Heimskringla - 29.06.1932, Síða 1

Heimskringla - 29.06.1932, Síða 1
AMAZINC NEWS PHONE 37 266 DRESSES | Any kind Af Beautifully M JÍ’ Dry Cleaned Perítís MEN! YOUR CHANCE b.^iisuitS--, Dry Cleaned / KL * * * # Service and Smartly Pressed phopíe 3? 206 Peritís XLVI. ÁRGANGUR. WTNNIPEG MIÐVTKUDAGINN 29. JÚNÍ 1932 NÚMER 40 SILFURBRÚÐKAUP AFVOPNUNAR-TILLAGA HOOVERS. Nú um hríð hafa stjórnmál- in verið svo ofarlega á baugi í dagblöðunum, að það hefir gleymst eða fallið í þagnargildi að geta þess, sem farið hefir fram á kyrlátari stöðum, svo sem eins og þegar menn hafa lcomið saman til að gleðja sig með kunningjum sínum í tilefni af heimilisatburðum, sem að vísu marka ekki nein tímamót í sögu alþjóðar, en eru þó mikils virði í einstaklings líf- inu. Miðvikudaginn þann 11 maí síðast liðinn, safnaðist saman í samkomusal Sambandskirkju í Winnipeg, mikill hópur manna, af vinum og kunningjum víðs- vegar að, bæði úr borginni og utan af landi til þess að sam- fagna á silfurbrúðkaupsdegi J>eirra ágætu hjóna Mr. og Mrs. Kristján Stefánsson, 581 Alver- stone St. og til þess að þakka J>eim fyrir samferð liðinna ára og óska þeim allrar blessunar i framtíðinni. Séra Guðmundur Ámason, Oak Point stýrði hófi þessu af mikilli snilð og prýði eins og honum er lagið og skorti þar hvorki rausnarlegar veit- ingar eða mikil ræðu höld. Margir vinir og kunningjar heið- ursgestanna tóku til máls, svo sem prestur safnaðarins séra Benjamín Krstjánsson, sem flutti þeim ávarp og þakkarorð frá safnaðarins hálfu fyrir dyggilegt starf í þágu kirkjunn- ar. Því næst talaði Mr. Berg- sveinn Long og minntist á á- gæta starfsemi þeirra innan Góðtemplarareglunnar og rak síðan hver ræðan aðra frá kunn ingjum og vinum, 3em allir höfðu hina sömu sögu að seaia bæði frá gamalli og nýrri tíð, að Mr. og Mrs. K. Stefánsson, hefði ávalt verið í flokki þeirra tryggu og drenglyndu félags- manna, sem öllum er ávinning- ur að að kynnast og eiga að vinum, enda komu vinsældir þeirra glöggt í Ijós af því marsr- menni sem þarna var saman komið, og voru þó færri við- staddir en vildu af kunningjum þeirra. Þeir sem tóku til máls aðrir en að framan getur voru Mrs. Oddfríður Johnsson, Berg- þór E. Johnson kaupmaður, Mr. og Mrs. Gísli Johnson, Mr og Mrs. Friðrik Swanson og Lúð- vik Kristjánsson sem flutti brúð hjónunum og börnum þeirra heilla óskir í bundnu máli. Á milil ræðuhaldanna voru sungnir ísl. söngvar. Er menn höfðu skemt sér þannig hið bezta um stund afhenti séra Guðm. Árnason silfurbrúðhjón unum ofurlitla minningjargjöf og var það silfurborðbúnaður, sem hann bað þau að þiggja og vel að njóta, sem vináttu votl frá þeim, sem þarna voru sam- ankomnir og elnníg afhenti1 hann þeim fagran standlampa og stóra silfurkörfu fulla af blómum sem gjöf frá börn>”" þeirra. Þakkaði silfurbrúðgum- inn með snjallri ræðu fyrir gjafir þessar, og einnig þann vináttuhug sem þeim hjónum hefði verið auðsýndur með sam- kvæminu. Að því búnu skemtu menn sér enn með söng og ræðum unz samkvæminu sleit um miðnætti. Fór það að öllu leyti hið ánægjulegasta fram og gengu allir þaðan ríkari af bróðurlegum minningum. Viðstaddur. Síðastliðinn miðvikudag lagði Hoover forseti Bandaríkjanna tillögu fyrir alþjóðafundinn, er stendur yfir í Genf, um stríðs- skaðabætur, um það að allar þjóðir heimsins minkuðu her sinn um þriðjung. Kvað