Heimskringla - 20.07.1932, Side 3

Heimskringla - 20.07.1932, Side 3
WINNIPEG 20. JÚLÍ 1932 HEIMSKRINGLA 3 BLAÐSÍÐA * Sigurdsson, Thorvaldson ltd. GENERAL MERCHANTS ÚTSÖLUMENN FYRIR IMPERIAL OIL LIMITED ROYALITE COAL OIL, PREMIER CASOLINE TRACTOR AND LUBRICATING OILS ARBORG Phone 1 RIVERTON Phone 1 HNAUSA Phone 51, Ring 14 MANITOBA — CANADA Phone 22 935 Phone 25 237 HOTEL CORONA 26 Roomi Wlth Bath Hot and Cold Water in Every Room. — $1.60 per day and up. Monthly and Weekly Rates on Request Cor. Main & Notre Dame East WINNIPEG, CANADA skrifara kirkjufélagsins ásamt fullu andvirði bókanna, og sjáí hann um að útvega bækurnar og senda þær til safnaðanna. Undirritað: Jónína Kristjánsson Emma von Renesse Tímóteus Böðvarsson G. E. Eyford. Nefndarálitið var tekið fyrir lið fyrir lið. Fyrsti liður samþyktur. Um annan lið urðu nokkrar umræður, tóku þátt í þeim Jón Kristjánsson og Mrs. Sigríður Amason. Liðurinn samþ. Þriðji liður samþ. Fjórði liður samþ. Séra Rögnv. Pétursson tal- aði um, að æskilegt væri, að stofnað yrði til sérstakrar deild- ar í Heimskr. fyrir börn og ungl inga. Mætti þar birta útdrætti úr bréfum og ritgerðum barna i sunnudagask. Um fimta lið urðu allmikiar umræður. Forseti gerði fyrir- spurn ium, hvort kvennaþingið hefði ekki komið fram með einhverjar frekari tillögur við- víkjandi sunnudagaskólamálum, sem æskilegt væri að rætt yfði um hér. Mrs. von Renesse gat um tillögur kvennasambandsins og hvers vegna fræðslumála- nefndin hefði horfið frá þeim að nokkru leyti. Taldi meðai annars óheppilegt að stofna til samkepni um verðlaun milli sunnudagaskóla, með því að örðugt gæti orðið að dæma á milli og ilt að forðast, að dóm j arnir gætu valdið sársauka hja börnunum. Mrs. Þórunn Kvar- j an taldi, að fræðslumálanefndin hefði leyst úr málinu á einfald- j ari og betri hátt en fyrir kvenna j þinginu hefði vakað og kvaðst j vera samþykk áliti hennar. Séra | R. E. Kvaran áleit, að æskilegt | gæti verið, að fá börnunum | ritgerðarefni að haustinu og eins að verja nokkrum tíma í siunnudagaskólunum til þess að kenna íslenzk sönglög. Guðm. Eyford vildi ekki að settar yrðu neinar fastar reglur um þetta á þinginu, heldur að fundur aunnudagaskólastjóranna, sem gert er ráð fyrir í nefndarálit- inu, kæmi sér saman um, hvað heppilegast sé að gera í þessum efnum. Liðurinn samþ. óbreyttur. Sjötti liður samþ. Nefndarálitið samþ. í heild sinni. Séra Benjamín Kristjánsson las eftirfylgjandi álit nefndar þeirrar, sem sett var í prests- þjónustumálið: Enda þótt prestafæð innan kirkjufélagsins sé mjög tilfin^- anleg og vér teljum það ófull- nægjandi til lengdar, að einn prestur þjóni bæði söfnuðunum { Nýja-íslandi og Vatnabygð- unum, þá teljum vér samt þær bráðaby gðarráðstaf anir, sem gerðar hafa verið um prests- þjónustu þessar safnaða af for- seta og stjórn kirkjufélagsins eftir atvi'kum heppilegar, unz kirkjufélagið og hinir einstöku söfnuðir sjá sér fært að ráða fram úr málinu á viðunanlegri hátt. Hins vegar teljum vér æski- legt, ef aðrir prestar kirkju- félagsins, sem komið geta því við, sökum nálægðar, sæi sér fært að bæta að einhverju leyti upp hina stopulu prestsþjón- ustu. Koma hér einkum tU greina