Heimskringla - 16.01.1932, Blaðsíða 1

Heimskringla - 16.01.1932, Blaðsíða 1
DYERS & CLEANERS, LTD. Men's Suits $1.00 50c CAIX 87 061 Suits Hats DTERS & CLEANERS, LTD. Ladies' Dresses Cloth, Wool or Jersey ............ CALL 37 061 $1.00 XLVI. ÁRGANGUR. WINNIPEG MIÐVTKUDAGINN 16. JAN. 1932. M íVlKiR ltí Fé stolið úr fjárhirzlu Manitobafylkis. Síðast liðin fimtudag komst upp, að þjófnaður hafði verið framinn í fjármáladeild Mani- tobastjórnar. Eru tveir menn taldir valdir að því verki. Heit- ir annar Maurice Jones og var bókhaldari og féhirðir í fjármála deildinni. Hinn maðurinn heitir James F. Spawls og var hann aðstoðarbókhaldari. Alls er sagt að féð nemi $102,- 000. Hafði þjófnaðurinn byrjað fyrir 4 eða 5 árum og haldið á- fram til þess dags, að það komst upp síðast liðna viku. En, þá nam fjárhæðin orðið þessu og var ekki lengur hægt að fela misfelluna á bókunum. Og furð- an er eiginlega meiri, hve lengi þessu fór fram þegar þess er gætt, að það sem deildin tekur inn og skilar af sér, er þráfald- lega borið saman af yfirskoðun- armönnum. En í því efni hefir bókhöldurunum tekist að glepja yfirskoðunarmönnunum sýn. Af báðum mönnunum fór gott orð. Þeir höfðu verið í stríð- inu mikla og getið sér þar góð- an orðstír. Að stuldinum töldu báðir sig jafnseka. Þegar þeir sáu, að ekki var lengur um það að ræða' að geta hylmt yfir þjófnaðinn, aðallega vegna þess, að ný að- ferð var tekin upp við bókfærslu í deildinni, gekk Spawls á fund yfirlögreglustjóra Chris H. Newtons og sagði honum frá því, að hann væri sekur um að hafa gripið til eigin notkunar fé stjórnarinnar. Gaf hann einn- ig til kynna, að Jones væri sér meðsekur um þetta. Voru báð- ir mennirnir þegar teknir fastir. Við rannsókn í málinu kom f ljós, að fé þessu hefði ekki verið meiningin að stela, heldur hefði til þess verið gripið að láni í svip. Og mjög lítið af því er sagt að notað hafi verið til framfærslu þarfa. Annar maðurinn átti til dæmis gamalt hús, um það $4500 virði, en var ekki búinn að borga út meira en helming af því. Hann átti heldur ekki nema aflóga bif- anlegt, að leikhúsin draga, ef opin eru á sunnudögum. Og við því mega kirkjurnar ekki, allra sízt á þessum tímum, því þær hafa ekki síður en aðrar stofn- anir orðið fyrir þungum búsifj- um af völdum kreppunnar. Hreyfimyndahúsin eru aftur á móti opin alla daga vikunn- ar, nema sunnudaginn. — Það virðist því ónauðsynlegt fyrir þau, ef þau vilja rausn af sér sýna, að vera að seilast til sunnudagsins, til þess að hafa þetta fé inn. Þau eru aðeins með því að sýna að þau séu ó- fús til þess, að fórna nokkru af sínum tekjudögum fyrir þessa örlætis eða líknarhugsjón sína. Þetta virðist vera mergurinn reiðarræfil. Fjölskyldur þeirra j málsins. Hvernig áforminu reið höfðu enga hugmynd um, að menn þeirra hefðu nokkurt fé handa milli fram yfir laun sín. En til hvers notuðu þeir þá féð? Því fylgir sú sorglega saga, að þeir hafi til þess grip- ið til þess að veðja á hestaveð- reiðar og hafi oftast tapað, en þó ekki altaf. En þá leiðina er talið að mestur hluti þýfisins hafi gengið. Báðir hafa nú menn þessir verið dæmdir til 5 ára fangelsis- veru í Stony Mountain fanga- vistinni. Eru þau afdrif mörg- um hér hrygðarefni, er menn- ina þektu, því með framkomu sinni