Heimskringla - 28.09.1932, Blaðsíða 4

Heimskringla - 28.09.1932, Blaðsíða 4
4 BLAÐStÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 28. SEPT. 1932 Ifeitttskrmgla (StofnuO ltlt) Kemur út á hverjum miBvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 153 og 155 Sargent Avenue, Winnipeg Talsími: 86 537 VerS blaðsins er $3.00 árgangurinn borgist fyriríram. Allar borganlr sendist: THE VIKING PRESS LTD. RáBsmaður TH. PETURSSON 853 Sargent Ave., Winnipeg Uanager THE VIKING PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg. “Heimskringla” is publistoed by and printed by The Viking Press Ltd. 853-155 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. Telephone: 86 537 WINNIPEG 28. SEPT. 1932 VERZLUNARSAMNINGARNIR. Síðan Ottawa-fundinum mikla lauk í sumar, hefir verið tiltölulega mikið minna rætt um samninga þá, sem þar voru gerð- ir, hér í landi, heldur en á Engalndi. Canadamenn hafa talið það með öllu sjálfsagt, að land þeirra stæði við þá samninga, sem forystumenn þjóðarinnar gerðu, og hefir því ýmsum komið á ó- vænt að sjá það, að hafin er barátta á Englandi fyrir því að ónýta gerðir fund- arins. Sérstaklega er sumum þar í landi þyrnir í augum samningarnir, sem fram fóru á milli Canada og Englands. Má af því marka, að stjórnin í Ottawa hefir setið fast á rétti landsmanna og gætt þess að spila engu úr höndum þeirra. Eins og kunnugt er situr stjórnin á Englandi nú með stuðningi frá báðum hinum eldri flokkum landsins, conservat- ivum og liberölum, undir forystu verka- mannaforingjans MacDonalds. Stjórnin valdi hina mikilhæfustu menn frá öllum Jiessum flokkum til þess að fást við samn- ingagerð fyrir sína hönd í Ottawa, og hafa vafalaust allir búist við, að það, sem þessir menn gerðu, yrði talið gert í umboði allra flokkanna. En nú hefir nokkur hluti liberala á Englandi lagt hið mesta kapp á að æsa menn til óvildar við þá hugsun að miða verzlunarlöggjöf Eng- lands að nokkru leyji við hag þjóðveldanna sem í breska ríkinu standa. Að vísu eru lítil líkindi til þess, að þessir menn fái mikla áheyrn hjá þjóðinni, en þó fær eng- inn spáð með fullri vissu um þessi efni. En víst er um það, að töluverður blettur mundi það verða talinn á Englandi eftir á, ef ráð þetta næði fram að ganga. Full- trúarnir, sem Ottawa-fundinn sóttu frá Englandi, fóru með slíkt umboð frá stjórn og þingi, og þeir stóðu í svo nánu sam- bandi við landsmenn sína meðan samn- ingsgerð fór fram, að ætla hefði mátt, að óhætt væri að treysta því, að því yrði ekki ryft eftir á, er þeir gengu að fyrir hönd lands síns. Einn af ráðherrum Canadastjórnarinn- ar, Hon. Arthur Sauve, póstmálastjóri ríkisins, hefir nýlega gert þetta mál að umtalsefni í ræðu, sem vakið hefir mikla athygli. Fer hann hinum alvöruþrungn- ustu orðum um það, hverja þýðingu það kunni að hafa í framtíðinni, ef óhlutvönd- um stjórnmáiamönnum takist nú að splundra því samkomulagi er komst á laggirnar með Ottawa-fundinum. Meðal annars kemst hann að orði á þessa leið: “Vér búum í nágrenni við voldugt land, sem gæti verið hvorutveggja, mikill við skiftavinur og hættulegur keppinautur. Samband Canada við breska ríkið hefir valdið því, að hingað til