Heimskringla - 28.09.1932, Blaðsíða 3

Heimskringla - 28.09.1932, Blaðsíða 3
WINNIPEG 28. SEPT. 1932 HEIMSKRINGLA 3 BLADSIÐA Phone 22 935 Phone 25 23T HOTEL CORONA 26 Rooms Wlth Bath Hot and Cold Water in Every Room. — $1.50 per day and up. Monthly and Weekly Rates on Request Cor. Main & Notre Dame East WINNIPEG, CANADA rannsökuð ofan í kjölinn, mun koma í ljós, að í flestum — ef ekki öllum — héruðum landsins eru erviðleikar nú svo miklir, að til stór vandræða horfir. Verzlunarskuldir bænda eru vafalaust meiri nú en nokkru sinni áður. Þessar skuldir hafa farið vaxandi um nokkurt skeið, en mestur hefir vöxturinn orð- ið síðustu árin sakir hins stór- felda verðfalls afurðanna. Samkvæmt skýrslu forstjóra Sambands íslenzkra samvinnu- félaga voru skuldir þrjátíu og þriggja sambandskaupfélaga í árslok 1930 nokkuð á sextándu miljón króna. En forstjórinn tekur það fram, að hagur félag- anna hafi stórversnað á árinu 1931, og hafi því skuldirnar verið talsvert hærri í árslok það ár. Ekki hafa skuldirnar mink- að á yfirstandandi ári; þvert á móti munu þær enn hafa vaxið alvarlega. Þegar nú þess er gætt að í sambands kaupfélögunum eru alls um 8000 menn, margir efna kvæmt efnahagsreikningum, kr. 15,454,666.22, eða kr. 5,132,349.- 72 meiri en skuldirnar. Rétt er þó að taka það fram að gert er ráð fyrir að talsvert tap verði á skuldunum, er félögin eiga úti- standandi hjá viðskiftamönnum, og færðar eru eignamegin á efnahagsreikningunum, en til þess að jafna þann halla, verð- ur tekið af sjóðum félaganna. LAUN EMBÆTISMANNA OG RfKISÞJÓNA Á fSLANDI. Útdráttur úr Morgunblaðinu. Á síðasta þingi fluttu Fram- sóknarmenn í efri deiid frum- varp um að breyta yrði reglum þeim, er gilt hafa um dýrtíð- aruppbót embættismanna og starfsmanna ríkisins. — Sam- kvæmt frumvarpi þessu mátti dýrtíðaruppbótin aldrei verða til þess, að hækka laun fjölskyldu- manna upp úr 4000 krónum eða einhleypra upp úr 3000 kr. — Frumvarpið féll í deildinni. Lögin um laun embættis- manna eru frá 1919. í þessum lögum eru ákvæði um launa- greiðslur til einstakra embætt- ismanna og starfsmanna ríkis- ins; þar eru einnig fyrirmæli um dýrtíðaruppbótina. Svo var til litlir með lítil bú og verðlitlar | ætlast þegar launalögin voru afurðir, en vextir af verzlunar-! lögfest, að þau skyldu endur- skuldum eru nú 7 til 8 prósent,' skoðuð að 5 árum liðnum. Úr ætti hver maður að geta séð, að Þessu hefir þó aldrei orðið, bændum er það langsamlega um heldur hefir Alþingi látið sér megn að bera þessa skulda- j nægja að framlengja dýrtíðar- byrði. | uppbótina frá ári til árs. Ofan á verzlunarskuldaokið | Til eru þeir menn, sem halda bætist það, að margir bændur að laun embættismanna samkv. M r. Mammon Þú hangir á taug þeirrar máttugu mundar, sem mælirinn fyllir af kveinstöfum undar, svo vængbrotin þráin með skipreika skundar og skimar um úthafið kalt. Vítisöfl hylla þig, gumi, sem grundar að gullið sé mannlífið alt. Það lokka þig glitrandi gullstanga raðir, svo gleymirðu að hugsa um þær