Heimskringla - 03.02.1932, Side 7
WINNIPEG 3. FEBR. 1932.
HEIMSKRINGLA
7. SfiXA
ENDURMINNINGAR
Frh frá 3. bla.
sögur sínar lúta að því mark-
miði, að opna augun á mönn-
um fyrir óheilindunum. Prest-
arnir gerðu sér upp sérstaka
háttprýði, sem svo var kallað.
I»egar þeir eru komnir inn hjá
manni og hafði verið boðið
sæti, þá tyltu þeir sér niður
allra snöggvast, en stukku strax
á fætur og fóru að ganga um
gólf og þurftu mikið pláss. Þá
fóru þeir að kjamta undur hæ-
versklega, kallað prestakjamt
á Norðurlandi. Oft gengu þeir
hratt um gólf, eins og þeir ætl-
uðu sér að ná einhverjum viss-
um áfangastað, og það eins
þeir prestar, sem ekki gátu
gengið stutta bæjarleið í góðu
göngufæri, hvað mikið sem á
lægi. Þeir töluðu undur hæ-
versklega og stungu latneskum
orðum á stöku stað inn í setn-
ingar sínar, þó þeir væru að
tala við kotkarl; en það átti
auðvitað fremur að þýða mikla
mentun en minnisleysi á móð-
urmálið. Þegar þeir gengu um
gólf, þá höfðu þeir, sem náðu
beztu taki á háttprýðinni, aðra-
hvora hendina á baki neðarlega
undir frakkalöfunum, og hos-
uðu þefm ofurlítið upp annað
slagið. Gárungar sögðu að þessi
slægi taglinu. Eg hefi séð einn
pilt í Winnipeg, hann var úr
Strandasýslu, minnir mig,
ganga um gólf eins og prest-
amir gerðu á þeim árum, sem
■eg tala hér um. Hann hafði
auðsjáanlega séð þetta og skil-
ið það rétt, að það var heldri
manna siður, en hann átti svo
bágt, af því að hann var ekki
í frakka, og þó hann væri að
reyna að dingla treyjufaldinum,
þá var það svo snubbótt. En
hann hafði rétta aðferð.
Eg veit, að margir muna orð-
ið “prestareið”. Það einkendi
suma prestana að þeir riðu svo
hart, að það lá við að þeir
dræpu hestana. Hvort það var
ónærgætni eða annað verra —
máske mikilmenska — skal lát-
ið ósagt. En það sat illa á þjón-
um kærleikans.
Menn kannast við vísuna:
“Það er séra Einar Pálsson á
Hálsi.” Eg þekti hann ekkert,
nema hvað eg hafði séð hann
á fundi um daginn. Jú, það var
sjálfsagt, og liann kom inn til
mín. Hann þurfti ekkert sér-
stakt pláss á gólfinu. Hann
hafði ekki lært að kjamta. Það
var sem hann hefði aldrei opn-
að latneska bók, eða kynni
nokkurn graut í því máli. Fyrst
kunni eg ekki almennilega við
hann, var eins og karlinn, sem
saknaði nöldursins, þegar kerl-
ingin hans andaðist, en því
meira fanst mér að lokum til
um prúðmensku hans. Eg sá
hann aldrei framar, minnir að
hann flytti suður í Borgarfjörð.
Eg sagði hér að framan, að
mér hefði fundist að alþýðan
una vel látalátum prestanna;
en það er ekki nóg að segja
svo. Alþýðan beinlínis kaus það,
forsvaraði frábrugðna fram-
komu prestsins og konu hans,
þegar þó ekkert tillit er tekið
til klæðnaðar þeirra, sem allir
ákusu að skaraði fram úr. —
Presturinn, sem reið á 8 dög-
um til Reykjavíkur, kom aftur
með sérstaklega myndarlega
konu upp alda í höfuðstaðnum.
Hún var sjálfsagt eins hrifin
af fegurðinni og framtaks-
hyggjunni í sveitinni, eins og
alþýðumaðurinn hugsaði sér
höfuðstaðinn, öllu öðru frá-
brugðinn og fagrann. Þar sem
hún kom á bændabýli, vildi hún
koma inn í búr og eldhús til
konunnar, þar sem hún ríkti
öllum óháð, og sjá með eigin
augum, hvað hún hefði fyrir
stafni. Þetta fór eins og hval-
saga um alla bygðina, og það
setti hroll að konunum yfirleitt,
hvað gengi að manneskjunni.
