Heimskringla - 06.01.1932, Blaðsíða 6

Heimskringla - 06.01.1932, Blaðsíða 6
6. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 6. JANÚAR, 1932. Á HÁSKA TÍMUM Saga frá uppreisninni á Indlandi. Eftir George A. Henty "Ekki saínt að því er almenn viðskifti snertir," sagði doktorinn brosandi. "Þú hefir orð fyrír að hika ekki ögn við að takast í fang vandasömustu skyldur, og leysa öll störf af hendi með dugnaði og djörfung, að eg ekki segi óbilgirni.'' "Nei, taugaveiklun mín kemur þar ekki fram," sagði Bathurst hlæjandi. 'Eg hefi, sem maður segir, andlegt þrek, en ekki lík- amlegt, því taugarnar eru bilaðar. Eg vildi gefa mikið til að losast við þann krankleika, en hann fylgir mér frá vöggunni til grafar- innar.'' "Sé svo," sagði doktorinn, "þá er það ekki föðurarfur. Eg var honum kunnugur og vissi að hann var ffamgjarn liðsforingi." "Nei, það er móðurarfurinn. Eg segi þér máske meira um það síðar, doktor." Hér slitnaði þessi samræða, því að nýr gestur kom til þess að tala við Bathurst. "Eg ætla upp í billiardsalinn, Bathurst," sagði doktorinn. "Þegar þú vilt fara að sofa, þá vitjaðu mín þangað." Það hittist svo á, að einn billiardleikur- inn var rétt að enda, þegar doktorinn kom inn. "Nú komstu mátulega," sagði Prothero, um leið og doktorinn kom inn úr dyrunum. Sinclair er genginn úr leik. Hann er einn reiðmaðurinn á morgun og þarf þá að halda á öllum sínum taugastyrkleik Þú verður að kðma í ha'ns stað og halda uppi heiðri her,- deildarinnar Doolan er útjaskaður og geng- inn úr leik líka og eg er sjálfur alveg að detta í mola." "Já, eg hefi nú ekki snert billiard-spíru síðan eg fór heim," sagði doktorinn, "en svo er mér sama þó eg bætist í þeirra hóp, sem nú liggja í valnum. Hverjir eru í gróðanum?" "Þeir Messenger og Jarvis hafa sópað öllu fyrir sér. Það er á orði að þeir hafi ný- lega fengið tvo þjóna til að bera Rupee-bagg- ana heim í herbergi þeirra. Scarsdale hangir dálítið í þeim, en við hinir erum* hvergi." Það sannaðist hér sem áður, að æfingin er aðalskilyrðið. Doktorinn sat í tapi og eftir hálftíma gekk hann úr leik, en vandræðalaust var að fá mann í hans stað. "Þetta sýnir, hve nauðsynleg er æfing í hverju sem er," sagði hann. "Áður en eg fór, hefði eg auðveldlega skotið þessum náungum aftur fyrir mig, en nú henda þeir mér eins og leiksoppi á milli sín. Eg verð að æfa mig hálf- tíma á dag, þangað til eg næ mér aftur." "Já, og segja mér til að auki," sagði þá Doolan. "Það væri nú að eyða tíma til einskis, Doolan. Þú gætir aldrei spilað billiards, þó þú æfðir þig alla daga æfinnar. Það er geðs- lag þitt, sem því veldur, en ekki skortur á út- sjón. Þú gerir góðan leik endrum og sinnum, en framhaldið vantar. Þú ert of eirulítill og of fljótfær til þess. Lærdómurinn er að komast í réttar stellingar En þegar þú spilar, þá hef- irðu venjulega ekki minstu hogmynd um, hvert boltinn muni fara, og þess vegna miklu meiri líkur til að þú, en ekki mótspilarinn, verðir undir Væri eg þú, Doolan, skyldi eg gersam- lega hætta við billiards. Það er of kostbær skemtun fyrir þig." "Það segir þú satt, doktor, en hvað á mað- ur að segja, þegar einn piltanna segir: 'Hérna, Doolan, komdu í einn hring með okkur'?" "Þeirri spurningu er auðsvarað, Doolan. Eg skyldi segja þeim, að eg væri fús til að spila, ef þeir vildu borga fyrir mig og gera sig ánægða með þann gróða, en eg væri orðinn Ieiður á að vera þeim sama sem árstillag