Heimskringla - 10.08.1932, Page 5

Heimskringla - 10.08.1932, Page 5
\ WINNIPEG 10. ÁGÚST 1932. EIMSKRINGLA 5 BLAÐSÍÐA smiðjur byrjaðar að starfa sem fossafl og hvera-hita nota við vinnureksturinn. Þá eru samgöngurnar. I stað krókóttra gatna eru komnir þolanlegir bílvegir. í stað á- burðarhesta eru nú notaðir vöru bílar. Á tveimur dögum má ferðast með bíl frá Reykjavík til Akureyrar. Bílar eru líka not- aðir í stað sporvagna í Reykja- vík og koma að hinum sömu notum. Flugvélar hafa verið notaðar og reynast vel. ís- lenzka Eimskipafélagið hefir haldið uppi stöðugum samgöng- um við önnur lönd, er borið hefir góðan árangur fyrir við- skiftalíf landsins. En hvað er svo um fólkið — íslenzku þjóði,na sjálfa? Var hún enn klædd í búning ís- lensku innflytjendanna. Var nokkuð eftir hjá henni af hreysti forfeðranna? Eg hafði oft lesið um afburða þrek landnámsmannanna fomu, festu þeirra og þolgæði. Eg vissi að það þurfti hugrekki til þess að yfirgefa Noreg og setj- ast að úti á íslandi eins og þeir gerðu. En svo lýsti það líka hugrekki hjá feðrum vorum að þeir þorðu að yfirgefa ísland og setja upp bú í nýju landi, innan um ókunnugt fólk, tal- andi framandi tungu þar sem nema þurfti að nýju, búskapar- hætti alla og vinnubrögð. En eins og forfeður vorir forðum yfirgáfu alt, sem þeir þektu og þeim var kærast, svo yfirgáfu feður vorir alt sem þeir þektu og unnu, til að gefa okkur tæki- færi—betri lífskjör—en þá virt- ist vera völ á, í gamla landinu. Þó eg þekti þessi lyndiseinkenni þjóðarinnar, gat eg samt ekki í- myndað mér hvað þeim sem heima sátu hafði tekist vel að greiða fram úr erfiðleikunum og fylgjast með framfara straumi menningarinnar. Fyrsti stórhópur landsbúa sem eg sá, kom um borð á skip- inu “Montcalm’’ til að fagna Vestur-íslendingur sem með því komu heim á Alþingishátíðina. Hér sá eg svo' mannvænlegan hóp manna að eg tel eg hafi eigi í annan tíma séð neinn slíkan. Fólk var glæsilega búið nýtisku klæðum, framkoman var prúð- mannleg og höfðingleg. Eg sá strax að hér var fólk, sem gat komið fram, sér til sæmdar hvar sem var á menningarmótum ver aldarinnar. Innflytjenda búning- urinn á íslenzku hetjunum var horfin. Myndin breyttist. 1 stað hinnar fyrri kom nú fram vel búið höfðinglegt fólk, sem átti sæti með fremstu menning- ar þjóðum heims. Þessi síðari hugmynd mín staðfestist, við betri viðkynning^ bæði á Al- þingishátíðinni og aftur í vetur er leið, meðan eg dvaldi á ís- landi í næstum tvo mánuði. Eg fann einnig að þetta vel búna, prúðmannlega og gest- risna fólk stóð ekki, að fram- takssemi og áræði, að baki forfeðrunum. Það sýndi sama kjarkinn, sömu staðfestuna og sama þróttinn. Hetjunar fornu urðu að berjast við heldur kalda og stirða náttúru landsins. Þeir höfðu hvorki tæki né þekk- ingu til að nýta sér landið til hlítar. Of mikilli orku eyddu þeir í innbyrðis ófrið og styrj- aldir. Þó fór ekki betur þegar út- lendingar komust þar til valda. Fyrir 60 árum var því ástand- ið orðið að öllu leyti eins erfitt og þegar landið fyrst bygðist. En þar að auki bættist það við, að kjarkurinn virtist þrotinn hjá all flestum. Sú kynslóð sem þá tók við og uppi hefir verið þessi síðustu 60 ár hefir sýnt að slíkt var þó aðeins sjón- hverfing. Kjarkurinn var ekki þrotin, heldur lá hann í dvala. Öll aðal einkenni víkinganna