hversdagslega höfðu þeir eignast fjölda vina. ir af er ekki neinu hægt að spá um, þegar þetta er skrifað. liberal flokkinn með sér niður í djúpið. Dr. Murdock MacKay, leiðtogi liberal flokksins, var að því spurður, hvort hann hefði gert flokki sínum aðvart um þessa samsteypuhugmynd, er hann gerði tillöguna á fundinum um að taka tilboði Brackens. Kvað leiðtoginn engan tíma hafa ver ið til þess. Ber það því með sér, að þetta brask alt um sam- steypu er makk fárra manna. Látum svo úttalað um þetta mál að sinni. En hitt væri ekki óþarft við betri hentugleika, að sýna tildrög þess öll ofan í kjölinn. Sköpunar þáttur. VERKFALLI FRESTAÐ FRÁ INDLANDI stjórnin á Indlandi á viðskifta hölda í Bombay, að styðja sig að máli til að flýta fyrir stjórnar bót þessari. Er sagt að Bambay búar hafi tjáð Bretum hollustu og alla mögulega aðstoð í þessu. Gandhi er enn í fangelsi. Frá Indlandi hafa þær fréttir helztar borist síðan þetta blað kom síðast út, að brezka stjórn- in hefir gengið til verks, og gert upptækar um 600 félags- stofnanir fylgismanna Gandhis eða þjóðernissinna. Eru þá að Hefir hann ekki verið yfirheyrð- líkindum fáar stofnanir þeirra ur enn. ólíklegt er ekki að þar starfandi eftir. Óeirðir og risk- ag reki, ag iata verði hann ingar nokkrar milli þjóðernis- iausan, því að viðskiftin mega sinna og brezku lögreglunnar Bretar ekki til lengdar við að hafa orðið þessu samfara, en missa f eins stórum stíl og raun blóðsúthelingar ekki til muna. hefir orðið á síðan Gandhi var Þó hefir ekki alveg verið laust hneptur í fangelsi. Og svo er við þær. En hversu alvarlegt einnig óvíst að kaupmanna- ástandið er á Indlandi þrátt fyr- burgeisarnir í Bombay sætti sig ir þetta, má að nokkru af því iengi við viðskifta-tapið og ráða að nú hefir brezka stjóni- kenni Bretum um það. Það in gefið út skipun um það, að virðist sem stendur vafamál, allir fundir er fleiri séu komnir hvort stefna Willingdons ætli að saman á, en fimm manns, skuli verða affarasæl. bannaðir. --------------- Annað sem á daginn er einn- HREYFIMYNDAHÚSIN BJÓÐA ig komið, er það, að viðskifti hafa hríðmínkað og tekjur brezku stjórnarinnar, því þjóð- ernissinnar hafa uppfylt öll boð- prð Gandhis um það, að eiga engin viðskifti við Breta. Sam- kvæmt viðskiftaskýrslum í Bom bay, hafa bómullarviðskiftin í landinu mínkað, um 3 miljónir dala á dag. Útflutningur gulls hefir og mínkað úr 2 miljónum dala á dag niður í hálfa miljón. Póstflutninga sína annast þjóðernissinnar nú sjálfir og er hann rekinn af þeirra eigin stjórn, samkvæmt því er þeir sjálfir segja. Flytja þeir póst ódýrara en brezka stjórnin gerði og keppa nú beinlínis við hana. Hvort þessi stjórn þjóð- ernissinna er þess megnug að hrinda öðrum störfum af stað, er ekki Ijóst. Svo er sagt að Bretar séu að flýta sér alt sem unt er að Ijúka við stjórnarbótar-uppkast- ið, sem þeir lofuðu Indlandi á London-fundinum og fær þá Bombay að minsta kosti og að öllum lfkindum stór eða mestur hluti landsins einnig sömu stjórnfarsleg réttindi og Can- ada og.aðrar sjálfstjórnar ný- AÐSTOÐ SÍNA. SAMSTEYPAN SAMÞYKT. Hreyfimyndahús í Winnipeg hafa boðist til að hafa saman fé í styrktarsjóð atvinnulausra manna, er nemi tíu þúsundum dala, með því að sýna myndir á sunnudögum. Gera hreyfimynda 