Heimskringla - 16.12.1931, Blaðsíða 7

Heimskringla - 16.12.1931, Blaðsíða 7
WINNIPEG 16. DES. 1931 HEIMSKRINGLA 7. SÍÐA Á sunnudögum er sungin messa. Fólkið kemur til kirkju og sefur. En — himna faðirinn fyrirgefur. Þá eru “Rottur’’: “Milli þils og moldarveggja man eg eftir þeim, ljótu rottunum með löngu skottunum og stóru tönnunum, sem storka mönnunum, sem ýla og tísta og tönnum gnísta, og naga og naga nætur og daga. Fjöldi manna felur sig á bak við tjöldin, þeir narta í orðstír nágrannanna, niðra þeim, sem hafa völdin, eiga holu í hlýjum bæjum, hlera og standa á gægjum, grafa undan stoðum sterkum, stoltir af sinum myrkraverkum. • Allar nætur, alla daga er eðli þeirra og saga að líkjast rottunum með löngu skottunum og naga, naga.’’ “Skriftamál gamla prestsins’’ er kvæði, sem ekki er hægt að ganga fram hjá. Sjálfsblekkingu allra manna eru takmörk sett. Hingað og ekki lengra, segir rödd samvizkunnar, og þá verður ekki lengur hjá því komist að horfast í augu við sann- leikann: “Eg lærði til prests með veikum vilja. Eg var ekki knúinn af innri þörf.’’ Þess vegna verður afleðingin svo eðlileg, þar sem hann síðai lýsir því yfir meðal annars, að: “Dýrðina gaf eg þeim guði einum, sem gæfi þeim frið, er b'reyttu rétt. En hvað væri rétt, það reyndi eg ekki að ræða né skýra á nokkurn hátt. Eg skotraði augum um skipaða bekki. Eg skildi lítið og vissi fátt. Eg lézt geta frelsað lönd og álfur og lýðnum eilífa sælu veitt. Eg boðaði trú, en var trúlaus sjálfur og talaði sveittur — um ekki neitt. “Haust’’ er þunglyndislegt kvæði, fagurt að formi og fram- setningu, en ekki laust við að lesarann setji hljóðan og honum finnist að haustað sé að í hans eigin sál. Svo augljósra áhrifa gætir ekki nema hjá stórskáldum. Eg þarf ekki nema benda á þessar fáu hendingar: “Af liminu blöðin fölnuð falla, fjúk í lofti og veðragnýr. Skuggarnir vefjast um alt og alla. Angistin heltekur menn og dýr.’’ Hver von er druknuð í brimi og bárum, hver bátur settur og lokuð naust. í dag eru allir svanir í sárum, sumarið liðið og komið haust.’’ Kvæðið “Gestur” bregður upp skyndimynd af því, að mörg mannssálin ber í skauti sínu örkuml og hálfgrónar undir, sem dyljast með öllu á yfirborðinu, og öðrum er ekki ætlað að sjá. Forvitnisspurningum er beint að “gesti’’, en hann svarar aðeins til hálfs: “Spurðu mig ekki, hvaðan eg komi og hvers vegna eg sé einn. — Sumum fylgja svipir og vofur, þó sjái þær ekki neinn.’’ Spurðu mig hvorki um ástir né eiða né æskunnar fagra vor. — Sumir hafa þau forlög fengið, að flýja sín eigin spor. Spurðu mig hvorki um sár mín né sviða né svikna æskuvon. — Sumir óska, að engin móðir ætti þá fyrir son.’’ • ’«»> Ást í meinum er allra skálda yrkisefni. “Gullnir hlekkir”. lýsa tildrögum en ekki afleiðingum. Höf. er enginn uppgerðar siðferðispostuli. Hann lætur það eftir hverjum öðrum, sem vill, að setjast í dómarsætið. Kvæðið er hrífandi og stórvel ort. Svona er byrjunin: “Ung var eg og glöð meðal yngissveina. Einn gaf mér hringa og fagursteina. Eg giftist honum. Hann sagði eg væri sú einasta eina af öllum konum. Úr augum hans sá eg seinna skína sælu af að horfa á dýrgripi mína. Sjá festarnar skjálfa. Hann elskaði skrautið og auðlegð sína, en ekki mig sjálfa. Hamingjan brast eins og hörpustrengur Þó hann vildi sýnast góður drengur og gæfi mér hringa. Eg get ekki borið þá bauga lengur. Þeir brenna. Þeir stinga. Svo mætti eg þér á myrkum vegi, mér fanst nóttin verðf) að degi og frelsið kalla-----------’’ Þá kem eg að síðasta kvæðinu. “Konan, sem kyndir ofn- inn minn.’’ Hér kemst snild höf., skilningur og tilfinning á bæðsta stig, og er þá langt til jafnað, því hvert snildarkvæðið eftir annað er að finna í þessu góða safni. Eg þykist þess full- viss að þetta látlausa litla kvæði muni skipa einn æðsta sess í bókmentum íslendinga að fomu og nýju, og verða hverjum þeim sem les eða heyrir ógleymanlegt meðan íslenzk tunga er töiuð og skilin. “Eg finn það gegnum svefninn, að einhver læðist inn með eldhúslampann sinn, , og veit, að það er konan, sem kyndir ofninn minn, sem út með ösku fer og eld að spónum ber og yljar upp hjá mér, læðist út úr stofunni og lokar á eftir sér. Eg veit að hún á sorgir, en segir aldrei neitt, þó sé hún dáuða þreytt, hendur hennar sótugar og hárið illa greitt. Hún fer að engu óð, er öllum mönnum góð og vinnur verk sín hljóð. Sumir skrifa í öskuna