Heimskringla - 25.05.1932, Side 4

Heimskringla - 25.05.1932, Side 4
4 BLAÐSÍDA HEIMSKRINCLA WINNIPEG 25. MAÍ 1932. Hcimakríngla (Stofnuð 1886) Kemur út á hverjum miðvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsími: 86 537 Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn borgist fyrirfram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. Ráðsmaður TH. PETURSSON 853 Sargent Ave., Winnipeg Manager THE VIKING PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFÁN EINARSSON Vtanáskrift til ritstjórans: BDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg. “Heimskringla” is publíshed by and printed by The Viking Press Ltd. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. Telephone: 86 537 WINNIPEG 25. MAÍ 1932. NEMENDASJÓÐUR. 1 íslenzku vikublöðunum síðustu, var getið um'að stjórn Canada hefði veitt ís landi allríflegan nemendasjóð, sem minn- ingargjöf um 1000 ára afmæli Alþingis. Erum vér þess fullvissir, að Vestur-íslend- ingum er minningargjöf þessi mjög hug- þekk, og að þeir eru kjörlandi sínu þakk- látir fyrir vikið. Þeim rennur blóðið enn svo til skyidunnar, eða þorra þeirra, að þeir fagna því einlæglega, er ættjörðinni hlotnast hagur einhver eða sæmd frá öðrum þjóðum. En þeim er þetta enn meira fagnaðarefni að þessu sinni, vegna þess að í hlut á sú þjóðin, er þeir hafa kosið sér að vera brot af, og unna sem hver annar sannur þegn landsins. Vestur-íslendingum gat því frá fleiri en einu sjónarmiði, ekki á sama staðið hver afdrif yrðu þessa máls, er hafið var fyrir nærri þrem árum, um það, að Can- ada sæmdi ísland minningargjöf. Var það og oft í ijós látið, af þeim Vestur-íslend- ingum, er 1000 ára afmælishátíð Alþingis sóttu 1930, er vestur komu, að það hefði þeim eitt þótt rniður, sem þegnum þessa lands, að svo hefði virzt sem Canada væri harla fáskiftið um fagnaðarhátíð þessa, sem hlutfallslega fleiri þegnar hennar, en nokkurs annars lands, sóttu þó og glöddust hjartanlega af, þar eð það hefði ekki borið fram á hátíðinni neina minn- ingargjöf, sem aðrar þjóðir, sem varan- lega vottaði ísienzku þjóðinni fagnaðar- þátttöku Canada og aðdáun á hinum ó- viðjafnanlega sögu- og menningar-við- burði, stofnun fyrsta lýðræðis-þings í heiminum. En sem betur fer, hefir nú úr þessu veríð bætt, svo Vestur-íslendingar mega vel við una og vera þakklátir fyrir öllum þeim, er þar hafa átt hlut að verki, svo sem bæði fyrverandi og núverandi for- sætisráðherrum Canada og fleirum, er fréttin í síðustu biöðum af málinu nefnir í því sambandi. En jafnframt því virðist oss þó, að Þjóðræknisfélagi Vestur-íslendinga og heimfararnefnd þess beri sérstakt þakk- læti fyrir hve farsællega og ánægjulega ráðist hefir fram úr þessu máli. Þjóð- ræknisfélagið hefir starfað uppihaldslaust að framkvæmdum þess, hefir fundið bæði þingmenn og stjórn iðulega að máli, auk breíaskrifta og annara upplýsinga, sem rauðsynlegt var að veita, til þess að mál- inu yrði hrundið í ákjósanlegt horf. Og með síðustu för fulltrúa þess, þeirra dr. Kðgnvaldar Péturssonar og Árna fast- eignasala Eggertssonar á fund forsætis- ráðherra R. B. Bennett, var málið til end- anlegra lykta leitt. Er oss til efs, að svo væn komið, ef Þjóðræknisfélagið hefði ekki beitt sér fyrir málið. HVAÐ Á AD KALLA ÞAÐ? “Þessi grein er áreiðanlega skrifuð af presti," sagði maður við oss, sem var að ijúka við að lesa ritstjórnargreinina í síðasta Lögbergi, þar sem verið er að gera kjósendum grein fyrir, hvernig á samein- ingu Liberal og Brckenflokksins stendur. “Og því þá það?” spurðum vér. “Lestu, rnaður, lestu!” svaraði