Heimskringla


Heimskringla - 13.04.1932, Qupperneq 5

Heimskringla - 13.04.1932, Qupperneq 5
WINNIPEG 13. APR. 1932 HEIMSKRINGLA 5. SÍÐA BRÉF TIL HEIMSKRINGLU. Rvík 22. marz 1932 Herra ritstj. Hkr.! Maður í Calgary, er lætur ekki nafns síns getið, sendn mér ódagsetta úrklippu af grein úr Lögbergi, sem undirrituð er af O. T. Johnson, Minneapolis. Höfnndur greinar þessarar er þar að bera af sér ásökun, sem hann segir að J. P. Pálsson hafi borið á sig í Heimskringlu, þess efnis, að hann hafi verið “við- riðinn burtrekstur hins svo- nefnda Laxnesar úr Bandaríkj- unum hér um árið.’’ Hr. O. T. Johnson er mér hins vegar ails- endis ókunnur, og' er það mér bulinn leyndardómur, með hvaða rökum nafn hans hefir verið bendlað við þetta mál, en Heimsk’.inglugrein hr. J. P. Pálssonar hefi eg því miður ekki séð. Þessi scutta grein herra Jolin- sons gefur mér að öðru leyti tilefni til tveggja athugasemda í fyrsta 'agi var ekki um neinn “burtrekstur” minn að ræð^ úr Bandí.’íkjunum. Gg fór úr því landí til Þýzkalands í friði og sátt vjð guð og menn und- ir áramótin 1929-30, eftir að liafa dvalið þar næstum ári lengur en eg hafði upphaflege ætlað mér, án þess að nokkur hreyfði þar eitt hár á minu höfði. Og mér er Ijúft og skylt að gera þá játniugu, að eg á kærari endurminningar um ýmsa Bandaríkjamenn en vel- flesta útlendinga í þeim fimt- án löndum, þar sem eg hefi dvalið. En í annan stað skal eg ítreka þær upplýsingar, sem eg hefi áður gefið, að nokkrir Islendingar búsettir í Norður- Ameríku gerðu tilraun til að láta setja mig á svartan lista hjá stjórn Bandaríkjanna með því fororði, að eg væri hættu- legur maður fyrir þjóðfélagið, og skal eg nú, að gefnu tilefni greina nafn þess manns, sem þar hafði forystu, að því er inn- flytjendayfirvöldin tjáðu mér síðar, skrifaði kæruna á mig til stjórnarinnar í Washington vorið 1929 og sarndi hina föls- uðu þýðingu á grein minni um Upton Sinclair og Sacco-Van- zetti-málið, úr Alþýðublaðinu í Reykjavfk, en hún var lögð til grundvallar kærunni, sem sönnunargagn um það, hvílík hætta Bandaríkjaþjóðinni gæti stafað af mér. Þessi maður heit- ir G. T. Athelstan, íslendingur frá Canada, sem kvað hafa unn ið á strætisvögnum í Winnipeg en var um þetta leyti nýfluttur til Bandaríkjanna, og talið vafa samt að hann væri Bandaríkja- þegn. Eg læt hér getið nafns þessa manns af þeim (istæðum, að mér þykir fyrir því, að saklaus- ir menn skuli vera bendlaðir við þetta sérkennilega tiltæki, sem, eins og kunnugt er, bar ekki annan árangur en þann,, að gabba lögregluna og afla mér óverðskuldaðrar frægðar í amerískum dagblöðum. Hinu er ekki að leyna, að það voru innfæddir Bandaríkjamenn, sem eg átti það að þakka, með hve skjótum hætti mál þetta var gert að hlægilegri vindbólu. Virðingarfylst. Halldór Kiljan Laxness. Ungur maður kom hlaupandi inn í húsið og hraðaði sér rak- leitt að bókaskápnum og byrj- ar að riðja út bókum til hægri og vinstri í mesta ákafa. “Hvar getur þessi bók verið,” segir hann svo vandræðalega við sjálfann sig. “Hvaða bók ertu að leita að?’’ spurði móðir hans sem kom inn rétt í þessum svifun- um . “Nú, bókinni sem kennir sund,” svaraði sonurinn. “Hvað ætlarðu að gera með Þá bók,” spurði maðurinn. “Pabbi þarf hennar endilega — hann féll