Heimskringla - 25.05.1932, Blaðsíða 8

Heimskringla - 25.05.1932, Blaðsíða 8
8 BLAÐSÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 25. MAÍ 1932. Urvals fatnaður KARLMANNA á hinu sanngjarnasta verSi bíður yðar í verzlun— Humphries Ltd. 223 Portage Ave. við Liggett’s hjá Notre Danie FJÆR OG NÆR. ■ Séra Ragnar E. Kvaran flytur guðsþjcnustur á sunnudaginn kemar, þann 29. maí, á eftir- fylgjandi stöðum: Riverton kl. 11 f. h. Gimli kl. 3 e. h. Árborg kl. 7 e. h. Verða þetta síðustu guðs- þjónustur hans um all-langt skeið á þessum stöðum, með því að hann verður fjarverandi meiri hluta sumars. ¥ * * Haraldur Björnsson, að Win- nipegosis, Man., druknaði s. 1. mánudag. Hann var á báti með öðrum manni, Jóni Skagford, að vitja neta. Um 10 mílur und an landi hvolfdi bátnum. Voru báðir mennirnir vel syndir. En áður en Jón vissi af, var Har- aldur horfinn. Jón komst lífs af, en lík Haraldar hefir ekki fundist. Haraldur var ógiftur, 35 ára að aldri. * * * Drengur nefndur Harold John son, frá Riverton, Man., var fluttur á sjúkrahús í Winnipeg s. 1. mánudag. Hafði hann orðið fyrir skoti er óviljandi reið af byssu bróður hans. Bræðurnir voru að veiðum skamt frá heim- ili sínu, er slys þetta skeði. — Enda þótt meiðslið sé talsvert, segja læknar að það sé ekki hættulegt, og að Harold líði vonum betur. * * * Barnakerra til sölu á mjög lágu verði, í Ste. 8 Ivanhoe Block, Wellington Ave. * * ¥ Borgarstjóri R. H. Webb hef- ir verið tilnefndur sem þing- mannsefni í fylkiskosningun- um í Manitoba fyrir Assiniboia kjördæmið. Sendið gluggutjöldin yður til viðurkendrar hreingemingastofn unar, er verkið vinnur á vægu verði PBBI-Inssjaimdry “Verkhagast og vinnulægnast” 55, 59 PEARL STKF.ET SIMI 22 818 Frá Saskatoon er blaðinu skrifað, að þessir fslendingar hafi nýlega lokið prófi við há- skólann í Saskatoon: Alvin Johnson frá Limerick, með hæstu einkunn er nokkur hlaut í verkfræði deildinni. — Hann tók B. Sc. stígið í prakt- ískri verkfræði með sérstöku lofi og hlaut námsskeið Engin- eering Institute of Canada. Richard H. Tallman, frá Wyn yard, tók B. A. stígið. — Hann fékk lof fyrir reiknings kunn- áttu og gullmedalíu háskólans. Thomas J. Árnason frá Moz- art, tók M. Sc. stígið. Hann hef- ir mjög skarað fram úr í líf- ræði (Biology) við háskólann. Hulda Fanney Blöndahl frá Vynyard, tók B. A. stígið. Robert Johnson frá Limerick var hæstur í bekk þriðja árið í verkfræði og hlaut námsskeið. * * * Jón Fríman, frá Winnipeg, mágur Björgvins tónskálds Guð | mundssonar, lagði af stað til | íslands í morgun. Hann býst | við að setjast að heima á ís- landi. Jón er einhleypur maður, j ættaður úr Norður-Þingeyjar- sýslu, og hefir dvalið vestra um langt skeið. * * * íslendingur í þjónustu London lífsábyrgðarfélagsins. Frank Fredrickson, íþrótta- kappinn, sem allir íslendingar kannast við, og áður var starfs maður Monarch lífsábyrgðar- félagsins, hefir nú boðist staða hjá London lífsábyrgðarfélag- inu. Mr. Fredrickson er svo vel þektur í hópi íslendinga, að það nægir hér að láta þá vita, hvar hann sé að hitta, er á viðskift- um þeim þurfa að halda, sem hann hefir með höndum. Hann nýtur svo eindregins trausts og álits hjá þeim, að þeir munu fúsir til hans