hefir öllu verið hrundið af höndum sem leiða mátti til einhverskonar innlimunar, og sérhverjum verzlunar tilboðum hefir verið hafnað, sem hætta var á að kynnu að reynast þröskuldir í vegi fyrir nánu sambandi við England. Canada hélt fast við þessa stefnu jafnvel er England, nýlendunum í óhag. lýsti því yfir að fyrirhugað væri að opna í enn meiri gátt dyrnar fyrir öllum þjóðum heimsins. Þessi stefna vakti pólitíska hreyfingu fyrir því í landi voru að leitast við að örfa verzlunina við Banda ríkin. Þessi hreyfing er enn við líði, þótt ekki beri eins mikið á henni og fyrrum. Vér þurfum á opnum verzlunarleiðum að halda. Vér verðum að leitast við að finna þær, áður en vér neyðumst til þess að hvetja Canada til þess að draga enn meira saman segl sín. Vér væntum þess að þingið í Stórbretalandi fallist með öllu á verzlunarsamkomula'g það, sem komið var á með fundinum í Ottawa.’’ Eins og getið hefir verið um, þá eru líkindin ekki mikil fyrir því, að óvildar- mönnum samninganna á Englandi takist að ónýta það verk, sem þegar er leyst af hendi. En það verður að teljast vel farið að bent sé á það, þegar á þessu stigi máls ins, að Canadamönnum eru á engan hátt allar bjargir bannaðar, þótt England segði sig úr viðskiftalegum lögum við aðra hluti hins breska ríkis. KRAFTAR 1) eftir séra Ragnar E. Kvaran. Fyrir því má færa margvísleg rök, að þrátt fyrir stórkostlegar breytingar, sem orðið hafa á afstöðu manna til kirkjunnar á síðustu mannsöldrum, þá veki þó engin mál annað eins bergmál í hugum manna, eins og þau, er hníga að trúarlegum efn- um. Meðal annars er það alkunnugt, að engir koma svo fram með nýstárlegar trúarlegar hugmyndir, eða gamlar hug- myndir í nýjum búningi, sem mönnum kemur á óvart, að ekki flokkist jafnskjótt að þeim fólkið í stórhópum, til þess að fregna eftir, hvort hér sé á ferðihni eitt- hvað, sem bregða kynni birtu á líf þeirra og fylla upp þann tómleik, sem mörgum virðist umlykja æfi sína. Þegar þess er ennfremur gætt, að fróðir menn segja, að í hinum betri tímaritum álfunnar hafi mjög sjaldan verið eins mikið um greinar er trúmál snerta, eins og síðustu árin, og það er hinsvegar kunnugt, að færir tíma- rita-ritstjórar eru mjög næmir fyrir, í hverja átt lestrarfýsn almennings stefnir á hverjum tíma, þá ber hvorutveggja þess vitni, að þótt afstaða manna til trúarlegra efna sé önnur en hún var áður, þá eru hugir manna þó merkilega vakandi fyrir þessum efnum. í Postulasögunni stendur þessi setning á einum stað: “En Aþenu- menn og aðkomnir, sem sezt hafa þar að, gáfu sér ekki tóm til annars frefnur en að segja eða heyra eitthvað nýtt’’. Þetta hefir oft verið lagt hinum gamla gríska heimi út til sæmdar: hinn opni hugur og fúsleiki til þess að athuga og velta fyrir sér nýungum, hefir verið talinn vottur um frjálslyndi Grikkja og þroska. En ef til vill má með enn meiri rétti segja þetta um nútímann. Því þótt Grikkir væru forvitnir eftir fregnum um andleg efni, þá hygg eg, að ekki megi segja síður um mikinn fjölda greindra alþýðumanna nú- tímans, að þeir séu þyrstir eftir slíkum fregnum. Ef til vill ber ekkert eins glögg merki þessa, eins og þegar skáldsögur, — svo vel ritaðar að þær