hann það spara fé, er næmi 10 til 15 biljónum dala á næstu 10 ár- um. í tillögunni felst m. a.: Afnám allra hertanka og tilbúnings eiturgass, að minka landher um einn þriðja. Afnám loftbáta- hernaðar og sprenginga úr loft- inu. Að minka herskipastólinn um einn þriðja. Einnig tölu kafbáta um sama, að því við- bættu, að engin þjóð skyldi eiga fleiri kafbáta en svo, að smálestatala þeirra væri innan við 35,000. Hvort þjóðirnar, sem Alþjóða- sambandinu tilheyra, sinna þessu nokkuð alvarlega, er eft- ir að vita. En hjá því komast þær ekki að íhuga tillöguna, >ví svo mikið hafa Bandaríkin látið á sér heyra, að á undir- tektum og afgreiðslu þessa máls hvíldi málið um eftirgjöf stríðs- skuldanna. En um það mál er Evrópuþjóðunum að minsta kosti ant, vegna þess, að ann- að er ekki sjáanlegt en að þær séu að þrotum komnar með að halda uppi greiðslu á þeim. En gefist þær upp við það, bíður )eirra algert fjármálahrun, sem ekki er hægt að segja, hvað i för með sér hefir fyrír þær. Um leið og tillögurnar komu fyrir fundinn, tóku Frakkar strax að spyrja um, hvar trygg- ing Frakklands kæmi til greina þessum tillögum. Leyndi það sér ekki, að þeir eru þessu máli mótfallnir. Og umræður fundarins hafa síðan snúist um eftirgjöf á stríðsskaðabótunum. en ekki sjálfri stríðsskuldinni. En frekari fréttir er ekv; af þessu að segja sem stendur. JAPAN Á MÓTI i Fanganýlendu er nú verið að AFVOPNUN HOOVERS tala um að stofna á DArcy Is- land í grend við Victoria í B. Araki, hermálaráðgjafi Jap- ans, er á móti tillögu Hoovers forseta um að þjóðirnar mínki herútbúnað sinn að einum þriðja. Hann segðr hugmynd- ina ekki framkvæmanlega vegna þess, að svo ólíkt standi á fyrir þjóðum heimsins, að ekki sé hægt fyrir þær allar að mínka herútbúnað sinn jafnt, eða að einum þriðja. Hann kveður það geta orðið einni þjóð til happs, en annari til mjög alvarlegs óhapp, ef þeirri reglu yrði fylgt. NAUTGRIPASALA TIL ENGLANDS Skýrslur sambandsstjórnar- innar frá ársbyrjun til 9 júní 1932, sýna að gripasala til Eng- lands er að fara í vöxt. Síð- ustu viku þessa tímabils voru 1008 gripir sendir frá Canada til Englands. Hefir þá Bretland keypt frá ársbyrjun 7,567 gripi. Er það 1,049 gripum fleira en á sama tímabili árið 1931. BRÚ MILLI SJÁLANDS OG FALSTUR Brú hafa Danir ákveðið að byggja milli eyjanna Sjálands og Falstur. Er hún mannvirki mikið, um hálfa þriðju mílu á lengd og kostar um $10,000,- 000. Brezkt félag, Doitnan Lang að nafni, hefir verkið með höndum. Er sagt að um 26,000 ton af stáli þurfi til brúarinnar, sem búið verður til í Englandi og er ætlað, að vinnulaun við tilbúning þess nemi þrem milj- ónum dala. Kruppsfélagið bauð í verkið, en Bretar hlutu það. ÓBLfÐAR VIÐTÖKUR pílagrímarnir sem Eucharista fundinn sóttu til írlands, og getið var um í síðasta blaði, hafa átt heldur óblíðum við- tökum að fagna á Norður-tr- landi. Eftir veizlu höldin á Suður- írlandi, brugðu hinir kaþólsku sér til Norður-írlands. En þang að voru þeir ekki fyr komnir, en menn og konur í hundraða tali söfnuðust saman á járn- brautastöðvunum og létu yfir þá dynja bæði hrakyrði og grjót hríð. Átti lögreglan fult í fangi með að varna því, að pílagrím- arnir yrðu limlestir eða drepn- ir. Og nokkrir þeirra meiddust af grjótkasti. Hvar sem járnbrautalestir fóru með þá um landið, dundi grjóthríðin á