dýrustu kvaðir þíns sálræna anda er alheima faðir afhenti sál þinni að gjöf. Og ágirndin ber þig um tálheima traðir og trítlar loks mað þér í gröf. Og stritandi lýðinn þú kreistir og kvelur, og kúgar og pínir, en sjálfan þig elur. Á fingrum þér glögglega tíma hans telur og tutlar af kaupinu hans. Á þjóðlífsins braut ertu mannætu melur og inaðkur hvers einasta lands. Þú skreytir þig allan með falslitar fjöðrum, svo fáir þú notið þín betur hjá öðrum, sem þekkja ekki litinn á nagandi nöðrum frá nútíma sakleysi og dygð. Og hlakkar í kyrþey ef bólar á blöðrum frá beitu táls þinni og lygð. Og kærleika þekkirðu ei, svínfeiti selur, Og samúð og manndáð þú hæglega felur. Fyrir auðlegð og munað þú sál þína selur og sigrar hið jarðneska vel. En hvar sem þú flækist og gasprar og gelur, þú getur ei umflúið hel. Davíð Björnsson. hafa ráðist í dýrar byggingar á býlum sínum og margir feng- ið lán úr byggingar- og land- námssjóði. — Þegar lánadeild þessi tók til starfa voru bændur mjög hvattir til að nota hana, því að vildarkjör væru í boði. Byggingarlánin urðu þung byrði á bændum, sem stafaði sumpart af því, að lánin voru óhagstæð, og sumpart af hinu, að húsin voru höfð of stór, og voru þar af leiðandi óbærilega dýr. Því miður liggja ekki fyrir skýrslur um skuldlir bænda. En ekki mun fjarri sanni að áætla skuldirnar 4—5000 krónur að meðaltali á hvert býli. Skuldir þessar hvíla á búum, sem hafa hér um bil 80 ær að meðaltali hvert og 3—5 kýr. Þegar dilk- verðið (aðaltekjur bóndans) er komið niður í 6—8 krónur, get- ur hver maður séð að þessi skuldabyrði er bóndanum lang- samlega um megn. 1 sambandi við þetta yfirlit, sem birt var í Morgunblaðinu, hefir forstjóri Sambandls ísl. Samvinnufélaga, herra Sigurð- ur Kristinsson, gert skýringu við ummælin um yerzlunar- skuldir Sambandsins. Bendir hann á að skuldirnar séu rétt- um þriðjungi lægri en Morgun- blaðið telur, en eignir Sam- bandsins nemi um réttar 5 milj- ónir króna, ef reikna megi úti- standandi lán hjá viðskifta- mönnum innheimtanleg. Grein- argerð hans er á þessa leið: Út af um ummælum um skuldir Sambandsfélaganna í 198. tbl. Morgunblaðsins þ. á., þar sem sagt er að í skýrslu forstjóra S. í. S. séu eignir kaup félaganna í krónutali taldar nær því jafnhá upphæð og skuldirnar, vil eg biðja fyrir eft- irfarandi leiðréttingu og skýr- ingar: I samandregnum efnahags reikningi Sambandsfélaganna, sem birtur er í 27. tbl. Tím- ans þ. á., eru skuldir þeirra og eignir taldar nákvæmlega jafn- háar, eða kr. 15,632,555.34. En samkvæmt þeirri venju, sem al- staðar gildir í bókfærslu, eru meðtaldir á skuldahlið efna- hagsreikningsins allir sjóðir fé- laganna og tekjuafgangur, sam- tals kr. 5,310,238.84, og eru því hinar raunverulegu skuldir þeirra kr. 10,322,316.50, en ekki á 16. miljón. Frá eignahliðinni ber aftur á móti að draga rekst- urshalla, samtals 177,889.12, og verða þá eignir félaganna sam- launalögunum séu óhæfilega há, en það stafar af ókunnug- leik eða misskilningi. Hér skulu nefnd nokkur