í ána rétt áðan.” ÁBÆTIR. (Ræða flutt á miðsvetrarmóti) Þegar eg var unglingur heima á íslandi, var eg bæði garð- maður og fjósamaður; garð- maðurinn skamtaði kúnurn hey- ið, en fjósamaðurinn gætti þeirra að öðru leyti. Hverri kú var venjulegast skamtað í stór- an meis eða laup; en þegar vel átti að gera við kýrnar, var þeim auk þess gefin viðbót í litlum meis. Það var nokkurs konar eftirmatur, og kallaður ábætir. Það hefir verið venja á miðs- vetrarmótum Fróns að flutt væri ein aðal-ræða, og önnur örstutt — við það sérstaka tækifærí er fólkinu æfinlega skamtað þannig, að það fær stóran meis fullan og troðinn í aðalgjöfina og svo lítinn á- bæti á eftir. Séra Björn hefir í þetta skifti látið svo vel og svikalaust í stóra meisinn, að eg hefi aldrei vitað það betur gert. Mitt hlut- skifti er því að láta í litla kugg inn — ábætirinn. Hann skal hvorki verða stór né stremb- inn. Til þess að byrja með ætla eg að lesa fáeinar “biblíugrein- ir’’ úr fornsögum vorum, eins og þær eru fram settar af Jóni sagnfræðingi. Þessar greinir fjalla allar um þátttöku manna í líðan annara, og finst mér það eiga vel við á þessum tím- um neyðar og hörmunga, að bera saman framkomu sjálfra vor við framkomu feðra vorra gagnvart þeim, er ekki gátu björg sér veitt. 1. “Börnum, sem ekki höfðu efni að annast foreldra sína ráðþrota, var gert að skyldu að færa þau til nánasta ætt- ingja og setjast þar í skulda- þrældóm fyrir þau: eða með öðrum orðum að bindast þeirri skyldu að vinna fyrir þeim hjá ættingjum í óákveðinn tíma.’’ 2. “Ef farsótt kom í fé manns svo að féll fjórðungur nautfjár þess, er hann átti eða meira, þá skyldu hreppsmenn bæta honum. Skyldi hann á hinum næsta hálfa mánuði er farsótt- in leið af, kveðja nábúa sína fimm til að virða skaðann; átti hann að sýna hold og húð af skepnum þeim, er fallið höfðu, og síðan vinna eið fyrir þeim, að sá var skaði hans er þeir hafi virt eða meiri. Loks skyldi hann tilkynna á hreppssam- komu, hve skaði hans hafi virzt, og áttu þá bændur að bæta honum hálfan skaðann, en hálfan skaðann varð hann ætíð að bera sjálfur.” 3. “Þrjú voru hús í hvers manns híbýlum, er til skaða- bóta voru metin ef upp brunnu: stofa, eldhús og búr. Ef mað- ur átti bæði eldhús og skála, þá skyldi maður kjósa á sam- komu um vorið, hvort hann vildi heldur að menn ábyrgð- ust með honum eldhúsið eða skálann. Ef kirkja eða bænahús var á bæ, þá mátti telja það hið fjórða til skaðabóta. Ef hús þessi brunnu, skyldi fara að öllu á sömu leið og fyrir er mælt um nautgripina, og skyldi hálfur skaðinn bættur. Eigi voru menn skyldir að gjalda hinum sama manni oftar skaða- bætur en þrisvar.” 4. “Vetur einn voru harðindi mikil í landi og menn féllu af hungri og harðrétti. Sveitafé- lögin voru hálfsliguð undir styrkveitingu til einstakra manna. Var það þá að sveitar- höfðingi nokkur (Svaði á Svaðastöðum) taldi það einu úrlausnina að ráða af dögum alla fátæklinga og alt ósjálf- bjarga fólk. Lét hann safna því saman á einn stað og grafa stóra gröf og djúpa. Þegar því væri lokið, ætlaði hann að láta dysja alt þetta fólk lifandi í gröfinni. Þegar gryfjan var fuli- ger, kom hann ríðandi til að líta yfir verkið; en svo illa tókst til að stykki sprakk úr grafarbakkanum undir þunga hestsins; féll