Heimskringla - 16.12.1931, Blaðsíða 3

Heimskringla - 16.12.1931, Blaðsíða 3
WINNIPEG 16. DES. 1931 3 SÍÐA Við glampan JÓLA KERTUNUM Þegar þér eruð sezt umhverfis borðið, kringum glampann af jólakertunum, þá viljum vér mega óska yður, íslenzku vinir og viðskiftamenn, allrar ánægju og heilla, yfir þessa alda-gömlu fagnaðar- og friðarhátíð. OF CANADA LIMITED WINNIPEG, 70 PRINCESS ST Þau eiga lágt og lítið borð og lítinn disk, og iitla skeið og lítinn hníf og lítinn fisk. Og lítið kaffi, lítið brauð og lítil grjón, — því lítið borða litla Gunna og litli Jón. Þau eiga bæði létt og lítil leyndarmál, og lífið gaf þeim lítinn heila og litla sál. Þau miða alt sitt litla líf við lítinn bæ, og lágan himinn, litla jörð og lygnan sæ. Þau höfðu lengi litla von um lítil börn, sem lékju sér með lítil skip við litla tjörn, en loksins sveik sú litla von þau litlu flón, og lítið elskar litla Gunna hann litla Jón.’’ “Söngur loddarans’’ bregður upp fyrir okkur mynd af hinni fyrirlitlegu mannveru, sem skríður fyrir hvers manns dyr og að allra fótum. Þar eru þessi tvö erindi: “Eg blæs í lýginnar lúður og leik á hégómans strengi, og hræsninnar bumbu ber eg, svo bergmálið hljómi lengi, og sé eg í sölum kvenna, þá syng eg um þeirra yndi. Eg haga svip eftir sveitum og seglum eftir vindi. Hjá þeim, sem heiminum hafna og himininn þykjast erfa, læt eg með list og prýði léttúðarsvipinn hverfa. þá læzt eg elska og aumka alla, sem flaka í sárum. S'»<B?'»a!'*,e'»«'»«'»«?#S>'»Æ!'»'»'»íS'#Æi'»,:»'»<iS'*«i'#fi5'»«i'»«'»tí?'»tf'»,Si'»ír;* A. S. Bardal og þeir sem hjá honum vinna, óska öllum sínum mörgu við- skiftamönnum og vinum hjartanlega GLEÐILECRA JÓLA OG FARSÆLS NÝÁRS A. S. Bardal Útfararstjóri. 843 SHERBROOKE STREET Símar: — 86 607 og 86 608 Þú lýtur höfði, læðist áfram; — líf þitt er auðn og tóm. Hverju átt þú að fagna og flytja fórnir og þakkargjörð? Ef til vill hefðir þú átt að fæðast á annari jörð. —’’ og síðar í kvæðinu er þetta: “Þú bergðir glaður úr bróðurhendi hið beiskasta vín. Þú gleddist, ef bogin betlikerling brosti til þín, ef böðullinn nefndi þig bróður, ef níðingur nefndi þig vin; en von þín er dauðadæmd við draumanna aftanskin.’’ Við lestur kvæðisins “Svarta dúfan’’ flýgur okkur ósjálf- rátt í hug setningin, sem sögð var fyrir öldum síðan: Sá sem syndlaus er, kasti fyrsta steininum. Skáldið endar kvæðið svona: “Eg vil anda yl að sárum alls, sem leið á horfnum árum, signa og lauga sorgartárum særðu brjóstin þín. Svarta dúfa, systir mín." Smalasporin okkar, sem slitum æskuskónum við fjár- geymslu á íslandi, gleggjast við lestur kvæðisins “Hirðinginn’’, PEUmERS COUNTRY CLUB JPECIAL The BEERThat Guards Q,UALITY Phones: 42 304 41 111 Jóla- og* MýársósRir frá Andrews, Andrews, Burbidge and Bastedo Barristers, Solicitors, Etc. —111 BANK OF NOVA SCOTIA BUILDING Corner Portage Ave. and Garry St. WINNIPEG —:— MANITOBA \ I 101—111 BANK OF NOVA SCOTIA BUILDING 2 m * p $ p og ekki laust við að rifjist upp gömul æfintýri, þegar álfarnir kölluðu til okkar frá hverjum hamri og hól. Þar eru þessi erindi: “Eg er hirðingjasveinn. Eg rek hjörð mína einn yfir heiðar og lynggróin fjöll. Og víður og blár hvelfist himininn hár yfir hnjúkanna eilífu mjöll. Eg þekki hvern stein, hverja gnýpu og grein og glettist við álfa og tröll. Við fjalianna bygð tók eg falslausa trygð, þar er frelsiö og gleði mín öll. Og við brakandi glóð syng eg lífinu ljóð, meðan langspilið grætur og hlær. Eg blessa hvern mann, eg verð barn; sem að ann hverju blómi, er í moldinni grær. Eg lofsyng hann hátt, þennan lifandi mátt, sem ljóma á fjöllin mín slær. Eg svng hátíðalag um hvern deyjandi dag, sem dauðanum flytur mig nær.’’ “Hinn misskildi’’ er ágæt mynd af manni, sem eftir lífs- tíðar umbótatilraunir sínar missir kjark og sjálfstæði. Kvæð- ið endar svona: “Hann vildi til góðra verka hvetja, var svikinn af öllum og svívirt hetja; af heimskum hæddur og höfuðsetinn. Öll hans orð voru einskis metin. Við lýðinn hafði hann lengi barist, eitruðum örvum og ógnum varist. Hugsjónir hans voru heygðar í níði. Svo dróg hann sig út úr dagsins stríði. Og reikar um torgin tötrum vafinn, með brennivínshattinn og birkistafinn, en kringum hann kvika kynjamyndir, lastyrði lýðsins og lognar syndir." “Litla kvæðið um litlu hjónin" er svo sérkennilegt og smell- ið, að eg get ekki stilt mig um að taka það alt upp hér: “Víð lítinn vog, í litlum bæ k er lítið hús, í leyni inni í lágum vegg er lítil mús. Um litlar stofur læðast hæg og lítil hjón, því lágvaxin er litla Gunna og litli Jón. Með gömlum gigtveikum klerkum græt eg krókódílstárum.’’ Kvæðið “Norn" lýsir áhrifum þeim, sem lausmælgi og heit- rof geta haft á unga, saklausa konusál. Þar er svo komist að orði: “Eitt sinn var eg ung og frjáls, með hvítan barm og hvítan háls. Ungur maður á mig leit. Enginn veit r og enginn veit. Allar stjörnur stigu danz.------ Sængin mín var sængin hans. Rigni eldi yfir þann, sem aldrei segir sannleikann. Þann skal kvelja og kæfa í reyk, sem altaf sór og altaf sveik. Sá skal friðlaus flakka um hjarn, sem yfirgaf sitt eigið barn. Þeim skal kvikum ' kasta á bál, sem gerir norn úr góðri sál. “Helga jarlsdóttir’’ er snildarlega vel ort kvæði. Svo er og kvæðið um Hallfreð vandræðaskáld. Höf. lætur Hallfreð gera þpssa fögru og drengilegu yfirlýsingu, þegar lífsferlinum er lok- ið og hann stendur augliti til auglitis við dauðann, þenna vin allra manna, sem lífslýgin verður síðast að hopa á hæli fyrir: “Með dirfsku skal drykkjar njóta. Djarfur gekk eg til blóta. Viðsjál mun trú mín teljast. Eg tók skírn til að kveljast. (Prh. á 6. bls.) í 1

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.