dæmi: Dómsforseti hæstaréttar hefir 10000 kr. og hæstaréttardómar- ar 8000 kr. Bæjarfógetar hafa byrjunarlaun 4600 kr., sýslu- menn 4200 kr., landlæknir 6000 kr., héraðslæknar, 2500, 3000 og 3500 kr., póstmálastjóri 6000 kr, landssímastjóri 5000 kr., vegamá-lastjóri 5000 kr., bisk- up 6000 kr., prófessorar við há- skólann 4500 kr., dósentar 3500 landsbókavörður, ríkisskjala- vörður og þjóðminjavörður 4500 krónur. Dýrtíðaruppbót fá embættis- menn og er nú 17;’,%, en reikn ast aldrei af hærri upphæð en 4500 kr. Dæmi þau, sem hér eru tekin eru úr hæstu launaflokkunum. Allur fjöldi starfsmann hefir miklu lægri laun. Má t. d. nefna starfsemi við póst og síma, kenn ara, bókaverði, fulltrúa og að- stoðarmenn í stjórnarráðinu o. fl. o. fl. Laun ráðherra eru ákveðin í sérstökum lögum og eru þau 10 þús. kr. Ríkinu hefir sem kunnugt er bæzt við fjöldi starfsmanna eftir að launalögin voru lögtek- in. Ríkisgjaldanefndin sem skip- uð var í efrideild á síðasta þingi hafði aflað skýrslna um þetta. Ritstjóri þessa blaðs var nýlega að glugga í þessum skýrslum, og þykir rétt að almenningur fái nokkurt sýnishorn af þeim. Skipaútgerðin. Samkvæmt skýrslu forstjór- ans, Pálma Loftssonar, hafa laun verið greidd þar 1931, sem hér segir: , Pálmi Loftsson forst. 9600 Guój. J. Teitsson skrifst.st. 6000 Sig. Sveinsson bókh. 4200 Bjarni Magnússon afgrm. 4200 Hjörtur Ingþórsson innhm. 4200 Helgi Sveinsson gjaldk. 3600 Sigurjón Ólafsson verkstj. 5000 Hjörtur Elíasson verkstj 4200 Ennfremur eru nokkrir menn á lægri launum. Útvarpið Þar tíundar útvarpsstjórinn, Jónas Þorbergsson, á þessa leið: Jónas Þorbergsson 11300 Sig. Þórðarson ftr. 7200 G. Briem verkfr. 3000 G. Reykhalt skrifari 4800 Ásg. Magnússon fréttar. 4800 Aðalbjörg Johnson fréttr. 4800 Sig. Einarsson fréttar. 3000 V. Þ. Gíslason fréttar. 3000 Sigr. Ögmundsd. þulur 3600 D. Sveinbjörnss. magnarav. 4800 Davíð Árnason magnarav. 4800 Emil Thoroddsen, píanól. 7200 Þór. Guðmundss. fiðlul. 7200 Jón Alexandersson, forstm. Viðgerðastofunnar 7000 Gunnar Snorrason rafv.sv. 4800 Auk þess nokkrir starfsmenn við stöðina á Vatnsenda og aðr ir er hafa lægri laun. Viðtækjaverzlunin. Forstjórinn, Sveinn Ingvars- son tíundar þannig: Sveinn Ingvarsson 9000 Jóh. Ólafsson gjaldk. 4800 Th. Lilliendahl lagerm. 5300 Filipp. Gunnlaugss. fgrm. 3900 Sv. Ólafsson afgrm. 3000 Joh. Höyer 4200 Áfengisverzlunin. Guðbrandur Magnússon for- stjóri tíundar þannig 1931: Guðbr. Magnússon 10312 Ól. Thorlacius lyfsölustj. 6600 H. Lárusson skrifst.stj. 7200 Á. Benediktss. bók 9 mán. 4950 Helgi Þórarinsson bréfr. 5400 Tr. Guðmundsson gjaldk. 7200 V. Helgason skrif. 1/z m. 3625 M. Stefánsson birgðav. 6400 Guðm. Halldórss. afgrm. 6000 Alfred Búason aftappari 4800 Skúli M^gnússon bílstj. 