leita. Skrifa má honum á ensku eða íslenzku. Hann er að hitta á skrifstofu London Life Insurance Co., í Lindsay Building, Winnipeg. Um hundrað mana hafa verið drepnir og fleiri hundruð særó- ir. í fréttum sem bárust yfir helgina er þess getið að ó- spektunum sé ekki líkt því lokið og að götubardagar séu enn tíðir. S. 1. laugardag reyndu Hindúar að brenna upp must- eri eitt- fyrir Múhameðstrúar- mönnum, en Bretar fengu af- stýrt því. Voru 40 Hindúar hneftir í fangelsi er í því tpku þátt. DAVID CAMPBELL LEIÐTOGI LIBERALA. David Campbell, K.C. er borg- arstjóri í St. Boniface. Hann hefir nú verið tilnefndur sem þingmannsefni liberala í bæn- um St. Boniface í komandi fylkiskosningum. En s.l. mið- vikudag var hann auk þess valinn á fjölmennum fundi í Winnipeg, fyrir leiðtoga þeirra liberala, sem ekki þýðast sam- vinnu við Brackenflokkinn. Á fundinum mintist einn ræðumanna á a,ð reynt mundi verða af Bracken að bjóða leið- toga þessa flokks ráðherra- stöðu innan 24 klukkustunda frá kosningu hans. Svaraði Mr. Campbell því þannig, að naum- ast mundi svo langan tíma þurfa til að taka, því til sín hefði komið maður frá forsæt- isráðh. Bracken og boðið sér ráðgjafastöðu, með því að fylla hans flokk, um leið og þeir hefðu kvisað að hann yrði kjör inn leiðtogi. Þetta var s.l. viku. “Var þá komið á skrifstofu mína,” segir Mr. Campbell, “og félaga mínum þar sagt að til- kynna mér, að eg gæti átt vísa ráðherrastöðu í Brackenráðu- neytinu, ef eg gerðist þeirra flokksmaður. J. T. Thorson, K. C. var boðberinn. Síðan þetta var birt, skal þess getið, að Mr. Thorson hef- ir neitað að hafa rekið þetta erindi og telur Campbell fara með staðleysu. W. Sanford Evans, John T. Haig og W. V. Tobias hafa ver- ið tilnefndir af hálfu þjóðmeg- unarflokksins sem þingmanns- efni í fylkiskosningunum í Manitoba. ♦ ROSE THEATRE ♦ I I ♦ É THUR., FRI., MAY 2....-27 RONALíD CÖLMAN In “Arrowsmith” AVith HELE\ HAYES Cartonn SAT., MON., MAY 28-30 X Marks the Spot With IiKW CODY, SALLY BLANE VVALLACE FORD MARY NOLAN, FRED KOHLER A«1«I<‘(1: Cartoon $ I 1 ♦ ♦ $ ♦ I Messugerð flytur G. P. John- son sunnudaginn 29. maí, kl. 3 e. h., í G. T. húsinu við Sar- gent. Umræðuefni: Hið nauð- synlegasta málefni þjóðanna. — Allir velkomnir. * * * G. P. Johnson biður þess get ið að heimilisfang sitt sé nú 696 Victor St., Winnipeg. ÓSPEKTIR Á INDLANDI í Bombay á Indlandi urðu óeirðir miklar s. I. viku milli Hindúa og Múhameðstrúar- manna. Það var í þeim hluta bæjarins, er Bretar búa ekki í. Var steinum og öllu sem hönd á festi kastað og eldur lagður í nokkur hús, er brunnu upp til agna. Hélt þessu á- fram nokkra daga áður en Bretar gátu skakkað leiklnn. ÁRSÞING Hins Sameinaða Kirkjufélags verður sett á Lundar föstudaginn 3. júní 1932, kl. 4 síðdegis. Þess er vænst að allir söfnuðir sendi fulltrúa á þingiö. Samkvæmt lögum félagsins hefir hver söfnuð- ur heimild til að senda tvo fulltrúa fyrir 100 safnaðar- limi eða færri, en einn að auki fyrir hverja 50 safnað- arlimi, eða brot af því, sem þar er fram yfir. Auk afgeiðslu þeirra mála, sem lögð verða fyrir þingið, munu tveir fyrirlestrar verða fluttir á þinginu, af séra Benjamín Krstjánssyni og dr. Rögnvaldi Péturs- syni. Ennfemur