maður- inn. Já, vér gerðum það. Og vér urðum þess vísari, að Brackenstjómin eigi að vera hafin yfir alla flokkapólitík, og til- boð hennar um samvinnu við aðra flokka hafi af þeim göfugmannlegu hvötum ver- ið sprottið, að hún líti svo á, að á þessum tímum beri öllum flokkum að taka hönd- um saman um bjargráð fylkisins. Vér höfðum lesið eitthvað svipað þessu áður í blaðinu Free Press, um það leyti, sem því var lýst yfir, hvenær kosning- arnar færu fram í þessu fylki. Það virðist því sem þetta eigi að vera fyrsta sporið sem liberalar og Brackenlýðurinn stígur í kosningabardaganum, að sannfæra kjós- endur um, að þessi bræðingsflokkur hafi tii orðið af hreinum hvötum. Þetta er glæný kenning hjá liberal blöðunum. Hvenær hefir Lögberg lagt flokksmálin á hilluna í fylkiskosningum hér áður? Aldrei. Blöðum þessum er meira að segja ofraun, að ljúka við þessar greinar um þessa háfleygu hugsjón, án þess, að ráðast þar fullum fetum á and- stæðingaflokka sína, þjóðmegunarflokk- inn og verkamannaflokkinn. Við fyrstu sjálfsprófunina á einlægni þeirra í þessu máli, gægist því úlfurinn undan sauðar- gærunni. Og það er ekkert annað en það, sem kjósendur áttu von á. Hvernig geta nokk- urn veginn sjáandi menn lagt annan skiin ing í það, en að Bracken sé að beita kosningaöngulinn með því, að bjóða lib- erölum hverja ráðgjafastöðuna af ann- ari, og meira að segja að lofa þeim þvi, að fjöiga eða búa til nýjar ráðherrastöð- ur fyrir þá, ef þeir vilji styðja sig í þess- um kosningum. Hvernig sem bræðings-/ flokkurinn lítur á þetta, hefir almenning- ur ávalt á það litið sem auðvirðilegustu “verzlun’’ nokkurrar stjórnar; og það er jafnvel nú þegar að verða að argasta hneyksli í augum manna, ekki sízt eftir að Campbell, leiðtogi liberala, sem ekki vildi á öngulinn bíta hjá Bracken, hefir flett skýlunni ofan af framferði Bracken- stjórnarinnar í sambandi við þessa sam- steypu flokkanna. í orðabók Sigfúsar Blöndals er þessi þýðing gefin á orðinu “bræðingur’’ í póli- tískum skilningi: Nafn sem andstæðingar gáfu samsteypuflokki, sem eitt sinn var myndaður á Alþingi. Árangurinn af starfi þessa samsteypuflokks, var lagauppkast, er kallað var “grútur”! Ætii að það megi ekki þessum nöfnum nefna hvatirnar, og árangurinn væntanT lega af Bracken-liberal samsteypunni í Manitoba? “HÁBORIN SKÖMM”. Það er haft eftir verkamálaráðherra Manitoba, Hon. W. R. Clubb, að hér í fylkinu hefði verið hægt að koma 2000 einhleypum mönnum niður hjá bændum í vinnu yfir mánuðina maí og júní, ef sambandsstjórnin hefði viljað styðja nokkuð að því. Og blaðið Free Press, er fréttina grípur glóðvolga, segir skeyt- ingarleysi sambandsstjórnarinnar í þessu atvinnubóta-máli vera “háborna skömm”. Hugmyndin, sem í þessu atvinnubóta- áformi felst, er sú, að koma einhleypum atvinnulausum mönnum fyrir hjá bænd- um úti í sveitum, með því að greiða bónd anum $5 á mánuði fyrir manninn, og hin- um atvinnulausa aðra $5 á mánuði hverj- um. Frá því í desember í haust og til loka aprílmánaðar, var 1500 einhleypum mönnum með þessu móti fundin atvinna, ef atvinnu skyldi kalla, að vinna kaup- laust og verða meira að segja að greiða $10 á mánuði með sér. En sambands- stjórnin hefir nú borið þenna kostnaö fyllilega að sínu leyti sa-mt sem áður, og ríflega það, eins og allan annan atvinnu- leysiskostnað. En svar er ekki komið frá sambandsstjórninni viðvíkjandi spurningu um það frá Hon. W. R. Clubb, hvort styrk þenna verði haldið áfram að veita yfir sumarmánuðina, sem þó líklegast verður haldið áfram, hvernig sem stjórnin