Heimskringla


Heimskringla - 20.07.1932, Qupperneq 8

Heimskringla - 20.07.1932, Qupperneq 8
8 BLAÐSÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 20. JÚLÍ 1932 Urvals fatnaður KARLMANNA á hinu sanngjarnasta verSi bíður yðar í verzlun— Humphries Ltd. 223 Portage Ave. við IJggett’s hjá Notre Dame FJÆR OG NÆR. Séra Guðmundur Árnason messar að Lundar sunnudag- inn 24. júlí. Ferming fer einnig fram. * * * Séra Ragnar E. Kvaran flyt- ur guðsþjónustu á sunnudag- inn kemur, 24. júlí, að heimih Tryggva Anderson í Kandahar, kl. 2 e. h., og í samkomuhúsinu í Grandibygð kl. 5 e. h. Allir velkomnir. * * * Sigtryggur Sigvaldason frá Baldur, Man., kom til bæjarins um miðja s. 1. viku, með dóttur sína Kristrúnu til lækninga, er lengi hefir átt við heilsuleysi að stríða. — Mr. Sigvaldason dvaldi hér fram í vikulokin. Upp skeruhorfur kvað hann sjald- an þvílíkar verið hafa með hveiti, en spretta á fóðurkomi væri ekki neitt framúrskarandi. * * * Guðsþjónustu flytur G. P. Johnson í Templara- húsinuá Sargent Ave., sunnu- claginn 24. júlí, kl. 3 e. h. — Umræðuefni: “Líf og upprisa”. Sungið verður í hinni nýju silmabók “Sigursöngvar”. — Allir boðnir hjartanlega vel- komnir. * * * Yfir þann tíma, sem liðinn er af árinu 1932, hefir Winnipeg- borg grætt á rekstri þjóðnytja- fyrirtækja sinna $218,000. City Hydro er þar fremst með $138,- 302.50 ágóða. Þá er vatnsvirkj- un bæjarins með $74,064.53 hagnað. Næst er húsabygginga- fyrirtækið með $21,597.65 í á- góða. Aftur er gufuhitunarmið- stöðin í um 15 þúsund dollara tapi. Þessar tölur eru eftir árs- skýrslu H. C. Thompson, um- sjónarmanns fjármála bæjarins, er lögð var fram á bæjarráðs- fundi s. 1. mánudag. Öll skuld bæjarins 31. desem- ber 1931, var $65,741,779, en net skuld $9,890,529. * * * Mr. og Mrs. P. S. Pálsson lögðu af stað í vikunni sem leið vestur til Wynyard, Sask. Það- an búast þau við að halda til Calgary. Þau gerðu ráð fyrir að verða að heiman fram í iok |>essa mánaðar. 1 Islendingadags hátíðarhald fer fram að Wynyard Beach. þriðjudaginn þann 2. ágúst, og hefst kl. 12 á hádegi. Mjög vönduð skemtiskrá. Aðgangur 25 cents. Ódýr keyrsla fyrri- hluta dagsins frá búð F. Thor- ■ finnssonar. — Dans að kvóld- inu. * * * TIL SÖLU Miðstöðvarthiitunarvél, næstum eins góð og ný. Brennir við. — Hitar stórt hús. Ofninn er Nr. 50 “New Idea’’. Spyrjið um verð hjá C. Goodman & Co., Toronto og Notre Dame. ER BYGÐ Á VENUS? Amerísku stjörnfræðingamir Adams og Dunham, er starfa við stjörnurannsóknarstöðina á Mounte Wilson, hafa komist að því nýlega, að í gufuhvolfi, Venusar sé “Koldi oxyd”, en það er eht af aðalskilyrðunum fyrir því að líf þrífst hér á jörðu, að loftið er mengað þessu efni. Það er því ekki loku fyrir það skotið að Venus sé bygð lifandi verum. Þetta er í fyrsta skifti að þetta efni finst í gufuhvolfi jarðstjarnanna, og þykir það allmerkilegt, þótt á hinn bóginn muni seint full- sannað hvort líf sé þar. Áður hafa menn komist að því, að það er súrefni í guíuhvolfi Mars, en eru þó enn engu nær um það, hvort þar sé nokkur jarðargróður, hvað þá heldur æðri lífverur. Um Venus er það að segja, að nóttin er þar löng — um einn mánuður á okkar mælikvarða — og loftið verður kalt á svo langri nóttu. Mbl. MISSKILNINGUR. I Heimskringlu, sem út kom 22. júní, er bréf frá Sigurði Jó- hannssyni skáldi, þar sem hann