Heimskringla - 16.12.1931, Blaðsíða 6

Heimskringla - 16.12.1931, Blaðsíða 6
6. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 16. DES. 1931 DAVfÐ STEFÁNSSON FRÁ FAGRASKÓGI. (Frh. frá 3. bls.) Hvorki er eg kristinn né heiðinn. Kolfinnu sór eg eiðinn.’’ Þá er “Hrærekur konungur í Kálfskinni’’ kvæði, sem les- andinn aldrei getur gleymt. T. d. hefi eg óvíða séð jafnmikla lífsspeki rúmast í jafnfáum línum og þessum: “Þeir sem leggja og varða vegi, villast oft á næsta degi. Þeir, sem stríði vilja verjast, verða stundum fyrst að berjast. Þeir, sem vilja úr böli bæta, bölvun heillar þjóðar sæta. Þeir, sem stjórna lýð og löndum, ienda oft í þrælahöndum. Hetjan er af hundum bitin. Höfðinginn er fyrirlitinn. Kögursveinn til konungs tekinn, kóngurinn í útlegð rekinn.’’ “Nú sefur jörðin’’ er eitt af hinum mörgu kvæðum höf., sem bera svo glöggan vott um innsýni hans og skilning á sálar- lífi meðbræðra sinna. Þar er einn kaflinn svona: “Nú sefur alt svo vel og vært, sem var í dagsins stríði sært, og jafnvel blóm með brunasár, — þau brosa í svefni gegnum tár. Hinn snauði, sem á engan að, j' og aldrei neinn um gjafir bað, hann nýtur þess, að andinn á sér óskalönd og draumaþrá. Og sá sem alt og alla sveik, og altaf rann og skarst úr leik, hann hlýtur svefnsins nætur-náð, þó nafn hans sé af öllum smáð. Og sá, sem lög og boðorð braut og bölvun allra manna hlaut, og vakan aldrei veitir grið, fær væran svefn og drottins frið. Og sá, sem þunga bölsins ber, fær byrði dagsins létt af sér, fær launuð öll sín kvalakjör, fær kraft í nýja píslarför.’’ Neró hefir aldrei verið hafður í miklum hávegum, en ó- sjálfrátt verður manni að rétta honum hönd, þar sem hann sit- ur og syngur meðan Rómaborg er að brenna. Höf. hefir ort um þenna atburð eitt af sínum þrekmiklu, tilfinningaríku og stór-skáldlegu kvæðum. Eg get ekki stilt mig um að taka hér upp stuttan kafla úr þessu kvæði. Hugsunin, sem kemur þar fram, ber svo mikinn vott um manndóm, þátt fyrir alt og alt: “Eg fyrirlít alt hið heimska og kúgaða kyn, sem kallar Cæsar frelsara og ættjarðarvin. Eg fyrirlít þann, sem fórnar samvizku og sál THE MARLBOROUGH SMITH ST., WINNIPEG Winnipeg’s Downtown Hotel COFFEE SHOP Open from 7 a.m. to 12 p.m. Special Lunch, 40c Special Ladies’ Luncheon, 40c Served on the Mezzanine Floor Best Business Men’s Luncheon in Town, 60c See Us for our Winter Room Rates We cater to Functions of All Kinds P. J. FALL, Mgr. PH. 86 371 FJORÐUNGSALDAR ÞJÓNUSTA í tuttugu og fimm ár síðan félagið var stofnað árið 1906, hafa bændur notið að- stoðar United Grain Growers Limited. Með tuttugu og fimm ára reynslu hefir félagið vaxið að nytsemi jafnt og stöðugt fyrir viðskiftamenn sína. Á þessum tuttugu og fimm árum hefir félagið öðlast þann vitnisburð, sem skapaö hefir því almenna tiltrú. Traust, ábyggilegt og sterkt, svo að félagið er við því búið að annast viðskifti yðar. Sendið kornið yðar til United Grain Growers Limited Lysti-Sigling með hinu nýja skrautlega mótorskipi “KUNGSHOLM” Ber af öðrum skipum til skemtifara Ferðaáætlun: — NEW YORK fer 28 júní REYKJAVÍK Kemur 5 júlí fer 5 júli NORD KAP 1 NOREGI