fornu voru enn við lýði. 1 stað þess að berjast innbyrðis varði þessi kynslóð öllum kröftum sínum í sigur baráttuna við náttúruöfl landsins. Vegir voru ruddir. Samgöngur við önnur lönd haf- in á íslenzkum skipum. Kíngi- kraftar náttúrunnar beizlaðir og notaðir í þarfir þjóðarinnar sjálfrar. Framfarir útlendra" þjóða voru athugaðar. Það sem við átti á íslandi var hagnýtt og fært inn í landið, — ný húsa- skipun, nýir skólar, nýir atvinnu vegir. Menningariíf veraldar- innar var gerskoðað, og alt sem nýtilegt var, flutt inn í hið nýja íslenzka þjóðlíf. Alþýða 'ís- lands er betur að sér í öllum andlegum efnum en alþýða nokkurs annars lands. Þar sést heldur engin fátækt lík þeirri sem við höfum séð hér í þessu landi síðustu árin. Ekki heldur hefir þar safnast saman á fárra manna hendur jafn mikill auður eins og safn- ast hefir hér. Það er meiri jöfnuður meðal fólks á íslandi bæði á efnislega og andlega vísu heldur en víðast hvar annar- staðar í veröldinni. tsland er ekki lengur í huga mínum land fátæktarinnar og erfiðleik- anna, heldur velliðunarinnar og miöguleikanna. Þetta er ekki einungis mín hugniynd og míp reynsla, heldur og vitnisbubður þeirra sem óhiutdrægnif hljjó'ta að teljast sökum ættar og uppruna. Konan mín, sem er af Amer- ískum ættum, og dvaldi með mér síðastliðin vetur á íslandi, var eins hrifin af íslenzku nátt- úrunni og eg. Sami var dómur hinna mörgu útlendu fræði- manna sem heim komu um Al- þingishátíðina. Eg held það sé dómur allra þeirra sem ferðast hafa til íslands og litið land og þjóð óhlutdrægum augum. Margt ber vott um vitsmuna- ríki og hugrekki þessarar kyn- slóðar pg föðurlands ást henn- ar. Til dæmis, þegar til vand- ræða virtist horfa með afkomu landsins á þessum kreppu tím- um komu stjórnmála flokkarn- ir sér saman um sameiningar stjórn til að vinna sameiginlega að velferð þjóðarinnar. Ekki hefir það ennþá tekist í Banda- ríkjunum eða Canada. Þá er líka ánægjulegt að líta ungu kynslóðina. Bezta eign hvaða þjóðar sem er, er unga fólkið þegar það er heilbrigt bæði á sál og líkama. Að það sé það á íslandi, efast engin um sem séð hefir íslenzka unglinga dansa vikivaka á Þing- völlum og heyrt þá syngja “Frai^i, fram, aldrei að víkja, fram. fram, bæði menn og fljóð.” Mjög var skemtilegt að sjá ísland og kynnast þjóðinni. Mikið skuldum við, kona mín og eg, þjóðinni fyrir þá gestrisni og þá alúð er okkur var sýnd. Aldrei hefir okkur liðið betur en þær sjö vikur sem við dvöld- um í Reykjavík. * * * íslenzka þjóðin biður að heilsa Vestur-íslendingum. Hún sér eftir okkur sem vestur flutt- umst. Hún hefir fylgst með okkur í því sem á daga vora hefir drifið og hugsar jafnan til okkar. Hún vill jafnvel fá okk- ur heim aftur. Hún myndi gera þeim sem heim kæmu góða kosti. Hún skilur samt ástæð- urnar sem knúðu foreldra vora hingað. Hún veit að erfitt myndi verða fyrir okkur flesta að flytja heim aftur. Hún skilur einnig það að afstaða okkar hér gerir okkur örðugt fyrir með að halda við öllum okkar íslenzku þjóðarháttum. Hún veit að það dugar ekki fyrir okkur að einangra okkur hér og lifa sem útlendingar. Hún gleðst við það þegar við tökum okkar þátt í þjóðlífi Canada og Bandaríkjanna og leysum okkar daglegu störf svo vel af hendi að við með því erum ættstofni okkar til sóma. Hún býst ekki við