Heimskringla - 13.04.1932, Síða 7
WINNIPEG 13. APR. 1932
HEIMSKRÍtftLA
7. StÐA
Nafns pjöld
Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd Bldfg. Skrlfstof usími: 23674 Stundar sérstaklegra lungnasjúk- dóma. Er aö flnna á skrifstofu kl 10—12 f. h. og- 2—6 e. h. Heimili: 46 Alloway Ave. TaUfnil: 33158 G. S. THORVALDSON B.A., L.L.B. Lögfrœðingur 702 Confederation Life Bldg Talsími 24 587
DR A. BLONDAL
602 Medlcal Arts Bldg.
Talsíml: 22 296
Stundar sérstaklega kvensjúkdóma
og barnasjúkdóma. — AtJ hltta:
kl. 10—12 « h. og 3—5 e. h.
Helmlll: 806 Vlctor St. Slmi 28 130
W. J. LINDAL, K.C.
BJÖRN STEFÁNSSON
ISLENZKIR LÖGFRÆÐINtiAB
á oðru gólfi
825 Main Street
Tals. 24 963
Hafa einnig skrifatofur aS
Lnudar og Gimli og eru þar
að hitta, fyrsta miðvikudag I
hverjum mánuðt.
SITT AF HVERJU.
Frh. frá 3. bla.
bygðum sveitum, en eg þekki
bezt til í strjálbygðum sveit-
um. Sveitarstjórnir hér hafa að
vísu mikið starfssvið í innan-
héraðsmálum, en þær hafa ekki
nægilegt eftirlit eða fram-
kvæmdarvald í smærri málum.
Það vantar algerlega eftirlits-
menn heima í hreppunum
(Wards), sem gæta skyldu
regiu, og hafa framkvæmdar-
vald í smærri málum, undir yf-
Irumsjón sveitarstjórnar. Þeir
ættu að taka á móti öllum dán-
ar- og fæðingarvottorðum, og
koma þeim til skila. Þeir ættu
að gefa skýrslur um öll dánar-
bú, og sjá um að þeim væri
skipt á löglegan hátt. Þeir ættu
að gæta reglu á öllum manna-
mótum, og kæra yfir því sem
aflaga færi. Einnig mættu þeir
vera sáttasemjarar í öllum
smærri málum, sem ekki heyrðu
beinlínis undir dómstólana. —
Ennfremur væru þeir sjálf-
kjörnir til að vera skjalaritar-
ar.
Þessir menn mundu vinna
verk sín fyrir lág laun. Þeir
mundu í ótal tilfellum geta
komið í veg fyrir óreglu þá, er
nú á sér stað í sveitunum. Þeir
mundu geta leitt til lykta mörg
mái með litlum kostnaði, sem
nú kosta ærna peninga, ef far-
ið er eftir núgildandi lögum,
og sem oft er vanrækt með öllu
fyrir eftirlitsleysi. Tökum t. d.
erfðamál. Fáir alþýðumenn eru
svo fróðir í lögum, að þeir viti
hvernig eigi að skifta arfi, enda
þótt allir erfingjar séu fullmynd-
ugir. En að leita dómara í þeim
sökum, kostar oft eins mikið
eins og lítið bú er virði.
Svo er um margt, sem á
milli ber, að menn kjósa held-
ur að þola órétt, en að leita
laga, þegar enginn er nærri, er
hefir vald til þess að beita
lögunum, eða rétta hluta þeirra.
Eg býst við, að mér verði svar
að því, að alt þetta sé í verka-
hring friðdómara. En fyrst er
nú það, að friðdómarar eru svo
fáir í sveitum, að oft er ókleift
að ná til þeirra í fljótu bragði,
og svo hefir reynslan sýnt, að
þeir hafa lítil afskifti af öðr-
um málum en þeim, sem eru
kærð fyrir þeim. En margt af
þessum málum eru þannig lög-
uð, að það þarf að hafa vak-
andi auga og eftirlit með þeim,
4n þess að kært sé yfir þeim.