4200 Landssmiðjan. Forstjórinn þar, Ásgeir Sig- urðsson tíundar þannig: Ásgeir Sigurðsson 9000' Kj. Gíslason skrifst.stj. 7200 Gísli Gíslason bókari 3000 Tóbakseinkasalan. Forstjórinn, Sigurður Jónas- son tíundar þannig: Sig. Jónasson Gestur Pálsson bókari Sig. Hjálmsson afgrm. Jónas Ólafsson sölum. A. Guðm.ss. aðst.bókh. Ól. Þorsteinsson gjaldk. Örn Matthíass. afgrm. S. Sigurðsson pakkh.m. Auk þess fjöldi af fólki með lægri launum. Forstjóri ríkisprentsmiðjunn- ar tíundar laun sín á 8000 kr. og uppb. 2000 kr., samtals 10 þús. kr., skrifstofumaður þar hefir 6000 kr., bókari 4000 kr. og gjaldkeri. 5000 kr. 10000 6200 4920 4800 4800 4620 5380 4500 Meðan þeir voru í “kaupavinn unni” ’ferðaðist v. Hamel um sveitimar og heimsótti öll heim- ilin þar sem stúdentarnir voru. Um veru þeirra hér og við- kynningu hefir v. Hamel sagt blaðinu það sem hér fer eftir. Mér er ánægja að því, segir prófessorinn, að skýra frá því, að stúdentarnir, jafnt karlar sem konur, eru öll ánægð yfir sumardvölinni hér. AHs staðar hefir farið vel um þetta að- komufólk. Alls staðar hefir stúdentunum fallið sveitalífið vel, vinnan, mataræðið, en þó einkum láta þeir vel af því hve mikilli gestrisni þeir hafa mætt. Þvílíku eigum við ekki að venj- ast heima fyrir. Þá er það og merkilegt fyrir okkur sléttubúana að koma hingað til fjallalandsins. Nátt- úrufegurðin verður öllu þessu unga fólki ógleymanleg. Það hefir og vakið undrun stúdentanna, hve fólkið yfirleitt er glaðvært í sveitinni. í bók- um um ísland er þjóðinni lýst, sem fámálli og þunglyndri. En reyndin virðist okkur alt önn- ur, samanborið við okkar bænd- ur t. d. Það er svo mikið sungið og dansað í sveitunum. Heyvinnunni höfðu stúdent- arnir yfirleitt gaman af. Þeir urðu nokkuð þreyttir fyrst í stað. En það hvarf brátt. Sumir piltarnir fengu það orð húsbænda sinna, að þeir hefðu unnið sem fullgildir kaupa- menn. Kaup var ekki goldið. En hesta fengu þeir í smáferða- lög um helgar. Þeir sem eru við náttúrufræðinám hafa notað frístundir til að safna plöntum, dýrum og steinum. Piltur sem var á Breiðabólstað á Síðu fór upp á Laka. Hann er jarð- fræðingur. Piltur, sem var á Hjarðarholti í Dölum, er bú- fræðingur. Sex stúdentarnir stunda norrænunám. Þeir hafa lagt megináherslu á að læra málið. Allir hafa lært talsver*' í íslenzku. Alilr dást að þjóð- inni, viðkynningunni, og hverfa heim mörgum endurminningum ríkari. Allir vilja koma hingað aftur. þér sem notiS TIMBUR KA UPIÐ AF The Empire Sash & Door Co., Ltd. Birgðir: Henry Ave. East Phone: 26 356 Bkrif8tofa: 5. gólfi, Bank of Hamilton VERÐ GÆÐI ÁNÆGJA. verður 10—11 sterlingspund. Gaman væri ef íslenzkir nem- endur hér vestra gætu fariö slíka ferð, þó ekki væri nema annað hvert ár. Eru líkur ti! að þeim yrði ekki síður tekic sem “kaupamönnum’’ upp til sveita, en þessum hóp, er eigi gátu mælt nema á framandi tungu. Einu sinni var nú Þjóð- ræknisfélagið að hugsa um eitt- hvað svipað þessu. Af slíkri ‘kaupamensku’ gæti leitt margt gagnlegt fyrir hina yngri kyn- slóð hér vestra, auk þess sem að sept. Réttum tveim vikum áð- ur dó Skúli bróðir hans. Voru þeir bræður tvíburar. Eru fá eða engin dæmi til þess talin, hve heitt óg innilega bræðurnir unnust. Sorg og gleði annars, var sorg og gleði hins. Og und- arlegt