bæði maður og hestur í gröfina og fórust báð- ir.” Þessi fjögur dæmi bregða upp ljósri mynd af lífi forfeðra vorra og hugarfari. Þau sýna oss, hve ákveðin- var skylda barnanna til þess að annast ó- sjálfbjarga foreldra. Sömuleiðis hversu langt þeir voru á undan öðrum þjóðum í sumum atrið- um, þar sem þeir ákváðu greini- lega samábyrgð á eignum manna, dauðum og lifandi. Þau sýna það einnig, hversu sumir menn voru þá, eins og þeir eru nú, gersneyddir allri samúð og hluttekningu í kjörum annara, og hvernig það virtist eins og tekið væri í taumana, þegar grimdarverk þeirra keyðu fam úr hófi. Einmitt nú lifum vér á tím- um neyðar og hörmunga í þessu landi; plága atvinnuskorts og búþrengsla gengur jafnt yfir oss íslendinga sem aðra. Eg tala ekki hér í kvöld ein- ungis sem meðlimur Þjóðrækn- isfélagsins, heldur sem íslend- ingur. íslendingum kemur stund um illa saman; við það er ekk- ert athugavert; það sýnir mann- dóm og sjálfstæði að vissu leyti. En á tímum neyöarinn- ar ættu allar hendur að vera á lofti til liðs og líknar þeim er í þrautum lenda, án nokkurs til- lits til mismunandi skoðana. Hafi oss nokkru sinni verið | þörf á samtökum, þá er það j nu. íslendinga hrylti við því | heima á íslandi að vera sveitar- ; ómagar. Nú eru íslendingar hér j hundruðum saman neyddir til j þess að segja sig til sveitar, og ! þó eru enn fjölda margir þeirra : sem svelta vegna þess að þeir | eru of stoltir til þess, að bera sig upp við sveitar- eða bæjar- i stjórnina. Vér höldum þjóðræknisþing á hverju árí; flytjum þar lof og dýrð íslenzkri menningu og íslenzku sjálfstæði. En hvað gerum vér? Hverju afköstum vér? Hvernig gætum vér sóma vors og manndóms, þegar til framkvæmdanna kemur? Er- um vér blindir fyrir því, hvílík nauðsyn nú er á samtökum? Séum vér það ekki, þá erum vér að minsta kosti sofandi i þeim efnum. Eg vildi að eg gæti talað svo hátt hér í kvöld að allir vöknuðu. Mér dettur í hug skrítla: “Farðu á fætur og skammastu þín, Pétur!’’ sagði móðir við son sinn, er henni þótti fremur værukær. “Má eg ekki liggja lengur?” svaraði Pési; “get eg ekki eins vel skammast mín í rúminu?” Ef vér minnumst á alla lof- dýrðina, sem vér ausum yfir sjálfa oss á hverjum íslendinga- degi og hverju þjóðræknisþingí, og hugsum svo um alt íslenzka fó)kið, sem ýmist svfcltur í Winnipeg eða neyðist til þess að fara á sveitina, þá ætti sam- vizkan að kalla hátt til hvers einstaklings, þar sem vér liggj- um í fleti aðgerðalaysisins, og segja: “Farðu á fætur og skammastu þín!” eins og kon- an sagði við Pétur. Vér liöfum haldið því fram og trúum því — eg trúi því fyrir mitt leyti — að vér ís- lendingar séum yfirleitt betur gefið fólk en aðrar þjóðir; að meira sé í oss spunnið, að vér eigum meira af þreki og mann- dómi. Látum það nú sjást í verk,, að vér tökum öðrum fram. Nú reynir á kappann; nú er komið á hólminn. Atvinnuleysið og allsleysið, sem því fylgir, þrýstir hrammi eyðileggingarinnar svo tilfinn- anlega á alla tilveru þeirra, sem fyrir honum verða, að andleg- ur dauði liggur fyrir dyrum eigi síður en líkamlegur. Af atvinnuleysinu stafar hung- ur og kuldi, vonleysi og ör- vænting, og þessir andar eyði- leggingarinnar mála svartan kross á dyr fjölmargra Islend- inga í Winnipeg. Ef þið trúið mér