Heimskringla - 09.03.1932, Síða 5

Heimskringla - 09.03.1932, Síða 5
WINNIPEG 9. IVÍARZ 1932 HEIMSKRINGLA 5. SÍÐA um, Borg, Svignaskarð, Braut- arholt, Bessastaðir, Stafaholt, Reykjaholt, lögsaga á Alþingi, lends manns réttur í Noregi, gjafir og vinátta erlendra þjóð- höfðingja, metorð og mág- semdir, mannfjöldi og þingríki, skáldgáfa og skáldfrægð, vís- indamenska, fróðleikur, list, full afrek í öllum íslenzkum þjóðfræðum, óðfræði, goða- fræði, hetjusögur, sagnarit, kristinn siður og heiðinn, Ólaf- ur helgi og Óðinn, fylsta sam- ræmi sanninda og skemtunar, frægastur höfundur þjóðarinn- ar fyr og síðar.” (Bls. 259.) Frh. ÆFIMINNING. Pétur Pétursson. Hann andaðist þann 5. júní síðastliðinn á heimili sínu, 960 Ingersoll St., Hér í Winnipeg. Pétur sál. var fæddur í Forna seli í Álftaneshreppi í Mýra- sýslu á íslandi 2. apríl 1853. Foreldrar hans voru Pétur Þórðarson járnsmiður og kona hans Sigríður Jónsdóttir, er bjuggu þar. Fárra daga gamall var hann tekinn í fóstur að Álftanesi af Ólöfu Jónsdóttur, sem einnig hafði alið föður hans upp. Á Álftanesi dvaldist Pét- ur þar til hann var 10 ára gam- ail. Þá dó fóstra hans og fór hann þá aftur heim til foreldra sinna, er þá voru komin að Smiðjuhóli. Hjá þeim dvaldist hann hálft annað ár. Fór svo að Valshamri í sömu sveit og var þar fram að tvítugs aldri. Eftir það dvaldi hann í Reykja- vík um tíma og lærði söðla- smíði, en að því loknu fluttist hann aftur heim í sveit sína, og réðist 1878 ráðsmaður til ekkj- unnar * Ingibjargar Bergþórs- dóttur Langárfossi Heimilið á Langárfossi var fyrirmyndar heimili og Ingi- björg var annáluð fyrir dugnað og hin mesta merkiskona. Fór Pétur aldrei af því heimili með- an hann átti heima á íslandi. Var hann fyrst ráðsmaður hjá ekkjunni, sem fyr segir, í níu ár, en giftist svo fósturdóttur hennar, Jóhönnu Ingibjörgu Þórðardóttur frá Ánabrekku, og tóku þau við búinu eftir lát Ingibjargar. Þegar Pétur var nýgiftur brá hann sér vestur um haf til að skoða sig um, og mun hann þá hafa haft í hyggju að flytjast vestur. Ekki varð þó af því í það skiftið, og fór hann heim aftur eftir tæpa ársdvöl vestra. Settist hann að bv'ii sínu á Langárfossi og bjó þar til árs- ins 1901, er hann tók sig upp og fluttist alfarinn vestur með fjölskyldu sína. Fyrsta árið dvaldist fjölskyldan í Mikley, en svo nam Pétur land í Grunna vatns bygðinni og bjó þar í ° ár. Síðan fluttist hann til Win- nipeg og átti þar heimili 3 síð- ustu árin. Þau hjónin Pétur og Jóhanna eignuðust 12 börn. Fjögur af þeim dóu í æsku, en átta eru á lífi: Bergþóra Kristín, gift Guðmundi Thorsteinssyni skóla stjóra í Balmoral; Jóhanna Ingibjörg, ógift; Sigríður, gift canadiskum manni, Harold H. Cook að nafni, og eiga þau heima í Saskatoon; Björg, ó- gift; Jenny, gift Ólafi Jónas- syni, syni Jónasar K. Jónasson- ar, bónda á Vogar, Man., þ^” eiga heima í Dauphin; Rósa, gift Jóni G. Johnson, syni Helga Jónssonar frá Eskiholti í Borg- arhreppi, þau eiga heima í Win- nipeg; Ásta, ógift, og Pétur Konráð, unglingspiltur, er