að við fáum hvarvetna hald- ið uppi sérstökum íslenzkum siðvenjum i öllm efnum. En hún vonast til þess og á það skilið af okkur að við glötum ekki þessum íslenzka dugnaði, ’rírki og staðfestu sem varð- reitt hafa þjóðina í þessi þús- I und ár og gefið henni krafta ?kki einungis í upphafi til að byggja landið, heldur og til að mdurreisa það á síðasta manns- aldrei — þeim íslenzku einkenn- um sem komið hafa okkur að svo góðu gagni í baráttu okkar í þessu landi — þeirri íslenzku menningu sem hefir gefið okk- ur skilning og þolinmæði, þegar í nauðir hefir rekið, til að sigr- ast á erfiðleikunum. Þessi ís- lenzku þjóðareinkenni ættum við að leggja, sem okkar skerf, inn i hið nýia þjóðfélag sem nú ér að myndast, með samruna allra þjóða f Bandaríkjunum og °anada. Gerum við það þá hefir okkur íslenzki arfur kom- ið að notum. Þá verður hin ís- Ienzka þjóð stolt af framkomu okkar og heiðrar minningu okkar. * * * Eg fór til íslands í þetta shm til þess að útvega leyfi handa Amerísku félagi fyrir að byggja þar flughöfn og fara daglegar flugferðir yfir land á fyrirhug- uðum ferðum milli Ameríku og Evrópu. Vel var undir það mál tekið og leyfið veitt. Nú eru byrjaðar fullnaðar rannsóknir á mögulegleika slíkra flugferða um og yfir Grænland. Eg ber engan efa á það að þær rann- sóknir munu sanna möguleg- Ieika slíkra ferða. Þá hefir Danska stjórnin skriflega lofað að veita samskonar leyfi fyrir hafnir og flugferðir um og yfir Grænland og Færeyjar. Eftir svo sem þrjú eða fjögur ár von- ast eg til að geta flogið til ís • lands með þessum fyrstu reglu- bundnu ferðum er farnar verða. Eg hlakka til þess. Þá verður ísland ekki lengur út úr skotið af alfara braut veraldar- innar heldur mitt inn á sjálfum alþjóða veginum. Það gagn, sem af því getur orðið veit eg að íslenzka þjóðin kann að hag- nýta, sér og landinu til góðs. Þá verður ekki eins örðugt að fara heim. Þá ættu samgöng- ur milli íslendinga hér og heima að aukast. Þá getum við þetur sýnt ættjörðinni hvort við höf- um varðveitt árfinn sem hún laeði okkur í skaut, hvort við höfum ávaxtað hann, með því að leggja hann inn í stofnun jjóðlífsins hér. Látum okkur strengja þess heit að við skulum haga lífi okkar og starfi svo, að við getum þá lagt þau reiknings- skil fram sem til sæmdar horfi. * ¥ * ísland sem eg hefi séð eins og í draumi í 50 ár, sé eg nú lifandi, töfrandi, dýrðlegt. Hetj- urnar sem eg sá í huga berjast hverja við aðra, er unnu líkam- leg stórvirki, eru enn lifandi, en berjast nú sigri hrósandi við öfl náttúrunnar, er þær hafa gert sér undirgefin svo að þau vinna nú veruleg kraftaverk. Eg get hugsað mér bók- mentirnar íslenzku og íslenzka menningu sem þann lifandi straum er við öll getum slökt hinn andlega þorsta okkar við. Altaf hefir mér þótt virðing að því að vera af íslenzku bergi brotin. Eg hefi verið þakklátur fyrir þann arf sem íslenzka þjóð- ernið hefir veitt mér. En eg skil nú betur en áður hvað mikil virðing er í því fólgin að vera íslendingur og hve mikils virði sá arfur er. Já, sannarlega held eg meira af Islandi nú, síðan eg kyntist því, en áður. Lengi lifi fsland. KVEÐJUORÐ Frh. frá 1. bls. út af fyrir sig laun hvers liðins dags. En þó er hann mestur þegar og á meðan að minning- arnar eru sameignar fé. Það þarf ekki að taka það fram, að kveðjan að