gerir bréf frá mér, er birtist Heimskringlu, sem út kom 1. júní, að umræðuefni. Og kemst hann að þirri furðulgu niður- stöðu, að eg sé hræddur við kommúnista fyrirkomulagið, þar sem eg þó gaf í skyn að eg væri kommúnista fyrirkomulagi ókunnugur. Taldi eg flest, sem um það hefir verið skrifað, blandið ofstæki bæði með og móti, og að fæstir mundu miklu fróðari um afleiðingar þess, þar sem það hefir náð sér niðn, sem enn sem komið er er að- eins í Rússlandi. Þetta misskilur svo herra 8. J. og kallar hræðslu við stefn- una og veiki, — og blandar svo þar inn í guð- hræðslu, sem eg satt að segja hélt að væri allóskyld stefnu kommúnista. Að vísu skal eg játa, að mér hefir aldrei líkað orðið hræðsla — held helzt að sanntrúaðir menn séu ekki hræddir við guð, og orðið guðhræðsla sé frá þeirri tíð, er guð var skoðaður og kendur sem blóðþyrstur harðstjóri. Sú kenning er nú, sem betur fer, að missa gildi sitt, og fegurri guðshugmynd að festa rætur hjá sönnum trú- mönnum. Herra S. J.. hefði því frekar mátt saka mig um trúleysi, að efast um sannleikskraft hertra Páls Bjarnasonar, sem hann telur langt á undan samtíð sinni að viti, fróðleik og einurð. — Sjálfsagt hefir S. J. ekki rent grun í það, að Sánkti Páll vorra tíma, sem skrifað hefir hinn lopalega mærðarvaðal, sem höf. nefnir Sánkti Páls pistla, með undirskriftinni PéBé, séu eftir Pál Bjarnason sem eg hygg þó höfundinn vera, því í Heims- kringlu frá 25. maí er bréf frá S. Jóhannssyni, og er þar svo heppilega að orði komist um þessa pistla nýja postulans, að þeír sljóvgi frekar en skerpi vitið, — og munu margir hon- um samdóma um það. Herra S. J. segist ekki vera margorður um ráðstjómar fyr- irkomulagið, af því hann þekki það ekki, en telur þó vin sinn, P. B. færari til þess að skrifa um það. Þetta er þá það, sem okkur skilur á um. Hann trúir að alt sé eins og P. B. segir; en aftur á móti trúi eg ekki, að herra Páll Bjarnason viti mikið meira um það en eg og aðrir,: sem ekki hafa annað að styðj- ast við en einhliða sagnir of- stækisfullra ökrumara á aðra hliðina, sem öllu vilja koll- steypa án þess að gera sér grein fyrir afleiðingunum; og á hinar afskræmdu fréttir útsend ara auðvaldsins, sem ekkert láta ógert til þes sað gera alt sem tortryggilegast, sem það heldur að standi í vegi fyrir sér. Það segir sig sjálft, að hér þarf að finna milliveg. En hann er oft vandrataður, og margir sem ekki vilja sjá hann. En finna mætti þó heppilegri leið en algerða byltingu frá þjóð- ræði til einræðis, sem hver heilvita maður getur séð, að ekki verður framkvæmd með öðru móti en hryðjuverkum og ofbeldi, sem aldrei getur haft annað en ilt í för með sér. Herra S. J. segir að komm- únistar hafi að minsta kosti verið hepnir með foringja, og á hann sjálfsagt við hina rúss- nesku, því aðrir eru óreyndir. Þeir hafa að minsta kosti haft lag á að útvega sér þá foringj- ana, sem ekki hafa horft í smá- munina, og mun þar hafa ráðið meira valdagræðgi og ófyrir- leitni foringjanna sjálfra, en val fólksins. Það er enginn efi á því, að hvaða flokksforingi sem væri gæti orðið einráður með sömu aðferð og sagt er að beitt hafi verið af foringjum ráð- stjórnarinnar: að taka líf og eignir allra, sem tala eða hugsa öðruvísi en stjómin vill. Það er nú sjálfsagt farið að minka blóðbaðið, sem framið inguna, sem stórglæpa einvald- ar fyrri