söfnuðirnir í Nýja-ís- landi, sem þjónustulausir verða helming næstkomandi árs. Vild- um vér mælast til þess við kirkjuféalsgstjómina, að hún hlutaðist til um það, að þeir prestar, sem í nágrenninu búa, fiytji að minsta kosti eina guðs- þjónustu á hverjum kirkjustað, eða helzt svo margar sem hver þeirra getur við komið, í sam- ráði við hlutaðeigandi söfnuði, meðan þeir eru prestsþjóniustu- lausir, Ætlumst vér til að þessi prestsþjónusta verði söfnuðun- um að kostnaðarlausu, en að kirkjufélagið greiði ferðakostn- að prestanna samkvæmt reikn- ingi. Undirritað: Benjamín Kristjánsson K. Kernested G. M. K. Björnsson Framsögumaður gat þess, að hann hefði átt tal við þá, er til greina gæti komið að þjónuðu að einhverju leyti söfnuðunum í Nýja-íslandi í fjarveru séra R. E. Kvarans, og væru þeir allir fúsir á, að verða við þeim til- mælum, að flytja þar eins marg ar guðsþjónustur og þeir gætu við komið. Nefndarálitið var samþykt. Séra Rögnv. Pétursson las upp eftirfylgjandi álit nefndar þeirrar, sem sett var í prests- þjónustumál í framtíðinni, og gerði grein fyrir því: Með því að það er fram- tíðarskilyrði kirkjufélagsins að söfnuðir þess geti trygt sér nægilega prestsþjónustu á kom- andi tímum, og með því að fram úr því máli verður ekki greitt fyrirvara — og undirbúnings- lítið, þá leyfir nefndin sér að leggja til: 1. Að þingið feli tilvonandi stjórnarnefnd kirkjufélagsins, að leita samninga við unga og efni- lega íslenzka námsmenn, er fá- anlegir væru til þess að leggja fyrir sig guðfræðinám, um að undirbúa sig til þess starfs, og seinji um inntöku slíkra nem- enda við hina frjálslyndu guð- fræði)skóla í Bandarfkjunum, er standa í sambandi við kirkju- deild vora, svo sem Meadville guðfræðisskólann við Chicago háskólann og Harvard guð- fræðisskólann í Cambridge, Mass. 2. Að væntanleg prestaefni, auk guðfræðisnámsins, og gegn væntanlegum styrk, skuldbindi sig til að f.ullkomna sig svo í báðum málunum, ensku og ís- lenzku, að þeir geti unnið öll algeng prestsverk á þeim mál- um, og með það fyrir augum, að loknu námi hér, verji að minsta kosti einu ári til þess að fullkomna sig í íslenzkri tungu við háskóla íslands. Undirritað: Rögnv. Pétursson Gerða Kristjánsson Ágúst Eyjólfsson. Framsögumaður gat þess, að sér hefði verið bent á, að snúa KJAMMl Hljóður eg styðst fram á stafinn í kvöld og stari’ út á farinn veg. Hjörðin er inni í húsum byrgð, en heimkoman einmanaleg. Eg er að horfa’ eftir tapaðri trygð, og tómleik í huganum finn, því niður við gerðið eg gróf í dag gamla fjárhundinn minn.. Hann var aðeins kjömmótt kynblendings grey og kollurinn hærugrár. En við höfðum samleið í svalveðrum átt í síðustu fjórtán ár. Að bæta hvor öðrum brotin gull og brúa hvert einrænings haf. Því farið við höfðum svo margs á mis, sem menningin öðrum gaf. Mig sárt til hans tók, þó erfitt sé oft með öðrum að finna til. Fyrir trygð hans og kænsku eg komst oft heim úr kaldlyndum manndrápsbyl. Og við höfðum gaman að glettast í leik í göngum um haust og vor. Og fyrir hann á eg ótal mörg ógengin þreytuspor. Þó siðfáguð lýðmentun líti svo á, að sé langt milii hunds og manns, þá skildi eg oft að skapbrigði mín skinu úr