nái athygli greindra manna — fjalla um þessi efni. Vinsæl- astar skáldsögur á þessu meginlandi á þessum mannsaldri eru sögur Harold Bell Wright's. Þær fjalla margar um afstöðu manna til trúmála og andlegrar lífsskoð- unar yfirleitt. Viðhorfið er raunar hvergi nýstárlegt og mjög sjaldan gáfulegt, en það er eins og menn taki þá viljan fyrir verkið. Þorsti manna eftir andlegum verðmætum er svo mikill, að menn svala sér frekar á gutlinu en að vera ósvalað með öllu. En svo ber það einnig stund- um við, að bækur koma út, sem segja nýstárlega hluti um andleg í efni í skáldsöguformi og segja þá svo vel, að» því nær er samboðið efninu. Á ótrúlega stuttum tíma er sem bækur þessar hafi svo að segja sjálfkrafa aflað sér lesenda, það þarf ekki að auglýsa þær, því að þær bera hvarvetna á góma í viðræðum manna. Hver spyr annan, hvort hann þekki bókina og hver sé dómur hans á henni. Bókin hefir snert við einhverjum streng, sem heldur áfram að titra, löngu eftir að lestrinum er lokið. Þessa tiltölulega fáu daga, sem eg hefi enn dvalið í Winnipeg að sinni, hefir eitt bókarnafn borist að eyrum mér oftar en nokkuð annað. Eg hefi aldrei áður heyrt höfundarins getið og mér þykir sennilegt, að hann sé ekki mikið þektur af öðrum verkum en þessu eina. Bókin heitir “Magnificent Obsession’’. Eg ætla ekki að reyna að þýða nafnið. Aðeins ætla eg að minna á, að hugsunin “Obsession” er ekki óskyld orðinu “ásókn” á íslenzku — t. d. ásókn illra anda, er í þjóðsögum vorum náðu tangarhaldi á mönnum. En eins og Magnificent Obsession bendir til, þá ræðir bókin um annarskonar ásókn — sérstök hugsun, göfug í eðli og máttar- mikil, nær haldi á mönnum í sögunni, hleður sálarlíf þeirra og magnar svo, að engu eru líkara, en að nýr andi hafi tekið sér bólfestu í þeim. 1) Stofninn að máli þessu var fluttur í ræðu í Sambandskirkjunni í Wpg., fyrir skömmu, en hefir hér verið vikið til þess forms, sem betur þykir henta grein í vikublaði. Að öllum líkindum mundi eg ekki hafa tekið mér þetta að umræðuefni, þótt bókin hefði orðið á vegi mínum, ef eg hefði ekki orðið þess var, hve margir eru að velta efni hennar fyrir sér og hugsa um það. En auk þess virðist mér aðal- hugsun bókarinnar vera að ýmsu leyti nákominn einni hugsun og tilhneigingu, sem mjög mikið hefir borið á í ýmsum trúarbrögðum á margvíslegum tímum og í mjög mismunandi umhverfi. Fyrir þá sök má telja ómaksins vert, að rekja inntak bókarinnar; ekki sjálfan sögu- þráðinn, heldur kjarna þeirra hugsunar, sem er möndull bókarinnar. Læknirinn, sem er ein aðalpersóna sög- unnar, hefir náð stórkostlegri frægð sem skurðlæknir í heilasjúkdómum. Og þykir þó kunningjum hans, sem fylgst hafa með námsárum hans og fyrstu starfs- árum, það mjög furðulegt, að hann skyldi búa yfir þeim gáfum, þeirri staðfestu og óþreytandi elju, sem hann hefir orðið að beita til þess að ná hinni miklu fullkomn- un í fræðigrein sinni. Því að framan af hefir líf hans verið mjög í brotum — hann er fullur af vonleysi og aflleysi og úrkula vonar um, að hann muni nokkuru sinni ná því valdi á starfi sínu, að hans muni að nokkuru getið. En alt í einu verður skyndileg breyting á honum. Með ótrúlegum hraða fær hann