Heimskringla - 25.05.1932, Side 1

Heimskringla - 25.05.1932, Side 1
PertKs The 4 STAR CLEANEES Men’s Suits Sults $1.00 Hlkts 50c PHONE 37 266 PertKs 4 STAR CLEANKRS To> 8t Ladies’ Dresses Cloth, Wool q> 4 aa or Jersey ....... ^ I .UU PHONE 37 266 XLVI. ÁRGANGUR. WINNIPEG MIÐVIKUDAGINN 25. MAÍ 1932. NÚMER 35 MAJOR W. W. KENNEDY, - M.C., K.C., M.P. Frá því var sagt í síðasta blaði, þegar skýrt var frá gerð- um Canadastjórnar viðvíkjandi minningargjqfinni til ísUinds, að maðurinn, er haft hafi aðal- flutning þess máls við stjórn- ina og forsætisráðherra, hafi verið Major W. W. Kennedy, K. C., þingmaður Suður Mið- Winnipeg. Tök voru ekki á að geta hans þar að nokkru ráði, sem hann þó átti skilið fyrir framkomu sína í málinu, því ritgerðin var orðin helzt til löng. Skal nú fyrir þetta bætt með fáeinum orðum og gerð örstutt grein fyrir honum, svo þeir meðal lesendanna, er ekki hafa haft kynni af honum, átti sig betur á hver hann er. Er eigi nema skylt að íslendingar þekki eitthvað til hans. Sem ættarnafn hans bendir til, er Mr.. Kennedy af írskum ættum. Skýrir hann svo frá, að föður- og móðurforeldrar sínir hafi flutt hingað til lands snemma á 19. öldinni, af Norð- ur-írlandi, og sezt að í Ontario sem bændur. Var þá fylkið h'tt bygt við það sem nú er. Gekk æfi þeirra, eins og allra frum- byggja, þessa lands, í að ryðja skóga og koma jörðinni í rækt, er mannshöndin hafði ekki hreyft við frá aldaöðli. Nokkru fyrir þá daga, sem Islendingar byrjuðu að flytja hingað til Canada og settust að í skógunum við Kinmount og Rosseau í Ontarío, fyrir daga flutninganna vestur á bóginn og nýlendunámin hér, byrjuðu foreldrar hans búskap á landi, er þau keyptu og eigi hafði áð- ur verið setið. Efnahagurinn var' rýr, þó nóg hefðu þau til fæðis og klæða, börnin mörg og vinnukröfur búsins strangar strax og þau komust á legg. Ólzt því Major Kennedy mjög upp við hin sömu kjör og þeir Islendingar, er nú eru komnir yfir miðjan aldur, en hingað komu börn. Landlífið í hýbygð- um Ontario var í fáum efnum frábreytt því, sem það var í nýbygðum vesturlandsins, — afurðir búsins urðu að hrökkva til alls, vera kaupmiðill, fæði og klæði allrar fjölskyldunnar, og hver unglingur, strax og hann hafði burði til, að hjálpa til við vinnuna. Skólaganga á vetr- um tók yfir 4 til 5 mánuði. Eftir að barúaskólanámi lauk og Major Kennedy hafði aldur til, fór hann að heiman, og hefir brotið sér síðan sína eigin braut sjálfur. Hann innritaðist við Queen’s University í Kings- ton, og stundaði þar nám um tíma, en sökum fjárhags erfið- leika lauk hann ekki burtfarar prófi. Fyrir sér vann hann á sumrum með skólakenslu. Um þetta leyti flytur hann til Winnipeg og byrjar laga- nám, les utan skóla, vinnur á lögfræðinga skrifstofu, þenna tíma, og lýkur embættisprófi í lögum 1909, með góðri einkunn. Bræður sina tvo er sömu braut gengu og hann, aðstoðaði hann við nám, og er þeir útskrifuð- ust stofnuðu þeir lögmannafé- lagið Kennedy, Kennedy & Kennedy, sem allir kannast við hér um slóðir. Hafa þeir bræð- ur allir jafnan unnið saman. Árið 1915 gekk Major Kenne- dy í Canadaherinn í 222. her- deild, og tók Majors stöðu við hersvteitjna. Er