Heimskringla - 16.12.1931, Qupperneq 5

Heimskringla - 16.12.1931, Qupperneq 5
I WINNIPEG 16. DES. 1931 HEIMSKRINGLA 13. SÍÐA að spenna glugga galopna jafnt vetur sem sumar, án tillits til þess hlutfalls, sem er milli hit- ans inni og úti. í>að eina, sem hreyfir loft, þegar snúningur jarðar er undanskilinn, er mis- munur á hita og kulda. Því er það, að þótt nauðsynlegt sé að hafa glugga opna á sumr- um, þegar jafn er hiti úti og inni, þarf aðeins lítið op til þess að hlýtt herbergi vel hit- að fái nægilegt loft þegar kalt er úti. Margir hafa þann sið, að sofa við opinn glugga sumar sem vetur, og finst sumum það vera óþarfi að hafa hita í því herbergi, því það muni lítið þýða, og sofa svo í miklu fúl- ara lofti en er annarsstaðar í húsinu, þar sem þó enginn gluggi er opinn, en nægileg hreyfing á loftinu, vegna þess að hver aðferð, sem brúkuð er til upphitunar, heldur hún loft- inu í húsinu í hreyfingu. En óupphitað herbergi með opn- um glugga fyllist af köldu lofti sem hreyfist ekkert, nema vind- ur blási inn um gluggann, en hreyfingarlaust loft verðlur fljótlega fúlt undir öllum kring- umstæðum, en því fljótara sem það er kaldara. Það getur þvi verið óhollara að sofa í köldu veðri í óupphituðu herbergi með galopinn glugga, en f hæfilega upplhituðu herbergi, þó enginn gluggi sé opinn, ef aðeins loftið er á hreyfingu, því hreyfingin er fyrir öllu öðru, ef loftið á að halda heilnæmi sínu. Það er eins og það hreinsi sig sjálft, líkt og rennandi vatn gerir, og er það eðlilegt, þegar það er athugað, að kolsýran og önnur eitruð efni, sem mað- ur andar frá sér, eru þyngri en hreint loft, sérstaklega ef það er varmt, og sekkur því niður að gólfi með hreyfingu loftsins, en í köldu lofti er þyngdar- munurinn minni, svo þegar maður andar frá sér hlýjum andanum, blandast hann sam- an við kalda loftið í herberg- inu, og sekkur ekki niður að gólfi fyr en hreyfing kemst á það. Enginn taki orð mín svo, að eg álíti hreina loftið óþarft. Það dettur mér ekki í hug. En hitt er aldrei of mikið brýnt fyrir fólki, að það í þessu sem öðru noti skynsemi sína, en fari ekki umhugsunarlaust eft- ir fyrirsögn annara manna, sem oft eru furðu lieimskiri þó lærðir séu. M. B. H. MÁLVERKASÝNING. Frh. frá 9 síðu. ókeypi^; það kostar því ekki nema nokkur spor að heiman frá sér að sjá listaverkin. Komið! Skoðið listaverkjn! Sannfærist um gildi þeirra! Og ef þér, íslendingar, hafið augu til að sjá, þá munuð þér sjá þar eitthvað fáséð og heillandi. S. J. J. Frá Chicago eru stödd hér í bænum Haukur Sigurbjörnsson listmálari og kona hans, Lárus Sigurjónsson og Soffonías Sig- urbjörnsson. ÞÓRÐUR SIGURJÓNSSON AXDAL. Þess var getið í blöðunum í vor, að látist hefði að lieimili sínu við Wynyard, Sask., bónd- inn Þórður Sigurjónsson Axdal. Fregninni fylgdi ekki frekari umgetning. í heimahéraði sínu var hann kunnur öllum sem drengur hinn bezti og sérstak- ur hæfileikamaður, er svip setti á bygðarlag sitt . Smekkvísi hans fyrir öllu er hné í list- ræna átt, var alkunn, hvort heldur var söngur, hljóðfæra- sláttur eða leiklist. Á sviði leik- listarinnar hefði hann þó ef til vill bæði notið sín og unað sér bezt, hefðu ástæðumar leyft það og hann mátt gefa sig þar allan \ið. En hvorttveggja var það, að uppvaxtarárin lögðu fá tækifæri upp í hendurnar til slíkra hluta, enda leyfðu ástæð- urnar það ekki þegar fram á fullorðinsárin kom og gengið var út í sjálfa lífsbaráttuna. Urðu honum þar manna dæmi, því fleiri hæfileka hafa þröng æfikjör þannig svæft, svo að þeir hafa aldrei náð til að njóta sin til nokkurrar hlítar. Svo gefið var honum að greina hið alvarlega frá hinu skoplega, að hvorttveggja hlaut að koma skýrt í ljós'; hvorki yfirskyn eða hégómaskapur gátu dulið sig, þó skrýdd væru “guðsótta og góðum siðum.’’ Sú hlið hans, er sneri að mönnunum og málefnum fé- lagslífsins einkendu hann sem drengskaparmann. Hann var hollur vinum sínum og fastheld- inn, jafnframt því sem hann vildi öllum mönnum vel. Hann var víðsýnn og frjáls í skoð- unum, og ekki hefðum bund- inn, nokkrum þeim hugtökum eða kenningum, sem tíðast eru látnar gilda í trú eða mann- félagsmálum. Stóð það í beinu sambandi við hug þann er hann /eldi til mannanna. Hann vildi að þeim gæti öllum farnast vel og að þeir eignuðust hreina þekkingu, í því litla, sem þeim auðnaðist að fræðast um, svo að sú þekking gæti fremur stutt þá en tafið til framfara. Sjálf framförin var nógu hægfara, þó ekki væri hún teygð á ýms- ar hliðar í gönuskeiði á eftir hleyp'dómum og hindurvitnum. Fyrir þessa .orsök fylti hann flokk frjálstrúarhreyfingarinnar og var ófáanlegur til þess að slá þar af sannfæringu sinni. Hann gat verið skorinorður. þegar því var að skifta, hafði þó jafnast hugað sitt mál ræki- lega áður en hann bar þ'að fram. Kíminn var hann og spaugsamur í kunningjahóp, én fremur orðfár og alvörugefinn á almennum mótum. Á einu slíku móti minníst eg hans sér- staklega. Það var snemma í desember veturinn 1922. Full- trúar hinna ýmsu frjálstrúar- safnaða íslenzku, norðan og sunnan landamæranna, sátu á fundi í Wynyard og voru að ræðá um væntanlega samein- ingu safnaðanna í eitt kirkju- félag. Allmikill málavafningur og varfærni komu í ljós hjá ýmsum er þar töluðu. Var eink- um bent á hættu, er stafað Til Skiftavina Vorra er vér vitum að eru góðir vinír vorir, viljum vér hér með færa vorar innilegustu hátíðaóskir. limitko gæti af of nákomnum sam- böndum við þá einstaklinga, eða hóp manna, .er feti stígi lengra í aðskilnaðarátt við hin- ar eldri trúarstefnur, en ein- hver hluti safnaðanna teldi heppilegt. Það gæti haft ýms- ar óþægilegar afleiðingar í för með sér fyrir samlyndi og sam- vinnu innan bygðarlaganna. Þvert ofan í þessar ræður, og meðan á þeim stóð, reis Þórð- ur upp og gerði þá tillögu, að fundurinn lýsti því yfir, að hann væri því eindregið sam- þykkur, að allir þeir söfnuðir, er fulltrúa hefðu á fundinum, mynduðu samband sín á milli og stofnuðu á þann hátt, frjálst og óháð kirkjufélag. Tillaga þessi var samþykt eftir all- langar umræður, af mestum hluta fundarmanna, og varð upphaf að stofnun “Hins sam- einaða Kirkjufélags íslendinga í Vesturheimi’’. Við þessa uppá- i stungu sína stóð Þórður, það sem eftir var æfinnar, og var því mjög fylgjandi að söfnuður sinn (Quill Lake söfnuður) héldi þá samninga í orði og verki. Þórður var mjög eindreginn með þjóðræknisfélagshreyfing- unni, strax og hún hófst og hélt trygðir við þann félags- skap alt til æfiloka, enda var hann mjög íslenzkur í anda og hugsun, þó ungur flyttist hann til þessa lands. Þórður var fæddur að Öxará í Bárðardal í Þingeyjarsýslu 