Einhver þóttist kanske sjá það
í réttu ljósi, og sagði að hún
væri óskólagengin, þó prestur-
inn væri lærður maður, og hún
vildi læra af því að sjá hvað
konurnar hefðust að, því hún
hugsaði sér líklega að vinna
sjálf í búri og eldhúsi. Nei,
þetta var eitthvað skakt, þótt
ekki væri þægilegt að útlista
það; vissast að hafa þessa kofa
altaf sópaða og fægða, eins og
líka hvern einasta dall á heim-
“Prestar ljúga manna mest,
xninsta hafa ást á Krist;
bestum ríða hrókar verst,
hrista sig með orðin byrst.’’
Mjög álitlegur prestur kom
í mína sýslu, þegar eg var inn-
an við fermingu. Hann var trú- j
lofaður stúlku í höfuðstað
landsins. Þegar hann seinna
var undir það búinn að gifta
sig, þá reið hann í kring sveit- j
ir einhesta á átta dögum ti!
Keykjavíkur. Sömu leiðina fóv
hann seinna á jafnmörgum dög-
«m, en hafði þrjá hesta til reið-
ar.
Sérkennleg framkoma, við-
mót og háttalag prestanna á
Þeim tíma finst mér að hafi
verð skilið af alþýðunni eins i
og óhjákvæmileg afleiðing mik-
illar mentunar, og eg man, að ,
eg sá ekkert rangt við ýmsan j
uppgerðar tepruskap þeirra, fyr;
en eg fór að rekast á presta, er
voru lausir við allan slíkan hé- j
góma, og mér þótti þeim fara'
það svo undur vel, og kom þá
fyrst auga á yfirhafnir þeirra.
Eg man vel eftir fyrsta prest-
inum, sem vakti athygli mína í
þessum efnum. Það var fyrir
1890, að eg var staddur á sam-
eiginlegum sýslufundi á Húsa-
vík, og gisti þá hjá tengdaföð-
ur mínum, Jakobi Hálfdanar-
syni. Um kvöldið, þegar átti
að fara að hátta, spyr Jakob
mig að því, hvort mér sé ekki
sama, þótt prestur sofi hjá mér
Um nóttina. Við séra Árni Jóns-
son á Skútustöðum höfðum átt
í hálfgerðu stríði saman um
daginn viðvíkjandi fundarmál-
efni, og mér þótti hann óhlíf-
inn og stirðbusi mesti, og datt
' fyrst af öllu í hug, að nú ætti
eg ekki heldur að hafa frið fyr-
ir honum á nóttunni; svo eg
sPyr hvaða prestur það sé.
ilinu, því enginn vissi hvenær
prestkonan kynni að vera kom-
in heim á hlað og á svipstundu
inn í búr. Það var alt í einu
orðin plága að eiga þetta yfir
höfði sér. Prestkonan var of
auðveld, — allir sögðu að hún
væri blátt áfram, en hún átti
ekki að vera það. Eftir árið,
eða tvö, var hún alstaðar elsk-
uð og virt, og vel komin inn í
öll búr, og allir könnuðust við,
að hún væri mesta búkonan í
sveitinni, hafði tekið upp það
bezta, sem hún sá á hverjum
stað fyrir sig, og sameinað það
alt í sínu búri og eldhúsi. Al-
þýðan fann til þess, að það
gæti farið prestkonum vel að
vera blátt áfram.
Eg þarf lítið eitt að minnast.
á embættisstarfsemi prestanna
yfir höfuð, til samanburðar við
það sem nú er algengast. Fyrir
minn skilning og mína lífs-
reynslu, get eg ekki verið því
samþykkur að trúarlífi manna
fari stöðugt hnignandi. Gamlir
menn þykjast hafa trúarhnign-
uninni öfluga sönnun í því, hve
kirkjan var margfalt betur sótt
á þeirra uppvaxtarárum. Þetta
segja þeir alveg satt. Eg var
orðinn fertugur, þegar kirkj-
urnar fóru óðum að tæmast.