úU Rnglfands kom var hersveitinni sundrað, og honum og liðsmönnum hans skipað í 46. hersveitina. Var hann þá lækkaður í stöðu og skipaður lautinant. En það stóð aðeins um stuttan tíma. Var hann brátt færður upp, fyrst í kafteins og síðar í majórs stöðu og hélt hann því umboði er ó- friðnum sleit. Þá var hann tvisv ar sæmdur heiðursmerki á or- ustuvellinum fyrir röskva fram- göngu og hugprýði, — her- krossinum (Military Cross) eft- ir orustuna við Passchendale og Military Bar við herkross- inn, eftir bardagann við Amí- ens. Til Canada kom hann aft- ur 1919. Eftir kjördæmaniðurjöfnun- ina til sambandsþings 1925, var Mið-Winnipeg, er áður var eitt kjördæmi, skift í tvö, Norður og Suður Mið-Winnipeg. Við hinar almennu kosningar um sumar- ið var majór Kennedy kosinn undir merkjum conservatíva, í Suður Mið-Winnipeg. Var hann fyrsti fulltrúi þessa nýja kjör- dæmis á sambandsþingi. Árið eftir var aftur gengið til kosn- inga, og tapaði hann þá, en í hans stað var kosinn Dr. J. T. Thorson, forseti lagaskólans í Winnipeg. Við síðustu atkvæða- greiðslu 28. júlf 1930, náði hann kosningu aftur. Á nýárs- dag 1930 er hann skipaður King’s Counsel af dómsmála- ráðherra Manitobafylkisins. Major Kennedy er fæddur 6. febrúar 1882 við West Port í Ontario. Stendur því rétt á fim- tugu. Hann kvæntist sumarið 1914, og eiga þau hjón eina dóttur barna. í sjón er Major Kennedy með- almaður á stærð, fríður sýnum og prúðmenni hið mesta. Hann er ágætum gáfum gæddur, mælskur vel og hagorður. Hefir hann yndi af kveðskap og öllu er að bókmentum lýtur. Mun óvíða verða að honum komið óvörum, ef í enskan eða írskan kveðskap er vitnað. Hann er gamansamur í viðræðum o,g nauðhæðinn, þegar því er að skifta, gleðimaður og þó á aðra lund þunglyndur. Hann er ör- lyndur og kappgjarn, bermáll og og afgerandi. Hann er starfs- maður mikill. f þinginu er hann í miklu áliti og þykja ræður hans bera vott um vandvirkni. Allar eru þær skýrar og greina- góðar, og lausar við kreddur og kennisetningar flokksmál- anna. Hann er víðsýnn og frjáls lyndur í skoðun, er sýnir bezt hvað sjálf flokkanöfnin gera ó- fullkomna grein fyrir stefnum og skoðunum manna. — Fullan trúnað hefir hann stjórnarinnar og er handgenginn forsætisráð- herra. Ekki lætur hann það þó hamla sér frá að segja eða gera það sem honum finst eða hann álítur réttast vera. Rögnv. Pétursson. Útfluttar vörur úr Bauda- ríkjunum urðu 9 miljón dölum meiri yfir apríl mánuð en inn- fluttar vörur. COL. H. M. HANNESSON. þingmannsefni í Rockwood Á fjölmennum fundi, er þjóð- megunarflokkurinn hélt síðast- liðinn fimtudag að Stonewall, Man., til þess að velja þing- mannsefni fyrir Rockwood- kjördæmi í komandi kosning- um, hlaut íslendingurinn Col. H. M. Hannesson tilnefningu. Fékk hann flest atkvæði af fjór- um, er í vali voru. Sárafáir ts-v lendingar eru búsettir í kjör- dæmi þessu, líklegast ekki fleiri en 10 alls, svo þeir eru þar áhrifalitlir í þessari kosn- ingu. En Mr. Hannesson er þar vel þektur og hæfileikar hans, sem þingmanns, eru kunnir í- búum kjördæmisins, því hann liefir verið sambandsþingmað- ur fyrir Selkirkkjördæmi áður, sem Rockwood er hluti af. — Sóttu þó þá á