ekki, þá býð eg ykkur að heimsækja með mér nokkra tugi íslenzkra heimila hér í bænum; eg skal lofa ykkur því að þið getið þar séð hungur- vofuna vefja náblæjum sínum yfir andlit saklausra barna og vonlausra foreldra. Dugandi menn með sjálf- stæðri hugsun, vinnufærir og vinnufúsir, leita að stundar- atvinnu dag eftir dag frá morgni til kvölds. Eg sagði að margir íslending- ar væru of stoltir í fyrstu til þess að segja sig til sveitar, en sulturinn rekur þá til þess um síðir, og þegar það þunga spor er stígið, þá liggur næsta skref- ið inn á eyðimörk kæruleysis- ins — það er mannlegt eðli — manndómstilfinningin er þá glötuð; kringumstæðurnar hafa myrt hana. Atvinnuleysið og skorturinn sem því fylgir, veldur því að fjöldi barna er alinn upp við svo ófullkomið viðurværi, að heilsa þeirra lamast, þau fá ekki þann þrótt og það mót- stöðuafl, sem til þess er nauð- synlegt að skapa hrausta menn og heilbrigðar konur. Þau verða heilsulausir aumingjar af nær- ingarskorti og ófullkomnu við- urværi. Atvinnuleysið veldur því, að í landinu elst upp kynslóð, sem ekki venst á að vinna; og það er satt, sem spánska máltækið segir, að ekki er nema örmjó lína á milli iðjuleysis og glöt- unar. Unglingum, sem ekkert hafa fyrir stafni, er hætt við að lenda í allskonar klandri og klúðri — jafnvel glæpum — hversu gott sem upplagið er. “Þetta er alt satt,” heyri eg ykkur segja, “en hvaða þýðingu hefir að tala um það? Hvað getum við gert? Ekki er hægt fyrir okkur að ráða við at- vinnuleysið og erfiðleikana. Þetta er alda, sem yfir alia steypist, og við verðum að þola hana eins og aðrir.” Já, þannig hugsa margir, en það er ólíkt norrænni víkings- hugsun — það er hugsun heig- ulsins og svefnpurkunnar. Nýlega kom til mín einn ai ágætis mönnum þessa bæjar og stakk upp á því, að íslend- ingar í Winnipeg tækju saman höndum til þess að sjá um að engin manneskja af íslenzku bergi brotin þyrfti að líða með- an þessir hörmungatímar stæðu yfir. Hann vildi láta kjósa nefnd manna, sem grenslast skyldi eftir högum allra og safna því meðal íslendinga sjálfra, er til þess þyrfti að hjálpa, þar sem hjálpar væri þörf. Maðurinn vildi ekki koma opinbprlega fram með þetta sjálfur, en eg segi hér frá því, ekki sem kvik- sögu, heldur í fullri alvöru, og bæti við þeirri áskorun, að þetta sé gert tafarlaust. “Miklir menn voru þeir for- feður vorir,” segjum vér; “og atkvæðamiklar konur voru þær formæður vorar. Gaman er það og mikils virði að vera kominn af svona merku fólki. Og svo erum vér heldur engir ættlerar sjálf — alt af að fara fram.” Þetta er viðkvæði vort marg- endurtekið á öllum mannfund- um. Og svo setjumst vér að borðum, hlöðnum dýrum rétt- um, en gætum þess ekki ,að víða í þessurn bæ gráta ís- lenzk börn af bjargarskorti. Aðgerðaleysið — þessi deyí- andi rólegi syndasvefn, hefir rekið hina norrænu framtaks- semi af stóli og vinnur eins og svæfandi lyf á skilningarvit voi svo vér sjáum ekki né skynjum hörmungarnar umhverfis oss. Það er ekki af mannvonzku né hjartakulda, heldur beinlínis og blátt áfram af eftirtektarleysi á kjörum annara. Þegar vér komum saman við jarðarfarir, þá klöknum vér öll og fellum tár; þá opnast rétt i svip augu vor fyrír sorgum annara. En atvinnuleysið og yf- irvofandi vandræði