alda hefðu tæpast stað- ið á sporði. Og ekki trúi eg að Sigurður Jóhannsson æski eftir slíkum hamförum í Vesturlönd- um. En hafi slík aðferð verið nauðsynleg við hina þrælkuðu og marghýddu Rússa, við hverju mætti þá ekki búast að beita þyrfti við fólk, sem vant er frelsi og sjálfræði. Þetta er nú ástæðan fyrir að eg er á móti kommúnista fyrir- komulaginu, að mér er illa við alt ofbeldi, en er sannfæröur um að því verður ekki komið í kring öðruvísi. Fyrir sjálfan mig mundi litlu skifta, hvort séreignar- eða sameignarfyrir- komulagið yrði í meirihluta. — Fyrst og fremst er eg orðinn gamall og heilsan farin að bila, og annað, að eg hefi engan auð til að verja — hefi aldrei átt hann. En eg hefi altaf átt sannfæringu, og hún hefir ver- ið mér of mikils virði til þess að gleypa órökstudda skoðun annara manna, fyrir góða og gilda vöru, jafnvel þó vinir mínir hafi verið. Eg hefi reynt að skoða sem flest með eigin augum áður en eg hefi aðhylst það, og oft verið kallaður sér- vitringur fyrir bragðið. Eg skal geta þess, að eg hefi enga löngun til að seilast eft- ir herra Páli Bjarnasyni; þekki hann ekki neitt, veit ekkert um hann annað en það, að eg hefi lesið nokkur bréf frá honum, sem birt hafa verið á prenti, og sem flest hafa verið vel og skipulega skrifuð, en málefnið, sem þau hafa boðað, sett fram meira af kappi en forsjá, og ólík nokkrum bendingum um kreppuna, eftir M. J., birt í síðustu Heimskringlu, þar sem góðvild og gætni felst í hverju orði. Ef S. J. á við mig með háðs- glósum í síðustu Heimskringlu, að sumir vilji sópa öllum kom- múnistum burtu af jörðinni, þá nær það ekki til mín. Eg vU engum sópa burtu; vil heldur að reynt sé að jafna sakir, og trúi að það sé hægt, ef rétt er að farið. Eg þekki fáa komm- únista. En artur á móti þekki eg marga af hinum gætnari jafnaðarmönnum, og virði suma þeirra mikils, og óska þeim öll- um langra og farsælla lífdaga — og þar á meðal Sigurði Jó- hannssyni, sem eg hygg að hafi frekar orðið fyrir stundar- hrifning af vini sínum, en með- fæddu athyglisleysi. Þetta er orðið lengra en eg ætlaði í fyrstu, og til þess að bæta fyrir rúmið, sem þetta tekur, skal eg lýsa því yfir að þetta mál er útrætt af mér. Að endingu skal þess getið, að eg hefði skrifað þessar h'n- ur miklu fyr, hefðu ekki veik- indi tafið mig, bæði við skriftir og annað nauðsynlegra. Með einlægri virðingu, Þ. G. ísdal. Cloverdale, B. C., 12. júlí 1932. Frá fundi frjálstrúar kvenfélaga aS Lundar. (Frah. frá 5. siíu) kvenfélagið, er léti heilbrigðis- mál til sín taka, en samt væri það of margir, sem væru skiln- ingslausir á þessi efni og létu sig þau engu skifta. Benti hún á, að það væri mikið fé, sem fylkð legði fram til þess aö halda við heilbrigði fólks. Væru hjúkrunarkonur sendar út um sveitimar og auk þess hafðar “Clinics” t. d. bamamót, tann- lækningar kirtlar skornir úr hálsi. Væri þetta oft erfitt verk fyrir hjúkrunarkonurnar og skilningurinn á starfi þeirra oft af skornum skamti. Teldu sum- ir jafnvel verk þeirra fánýtt og þeim sjálfum ofæukið. Mundi það gera verkið töluvert auð- veldara, ef konumar væru sam- mála um að leiðrétta þann mis- skilning og væri t. d. mikilsvert ef þær vildu biðja hjúkrunar- konur að koma á kvenfélags- fundi og skýra þar frá störfum sínum og konurnar reyndu síð- an að aðstoða þær eftir megni. Þá tóku