Gaman væri að heyra álit
fróðra manna um þetta.
ENDURMINNINGAR
Eftir Fr. Guðmundsson.
Frh.
Það skyldi enginn maður
kippa sér upp við það, þó eg
hafi margar og miklar endur-
minningar um séra Arnljót, all-
an þann mikla tíma, sem við
"vorum næstu nágrannar og
•samvinnu-menn í sveitarmál-
um. Enginn fullþroskaður mað-
ur getur á jafnlöngum tíma set-
ið við hliðina á atkvæðamanni,
án þess að endurminningar
hans verði meira og minna
bundnar við þann mann. Þeg-
ar eg sit og hugsa um viðburð-
ina á mínu helzta starfsskeiði,
til þess tíma er eg fór til Ame-
ríku vorið 1905, þá grípur séra
Arnijótur inn í það alt meira
og minna. Það er enginn vandi
fyrir þann mann, sem ætlaði
sér að rita æfisögu séra Arn-
Ijóts, ef hann vildi eitthvað
styðjast við mína frásögn, að
komast þá eftir því, að eg segi
satt frá öllu. Þeir menn eru enn
þá margir til, og ekki eldri en
flmtug^r, se,m /eru jvitni að
flestu því sem eg segi frá. Það
getur því ekki oltið á öðru en
skilningsmun, ef ekki ber sam-
an, hvað alt það áhrærir, sem
eg segi um séra Amljót eftir
að hann kom f Sauðanes. Ef
til eru sögur af honum á yngri
árum, sem viðsjálsmanni, þá
i hefir hann orðið góður prestur
' úr göldum fola, eins og margir
aðrir. En eg efast um að hann
hafi ávalt verið skilinn rétt,
þegar hann var skammaður
mest. Það er eftirtektarvert
svarið hans, þegar honum eitt
sinn var brígslað um skoðana-
skifti á þingi. Hann bar ekkert
á móti því, en sagði að það
væri fyrir æðri og meiri þekk-
ingu. Er það ekki heimskúlegt
að hliðra aldrei til við þekk-
inguna, auk heldur annað?
• • •
Svo get eg viðburðanna eins
og þeir gerast hver af öðrum.
Eg fór gríðar snemma á fæt-
ur í góðu veðri snemma í júní-
mánuði og labbaði norður á
beitarhúsin mín, sem eg hafði
bygt upp á svonefndu Bakka-
horni. Lömbunum hafði verið
stíað frá mæðrum sínum kvöld-
ið áður. Eitthvað af stúlkum
var með mér, sem áttu að
mjólka ærnar, áður en lömbun-
um væri hleypt undir þær. Þá
er eg kom á bakkahornið, sá
eg að eitthvert ferlíki flaut á
sjónum skamt frá landi. Það
var gult á litinn og enginn
þekkjanleg mynd á þessu. Það
hlaut að vera hvalur og að kvið-
ur hans sneri upp, og hafði
hann að líkindum sprungið. —
Eg sagði stúlkunum að mjólka
ærnar og láta lömbin út. En
sjálfur hljóp eg eins og fætur
toguðu heim aftur. Eg hafði
tvo vinnumenn. Þeir höfðu hátt-
að seint um kvöldið og voru
því ekki vaknaðir. Eg vakti þá
hálf klunnalega, og eg sá að
þeir urðu eins og hissa, og því
meir, þegar eg sagði þeim að
flýta sér á fætur, án þess að
gera nokkra grein fyrir hvað til
stæði. Eg kallaði konuna mína
afsíðis og sagði henni tíðind-
in, og bað hana að láta eng-
ann vita, hvað um væri að
vera, því ennþá væri eg ekki
viss um, hvað þetta væri. Eg
sagði piltunum að flýta sér að
drekka morgunkaffið, það væri
nóg handa þeim í bráðina. En
seinna skyldu þeir fá nóg að
borða. Þeir vildu eitthvað vita
um, hvað að mér gengi, en eg
var eins og harðlæstur skápur.