4iúsin ráð fyrir því, að 4 til 6 sunnudaga þurfi til þess að afla þessarar fjárhæöar. Er nú bæj- ar- og fylkisstjórnin að íhuga málið, og er ekki annað lík- legra vegna hinna brýnu þarfa á fjárstyrk þessum, en að af þeirra hálfu verði ekkert til fyrirstöðu því, að veita leyfi til þessara sunnudagasýninga. En kirkjur þessa bæjar hafa margar risið öndverðar gegn þessum sunnudagasýningum. — Hafa andmæli kirkjumanna að- allega við trúarlegar ástæður að styðjast. En þær er hætt að verði léttvægar fundnar af mörgum. En kirkjan hefir aðrar miklu veigameiri ástæður fyrir and- mælum sínum, en þessar á- minstu. Sunnudagurinn er aðal starfsdagur þeirra, og það velt- ur á miklu fyrir þær fjárhags- lega, að þær séu vel sóttar. En Á ársfundi liberal flokksins í Manitoba, sem haldinn var í gær í Fort Garry gistihöllinni, var samþykt að sameina liberal flokkinn Bracken flokknum, eftir næstu kosningar. Hafði forsætisráðherra Manitoba áð- ur sent liberölum tilboð um sameiningu, á einhverjum grund velli, sem enginn veit neitt um nema þessir flokkar, og ef til vill ekki nema fáeinir menn innan þeirra. Og það tilboð var eftir nokkrar umræður samþykt af fundarmönnum með 177 atkVæðum gegn 59. Ekki má þó skilja þá sam- þykt á þann hátt, sem nú þeg- ar sé orðið af sameiningu. Sam- þyktin er aðeins trúlofunarop- inberun flokkanna. Giftingin á ekki að fara fram fyr en eftir fylkiskosningarnar á komandi sumri. í kosningunum sækja liberalar undir sínu gamla sögu lega merki, en Bracken-sinnar undir sínu merki. Þar ganga þeir á hólminn sem tveir and- stæðir flokkar. En eftir kosn- ingarnar ætla þeir svo að sam- sænga. Það er ekki óálitlegt kosningadaður annað eins og þetta. Það verður fróðlegt að sjá á kosningaúrslitunum, hvernig kjósendur líta á annan eins skoffíns-gang og þetta. Það er ekki með einu orði á það bent, hvaða hagur fylkinu sé að þessari sameiningu. Enda er ekki hægt á það að benda. Ástæðan fyrir henni er af öðr- um rótum runnin. Bracken- stjórnin uggir mjög orðið um endurkosningu sína. Hún treyst- ir ekki á sigur síns eigin flokks. Með því að eiga liberal flokk- inn með húð og hári eftir kosn ingarnar, væri ef til vill einhver von um að geta setið áfram við völd. Það væri ekki óeðlilegt eða hefði 'ekki fyrrum þótt ó- sanngjarnt að ætla liberölum 1 eða 2 þingsæti. Og það er munur að hverju mannsliðinu á þessum hættulegu yfirvofandi kosningatímum. Samsteypúhugmynd þessi er örþrifaráð Brackens til þess að reyna að halda í völdin. Á það var ótvírætt bent af þeim, er á móti samsteypunni voru á fundinum. Fórust t. d. Ja' Grant, frá St. Clements, orð á þá leið, að liberal flokkurinn þyrfti ekki að skammast sín neitt fyrir að koma fram fyrir kjósendur. Og því væri hann á móti samsteypunni. Bracken- flokkurinn teldi sig auðsjáan- lega að sökkva. Og fyrir sitt leyti væri sér sama um það. En hann kvað sér ekki á sama Deilunni, sem staðið hefir yf- ir milli sporvagnáfélagsins í Winnipeg og þjóna þess, út af kauplækkun, sem félagið fór fram á, er enn ekki lokið. Hafa verkamenn samþykt á fundum sínum að gera verkfall, verði kauplækkuninni þrengt upp á þá. En félagið lætur heldur ekki sinn hlut. Lá við sjálft í gær, að verkamenn gengju frá vinnu og verkfallið yrði hafið. En fyrir milligöngu