Heimskringla - 20.04.1932, Blaðsíða 2

Heimskringla - 20.04.1932, Blaðsíða 2
2. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 20. APR. 1932 VINDMYLLUR TIL RAFMAGNSFRAMLEIÐSLU Fyrir verkamálaráðuneytið þýsku ríkásstjórnarninar, hefir verið lögð uppástunga frá verk- fræðingnum Hermann Hennef, þeim, er gerði teikningarnar að útvarpsturninum í Königswust- erhausen, um að reisa gríðar- stóra vindmyllu til rafmagns- framleiðslu. Vindmyllan á að vera 300 metra hár turn og efst á honum þrjú afarstór hjól, sem eru knúin af hinum efri loftstraumum. — Ef stjórninni líst á þessa uppfinningu, á að reisa tilrauna-rafmagnsstöð í Berlin. Þessi smágrein stendur fyrir skemstu í þýsku blaði og skal hér nú reynt að útskýra í hverju þessi uppfinning er fólgin og hvers menn vænta sér af henni. Það var þýskur verkfræðing- ur, Assmann að nafni, sem tók sér fyrir hendur 'að gera vind- mælingar í stórum stíl um gjör- valt Þýskaland til þess að kom- ast að því hvort ekki væri hægt að nota vindana og á hvern liátt það væri hægt. Og af rann- sóknum hans kom það í ljós, að vindurinn, sem er “valtastur vina” og enginn veit hvaðan kemur eða hvert fer, er í raun- inni mjög ábyggilegur. Á yfir- borði jarðar er hann að vísu mjög óstöðugur, myndar hring- iður og hliðarköst vegna við- náms, sem hann verður fyrir. Þetta má best sjá á því hvernig tóbaksreykur inni í herbergi sveiflast alla vega til. En þegar komið er í 100 metra hæð breyt ist þetta og vindstraumarnir verða stöðugri í rásinni. Þar eru hér um bil jafnir ioftstraum- ar alt árið. í Þýskalandi er tal- að um níu vindsvæði, þar sem jafn vindur er svo að segja aii- an ársins hring. Og sé þessi vinsvæði tengd saman, mynda þau fyrir alt landið sameinað vindorkusvæði (“Hohenzonen- Wind-Kraftfeld’’ eins og það er kallað á þýsku), þar sem vind- orkan er ótrúlega stöðug og jöfn, miklu jafnari heldur eu vatnsorkan, sem stórbreytist í leysingum og úrkomum. Þarna er þá orka, sem bíður þess að hún verði hagnýtt. Og það ætlar Honnef verkfræðing- ur séra að gera. Eftir því sem hærra dregur verða loftstraum- arnir jafnari, og þess vegna leggur hann til, að notaðir séu þeir vindar, sem blása í 300 metra hæð. Og það er engin frágangssök lengur að ná í orku þeirra. Eiffelturninn í París er t. d. 305 metra hár. Útvarpsturninn sem Honnef bygði í Königswusterhausen er 2<?0 metra háff. Það er því hægt að byggja nógu háa turna til þess að ná í vindork- una í 300 metra hæð. En turn- ar þessir þurfa að vera mörg- um sinnum sterkari heldur en Eiffelturninn og útvarpstum- inn, því að beir verða að bera hin miklu vindhjól og þola á- tök þeirra. Þessir turnar eiga að vera bygðir þannig, að “máttarvið- irnir’’ (ef svo mætti að orði komast), snúast eins og gorm- ar neðan frá og upp í gegn. Þetta gerir turninn miklu sterk- ari heldur en ef “máttarviðirn- ir’’ væri beinir. Annars er hver turn ekki annað en grind, sein veitir vindum lítið viðnám, því að þeir blása í gegnum hann. Þegar svo hár turn hefir ver- :ð bygður, er auðvitað nauðsyn- legt að ná í sem mesta orku. Og til þess ætlaf Honnef að nota vindhjól, sem eru 16u metra í þvermál, eða nokkru hærri en dómkirkjan í Köln, væri