Eg sagði þeim aðeins, að þeir
skyldu koma ofna að sjó, þeg-
ar þeir væru búnir að drekka
kaffið. Eg hafði borið heilmik-
ið af ólarreipum og beittustu
Ijáina í bátinn, þegar piltar
komu til mín. Þegar þeir sáu
þenna farangur eiga erindi út
á sjó, var auðséð á mönnunum
að þeir voru báðir sannfærðir
um það, að eg væri bandvit-
laus orðinn. Og eg sá að það
voru engin sköpuð ráð til að
koma þeim á flot, önnur en
þau, að segja þeim að hvalur
væri rekinn, og það gerði eg,
enda gátu þeir enga frætt um
þessi tíðindi, þar sem þeir voru
hjá mér í bátnum. Við rérum
lífróður, auðvitað meira af
brennandi áhuga en þörf. Og
svo vorum við þá líka alt í einu
komnir að hvalnum, og sáum
þá að hann var gríðar stór.
Þarna mátti hann ekki lenda
upp undir klettana. Nú varð að
festa reipin í hvalinn og róa
honum suður fyrir bakkahorn-
ið. Komu nú ljáirnir og ólarnar
að góðu liði. Eftir litla stund
vorum við búnir að festa hval-
inn við bátinn, og farnir að róa
af alefli, en lengi vel rótaðist
ekki úr stað. En svo fór þó að
hníga í áttina fet og fet. Við
vorum búnir að róa í klukku-
stund, þegar bátar komu úr
öllum áttum til að fá atvinnu
við að róa hvalinn að landi á
rétturn stað. Við vorum hins
vegar ekki komnir nema góða
húslengd með hvalinn, þegar
þarna út á sjónum var skotið
á einskonar fundi, og vildu
mennirnir fá vissan hlut úr
hvalnum fyrir nauðsynlega til-
hjálp. Þetta var raunar gömul
siðvenja, sem laut að því, að
gera alla, sem eitthvað gátu
hjálpað til, hluttakandi í happ-
inu, og það runnu á mig tvær
grímur; þetta væri líklegast
bróðurlegasta og bezta aðferð-
in. En svo kom eg auga á það,
að þetta voru alt efnuðustu ná-
grannarnir, sem safnast höfðu
í kringum mig, og sagði þeim
öllum að fara heim til sín aft-
ur, nema þeir vildu vinna fyrir
algengt dagkaup, nema með-
eiganda mínum að jörðinni.
Hann var við þriðja mann á bát
og var sjálfsagður að hjálpa
til. Mennirnir urðu að fara svo
búnir. En hvernig hafði fréttin
getað borist eins og hvalsaga?
Einhver ferðalangur hafði hafði
rekist á stúlkurnar, sem mjólk-
uðu ærnar, og eg hafði gleymt
að biðja þær að þegja um hval-
inn, ef það þá væri hvalur. —
Seint gekk okkur sex saman að
róa hvalinn á þægilegan stað,
en það vanst þó með iðninni í
góða veðrinu.
Naumast vorum við búnir að
festa hvalinn við land, þegar
einhver sagði að séra Arnljótur
væri kominn á mölina fyrir of-
an, og heyrði eg þá samstundis
að mitt nafn var kallað. Eg
kallaði í móti og sagði að hann
yrði að koma nær, ef hann
langaði í hval. Auðvitað sagði
eg þetta hlæjandi og í gamni.
Svo fór eg upp á mölina til
hans. Hann var allur brosandi
og sagði að það væri björgulegt
að koma til okkar, og hér gætu
margir notið góðs af, fengið
væna sneið með brauðinu sínu
í sumar. Svo bað hann mig aö
finna sig upp á græna balann
þarna.