Webbs borg arstjóra, sættust aðilar á, að fresta kröfum sínum í svip og láta rannsaka málið, og situr nú við það. KOMNIR YFIR ÞAÐ VERSTA. "Eg held mér sé óhætt að fullyrða, að vér séum komnir yfir það versta." Þessum orð- um fór Rt. Hon. R. B. Bennett, forsætisráðherra Canada, í ný- ársávarpi sínu til þjóðarinnar, um ástandið í landinu. Orð þessi virðast við gildar ástæð- ur hafa að styðjast. Viðskifti og iðnaðarframleiðsla hafa heldur aukist, og verð á hveiti hefir nokkuð hækkað. Yfir hugum Drottinn skapaði konungin'n að kallast náð síns herra og krækja í heim, A og engir máttu öðruvísi hósta eða hn'erra en hann bauð þeim. Drottinn útbjó ræðuskörung stjórnmálum að stjórna og stofna þing, svo lýður mætti öllu sínu á altari hans fórna um ársins hring. Drottinn smíðaði hermanninn að drepa eins og hann vildi og dinta sér á valköstum, með heiðri og þjóðsæmd, fána og skæra skildi en skarðan her. Drottinn gerði lögmanninn að líta eftir sínu, og líka hans, svo afurðirnar ekki færu eftir beinni línu til andskotans. Drottinn bjó til ríka manninn ráðugan að skafa og raka að sér þær skófir og þá brauðmola, sem börnin áttu að hafa, þá brauðlaust er. Drottinn uppblés prestinn sem orðabelg, er skildi ei orð sitt neitt, en prédikaði ef allir væru ei öllu valdi mildir, þeim yrði heitt. Drottinn hnoðaði vinnufólk að hlýða hinum öllum, og hafa lágt, og búa í kofa, en útsjá hinum æðri fyrir höllum, og eiga bágt. Þ. Þ. Þ. FRÓNSFUNDUR. VEIZLA Á MOUNTAIN. Fund heldur þjóðræknisdeild- in "Frón" næstkomandi föstu- dagskvöld, 15. janúar, í efri sal G. T. hússins. Þar skemta dr. Joseph Thorson með ræðu, Þ Þ. Þorsteinsson skáld með upp- lestri, og e ftil vill einn eða tveir fleiri. Ennfremur hefir Mrs. H. Helgason píanókennari góðfús- lega lofast til að sjá fundinum fyrir hljómleikaskemtun. Munu færri vilja af því missa, er á þann þátt skemtunarinnar hlýddu á síðasta fundi, og hún sá um. Allir eru velkomnir, jafnt ut- anfélagsmenn sem félagar. — Inngangur ókeypis. Engin sam- manna, er heldur ekki einsiskot. Fundur hefst kl. 8 að dauft og áður. Menn eru von-' kvöldinu. betri um að eitthvað fari að lagast. SKIFTI Á MÖNNUM OG VÖRUM. KAFFI8RENSLA. í blaðinu "Morning Post" á Englandi birtist nýlega ritstjórn argrein, sem að efni fjallar um það, að Canada ætti að taka nokkra menn frá Englandi í stað tollhlunnindanna, er Bret- land veitir Canada á bænda- afurðum. Segir blaðið að at- vinnuleysi eigi sér stað vegna fólksfæðar í landinu, en ekki vegna fólksfjölda. Til þess að landið geti borið sig, segir blað- ið að Canada þurfi að minsta kosti að hafa 15 miljónir íbúa. Það leggur einnig til að stór- félög á Englandi myndi ný- bygðir í öðrum eins blómahér- uðum og séu í Peace River daln um og víðar í Canada, og komi með því fótum undir búskap nýbyggja frá Englandi. Og síð- ast er á það minst, að mál þetta ætti að vera tekið til yfirveg- unar á samveldisráðstefnunni, sem haldin verður á komandi sumri í Canada. Brazilía hefir gefið upp alla von um að geta selt kaffi til annara landa á sjö cents pund- ið. Það varð bæði of dýrt, og svo gekk salan svo tregt, að það hefði þurft langan tíma til að grynna á birgðunum. Til þess að verða í hasti af með þær, hefir því verið tekið það ráð að brenna kaffið