Heimskringla - 16.01.1932, Blaðsíða 4

Heimskringla - 16.01.1932, Blaðsíða 4
4. StÐA H E I M S K R I N r L A WINNIPEG 16. JAN. 1932. 'pTcimskringla (StofnuO ÍSSI) Kemur út á hverjum miðvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. SS3 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsimi: 86 537___________ VerS blaðsins er $3.00 árgangurinn borgist fyriríram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. RáOsmaSur TH. PEÍTURSSON 853 Sargent Ave., Winnipeg Manager THE VIKING PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFÁN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg. "Heimskringla” is published by and printed by The Viking Press Ltd. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. Telephone: 86 537 WINNIPEG 16. JAN. 1932. HEIMUR VERSNANDI FER. Frá því er sagt í frétt á fyrstu síðu þessa blaðs, að tveir þjónar á fjármála- skrifstofu stjórnarinnar í Manitoba, hafi nýlega verið dæmdir til fjögra ára fang- elsisvistar hvor, fyrir að hafa hnuplað rúmum hundrað þúsund dölum úr fé- pyngju fylkisins. Frétt þessi mun setja flesta hugsandi menn hljóða. Hér er um menn að ræða, er stjórnarstöðu hafa á hendi, sem svo ábyrgðarmikil og virðingarverð er, að til hennar eru þeir einir kvaddir, er full- komið traust er borið til. Laun við hana eru einnig þau, er hver fjölskylda fær vel við unað. Og hýrga mundi þeim heim- ilisfeðrum þykja það, er í þúsundatali ganga nú atvinnulitlir og blýþungar á- hyggjur bera út af því, að geta ekki séð skylduliði sínu borgið með starfi sínu. En því verra er til þess að vita, að þeir menn, sem svo lánsamir eru, að hafa ekkert af því að segja, en sjá eigi að síð- ur þær hörmungar daglega fyrir augum sér, skuli haldnir þeim sýkta hugsunar- hætti, að grípa til óráðvendni, sem sjálf- um þeim verður að ærumissi, en skyldu- liði þeirra til óbætanlegs tjóns og sár- ustu sorgar. Fjarri er oss að minnast á þetta sér- staklega vegna þessara ógæfusömu manna. Þeir eru þrátt fyrir breytni sína aumkunarverðir. Ófarir þeirra eru öll- um hrygðarefni, og ekki sízt vegna þeirra nánustu. En það er vegna hins, sem ástæða er meiri til að minnast á þetta, að það er að verða svo algengt í opinberu starfslífi þjóðfélagsins, að menn reyni að sjá hag sínum borgið á ýmsan annan hátt en með algengri vinnu, að nærri stappar að orðið sé að þjóðlesti. Það þarf ekki lengra að fara, en til síðustu ára til að sannfæra sig um þetta. Blöð landsins eru enn ekki hætt að tala um Sjö Systra-fossa hneykslið, eða Be- auharnoismálið sæla. En þó þessi tvö hneykslismál, séu öðrum fremur þjóð- inni efst í huga sem stendur, skyldi enginn ætla að alt væri þar með talið. Það úir og grúir í þjóðfélaginu af Holts, Gundeys, Sweezeys og McDougalds, er það virðist fyrst og fremst vaka fyrir, að söisa undir sig hjá' því opinbera þá hagsmuni, er þeir fá klófest. Ef að tína ætti alt það upp, stórt og smátt, sem í þessu efni er að gerast í opinberu starfs- lífi, yrði það bæði óálitlegt og langt syndaregistur. Menn eru orðnir þessu svo vanir, og hugsunarhátturinn er orðinn því svo gagnsýrður, að menn virðast ekki þurfa að láta sér meðulin neitt fyrir brjósti brenna, sem notuð eru til þess að hafa þjóðfélagið að féþúfu. Og þó þjóðfélag- inu sé jafnvel stór hætta af þeim hugs- unarhætti búin, er lítil rönd við honum reist af hálfu stjórnanna. Það er ekki einu ,sinni svo mikið gert til þess að breyta honum, eins og að koma nærri altaf hegningu fram á þeim seka, til þess að sýna, hvað sé þó rétt og hvað sé rangt. Beauharnois burgeisarnir halda enn stöðum sínum eftir sem áðui*, eftir atrennur sínar á velsæmi í þjóðfélags- málum. Og ekki var heldur nein hætta á því, að