móti honum L. P. Bancroft og dr. W. H. Gibb, báðir vel staddxr með fylgi. En hæfileikar Mr. Hannessonar dyljast engum, er hann kemur fram á ræðupalli, og það eitt mun hafa gert það að verkum, að hann vann íslenzka þjóðbrot inu hér þá frægð, að vera fyrsti íslendingurinn, sem kosinn var til sambandsþingsins. Og því spáum vér, að það verði freist- ing kjósendum í Rockwood- kjördæminu nú, sem á hann hlýða, og hæfileika þingmanns- efna sinna meta, að fylkja sér um hann. W. C. McKinnell, sem á móti honum sækir og Brackenflokk,- inum fylgir að málum, mun að vísu talsvert fylgi hafa. En hann er ekki þeim þingmanns- kostum búinn, hvorki að mælsku né þekkingu, sem Mr. Hannesson er. Enda er þar erf- itt við að jafnast. Dettur þeim, er þetta ritar, oft dæmi í hug er þetta sann- ar, er hann sjálfur reyndi. í sambandskosningunum 1925, kom Rt. Hon. Arthur Meighen til Selkirk og hélt þar gríðar- fjölmennan fund. Þar töluðu margir auk Meighens, sem þá var leiðtogi þjóðmegunarflokks- ins í Canada, og einn þeirra á meðal var Mr. Hannesson. Á járnbrautarlestinni frá Selkirk til Winnipeg, fara lestarstjóri og aðrir að tala um fundinn. Kvaðst lestarstjóri aldrei liafa orðið hrifnari af mælsku nokk urs manns, en Meighens. En þegar farið var að athuga í hvaða röð ræðumenn töluðu, og orð og setningar voru höfð upp eftir þeim, kom það í ljós að þessi mesti mælskmnaður fundarins var Mr. Hannesson, en ekki Mr. Meighen. Lestar- stjóri þekti ekki Meighen í sjón, en það sagði hann ekki breyta skoðun snini um þaö, að ræða þessa manns hefði verið sú langbezta er lialdin var og hann hefði lilýtt á. Og það var fjarri því að aðrir, er í samtalinu tóku þátt, væru lestarstjóra ósam- rnála úm þetta. Það er á þingum, sem slíkir menn sem Mr. Hannesson eiga að vera. Út af ræðu, sem hann hélt í sambandsþinginu, sagði fréttaritari stærsta og helzta tímaritsins í Canada, McLean’s Magazine, að lijá þessum ný- sveini á þingi, Mr. Hannesson, væri um óvanalega skýrar stjómmálahugsjónir að ræða. Vanalega væru fyrstu þingræð- ur, sem menn flyttu, hálfgert fitl. Hjá Mr. Hannesson hefði komið í Ijós svo þroskaður skiln ingur á stjómmálum, að hver þingmaðpr, hversu gamall og rejmdur, sem hann væri, gæti nokkuð af því lært. Heimskringla óskar Rock- wood kjördæmi til heilla með þingmannsefni sitt, og vonar að kjördæmið fái að njóta hæfi- leika Mr. Hannessonar á næstu þingum í þessu fylki. KONAFLÝGUR YFIR ATLANTSHAFIÐ Mrs. Emilia Earhart Putnam heitir kona, sem nýlega vann það þrekvirki, að fljúga ein í loftfari yfir Atlanzhafið. Hún lagði af stað frá New Found- land kl. 4.51 e. h. síðast liðinn föstudag og var komin til ír- lands kl. 8.30 á laugardags- morgun. Hafði hún þá flogið h. u. bil 1900 mílur á 15 kl.st. og 39 mínútum. Skákmeistari Manitobafylkis Mrs. Putnam ætlaði sér að fljúga til ítalíu og ekki lenda fyr en annað hvort á Englandi eða meginlandi Evrópu. En ein hver smávægileg bilun á vél- inni orsakaði það, að hún varð að lenda á írlandi. Hún hafði góða stjórn á flugvélinni við lendnguna svo engar skemdir urðu á loftfarinu. Og sjálf var hún ómeidd með öllu. Mrs. Putnam er fyrsta konan, sem flogið hefir ein í loftfari yfir