augunum hans. En eg þarf ekki að óttast minn almennings dóm, því enginn mig heyrir né sér. Þó nú einhver vinslita viðkvæmnis kend vakni í brjóstinu’ á mér. C. Stefánsson. þér it t>/ nottö TIMBUR KAUPÍP AF The Empire Sash & Door Co, Ltd. BirgSir: Henry Ave. East Phone: 26 356 Skrifstofa: 5. gólfi, Bank of Hamilton VERO GÆÐI ANÆGJA mætti tillögunni við, þannig aó fá menn mentaða á íslandi og styrkja þá til náms í skólum hér eitt ár, svo þeir gætu full- komnast í enskri tungu. Jón Kristjánsson kvaðst vera því meðmæltur, að fengnir yrðu menn að heiman, með því að sérstök nauðsyn bæri til, að þeir kymni vel íslenzka tungu. Nefndarálitið var því næst samþykt. Forseti benti á, að stjórn Canada hefði af rausn mikilli veitt fjárupphæð til styrktar ís- lenzkum mönnum til náms við canadiska háskóla. Taldi hann viðeigandi, að þingið léti sig þetta mál einhverju skifta. Þá gat hann og þess, að komið hefði fram hreyfing í þá átt, að stofnsettur yrði kennarastóll í íslenzkum fræðum við fylkis- háskólann í Manitoba, og ósk- aði eftir, að þingið léti einnig í ljós álit sitt á því máli. Sam- þykt var að taka bæði þessi mál á dagskrá. Nefndir voru settar í bæði þessi mál. í námssjóðsmálið: Dr. Rögnv. Pétursson Dr. Sveinn E. Björnsson Jón Kristjánsson. í kennarastólsmáiið: Séra Benjamín Kristjánsson Séra Guðm. Árnason Elín Hall. Skýrsla féhirðis, sem nú hafði verið yfirskoðuð, var lögð fram til samþyktar, og var hún samþykt. Fundi frestað til kl. hálf-níu síðdegis. Kl. tvö eftir hádegi fór fram vígsla kirkju Sambandssafnað- arins á Lundar. Var kirkjan flutt á síðastliðnu ári, þaðan sem hún hafði áður staðið, aust- ur í bygðinni, til Lundar, og mikið endurbætt. Við vígslu- athöfnina fluttu ræður, forseti félagsins, séra Ragnar E. Kvar- an. og séra Guðmundur Árna- son. Auk þeirra tóku þátt í athöfninni, þeir dr. Rögnvald- ur Pétursson og séra Benjamín Kristjánsson. Við þetta tækifæri afhenti séra Guðm. Árnason söfnuðin- um tvo kertastjaka úr silfri, minnjngargjöf frá kvenfélag- inu Einingin, um Guðnýu sál. Guðmundsson frá Laufási, sem andaðist síðastliðið ár. Eftir guðsþjónustuna bauð kvenfélag- ið öllum viðstöddum til kaffi- drykkju í samkomuhúsinu. Þriðji fundur var settur á sunnudagskvöldið kl. hálf-níu. Fundarbók var lesin og sam- þykt. Nefndin, sem sett var í náms- sjóðsmálið, lagði fram svohljóð- andi álit: Að forseta félagsins sé falið að senda símskeyti til R. B. Bennett, forsætisráðherra Can- ada, og tjá honum þakklæti fé- lags vors, fyrir fjárveitingu stjórnarinnar til styrktarsjóðs fyrir íslenzka námsmenn við háskóla Canada, og að skeytið verði sent sem fyrst og afrit af því fært inn í fundarbókina. Undirritað: Rögnv. Pétursson Sv. E. Björnsson Jón Kristjánsson. Stuttar umræður urðu um nefndarálitið og tóku þátt í þeim dr. Rögnv. Pétursson og Guðm. Eyford. Var síðan geng- ið til atkvæða um það, og var það samþykt. Séra Benjamín Kristjánsson las upp eftirfylgjandi nefndar- álit í kennarastólsmálinu: Vér undirrituð, sem skipuð vorum til þess að gera tillögur um afstöðu kirkjufélagsins gagnvart kröfum þeim eða ósk- um, sem komið hafa fram með- al tslendinga um það, að kenn- arastóll i íslenzkum fræðum