Heimskringla - 16.01.1932, Blaðsíða 5

Heimskringla - 16.01.1932, Blaðsíða 5
WINNIPEG 16. JAN. 1932. HEIMSKRINGLA 5. SlÐA / / aldrei neitt ágengt, og mikil gleði varð og öllum ábyrgðarlétt ir, þegar seinasti unginn var floginn úr hreiðrlnu og öllu var borgið. En það er saga að segja frá hvernig ungarnir komust úr hreiðrinu. Eftir því 9em þeir uxu varð þröngt um þá í hreiðr- inu. En þeir uxu ekki allir jafn mikið. Fyrst varð einn svo fær og stór, að hann var kominn að því að geta flogið, en þó ekki fleygur. | Þá hvarf hann eina nóttina. Svo þroskaðist sá næsti eftir 1 — 2 sólarhringa og varð álíka stálp- aður. I>á hvarf hann, og svona koll af kolli, þar til allir vóru horfnir. I fyrstu vorum við, sem fylgdumst með þessum búskap, áhyggjufull út af því, hvernig ungarnir kæmust úr hreiðrinu, enda vissum við ekkert hvað af þeim var orðið. Við héld- um að kettimir hefðu náð þeim jafnskjótt og þeir hefðu oltið út og færu að brölta á jörðunni. ; En þá var það að Anna, ein af I lijúkrunarnemunum, varð sjón- arvottur að því, hvernig alt atvikaðist. Hún sá hvernig móð- irin lét ungann skreiðast upp | á bakið á sér og var tímakom | að koma honum til að fóta sig j þar. Síðan flaug hún með hann burtu og kom honum fyrir á afviknum stað inni í ribsberj- arunni úti í garðshorninu. Seinna sáum við alla ungana vera að flögra til og frá innan um limi,ð. Og mikið gladdi það alla hlutaðeigendur. Eg vildi nú óska öllum brúð- hjónum í mannheimi, en sér- staklega þeim, sem hér sitja, að þeim megi auðnast að koma afkvæmi sínu eins vel á legg eins og þeim, tókst þessum þrastarhjónum. Og eg vil óska þeim, að þeirra hjónaástir og foreldraumhyggja megi jafnast við það sem hér varð raun á. Og yður, brúður góð, sem eg þekki svo vel frá því þér voruð barn, vil eg að endingu ávarpa sömu orðum og skáldið Hómer lætur Odysseif ávarpa Násiku konungsdóttur í Fæakalandi: “Guðirnir veiti þér alt, sem þú æskir í hjarta þínu og gefi þér mann og hús og gott samlyndi. I»ví ekkert er betra og ágætara, en þegar maður og kona búa í húsi saman samlynd í hugum. Það er öfundarefni óvinum þeirra — (ef nökkurir eru) — en gleði vinum þeirra; en bezt hafa þau af því sjálf." —Dýraverndarin n. BÓKARFREGN. ___ i- Dýraljóð. ' Valið hefir Guðm. Finnbogason.— Útgefandi ísafoldar- prentsmiðja h.f. Fyrir nokkrum árum gaf dr. Guðm. Finnbogason út sjávar- ljóð og siglinga, er hann hafði safnað saman um víða vega, með sinni alkunnu nýtni og smekkvísi. Var sú bók mörgum kærkomin og var sem menn vöknuðu við, að slíkar bækur, þar sem safnað væri saman ljóð um ýmissa höfunda um sams- konar efni, væru alveg naflð- synlegar. Nú hefir komið út annað ljóðasafn frá hendi hans, og fjaliar þaö um dýrin. Er þar safnað saman í tólf arka bók, allskonar ljóðum um málleys- ingja, og eru þau eftir 50 nafngreind ■ skáld og hagyrð- inga og ýmsa ókunna höfunda. — Eru þarna mörg ljóð og vís- ur, sem lifa á hvers manns vör- um. En safnandinn hefir viljað sýna, hvernig skáldin hafa val- ið sér dýrin að ‘yrkisefni, og hvernig þau hafa kveðið