Þá sagði hann mér að Sauða-
neskirkja ætti einn sextánda i
hvalnum. “Þú stendur kanske
í þeirri meiningu,” sagði eg,
“en öðruvísi lít eg á það mál.”
Hann sagðist skyldi sýna mér
lögfestuna, en eg sagðist ekki
þurfa þess, þar eð eg ætti hana
sjálfur, hefði fengið hana fyrir
löngu síðan úr Landsskjala-
safninu, og ætti þetta að vera
sálargjöf Steindórs bónda Guð-
mundssonar á Syðralóni, frá
1540að mig minnir. “En hún hef
ir ekki verið þinglesin í mörg ár
og er því ólögmæt að minni
hyggju,” sagði eg. “Það varð-
ar minstu, hvað hvor okkar á-
lítur í þessu máli, dómstólarnir
munu á sínum tíma skera úr
því. Og það er vandalaust fyrir
mig að fara í svona mál, því
kirkjan yrði látin verja sinn
rétt, og það kostaði mig ekki
eina krónu,” segir hann. “En
dýrt yrði þér að fara í svona
mál, svo óvíst er að hvalurinn
hrykki fyrir þeim kostnaði,”
bætti hann við. “Heldurðu
ekki að þeir séu allir í kvala-
staðnum, sem um aldaraðir hafa
orsakað þá heift og reiði, sem
sprottið hefir af svona gerð-
um?” Hann svaraði þessu eigi
en sagði: “Eigum við ekki að
sættast á málið?" “Jú, sjálf-
sagt,” svaraði eg, “en með því
skilyrði þó, að eg sé ekki að
fullnægja lögfestunni né borga
kirkjunni einn eyri, heldur að
það 3é eingöngu okkar á milli.”
“Eg bjóst við því,” segir hann,
“en hvað býður þú mér til
sátta?” “Hleðslu á litla bát-
inn þinn, 8 til 10 vættir af hval,
þú hefir svo margt fólk, að þér
hentar ekkert minna,” svaraði
eg. “Það er gott,” segir hann,
og kallar svo á fylgdarmann
sinn, hvort hann hefði ekki
verið með hressingu í vasan-
um, supum við þá á glasinu og
vorum ásáttir um hvalinn.
Enn þá verð eg að geta um
einn sögulegan atburð á sam-
vinnuleið okkar séra Arnljóts,
af því að hann bregður nokkru
ljósi á fyrirhyggju, sómatilfinn-
ingu og drenglyndi hans. Rétt
um aldamótin fór einn sveitungi
okkar séra Arnljóts til Ameríku.
Hann skuldaði mér mikið sem
formanni kaupfélagsins á Þórs-
höfn. Hey átti hann inni á
heiði og vildi gera sér verð úr
því, en enginn vildi kaupa. Þá
bað hann mig að taka heyið
upp í skuld sína við félagið,
og neyddist eg til þess, heldur
en ekkert að hafa. Nú vildi svo
til tveimur árum seinna, að
þrír bændur í svitinni urðu hey-
lausir á útmánuðum fyrir kind-
ur sínar. Þá var séra Arnljótur
oddviti sveitarinnar. Hann skrif-
ar mér línu og biðúr mig að
selja þessum bændum áminst
hey, til að bjarga skepnum
þeirra frá hordauða, og af því
að heyið sé svo langt í burtu,
inni á heiði, þá biður hann mig
að gera ennþá betur, og útvega
húspláss fyrir kindur þessará
manna, á næstu bæjum við
heiðina, svo ekki þurfi að draga
heyið eins langa leið. Eg gerði
heyið alt og útvegaði húspláss-
ið, og bað séra Arnljót að út-
nefna mann, til að vigta út hey-
ið og afhenda það eins og þörf
krefði. Heyið reyndist mikið
minna en mér var sagt það, og
varð það að vera minn skaði, af
því að eg hafði treyst mannin-
um, sem seldi mér heyið, en
aidrei séð það sjálfur. En samt
sem áður bjargaði þetta ráð
sauðfé bændanna. í verzlunar-
tíð um sumarið fór eg að tala
við bændurna um borgunina
fyrir heyið. Einn þeirra svaraði
vel til og sagðist borga sinn
hlut eins fjótt og hann gæti,
en hinir höfðu undanbrögð og
héldu að eg gæti tekið hey hjá
þeim aftur, þeir gætu ekki borg-
að öðruvísi. Séra Arnljótur
frétti af þessu, og gerði mönn-
unum, sem heysins nutu, orð
um að finna sig strax; sjálfur
var hann orðinn ófær til ferða-
laga. Þeir brugðu við og fundu
prest. Ekki veit eg orð, sem
þeim fóru á milli, en eg furðaði
mig á hve mennirnir reyndust
mér miklu skilvísari, en þeir
höfðu lofað mér. Og frétti eg
þá líka seinna afskifti prests af
málinu.