vinn- ur hjá Dingwall félaginu í Win- nipeg. Þau af börnunum, sem ógift eru, eru til heimilis hjá móður sinni í Winnipeg. Einnig ólust upp hjá þeim, Þórður Sig- urðsson, liálfbróðir Jóhönnu, búsettur á Lundar, og Vilbjörg Jensdóttir, kona Péturs Ander- son, að 808 Wolseley Ave. hér í bænum. Systkini Péturs sál. eru 5 á lífi á íslandi: Teitur skipa- smiður, fyr í Garði; Þorbereúr bóndi í Hraundal, Sigurður, fyrr fangavöröur í Reykjavík; Run- ólfur, fyrrum lögregluþjónn í Reykjavík; Þórey, búsett í Reykjavík. Ólöf systir Péturs andaðist 20. maí s.l.. Bæði Sig- urður og Runólfur dvöldu hér vestra nokkur ár. Auk þessara skyldmenna, eru 10 barnabörn Péturs á lífi. Pétur var mesti atorkumað- ur, ágætur heimilisfaðir og vel látinn af öllum, sem hann þektu. Meðan hann var bóndi á íslandi voru vinnuhjú hans venjulega hjá honum árum saman. Einn vinnumaður hans, sem kom til hans árið eftir að hann giftist, fluttist með hon- um vestur og hefir ávalt verið hjá honum síðan. Hann heitir Magnús Davíðsson. Þegar Pétur sál. dó, var hann búinn að vera. í þjónustu hans samfleytt 43 ár. Er slíkt mjög sjaldgæft nú á dögum, einkanlega hér vest- an hafs, og sýnir bezt, hver fyrirtaks húsbóndi og valmenni Pétur sál. var. Hann var með allra dagfars- prúðustu mönnum, látlaus, glaðvær og vingjarnlegur við alla, enda naut hann mikillar hylli hjá öllum nágrönnum sín- um. Hann var prýðilega greind- ur maður, skemtilegur í við- ræðum og frjálslyndur oe v" sýnn í skoðunum. Fylgdist hann með hinni frjálslyndu trú- arstefnu íslendinga hér og ágætur liðsmaður í félagsskap þeirrar hreyfingar í sínu bygð- arlagi. Hann var ágætur starfs- maður í öllum félagsskap, sam- vinnuþýður og áhugasamur, en forðaðist að láta á sér bera, enda var það mjög fjarri lund- arlagi hans, að halda sjálfum sér farm á nokkurn hátt. Síðustu árin, sem Pétur sál. HWM, var hann mjög farinn að heilsu. Veiktist hann skyndi- lega og náði sér aldrei aftur, en lifði þó við litlar þjáningar. En hvort sem hann var hraust- ur eða sjúkur, hvort sem alt lék í lyndi eða við erfiðleika var að stríða, var hann hinn sami dagprúði og rólyndi maður. Með Pétri er til moldar geng- inn einn hinna vinsælustu og beztu manna bygðar sinnaar Minning hans lifir í hugum allra þeirra, sem kyntust hon- um. Hann var ekki aðeins dug- andi maður, sem vann það mik- ils verða verk að koma upp stórri fjölskyldu og sjá vel um heimili sitt, heldur var hann maður, sem ávann sér vináttú og virðingu annara manna, hvar sem hann fór, jafnt þeirra, er voru honum ósammála í ýmsu, sem hinna, er áttu samleið með honum í skoðunffm. Hann var einskis manns andstæðingur, en var samt sjálfstæður, og lét sannfæringar sínar ráða af- stöðu sinni í hverju sem var. G. Á. Trúboði skrifar heim: “Inn- byggjarar þessa lands svelta og eru því í mjög mkilli þörf fyrir fæðu. Gerið svo vel að se»da fleiri trúboða hingað svo fljótt sem því verður við komið. DAGLEGAR FERÐIR UM ISL. Frh. frá 1. bls. reynist svo, að ókleift verði að fljúga um nætur, tekur