til máls Mrs. G. Björnsson, Riverton, Mrs. G. Árnason, Oak Point, Mrs. Guð- mundsson, Lundar, og Mrs. Gutt ormsson, Lundar. Létu þær all- ar í Ijós ánægju sína yfir þeim miklu framförum, sem væru að verða í heilbrigðismálum og hve sjálfsagt þeim fyndist að kven- félögin reyndu að aðstoða alt, sem þeim væri unt, í þessum málum. Gerði Mrs. K. Bjarna- son, Langruth, þá tillögu, er Miss. H. Thorvaldsson, River- ton, studdi, að fulltrúum væri falið að sjá um að þessu væri hrundið í framkvæmd þegar heim kæmi. \ Er mál þessi höfðu verið af- greidd var gengið til kosninga og voru þessar kosnar: Forseti — Mrs. S. E. Björnsson, Árborg Varaforseti — Mrs. J. F. Kristjánsson, Winnipeg. Skrifari — Mrs. Þórunn Kvar- an, Árborg Varaskrifari — Mrs. Jónína Kristjánsson, Winnipeg. Gjaldkeri — Mrs. G. Björnsson, Riverton. Meðráðendur: Mrs. Davíðsson, Gimli; Mrs. G. Árnason, Oak Point. Að kosningum afstöðnum var fundi frestað. Að kvöldi þessa sama dags fór fram samkoma undir um- sjón Sambandsins. Var öllum heimilt að sitja þá samkomu endurgjaldslaust. Miss R. Vídal og Mrs. E. L. Johnson fluttu þar erindi þau, sem áður hefir verið getið um, við hinn bezta orðstír. Auk þess skemti sr. R. E. Kvaran með einsöng. Þótti þetta hin ánægjulegasta sam- koma. Daginn eftir fór lokafundur- inn fram. Flutti þá Miss Aldís Magnússon skýrslu frá félaginu “Einingin’*, Lundar, og að því búnu sótti Mrs. Ingibjörg Sig- urðsson um inntöku í Samband- ið fyrir hönd þess félags. Sýndi félagið þá rausn að greiða þegar $5.00 í sjóð Sambandsins um leið. Innganga félagsins var samþykt með almennu lófataki. Um leið og forseti sleit fund- inum þakkaði hún kvenfélaginu á Lundar og söfnuðinum fyrir stórmannlegar viðtökur og af- burða gestrisni, er fulltrúar Sambandsins hefðu fengið að njóta. Wynyard, í júlí 1932. Þórunn Kvaran, skrifari. ENDURMINNINGAR Eftir Fr. GuSmundsson. Frh. frá 7, bla. dubbaði hann í, út á stræti. Nú, þegar eg kom inn, reis hann upp við dogg og rétti mér hend- ina. Hann þekti mig ekki. Eg hafði verið á 17 ári þegar hann kom seinast til foreldra minna .og því önnur 17 ár liðin, þau er breyta mönnunum mest, hvorttveggja málróm og útliti, en vel mundi hann eftir foreldr- um mínum, með þakklæti og virðingu. Nú var hann staðinn á fætur svo vel í anda og sann- leika eins og líkamlega. Mað- urinn var stórgáfaður, og líka fallegur en það var þrákelknis- legur undirsvipur á honum, sem táknar nokkurnveginn það sama á mannsandlitinu, eins og hafgállinn yfir isþökunum, sem sé það að lofa engu góðu og láta ekki undan. “Seztu þarna niður, mig langar til að segja þér ofurlitla sögu,” sagði hann. “Þú ert úr mínum sveit- um, og þekkir alt innihaldið, norðan af langanesi að austan, um Gunnólfsvíkurfjall inn á Balafell og þaðan um Flauta- fell og Viðarvíkurfjall að vest- an norður á Bakkaneshaus. Hvar sem þú komst á öllu þessu svæði og innan þessara tak- marka, þá báru heimilishætt- irnir með sér andlegu drep- sóttina, sem á mörgum öldum nýddi sjálfstraustið úr frjáls- bornum mönnum, svo þeir vog- uðu ekki framar að líta upp á jöklana í landinu, til að læra af þeim höfuðburðinn, sem kljúfa illviðrin og kuldann, og líta fyrst og ófeimnast á sól- ina þegar uppstyttir. Eg koin á orðlögðustu heimilin og rík- ismannasetrin, þar höfðu týnst og brotnað ótal hrífuti/ndar, tekið undir mjólkurær