vögnunum. Lest- ar-gluggar voru brotnir í tuga tali. Lauri kardináli hafði ákveðið að skreppa til viss bæjar í Norður-írlandi, en er nú hik andi við, jafnvel þó stjórn Norð- ur-írlands hafi heitið honum vernd lögreglusveitar frá því er hann stígur yfir landamærin og er aftur komin suður fyrir þau. Norður-trlandi hefir auðvtiað fundið sig móðgað með fram- ferði de Valera-stjórnarinnar, að bjóða ekki konungsfulltrúa til Eucharista-veizlunnar og láta draga niður brezka flakkið á gistihöllinni, sem veizlan var í. SALA SVÍNAKJÖTS TIL ÚTLANDA Sala á svínakjöti (bacon og ham) frá Canada til útlanda, hefir aukist stórum á fyrsta fjórðungi þessa yfirstandandi árs, samkvæmt skýrslum frá Ottawa. Um 7,752,000 pund hafa seld verið, en á fyrstu þrem mánuðum ársins 1931 nam hún aðeins 2,013,000 pund- um. Salan hefir því aukist um 285 prósent! Vikuna sem endaði 10 júní, var verð svína- kjóts (bacon) frá 54 til 58 shilling á Bretlandi fyrir hver hundrað pund (stórt hundrað long cwt.). Að gæðum hefir aðeins svínakjöt frá írlandi tek- ið því ofurlítið fram. C. fyrir Doukhsborana í Canada sem í fangelsi hafa verið hneft- ir fyrir að ganga naktir á al- fara vegum. Þeir eru alls um 300. * * * ítalskur flugmaður flaug ný- lega 430 mílur á klukkustund og hefir enginn áður flogið svo hratt. Met í hraðflugi var áður 408 mílur á kl.st. og hafði Eng- lendingur sett það. Viðurkenn- ingu hlaut ítalinn samt ekki fyrir þetta afreksverk sitt vegna þess að honum varð sú skyssa á við lendinguna að hálfbrjóta flugbátinn. En efi var ekki á að hann flaug eins hratt og hann sagði. * * * mannafulltrúar, sem kosningu hafa nú þegar náð í Winnipeg og St. Boniface, ætla allir norð ur til Le Pas til þess að vinna með flokksmanni sínum á móti Bracken fram að kosningu. KEMUR CHAPLIN TIL ÍSLANDS Heyrst hefir að Chaplin muni ætla að koma hingað í sumar, og fylgir sögunni að hann sé búinn að tryggja sér herV»o*.o,i í gistihúsi hér (þrjú eða fjögur tasins, því hann láti æfinlega stafinn sinn vera í einu her- bergi og stóru skóna í öðru). Fyrir liðlega mánuði lá Chaplin á spítala austur á Java' *•- veikti1|t þar á för kijþigum hnöttinn. Alþbl. okkur útvarpa okkar?’’ jazz-músíkinnl —Lesb. Mbl. PÓSTUR ÚR BRÉFI. ÝMSAR FRÉTTIR. Ákveðið er nú að Irland sendi fulltrúa á samveldisfundinn í Ottawa. Þeir sem með umboð de Valera stjórnarinnar fara eru varaforseti framkvæmdar ráðsins, Sean T. O’Kelly; verð- ur hann formaður sendiráðsins. Annar ráðgjafi de Valera, er kemur, er Sean Lamars, iðn- aðarmálaráðgjafi. Alls verða fulltrúarnir 23 frá írlandi. * * * Nýlega samþykti efrimálstofa Bandaríkjanna $2,300,000,000. (tvær biljónir og þrjú hundruð miljónir) veitingu til aðstoðar bæði bjargarlausum mönnum og til eflingar atvinnu. Hálfri biljón af þessu fé verður varið til ýmsra verka, er stjórnin ætl- ar að láta vinna með það bein- línis í huga, að ráða bætur á atvinnuleysinu. Þetta mun vera fyrsta veiting stjórnarinnar í sambandi við atvinnuleysið. Jarlinn af Egemont kvað vera á leiðinni til Canada og er talið eins líklegt að hann setjist að í Alberta. Hann er alinn þar upp , en fór mo!