ráðgjafar fylkisstjórnarinnar í Manitoba, væru ekki aftur í virðingar- sessi þjóðfélagsins settir, sem þeir ultu með hneysu og skömm úr fyrir afskifti sín af Sjö Systra verzluninni. Og því gátu þó kjósendur ráðið. En hvað ætli að þeir væru að fást um það þó fulltrúar þeirra ætluðu að selja sjálfum sér og meðhluthöfum sínum auðlindir fylkisins, Ef þetta og því um líkt ber ekki vott um óheilbrigðan og hættulegan hugsun- arhátt í þjóðlífinu, er flest orðið að fánýti sem með sönnum manndygðum hefir til þessa verið talið, og þar á meðal ráð- vendni, sem oss hefir verið kent að sé ein af fegurstu og heilladrýgstu dygð- um mannsins. Hitt væri ef til vill alveg eins gróðursælt í jarðvegi hugsunar- háttarins nú, að kenna, að æðsta tak- mark mannsins væri, að taka sér refi og rándýr til fyrirmyndar og ástunda og iðka eiginleika og framferði þeirra, þjóðfélag- inu éða samlífi borgarinna til heilla og hamingju. Það er margt, sem þrengir að nú á tímum. En spilling hugsunarháttarins f einu sem öðru, er þó og verður ávalt versta bölið. Það er kvartað undan gengishruni peninga, háum tollum, at- vinnuleysi, takmörkuðu lánstrausti þjóða, verðfalli á hveiti, o. s. frv. En gengi peninga hefir fyr sýkst og komist aftur 'til heilsu. Tolla má einnig lækka eða af- nema, ef viturlegra þykir. Úr atvinnu- leysinu má á einn eða annan hátt draga. Lánstraustið getur einnig aftur batnað með tíð og tíma og verð bændaafurða eða hveitis getur einnig hrezt, og hefir jafn- vel nú þegar batnað að mun. En þegar rotnun kemur í hugsunarháttinn og öll viðurkend siðfræði er til síðu lögð, þá er þjóðinni fyrst stofnað í þá hættu, sem ilt er að umflýja, og alvarlega og varandi bölvun hefir í för með sér. En bæta eða breyta hugsunarhættinum, er þyngsta þraut hvers þjóðfélags. Það er eftirtektarvert í sambandi við þessa tvo áminstu menn, að fé það, sem þeir drógu sér, er sagt að mestu hafi verið varið til þess að veðja á hestaverð- reiðar. Það voru þær sem girntu þá til þess að fremja þjófnaðinn. Spilavíti eins og hestaveðreiðar, hveítisölu- og eigna- markaðsprang, og ótalmargt fleira, eru starfsemi sem fyllilega má heita snara á vegum manna. Hún fóstrar þennan hugsunarhátt, að reyna að komast yfir fé án þess að hafa nokkuð fyrir því, að eignast eitthvað án þess að hafa til þess unnið eða verðskuldað það. Yfir þessar tálbeitustofnanir leggja stjórnir blessun sína, þó þeim geti ekki dulist hvaða fjártapi og volæði þær oft valda. Hugs- unarhátturinn, hinn sýkti og spilti hugs- unarháttur, er það, sem þessu heldur við, af því, að hann sér ekkert athuga- vert v*ð það. ' Hvers vegna rís ekki þjóðin upp ein- huga og öndverð gegn öllu því, sem hún getur ekki annað en verið sannfærð um að sé til ills eins? Ja, hvers vegna? Os3 var farið að detta í hug, að gera nokkr- ar heiðarlegar undantekningár og minna á, að þessi sýki í hugsunarhætti væri ekki jafnrótgróin hjá öllum. En kemur það ekki fram í afskiftaleysi alþýðu, að hugs- unarháttur hennar er einnig gagnsýrður af því sama, og hugsunarháttur Gundys, og Sweezys var? Og er það, þó á þessa menn sé handhægara að benda en aðra, nema um mun á slægvizku hjá þeim og almenningi, sem um er að ræða í þessu efni. Mundi almenningur, ef honum hrykki vitkænska til á við þá, vera nokk- uð frábrugðinn þeim? Vér hikum við að taka nokkurn undan. Svo almennur er sá hugsunarháttur orðinn, að afla sér fjár með hvaða brögðum sem hægt er þar við að koma. Trúin á falsguðinn, Mammon, hefir því fest rætur í hugsanalífi þessarar fá- mennu þjóðar, eigi síður en hjá öðrum þjóðum, stærri og smærri, þó ðss virðist stundum eða oftast, sem við séum sem börn hjá Boga hjá þeim. Og vakni þjóð þessi ekki