og fleiri kunna á það að líta. En er það ekki heldur djúpt tekið í árinni hjá blaðinu Free Press, eða Clubb, hvort; heldur sem orðin á, að segja að sambandsstjórnin hafi gert sér “háborna skömm ’, með aðgerðaleysi sínu í styrk- veitingum til atvinnulausra manna? Geta þau með fullum rétti fleygt öðru eins framan í skynbæra menn í þessu fylki, án þess að blygðast sín og roðna fyrir það? Hver er sannleikurinn í þessu máli. Allur styrkurinn, sem veittur hefir verið til þess að bæta úr atvinnuleysinu í þessu fylki, nemur 6 miljónum dala. Hefir sam- bandsstjórnin yfirleitt greitt helming hans. Hún hefir ekki veitt nema einn þriðja, að vísu til verka, sem tilheyrðu annaðhvort fylkinu eða bænum, en hún hefir einnig sjálf haft störf með höndum, sem jafna það upp. Af öllum þeim kostn- aði, sem samfara hefir verið veitingu til framfærslu eingöngu, eða án vinnu, hef- ir sambandsstjórnin borið helminginn. Það má því segja, að hún hafi yfirleitt séð fyrir helmingi alls kostnaðar við at- vinnuleysis fjárveitingar í Manitoba- fylki. Ennfremur á hiin upptökin að öllum störfum, sem ráðist hefir verið í með það fyrir augum, að efla atvinnu. Þetta fylki hefir ekki að fyrra bragði hafist handa á nokkuru starfi í þá átt. Það hefir meira að segja hætt við að láta vinna þau verk, er fylkisþingið ákvað ári áður að veita fé til, ef ske kynni að hægt væri með atvinnuleysið yfirvofandi að vopni, aðr þröngva sambandsstjórnnni til að greiða það fé fyrir sig! — Æði miklu fremur, mættu bæði hr. Clubb og blað- ið Free Press þetta “háborna skömm” kalla, heldur en gerðir forsætisráðherra Canada í atvinnuleysismálinu. En með þessu er þó ekki alt sagt. Sam- bandsstjórnin hefir lagt fram 3 miljónir dala sjálf til atvinnubóta, eða helming alls fjárins, sem í því skyni hefir verið veitt. En hvað er með hinn helminginn? Hefir Manitobáfylki lagt hann fram? Það var meiningin, að það og bæimir eða sveitirnar gerðu það. En hvað skeð- ur? Sambandsstjórnin verður einnig að lána Manitoba þann helminginn, sem það og sveitirnar áttu að leggja fram til at- vinnumálanna, en sjálft hefir fylkið ekki lagt fram einn einasta eyri til atvinnu- bóta ennþá! Það hefir fengið féð, sem það og sveitirnar þurftu að leggja fram að sínum hlut, alt frá sambandsstjórn- ,inni. Og þessa lánskuld alla færir Brack- enstjórnin til skuldar á innstæðureikning fylkisins, en ekki rekstursreikning árs- ins, svo að þó tekjuhalli Brackenstjórn- arinnar væri hroðalegur s.l. ár, og ár- ferðinu og atvinnuleysinu sé um kent, þá er sannleikurinn sá, að Manitobafylki er ekki farið að eyða einum eyri ennþá af árstekjum sínum til atvinnubóta, svo tekjuhalli þess — svo gífurlegur sem hann er — er ekki að minsta leyti því að kenna. .Með því að færa lán þetta til skuldar á innstæðureikning fylkisins, þarf heldur ekki að óttast, að Brackenstjórn- in greiði það nokkurntíma. Það verður framtíðinni falið. Það mesta sem á kom- andi ári er hugsanlegt að af skuld þessari verði borgað, eru vextir. En verði Brack- enstjómin áfram við völd, er þess ekki einu sinni að vænta, því að hún myndi heldur taka nýtt lán til þess að greiða þá vexti, heldur en að takmarka kostnaðinn við stjórnarreksturinn að nokkru leyti. Það gerir Brackenstjórninni auðsjáanega ekkert til, þótt bætt sé við fylkisskuldina árlega. Um stefnu hennar í því efni er ekki að villast, því skuldin hefir nú á ekki fullum þremur árum hækkað um 26 miljónir, eða er nú orðin 105 miljónir dala, þó hún fyrir rúmum tveimur ár- um væri innan við 80 miljónir. Með þessi áminstu sannindi um