flugið um 72 klst. Kostir norðurleiðarinnar. Kostir norðurleiðarinnar eru þeir, sem fyr er vikið að, að hvergi þarf að fara lengri leið en 500 enskar mílur yfir haf. Þarf því ekki að taka nema til- tölulega h'tið af olíu í flugvél- arnar í einu, svo taka má í þær flutning svo miklu nemur. En á öðrum leiðum yfir At- lantshaf, er hafið milli áfanga- staða a. m. k. 2000 enskar mfl(ur. Þetta gerir það að verkum, að norðurleiðin sigr- ar. Erindi Guðmundar Gríms- sonar dómara. Um erindi sitt hingað segir Guðmundur Grímsson dómari m. a.: — Flugfélagið hefir falið mér að annast um að fá leyfi ís- lendinga til þess að gera hér eina af aðalmillistöðvum flug- leiðarinnar. Flugfélagið sæk- ir um leyfi til þess að mega fljúga yfir ísland, eftir hinni fyrirhuguðu flugleið, byggja flughöfn með fiugvélaskýlum, viðgerðar verkstæðum vöru skemmum, olíugeymum, loft- skeytastöð handa flugmöhnum o. s. frv., sem til þarf, svo hér geti oröið ein helsta stöð flug- leiðarinnar. Alt þetta hlýtur að kosta geisimikið fé, enda er búist við því, að undirbúningur allur undir flugsamgöngur þessar. kosti svo miljónum dollara skiftir. En áður en hafist er handa, þarf flugfélagið að fá leyfi til þess að koma öllu þessu á fót á tilætluðum áfangastöðum. Og til þess að flugferðir þess- ar geti borgað sig, þarf félagið að fá forréttindi fram yfir önn- ur flugfélög í Bandaríkjunum, til þess að byggja hér flughöfn, svo félagi þessu skapist um árabil, aðstaða til þess, að sitja að pósttekjum af þessari leið, frá Bandaríkjastjórn. — En pósttekjurnar verða mestu ,og tryggustu tekjunrar af flug- samgöngum þessum. Á hinn bóginn er það á eng- an hátt tilætlun félagsins, að fara fram á, að ísland á nokk- urn hátt ’amist við því, að Evrópuþjóðir athafni sig til flug ferða um ísland, eins og þeim býður við að horfa. En félag- ið vill eitt Bandaríkjafélaga hafa hér flugpóstferðir um haf- ið næstu 15 árin. Ef póstferð- irnar verða ekki komnar á eftir 5 ár, mega þessi 15 ára for- réttindi falla niður. Framtíð flugferðanna. Að endingu segir Guðmund- ur Grímsson, dómari: Flugfélagið Trans-American Airlines Corporation er ákaf- lega öflugt félag. Það hefir um mörg ár annast flugferðir milli Norður- og Suður-Ameríku. Þó er það nú fyrst nýlega, að hlut- hafar félagsins hafa fengið arð af fé sínu. f Bandaríkjum held- ur félagið uppi póstferðum á mörgum flugleiðum. Hluthafar og stjórnendur eru einhuga um það, að flugferðir eigi ákaflega mikla framtíð fyr- ir sér, og þeir láta einskis ó- freistað til þess að hrinda fyrir- ætlunum sínum í framkvæmd. Við Vilhjálmur Stefánsson höfum báðir fullan kunnleik á því, að félagið er í alla staði heilbrigt og hefir bæði mátt og vilja til þess að koma þessum áformum í framkvæmd. Við erum þess og fullvissir, að flugsamgöngur þessar verða íslandi tll mikils gagns og heilla í framtíðinni. Með þessu móti verður ís- land á alfaraleið stórþjóðanna; fær daglegar póstferðir til um- heimsins. Með því opnast nýir markaðir, og nýir lífsvegir, er ísland kemst í náið samband