Atlanzhafið. Fyrir fimm árum flaug Col. Charles A. Lindbergh fyrstur manna einn síns liðs yfir hafið, sem kunn- uet er. Hafa flugbátar verið mikið bættir síðan, en samt hafa engir enn, nema þessi kona, leikið þetta eftir Lind- bergh. Mrs. Putnam er kona George Palmer Putnam blaða og bóka- útgefenda í New York. Hefir hann lagt til flugkostnaðinn allan. Fyrir fjórum árum flaug kona þessi með þeim Shultz og Gordon yfir hafið og var þá fyrsta konan sem í flugvél fór yfir Atlanzhaf. Ef oss minnir rétt, mun hún vei’a af þýzkum ættum. ACNAR R. MAGNOSSON, M. A. Á skákþingi því fyrir Mani-' Agnari sjálfum, og oss öllum ís- toba, sem fyrir skömmu er af- lendingum, að hann skyldi verða staðið, vann Agnar R. Magnús-! hlutskarpastur. Vel mátti þess ÝMSAR FRÉTTIR. Einar S. Jónasson, sveitar- skrifari á Gimli, hlaut útnefn- ingu sem þingmannsefni liber- al-Bracken flokksins í komandi kospingum, á fundi, er haldinú var að Gimli 14. maí síðastl. — Einar hlaut einu atkvæði meira en I. Ingaldson, sem einnig var í kjöri. Síðan ofanskráð tilnefning fór fram, hefir fundur verið haldinn í Árborg, þar sem Mr. I. Ingaldson var tilnefndur sem óháður bændasinni. Tók Mr. Ingaldson tilnefningunni með þeim ummælum, að hann fylgdi Bi’ackenstjórninni að málum, ef hann næði kosningu, eins og hann hefði áður gert. Hjá þeim sem töluðu á Árborgarfundinum var óánægja einliver út af til- nefningai’fundinum á Gimli, þar sem Mr. Einar S. Jónasson var son kennari, meistaratignina og og þar með bikar þann, sem henni fylgir, og er kept um ár- lega, og verður eigi unninn til fullrar eignar, nema sami mað- ur hljóti þrjú ár í röð, svo Agn- ar verður að leggja til orústu tvisvar enn o gsigra ef bezt skal vera, og er full ástæða til að vona, að það verði, því eg held að óhætt sé að fullyrða, að han nsé einn hinn bezti tafl- maður nú, ekki einungis hér í Winnipeg eða Manitoba, heldur og sennilega í öllu norðvestur- landinu. Til dæmis um það, að það var ekki liðleskjum vænlegt að taka þátt í þessu skákþingi, skal hér getið nokkurra þátt- takendanna: Mr. D. Cremer, frá Skákfé- lagi Gyðinga, og var hann áð- ur skákmeistari Manitoba. Mr. Spencer, er tíu sinnum hefir verið skákmeistari Norð- vesturlandsins, og er talinn einn ágætasti taflmaður. Mr. Gregory, ritstjóri skák- deildar stórblaðSins Free Press. Þeir Spencer og Gregory urðu jafnir að vinningum og skiftu með sér öðrum og þriðju verðlaunum. Mr. Mogill, skákmeistari Win- nipegborgar. Mr. Howits, er gefið hafði bikarinn, sem kept var um, og ér hann skákmeistari taflfélags Gyðinga. Tveir aðrir íslendingar tóku þátt í skákþinginu, þeir Karl Thorláksson úrsmiður og Dr. L. A. Sigurdsson. Auðvitað voru margir fleiri þátttakendur, en þessir munu hafa verið helztir og hirði eg eigi að geta fleiri. En af þessum lista má sjá að einvalalið hefir þarna sótt fram, og að það er mikill sómi bæði þó vænta af honum, því þeir sem þekkja feril hans sem tafl- manns, vita að hann hefir áð- ur oft getið sér hinn bezta orð- stír. T. d. var það fyrir nokkrum árum, að hingað kom heims- frægur taflmaður, er tamdi sér það að tefla við marga í einu og þótti allerfiður viðfangs, þó að ágætis taflmenn