um þau. Mörg kvæðin eru að vísu ádeilukvæði, þar sem skáldin draga upp líkingar af mann- lífinu með því að lýsa hinum “svokölluðu skyplausu skepn- um’’ og háttum þeirra. Hjá því verður varla komist í slfku safni að taka þau kvæði, en vera mætti þó, að heppilegra hefði verið að fella nokkur erindi úr sumum kvæðunum, þau erlndi, sem ekki lýsa lífi, háttum né útliti dýranna, heldur eru að- eins margvíslegar heimsádeil- ur skáldanna. Þetta er ekki sagt til þess að kasta ryki á bókina, því að fús- lega skal viðurkent að mikið vandaverk er að taka saman efni í slíka bók. Er þar á sum- um sviðum um of auðugan garð að gresja (t.d. hestavís- I ur), en á öðrum sviðum svo fátt til að flestu verður að tjalda, fjölbreytninnar vegna. Og það yrði án efa að deila um keisaransskegg, er fleiri menn eh einn ætti að safna efni í svona* bók, hvað ætti að taka og hverju ætti að hafna. Að þessari athugasemd lok- inni vil eg fséra dr. G. F. þökk fyrir bókina. Eg vildi að hún væri til á hverju heimili í land- inu, sérstaklega í sveitum, því að hún getur opnað augu full- orðinna og barna fyrir því, hve náið er líf manna og málleys- ingja, ef rétt er á litið, hve mik- ið yndi, gagn og gleði mennirn- ir geta haft af dýrunum. Hún er jafnframt hjartnæm áskorun allra hinna 50 skálda, sem þar eru látin taka til máls, og allra hinna nafnlausu skálda, um að fara vel með dýrin, sýna þeim nærgætni og skilja lífsbaráttu þeirra. Vona eg því að Dýra- verndunarfélag íslands leggi lið sitt til þess að útbreiða bók- ina. Fi'ágangur bókarinnar er hinn vandaðasti í alla staði, pappír, prentun og band. Að vísu hafa læðst inn í hana nokkrar prentvillur, og er það leitt, en varla mun nein svo bagaleg. að valdið geti mis- lestri: Allmargar myndir eru í bókihni. Eru þær prentaðar með litum á sérstaklega góðan myndapappír, og eru allar af íslenzkum dýrum. Eykur það gildi bókarinnar. Á. Ó. —Mbl. MANNDRÁPSSAGA FRÁ ISLANDI í þýsku blaði. Islendingur, sem er f Hannover. hefir sent Morg unblaðinu grein úr sunnu- dagsblaði stærsta blaðs- ins þar í borg, “Hannov- erscher Anzeiger’’. Grein þessi birtist 22. nóv. á síðu sém höfð er fyrir Ge- schicten aus (jer Wirklich- keit’’ (sannar sögur). Geta menn nú sagt sér sjálfir, að ekki er að furða þótt. fáránlegar hugmyndir um ísland þróist erlendis, þeg- ar slíkar “sannar sögur” eru sagðar héðan. Reykjavík. í hinni litlu íslensku höfn Grímsey hefir nýlega gerst makalaus saga út af afbrýðis- semi. Einhver ríkasti maðurinn í Grímsey er veiðimaðurinn Paovo Helló, maður fimtugur að aldri og kallaður “Nopoleoh hvalveiðamanna”. Helló á sem sé dálítinn flota veiðiskipa. Helló er ofstopafullur og grimm úðugur, eins og hinir gömlu víkingar vopu. Kærasta eign hans er vélskipið “Jöul”, sem talið er happasælasta- og besta hvalveiðaskipið á íslandi. Fyrir nokkrum árum kvænt- ist Helló 17 vetra gamalli stúlku. Það var mælt að hún- hefði tekið honum aðeins vegna þess hvað hann var ríkur. Helló hefir víst sjálfur haldið þetta líka, því að hann sat um konu sína og var ákaflega