þau látin standa á rönd. Þrjú slík hjólbákn eiga að vera í hverjum turni, eða öllu heid- ur tvenn hjól saman, sem geta snúist öfugt hvort við annað. Það fyrirkomulag er eigi að- ■ins heppilegt til þess að ná í sem mesta orku, heldur einnig nauðsynlegt. Þegar svo hvast er, að vindurinn fer 15—20 metra á sekúndu, mundi næða alt of mikið á turninum og hjólin mundu*snúast of hratt. En Honnef hefir séð við bessu. Hjólunum er öllum fest á hreyf- anlega grind efst á tuminum, og ef vindhraðinn verður of mikill, þá lyfta hjólin sjálfkrafa bessari grind og reisa hana að lokum upp svo að þau standa á rönd og veita vindinum enga mótstöðu, því að þá stendur hann beint á rönd þeirra. Þannig eru hjólin líka látin shúa þegar þarf að gera við þau, en I annars er hægt að halla þeim alla vega. Á þennn hátt er hægt að takmarka hvað þau snúast hratt, og verður því orkuframleiðsla þeirra ávalt jöfn. Og það er vindhraðinn sem sér um þetta, því að þeg- ar hann er orðinn sterkari en hann má vera, lyftast hjólin sjálfkrafa og. hallast um leið hæfilega mikið til þess að taka ekki við meiri orku, en þau mega taka á móti. Þau snú- ast líka sjálfkrafa, eftir því hvaðan vindurinn blæs, og er það vegna þess, að þau eru tvöföld, því að þegar vindáttin breytir sér, fara hjólin að vinna hvort á móti öðru, og árangur- inn verður sá, að þau snúa sér þvert upp í vindinn. Þegar hjólin eru komin á fulla ferð, er kastið svo mikið á þeim, að þess gætir alls ekki þótt vindinn lægi ofurlítið stund og stund. Það er talið, að þau geti haldið áfram að snúast með sama hraða í hálfa klukku stund. Misjafn vindur hefir því engin áhrif á þau, hvorki stutt iogn, né stuttar Vindhv1,ður. Vegna þess hvað þau eru stór og kastmikil, gætir þessa alls ekki. Það hefir fram, að þessu reynst all-vandasamt að hand- sama orku þá, sem í vindinuin felst og breyta henni í raforku En um það hefir Honnef gert nýja uppgötvun. — Hjólin eru sjálf eins og “dynamo” og það þarf ekki annað en taka við straumnum frá þeim (5000 v. spennu). Eins og áður er sagt, eru hjólin 160 metra á þvermál og þau eiga aö snúast 8—9 sinnum á sekúndu og er það geysihraðj. Hver turn á að geta fram- leitt 20,000 kw. og gert er ráð fyfir að hann kosti miljón marka. Það er áætlað að Þjóð- verjar þurfi nú 30 miljaröa kilowattsstunda af rafmagni, en eftir tuttugu ár þurfi þeir á að lialda 100 miljörðum kilo- wattsunda. í uppástungu þeirri, sem lögð hefir verið fyrir stjórnina, er gert ráð fyrir þvf, að vaxandi þörf vefði fullnægt með vindmyllunum og að lok- um verði 60 slíkar myllur i landinu. Þú segir satt/ það borgar sig að “VEFJA SÍNAR SJÁLFUR” með.. V ÓKEYPIS Chantecler cígarettu pappír fylgir hverjum pakka. TURRET Þúsundir neytenda segja þetta, því þeir hafa reynt það, upp aftur og aftur. Þér getið vafið upp að minsta kosti 50 cígarettur úr 20c pakka af Turret Fine Cut, cígarettu tóbaki. Og yður mun geðjast að hverri cíga- rettu sem þér vefjið upp. Þess fleiri sem þér vefjið upp, þess meiri nautnar njótið þér af þeim. ^r 15c og 20c pakkar f —einnig i l/2 pd. loftheldum baukum Honnef gerir ráð fyrir því, að verði hver vindmylla látin borga sig á 15 árum, þurfi ekki