fult vald á starfi sínu, siglir fram úr starfsbræðrum sínum og gerir sjúkrahúsið, sem hann starfar við, að frægri stofnun. En smám saman er lyft upp tjaldinu frá fortíð hans og lesendanum er gert Ijóst, af hverju breytingin hafi stafað. Og þó ekki fyr en eftir lát hans sjálfs. Ungur auðmaður, sem óbeinlínis hefir órðið orsök í dauða hins fræga manns, verður gripinn af þeirri rómantísku hugsun, að sér beri að bæta fyrir þennan mannskaða með því að gerast sjálfur læknir og feta í fótspor snillingsins. Hann tekur upp nám sitt, en á miðjum námsferlinum rekst hann á dagbók hins látna manns, þar sem skýrt er frá orsökum breytingarinnar, sem orð- ið hafi á lífi hans og beint því í ákveðna átt. Hann hefir farið með þetta sem leyndardóm, því að orsökin er þess eðlis, að menn mundu naumast hafa talið hann með fullu ráði, ef kunnugt hefði verið hvað straumhvörfunum olli. Hann hefir rekist á . einkennilegan mann, mynd- höggvara, sem fyrir skömmu síðan hafði verið algengur steinhöggvari. Maður þessi trúir honum fyrir því, hvernig ein blaðsíða í bók hafi skyndilega lokið upp fyrir sér dyrunum að þeim leyndardómi, hvernig unt sé að magna líf sitt og þenja það út yfir furðuleg svæði. Blaðsíðan er úr einu riti Nýja Testamentisins. Hann hefir komist að þeirir niðurstöðu, að til sé alveg sérstök, ákveðin aðferð til þess að ausa úr ótæmandi lindum afla alheims- ins. Myndhöggvarinn hefir sjálfur gert tilraunina með þetta og leiðir læknirinn inn á sömu brautir. “Doktor Hudson’’, segir hann, ^‘hvað munduð þér gera, ef þér ættuð lítið og ófullnægjandi hús úr múrsteini og hefð- uð ákveðið að bæta úr skorti yöar? — Vitaskuld útvega yður meira af múr- steinum. Eins þyrftuð þér meira stál, ef þér ætluðuð að breyta lítilli gufuvél, svo hún framleiddi meira afl. Jæja, ef per- sónuleiki manns er lítilsigldur og mann langar til þess að breyta honum í eitthvað stórfeldara, hvert er þá að leita að bygg- ingarefninu?” Hann virtist bíða eftir svari, svo að eg lét að dutlungum hans. “Jæja — eftir röksemdaleiðslu yðar að dæma, þá býst eg við, að eg ætti að taka byggingarefnið úr persónuleika annara. Er það það, sem þér eigið við?” “Einmitt’’ hrópaði hann. “En ekki úr heldur í! . . . Mér þykir vænt um að þér komust þannig að orði, því að það gefur mér tækifæri til þess að benda yður ná- kvæmlega á, í hverju er fólgin mismunur- inn á réttri og rangri aðferð til þess að notfæra sér persónuleika annara við það að endurbæta sinn eigin. . . Allir vita, ósjálfrátt, að persónuleikur hans verð- ur fyrir áhrifum af öðrum. Flest fólk er sífeldlega að líkja eftir brotum af per- sónuleika annara og einkum tilburðum þeirra, sem þeim finst til um, — menn líkja eftir göngulagi, framburði, hlátri og limaburði — gera sjálfa sig blátt áfram að öpum . . . En aðferðin, sem eg er að tala um, biður menn ekki að byggja sinn eigin persónuleika úr persónuleika ann- ara manna, heldur inn í þá. Til þess að gera langa sögu skamma, skal leitast við í eins fáum orðum og unt er að gera grein fyrir, hvað fyrir höfund- inum vakir með þessum orðum. Það afl, sem flæðir um líf allra manna og veldur því, að vér hugsum og störfum, unn- umst og þráum, er að