afbrýðis- samur. Og í hvert skifti sem hann fór á veiðar, setti hann einhvem trimaðarmann sinn til þess að njósna um hana. Svo var það eitt kVöld, að Helló var á heimleið af hvala- veiðum á “Jöul’’. Kom þá ró- andi á móti honum maður sá, er hann hafði sett til þess að höfuðsitja konu sína. — Hann hafði slæmar fréttir að færa. Kona Hellós hafði ekki átt von á manni sínum fyr en eftir \iku, og nú hafði hún tekið saman við annan. Helló sagði ekkert við þessu, hann gaf skipun um það, að “Jöul” skyldi ekki siglt inn í hið venjulega skipalægi, held- ur skyldi haldið inn á fjörðinn og akkerum kastað 50 metra frá húsi hans, sem er rétt á sjávarbakkanum. Menn hans gr.unaði ekkert hvað undir bjó. En þá fór að gruna margt er Helló lét skipið snúa stafni að húsi sínu og hlóð hvalabyssuna með tveim skotum. Það var aldrei gert nema þegar þeir áttu við illhveli. Svo settist Helló hjá byss- unni. Þannig sat hann lengi og hafði ekki augun af húsdyrum sínum. Að lokum voru dyrnar opn- aðar, og í skímu þeirri sem út lagði, sáust tveir koma út, mað- ur og kona. Konan gekk fram á hlaðið og skimaði í kring, eins og hún væri að gá að því hvort nokkur væri nærstaddur. í sama bili hleypti Hello af hvalabyss- unni. Eldglampi rauf náttmyrkr ið.og tvö neyðaróp heyrðust í landi. Hello hafði hæft alt of vel. Menn hans réðust nú á hann og hneptu hann í bönd. Þeir hefðu átt að skerast í leikinn fyr. Annað skotið hafði hæft frú Helló í brjóstið. Hitt hafði farið í gegnum öxlina á elsk- huga hennar, enskum háseta, Gay Pearham að nafni. Frúin hafði látist samstundis og Pear- ham var hættulega særður. — Hvernig sem að Helló var far- ið, fékst ekkert orð upp úr honum, og nú hefir hann verið fluttur á hegningarhúsið í Reykjavík. Mbl. SKÝRING OG VIÐBÓT Mig langar til að biðja þig, hr. ritstjóri, að ljá Iinum þessum rúm einhversstaðar í Hkr. Eg hef oröið þess var, að ofurlítill misskilningur hefir átt kér staö hjá sumum er lesið hafa bréf mitt, er birtist í Hkr. með fyrir- sögninni “Athugasemd.” Þar sem eg tala um að vanti réttlátan Jier til framkvæmda o. s. frv., þá á eg auðvitað við, og er í augum uppi að hann yrði byggður upp úr þeim her sem nú er til, og þjóðirnar hafa yfir að ráða, og mundi víst ekki þurfa að bæta við hann að nýju til að koma upp svo öflugum her sem eg hef tekið fram, að hann þyrfti að vera, til að fram- kvæma það sem honum væri ætlaö. Svoleiðis afvopnun álít eg á béstu rökum bygða til fram- búðar, á meðan að þjóðirnar væru að venja sig af þessum djöfullega híldarleik sem stað- ið hefir yfir frá fyrstu tíð, en án þess getur afvopnun ekki orðið annað en kák, endalaust kák. En öðru máli væri að gegna, ef þjóðirnar gætu komið sér saman um slíkan her sem hér hefir verið bent á, þá er ekki líklegt að nokkur þjóð færi að braska við herskap að nýju til rána og manndrápa, og vita það fyrirfram, að verða að láta í minni pokann fyrir alþjóða hernum, þegar þeim bæri sam- an, enda færi vel á því, að her- inn yrði að síðustu, til þess not- aður, að eyðileggja sjálfan sig. Eg hygg, eins