verði stofnsettur við háskólann í Manitoba, lýsum ánægju vorri yfir því að mál þetta hefir komið til umræðu, og leggjum til að stjórnarnefnd kirkjufé- lagsins sé falið á hendur, að hafa vakandi auga með öllum frekari hreyfingum, sem koma fram í þessa átt, og styðja að þessu máli, eftir því sem hún sér sér fært og tök verða á. Væntum vér þess, að almenn og einhuga sa'mtök hefjist með- al allra íslenzkra félaga í Can- ada um að sem bezt og skjót- ust úrlausn fáist í þessu máli. Undirritað: B. Kristjánsson G. Árnason Elín Hall. Nefndarálitið samþykt. Dr. Rögnv. Pétursson vakti aftur máls á umræðum, sem spunnist höfðu út af áliti fræðslumálanefndar, að því leyti sem þær snertu stofnun barna- deildar í Heimskringlu. Lagði hann til að séra Benjamín Kristjánsson væri beðinn að annast um slíka deild. Tillagan var studd af Guðm. Eyford og samþykt. Næst fór fram kosning stjóm arnefndar og hlutu þessir kosn- ingu: Forseti, séra Ragnar E. Kvar- an, endurkosinn. Varaforseti, séra Benjamin Kristjánsson, endurkosinn. Ritari, séra Guðm. Árnason, endurkosinn. Vararitari, séra Philip M. Pétursson, endurkosinn. Féhirðir, Mr. P. S. Pálsson, endurkosinn. Varaféhirðir, dr. S. E. Björns- son, endurkosinn. Umsjónarmaður skólam., Mr. Björgvin Stefánsson, endurkos- inn. Yfirskoðunarmaður, Mr. G. O. Einarsson, endurkosinn. ÓLÍKAR KYNSLÓÐIR — — OG HETJUDÝRKUN. Eftir Rutger Essén. Séra Rögnv. Pétursson gat þess, að séra Philip M. Péturs- son hefði ekki getað sótt þing- ið sökum þess, að hann hefði1 verið f jarverandi í Chicago, ’ þangað sem hann hefði farið j til þess að taka við mentastigi, j sem honum hefði verið veitt við Meadville guðfræðsskólann. Forseti flutti þínginu boð frá Sambandssöfnuði í Riverton, að söfnuðurinn byði félaginu að halda næsta þing sitt í Riv- erton. Dr. Rögnv. Pétursson lagði til, að þingið tjái River- ton söfnuði þakklæti sitt fyrir þetta rausnarlega boð, en að stjórnarnefndnni sé falið að velja staðinn. Tillgan var studd og smþykt. Forseti þakkaði fulltrúum og gestum fyrir komuna, og söfn- uðinum og kvenfélaginu fyrir viðtökurnar, lýsti þinginu slitið og bað menn að endingu að syngja “Ó, guð vors lands”. Á þessum fundi flutti dr. R. Pétursson erindi, sem hann nefndi “Hugsun og hegðun”. Vakti það eftirtekt eigi all-litla, enda vel samið og gaf tilefni til íhugunar. Nokkrar umræður urðu á eft- ir um efni erindisins, og tóku þátt í þeim séra Ragnar E. kvaran, Guðm. Eyford, séra Guðm. Ámason og Guðbr. Jör- undsson. Á mánudaginn þann 6., kl. 12 á hádegi, héldu fulltrúar og gestir þeir, sem ekki höfðu orð- ið að hverfa heim á sunnudag- inn, sökum annríkis, ásamt flestu safnaðarfólki á Lundar, í skemtiför til Oak Point. Hafði kvenfélag safnaðarins þar und- irbúið miðdegisverð í samkomu- húsi þorpsins. Að afloknum miðdegisverði fóru fram skemt- anir — stuttar ræður og söng- ur. Þessir menn tóku þar til máls: Séra Guðm. Árnason, er stýrði samkvæminu, Andrés J. Skagfeld, Stefán Scheving, dr. Rögnv. Pétursson, Guðm. Ein- arsson og Guðm. Eyford. Séra Ragnar E. Kvaran skemti á ný með söng, og lék Mrs. G. Finn- bogason frá Lundar undir, sem og í öll þau skifti sem séra Ragnar söng á þingi þessu. Almennur