Kemur 8 júlí fer 9 júlí HAMMERFEST 1 NOREGI Kemur 9 júlí fer 9 júií LYNGENFJORD 1 NOREGI Kemur 9 júlí fer 9 júll SVARTISEN 1 NOREGI Kemur 10 júlí fer 10 júlí ÞRANDHEIMUR 1 NOREGI Kemur 11 júlí fer 11 júlí MOLDE í NOREGI Kemur 12 júlí fer 12 júlí AANDALSNES t NOREGI Kemur 12 júlí fer 12 júli MEROK 1 NOREGI Kemur 13 júlí fer 13 júlí HELLESYLT 1 NOREGI Kemur 13 júlí fer 13 júl( GUDVANGEN 1 NOREGI (Dyrdal) 'íemur 14 Júlí fer 14 júlí BJÖRGVIN 1 NOREGI Kemur 15 júli fer 15 júlí OSLO 1 NOREGI Kemur 16 iúli fer 16 júli VISBY í SVIÞJÓÐ Kernur 18 júlí fer 18 júlí HELSINGFOP.S A FINN- LANDI Kemur 19 Júlí fer 19 júlí LENINGRAD A RÚSSLANDI Kcmur 20 júli fer 23 julí STOKKHÓLMS í SVxÞJoÐU Kemur 24 Júií fer 26 júlí KAUPMANNAHAFNAR í DANMÖRKU Kemur 28 júlj fer 29 júií GAUTABORGAR í SVIÞJÓÐU Komur 29 júlí fer 1 ágúst NEW YORK Kemur 10 ágúst 45 dagar—11,403 mílur til- ÍSLANDS NORD KAP NOREGS DANMERKUR FINNLANDS RÚSSLANDS og SVfÞJÓÐAR Farið frá NEW YORK 28. júní 1932. Komið tii baka til New York 10 ágúst (eða spinna, eftir því sem farþegar kjósa, án nokkurrar aukaborgunar þó farið sé með seinni ferð.) Ferðamönnum veitist óvana- legt tækifæri til að sjá ís- land og hina söguríku Reykjavík, miðnætursólina við Nord Kap, Hammerfest nyrzta bæ veraldarinnar, hina fögru norsku firði, höfuðstaði margra ríkja, þar á meðal Rússlands, þar sem skipið Kungshólm dvelur meðan far- ið er til Moskva og farþegar skoða sig um. fyrir silfur og gull, hallir og blóðugt stál, kórónu og lönd. Frægð hans er fúið skip. Eg fyrirlít borgarans logna hátíðasvip. Eg fyrirlít varginn, sem veröldin dýrkar enn. x Vei þeim, sem eru kvikindi, en þykjast menn. Vei þeim, vei þeim, sem flýr eða felur sig. Eg fyrirlít Cæsar og skrílinn, sem krýndi mig. Þið sjáið logana. Söngvarinn ræður einn. Sorg mín og tár voru eldur og brennisteinn, sem kveiktu bálið — svo brann þú til ösku, Róm, og beygðu þig, skríll, undir söngvarans vilja og dóm. Brenni öll kúgun, bráðni hið rómverska stál. Brenni alt, sem fjötrar líkama og sál. Brenni sú trú, sem bindur leitandi hug. Brenni alt, sem heftir söngvarans flug. Brenni alt, sem boðar kvalir og sorg. Brenni lýginnar Jiallir og sölutorg. Brenni alt, sem leitar í skálksins skjól, sem skríður í myrkrið og hræðist stjörnur og sól. Brenni alt, sem brautir sannleikans flýr og breytir mönnum í öskrandi villidýr. Brenni það vald, sem beitir sverði og hníf, byrlar eitur og svívirðir mannlegt líf. Brenni til ösku öll bölvun, glæpir og synd.------’’ Þetta er orðið of langt mál, og þó eru enn flest af beztu kvæðum höfundarins, sem eg hefi ekki nefnt á nafn, t. d. “Kveðja’’, sem er eitt af þessum óumræðilega fögru og ógleym- anlegu ástarkvæðum, sem Davíð er svo tamt að yrkja, og fáum skáldum er unt að jafnast við. Eitt erindið er svona: “Eitt orð, eitt ljóð, eitt kvein frá kvaldri sál er kveðja mín. Eg veit þú fyrirgefur. En seinna gef eg minningunum mál, á meðan alt á himni og jörðu sefur. Þá flýg eg yfir djúpin draumablá, í dimmum skógum sál mín spor þín rekur. Þú gafst mér alla gleði, sem eg á, þú gafst mér sorg, sem enginn frá mér tekur.’’ Þá er “Vogrek’’, eitt af þessum sérkennilegu kvæðum höf. Ein vísa nægir til þess að sanna mál mitt: “Vinir voru mér gefnir — með vilja eg nöfnin dyl — en oftast var einum færra eftir hvem norðanbyl.’’ ‘“Fáðu mér beinið mitt, Gunna’’ er tekið úr gamalli þjóð- sögu. Draugurinn kemur á næturþeli til Gunnu, sem stolið befir parti úr hauskúpu hans úti í kirkjugarði og notaði nú sem grútarkolu. Draugurinn segir meðal annars: “Yfir mér var enginn varði. Óðal mitt er fram í garði. Um þá læðist ógn og sviði, sem ekki fá að rotna í friði. Náttmyrkrinu naktir unna — og nú er eg kominn, Gunna.’’ Eftir margítrekaðar tilraunir að fá Gunnu til að láta beinið af hendi, færist draugsi í aukana og hefir nú í hótunum: Hæfir sízt í heimskra ranni höfuðskel af vitrum manni. Hann, sem orti hætti dýra, er hafður þar sem grútartýra. Það höfuð sleikir hundsins tunga, sem hugsaði fyrir gamla og unga. Sá, sem kom þeim seku að liði, fær sjálfur ekki að rotna í friði. Grafarhelgi hans er rofin, höfuðskelin klofin. Kastaðu burtu kveiknum brunna — og komdu með beinið, Gunna. Hann er hið deyjandi afturhald, sem andvana bænir þylur.’’ í síðara kvæðinu, sem í engu stendur hinu að baki, kemst höf. svo að orði á einum stað: “Hver stjórnarskrá í heimi er gerð úr gyltum hlekkjum. Við göngum undir okið — það er frelsið, sem við þekkjum. Sú ríkisstjórn, sem drotnar með ranglæti og mútum, og reiddu lagasverði — hún er valdið sem við lútum. Að kvalir okkar linni, ef við krjúpum, ef við grátum í kirkjum hinna ríku, — það er trúin, sem við játum.’’ Næst eru tvö ádeilukvæði: “Bærinn er frægur’’ og “Rottur’*. Höf. virðist jafnvígur á hér um bil hvaða tegund skáldskapar sem er. Ádeilu- og ástakvæði yrkir hann jöfnum höndum, og er sami snildarbragurinn á því öllu. Þessi kvæði eru bæði stutt, og svo glögglega framsett, að útskýringar eru ónauðsynlegar. Tel eg þeim tíma vel varið, sem maður hlustar á eða les þessi kvæði. Þau eru svona: “Bærinn er frægur og fólkið líka. Þar snjóar og rignir á snauða og ríka. Sízt er þar hörgull á helgisiðum, og guðsorðabókum í gyltum sniðum. Alt er fágað og fægt og strokið, kertastjakinn og ketillokið. Menn drekka ekki vín, heldur vatn, á kránni og sitja og blaða í bæjarskránni. Ef einhver væri, sem ekki tryði á alt það guðsorð og góðu siði, þá ætti hann að gægjast í gegnum tjöldin, er líða tekur á laugardagskvöldin. Látum oss biðja og lýðinn blessa. ' Tryggingin felst í nafninu! I! | ! V Sænska Ameríska Línan 470 MAIN STREET WINNIPEG, MAN. Nú skalt þú um vegi velja. En viljirðu mig lengur kvelja, skaltu seinna fá að finna, hvað felst að baki orða minna. Því svo er um þá, er sínu unna, að sumir fleira en bænir kunna. Grafðu beinið, Gunna.’’ “Rússneskur prestur’’ og “Vodka’’ eru stórvel ort og hríf- a-ndi kvæði. 1 fyrra kvæðinu er þetta erindi: “Hann blessar aðeins hið blinda vald, sem börnunum ljósið hylur. Vill kyssa harðstjórans klæðafald, ann kirkju, sem ekkert skilur. Pantið um nýárið beztu tegundirnar ÖL BJÓR og ST0UT frá gömlu og vel þektu ölgerðarhúsi Gleðilegt Nýár! 1< l; i 8< I | RIEDLE BREWERY STADACONA og TALBOT PHONE 57 241

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.