og eg hefi áður sagt, að herskapur mundi smá hverfa, og löngun tH herskap- ar, þjóðirnar færu að sjá það, sem þær hefðu þurft að sjá fyr- ir mörgum öldum síðan að styrjaldir hafa aldrei fært neina blessun yfir heiminn, heldur hina mestu — og djöfullegustu bölvun sem hugsast getur. Og þegar þjóðirnar í sannleika færu að sjá það, hve mikið óvit það er að halda við slíkri vand- ræða vitleysu, þá færi þeim að hrísa hugur við að byrja að nýju, manndýrið færi að mega sín minna, en sönn menning að gera vart við sig, og væri á þvi hin mesta þörf, svo að guð gæti farið áð verða máttugur í mönnunum, en án þess að það verði, getur sönn velferð ekki átt sér stað. Vinsamlegast, G. Elías Guðmundsson. HVAÐANÆFA Mentun og kvikmyndir. í nóvembermánuði árið 1929 var skipuð nefnd í London til að athuga, að hve miklu leyti væri hægt að nota kvikmynair í mentunarskini í Bretlandi. Á annað hundrað félög, meðal annars mörg vísindafélög, höfðu mælt með því, að slík nefnd væri skipuð. Nefnd þessi heíir nú skilað áliti og áætlun um það, hvað gera beri í þessu efni á næstu árum. Tillögur nefndarinnar eru miðaðar við það, að á þessu sviði sem öðr- um verði að gæta alls sparnað- ar á næstu árum. Nefndin er einróma þeirrar skoðunar, að mjög mikil not geti orðið að kvikmyndum til þess að fræða menn og menta. Nefndin er því meðmælt, að útbúnar verði sér- stakar kvikmyndir í þessu skyni, og bendir meðal annars á, að gerð hafi verið talmynd til þess að kenna réttan fram- burð í ensku, og telur nefndin, að sú tilraun hafi gefist ágæt- lega. Þykir fullsannað að með því að nota talmyndir við tungumálakenslu, þurfi styttri tíma til kenslunnar en áður og að kenslan verði fullkomnari. Nefndin mælir með því, að kvikmyndahús verði alment not uð til þess að sýna fræðandi og mentandi kvikmyndir, á þeim tímum dags, er venjuleg- ar kvikmyndasýningar ekki fara fram. Er samvinna í þessu efni hafin með fræðslumálastjórn- um, kvikmyndaframleiðendum og eigendum kvikmyndaleik- húsa. (Vísir). * * * . Kylsant lávarður. Eins og áður er getið, var Kylsant lávarður dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir stjórn sína í stærsta skipafélagi lieims ins, “Royal Mail”. Hann var settur í Wormwood Schrubbs fangahúsið í öndverðum nóv- ember. Fyrsta daginn, sem hann var þar, var honum skipað að fara út í fangelsisgarðinn á- samt hinum föngunum, til þess að hreyfa sig. Þarna varð hann að vera í klukkstund, og gláptu hinir fangarnir á hann eins og tröll á heiðríkju, og tók hann sér það ákaflega nærri. Áður en morgunverður væri snæddur. var honum skipað að þvo klefa sinn, og gerði hann það.. En þegar maturinn kom: hálft pd. af brauði, smjörlíki og emil- eruð krús með tei, gat hann ekki snert á honurn. Og líkt fór með miðdegisverðinn. Þannig gekk í nokkra daga, þangað til Kylsant veiktist af þessu öllu saman. Honum datt ekki í hug að svelta sig, en hann hafði svo mikinn viðbjóð á inatnum, og hvernig hann var fram reiddur, að hann gat ekki etið hann. Augnaráð, olnboga- skot og glósur hinna fanganna tóku einnig