* " ur sínum árið 1929 til Eng- lands, til þess að taka þar við jarlstign og eignum er hann erfði. Faðir hans dó nýlega og Frederick Percival, svo heitir hinn ungi jarl, kvað nú vilja selja höll sína í Englandi. Er sagt að hvorki hann né faðir hans hafi kunnað við sig í Englandi. Þessi ellefti jarl af Egmont er 18 ára. * * * Það er eftirtektarvert við síð- ustu kosningar, að svo mikill meirihluti þingsæta, sem Brac- kenflokkurinn hlaut, eru at- kvæðin, sem flokkinum voru greidd, aðeins 85 þúsund, en atkvæði þjóðmegunarflokksins voru 80 þúsund. Þetta er nú all- ur munurinn á fylgi^ flokkanna eða fylgi við stefnur þeirra. * * * Mr. Major, dómsmálaráðherra var kosinn eftir 17. talningu. Mr. McDiarmid og Mr. May- bank við 24. talningu. Það gekk ekki þrautalaust að fá þessa Brackenflokks'menn kosna. * * * Allir Brackenflokksmenn i Winnipeg, bæði kosnir og ekki kosnir, fengu til samans jafn- mörg atkvæði og W. Sanford Evans einn við fyrstu talningu. * * * Um 3000 bifreiðaeigendur í Manitoba, er sagt að ætli ekki að nota bifreiðar sínar á þessu ári, vegna skattanna, sem hlað- ið er á þær, og á gasolíuna. * * * Fjármálaráðherra Bracken- stjórnarinnar, Hon. E. A. Mc Pherson, K. C., sem kosningu tapaði í Portage La Prairie, sækir um kosningu í Ruperts Land kjördæminu. Ætti honum að ganga greiðara þar en Portage, því sætið hlýtur hann gagnsóknarlaust. Þjóðmegunar flokkurinn hefir álitið það ótil- hlýðilegt, að vera að sækja í þessum tveim kjördæmum, sem kosningu var frestað í, úr því sem komið er. Það gerir hon- um hvorki til né frá, hvort hann vinnur þau þingsæti eða ekki. * * * Stjórnarformaður Manitoba, Hon. John Bracken, leggur af stað norður til Le Pas í dag, til þess að tala við kjósendur í kjördæmi sínu. Kosningin fer fram 14. júlí. Gagnsækjandi hans er fulltrúaefni verka- manna, H. E. Maulson að nafni. Gera verkamenn sér miklar vonir um að ná þessu þingsæti úr höndum Brackens. Að minsta kosti á ekki á liði sínu að liggja til þess, því þeir 5 verka- ÁLFT RÆÐST Á BARN. í gærdag voru nokkur börn að leika sér í garðinum við Tjörnina. Kom þá ein álftin og réðist á eitt barnið, 4 ára dreng, og vildi draga hann út í Tjörn. Systir drengsins 9 ára togaði á móti, og gekk sv^ ’«»• stund, unz maður kom börn- unum til hjálpar. — Alþbl. fSLENZKA ÚTVARPIÐ í frönskum eyrum. Leifur Sigfússon hefir nýlega sent blaðinu til birtingar eftir- farandi grein, er hann hefir þýtt úr frönsku blaði: “Bandið, sem bylgjulengdin er merkt á færist til; raddir heyrast hver á fætur annari; þær tala frönsku, ensku þýsku, ítölsku; maður kannast við þær; maður kannast jafnvel við þær sem tala tjekknesku, pólsku og rómönsku, þær eru orðnar okkur kunnar. Hér heyrist Róm, Bratislava, Lang- enberg, Daventry og Eiffelturn- inn. En hvaðan kemur þessi bi>*- hæga, dálítið þunglyndislega rödd, sem talar með algerlega óþektum hreim? Bylgjulengdin: 1200. Við skulum leita í töfl- unni. 1200. Reykjavík? Hvar skyldi sú stöð vera? Getur það verið? .... Og þó, það er ein- mitt höfuðborgin á fslandi. Það er ísland, sem talar við okkur með þessari blíðu, með þessari rólegu rödd. Hvað segir hún? Hver veit það? Hver getur skilið það hér í Evrópu, nema þá þeir, sem búa í Danmörku og Noregf? Hvern ávarpar þessi rödd? Á eyju þessari, sem liggur þarna ein og afskekt, nærri því norður undir pólnum eru 100,000 íbúar, búa þeir á víð og dreif um þetta hrjóstuga land og er meiri hluti þeirra fátækur. Móttökutækin eru sjaldgæf, mjög sjaldgæf, það liggur í augum uppi; og hlust endurnir í Evrópu skilja ekk- ert. — Þeir