þessu sinni er blandin þessum söknuði. Séra Benjamín og kona hans hafa eignast marga vini yfir þessi fjögur ár sem þau hafa dvalið hér. Þeir finna allir til þrautar- innar að kveðja. Verkahringur hans hefir verið víðtækur. Hann hefir starfað hér sem blaða- maður, rithöfundur og prestur. Verk hans hafa náð út til margra. Fleiri hafa átt leið með honum en hann ber nokkur kensl á. Allir bera þeir marers- konar minningar í sjóði, frá þeim samfundum og samstarfi, en skarðar nú, sökum skilnað- arins. En þó þær minningar verði skarðar hér eftir, þegar hver hlítur að njóta þeirra einn og út af fyrir sig, fellur þó eng- inn fölskvi á þær fyrir það. Þær eru og þær verða, bjartar og hreinar eins og innræti og upn- lag mannsins er sjálfs. Af minni reynslu, af því litla samverki sem eg hefi átt með honum. treysti eg mér til að segja, að þær minningar er eg hefi eign- ast með honum muni verða mér kærar, og þegar syrtir á veður- fari félagslífsins muni þær: “Fyrir gluggann minn ganga sem glaða-sólskins dagar og bera af ylgeislum yddum örvamæli fullann”. ENDURMINNINGAR. (Frh. frá 4 bls.) , i * Þetta bindi sem er 320 blað. síður að stærð kostar $1.25 og fæst hjá Ó. S. Thorgeirssyni, Viking Press Ltd., eða útgef- endanum sjálfum Friðriki Guð- mundssyni, Mozart, Sask. Allir bókhneigðir menn ættu að eignast þessa bók. Yfir þessi ár sem hann hefir starfað hér með oss hafa marg- ar breytingar gerst á högum manna, bæði ytra og innra. Við öllum þessum breytingum hefir hann brugðist mannlega og drengilega. Minnist eg þá sér- staklega verka þeirra er hann hefir unnið sem prestur þessa safnaðar. Við samkomuhöld hafa ræður hans verið lausar við þau geðbrigði og það fálm, sem auðkennir þá er eigi skynja annað en það sem á yfirborðinu gerist. Þær hafa sótt niður í djúpið, þar sem liafið er lygnt, þó boðar brjóti hið efra. Þær hafa verið sérstaklega lausar við æðru og öfga hversdags skoðananna en sótt til lífssann- indanna sjálfra sem jafnan eru söm og ein. Við skilnaðar athafnirnar hefir hann staðið styrkur og ör- uggur. Hann hefir kvatt þá vini vora aldna og unga, er frá oss hafa horfið, yfir tímans haf til hinnar ósýnilegu strandar, með alúð Og kærleika, virðulega og fagurlega, svo að héðanför reirra hefir ekki eingöngu varp að kveldskini yfir hinn hrelda huga ættingja og vandamanna, heldur og fögrum morgunroða í því efni hefir hann reynst verkefni hinnar almennu kirkju trúr. Þv; það er verkefni kirkj- unnar að gera mannlífið dýrð legt á allan hátt, í lífi og dauða að blessa og fagna komu mannanna í heiminn, leiðbeina þeím meðan þeir dvelja hér eftir þeirri þekkingu sem hún hefir yfir að ráða og að lokum, kveðja þá, er þeir fara héðan. með virðingu, vináttu og kær- leika. Prédikanir hans hafa jafnan verið sanngjarnar, viturlegar og gagnhugsaðar. Með þeini hefir hann fremur leitast við að fræða, en kenpa, í fullkomnu samraémi við stefnu hinna frjáls lyndu trúarskoðana. Það er létt verk og vandalítið að kenna, en það er ervitt verk og torsótt að fræða. Það er létt verk að lesa mönnum fyrir bönn eða boðorð og nefna í það vætti, kennisetningar fornar er lífið hefir gert mönnum ljóst að á engu eru bygðar. Það er eins og að kenna mönnum að telja. Allir geta lært að telja En það er ervitt verk að vekja hugsunina og styrkja hana svo hún ekki