mjög á hann. Og seinustu fregnir herma það, að læknir fangelsisins skipi svo fyrir, að Kylsant lávarður skuli fluttur á sjúkrahús. Mbl. ♦ * * Bohr prófessor fær heiðurs- búsútað Carlsbergs. Stjórn Carlsbergssjóðsins hef- ir nýlega spurt hinn kunna vís- indamann og Nobelsverðlauna- mann, Nils Bohr prófessor, hvort hann mundi vilja setjast að í heiðursbústað Carlsbergs, sem Harald Höffding bjó í áð- uv. Mun Bohr hafa tekið þessu með þökkum, og er búist við, að hann flytjist bráðlega í heið- ursbústaðinn. Höffding var sá fyrsti, er naut þessa heiðurs, en hann var þá gamall að aldri. Aftur á móti er Bohr prófessor enn á léttasta skeiði. Mbl. Skrítla. Umferðasali kom eitt sinn á heimili bónda nokkurs og fór strax til að reyna að selja hon- um reiðhjól. “Þau eru mjög ódýr núna. Eg get látið þig fá fyrirtaks- hjól fyrir $25.00.” “Það er nú vel boðið,” svar- aði bóndi. “En eg kysi held- ur að borga þá peninga upp í verð á góðri kú.” “Það væri í meira lagi hjá- kátlegt að sjá þig ríða í kring á kú,” sagði sölumaðurinn. “Já. það skal eg viðurkenna. En þó væri það alls ekki hjá- kátlegra en að sjá mig reyna að mjólka reiðhjól,” svaraði bóndinn. Látið heilsu roðann koma innan að frá frá CITY MILK Látið City Milk hjáipa náttúrunni til þess að færa innan að frá, fegurð og heilsuroða á hvert andlit. Byrjið strax . . . drekkið pott á dag af mjólk frá— Sími 87 647 ÍSLANDS GETIÐ í júlí heftinu af “Open Road Magazine’’ birtist mynd ar plássi á íslandi og eru þar sýnd- ir íslenzkjr hestar á beit. Við þetta er ekkert að athuga. Myndin er glögg og vel sennileg. En það er greinarstúfur neðan undir myndinni, sem sjálfsagt hefir komið að tilætluðum not- um hjá greinarhöfundinum með al þeirra, sem hana hafa lesið og fávíslegar hugmyndir hafa um ísland og það, sem íslenzkt er, en enga þekking á landinu eða þjóðinni sem það byggir. Greinin er góð til þess, að styrkja þá í trúnni, sem þá trú hafa — og hana hafa margir Englendingar — að ísland sé gróðurlaust hraun; skepnurnar fáranlegar að sköpum og eðli; og mennirnir hálf — eða alvilt- ir skrælingjar — með rófu. Greinin er stutt og hljóðar þannig, lauslega snúið yfir á íslenzkt mál: Myndin að ofan er af íslenzku landslagi og hinum smávöxnu hestum, sem troða hin gróðrar- lausu hraun þar á landi og, sem svo oft tapa lífi sfnu í hin- um gríðar ströngu fellibyljum, sem þar geysa yfir. Á sumrin lifa hestar þessir á stuttu grasi er þeir finna upp í fjallshlíöun- um, en er snjór þekur jörð á vetrin, er þeim gefin fiskur til fæðu! Hefir nokkur heyrt get- ið um það fyr að hestar ætu fisk? Höfundur þessarar vizku læt- ur nafns síns ekki getið; hefir hann ef til vill ekki búist við, að verða víðfrægur fyrir. En gaman væri að vita hver hann er, og hvert Uncle Sam á marga snillinga og fróðleiks menn jafn snjalla honum. G. FRÁ FÁLKUM. Þann 4. janúar léku Fálkar á móti City Tigers, í St. James Intermediate, og sigruðu þeir þá með 4 á móti 1. Drengir okkar léku allir ivel, enda fóm þeir út með þeim ásetningi, að tapa ekki, hvað sem á gengi, enda