og sauð- ir drepist úr höfuðsótt, og hús- bóndinn þurfti nauðsynlega að hlaupa harðast, tala hæzt og láta verst af öllum á heimilinu svo að mesta vitleysan eins og skástu InnföUin væru innan hans takmarká, og væri hann svona, þá hafði hann einhvern- tíma útskrifast með beztu eink- un til að vera hreppstjóri eða yfirmaður sveitarlýðsins. Rétt- sýnir hugsandi menn urðu sinn- MESSUR OG FUNDIR i kirkju Sambandssafnaðar Messur: — á hverjum sunnudeei kl. 7. e. h. Safnaðamefndin: Fundir 2. og 4. fimtudagskveld i hverjum mánuði. Hjálparaefndin. Fundir fyrsta mánudagskveld í hverjum mánuði. Kvenfélagið: Fundir annan þriðju- dag hvers mánaðar, kl. 8 að kveldinu. Söngflokkurinn. Æfingar á hverju fimtudagskveldi. Sunnudagaskólinn: — A hverjum simnudegi, kl. 11 f. h. is veikir af því þeir máttu ekki koma út yfir gömlu takmörk- in nema standa öfugir í skón- um, svo tærnar sneru alt af í sömu áttina, lægju allir slóðir inn í sama öngþveitið. Eg kvaldist af kulda á vetrum og af féagsskap með hundum og rollum á sumrin. Eg hataði kærleikann sem eg hafði ekki rekist á nema í spaðbitum og blóðmörskeppum, og eg þráði út yfir fjöllin. En útþráin er innihald en ekki yfirhöfn, og flestir kjósa þó firðar líf. Og þó rambaði eg af stað, og i suður gekk eg af því sólin var þar hæst á daginn og eg bar virðingu fyrir jöklunum sem eg vissi að voru í suðurátt úr Þistilfirði, og eg var kominn inn í Heljardal en þar ruddist kær- leikurinn á mig, en fór þó vel að mér, og við urðum kunn- ingjar og eg ráðlagði honum að fara ekki nær sveitinni, svo hann yrði ekki soðinn innan um spaðbita og blóðmörskeppi. Hann sagði eg væri heimskingi, hann færi ekki nær en í hjart- að og hendina sem úthlutaði. “Hér er eg til að ala önn fyrir þessari fríðu hjörð,’’ sagðl hann og benti mér á Svanahóp á Heljarvötnum. “Líttu mað- ur á Haug og Bungu, með hvíbu hetturnar, þau kenna mér að vakna snemma og hátta seint. Hlustaðu á Jónas hinum meg- in við Heljarvatnið: Þér þekkið fold með blíðri brá og bláum tindi fjalla, svanahljómi silungsá og sælublómi valla, bröttum fossi björtum snjá og breiðum jökulskalla. Drjúpi hana blessun drottins á um daga heimsins alla.” Kærleikurinn gekk frá nestl í barmi mínum, og hann sagði að eg þyrfti ekkert að þreifa eftir því, en að eins að treysta á það, en eg markaði ekkert það sem hann sagði. Hann hlaut að vera montinn eða sjónlaus og heyrnarlaus, ann- ars hefði hann verið búinn að heimsækja mig í Flögu, þegar eg átti sem verst. Frh. Reynið kaup við Eaton Picnic Borðið FÁIÐ BENDINGAR UM FERÐANESTI Hafið þér smakkað hin nýtilreiddu hænsni? Mjólkuralin, í heilu lagi,—bökuð í leir fati—með grænum baunum, nýju carrot og sveppum. Hitið það upp í fatinu og það er hinn ljúffengasti miðdegismatur! Þetta er aðeins eitt sýnishorn af hinum mörgu að- laðandi og óalgengu matartegundum á þessu sérstaka borði. Verðið sem vitnin sýna, er óvanalega lágt. Bökuð hænsni, 65c Hleyptar hænsnabringur, 75c Macaroni og ostur, í leirkr., 25c Bakaðar baunir og svínakjöt, í leirkrukku, 25c Lítið hænsna pie, 20c Nauta steik og Dúfna Pie, 65c Nautasteik og nýma pie, 55c Langar á 5c stykkið. Mayonnaise Sósa og 8 únsu krukka 16c Soðin sósa og 8 ún3u krukka 16c Thousand Island sósa 8 únsu krukka 23c A þriðja gólfi miðju. *T. EATON C°u UMITED

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.