að heiman. Þetta skyldi eg segja þeim, Doolan, því það er satt, að þú hefir verið sjóður, sem þeir hafa gengið i nú f tíu ár." "Én eg er nú samt ekki neitt ósköp ó- nýtur að spila, doktor." "Ef þú ert nógu ónýtur í spili til þess að sitja æfinlega í tapi, Doolan, þá gerir minst- an mun, á hvaða stigi ónytjungsskapurinn er," svaraði doktorinn. "En þetta er ekkert undarlegt. Þegar þú komst út hingað fyrst, fyrir fjórtán eða fimtán árum, skeyttu pilt- arnir lítið um billiard-spil, en nú eru þeir all- ir orðnir í því. Sjáðu nú þorparann þann arna, hahn Richards. Hann er rétt búinn að sópa í sinn sjóð öllu sem er á borðinu, og hag- ar sér rétt eins og hann væri þaulæfður í þess kyns bralli, en þó er hann nærri barn að aldri og hefði átt að vera kominn í rúmið fyrir löngu síðan. En hann er augsýnilega kærulaus í þeim sökum, — er, að eg hugsa, einn af þeim hnokkum, sem sitja við billiard- spil þangað til að vekjaralúðurinn hvín, stekk- ur þá upp, þvær sér og mætir með hinum á æfingasviðinu eins fjörlegur og frískur, eins og hann hefði sofið alla nóttina. En það end- ist ekki lengi, Doolan, ekki í þessu loftslagi. Að ári liðnu verða hrukkur farnar að koma í ljós á andliti hans, út frá augunum sérstak- lega. Mér lízt betur á Wilson. Hann er bara strákhnokkj enn, eins og hinn, en það býr margt gott í honum. Eg sé að sem stendur er hann farinn að ímynda sér að hann elski hana Miss Hannay. Það er góð ímyndun og gagn- leg fyrir unglingspilt að hugsa, að hann elski góða stúlku Auðvitað fer alt slíkt út um þúfur, og á meðan á því stendur, finst hon- um að engin manneskja í veröldinni eiga eins bágt og hann, en alt slíkt er gagnlegt. Eftir þá reynslu er miklu minni hætta á, að piltar lendi í ógöngur, eða sem maður segir, "fari í hundana". Að hugsa að maður elski stúlku, gefur manní göfugri hugsjónir, og menn kapp- kosta þá að verða betri og göfugri menn henn- ar vegna. Þau áform lifa löngu, löngu eftir að þessi fyrsta tilraun er komin um koll og orðin að engu." "Já, þú ert sleipur á sprettum, doktor," sagði Doolan, "að geta hugsað og talað þann- ig í glaumnum og skarkalanum, sem hér er. Eg efa að sjálfur St. Patrick geti gert eins vel." "Jæja, þá skulum við nú hætta, Doolan, og koma ofan. Eg býst við að Bathurst sé farinn að verða ókyrr að bíða." "Ja, það er nú bara gott fyrir hann," sagði Doolan. "Eg hefi enga þolinmæði að fást við menn, sem aldrei lina á, sem altaf hamast eins og kölski sjálfur væri á hælum þeirra. Eg fleygði mér fyr ofan í gryfju en vinna, ár eftir ár tífalt meira verk en nokkur negri." ' • "Já, eg hugsa nú reyndar að það séu litl- ar líkur til, a» þú þurfir að fyrirfara þér af þeim ástæðum." "Það segir þú satt, doktor," svaraði Doo- lan. "Það getur enginn brígslað ?nér um að vinna eitt eða annað verk að ástæðulausu. í herferð býst eg við að gera minn skerf kvart- analaust, en á friðartíma, þegar ekkert sérlegt stendur til, má hver sem vill snuðra eftir verk- efni fyrir mér og vera eins velkominn að því, sem hann finnur, eins og honum er velkomið að tína blómknappa í maí. Eg fékk minn skerf ósvikinn á meðan eg var undirforingi. Það er heldur ekki betri maður til en majórinn okkar, en þegar hann var kafteinn lét hann okkur aldrei í friði, en lét okkur æfa okkur og þenja okkur út um allar jarðir, klukkutímum saman. Eg óskaði þá stundum, að eg væri kominn heim til írlands, og þá hefði hver sem vildi mátt