mun fara fram vígsla á kirkju safnaö- arins á Lundar. í sambandi við þingið heldur Samband Kvenfélag- anna ársfund sinn. Opinberir fyrirlestrar verða einnig fluttir undir umsjá Sambandsins og munu þeir nánar auglýstir síðar. Árborg 16. maí 1932. RAGNAR E. KVARAN, forseti. FRUMVARP DE VALERA SAMÞYKT Þann 19 þ. m. samþykti Dail Eireann þingið á írlandi frum- varp De Valera um að nema úr lögum hollustu-eið þingsins á írlandi til brezku krúnunnar, með 77 atkvæðum gegn 69. Auk afnáms eiðsins voru önnur allmjkijs verð atriði falin í frumvarpi De Valera En stærst þessara atriða var afnám alls í stjórnrskrá ír- lands, sem ekki er samkvæmt “brezk-írska” samningum, sem virðist í raun og veru gera út um það, að írland sé sér stjórn- arfarslega algerlega ráðandi sjálft, en yfirráð Bretlands í stjórnmálum séu úr sögunni. Bardaginn um frumvarpið og ýms atriði þess varð afar harður í þinginu. En með styrk verkamannaflokksins ,var frum- varpið þó samþykt með átta atkvæða meiri hluta. SEINASTA UPPFINNING EDISONS. Það er mælt að Edison hafi, skömmu áður en hann dó, gert nýja uppgötvun, sem hafa muni stórkostlega breytingu á bóka- útgáfu í för með sér. Upp- finningin er í því fólgin að gera bækur úr stálþynnum. Fann Edison ráð til þess að fletja stál svo út, að það yrði þynnra held- ur en pappír — meira að segja svo þunt, að 40,000 síða bók yrði ekki þykkri en 3 þumlung- ar. Stálið er mörgum sinnum endingarbetra og þrifalegra heldur en pappír og má vera að innan skamms fari að koma á markaðinn bækur úr stáli. ZAMORA OG BETLARAR. Um páskana er vanalega mik- ið um dýrðir á Spáni, stórkost- legar messugjörðir og alls konar “seremóníur”. Það var venja að konungshjónin “lítillækkuðu sig’’ á páskadaginn með því að bjóða 12 betlurum til hallar- innar, og í viðurvist hirðarinn- ar að þjóna þeim þar til borðs og þvo síðan fætur þeirra. Ka- þólska kirkjan skoraði nú á Zamora forseta að halda uppi þessum sið, en hann þvemeitaði og kvaðst ekki vilja taka þátt í slíkum skrípaleik. “SKUGGA-SVEINN BIÐUR AÐ HEILSA.” Laugardagskvöldið þann 9. apríl síðastliðinn var hvert sæti skipað í City Hall Auditorium í Blaine, til að horfa á hinn góð fræga leik “Skugga-Svein”. — Þessar línur eru ritaðar fyrir hönd leikendanna til að þakka fyrir ágætar viðtökur. Ekki að- eins var leikurinn ágætlega sótt ur af ■ Blainebúum, heldur kom einnig fjöldi af íslendingum frá Point Roberts. Fyrir þessa góðu aðsókn eru leikendurnir mjög þakklátir, og einnig fyrir það hve ágætlega áhorfendur tóku tilraunum þeirra til að skemta. Þó er þeim minnisstæðust hin framúrskarandi gestrisni, sem þeir nutu í Blaine. Ekki að- eins voru allir hýstir ókeypis, útilegumenn, embættismenn og bændur og vinnuhjú — alt án nokkurs manngreinarálits — heldur höfðu einnig nokkrar konur úr Fríkirkjusöfnuði út- búið rausnarlega máltíð í sam- komusal kirkjunnar kl. 5 síð- degis handa öllum leikendunum og fylgiliði þeirra. Og fyrir alt þetta þágu þær enga borgun. íslenzk rausn og höfðingsskap- ur lifir enn í Blaine. Um þetta geta “útilegumennimir” frá Se- attle vitnað. Fyrir utan alt þetta aðstoð- aði séra Friðrik A. Friðriksson og fleiri góðir menn, flokkinn á ýmsan hátt við undirbúning leiksins. Fyrir