Þar sem eg var ásamt presti
í hreppsnefndinni, þá hefði
margur lofað mér að hafa fyr-
ir því að innkalla heyverðið, þó
honum hugsaðist þetta ráð fyr
en bændunum sjálfum um vet-
urinn og bæði um heyið þeirra
vegna. Umhyggja hans fyrir
sveitinni, sómatilfinningin, að
gleyma ekki um leið og gleypt
er, og drenglyndið, að eg, sem
honum var kunnugt um að
hafði verið snuðaður á heyinu,
að eg skyldi þó ekki verða dreg-
inn óþarflega á sanngjarnri
borgun fyrir það, sem kom að
beztum notum.
Frh.
FRÆGUR MYNDHÖGGVARI
Sænskur myndhöggvari, Carl
Milles, sem er í Ameríku, hefir
nýlega verið beðinn að gera
nokkur merkileg minnismerki.
Þannig hefir honum verið fal-
ið að gera minnismerk, sem
reisa skal á Staten Island, rétt
hjá innsiglingunni í New York
höfn. Minnismerki þetta á að
kosta 200,000 dollara.
Þá hefir og borgin St. Paul
beðið hann að gera frummynd
að stórkostlegu minnismerki,
sem á að reisa þar.
Listasafnið í St. Louis hefir
keypt af honum hið fræga
listaverk hans “Folks Filbyter”,
• einkennilega höggmynd, sem
gerð er eftir sænskri þjóðsögu.
Svíar, sm búsettir eru í Chi-
ago hafa keypt af honum aðra
höggmynd og gefið borginni,
og á að velja henni stað í ein-
hverjum skemtigarði borgarinn-
ar.
Það eru tvö ár síðan að Carl
Milles fór vestur um haf. —
Var hann boðinn þangað af
Cranbrook Foundation, og var
honum fengin þar stór vinnu-
stofa til umráða.
—Mbl.
SKRÍTLUR
Á Breiðafirði.
Kona, einföld, sem uppi var
í Breiðafjarðareyjum fyrir síð-
Dr. J. Stefansson
216 NKDICAL AHTS BLDG.
Horni Kennedy og Graham
Stnndar elnKlinen anK'na- ejrna
nef- ok kverka-ajflkddma
Er aS hitta frá kl. 11—12 f. h
og kl. 3—6 e h
TaUimi: 21S34
Heimlll: 638 McMÍllan Ave 42691
MOORE’S TAXI LTD.
Cor. Donald and Grahana.
50 Cents Taxl
Frá einum sta5 til annars hvar
sem er i bænum; 5 manns fyrir
sama og einn. Allir farþegar á-
byrgstir, allir bílar hitahir.
Slml 23 SD6 (8 llnur)
Kistur, töskur e ghúsgagna-
fl atningur.
DR. L. A. SIGURDSON
216-220 Medical Arts Bldg.
Phone 21 834 Office tímar 2-4
Heimili: 104 Home St.