öll sín bestu ljóð. Eg veit að þessi kona er vina fá og snauð ' af veraldlegum auð, að launin sem hún fær, eru last og daglegt brauð. En oftast er það sá, sem allir kvelja og smá, sem mest af mildi á. Fáir njóta eldanna, sem fyrstir kveikja þá. * * * Þetta er orðinn langur lestur, enda skal hann ekki lengdur verulega. Aðeins fáeinar athugasemdir í viðbót. Vafamál er hvort skörpustu einkenni Davíðs komi ekki bezt fram í ádeiluljóðum hans. Og því nær öll “hetjukvæði” hans eru ádeiluljóð. Og í þeim öllum kennir þess ótvírætt, að bak við ljóðin er höfðingjans skapferli. Enda er það þegar til lcemur, sama sem andi hins listræna manns. Hann fyrirlítur múginn, sem engan svip hefir og naumast mannsmynd. Einstakl- ingurinn er honum alt og fyrir bragðið hefir hann einnig augu fyrir smælingjunum, sem sorgir lífsins og böl hafa sett á inn- sigli göfginnar, þótt það sé oft falið undir sótugu andliti og úfnu liári. Einkennileg pg hugðnæm eru ástakvæði höf. Fer liann þar hvergi troðnar brautir né siglir hann í kjölfar kvikmynda kaupmangara. Hjá honum er ekki verðmætið falið í þeim unaði, sem nautn ástarinnar veitir, heldur aðallega í þeim auði tilfinningalífsins, sem ástin skilur eftir sig. Það er sorglegt að ástir skuli ekki ávalt vera farsælar, en jafnvel sárindin, örin, harmurinn hefir auðgað manninn og gert hann dýpri og meiri en ella. ■ . ' Þá eru og náttúrukvæði Davjðs mjög á aðra vísu en maður á að venjast. Skáldið lýsir náttúrunni sjaldan hennar vegna sjálfrar, heldur er gripið til fyrirbrigða hennar til þess að varpa ljósi yfir mannlegt skapferli, örlög og tilfinningar. Tökum t. d. kvæðið “Nú sefur jörðin.” Skáldið lætur jörðina draga andann djúpt og rótt, um draumabláa júlínótt og sjá hverja bæn rætast, og djúpin hníga í dvala hljóð og dreyma öll sín týndu Ijóð, og “t hverju blómi sefur sál, hvert sandkorn á sitt leyndarmál,’’ o. s. frv. Það er eitthvað hrífandi fagurt við þannig lagaða ijóða gerð. eitthvað ógleymanlega unaðsríkt. Tilgangur minn með erindi þessu, er ekki sá að gagnrýma skáldskap höf. Um það er eg ekki fær, en mig langaði til að gera mönnum það ljóst, að andi þessa skálds er fjölrænni heldur en venja er til, og að mörgu leyti einkennilegri. Það má svo heita að hvert einasta kvæði sé þrungið einhverskonar segulafli sem ríg heldur svo huga lesandans, að hann getur ekki lagt frá sér bókina fyrri en hann hefir lesið síðustu ljóðlínuna. A Thorough School! The “Success” is Canada’s Largest Private Commercial College, and the finest and best eqoiipped business train- ing institution in Western Canada. It conducts Day and Evening Classes throughout the year, employs a large staff of expert teachers, and provides sufficient individual instruction to per- mit every student to progress according to his capacity for study. v »» wH ty-one years, since the founding of the “Suc- cess’’ Business College of Winnipeg in 1909, approxi- mately 2,500 Icelandic students have enrolled in this College. The decided preference for “Success” train- Ing is significant, because the Icelanders have a keen sense of educational values, and each year the number of our Icelandic students show an increase. Day and Evening Classes OPEN ALL THE YEAR The SUCCESS BUSINESS COLLEGE, Ltd. PORTAGE AVENUE AT EDMONTON STREET. PHONE 25 843 rc 3E 30 30 30 30 The Manitoba Cold Storage Co. LIMITED Síofnaö 1903 .’. 'WsBnnipe^s Man. PLÁSSIÐ ER 2,000,000 TENINGSFET, EÐA 35,000 TONN Vér samfögnum hinum íslenzka þjóðflokki og árnum honum hamingju, í sambandi við þessar hátíðir. 3C^] Sérfræðingar í öllu, er lýtur að ávöxtum nýjum eða þurkuð- um, smjöri, eggjum, kjöti, o. s. frv. 10=1. Því nær allar vandgeymdar Því nær allar vandgeymdar fæðutegundir fæðutegundir REKUM VIÐSKIFTI YÐUR TIL SANNGJARNT VERÐ OG LÁG ÞÆGINDA ÁB YRGÐARG J ÖLD SKRIFIÐ OSS VIÐVÍKJANDI KÆLIÞÖRFUM YKKAR THE MANITOBA COLD STORAGE CO. W’INNIPEG, MANITOBA 4 Sérfræðingar í öll- um nýjustu kæliað- ferðurn, sömuleiðis •) í geymslu fiskjar. .. nn ir in ir nr 00 ö io ARTISTS — COMMERCIAL PHOTOGRAPHERS — PHOTO-ENGRAVERS ELECTROTYPES — STEREOTYPES— WAX ENGRAVERS TELBPHONEi 23 S50-9 2tM) VAUGHAN STREET I 1 w $ % § I w 1 s Óskar öllum Lesendum Heimskringlu Gleðilegra Jóla og Farsæls Nýárs s 1 8 8 8 I 8 | Halifax; St. John; Quebec; Montreal; Toronto; London; Windsor; Winnipeg.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.