að selja nema helminginn af orku hennar. Hinn helming- inn vill hann láta bændur fá ókeypis, gegn því, að þeir kaupi hlutabréf í næstu vindmyllu, sem reist verður, og svo koll af kolli. Honnef gerir ráð fyrir því, að ríkið sjái um úthlutun rafmagnsins, og að það verði miklu ódýrara heldur en raf- magn er nú í Þýskalandi. Hann bendir líka á það, að tveir aðal orkugjafar Þýska- lands nú, kol og olía, sé ekki óþrjótandi. Vatnsorka sé að vísu góð, en það sé afar dýrt að ná í hana. En þar sem vindurinn sé, sé um óþrjótandi orku að ræða, og hún verði allri annari orku ttyggari og ódýr- ari. —Lesb. Mbl. SVEINN BJÖRNSSON, sendiherra. Það var lengi venja í stúdenta félaginu íslenzka í Höfn, að þegar alþingi hafði verið háð um sumarið, þá var um haustið, á fundi í félaginu, skýrt frá því helzta, er gerst hafði á þing- inu. Haustið 1902 var venju þessari fylgt, og varð þá stud. jur. Sveinn Björnsson til þess að taka þetta verk að sér. Skýrði hann við það tækifæri “hlutdrægnislaust og rétt” frá þeirri hreyfingu, er hafist hafði hér heima þá um sumarið, á móti ríkisráðsákvæðinu í stjórn- arskrárfrumvarpi Albertís, sem samþykt hafði verið á þinginu. Þessi hreyfing var landvarnar- stefnan, er svo var nefnd. Frá þessu er sagt í bæklingi, sem kom út í kosningabaráttunni vorið 1903. Nefndist bækling- ur þessi: “Stjórnarskrármálið í Höfn, landvarnarsamtök ís- lenzkra stúdenta”, og er skrif- aður af landvarnarmanni í Höfn. Ætla eg að þetta sé liið fyrsta, sem segir af afskiftum Sveins Björnssonar af opin- berum málum, og það er skemti leg tilviljun, að hann, sem varð fyrstur til þess að skýra löndum sínum í Höfn frá landvarnar- stefnunni, skyldi verða fyrsti sendiherra íslands á þeim stað. Því hvernig sem landvarnar- hreyfingin verður dæmd í sög- unni, þá verður aldrei fram hjá því komist, að málalokin í sam- bandsmálinu hefðu ekki orðiö slík, sem þau urðu 1918, ef landvarnarhreyfingin hefði ekki hafist. Hún var upphafið að þeim þætti sjálfstæðisbarátt- unnar, sem leiddi til sambands- laganna, og fyrstu árin héldu iandvamarmenn, þó fáliðaðir væru, einir þeirri baráttu uppi, og þá ekki sízt landvarnar- stúdentar í Höfn. Þar má segja að væri miðstöð sjálfstæðis- baráttunnar þau árin. Þess vegna er gaman að minnast þess nú, að Sveinn Björnsson reifaði fyrstur mál landvarnar- manna fyrir þeim. “ísafold” var stórveldi hér á landi um þær mundir. Flestir bjuggust við, að Sveinn myndi á sínum tíma taka við ritstjórn hennar, og hugðu hinir yngri menn gott til þess og gerðu sér miklar vonir um hann. Þetta varð þó ekki. Það átti ekki fyrir Sveini að liggja, að verða áhrifamikill blaðamaður og flokksforingi, eins og faðir hans var. En þó svo færi, þá hygg eg að óhætt sé að segja, að vonir þær, er vinir hans gerðu sér um hann ungan, hafi engar brugðist. Hann er enn ekki nema fimtugur að aldri, og þó er hann lengi búinn að skipa þann sess hjá þjóð sinni, sem fáum lánast að komast í. Starfsferill hans er orðinn lang- ur, þó aldurinn sé eigi hærn en þetta, og starf hans hefir borið þann árangur, að hann hefir unnið sér vinsældir og fult traust landa sinna, án tillits tii þess hvem flokk þeir fylla. All- ir vita