Phone 72 409
Dr^A. B. INGIMUNDSON
Tannlæknir
602 MEDICAL ARTS BLDG.
Sími: 28 840 Heimilis: 46 054
ustu aldamót, hafði eitt sinn
lent í skipstapa og komust
allir lífs af nema einn, er Jón
hét.
Mörgum árum seinna komst
hún þannig að orði: — Nú eru
allir dauðir, sem drukknuðu,
þegar eg drukknaði, nema Jón
heitinn, sem dó. —
En þá voru allir dánir, nema
hún, sem í skipstapanum lentu.
• • •
Bónorð.
Piltur, er mikið barst á, en
þótti ekki ráðdeildarsamur, kom
að bæ, þar sem voru tvær
heimasætur gjafvaxta.
Gekk hann fyrir föður þeirra
og bað yngri dótturinnar. Ekki
er þess getið, að hann hafi haft
orð á slíku við stúlkuna sjálfa.
Bóndi svarar ekki öðru en
þessu:
— Eg skal segja þér góður-
inn minn; hún getur farið á
sveitina, þó hún hafi ekki mann
í eftirdragi. —Mbl.
• • •
Maður nokkur var að leggja
upp frá gistihúsi einu, þar sem
hann hafði haldið til í nokkra
daga. Gistihúsbíllinn beið hans
við tröppurnar og var hann um-
kringdur af þjónum hússins er
allir réttu fram hendur sínar,
vitanlega í þeim tilgangi að
hinn auðugi ferðamaður rétti
þeim einhvern bitling að skiln-
aði, en hann þóttist skilja það
þannig að þeir væru að rétta
sér höndina í kveðjuskyni og
tók því í hönd þeirra og hristi
mjög vingjarnlega um leið og
hann bað þá vera í guðsríki.
Er hann var svo sestur inn í
bílinn kemur pinn náunginn að
dyrunum og réttir inn hendina
og segir: “Þér ætlið ekki að
gleyma mér, herra?”
Ferðamaðurinn tók í hina út-
réttu hendi mjög vinalega og
segir: “Nei, nei, eg skal skrifa
þér póst spjald undir eins og
eg kem heim."
Telephone: 21 613
J. Christopherson.
Islemkur Lögfrœðingur
845 SOMERSET BLK.
Winnipeg, :: Manitoba.
A. S. BARDAL
selur lfkklstur og ann&st um úttar-
lr. Allur útbúnaSur sá bestl.
Ennfremur selur hann allskonar
minnlsvarSa og legstelna.
843 SHERBROOKE ST.
Phoaei K6H07 WINNIPBO
HEALTH RESTORED
Lækningar án lyfja
DR. S. G. SIMPDON, N.D.. D.O., D.O.
Chronic Diseases
Phone: 87 208
Suite 642-44 Somerset Blk.
WINNIPEG —MAN.
MARGARET DALMAN
TBACHBR OP PIARO
NM BARNDIO 8T.
PHONE: 26 420
Dr. A. V. Johnson
fslenzkur Tannlæknir.
212 Curry Bldg., Winnipeg
Gegnt pósthúsinu.
Stmi: 28 742 Helmllis: 88 828
Jaeob F. Bjamason
—TRANSFER—
Baffiie a.d Faraltare MaTlag
762 VICTOR ST.
SIMI 24JS00
Annast allskonar flutnlnga fram
og aftur um bælnn.
J. T.'THORSON, K. C.
Isleaxkur Ibgfrirniagnr I
Skrlfstofa: 411 PARIS BLDO
Símt: 24 471
DR. K. J. AUSTMANN
Wynyard —:— Sask.
Talnfmt t 28 889
DR. J. G. SNIDAL
TANNLÆKNIR
614 Someraet Block
Portare Aveaoe WINNIPBG
BRYNJ THORLAKSSON
Söngstjóri
Stlllir Pianos og Orgel •
Slml 88 845. 584 Alvemtoae St.