öllum lík- indum ekki frábrugðnari öðrum náttúruöflum en svo, að ætla má, að sá komi tími, að unt verði að höndla það og mæla það og stjórna því á sama hátt og menn höndla nú og stjórna og mæla rafmagn. Það er al- staðar og flæðir um allan al- heim frá þeirri lind, sem trúar- brögðin nefna guð, en nefna mætti einhverju öðru nafni, ef vér ættum nokkuð betra nafn. En ástæðan til þess, að iífið er máttfarið í flestum er sú, að afl- íð er ekki einangrað — það flæðir um líkama manna og sálir og í gegnum hvorttveggja, af því að því er ekki veitt við- náin eða það einangrað. En einn maður að minsta kosti hefir ekki einungis fengið vald á ai'linu, heldur beinlínis bent á aðferðina til þess að notfæra sér það. Þeirri aðferð er lýst á einum stað, eða raunar nokk- urum stöðum, í Nýja Testa- mentina. Aðferðin, sem þar er bent á, er sú, að sá maður, sem ant er um að þenja út eða stækka persónuleika sinn, verði að gera það með því að leitast við að koma á tengiþræði milli sín og einhverra annar persónu með einhverju verulegu góð- verki — hann verði að beita orku til þess að verða manni að liði, þegar eitthvað er í húfi, hann verði að veita t af sínum eigin persónuleika og vilja inn í annars manns hag. En góð- verkið verður að vera svo af- dráttarlaust einkamál, að eng- inn skuggi af fremd eða heiðri falli á manninn fyrir það. Vel- gerðin komi því aðeins að gagni fyrir gefandann, að tengþráður- inn sé einangraður eins og þráður, sem flytur rafmagn. En hugsun höfundarins er, að ef maður hafi komið á slíkum samböndum nógu víða og öfl- ugum, þá skapist manninum möguleikar til þess að notfæra sér þær afllindir, sem a/ð baki mannlegum persónuleika hrær- ast. Hann verður nýr maður. Á honum sannast það, sem N. T. segir um þá, sem í leyndum veita öðrum, að góður mælir, troðinn, skekinn, fleytifullur fellur honum í skaut. Þessi hugsun er útlistuð með töluverðum gáfum hjá höfundin- um og allmiklum rithöfundar- hæfileikum, sem hrífur lesand- ann töluvert áleiðis með sér. Meðal annars er gerð sennileg lýsingin á hinum innri ljóma, sem ýmsir andlega sinnaðir menn hafa lýst á ýmsum öld- um, þegar þeim hefir fundist þeir fá veður af hinum dásam- lega mætti að baki hin- um ytri atvikum lífsins — mættinum, sem árþúsunda gömul trúarreynsla hefir nefnt guð. Og ekki er sízt eftirtekt- arverð ágæt lýsing á hinum unga auðuga læknisnema, sem í fyrsta sinn les N. T. með það fyrir augum, að í því kunni eitthvað að vera annað en sam- safn af grunnhygnu vosi innan um gyðingalega hjátrú, sem veikar sálir lesi til þess að svæfa með áhyggjum sínar. Örlítil brot af þeirri lýsingu fer hér á eftir: “Það laukst upp yfir honum með sívaxandi hraða, að þetta væri einhver mest heijlandi frá- sögn, sem hann hefði nokkuru sinni lesið. Hún var ekki ein- ungis laus við þau leiðindi, sem hann hafði átt von á, heldur var sífeldlega verið að gefa í skyn um leyndardóma — leynd- ardóma' óumræðilegs afls, sem hver maður gæti fært sér í nyt, sem hefði skynsemi til þess að fara með þetta eins og hverja aðra vísindalega tilgátu og sýna þessu þá virðingu og beita við það samskonar raunum eins og hann mundi beita í efna- eða eðlisfræðislegri