söngur undir stjórn Vigf. Guttormssonar, fór einn- ig fram. Að endingu talaði séra Guðm. Árnason nokkur kveðjuorð til aðkomandi fulltrúa og gesta og þakkaði þeim komuna, og sömuleiðis utan safnaðar fólki, sem hafði látið í té hjálp á ýmsan hátt. Var svo sungið “Ó, guð vors lands”, og samkvæminu slitið. GuSm. Árnason ritari. Það er víst enginn efi á því að hetjudýrkun er hverri þjóð meðfædd. Hér er því um að ráða sérstaka þjóðarþörf, sem hvert vel þroskað þjóðskipulag verður að taka tillit til á einn eður annan hátt. En þó er eins og ýmsar þjóð- ir eigi hægara með það en aðr- ar að fullnægja sjálfkrafa þess- ari þörf, því að sumar þjóðir eru þannig skapi famar, að löngun þeirra til aðdáunar er heft af óteljandi röksemdum og heilabrotum. Þannig er um sænsku þjóðina. En þýzka þjóð- in krefst yfirleitt ekki annars meira en að fá að dýrka hetjur sínar af hjartans einlægni. “Kynslóðabaráttan” er t. d. í Svíþjóð að miklu leyti tilbú- in. Að því leyti sem hún er það ekki, er hún spegilmynd af lífskjörum ófriðarþjóðanna. Hjá þeim ber mjög mikið á því, á öllum sviðum mannlífsins, hvað kynslóðirnar eru ólíkar. í Þýzkalandi, Frakkandi og Englandi, yfirleitt í öllum þeim ríkjum, sem áttu í stríði fyrir 15 árum, er þessi kynslóðaskift- ing: Kynslóð, sem er eldri en stríðið, t. d. menn, sem eru fæddir fyrir 1875, og fæstir tóku beinan þátt f stríðinu; ó- friðarkynslóðin, sem fædd er á árunum 1875 til 1900, sú sem bar hita og þunga dagsins og veit hvernig það var; og loks er kynslóðin, sem er yngri en stríðið, fædd eftir aldamót," og hjá 'henni er stríðið bemsku- minning, sem hún vill helzt af öllu gleym.a Elzta kynslóðin mótaðist af dögum Vilhjálmanna. Hugsjón- ir hennar snerust um Bismarck, Vilhjálm I., þýzka ríkið, “der deutche Gedanke in der Welt’’, þýzk vísindi og tehnik, lýðræði og þingræði. Alt þetta var þá samtvinnað í huga þjóðarinn- ar ,en kynslóðin frá þeim tíma á sára fátt eftir af aðdáunar- efnum sínum. Þess vegna er eins og hún vilji halda dauða- haldi í þau fáu, sem eWr eru, sérstaklega lýðræði og þing- ræði. Því næst á eftir keisara- veldinu, sem fór svo sorglega illa, er lýðræðis-þingræðis stjórn arfyrirkomulag bezta tryggingin fyrir heilbrigðum og hóglegum framförum. — Vissulega er þó ekki hægt að finna í þýzku þjóðarskapi að lýðræðið sé heillandi, en eitthvað verður þessi kynslóð að trúa á. Kæru- leysi er henni ekki í blóð bor- ið, en yfirleitt er hún miklu hóglátari en stríðskynslóðin og yngsta kynslóðin. Og regindjúp er staðfest á milli hennar og þeirra. Henni finst stríðskyn- slóðin alt of svæsin, og yngstu kynslóðina telur hún næstum vitskerta. Því að unga kynslóð- in viðurkennir ekki neitt af að- dáunarefnum gömlu kynslóð- arinnar, hún viðurkennir hvorki dásemdir keisarastjórnar né þingræðis-lýðstjórnar. Og það er von að gömlu kynslóðinni gremjist þetta. Að vísu huggar hún sig við það, að þetta sé aðeins æskubrek, sem muni lagast. En þar skjöplast henni áreiðanlega. Þetta er nýi tim- inn. En gamla kynslóðin getur ekki lært meira en hún hefir þegar gert. Hún hefir þó enp stalsverð áhrif í ríkinu, og stafar það Frh. á 7. bls.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.