höfðu hinir aldrei neitt tækifæri frá byrjun til enda. Og þegar búið var, þá tóku þeir að gera leikinn ógildan fyrir það að við hefðum -haft vara- hafnvörð og þar af leiðandi haft 11 menn í staðinn fyrir 10. En þeir gættu þess ekki, að það er leyfilegt að kalla út eða skifta um hafnvörð, ef þess gerist þörf. En við sögðum þeim, að þeir mættu reyna það ef þeir vildu, því við gætum unn ið þá hvenær sem væri. En þegar á átti að herða, þá þorðu þeir ekki að reyna það, því þeir vissu að þeir mundu tapa þeirri kröfu, ef þeir færu fram á það við yfirmenn kappleik-' anna því að við höfðum rétt fyrir okkur en þeir rangt. Þeir sem skutu í liöfn fyrir Fálkana voru þessir: C. Mun- roe 1; W. Bjarnason 2; Ingi Jóhannesson J. Þeir sem léku fyrir Fálkana voru þessir: F. Gillies, hafn- vörður, A. Johnson, C. Ben- son, Matt. Jóhannesson, Ingi Jóhannesson, C. Munroe, Ad. Jóhannesson, W. Bjarnason, Palmatees, H. Gíslason. Á miðvikudagskvöldið þann 6. janúar lékum við okkar á milli á Wesley skautahringnum og lenti þeim fyrst saman Vík- ingum og Rangers. Var það harður atgangur og höfðu Ran- gers betur í fyrri hlutanum. En Víkingar sýndu þar sitt víkings eðli er þeir lögðu út í seinni hálfleikinn. Hinir höfðu þá 4 sinnum skotið í þeirra mark, en þeir aðeins einu sinni í mark þeirra. Eggjaði nú fyrirliði Vík- inga, C. Hallson, þá fram til atlögu og hömuðust þeir allir, og var B. Helgason einna fremst ur í flokki, enda skaut hann 3. mark fyrir Víkinga, og end- aði leikurinn svo, að Víkingar unnu með 5 á móti 4, og var )að vel gert, eftir því sem á horfðist í fyrstu. Svo lenti þeim saman Nativ- es og Canucks, og unnu Can- ucks með 6 á móti 3. Það er ekki við lamb að leika sér, þar sem Canucks eru. Þeir hafa ekki tapað leik ennþá,, enda eru þar karlar, sem ekki eru lömb að leika við, þar sem eru )eir W. Bjarnason og Ingi Jó- hannesson, og C. Munroe og fleiri, hraustir drengir, sem æða um alt og ryðja öllu um koll, sem fyrir þeim verður. Þeir sem léku fyrir Natives, voru þessir, Albert Dalloway, hafnvörður, W. Sigmundsson, Sanderson, F. McPherson, O. Johnson, N. Thorsteinsson, S. Patterson. Fj'rír Canucks léku: Jón Bjarnason hafnvörður, A. John- son, Ingi Jóhannesson, P. Fre- derickson, W. Bjarnason, R. Jóhannesson, Laxdal. Þeir sem léku fyrir Rangers, voru þessir: H. Pálsson hafn- vörður, H. Bjarnason, Bill Good man, P. Palmatees, A. Dallo- way, W. Jóhannesson. En fyrir Víkinga voru þessir: A. Reid, hafnvörður, C. Hall- son, E. Davidson, B. Helgason, Ad Jóhannesson. Fálkar hafa Whist Drive og Dance á hverju laugardags- kvöldi í neðri sal G. T. húss- ins, og eru landar beðnir að koma og styðja þar með félags- skap okkar. Það eru kaffiveit,- ingar þar strax og búið er að spUa og svo er dansað til kl. 12. Það verður vel tekið á móti ykkur og við reynum til að gera ykkur kvöldið eins skemtilegt og mögulegt er. Að- gangurinn er aðeins 25 cent. Komið og fjölmennið og látið drengina sjá að þið viljiö styrkja þá. P. Sigurðsson. I

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.