að það hlutskifti er fá- gætt hjá þjóð, sem er eins tor- tryggin og vér íslendingar erurn og eins sundurtætt af haturs- málum og flokkadráttum. Þar sem svo er ástatt er engin hætta á því, að menn vinní sér slíkt traust án þess að eiga það skilið, og því síður að þeir njóti þess lengi. En Sveinn hefir bæði unnið sér þetta traust og notið þess lengi, þó hann megi líka muna tvenna tímana, því um eitt skeið fór hann ekki varhluta af tortrygni landa sinna og af flokksoftæki andstæðinga sinna. Þeir sem svo langt muna, mega minnast kosningabaráttunnar hér í Reykjavík 1916, er Sveinn var feldur frá þingsetu, og alls þess rógs, er þá gekk um hann fjöll- unum hærra. Annað atvik er mér í minni, sem nánast er spaugilegt. Árið 1912 var Sveinn kosinn bæjarfulltrúi hér í Reykjavík. Andstæðingar hans voru þá í meirihluta f bæjarstjórninni, og þeir tóku þann veg á móti honum, að eg hygg að fáir nýkosnir bæjarfuil- trúar eða engir hafi fengið slík- ar viðtökur. Þeir gengu alger- lega fram hjá honum við nefud- akosningar, og komst hann ekki í neina af fastanefndum bæjar- stjórnarinnar. Var altalað, að þetta hefði verið gert honum tiÞháðungar, og voru sumir and stæðingar hans talsvert hreykn- ir yfir þessu snjallræði. En það fór svo sem vsenta mátti. Jafn- vel andstæðingum hans í bæjar- stjórninni varð það bráðlega ljóst, hvílíkur afburða starfs- maður hann var, og þeir léku þenna leik ekki oftar. Eftir það átti Sveinn, alla þá stund sem hann var bæjarfulltrúi, sæti í mörgum þeim nefndum, er mestu þykja varða. Því var oft spáð, meðan á sjálfstæðisbaráttunni stóð, að vér myndum lenda í vandræð- um, ef vér ættum að taka utan ríkismál í vorar hendur. Oss myndi skorta menn, er kynnu að fara með þau. Á þetta hefir að vísu eigi reynt til fullnustu enn þá. En árið 1920 var sendi- herraembættið í Kaupmanna- höfn stofnað, fyrsta diplomat- iska staða íslenzka ríkisins, og sú eina enn sem komið er. Þá reyndi á það, hvort hæfum manni væri á að skipa í þá stöðu. Á því reið mikið, því vita mátti að sendiherra þessi myndi verða að annast fleira en viðskifti vor við Danmörku, að hann myndi oft þurfa að verða stjórninni hér heima til aðstoðar í utanríkisviðskiftum íslands við aðrar þjóðir en Dani. Sú hefir líka orðið raunin á. Sveinn Björnsson varð fyrir þessu vali, og það er óhætt að segja, að það hafi verið al- mannamál þá, jafnt hjá fylgis- mönnum sem andstæðingum stjórnar þeirrar, er þá sat við völd, að það val hefði tekist óvenjulega vel. Deilt var um það hver nauðsyn væri á sendi- herrastöðunni, og hún var, eins og kunnugt er, lögð niður uin tveggja ára skeið, 1924- 1926. En menn greindi ekki á um það, að Sveinn væri henpilega til hennar valinn, og þegar em- bættið var endurreist 1926, vai bann búinn að geta sér svo gott orð í þessari stöðu, að hann var sjálfsagður í hana. Eg hygg að það sé ekki ofmæit, að hann hafi notið fullkomins trausts allra þeirra stjórna, sein hann hefir starfað fyrir, hverl sem flokksmark þeirra hefir verið, og það er víst mjög ó- líklegt, að skift verði um mann í þessari stöðu, meðan hans er kostur, á hverju sem veltur í stjórnmálunum hér heima. Eg er þess fullviss, að allir