eiga alt Indland fyrir mér. Majórinn var á þeim árum einn sá eiruminsti maður, sem eg hefi kynst." "Majórinn er ágætur herstjóri, Doolan, en þú ert haugaletingi — með þeim örgustu í flokknum. Þú ættir að þakka hamingjunni að þú þá fékst svo skyldurækinn yfirmann, og sem kendi þér að læra þínar skyldur. Þú hefðir aldrei orðið túskildings virði, ef þú hefðir þá haft Rintone eða hans jafna fyrir yfirmann." , "En lofsorðin þín, doktor. Það er ekki um þau að tala nema í þeirri mynd, sem allir búast við." "Eg get lokið lofsorði á, menn eða verk, ef tækifæri gefst," svaraði doktorinn. "En þau tækifæri gefast sjaldan, ef satt skal segja. — Jæj'a, Bathurst, ert þu 'til með að ganga til hvílu?" "Það er eg víst, doktor," svaraði Bath- urst. "Það er einn kosturinn við að sneiða sig hjá þessu veðreiðafargani. Gæði þessa hestsins eða hins, sem hlaupa skulu á morg- un, hafa ekki minstu áhrif á mig. Og þó eg frétti að allir uppáhaldsgæðingarnir hefðu orðið á eftir, þá raskaði það ekki ró minni eða héldi fyrir mér vöku í klukkustund!" "Eg held nú að það sé gott að taka ein- hvern þátt í veðreiðunum, Bathurst. Yfir höfuð að tala, leggja menn mikið að sér við vinnu, sumir of mikið, og nema menn taki sér hvíld og fái ofurlitla breytingu, smám saman verða menn að engu, eða þeir að öðr- um kosti umhverfast í réttar og sléttar vinnu- vélar, — í maskínu. Það þurfa allir að hafa eitthvert sérstakt markmið, ekki til að strita við öllum stundum, heldur til að hvíla hug- ann við endrum og sinnum. Mér er nærri sama hvað það er — það getur ekki verið svo ómerkilegt, að það sé ekki betra en ekki neitt, enda fýsn til að vera á samkomum og í ásta- bralli er þolandi, því alt slíkt dregur hugann frá hversdagsþreytunni. En að því er sýnist, þá gerir þú bókstaflega ekkert" "Þar af leiðandi hlýt eg þá, eftir þessu, annaðhvort að verða að engu, eða verða bara maskína," sagði Bathurst. "Annaðhvort sjálfsagt, Bathurst. Þú mátt brosa, en eg veit hvað eg segi. Eg hefi séð unglinga eins og þig, sökkva sér niður í hversdagsstörfin og vera ekkert nema ákaf- ann, en eg hefi aldrei enn séð breytingu á þessari reglu, nema þeir hafi eitthvað tekið fyrir, sem dreift gat huganum." "Að heyra þetta!" tók Doolan fram í. "Hann var rétt núna að sneypa mig fyrir leti og iðju- leysi." "Já, það er nú nokkuð öðru máli að gegna með þig, Doolan," sagði doktorinn. "Þú hefir nóg af ákafa — það hafa flestir írar^ — en þú hefir ekkert til að vekja hann. Það er létt verk að stjórna hérlendum herflokki. Þú vinnur þitt skylduverk á tveimur eða þremur klukku- tímum úrsólarhringnum, en skyldur embættismanns í stóru héraði taka aldrei enda. Frá morgni til kvölds eru þeir á flugferð um héraðið, að finna menn og hlusta á varnir þeirra og kærur, og á kvöldin keppast þeir við að semja skýrslur, rita álit þeirra á þessu eða hinu þrætumálinu, og yfirskoða allskonar skjöl. Það eru vand- ræði, að ekki er hægt að skifta verkum bet- ur, en það er ekki auðgert að sjá, ráð til þess." "Eg hefði ekkert á móti að taka þátt í þessum stjórnarþjónustustörfum, ef stjórnin vildi borga okkur kaup, sem ögn gengi nær launum embættismanna hennar," sagði Doolan. "Það er mikið í því, Doolan," svaraði doktorinn. "Það er alveg eins erfitt að hafa ekkert að gera, eins og það, að hafa of mik- ið. Og það hefir altaf verið mín skoðun, að það sé óhæfilegur munur á kaupi hermanna og kaupi embættismanna og annara