t’I fullkominnar meðvitundar um sinn eigin hugsunarhátt, er henni sýnu meiri hætta búin af honum fram- vegis en hingað til. Þegar til alls kemur, er velferð og heil- br’gði þjóðfélagsins undir hugsunarhætt- inum komin. Þegar tímar eru kolsýrðir eins og nú, er oft talað um að breyta öllu og bylta við og skapa nýja jörð og nýjan himinn. En hvað sem öðru líður, rís ekki sú nýja og betri jörð með nýrri og fegurri festingu úr sjálvarróti öng- þveit'sins, fyr en hugsunarhátturinn breyt ist og rán og gripdeildir eru ekki sett of- ar því, sem dygðugt er of lofsvert. BRÉF. Það er svo oft talað um það, að ís- lenzku blöðln þyrftu að vera fjölbreytt- ari að efni en þau eru, að oss fýsir að teggja orð í belg með þeim, sem áhuga hafa fyrir þessu, og benda á eitt atriði, að minsta kosti, sem vér álítum, að nokkur bót gæti orðið að, ef til greina væri tekið. Vér erum sannfærðir um það, að stutt bréf frá lesendum blaðanna við og við gætu orð*ð til þess, að gera lesmál þeirra skemtilegra og fjölbreyttara. Heims- kringla á því láni að fagna að flytja fréttabréf úr ýmsum bygðum íslendinga öðru hvoru, sem flestum er ánægja að að lesa. Vér göngum út frá því sem vísu, eða vonum að minsta kosti, að það haldi áfram, og þeim bréfum fjölgi fremur en fækki. En hitt ber sjaldan við að menn skrifi stutt bréf, er láti í ljósi skoðun þeirra á einu eða öðru máli, sem á dagskrá er í það og það skiftið. í útlendum blöðum er talsvert mikið að þessu gert, og eru þau bréf oft mjög skemtileg, og skoðanirnar, sam haldið er fram í þeim, athyglisverð- ar. Þar er ekki hlaupið úr einu í annað, en einhverri vissri skoðun eða athuga- semd brugðið upp, í sambandi við ýms mál, sem til umræðu hafa verið í blöðun- um, frá ritstjórunum eða öðrum, eða í sambandi við fréttir í þeim, sem mjög nauðsynleg skýring er oft fólgin í á því sérstaka málefm. En taka verður fram að bréfín séu ekki óþarflega löng. Það skrifa ýmsir vanalega löng bréf, aðrir stutt. Þeirri reglu má búast við að hver fylgi. Hóf er þó í þessu eins og í öllu öðru bezt. En hvað stutt, sem bréfin eru, geta þau einnig verið nokkurs verð. Menn mis- skilji þafi samt ekki þannig, að með því sé átt við, að því styttri sem bréfin séu því betri, því að það er alls ekki mein- ingin. Af ljóðum berast blöðunum firnin öll. Stundum er hvert kvæði afar langt, og fyrirliggjandi er oftast mikið, sem ekki verður prentað. Ekkert lesmál er skemti- legra til en vel ort ljóð. En að hinu leyt- inn er fátt óskemtilegra en illa ort kvæði. Og þegar þau hvorki eru að efni né orðfæri svo, að séð verði að þau eigi nokkurt erindi til lesenda, eru þau upp á von og óvon send blaðinu. Vér höfum oft óskað þess, að menn rituðu e>ns mikið í óbundnu máli og sendu blaðinu. Nokkrir íslendingar, sem talsvert yrkja, lætur það ekki, en skrifa aftur afbragðs vel óbundið mál. Bréf frá tveimur eða þren^ur eldri íslending- um höfum vér fengið, sem taka langt fram vanalegu ritmáli, bæði í fegurð og sérkenn'feik setningaskipunar og Vali kjarnyrða. ' J3n hvað sem hinum útvöldu líður, ættu bréf, eins og þau er hér hefir verið minst á, að geta orðið til þess, að menn víðs- vegar að töluðu meira saman um almenn mál en þeir nú gera, eða kyntust að minsta kosti betur skoðunum hvers ann- ars. Sá kostur gæti og fylgt þessu, ef af stað væri með þetta farið. Eftir birtingu slíkra bréfa verður litið eins vel og auðið er. Hver biður um orðið? Lýsingar af Alaska, h'finu þar og því fólki, sem þar kýs að búa, eru mjög góðar. Spáir hann mikilli framtíð fyrir hrein dýraraækt, sem nú er komin vel á veg. Náttúruauðlegð norð- ursins er nú að draga til sín athygli í þeim stíl, að vænta má að Alaska og norðurströnd