at- vinnuleysismálið fyrir augum sér, má það í meira lagi ófyrirleitið kalla af Mr. Clubb, að vera að rægja áambandsstjómina fyr- ir framkomu hennar í því máli. En svo vissi maður það nú fyr, að hr. Clubb er ófyrirleitinn, því vita má hann það, að ekki eru allir búnir að gleyma því, að hann varð þess vegna að segja upp stöðu sinni sem ráðherra héraa um árið, er hann tók að verzla með auðlindir fylkis- ins við sjálfan sig og Winnipeg Electric félagið. En að ensku dagblöðin héma, skuli ekki enn hafa getað viðurkent sannleik- ann um það, að það er einmitt Bennett- stjórnin, en ekki Brackenstjórnin, sem fjármunalega hefir borið kostnað þess, sem hér hefir verið aðhafst til atvinnu- bóta í öllum skilningi, það kastar ænð svörtum skugga á andlega handleiðslu þeirra í málum fylkisbúa. GAMALT OG NÝTT. Nokkrar vísur eftir K. N. stolnar úr bréfi til kunningja hans í Winnipeg. I. Árið 1922, 14 .nóvember, andaðist í Calgary, Alberta, rithöfundurinn og blaða- maðurinn Robert C. Edwards, þingmaður. Hann stofnaði fyrst blað, er hann nefndi “Free Lance”, en var seinna nefnt “The Eye Opener”, óvægið í garð allra ofríkis- og ofstækismanna. Hann var af öllum, er hann þektu, talinn ágætismaður, en sætti þó bæði ofsóknum og ádeilum, fyrir óvægni í orðum og meinfyndni, sem “sóma”-mönnunum kom oft miður vel. Við andlát hans fluttu blöðin lofgreinar um hann, og jarðarför hans fór fram með hinni mestu viðhöfn á forlag hins opinbera. Var við- statt útför hans flest stór- menni Albertafylkis. Stephan G. Stephansson þekti til Edwards og hafði miklar mætur á honum, líkti honum við vin sinn K. N., enda svipaði þeim saman í sjón og ýmsu fleiru. Lofgreinarnar um Ed- wards ásamt mynd af úthafn- ingu hans, kistu hans, er þak- in var blómsveigum og hvíldi á öxl sex hermanna, klipti Steph- an úr Albertablöðunum og sendi K. N. með þessari vísu: Verða ár þau ekki fá, Efalaus eg vona, Unz þér Garðar gangi frá, Gamli vinur, svona. 25.—11.—22 K. N. þakkaði sendinguna og svaraði: Það sem eg í þakkir fæ, Þegar hætti að kveða, Einhver dregur aldið hræ Út á mykjusleða. 1. des. ’22. II. Þessa vísu orti K. N. í vetur og kallaði “Maðurinn, sem eg sá í speglinum”: Hans er lundin ljúf of trygg, í lófunum þó hann hafi sigg, Maðurinn líkist helzt eg hygg, Hunda-dogg og svína-pigg. III. Þá varð þessi vísa til fyrir skömmu. Kona ein hafði orð á því við K. N., að hann hefði haft helzt til mikil kynni af Bakkusi, og gat þess um leið, að ef þau hefðu verið minni, hefði K. N. getað valið um kvon fang. K. N. svaraði: Verndarengillinn. Mér gamli Bakkus gaf að smakka Gæðin beztu, öl og vín. Honum á eg það að þakka, Að þú ert ekki konan mín. ÁFENGI OG ÁFENGISLÖG- GJÖF. Eftir G. Árnason. Eftirfarandi ritgerð er að miklu leyti samin eftir bók, er kom út í fyrra í hinu ágæta Home University safni, og heit- ir Liquor Control. Bókin er eftir prófessor George E. G. Catlin, kennara í stjórnfræði við Cor- nell háskólann í Bandaríkjun- um, og meðlim Central Control Board, Liquor Traffic, 1915— 1918. Ef til vill finst einhverjum það vera að bera í bakkafullan lækinn, að rita um áfengi og á- fengislöggjöf, jafnmikið og um það er rætt, einkum nú, þegar afnám bannlaganna er ofarlega á baugi, þar sem þau hafa kom- ist á og eru enn við lýði. En margt af því, sem sagt er bæði með og móti bannlögum, er öfgakent. En það eru einmitt öfgarnar, sem eru endurteknar hugsunarlaust, sem hleypa of- urkappi í menn og ralda því, að flestir ganga með rangar hugmyndir í mörgum málum, se.m þeim væri nauðsynlegt að bera sæmilega gott skyn á. — Hér er