnatóftum.’’ Okkur, sem fædd erum heima á ættjörðinni, rekur minni til hinna mörgu sagna um útburði. — Um það hefir höfundur- inn ort eitt af sínum snildarkvæðum, þótt sumum finnist ef til vill nokkuð djarflega verið kveðið að sumu þar. Eitt erindið í því kvæði er svona: “í brjósti mér leyndist þó líf, er lagður í skaflinn eg var, og gusturinn hvæsti og kvað og kvein mín til himnanna bar. Öll blíða og barnslund mín hvarf, og brjóst mitt varð nístandi kalt. Eg er barnið, sem borið var út, sem bað — en var synjað um alt.” Nú var öllum ljóst, að hér var ekkert smámenni á ferðinni. því að nefndin, sem valin hafði verið til þess að dæma um, hver drápan yrði fyrst nefnd eða aðalverðlaunum sæmd, mat mes’ skálds, sem á nokkrum árum hafði Þetta er því eft- af hinum tröllauknu skáldjöfrum ís- í kvæðinu “Einmana bróðir” bregður skáldið upp mynd, sem flest fulltíða fólk kannast við, þennan vonlausa og vinlausa mann, sem reikar um stórborgar strætin snauður og einn. — Kvæðið byrjar með þessu erindi: “Þó að margt hafi breyzt síðan bygð var reist, geta börnin þó treyst sinni íslenzku móður. Hennar auðmjúka dygð, hennar eilífa trygð eru íslenzku bygðanna helgasti gróður. Hennar fórn, hennar ást, hennar afl til að þjást skal í annálum sjást, verða kynstofnsins hróður. Oft mælir hún fátt, talar friðandi lágt. Hinn fórnandj máttur er hljóður.” kvæði þessa vinsæla kveðið sig inn í huga og hjörtu þjóðar sinnar, irtektarverðara, sem sumir lndinga tóku þátt í þessari samkepni, og verður þó ekki sagt, að þeim hafi nein óvirðing verið sýnd með úrskurðinum. Það sem aðallega einkennir hátíðarljóðin, er formið og búningurinn. Þessi látlausa formfegurð, þessi einfaldi, en þó fagri búningur, þessi hugljúfa hrynjandi. 1 þessu tiltölulega stutta ljóðverki er tilveru og þroskasögu. þjóðarinnar um 1000 ára skeið þjappað saman, en engu er þo gleymt. Með lotningu syngur skáldið lof hinum mikla, eilífa anda í þessum dásamlega fögru setningum: “Eg þekki þig, einmana bróðir, þunglyndi, þögli sveinn, sem reikar um stórborgar strætin snauður og einn, sem engan hryggir né gleður, sem enginn hatar né ann. Meðal þúsunda þúsundanna þekkirðu engan mann. Hvers vegna að gá í glugga og horfa á hringa og blóm? öllum orðin kunn. Þeirra hefir verið allítarlega minst á prenti hér vestra. Og þar að auki hafa þau verið sungin inn í hverja söng- og Ijóðelska sál, sem Winnipeg-íslendingar eiga yfir að ráða. Minnist eg þess hér fyrir þá ástæðu, að Kantata Björg- vins Guðmundssonar átti eigi all-lítinn þátt í því, að eg afréði að taka höfund hátíðarljóðanna að umtalsefni hér í kvöld. Eg held eg megi fullyrða, að eg hafi lesið ljóðmæli Davíðs Stefánssonar oftar en nokkura aðra bók. Ber margt til þess. Fyrst og fremst er hann sá snillingur í formi og framsetningu, að fáir munu finnast honum jafnsnjallir af yngri skáldum þjóðar vorrar. Það er einhver töfrandi blær yfir ljóðum hans, [>iersr Parnell Baking Co., Ltd ÓSKAR ÖLLUM VIÐSKIFTAMÖNNUM SÍNUM OG ÍSLENDINGUM YFIRLEITT. GLEÐILEGRA JÓLA Canadian Livestock Co-Operative Ltd. Manitoba Co-Operative Livestock Producers Limited UNION STOCK YARDS HAGSÆLS NÝÁRS. SPEIRS PRRNELL aðra listamenn — en þó sjálfstæður — situr að völdum, og teflir