Ameríku, verði innan skamms framtíðarland hinna fram- gjörnu. Enda kallar höfundur það “The New Frontier’’. Eins og aðrir norðurfarar, ber hann Eskimóum vel sög- una, segir þá gædda flestum þeim dygðum, sem hvíta menn prýða. En lesa má af frásögn hans, að ekki muni þeir stór- lega batna af viðkynningunni við hvíta menn. Þeir læri fljótt lesti þeirra, en hvít menning I hafi minni þýðingu fyrir þá. I Ósjálfrátt ketinir hann hvítu mönnunum um þetta, skilnings- leysi þeirra og yfirmenskuskap. Sem dæmi þess, segir hann frá því, er Knud Rasmussen, eftir þriggja ára útivist með tveim Eskímóum, manni og konu, frá Grænlandi til Alaska, fyrst hitti hvíta menn. Þreytt og svöng og köld náðu þau til heimilis trúboða nokkurs, er tók við Rasmussen með alúð- leik, og setti fyrir hann góðan mat og drykk, en neitaði að leyfa félögum hans, Eskimóa- konunni og manni hennar, sem með Rasmussen hafði þolað þriggja ára útivist, að koma inn í hús sitt, heldur fleygði út til þeirra næsta óætum kjötbit- um. Sumir af þeim, er þetta lesa, munu kanske minnast þess, hve vel var tekið á móti þremenningunum, er þau náðu til stórborga Bandaríkjanna, og hvernig forsetinn bauð þeim til veizlu í “hvíta húsinu’’. En nyrðra neitar trúboði að leyfa þeim inn í helgidóm sinn, en er þar þó í þeim erindum að j færa þeim kristni. Mér er ánægja að því að mæla með þessari bók, og að hvetja sem flesta til að lesa og tx rv rv’á? I fullan aldarfjórðung hafa Dodd’s nýrna pillur verið hin viðurkenndu meðul við bakverk, gigt og blöðru sjúkdómum, og hinum mörgu kvilla, er stafa frá veikluðum nýrum. — Þær eru til sölu i öllum lyfjabúð- um á 50c askjan eða 6 öskjur fyrir $2.50. Panta má þær beint frá Dodds Medicine Company, Ltd., Tor- onto, Ont., og senda andvirðið þang- að. kynnast henni. B. B. FYRIRMYNDAR HJÓNABAND Ræða fyrir minni brúðhjóna. BÓKARFREGN. “Northward on the New Fron- tier”, by D. M. Le Bourdais, Graphic Publishers, Ottawa, 1931 311 pp. Price $3.50. Mér er bæði Ijúft og skylt, eins og þar stendur, að geta þessarar bókar, sem höf- undurinn hefir vinsamlega sent mér. Er hún ekk> einungis mjög læsileg, bæði að skemtun og fróðleik, heldur og eiguleg, og þar sem að landi vor, hinn góðfrægi landkönnuður Vilhjálmur Stefánsson, hef- ir átt góðan þátt í þvf að hún hefir orðið til, ætti hún að vera ( kkur Vestur-íslend- ingum sérstakur aufúsugestur. Höfundur- inn er Austur-Canadamaður af frakk- neskum ættum, var ritari Vilhjálms um tveggja ára samfleytt fyrirlestra ferðalag um Ameríku skömmu eftir stríðið, og varð svo hugfanginn af norðrinu við þessa við- kynningu, að hann ásetti sér að fara sjálfur norður, ef tækifæri byðist. Plnda er bókin tileinkuð Vilhjálmi, og er mynd af honum fremst í henni. LeBourdais sigldi norður sumarið 1924 í þjónustu nokkurra New York blaða. Var feröinni heitið til Wrangel Island, ef mögulegt væri að komast 'þangað það sumar. Er bókin að mestu saga þessa ferðalags, þó að hún víða komi við önn- ur mál, en þó sérstaklega við það, sem titillinn bendir til, glæsileik og auðlegð hins nýja lands — norðursins. Aldrei komst Le Bourdais til Wrangel Island, þótt skipið eyddi tuttugu dögum í það að reyna að brjótast í gegnum ísinn, sem umlukti eyjuna. En til Herold Island, skamt norðaustur af Wrangel, komst hann, og þar fann hann leifar af einum hóp þeirra er týndust af Korluk, skipi Vilhjálms 1914. Eftir Steingrím Matthíasson, héraðslækni. Frá því Adam og Eva hófu hjúskap sinn, hafa farið mis- jafnar sögur af hjónabandinu. Það hefir viljað gefast mis- jafnlega, ýmist þótt of þræl- bundið og þreytandi, eða laust og léttúðugt. Ef eg, sem er orðinn all-gam- all, ætti að segja álit mitt um hjónabandið — svona