En þegar á að gera sér grein
fyrjr sönnu trúarlífi, þá er
nauðsynlegt að vita, hvað al-
þýðan var að sækja í kirkj-
urnar, og þá kemur til að
minnast þess, sem prestarnir
höfðu á boðstólum. Fyrst af
öllu ætla eg þó að kannast við
það, að eg met það mikils, sem
er að gerast innbyrðis með
hverjum einstökum manni, þeg-
ar hann er kominn samhliða
öðrum í kirkjuna. Þannig get-
ur heyrnarlaus maður haft
gagn af því að sækja kirkju, af
því að sætið í kirkjunni, og
myndir viðburðanna flytja hans
eigin skilning upp í næstu
tröppu. Það var alt að því und-
antekningarlaus regla, að prest-
arnir skrifuðu sínar ræður,. og
eg bæti því hiklaust við, að
eftir að þeir höfðu verið prest-
ar í tvö til þrjú ár, þá reyndu
margir þeirra ekki mikið á sig
við ræðusmíði. Á leið frá kirkju
heyrðist það löngum: “Þetta
var sama ræðan og hann hafði
þenna dag í fyrra.” Ræðan var
kanske góð, og menn sögðu að
góð vísa væri ekki of oft kveð-
in. Ekki nema fáir af öllum
söfnuðinum veittu þessu eftir-
tekt. En hvaðan koma lífæðar
hinnar andlegu framþróunar,
ef presturinn er 25 til 40 ár á
sama stað, og oftast með sömu
tvær þrjár ræðurnar, sama
sunnudag á árinu? Önnur
regla var það, sem, samkvæmt
minni eftirtekt, takmarkaði
prestana sem kennimenn. Þeir
álitu eins og skylt að leggja
út af guðspjalli eða pistli dags-
ins, svo að ekki var til neins
að flýja í aðra kirkju, til að
heyra annað efni útlistað. Það
var því eingöngu aflsmunur á
sama kaðlinum. Eg hefi aldrei
verið prestahatari,, heldur hafa
þeir þvert á móti flestallir verið
mínir uppáhaldsmenn. Eg er
því ekki að niðra þeim, heldur
að segja eins og minn skilning-
ur ræður við minningarnar. Eg
gleymi því ekki, að þessari em-
bættisstarfsemi klerkanna má
finna margar afsakanir, máske
fyrst prestaskólann og gjald-
mátann til prestanna. Það var
raunar engin furða þó prest-
arnir þyrftu að ganga um gólf,
sér til hita í helgidagablæjunni.
Heimshyggjan sveikst ekki um
að kemba, spinna, vefa og þæfa
til skjóls allar aðrar stundir.
Eg man undur vel eftir hús-
vitjun prestanna. Margir halda
að þær hafi verið kák eitt, og
þær voru það, hefði setið við
það eitt, sem prestinum ávanst
meðan hann stóð við. En þýð-
ingarmikið gildi fengu þær af
tveim ástæðum, að börnin vissu
það og voru stöðugt mint á
það, að presturinn kæmi bráð-
um til að spyrja þau, og það
hélt þeim að verkinu, einkum
metnaðartilfinningin, að reyn-
ast ekki meira flón en hann
þessi, eða hún þessi. En allra
mest gildi höfðu húsvitjanirnar
upp úr því, að afinn eða amm-
an, móðirin eða faðirinn, með
öðrum orðum kærleikurinn til
barnanna, var ávalt heyrandi í
holti nær, þó honum væri ekki
af prestinum boðið til sam-
vinnu, og það var skilningur
og dómgreind elskandi ástvina
barnanna, sem aldrei í framtíð-
inni uppgafst á að minna á og
segja til og útskýra.
Nú er eg kominn að þýðing-
armiklu atriði, sem allra sízt
má hlaupa athugalaust fram
hjá, en það er utanaðbókarlær-
dómur barnanna, á mínum
æskuárum, og skal eg strax
taka það fram, að það er eina
afturförin, sem eg er sannfærð-
ur um að hafi átt sér stað á
trúmálasviði alþýðunnar, hvað
lagst hefir niður að læra und-
irstöðuatriði trúarinnar utan
i bókar. Það liefir löngum hrygt
mig, hvað ekki einungis ungir
prestar, heldur jafnvel gamlir,
hafa haldið þeirri skoðun fram,
að utanbókarlærdómur sé ó-
þarfur, alt sé innifalið í því,
að vekja skilninginn, lesa með
barninu. Þetta hefi eg reynt
bæði á sjálfum mér og mörg-
um öðrum, að er öldungis röng
staðhæfing. Barninu og ung-
lingnum er ekki víaxinn sá
skilningur, sem útheimtist til
þess að skilja þýðingarmikið
trúaratriði, fremur en því er
vaxið afl til að lyfta þyngsta
bagga á klakk. En barnið hef-
ir hins vegar lært utan að og
kann það lengi, sem það lærði
ungt, og þrítugur, fertugur, sex-
tugur, er maðurinn að skilja
sér til fullkomlegs gagns, það
sem hann lærði ungur utan
bókar.