fram konungum, hrókum, biskupum, riddurum, drotning- um og jafnvel peðum, en svo snildarlega, að öllum verður aug- Ijóst, að örlög hins minsta peðs eru jafn heillandi og eftirtekt- arverð og hins glæstasta riddara; og allar þessar verur eru svo skyldar og samtvinnaðar, að líf og viðgangur einnar, er nauð- synlegt heildinni til viðhalds og vaxtar. Það er með öllu vandalaust að setja saman einhverja endi- leysu, svo að úr því verði bundið mál — aðeins þarf að gæta þess, að stuðlar og foöfuðstafir séu settir á nokkurnveginn rétt- ;n stað í kvæðinu eða vísunni. En til þess að úr því verði skáld- Ð/IKING CO. LIMITED Feedínri a City since 1882" ST. BONIFACE, MAN WINNIPEG, MAN ÓSKAR SÍNUM MÖRGU VIÐSKIFTAVINUM OG VINUM GLEÐILEGRA JÓLA OG FARSÆLS NÝS ÁRS HUGHEILAR ÁRNAÐARÓSKIR til allra vorra uröarsmekk og fjölsýni. Hann þarf að skygnast inn í sálarlíf manna og málleysingja — þarf að eiga þá óbifandi trú í sálu sinni, að maðurinn lifi ekki á einu saman brauði. Verð- ur að sjá hinn eilífa anda og kynnast honum í hinum dásamlegu verkum hans handa. Verður að geta heyrt rödd lians í nið íossins og hvísli golunnar, — sjá dýrð hans í sólargeislunum og fegurð blómanna, og mátt hans í hinu ólma ölduróti úthafs- ins og umbrotum eldfjallanna. — Slíkt skáld er Davíð Stefáns- son. Fullur andagiftar, tilfinninga og skilnings, dregur hann sínar ógleymanlegu myndir upp fyrir sjónum vorum. Við lestur Ijóða hans gleymum við sjálfu umhverfinu, hríf- umst með honum stað úr stað, hlæjum, grátum, hötum og elsk- um með honum. Alt verður eins og þáttur úr okkar eigin sál- arlífi meðan á lestrinum stendur. Við heyrum meitilinn syngja í hendi hins allslausa, útskúf- aða listamanns, þar sem hann aleinn og yfirgefinn “Heggur í æði í hinn harða stein, sinn himneska draum og sárasta kvein.’’ Sbr. “Myndhöggvarinn’’. Við heyrum ekka hinnar vonsviknu ungmeyjar, — í kvæð- inu “Brúðarskórnir’’ — þar sem hún grætur við öskustóna, en brúðarskórnir loga í eldinum. Við finnum til með ógæfumanninum, sem lýst er í kvæð- inu “Utan frá sjó’’, sem “hraktist einn yfir úthöf blá’’ og “brendi íslenzku meðborgara á í hönd farandi hátíðum, I. INGALDSON, Manager, Gleðileg Jól! Farsælt Nýtt Ár! The Dominion Bank Stofnsettur 1871 Vér seljum bankaávísanir og ferðamannaávísanir og ávísum peningum með símskeyti eða pósti til hvaða lands 9em er, á því lægsta verði, sem mögulegt er. Sérstakt athygli er veitt reikningum skiftavina, sem út úr bænum búa. Allar upplýsingar veittar sem um er beðið. Vér bjóðum yður að opna reikning við oss, og nota þá sparisjóðsdeild, sem næst yður er. Vér lof- um skiftavinum skjótri og prúðmannlegri þjónustu. Brewers in Western Canada For Over 40 Years WINNIPEG ÚTBÚ: Main Office — Main Street and McDermot Ave. Main St. and Redwood Ave. North-End Branch — Main St. near C.P.R. Station Notre Dame Ave. and Sherbrooke St. Portage Ave. and Kennedy St. Portage Ave. and Sherbrooke St. Union Stockyards, St. Boniface. Krunk, krunk, krá. Svívirtu ekki söngva þá, er svörtum brjóstum koma frá, því sólelsk hjörtu í sumum slá, þótt svörtum fjöðrum tjaldi, svörtum fjöðrum í sólskininu tjaldi. Winnipeg Brewery WINNIPEG

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.