alt þetta þakk- ar leikflokkurinn hjartanlega. Einn maður er enn, sem flokkurinn stendur í sérstakri þakklætisskuld við. En það er Mr. Stephan Grandy, sem mál- aði leiktjöldin. Stephan er ung- ur listmálari og bera Skugga- Sveins tjöldin vitni um hagleik hans og listgáfu, enda létu á- horfendur óspart í ljós ánægju sína með lófataki í hvert sinn sem nýtt tjald kom í ljós, og þökkuðu þannig listamanninum fyrir þá unun, sem í því felst fyrir hvern sannan íslending, að hvíla augun við íslenzka fjallasýn og lifa upp aftur í minningunni gamlar tíðir við brjóst “landsins helga". Leik- flokkinum er það fyllilega ljóst, að án aðstoðar Mr. Grandy hefði sýningin verið ómöguleg. Fyrir þessa aðstoð verður aldrei ofþakkað, og óskar flokkurinn þessum efnilega listamanni allra heilla í framtíðinni. 1 umboði leikendanna, A. E. Kristjánsson. BRÉF TIL HKR. Los Angeles, 16. maí 1932. Virðulegi ritstj. Hkr.! Hér með þakka eg þér kær- lega fyrir að hafa birt athuga- semd rnína við ritgerð B. Magn- ússonar. Og eg sá einnig að þú hafðir lagað málfæri mitt á sumum stöðum. Héðan er ekkert að rrétta, nema óvanalega kalda veðráttu eftir því sem hér er vanalegt. John C. Porter, borgarstjór- inn hér, féll eða fékk afsagnar- áskorun eða vantraustsyfirlýs- ingu (re-call). Svo fóru kosn- ingar þessu viðvíkjandi fram 3. þ. m., en þær féllu þannig, að Pórter var kosinn á ný til að út- enda tímabil sitt, með miklum meirihluta atkvæða, á móti tveim öðrum er sóttu um stöð- | una. 1 Ekki veit eg hvemig þér! geðjast að þessu litla kvæði mínu, er eg sendi þér hér með, hvort þér virðist að nota það í blað þitt eða ekki. Líklega fyr ir einhverja galla, er þú finn- ur á því. Ekki hefi eg enn orð- ið var við að blöðin ykkar hafi birt kvæði um kvikmyndir, að t eg til viti, svo að því leyti er þetta kvæði frumlegt. Þetta er þá alt að þessu sinni. Með beztu óskum, Þinn vin, Erl. Johnson. * Kvæðið birtist síðar. BRÉF TIL HEIMSKRINGLU. Washington Island, 17. maí, 1932. Ritstj. Heimskringlu. Kæri herra! Grein mín um lát Hannesar Johnson yngri var skrifuð í flýti og var of stutt, og því ó- ljós, sem vel getur gert mis- skilning. Vil eg því biðja yður svo vel gera að taka þessar línur í blað yðar, sem líklega getur lagað misskilning ef nokk ur er. Þegar foreldrar Hannesar komu til eyjarinjiar, keyptu þau land skamt frá okkar heimili, og þegar að því kom gengu drengirnir í skóla okkar með okkar börnum, hvorki okkar né önnur börn komust í gegn- um skólann á þeim árum. Við vorum allir fátækir þegar við lentum, og þurftum því að láta börnin hjálpa. Mun slíkt líklega hafa brunnið við annarsstaðar. Hannes giftist eins og sagt var og fluttist til norðurhluta eyjarinnar, og fiskuðu þeir bræður með föður sínum, og eftir það sá eg lítið af Hann- esi. Þess vegna sagði eg í grein- inni, að þeir sem bezt þektu Hannes, nefnilega nábúar hans þar, gæfu honum þann vitnis- burð að hann væri góður dreng ur etc. Hannes Johnson eldri liggur rúmfastur ennþá. Stundum von ar hann, að hann máske geti komist úr rúminu þegar hitnar í veörinu. Mér er Ijúft að geta sagt honum gegnum Heims- kringlu, að hinn látni sonur hans hafi ávalt komið fram sem góður drengur og nýtur maður, alla þá tíð er eg