við Ameríku og Evrópu. Báðir óskum við Vilhjálmur þess, að íslendingar megi taka þessari málaleitun félagsins vel — þessu tilboði, að leggja eina aðalpóstleið heimsnis um Reykjavík. — —Mbl. ÆFIMINNING. Hannes Johnson, Jr. Þann 16. febrúar s.l. lézt á spítala í Green Bay, Wis., Hann- es Johnson yngri, og var bana- mein hans botnlangabólga. — Hann hafði verið lasinn um lengri tíma áður en hann fann lækni, sem þá ráðlagði honum að láta flytja sig á spítala hið fyrsta, og var það gert. Það eru 100 mílur til Green Bay héð an, fyrst farið á báti yfi sund- ið og síðan í bfl. Eyjarskeggjar hafa enn ekki komið upp þeirri nauðsynlegu stofnun. Hann var á spítalanum í 5 daga áður en hann skildi við. Hannes' heitinn var sonur Hannesar Jónssonar (Johnson) og konu hans Sigríðar Sveins- dóttur, sem var ættuð undan Eyjafjöllum, og sem er dáin fyrir mörgum árum síðan. — Þau hjón komu til Eyjarinnar frá íslandi 8. ágúst 1883. Var Hannes yngri þá nærri því árs gamall, fæddur 21. ágúst 1882, og hefir fjölskvldan haft heim- ili sitt hér á Washington Island ávalt síðan. Hann gekk á bamaskóla í nokkur ár, en byrjaði snemma að hjálpa foreldrum sínum að hreinsa land það, er þau keyptu, enda voru það aðeins fá börn. er komust í gegnum skólann á þeim árum. Fólkið varð að hafa þau til að hjálpa sér til að afla hins nauðsynlegasta til lífs við- urværis. Hannes fékk þó svo mikla uppfræðslu, að hann seinna, þegar faðir hans byrj- aði fiskveiðar með homim og eldra bróður hanb, var reikn- ingshaídari f>Tir félagið og fórst það vel. Hann giftist árið 1907 Min- nie Lain, hérlendri stúlku, og hafa þeim hjónum fæðst 6 böm, sem öll lifa, og eru: Stanley, 23 ára; Hazel, 21; Harald 19; Lynford 16; Harvey, 14; Eve- lyn, 12. Af öðrum ættingjum, sem syrgja fráfall hans, eru: bróðir hans Jón, 5 systrabörn og svo faðirinn, sem hefir legið rúm- fastur lengi og kemst varla á fætur aftur — en hver veit? Sá sem þessar línur ritar, getur gefið þeim dána þann vitnisburð, að hann gerði skyldu sína við foreldra sína og fjöl- skyldu og þeir sem bezt þektu hann, segja, að hann hafi verið góður drengur, sívinnandi á meðan heilsan leyfði það. Hann var jarðsettur þann 19. febrúar í grafreitnum í Wash- ington Harbor, þar sem móðir hans og systir hvíla. Fjöldi fólks fylgdi honum til grafar og sýndi hluttekningu sína þeim syrgjandi hóp. Rev. John Chris- tensen jarðsöng. Gamall nábúi hiys látna. UM MARKAÐI Undanfarin ár hefi eg feng- ist talsvert við að leita markaða erlendis fyrir íslenzkar afurðir. — Hefi eg haft allgóða aðstöðu til að kynna mér skilyrði þess máls, þareð eg hefi áður fengist við umboðssölu og hefi jafnan verið svo heppinn að fá hæsta verð fyrir vörur mínar. Til dæmis hefi eg á vörusýningu í Wein fengið gullmedalíu og heiðsurskjal fyrir íslenzkar af- urðir, er eg sýndi þar, og veit ekki til að aðrir íslendingar hafi hlotið slíkt. Síðan eg fluttist vestur um haf hefi eg unnið að athugun- um á markaðsmöguleikum á- samt Mr. Oddson, alþektum heiðurs- og sómananni. Höfum við