stjórnar- þjóna. En góða nótt, Doolan. Eg vona að þú segir Mra Doolan, að það sé mér einvörð- ungu að þakka, að þú kemur heima svona snemma — klukkan eitt! Annars hefðirðu náð heim rétt til að hafa fataskifti fyrir æf- ingarnar." Þegar hér kom, voru þeir komnir að her- búðunum og þar skildi leiðir. Doktorinn og Bathurst, gengu sína leið, og hélt doktorinn áfram: "Þetta er vænn maður, Bathurst, ráð- vandur og geðgoður, en engmn skorungur. Væri um hernað að gera mundi hann reynast ágætur liðsforingi. Það var hans hepni að hann kvongaðist. Þangað til var hann altaf í klúbbsalnum og drakk meira en honum var gott. En hann er alt annar maður síðan hann fékk konuna. Enda veit hún hvernig á að fara með hann og gera heimilið skemtilegt, því hún er greind kona og skörp. Hefði hann fengið einhvern galgopann eða ónytjunginn, hugsa eg helzt að hann hefði alveg farið í hundana." "Eg hef ekki hitt hana nema einu sinni eða tvisvar áður," sagði Bathurst. "Eg kem hingað svo sjaldan, að eg kynnist fáum, að undanteknum þeim, sem eg hefi erindi við. Og þegar eg hefi lokið erindinu, er eg oftast svo argur við menn fyrir sauðþráann og heimskuna, að eg vanalegast stekk upp í vagninn tafarlaust og flýti mér burt." "Já, en eg hugsa að þú ergir þá eins mik- ið og þeir ergja þig, Bathurst. En, þá erum við nú komnir heim til mín, og skulum við nú fá okkur vindil og ögn í kollu, til að styrkja taugarnar eftir allan hávaðann, áður en við leggjumst fyrir. En fyrst skulum við fara úr treyjunum og taka af okkur kragana, svo okkur líði vel á meðan við sitjum. Það er ein sönnunin fyrir stjórnlausri heimsku manna, að heimta að menn troðist í enskán kvöld- klæðnað og rembist innan í stífum krögum í heitu landi eins og þessu. Hérna, drengur! Kveiktu á kertunum, og komdu svo með brennivín og sódavatn og tvær kollur". "Jæja, hvernig lízt þér þá á Miss Han- nay, Fathurst?" spurði doktorinn eftir að þeir höfðu tekið af sér yfirfötin og seztir í hægindastólana. • "Eg bjóst nú við miklu, eftir því sem þú lézt af henni, því það er sjaldan að þú hrósir um skör fram. Mér geðjast vel að henni. Hún er fríð sýnum, skarpleg og bláttáfram og kækjalaus. "t>etta er alt rétt og satt," sagði doktor- in. "Við vorum samtíða fjóra mánuði á ferð- inni út, og eg tók nákvæmlega eftir fram- komu hennar á þeirri leið." "Það undarlegasta er," sagði Bathurst, "að mér fanst eg hafa séð hana einhverntíma áður. Eg hefi verið að brjóta heilann um það í alt kvöld, hvar og undir hvaða kringumstæð- um eg hefi séð hana áður, en altaf ttl einsk- is,. en finst þó áreiðanlega, að eg ha'fi ein- hversstaðar séð hana." "Nei, þig er að dreyma, maður! Þú ert búinn að vera hér f átta ár. Þegar þú fórst af Englandi var hún tíu ára gamalt barn. Þú hefir áreiðanlega ekki séð hana fyrri, og bók- staflega enga stúlku við þessa herstöð, sem sé nokkra ögn lík henni, því eg þekki þær allar, sem hér hafa verið síðastliðin fimm eða sex ár." Robin Hood FIiOUR ÞETTA MJÖL EYKUR STARFSÞRÓTT- INN OG BYGGIR UPP LfKAMANN. "Já, þetta alt og meira hefi eg nú verið að telja sjálfum mér trú um í kvöld, doktor, en það breytir í engu þeirri tilfinningu minni að eg hafi séð hana áður." "Þá hefir þig líka dreymt hana," sagði doktorinn. "Það hefir eitthvert skáld-flónið sagt, að "ástavonir sýni skuggamyndir", eða eitthvað þess kyns, en sem auðvitað er hæfu- laust, en þó get eg gert mér grein fyrir þess- ari trú þinni á annan veg." "Eg held nú helzt að vísan, sem þú mint- ist á, eigi ekki við, í þetta skifti, doktor, en víst er mér andlit hennar minnisstæðara en svo, að.