talað um áfengið og nautn þess frá vísindalegu sjón- armiði, en hvorki með hita né kæruleysi, eins og oft á sér stað, þegar bannmenn og bann- fjendur eru að tala um það. I. Sögulegt yfirlit. Noikun áfengra di-ykkja er æfa-gamall siður meðal allra þjóða, sem komist hafa á það menningarstig, að rækta kora- tegundir. Og jafnvel meðal hirðingjaþjóða, Tartara o. fl. hefir geita- og meramjólk, sem látin hefir verið gerast, veriS notuð sem áfengi. Aftur á móti hafa m.jög frumstæðar þjóðir, W. DODDS / ÍKIDNEY 5Í087 THE I fullan aldarfjórðung hafa Dodd’s nýrna pillur verið hin viðurkenndui meðul við bakverk, gigt og blöðm sjúkdómum, og hinum mörgu kvilla, er stafa frá veikluðum nýrum. — Þter eru til sölu í öllum lyfjabúð- um á 50c askjan eða 6 öskjur fyrir $2.50. Panta má þær beint frái Dodds Medicine Company, Ltd., Tor- onto, Ont., og senda andvirðið þang- að. svo sem frumbyggjar Ástralíu, Papúar, eyjarskeggjar á And- aman eyjunum og Indíánar í Suður-Ameríku, ekki kunnað að búa til áfengi. Það er haldiS að síðari steinaldarmenn í Ev- rópu hafi búið til geraða drykki úr berjasafa. Á sumum Kyrra- hafseyjunum er búið til áfengi úr rótum, á þann hátt, að kon- ur eru látnar tyggja ræturnar og spýta maukinu út úr sér í ker, þar sem það er látið standa unz það gerist. Nú á dögum er áfengi búið fil úr flestum korn- tegundum og ávöxtum, svo senr byggi, rúgi, vínberjum, eplum, kartöflum, maís, hrísgrjónum og hunangi. Þótt áfengi hafi verið búið til um 30,000 ár eða Iengur, þá var ekki farið að búa til eimda drykki (þ; e. sterkt áfengi, sem búið er til með eimingu, distil- lation) fyr en á þrettándu öld, svo menn viti til. Voru það Ar- abar, sem fundu upp aðferðina til þess. Orðið Alcohol (al koh’l) er arabískt orð, sem upp- runalega þýddi duft, sem notað var til að sverta augabrýrnar, en færðist síðan yfir á eimt áfengi. Raymondus Lullus, sem uppi var á 14. öld, getur um brent vín og nefnir það ultima consalatio corporis humani (stærstu huggun mannlegs lík- ama). Og Arnaldus Willanova- nus, frakkneskur fræðimaður, dáinn 1311, gaf þvi naíitiið aqua vitae (lífsins vatn, áka- víti). En lögu síðar nefndi Vol- tair það eau de mort (vatn dauðans). Ofdrykkja mun aldrei hafa verið almenn fyr en eftir að þessi uppgötvun var gerð; en þá var þess heldur ekki langt að bíða, að hún breiddist út. Á miðöldunum voru oft sett lög til þess að sporna við henni. Til dæmis var það í lög sett í Lundúnum 1285, að vínkrár máttu ekki vera opnar eftir að kvöldklukku (curfew) hafði ver ið hringt. Árið 1607 voru lög sett á Englandi til þess að bæla niður þá ljótu og við- bjóðslegu synd ofdrykkjunnar”. Jakob fyrsti, sem þá var kon- ungur á Englandi, var sjálfur mjög drykkfeldur maður, en vildi samt draga úr áfengis- nautn þegna sinna. Hann reyndí líka að koma í veg fyrir þann “andstyggilega sið”, eins og hann nefndi hann, að reykja tóbak. Mjög mikil ofdrykkja átti sér stað á Englandi á 17. og 18. öld, og voru oft sett lög til þess að sporna við henni, en öll reyndust þau árangurs- laus. f sumum vínsöluhúsum var siður að hafa autt herbergi á bak við veitingastofuna, þar sem menn gátu sofið úr sér vimuna. Lágu þeir þar á hálmi á gólfinu, bæði konur og karl- ar, því algengt var að konur drykkju á þeim tímum. — Var stundum auglýst að menn gætu orðið dauðadmknir fyrir lítil- ræði og að bæli f hálminum kostaði ekki neitt. Venjulega var tekð'mjög vægt á glæpum, sem framdir voru í ölæði. Þann ig er t. d. sagt frá því í tíma- riti einu enskn “Gentleman's

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.