vinnustofu. “Það var furðulegt, að hann skyldi hafa í höndunum veru- lega vísindalega handbók, sem fjallaði um útþenslu og þróun PFDODDS ' ÍKIDNEY PM-LS^ t fullan aldarfjórðung hafa Dodd’e* nýrna pillur verið hin viðurkenndu meðul við bakverk, gigt og blöðn* s.iúkdómum, og hinum mörgu kvilla. er stafa frá veikluðum nýrum. — Þær eru til sölu i öllum lyfjabúð- um á 50c askjan eða 6 öskjur fyrir $2.50. Panta má þær beint frá. Dodds Medicine Company, Ltd., Tor- onto, Ont., og senda andvirðið þang- að. persónuleika mannsins. . . . “Ein af aðaluppgötvunum Merricks um nóttina var sú, aft bókin var full af einföldum ráð- leggingum, sem allir gátu áttað sig á, í stað þess að viðhafa vísindalegar skilgreiningar, sem engir nema fræðimenn gætu fylgst með í. Galileumaðurinn gerði með fullkominni hrein- skilni ráð fyrir þrennskonar al- mennum þroska. Hann dró eng- ar dulur á það við nákomna vini sína, er hann sat á tali við þá í frábærilega innilegu sam- tali, að hann gæti og ætlaði sér að skýra þeim frá ýmsum dul- arfullum efnum, sem honum kæmi ekki til hugar að ræða í almennings áheyrn fyrir þá sök, að meiri hluta manna væri með öllu ofvaxið að skilja þau. “Hann tók einnig eftir, og veitti því mikla athygli, að Galil- eumaðurinn lagði oft mikla á- herzlu á, er hann hafði gert einhverjum stórefldar velgerðir, að þiggjandinn yrði að gæta þess að minnast ekki á það við nokkurn mann. “Það var bersýnilegt, að menn fengu áhuga fyrir þessu einkennilega, dularfulla afli fyr- ir margvíslega viðkynningu af því. Einn maður sá ef til vill þennan mátt í höndum annars manns og ákvað að hann skyldi ná valdi á honum, þótt það kost- aði sinn síðasta eyri. Málið var skýrt í líkingu í sögunni um mann, sem sá perlu í ann- ars manns höndum og seldi all- ar eigur sínar til þess að geta eignast hana. Stundum var því lýst, að maður rakst á þetta ótrúlega efni af tilviljun einni. Ein sagan var um ferðamann, sem rakst á fjársjóð faldan f akri. Bókin sagði ekkert um það, hvað í fjársjóðnum hefði verið. Frá því einu var skýrt, að hann hætti við ferð sína, fór heim, breytti öllu, sem hann átti í peninga, og keypti akur- inn. “En ekkert hafði eins djúp- tæk áhrif á Bobby eins og þess- ar sffelt endurteknu áminningar um að ráðast djarflega að líf— inu. Alt, sem maðurinn veru- Iegu þráði, gat hann fengið, ef hann knúði nógu lengi að dyr- unum, sem faldi það. Ef hann náði því ekki, þá hafði hann ekki óskað nógu staðfastlega eftir því! Hversu afkáralega gagnslaust, sem það virtist að hamra á dyrunum áfram, þá var hægt að ljúka öllu upp, ef mað- urinn hafði hugann á því af- dráttarlausan! “Það verður að blæða úr knúunum’’, hugsaði Bobby með sjálfum sér, “áður en unt er að segja að maður hafi reynt og ekki komið að haldi.’’ “Hann fann að hann var tekin að færast með öruggara trausti nær skapferli þessa manns, sem hélt fram þessum grundvallarhugmyndum um líf- ið og nægtir þess, og var sér- staklega gagntekinn af tign hans og dirfsku.” Þetta verður að nægja sem frásögn um bókina sjálfa, að öðru leyti en að geta þess, að söguhetjurnar eru látnar kanna af eigin reynslu þessar aðferðir

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.