þeir ráðherrar, sem hann hefir starfað fyrir, hafa fundið, að þeim var svo mikill styrkur aö honum ,að þeir mættu ekki missa hann úr þessari stöðu, og OF MIKIL ÞVAGSÝRA er mjög algeng orsök fyrir gigt, Sciatica og bakverk. Séu nýrun í ó- Iagi, safnast fyrir of mikil þvag- sýra. Takið inn Gin Pills, er strax veita bót, meðan nýrun eru að kom- ast aftur í lag. 218 sú mun einnig reyndin verða um þá, sem hann starfar fyrir eftirleiðis. Þegar Sveinn Björnsson varð sendiherra, hafði hann ekkert fengist áður við þau störf, er þá biðu hans. Þetta kom hon- um þó eigi að sök, þótt það myndi hafa reynst mörgum öðrum hættulegt fótakefli. Það á við slíkar stöður, frekara en margar stöður aðrar, að tii þess að gegna þeim svo vel sé, þarf meira en reynslu og æf- ingu. Það þarf hæfileika, sem tæplega verða fengnir með æf- ingu einni saman, og venjulega eru ekki eign annara en þeirra, sem þeir eru áskapaðir. Þá hæfileika á Sveinn Björnsson í óvenjulega ríkum mæli. Og þeir voru komnir í ljós löngu áður en hann varð sendiherra. Hann er óvenjulega aðlaðandi í framkomu og vekur því ó- sjáfrátt traust og góðan hug þeirra, sem honum kynnast. Er það ómetanlegur eiginleiki, ekki sízt í slíkri stöðu, enda er það alkunnugt, að Sveinn nýt- ur mikilla vinsælda í Danmörku og eg hefi heyrt marga útlend- inga, sem honum hafa kynst, minnast lians með aðdáun. Hann er varkár maður og ró- legur, kann vel að stilla skapi sínu og leyna því, ef svo ber undir. Og hann er sanngjarn og hleypidómalaus og kann vel að meta röksemdir hvers mál- staðar, bæði með og móti.. Alt þetta gerir það að verkum, að hann er afburða samninga- maður, laginn og lipur svo að fágætt er. Er mér vel kunn- ugt um það, frá því hann var málaflutningsmaður, hversu ó- trúlega honum tókst að koma á sáttum í málum, þar sem þó horfðist næsta óvænlega á um sættir. — Eg býst við því, að það sé þetta, sem mestu hefir ráðið um það, hversu vel hann hefir reynst í sendiherra- stöðunni. En þó er sú saga ekki öll sögð, með þessu. Það er fleira, sem til sendiherrans kasta kemur en viðskifti lands- ins við önnur ríki. Til hans leita margir menn ýmissa er- inda .innlendir og erlendir. INJargur umkomulítill landi hefir leitað til hans í vandræðum sín- um erlendis. Og Sveinn Björns- son á mikið af góðfýsi og greið- vikni og vill gjarnan leysa hvers manns vandræði, sem til hans kemur. Eg býst við að Sveins Björns- sonar verði lengst minst sem sendiherrans. Hann hefir ver- ið hinn fyrsti fulltrúi þjóðar sinnar erlendis, unnið henni gagn og verið henni til sæmdar í því starfi. En því má heldur ekki gleyma, að hann var bú- inn að vinna mikið starf áður en hann fór í þessa stöðu. Hann stóð um nokkurt skeiö framarlega í stjórnmálum lands ins. Eg ætla eigi að rekja stjórnmálasögu hans hér, en eg hygg að hann hafi farið af þeim hólmi með óvenjulega hreinan skjöld. Hann var lengi starfandi lögfræðingur, og naut einnig í þeirri stöðu almenns trausts og var í röð hinna fremstu lögfræðinga. Það eru dægurmál, sem málaflutnings- menn að jafnaði hafa með að sýsla, og sér því venjulega eigi mikinn stað starfs þeirra síð-

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.