Helgi biskup Thordarsen
segir á einum stað í helgidaga-
prédikunarbók sinni, að við
skulum ekki ætlast til of mik-
ils af skilningi barnanna og
unglinganna, en ávalt minnast
þess með þakklæti og lotningu,
hvað unglingarnir eru lengi að
þroskast, svo ekki verði saman-
borið við neinar aðrar lifandi
skepnur, af því að hið mikil-
væga ætlunarverk mannsins
verði ekki skilið og afskastað
á svipstundu. Enginn má ætl-
ast til að eg muni þetta orð-
rétt síðan árið 1900, að eg eft-
irlét Arnljóti Gíslasyni bónda
við Manitobavatn, prédikunar-
bók Helga, og gat ekki fengið
hana keypta aftur. En efnið og
hugsunin er sú, sem eg hefi
tekið fram. Og þá er það hverj-
um manni holt að þroskast
andlega við yfirvegun æsku-
námsins, eiga sjálfir óhreyfða
undirstöðusteinana, og geta
bygt ofan á þá eftir því sem
skilningurinn leyfir, og verða
aldrei sekur um það, að fylgj-
ast með af hræsni.
Frh.
FRÚ
SALBJÖRG ÁSGEIRSDÓTTIR
frá Ásgarði í Dölum.
Fædd 24 nóvember 1870.
Dáin 22. ágúst 1931.
Sungið við útför hennar.
Orðstí sæmdaræfi
engum tekst að farga,
augu hvarfla yfir
áratugi marga
— fylling dýrra dáða
dugur sérhver léði,
— Gervileiki og gifta
garði þessum réði.
Upp frá goðans arni
eldar stöðugt brunnu
— garðsins rausn og góðvild
grannar allir kunnu
— dáður er um dali
drengskapar þegninn mesti
— heiður Ásgarðs hjóna
héraðs sóminn bezti.
í garðinn flokkar fara,
fyrri daga minnast
— húsfreyjunni horfnu
heilar þakkir ynnast;
— lyftir hönd í ljósið
lífsins dýra arði;
hreinum skildi heldur
húsfreyjan úr garði.
Ásgarð vissu allir
æðsta héraðs staðinn
— vandi er þó að vera
virðing slíkri hlaðinn;
átti kona önnur
erviðleika meiri.
Engin svanga saddi
sínu brauði fleiri.
Bærinn miklu mestur
margir þangað sóttu,
— Ásgarð gistu allir
eins á miðri nóttu;
hlið að goðans garði
gesti opin standa,
matur, hús og heyin
heimilt vegfaranda.
Aldrei heyrðist æðra
yfir neinu tapi;
ýms var stundin örðug,
aldrei brugðið skapi.
Húsfreyjunnar heiður
hefja kostir góðir
— framar öllu öðru
eiginkona og móðir.
Heiðurskona háttprúð
heil í starfi góðu
— þreytti ei með þysi
þá er nærri stóðu;
— fálát mjög í fasi,
fjarlæg allri kynning;
stilling hennar stendur
sterk í hverri minning.
Garðinn kunna gistu
gestir í stórum lestum,
— vakti hún þá og vermdi
vosklæðin af gestum.
Svefninn er þó sætur
seytján barna móður.
— Þjáning, fórn og þreyta,
þetta er lífsins óður.
Lýsir æfi auðna
| «4 Nafns pjöld «* 1
i
Dr. M. B. Halldorson 4C1 BoT* Bld*. Bkrifatcfuslml: 18074 Btuudar •4r«takl.«a luncnasjúk- dóma. ■r a« flnna 4 skrlfatofu kl 10—12 f. k. 0( 2—4 c. h. Halmill: 46 Allowap Avo Tulalu.lt SSIÍIK G. S. THORVALDSON B.A., L.L.B. Logfraðingur ' 702 Confederation Life Bldg. Talsími 24 587
DR A. BLONDAL 602 Hedlcal Arts Bld« Talslml: 22 286 Btuadar •drstakl.aa kv.nalúkdóma o* harnasjúkdðma. — At» hltta: kl. 10—1* « h. og 8—6 .. h. H.tmtll: «06 Vlotor 8t. Sfml 28 180 W. J. LINDAL, K.C. BJÖRN STEFÁNSSON tSLENZKIB IXIGFRÆÐIN GAB á oðru gólft 325 Main Street Tals. 24 963 Hafa einnig skrifstofur að Lnudar og Gimli og eru þar að hitta, fyrsta miðvikudaj 1 hverjum mánuði.