sannfærst um það, að í Ameríku, þar sem flestar þjóð- ir heims eru samankomnar, séu geysimiklir markaðsmöguleikar fyrir íslenzkar vörur . Hefir þetta verið okkur hið mesta áhugaefni, því að það er skoð- un okkar, að framt'ð íslenzkra atvinnuvega sé að miklu leyti koniin undir því að þessu máH sé meiri gaumur gefinn en hingað til hefir átt sér stað. — Þó get eg ekki sagt það íslenzk- um framleiðendum og stjórn- arvöldum til hróss, að reynt hafi verið eftir mætti að gr<="’~ götu okkar, og efast eg ekki um, að þar sé meira um að kenna skilningarleysi en skorti á góðum vilja. Eg hefi ferðast töluvert { þessu skyni, mest um Norður- Ameríku,.og haft af því ærinn kostnað. — Hefi eg komist í samband við stór og ábyggileg verslunarhús, bæði þar og í Suður-Ameríku, er hafa mikinn áhuga á að vinna þar markað fyrir íslenzkan fisk, samkvæmt bréfum, sem eg hefi frá þeim. Um aðalútflutningsvöru okk- ar, fiskinn og síldina, er það að segja að lítið sem ekkert hefir verið gert til þess, að þetta gæti orðið eins útgengi- leg vara og hægt væri. í Ameríku er óþrjótandi markaður fyrir ýmsar tegundir fisks, og er ekki óalgengt, að þar sjáist íburðarmiklar aug- lýsingar um alls konar fisk- meti frá “löndum miðnætur- sólarinnar”. — Noregi Svíþjóð og Danmörku. En ísland virð* ist þarna hafa orðið út undan. Er þó lítill vafi á því, að við ættum ekki að hafa verri að- stöðu til að koma fiskafurðum okkar í verð en fyrnefnd lönd, ef áhugi væri fyrir að vinna að því og rétt væri að farið. Undanfarin ár hafa fært sannanir fyrir því, að offram- leiðsla er á saltfiski. Aðalmark- aðir okkar, Spánn og ítalía, nægja ekki framleisðlu okkar. — Virðist því full ástæða til að horfa í fleiri áttir um markað fyrir íslenzkan fisk en til Spán- ar og ítalíu. Vil eg endurtaka það, að eg álít vænlegast að leita nýrra markaða í Norður- og Suður-Ameríku. Efast eg ekki um, að þar muni hægt að fá stórfeldan markað sem tekið gæti alt það, sem ekki er hægt að koma út á okkar gömlu marköðum, ef viðhafðar væru ýmsar góðar útflutningsaðferð- ir, með breyttu fyrirkomulagi frá því er átt hefir sér stað Hafa mér hugkvæmst ýmsar endurbætur, er enginn vafi er á, að til bóta gætu komið, ef því væri sint, þó að eg fari ekki frekar út í það hér. Þó vil eg geta þess, að Fiskifélag íslands þótti starf mitt í þessa átt þess virði, að það veitti mér nokkur hundruð króna styrk í viður- kenningarskyni. Enn fremur má minnast á það, að Sjávarút- vegsnefnd Alþingis 1930 lagði til að mér yrði greitt alt að 3000 krónur sem uppbót fyrir fyrir- höfn og kostnað, sem eg hefi lagt á mig í þessu skyni, þótt þeirri tillégu væri ekki sint af fjárveitinga valdinu, en út í það fer eg ekki frekar að sinni. Afleiðingar síldareinkasölunn- ar eru nú þær, að hundrað þús- und tunnur af saltsíld liggja ó- seldar og sennilega illseljanleg- ar, svo áliðið sem nú er orðið vetrar. — Samkvæmt viðtali, sem danska blaðið “Politiken’’ átti við Óskar Halldórsson síld- arframleiðanda, þ. 22, jan. s. 1. er alt útlit fyrir, að á Norður- löndum