ættu í hlut, og þótti ekki líklegt að nokkur hér mundi verða til þess að hnekkja honum. En þó varð sú raunin á að Agnar og einn ann- ar maður (Gyðingur) gátu gert jafntefli við hann, og þótti það ágæta vel gert. Árið 1929 varð Agnar skák- meistari Winnipegborgar. f taflfélaginu Iceland í Winni- peg, hefir hann verið í fremstu röð um langt skeið, og er nú skákmeistari þess. Rúm leyfir ekki að telja fleira upp af þessu tæi, enda nægir þetta til að sýna, að íslendingar eiga í Agnari ágætan taflmann, og er þó langt frá að þroska- skeið hans sé á enda, því hann er enn kornungur, og því líklegt að vænta megi af honum enn meiri afreka, þegar tímar líða, ef aðrar annir teppa hann eigi frá að þjálfa sig sém mest. Og eg veit að íslendingar óska hon- um góðs gengis í taflíþróttinni, og þess að hann sæki margan sigurinn í hendur annai’a tafl- kappa þessa lands. Agnar R. Magnússon hefir tekið meistarapróf í stærðfræði og latínu, og er kennari í þeim greinum við Jóns Bjarnasonar skóla. Og sjálfsagt á stærðfræð- in ekki lítinn þátt í gengi lians sem taflmanns, því hún er tal- in bezt meðal til andlegs þroska, allra fræðigreina. J. T. Skúli Sigfússon, núverandi þingmaður fyrir St. George kjördæmið, var tilnefndur sem kjörinn þingmannsefni Bracken j þingmannsefni Bracken-liber- liberala. í raun og veru virðast því tveir Brackenstjórnar menn í kjöri í GimTikjördæmi. Er það óvanalegt í kosningum hér áð- ur. * * * John H. Curtis, einn af milli- göngumönnunum í málinu út af ráni Lindberghs-barsins, hef- ir verið settur í varðhald. Hann meðgekk við yfirheyrzlu, að hafa logið sögum sínum upp um að hann hefði náð sam- bandi við ræningjana á skipum úti. Kvaðst hafa gert það til þess að selja blöðunum frétt- ir. En blöðin neita að hafa nokkrar fréttir af honum keypt. Heldur lögreglan að hann geti við barnaránið verið riðinn. I ala, á fundi sem haldinn var að Lundar s.l. föstudag. Dr. Númi Hjálmarsson var einnig í vali, en atkvæðagreiðslan fór þann- ig, að Skiili var kosinn með 39 atkvæðum gegn 32. -Skúli hefir áður verið libei’al. * * * Skógareldar liafa gert tals- verða skaða nýlega x' Manitoba í nánd við bæinn Bowsman. Til þess að slökkva þá, voru sendir út 400 manns frá Porcupine Mountain Reserve. En jafnóð- um og eldarnir voru slökktir á einum staðnum, brutust þeir út á öðrum. Er þvi víst talið, að eidarnir séu af manna völdum og er haldið, að þeir sem þá kveiKja séu áð afla sér atvinnu við að slökkva þá. Sunnudaginn 16. þ. m. var forsætisráðhen’a Japans, í Tokio rnyrtur á heimili sínu. Sex menn komu heim til hans og eftir að liafa kallað forsætis- ráðheri’an til dyra á tal við sig, tóku þeir hann og héldu honum föstum, meðan einn lét skotin dynja í höfuð honum. Nafn forsætisráðherrans var Tsuoyshi Inukai. Hann var 77 ára. Morðingjarnir voru fas- cistar, sem óðir vilja ná völd- um í Japan. Þennan sama dag gerðu þeir mikið uppþot í borg- inni, óku í bílum um bæinn og skutu með byssum og hentu sprengikúlum að stjórnar- byggingum og bönkum og hróp- uðu um bætur á stjórnarfari. Sprengikúlurnar voru litlar og gerðu enga stórskaða. Frh. á 5 bls.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.