eru blátt á- fram jarðarfarir lifandi manna. Eigum vé að standa aðgerða- lausir meðan hungurvofan, sem af atvinnuleysinu stafar, víkk- ar og dýpkar gröfina til þess að gleypa hundruð lifandi manna og kvenna? Er ekki hætt við að manndómur íslend- inga yfirleitt, heiður þeirra og nafn sé í veði? í fornöld greiddu nágrann- arnir helming þess skaða, er menn ósjálfrátt urðu fyrir. Hvi gerum vér ekki það sama þegar landar vorir hafa tapað því eina, sem þeir áttu — atvinnu sinni? íslendingar eiga að kálla sam- an almennan borgarafund i Winnipeg, kjósa þar nefnd dug- andi manna úr öllum flokkum. til þess að grenslast eftir hög- um landa sinna hér, leggja síö- an allir í “púkk” til þess að hjálpa þeim atvinnulausu, til- kynna stjórnarvöldunum, að þau þurfi hér engan íslending að styrkja — íslendingar ætli ekki að segja sig til sveitar, heldur sjá sjálfir um sitt eigið fólk. Ef vér gerðum þetta, þa gætum vér sýnt hérlendu fólki, að vér hefðum nokkuð af að miklast. Þá gætu niðjar vorir í sögu framtíðarinnar bent á oss, eins og vér bendum á for- feður vora, og sagt: “Svona fóru þeir að því! Ekki datt þeim í hug að segja sig til sveit- ar, þegar skórinn krepti að öll- um! Þeir blátt áfram tóku sig einir út úr og litu sjálfir eftir sínu fólki, þegar aðrir fóru á sveitina!’’ Eigum vér ekki nóg af mann- dómi? Nóg af fórnfýsi? Nóg af samúð? Nóg af samtökum til þess að gera þetta? Mér dettur í hug önnur skrítla: “Þegar karlmanni er sagt eitthvað,” sagði konan, “þá fer það inn um annað eyr- að og út um hitt.” “Já,” svar- aði maðurinn; “en þegar kven- manni er sagt eitthvað, þá fer það inn um bæði eyrun og kem- ur út um munninn." Eg ætla að biðja alla, sem hér eru staddir, að láta þessi orð fara inn um bæði eyrun og koma út um munninn, tala um þetta mál við alla og alstaðar, þangað til það hljómar á hvers manns tungu, berst inn í hvert eyra og og inn í hvers manns sál með þeim sannfæringar- krafti, að hér sé um að ræða að bjarga heiðri þjóðar sinnar og norænum manndómi. Sig. Júl. Jóhannesson. KVÖLDSTUND MEÐ NORDAL. (Frh. frá 1. b!s.) ásetja sér að reyna að halda henni við eins lengi og unt væri. Var dr. Nordal kærlega þakk- að fyrir komu hans á fundinn, og fyrir alla góða viðkynningu, sem hann hefði sýnt fólki, bæði þar og annarsstaðar, með þess- ari stuttu heimsókn sinni. Fundarmenn ákváðu að korna saman aftur og ræða þessi mál frekar. Verður því fundur hald- inn föstudagskvöldið 22. þ. m. að heimili Mr. og Mrs. Eggert Felsted. J. G. J. VELMEGUN hvílir á GIRÐINGUNUM “OJIBWAY” Zinc Varðar Girðingar, ofnar úr gildum sívölum, mælivír, kopar skeyttum traust lega Zincvarðar gegn ryði. Þær eru af ýmsum gerðum eftir tilsvarandi þörfum landbúenda. byrgster íð Veitið skiltinu endast fram. lyfjr \aðrar| girðingar úr jafn gildum vír, með sömu not- um. ZÍHSInsulated Fences “BANNER” stál staurar, staurarnir er dugur er í. Smíðaðir eins og járnbrautarteinar. Holur þarf ekki að grafa, eða steinsteypu að nota. Rekið þá niður og álmurnar fletjast út og festast í jörðunni. “BANNER” staurar vindast ekki né bogna eður brenna. Beztu staura kaup sem til eru á mark- aðinum nú, — og sannarlega til sparnaðar. Trinity & Logan Ave., Winnipeg, Manitoba

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.