er það. Báðir ná háum aldri. Verða rúmlega áttræðir. En milil dánardægurs þeirra eru aðeins tvær vikur. Um það leyti sem Halldór reisti bú í Argylebygð, eða þeir bræðurnir, því þeir bjuggu lengi í félagi, giftist hann Sigríði þannig lagað sumarleyfi hlyri Jónasdóttur, systur þeirra bræðr að vera henni hið ánægjuleg- asta sem hún gæti á nokkurn hátt veitt sér. EINN AF FRUMHERJUM ARGYLEBYGÐAR LÁTlNN ÍSLANDSVERA HOLLENSKU STÚDENTANNA 1 sumar hefir hópur hol- lenzkra liáskólanemenda dvalið á íslandi. Var þeim dreift upp um sveitir svo að þeir mættu með þeim hætti vinna fyrir sér. Frá þessu er skýrt í Morgun- blaðinu 25. ágúst á þessa leið: “Hollenzku stúdentarnir, sem hingað komu í fyrra mánuði með v. Hamel prófessor, fara nú héðan heimleiðis með Brú- arfossi. I Það var í fyrrasumar, er eg var á ferð um Snæfellsnes með Torfa Hjartarsyni, sagði pró- fessorinn enn fremur, að okkur kom saman um að reyna að koma hollenzkum stúdentum til sumardvalar hér. Síðan leitaði Torfi fyrir sér um verustaði fyr- ir stúdentana, en eg hreyfði málinu við stúdentafélag í Hol- landi. Var þetta auglýst við há- skólana 4 í Höllandi. Og til okkur komu um 200 umsóknir. En úr þeim völdum við svo 32 til ferðarinnar. Eimskipafélag íslands lét okk ur í té mjög ódýrt far frá Eng- landi og hingað. Ferðakostnað- ur stúdentanna fram og aftur milli Rotterdam og Reykjavíkur í gær, 24. september, var til moldar borinn einn af elztu landnemum þessarar bygðar, bændaöldungurinn Halldór Árna son. Hann var 81 árs að aldri. Jarðarförin fór fram að kirkj- unni á Brú að fjölmenni við- stöddu. Halldór var fæddur 3. októ- ber 1851 á Sigurðarstöðum á Sléttu á íslandi. Til Ameríku kom hann 1873. Hefir hann bú- ið í Argylebygðinni síðan í júlí 1881. Áður var hann í Nýja ís- landi. í Argylebygðinni hefir Hall- dór því búið í rúm 50 ár. Hann var í hópi þeirra 6 íslendinga, er hingað komu fyrstir og tóku sér hér bclfestu. Með láti hans á því bygðin að baki að sjá þeim manni, er helgað hefir henni krafta sína í meira en hálfa öld. Þátttaka bygðarbúa í útför Halldórs bar þögult vitni um þær vinsældir, er hann naut, og hve mikils hið langa og oft stranga starf hans í þarfir þess- arar bygðar var metið. Árið áður en hinir fyrstu landnemar settust að í Argyle- bygð, . hafði Halldór komið til þessarar bygðar til þess að taka rétt á bújörð fyrir sjálfan sig og bróður sinn Skúla. í þeirri för mun Friðbjörn Friðriksson, nú kaupmaður í Glenboro, einn- ig hafa verið. Hvaða leið þeir komu til bygðarinnar er mér ekki kunnugt um. Ef til vill hafa þeir farið á báti niður til Emerson frá 'Winnipeg, sem gert höfðu áður Sigurður Chris- topherson og Kristján Jónsson, er hingað fóru í landskoðunar- erindum. En leiðina til baka fór Halldór um Portagi la Prai- rie og gekk alla leið, því þá var lítið um járnbrautir að ræða, og því síður fé í vösum manna til þess að ferðast með þeim. Sá er þetta ritar þekti Hall- dór aðeins af stuttri heimsókn fyrir þrem árum síðan. Ekki var fyr í hlaðið komið, en