Dr. J. Stefansson 21« M KDK’AL ART8 BLDG. Hornl Konnedy og Gr&h&m Sfoadar etasAafD ■ufCtaa- eyrna *V kverka-iJOkdAna ■r &« hltt* frA kl. 11—12 f. h o§ kl. 8■1 6 0 b Taleímii 31834 Holmtll: 688 McMlll&n Avo 42691 Telephone: 21613 J. Christopherson. tsUnskur Lögfr’erSingur 845 SOMERSBT BLK. Winnipeg, Manltobe.
MOORE’S TAXI LTD.
Cor. Donald and Graham.
50 Centa Taxl
Frá elnum st&B tll ann&rs hr&r
sem er i bœnum: 6 m&nns fyrlr
s&m& og einji. Allir f&rþeg&r á-
byrjstir, &U!r bíl&r hit&blr.
Sfml 33 80« (8 Ifnnr)
Ktstur, töskur o *hú«*a*n&-
flutnlncur.
DR. L. A. SIGURDSON
216-220 Medical Arts Bldg;.
Phone 21 834 Offtce tíruar 2-4
Heimill: 104 Home St.
Phone 72 409
yfir dauðans myrkur;
lífið alt til enda
öðrum traust og styrkur.
Fús til líknar-ferða
framar hverjum manni.
Sólargeisli sannur
sængurkonu ranni.
Farsælt lán og friður
fylgdu dánu vífi;
móðurhendur mjúkar
mættu barna lífi;
— lyfti hún þeim í ljósið,
létti þjáning sára;
hóf þau fyrst að faðmi
fjóra tugi ára.
Ennþá vakir auðna
yfir þessu setri;
arfi skilar enginn
auði þínum betri.
Annan hlutann áttu,
orðstí sæmdar nægan,
góðverka er gerðu
garðinn þjóðu frægann.
Andlát kyrt, sem æfin,
enginn fegurr breytti.
Enginn starf og auðlegð
öðrum glaðar veitti.
Eftir þína æfi
eigum minning sæla.
Guðs þökk fyrir greiðann,
gestir þínir mæla.
Stefán frá Hvítadal.
—Tíminn.
(Birt að beiðni systur hinn-
ar látnu, Mrs. G. Jörundsson,
Lundar, Man.)
FORNLEIFAFUNDUR
Fyrir skömmu var rofinn
steinhaugur mikill hjá bænum
Skinvík í Austfirði í Noregi.
Náði haugur þessi yfir um einn
sjöunda úr vallardagssláttu, og
var 2 metrar á hæð, þar sem
hann var hæstur. í honum fanst
sverð, spjót, öxi, leifar af beizl-
ismélum og brot úr steinkeri.
Þar fanst einnig aska og við-
arkolarusl, og þykjast menn
því vita, að sá, sem átti þenna
haug, hafi verið brendur. öxin
hafði haldið sér sæmilega, en
hin vopnin voru mjög skemd af
ryði. Það er talið að haugur
þessi muni vera að minsta kosti
1000 ára gamall.
Hjá bænum Skinvík eru fleiri
slíkir haugar, og á nú að rjúfa
þá og vita hvar þar finst.
Lesb. Mbl.
A. S. BARDAL
••lur llkklatur ©g innut um úttmr-
tr. Allur útbúnatíur it ImU.
linfriraur a«tur hann nllaknuur
‘mlnnfirnrDt »g li(itilnt.
(4S SHSRBROOKE BT.
PhMci mmt wnnriPBMi
HEALTH RESTORED
Lakningar &n lyfja
DR. 1. O. S1HP0ON, N.B., D.O., D.O.
Chronic Diseases
Phone: 87 208
Suite 642-44 Somertet Blk.
WINNIPEG —MAN.
MARGARET DALMAN
TRACH0R OP PIAKO
H.-H BANNINQ BT.
PHONE: 26 420
Dr. A. V. Johnson
fslenzkur Tannlæknir.
212 Curry Bldg., Winnipeg
Gegat pósthúsinu.
Slml: 23 742 Hetmllls: 33 328
Jacob F. Bjamason
—TRAN SFER—
■•((•«« •■! Pumttnrc ÉtmHmm
762 VIOTOR ST.
SIMI 24.5#e
Aenaat allskonar flutnlnga fram
og aftur uhj bœlnn.
J. T. THORSON, K. C.
Iilfmknr lt(lrcSln(ar
Skrlfstofa: 411 PARIS BLDG.
Síml: 24 471
DR. K. J. AUSTMANN
Wynyard —:— Sask.
Talafmt t 28 888
DR. J. G. SNIDAL
TANNLÆKNIR
•14 Somer aet Block
Portn&e Aremue WINNIPEG
BRYNJ THORLAKSSON
Söngstjórl
StUllr Pianos og Orgel
Sími 38 345, 594 Alverstene St.