frá al- mennu sjónarmiði — þá mundi eg segja: Hjónaband er alvar- legt fyrirtæki (business) — en hitt held eg þó miklu alvarlegra fyrirtæki, að lifa ógiftur, jafnt fyrir karla sem konur. Nú langar mig til, við þetta tækifæri, að segja ykkur — kæru brúðhjón, heimamenn og gestir — frá hjónum, sem etr nýlega hefi kyiizt. Þau fluttu hingað til Akureyrar fyrir nokkrum vikum, og hafa á þessum stutta tíma kynt sig svo vel, fyrir sinn fyrirniyndar hjúskap, að þau hafa öðlas' mikinn vinahóp. Þau settust, að uppi í brekk- unni í grend við mig, eða rétt- ara sagt í trjágarðinum sunnan við spítalann. Þar bygðu þau sér hreiður; því >þetta vóru þrastarhjón. En skógarþresiir eru yndislegir fuglar, eins og margir vorboðarnir hugljúfu, er heimsækja okkur á vorin og sem faðir minn kvað um: “Fljúga sunnan með sumargeislum líkir ljúflingum, léttir fuglar, beinir vorhugur bjarta vængi, en Lofn kyndir í litlu brjósti.” Þrestirnir okkar tyltu hreiðr- inu sínu ofan* á hornstólpa í garðinum, í hlé við reyniviðar- hríslu, en þó svo augljóst, að allir, sem framhjá gengu, sáu það. Þeir höfðu tylt því svo tæpt, að drengirnir, sem fundu það, sáu nauðsyn á að festa það við stólpann með snæri. Fimm egg komu í hreiðrið, en ungar aðeins úr fjórum. Fimta eggið hvarf, án þess nokkur vissi hvernig. Líklega hefir það verið geldegg, og fuglarnir sjálf- ir komið því burt, en engar menjar sáust, ekki einu sinni vottur af skurninu. Reyndar sáum við heldur ekki neitt skurn rusl eftir hin eggin, eftir að þeim var ungað út. Yfirleitt var hreiðrið allan tímann svo þokka- legt, að það var sannarlega ó- flekkuð hjónasæng. Það var gaman, að fylgjast með búskapnum; öllum þeim önnum og þeirri umhyggju, sem fylgdi, og hugnæmt var að hlusta á söng makans, þar sem hann sat uppi á símaþræðinum rétt hjá og hélt vörð. Ungarnir vóru loðnir og ljótir í fyrstu, en fríkkuðu dag frá degi. Og gráð- ugir vóru þeir, eins og ungar eru vanir að vera, svo að foreldrarn- ir höfðu ekki við að færa þeim maðk í svanginn. En börnin úr húsunum í grendinni komu þeim til hjálpar á degi hverjum og var furða hvað ungarnir gátu tore:- að stórum dólpungum af ána- möðkum, án þess að verða bumbult af, og án þess þörf yrði á læknishjálp vegna kveisu eða botnlangabólgu. Eg vil ímynda mér að foreldrarnir hafa dregið af skamti handa þeim, þegar þeir sáu hvað börnin fætðu þeim mikið, en annars er mesta furða, hvað fuglaungar, svona yfirleitt, geta torgað miklu. Allri umhyggju fylgja áhyggj- ur og svo var það hjá þessum þrastarhjónum. í fyrstunni vóru heimsóknir barnanna þeim mikið áhyggjuefni, en brátt vöndust þau við börnin. Verra var þó, þegar hundurinn minn, hann Bob, var að slangra nærri hreiðrinu, en kom þó aldrei auga á það. Þá settu bæði hjón- in sig til varnar og flögruðu til og frá kringum trýnið á Bob og reyndu að narra hann langt þurt úr garðinum. En verst var þegar kettirnir komu, og það vóru ekki minna en þrír kettir, sem hvað eftir annað komu á víxl, til að raska rónni í þess- ari fugla-paradís. Þeir skriðu með lævfsi nær og nær hreiðr- inu, en sýndust aðallega hugsa sér að fanga sjálfa fuglana, en ekki ungana. Líklega hafa þeir heldur ekki séð hreiðrið, annars hefðu þeir verið fljótir að stúta blessuðum ungunum. Það var vist merki, að þegar einhver kattanna var kominn á vett- vang, þá urðu þrastahjónin hrædd og óróleg og hófu mestu háreysti af kveini og kalli. Þá fór einhver á kreik og rak k°+* ina burtu, en stundum vaknaði eg og aðrir við þessi neyðaróp að nóttu til og við fórum þá á fætur til að hjálpa fjölskyldunni ! og reka kattarskrattana burtu. Til allrar lukku varð kisunum

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.