skilja ekkert, en samt sem áður eru það ýmsir, sem verða hugsandi, þegar þeir fara að hlusta; því þessi rödd sem kemur svo langt að, berst tii eyrna okkar gegnum ísþok- urnar, þessi feimnislega rödd sem talar á óskiljanlegri tungu — hún hrífur okkur. Hún virðist segja: “Við viljum ekki vera einangruð”. Og því næst birtir hún okkur að þarna langt í burtu eru að minsta kosti nokkrir menn, sem hlusta Evrópu, menn, sem bergmál radda okkar, bergmál hugsana okkar berst til. En hvernig skyldi þeim vera Churchill, Man., 16. júní, 1932. -----Ferðalagið hingað norð- ur í v'or gekk heldur skrikkj- ótt. Eins og til stóð áttum við að koma hingað að kvöldi þess 15. maí. En í stað þess urðum við að snúa aftur um 80 míl- ur hér fyrir sunnan, því sand- urinn hafði þar flætt undan teinunum ,svo ekki varð lengra komist. Var þar snúið aftur til 412. mílu, sem er réttar 100 mílur frá Churchill. Hjá 412. mílu vorum við um nóttina. En næsta dag var farið á smá- gasvögnum alla leið. En þá var komið frost, og var því æði kalt að sitja á litjum opnum flat- vagni í nærri fjórar klukku- stundir, enda voru sumir farn- ir að slá takt með tönnunum við dúnkið í vélinni, þegar hálfa leið var komið, og rétt þesslegir að Bardal væri óhætt að tala við þá, þegar komið væri alla leið. Þrír lentu á sjúkrahúsinu, en eru nú orðnir jafngóðir. — Fanst sumum, sem hér höfðu ekki komið áður, að þetta vera töluvert erfið ferð. Eigi sást neitt lifandi meðfram brautinni, utan stöku rjúpnapör, orðnar gráar ofan hálsinn með blóðrauðann kampinn, reglu- lega fallegar til að sjá þarna í eyðimörkinni. ísinn fór þann 7. þ. m., og er það það fyrsta, sem menn muna. Snjólaust er orðið nema í dýpstu giljum. Nógur hvít- fiskur og silungur eru í ánni. Veiðum silung á færi við bryggj una. Hvítfiskurinn er heldur smár, en aftur silungurinn vænni og betri til átu. Hér er fremur líflegt. Það koma inn til jafnaðar milli 50 og 60 vagnar hlaðnir hveiti á dag, og er nú komið um ein og þrír fjórðu miljón bushel af hveiti í kornhlöðuna, og ef svo heldur áfram, verður kornhlað- an full orðin um mánaðamót. En ekki kvað vera von á skipi hingað fýr en 1. ágúst. Stórt vöruhús er verið að byggja við hafnaruppfyllinguna, og Imperial Oil er að láta byggja, og “skipa-slip” á að setja hér upp í sumar. Það sem mest er umvert hér, er það, að ekkert heyrist um peningaskort eða vinnuleysi, og er það mikil bót frá því að heyra lóminn barðann í Winnipeg. Eg þarf ekki að geta þess, að mér líður vel, og svo gerir víst flestum hér. Svo bið eg að heilsa öllum. Þinn, Thor J. Brand. SAKAMÁLARANNSÓKN. og málshöfðun ákveðin gegn fsiandsbankastjórnunum fyrv. Stjórnarráðið hefir ákveðið sakamálarannsókn og málshöfð un, gegn fyrverandi forstjórum íslandsbanka fyrir stjórn þeirra á bankanum. Eins og kunnugt er hefir rannsókn farið fram af þriggja manna neefnd, og er það sú rannsókn, sem lögð er til grundvallar fyrir málshöfð- uninni. Ein af þeim sökum, sem til eru fundnar, er sú, að ef íslandsbanki hefði gert upp bú Sæmundar Halldórssonar 1925, mundi bankinn aðeins hafa tapað 200 þús. krónum, í stað þess að tapa 700 þús. kr., sem var af því að Sæmundi var lánað áfram, þó að bankastjór- amir vissu að skuldir hans væm innanbrjósta þegar þeir heyra margfaldr við eignir. Alþbl.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.