upp. Með það fyrir augum hafa nú 7 milj. pokar verið keyptir, og er nú helmingur þess orðinn að kaldri ösku, en hitt er í loganum. — Alls er búist við að brendir verði þarna um 17 miljón pok- ar af kaffi. VÖRUFLUTNINGA LOFTSKIP lendur Breta. Heitir brezka úr kirkjusókn er víst og áreið-' standa um það, að hann dragi "HKR." FYRIRMYNDIN. Lögberg hefir verið minkað og er nú af sömu stærð og Heimskringla. Er eftir einum manni í útgáfunefndinni haft, að honum hafi ávalt þótt stærð Heimskringlu skemtilegust og fegurst á vikublaði. Lagði hann því til og nefndin samþykti í einu hljóði, að Lögberg yrði framvegis af sömu stærð og hún. Eitt loftskipafélagið í Winni- peg (The Canadian Airways Ltd.) keypti nýlega vöruflutn- ingaloftskip, sem sagt er að vera stærsta skip þeirrar teg- undar í heimi. Það er smíðað á Þýzkalandi, en kom til Win- nipeg 27. desember. Skipið er fjórar smálestir (tonn) að þyngd þegar það er tónit. Það getur ferðast í einu, án þess að bæta við sig eldsneyti, um eitt þúsund mílur vegar, með þriggja smálesta þunga af vör- uni. Skipið var keypt til þess að flytja vörur á um norður- héruð Canada. Albert Einstein: — Þegar mér koma afvopnunarfundir þjóðanna í hug, veit eg aldrei hvort eg á að vona, hlæja eða gráta. Mánudaginn 4. janúar þ. á. áttu þau Árni og Sigríður Thor- finnson, að Mountain, tuttugu og fimm ára giftingarafmæli, því 4. janúar 1907 voru þau gefin saman í hjónaband af séra H. B. Thorgrimsen, að Akra, N. D. Börn þeirra hjóna og ætt- menni hér í grend viidu ekki láta þann afmælisdag hjá líða, án þess að heiðra og gleðja hjónin, og gengust því fyrir veglegu silfurbrúðkaups sam- sæti í samkomuhúsinu á Moun- tain kvöldið 4. janúar. Var bygðarfólkinu boðið að vera með við samsæti þetta. Enda var það fjölmenni mikið, sem mætti í samkomuhúsinu þetta kvöld. Um kl. 9 e. h. voru veizlu- gestir koninir, og hafði verið vísað til sætis. Litlu seinna voru svo heiðursgestirnir leiddir til sætis við veizluborðið og var á meðan spilað "Wedding March" en gestir allir risu úr sætum sínum til heiðurs silfurbrúð- hjónunum. Voru svo sungin 2 vers af sálminum "Hve gott og fagurt og indælt er". Að því búnu flutti séra H. Sigmar bæn. Tóku síðan allir sæti sín aitur. Forstöðunefndin hafði bt>ðið séra H. Sigmar að stýra samsætinu, og ávarpaði hann nú gesti alla nokkrum orðum, sagði frá tilefni hátíðamótsins, bauð heiðursgesti og aHa vel- komna í nafni forstöðunefndar- innar, og bað fólk síðan að þiggja nú þær góðgerðir, er konur hefðu á reiðuni höndum. Þegar veizlugestir höfðu ræki- lega notið hinna gómsætu vista, er konur báru fram af mikilli risnu, var vikið að skemtiskrá þeiiTi er forstöðunefndin hafði undirbúið. Var svo altaf til skiftis sungið og talað. Mun ekki vera úr vegi að geta þess, að söngurinn var hrífandi og ræðurnar snjallar! Stundum tóku allir undir og sungu "eins og einum rómi", en stundum var sungið af sveit þeirri, er hafði sérstaklega æft sig fyrir þetta tækifæri. Lfka söng Mrs. H. Sigmar einsöng, og valdi kvæðið "Ástasæla" eftir Stein- grím Thorsteinsson, en lagið var hið hrífandi fallega lag Steingríms organista Hall. — Ávörp fluttu auk veizlustjóra þeir Thomas Halldórsson, Hann Frh. 4 8. bk.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.