þreytist, þroska skiln tnginn, og skýra dómgreindina svo að menn geti verið sjálfum sér lögmál og valið sér veg til gæfu og göfgunar. En það er lífið. í einu fornriti kirkjunnar, er nefnist “Kenning hinna tólf”, stendur þessi einkennilega setn- ing: Vér nefnum trú vora veg- inn. Það var trúarskilningur- inn í þá tíð, en hann hvarf síðar og gleymdist. Séra Benjamín hefir reynt að endurvekja þenna skilning. Trúin er vegurinn. Hún er ekki eitthvað sem vér játum, hún er eitthvað sem vér fylgj- um í athöfnum vorum og lífi. Þar sem góðir menn fara, þar rif guðs vegir’’. Þar sem frjáls- ir menn fara að ávísan og í á- byrgð upplýstrar skynsemi, þar er vegurinn. En skilningurinn hefir verið allur annar síðan í fornri tíð. Vegurinn hefir ekki verið mikið arinn. Hver vill fara lítt farinn veg? Fylkingin dreifist þegar um er að velja fjölfarnari veg og betur troðinn, kýs heldur, eins og stendur í hinum foma sálmi: “að ganga umkring Zion alla vegu og telja hennar turna, taka eftir hennar múr- veggjum, ganga um hennar hallir.” Þegar troða á niður gras hleypidómanna, óspekist hin gæfa og mannelska hjörð hag- lendisins og þykir haganum spilt. Eg þarf-ekki að fara fleiri orðum um störf séra Banja- míns. Þau hafa verið unnin af alúð, af trúmensku og úieð glöggum skilningi og dreng- skap. Vér þökkum þér fyrir tau öll góði vinur, og söknum tess, að ástæðurnar skuli varna 3ví að vér getum orðið þess lengur aðnjótandi að þú starfir vor á meðal, í þarfir þeirra mál- efna, sem eru æðst og bezt og em ein eru virði æfidagsins alls. En sérstaklega vil eg flytja þér þakklæti mitt fyrir jær ánægjustundir sem fólk mitt og eg sjálfur hefi átt með að geta selt hann seinna fyrir hærra. verð. Um leið á gjald- eyrisskrifstofan að sjá um það tvent, að viðskiftajöfnuðurinn lagfærist, og að Danir kaupi fyrst og fremst vörur hjá þeim þjóðum, sem kaupa danskar vörur. Gjaldeyrisráðstafanirnar hafa verið í gildi í rúmleag 4 mán- uði. Og hver er svo árangur- inn? — Krónan hefir að mestu leyti fylgt sterl.pundinu. Vöru- kaup Dana í Englandi, þar sem þeir hafa aðalmarkaðinn fyrir landbúnaðarvörur sínar, hafa aukist, frá 15.6 milj. króna í apríl 1931 til 21.7 milj kr. í apríl 1932. Um leið hefir vöru- innflutningur frá Þýskalandi, Ameríku o. fl. löndum minkað töluvert. En verslunarjöfnuð- urinn hefir þó ekki batnað. Á mánuðunum febrúar-apríil 1931 nam vöruinnflutningur 7 niilj. kr. meira en vöruútflutningur, á mánuðunum 1932 um 14 milj. kr. Hallinn hefir þannig aukist um 7 milj. Skortur á erlendum gjaldeyri fer því stöðugt vaxandi þrátt fyrir allar gjaldeyrisráðstafanir. Gjaldeyrisskrifstofan hefir því á kveðið að takmarka vöruinn- flutninga að miklum mun á mánuðunum júní-ágúst. Verð- ur aðeins leyft að flytja inn vörur fyrir 140 milj. kr. á þess- um mánuðum, en kaupmennirn- ir höfðu sótt um leyfi til þess að flytja inn fyrir 500 milj. kr. Þessar innflutningstakmarkanir hafa vakið mikla gremju meðal innflutningskaupmanna. Við- skiftalífið lamast og kaupmenn segjast neyðast til að segja upp fjölda af starfsfólki sínu. Þar við bætist að síðustu inn- flutningstakmarkanirnar vekja mikla gremju í Englandi. Dan- ir kaupa að vísu stöðugt ensk- ar vörur öðrum fremur. En vöruinnflutningar frá Englandi ykkur, frá því fundum bar sam- verða þó takmarkaðir mánuð- an