6. október 1889. Eru foreldmr hans þau heiðurshjón Sigur- jón Jónsson Axdal og Aðal- björg Jóhannesdóttir, er nú búa við Wynyard. Ársgamall fluttist hann með þeim til Vest- urheims. Settist fjölskyldan að fyrst á Garðar, N. D., en flutti svo þaðan sumarið 1905, til ný- bygðarinnar í Saskatchewan og nam lönd skamt suður af Wýn- yarck Auk foreldranna eru þrir bræður hans á lífi — tveir bú- settir í Wynyard, Hallgrímur og Sigurgeir, en sá þriðji, Jón Hallgeir, vestur í Coloradofylki í Bandaríkjunum. Auk hins al- genga skólanáms, stundaði Þórður hljómlistarnám um 2 ára tíma í Winnipeg, en varð þá frá að hverfa, þótt mjög hefði hann kosið að geta haldið þá lengra í þá átt. Árið 1912 kvæntist hann Jónínu Sólveigu, dóttur Sigurð- ar heitins Krákssonar, er lengi bjó við Eyford í Dakota, og flestir þektu, meðal hinna eldri íslendinga þar í sveit. Eignuð- ust þau 12 börn og eru 9 á lífi, er svo heita: Kristrún Sigur- jón, Evelyn, Lenora, Almina Guðrún, Björg, Emily, Louise og Olive. Þórður var starfsmaður mik- ill og ósérhlífinn, enda heilsu- hraustur þar til nú fyrir tveim árum síðan, að hann fór að finna til heilsubilunar. Með marzmánaðar byrjun fékk hann þungt kvef, en áleit það ekki saknæmt, og fór því að hvers- dagsstörfum sínum eftir sem áður þar til 12. s. m. að hann mátti eigi lengur á fótum vera. Föstudagsmorguninn 20. marz var hann látinn . Jarðarförin fór fram frá heimilinu og kirkju Quill Lake safnaðar mánudaginn 23. marz og var afar fjölmenn. Séra Rögnv. Pétursson frá Winnipeg jarð- söng og flutti ræðu á báðum stöðum. Með Þórði Axdal er til mold- ar genginn einn af hinum skýr- ustu og nýtustu mönnum Quill Lake safnaðar og Wynyard- bygðar. R. P. FAGRAR JÓLAGJAFIR. MYNDIR AF LISTAVERKUM RfKARÐS JÓNSSONAR hins fræga bíldskera, mynd- höggvara og málara, sem allir fslendingar kannast við. Bókin er í stóru 4 blaSa broti og myndirnar eru prentaðar á þykkan og góðan gljápappír. f safni þessu eru myndir af flestum myndastyttum og skrautgripum er Rikarður hef- ir búið til. Þar er og skýring á “Höfðaletrinu”, sem fáir kunna nú orðið að lesa. Bókin er jafngóð enskum, þýzkum og norrænum mönn- um, sem fslendingum, því skýr- ingar fylgja myndunum aftast í bókinni, á öllum þessum málum. ... Aðeins fá eintök eru til boðs, verða því þeir, sem vilja eignast þau að hafa hraðann við. ....Bókin kostar $3.00. Pantanir má senda á skrifstofu Heims- kringlu. Jófríður Sigurðsson, til heim ilis að Steep Rock, Man., dó. s.l. mánudag, á Almenna sjúkra húsinu í Winnipeg. Hún dó úr krabbameini. Jófríður sál. var ættuð úr Eskey á Mýrum í Austur-Skaftafellssýslu. — Til Ameríku kom hún 1903 og hef- ir dvalið fram á síðustu ár í Winnipeg, en flutti fyrir skömmu til Steep Rock. Syst- kini hennar á% lífi eru Jón Mýr- mann í Winnipeg, og Torsteinn og Jórunn að Steep Rock, Man. Jarðarförin fer fram frá út- fararstofu A. S. Bardal fimtu- daginn 17. des. n. k. WINNIPEG HYDRO ELECTRIC SYSTEM SENDIR Vinsamlega kveðju öllum sínum / íslenzku vinum og óskar þeim GLEÐILEGRA JÓLA i OG HAGSÆLS NÝ-ÁRS Phone 33 573 840 Sargent Ave. J. A. J0HANNS0N GARAGE FILLING STATION N McCOLL FRONTENAC OIL CO. PRODUCTS Your Patronage Respectfully Solicited We do all kinds of Repair work of Highest Quality

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.