mað- ur var tekinn inn í hús og sett- ur við góðgerðir. Og meðan að staðið var við, spaugaði Hall- dór óaflátanlega. Man eg vel eftir því, að eg fór að hugsa um, hvort hægt myndi að finna jafn aldurhniginn mann eins glaðværan og léttlyndan og Halldór. Og meðan spaugsyrðin rigndu yfir mig, lék hann sér jafnharðan við tvö börn, er á heimilið komu, eins og hann væri barn sjálfur. Hann mun hafa verið afi barnanna, þó eg eg ekki muni nú fyrir víst, hvort svo var eða ekkL En þetta er gott dæmi þess, hvernig Hall dór var heim að sækja, hve glaður, gestrisinn og bjartsýnn hann var. Halldór dó á fimtudaginn 22 anna Jóns og Sigurðar Landy frá Eystralandi í Axarfirði. — Kona Halldórs dó fyrir rúmum tveim árum. Börn þeirra eru Árni og Snorri, báðir ógiftir i heimahúsum, og Jónas kaup- maður í Cypress River. Hálfbróður einn átti Halldór. Heitir hann Guðmundur Nor- mann og er bóndi í Argyle- bygð. Séra Egill Fáfnis, er jarð- söng, mintist á mjög viðeigandi hátt mannkosta hins látna. — Einnig talaði enskur prestur frá Cypress River, Rev. T. Wot- ton að nafni, nokkur orð. Mint- ist hann þess að tap það, sem íslendingar hefðu orðið fyrir, við fráfall Halldórs, væri einnig þjóðbræðra sinna og allrar bygð arinnar. S. E. GEIRFUGLINN. Nokkur atriði úr sögu hans. f fyrra var í Svíþjóð verið að grafa skurð, hinn svonefnda Sótanesskurð « hjá Hunnebo- strand. Fanst þar ýmislegt frá fornum 'öldum, þar á meðal lít- ið bein, um 6 centimetra langt, ósélegt en næstum heilt. Vís- indamenn sáu þegar að bein þetta mundi vera úr fugli, bein sem tengir saman bringu og herðablað. En erfiðara var að á- kveða úr hvaða fugli það mundi vera. Til þess að ákveða það, var engin önnur leið en að bera beinið saman við önnur fugla- bein, sem geymd eru í náttúru- gripasöfnum. Það var vanda- samt verk og seinlegt. í Göteborg naturhistoriska Museum, var t. d. ekkert fugla- bein nákvæmlega eins og þetta en mest líktist þetta brjóstbein- inu af álku; en það var þó talsvert stærra. Þóttust menn iví vita að bein þetta væri úr stórvöxnum fugli af álkukyni. Lá þá nærri að gizka á að það væri úr geirfugli, sem er svip- aður álku, en miklu stærri, eða á stærð við gæs. í söfnum í Gautaborg eru engar leifar af geirfugli, en aftur á móti er mikið af þeim geymt í Kaupmannahöfn. Hefir fundist talsvert af geirfugla- beinum í dönskum öskuhaug- um. Og þegar þetta bein, sem fanst í Svíþjóð, var borið- þar saman við, kom upp úr kafinu, að rétt var ágizkunin um að beinið væri úr geirfugli. Nátt- úrugripasafnið sænska hafði þar eignast dýrgrip. Hann er að vísu hvorki sjálegur né merkilegur í augum fjöldans, en fyrir vísindamenn er það dýrgripur, og gefur nokkra skýringu á hvernig fuglalíf hef- ir verið við strendur Svíþjóðar fyrir þúsundum ára. Þannig geta allra auðvirðilegustu mun- ir birt vísindamönnum, sem kunna að meta þá, nýjar og merkilegar upplýsingar. n- * * Geirfuglinn var, sem sagt, stór álkutegund. Hann er 70 til í’rh. á 7. bls.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.