fyrir fjórum árum síðan. Eg íakka þér vináttu þína og dreng lund. Eg sakna þín héðan, en ann þó jafnframt íslandi þess að eignast þig að nýju, og njóta erka þinna er vér óskum að verði mörg'og giftudrjúg. Því er einhvernveginn svo farið, að frá því, fyrir það og til þess • negjast hugsanir vorar,—jafn- vel þeirra er búið hafa fjarvist- im við það lengstan hluta æf- innar. Fylgi ykkur heill, sæmd og heiður æfina á enda. Góða ferð. Guð blessi ykkur. R. P. um. Þetta gefur baráttunni á móti dönskum vörum í Englandi byr í seglin. Það er næstum grátbroslegt, að gjaldeyrisráðstafanir Dana hafa haft þessar afleiðingar í Englandi. Því ráðstafanirnar eru einmitt gerðar til þess að láta krónuna fylgja sterling, og >að er aftur gert til þess að geðjast Englendingum. v— Mbl. DANSKA KRÓNÁN v. * í Noregi og Svíþjóð er gjald- eyrisverslun stöðúgt frjáls. Gengi norsku og sænsku krón- unnar fer eftir útboði og eftir- spurn á peningamakaðnum. Öðru máli er að gegna í Dan- mörku. Eins og kunnugt er gerðu Danir í vetuf víðtækar ráðstafanir til þess að vernda krónuna vegna vaxandi skorts á erlendum gjaldeyri. í fyrsta lagi eru menn skyldir til að láta allan erlendan gjaldeyri af hendi við bankana fyrir það verð, sem Þjóðbankinn ákveður og skrásett er í kauphöllinni. í öðru lagi má engar vörnr flytja til Danmerkur nema meö leyfi gjaldeyrisskrifstofu Þjóð- bankans. Með þessum ráðstöfunum er frjáls gjaldeyrisverslun. í Dan- mörku afnumin. Og um leið hefir ríkið fengið ótakmarkað vald til þess að takmarka vöru- innflutninga. — Danmörk, fyrr- um fremst í flokki verslunar- frelsislanda, er þannig komin í tölu þeirra landa, þar sem við skiftahöftin eru tilfinnanlegust. Ráðstafanir þessar voru gerð- ar sumpart til þess að ki^onan fylgi sterling, sumpart í versl- unarpólitískum tilgangi. Afhend ingarskyldan gerir það að verk um, að Þjóðbankinn getur hald- ið hærra krónu gengi en annars. Hún hindrar, að menn geymi erlendan gjaleyri í þeirri von, NORÐURHVELSRANNSÓKNIR Hvernig þeim verður hagað hér á landi. Þorkell Þorkelsson veðurstofu stjóri er nýkominn heim frá út- löndum. Þangað fór hann til þess að búa sig undir að taka þátt í norðurhvels-rannsóknun- um (pólarinu). Mbl. hitti Þorkel allra snöggvast að máli og spurði hann, hvemig rannsókn- unum yrði hagað.hér á landi. Honum sagðist svo frá: —íslendingar taka ekki neinn þátt í rannsóknastöð þeirri, sem á að vera á Snæfellsjökli. Hana kosta Sviss og Danmörk. Húsið, sem þar á að reisa, er fullsmíð- að í Kaupm.höfn, og leit eg á það þegar eg var ytra. — Það er lítið, enda eiga ekki nema tveir menn að búi í því, Dani og Svissari. Húsið mun verða sent hingað í þessum mánuði, en efa samt er, hvort það verður komið á sinn stað fyrir 1. ágúst, en þá áttu rannsóknirnar á Snæfells- jökli að byrja. f— Hvaða þátt taka íslend- ingar þá í rannsóknunum? —Við ætlum að annast segul- magnsmælingar hér í Rvík. eða í grend við bæinn. Verða þær rannsóknir að fara fram þar sem ekki eru segultruflanir, vegna bílaumferðar, rafmagns- strauma o. s. frv. — Áhöld til rannsóknanna eigum við ekki, en við fáum þau léð hjá fram- kvæmdanefnd norðurhvelsrann- sóknanna. Ríkissjóðs styrkur mun ekki fást, en Menningar sjóður mun leggja fram fé til Segulmælinganna. — Mbl.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.