hafði þekt hann, og hefi eg aldrei heyrt aðra gefa honum öðru- vísi vitnisburð. Yðar með vinsemd og virð- ingu. A. Guðmundsson. FAWCETT OFURSTI Er hann enn á lífi. Fyrir sjö árum fór enskur ofursti, Fawcett að nafni, inn í frumskóga Brasilíu í rannsókn- arför. Hafði hann heyrt, að flokkur hvítra Indíána hefðist þar við, og Indíánar segja að þar langt inni í landi hafi staðið vagga mannkynsins. í þessum leiðangri hvarf Fawcett ofursti og hefir ekkert spurst til hans síðan og hafa allir talið liann af fyrir löngu, nema kona hans. Hún hefir alt af verið viss um það, að hann muni vera á lífi. Og nú kemur sú ótrúlega fregn að þetta muni vera rétt. Svissneskur veiðimaður Stephan Rattin að hafni, er nýlega kom- inn úr langri veiðiför frá hinum ókunnu héruðum lengst inni í Brasilíu. Þar kvaðst hann hafa hitt Indíánaflokk og meðal hans hefði verið hvítur maður, sem ekki gæti verið neinn annar en Fawcett ofursti. Indíánar tóku Rattin vel, bentu honum á ým- iss sjaldgæf dýr, og gáfu hon- um nesti til heimferðar. En þeir urðu jafnan fokreiðir ef Rattin reyndi að ná tali af hvíta mannnum, og tókst honum það því aldrei. Nú hefir verið gerður út leið- angur til þess að leita að Faw- cett, og er fyrir honum kunn- MESSUR OG FUNDIR f kirkju Sambandssafnaðar Messur: — á hverjum sunnudegi kl. 7. e. h. Safnaðarnefndin: Fundir 2. og 4. fimtudagskveld í hverjum mánuði. Hjálpamefndin. Fundir fyrsta mánudagskveld í hverjum mánuði. Kvenfélagið: Fundir annan þriðju- dag hvers mánaðar, kl. 8 að kveldinu. Söngflokkurinn. Æfingar á hverju fimtudagskveldi. Sunnudagaskólinn: — A hverjum sunnudegi, kl. 11 f. h. ur landkönnuður í Suður-Ame- ríku, Dyott að nafni. —Mbl. Vinurinn: “Mér sýnist þú vera í þungu skapi í dag.” Gyðingurinn: “Eg hefi líka fulla ástæðu til að vera það. Konan mín varð svo hættulega veik um daginn að eg þorði ekki annað en taka dýrasta og besta lækninn í bænum til að stunda hana.” Vinurinn: “Batnar henni þá ekki?’” Gyðingurinn: “Jú, henni batn aði strax og er nú alveg stál- hraust, svo þessum miklu pen- ingum til læknisins er fleygt út til einskis gagns. Læknir- inn, ef hann er nokkur læknir, hefði átt að sjá það strax hvert henni mundi batna eða ekki og getað sparað mér öll þessi útgjöld.” * * * Einn þriðji mannsæfinnar gengur í það, að hugsa um hvað maður ,í rauninni vanti að öðlast. Annar þriðji hluturinn gengur í það, að afla þess, og síðasti hluti æfinnar gengur í það, að hugsa um hvernig mað- ur eigi að hagnýta sér það, sem maður hefir öðlast. Rafkældur ísskápur sparar peninga með þvi að vama eyðilegginu á mat. Hann er einnig heilsu- vernd fyrir fjölskylduna gegn skemdri fæðu. Komið inn i Hydro sýningar- stofuna og skoðið þar skápana, eða símið 848 134 og uniboðs- maður vor kemur heim til yðar. SEM.JA MA UM VÆGAB AFBORGANIR Myndin að ofan svnir hinn nýja GENERAL ÉLECTRIC IS-SKAP CARL THORLAKSON úrsmiður 627 Sargent Ave., Winnipeg Sími: 27 117. Heima 24 141 J. A. JOHANNSON Carage and Reparr Service Banning and Sargent Sími 33573 Heima sími 87136 Expert Repair and Complete Garage Service Gas, Oils, Extras, Tires, Batteries, Etc. Cfhj ofWnmfpeá ilkctrícr 55-59 ’ pimnces*w*T.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.