sé enginn markaður fyr ir íslenzka síld og að þýðingar- laust muni vera að leita þang- að um sölumöguleika. En hvað á þá að gera í þessu máli? Síldarútvegurinn er önnur stær sta atvinnugrein landsins, og er því brýn nauðsyn á því að leita fyrir sér um markaði fyrir þessa vöru. Síldin er sú vöru- tegund, sem hægt er að breyfa til með á ýmsan hátt. Svíar eru öllum fremri í því að mat- búa síld, og hafa þeir verið einn hinn stærsti kaupandi ís- lenzkrar síldar. Hafa þeir breytt henni á ýmsan hátt og sent út um allan heim og ekki síst til Ameríku. Virðist því vera eðlilegast að við matbyggj um okkar síld sjálfir en send- um hana ekki fyrst til Svíþjóð- ar, því að það eru þegar til aðferðir, til að matbúa síld, sem ekki nayndi síður vera út- gengileg, en hin sænska. Vil eg í því sambandi geta þess, að eg hefi fundið aðferðir til þess að breyta saltsíld á þann hátt, að fram komi algerlega ný vörutegund. Er breyting þessi að nokkru leyti ný að efna- samsetningu, en niðurlagning í dósir er algerlega óþekt, og hefi eg tekið einkarétt á þeirri aðferð. Mun sú breyting leiða til þess, að neysla á síld mun aukast að stórum mun, og er- um við íslendingar hér spori á undan Svíum. Hefi eg borið þetta mál undir * marga sérfróða útlendinga, og telja þeir engan vafa á því að aðferðir rnínar muni leiða til aukinar neytslu á síld. Veit eg t. d. fyrir víst, að þessi vara myndi ganga vel út í Ameríku. Um landbúnaðarfaurðir ís- lands er það að segja að mér hefir ekki tekist að gera eins nákvæmar tilraunir um mark- aðsmöguleika fyrir þær, þA hefi eg sent nokkur sýnishcrn af Álafoss-ullarteppum til Mr. Odd son, sem svo sýndi þau eiganda stærsta verslunarhúss í Los Angeles, Bullock & Co., og þótti honum vörugæðin vera fyrsta flokks. Vildi hann að- stoða okkur um inarkaðsleit, ef hægt væri að fá nægilega mörg ullarteppi heiman frá ís- landi, sem sýnishorn. — Þótti honum líklegt, að það verð, sem upp var gefið, myndi vera mjög sennilegt. Þó tókst mér ekki að knýja í gegn frekari framkvæmdir til að kaupa teppin fyrir eigin reikning. En ef þarna fengist markaður fyrir slík teppi, þá ætti ekki að þurfa að verða vandræði um sölu á allri þeirri ull, er við íslend- ingar framleiðum. Sláturfélag Suðurlands hefir sýnt áhuga fyrir því, að afla markaða fryir íslenzkt kjöt. — 1 Sendi það allmargar dósir af niðursoðnu kjöti vestur sem sýnishorn, en þegar þangað var komið kom það upp úr kafinu, að til þess að liægt væri að flytja íslenskt kjöt inn í Amer- íku, þurfti dýralæknlsvottorð og samning milli stjórnanna. Gerði eg ítrekaðar tilraunir til þess, að fá stjórnarráðið og Búnaðarfélag íslands til að kippa þessu í lag, en það tókst ekki, og varð Mr. Oddson að borga fé til þess að brenna sýnishornin. Eg ætla svo ekki að fjölyrða meir hér utn, en finst allar horfur vera þannig að hvorki stjórnarvöld né framleiðendur megi ekki láta bendingar, er til góðs gætu leitt, óathugaðar, heldur taki höndum saman og Frh. á 8 blB.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.