það sé bara draumsjón." "Jæja, Bathurst, sleppum þessu, en hvað heldur þú um bessar sögur, sem er verið að breiða út, að það sé verið að útbýta "chupa- ties" meðal innlendu hermannanna, og að verið sé að æsa þá með sögum um kúlur smurðar svínafeiti? Þú skilur hérlenda fólk- ið betur en nokkur okkar hér?" "Sé svo, þá er það enn ekki kunnugt orðið hérlendrl alþýðu," svaraði Bathurst. "Eg get ekki merkt minsta mun á framkomu hérlendra sveitamanna, en eg þekki þá svo vel orðið, að eg held þeir gætu ekki dulið það fyrir mér, ef þeir vissu um nokkurt brugg. Um Sepoyana veit eg ekkert, en Gar- net segir mér, að þeir, sem hann ntjórnar, í Deenmugghur, séu óaðfinnanlegir, enda þótt satt sé, að nú um tíma séu þeir seinni til að gegna snúningum og með köflum dutlunga- samir." "Mér lízt ekki á þetta, Bathurst.. Eg veit ekki hvaða þýðingu chupaties hafa, en eg hefi heyrt að það sé ills viti, ef þeim bókum er útbýtt. Sepoyarnir hafa enga ástæðu til að kvarta, fremur en hvítu hermennirnir. Kn þeir hafa ekkert aðhafst nú lengi, og iðjuleysi er öllum mönnum skaðlegt. Eg vil ekki trúa að það sé nokkur veruleg óánægja í þehTa flokki, en sé hún til og brýzt út fyrir alvöru, þá er útlitið fyrir okkur ekki álitlegt. Það er ekki nærri nógu mikið af hvítum hermönn- um á Indlandi, svo það væri í rauninni ekkert undarlegt, þó Sepoyarnir fengju þá hugmynd, að þeir séu herrarnir, en ekki við. Það væri óttalegt undir þessum kringumstæðum ef þeir tækju í höfuðið að gera uppreisn." "Eg trúi ekki að þeir séu svo einfaldir að gera það," svaraði Bathurst. "Þeir geta ekki haft neinn hag af því, en mistu mikils.. Þegar til lengdar liði, yrðu þeir líka að Iúta í lægra haldinu, því með tímanum yfirbuguðum við þá, það er það vissa." "Það er nú gott og blessað, Bathurst. Við vitum hvað við getum gert, ef við etjum kappi og kröftum, en þeir vita það ekki. Þeir hafa ekki hugmynd um hvað mikið liðsafl við höf- um og getum sent hingað, ef á þarf að halda. Þeir auðvitað hugsa, að við höfum ekki nema fáa hermenn, því til þessa hafa þeir í öllum okkar orustum haft þrjár eða fjórar herdeild- ir á móti hverri einni enskri herdeild. Auk þess er það álit þeirra að þeir séu jafningjar okkar á vígvellinum. Þeir hafa líka staðið við hlið okkar og barist með okkur í öllum orustum um þvert og endilangt Indland, og þeir hafa gert eins vel og við sjálfir. Eg get ekki séð hvaða ástæðu þeir hafa til að gera uppreisn, og eg get heldur ekki séð, hver er hvatamaður til þess, en eg veit það, að ef þeir gera uppreisn, þá verða ástæður okkar hræðilegar. — Og svo skulum við þá fara að sofa. i Þú vilt víst ekki í kolluna aftur? Jæja, eg finn þig aftur í fyrramálið — eftir að hafa brugöið mér yfir í sjúkrahúsið, ])ví þangað verð eg að koma klukkan hálfgengin sjö. — Klukkan hálf-átta kem eg heim til að borða. í millitíðinni þarft þú ekki annað /en að kalla á drenginn, þegar þú vaknar, og segja hon- um hvort þú vilt heldur, kaffi, te eða súkku- laði." "Á morgun fer eg á fætur klukkan sex," svaraði Bathurst. "Eg fer venjulega á fætur klukkan fimm, en nú er klukkan að ganga tvö svo eg ætla mér að lúra klukkutíma lengur en vant er, af því meðfram, að eg hefi ekkert að gera.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.