Heimskringla - 28.09.1932, Blaðsíða 5

Heimskringla - 28.09.1932, Blaðsíða 5
WINNIPEG 28. SEPT. 1932 HEIMSKRINGLA 6 BLAÐSIíía og verða aðnjótandi þess árang- urs í eigin lífi, sem sagður hafði verið fyrir. Jafnvel þótt þessi stuttorða frásaga sé vitaskuld mjög ófull- nægjandi greinargerð fyrir hugsunum heillar bókar, þá átta menn sig væntanlega á, að það er ekki alveg að ástæðu- lausu, að bókin hefir vakið nokkura athygli. Ekki af því, að hún flytji mönnum þann boðskap, sem sé hvorttveggja í senn, nýstárlegur og sannleikur, heldur af hinu, sem drepið var á í upphafi, að aðalhugsun bók- arinnar er að ýmsu leyti ná- kominn einni hugsun og til- hneigingu, sem frá öndverðu hefir fléttast fast saman við trúarbrögðin. Því þegar að er gáð, þá kemur í ljós að það, sem er sannleikur í henni, er ekki nýtt, og það, sem er nýtt, er ekki sannleikur. Það er ó- mótmælanlegur sannleikur, að sú mynd, sem dregin er upp af höfundi kristninnar í N. T. er á þá leið, að manni finst sem sjálf öfl alheimsins sé að baki hon- um. Þessi afdráttarlausi sigur yfir óttanum, þessi fáheyrða fyrirlitning fyrir ytri kjörum, þessi nærri því óskiljanlega til- finning fyrir því, að ekkert geti grandað manni nema það, sem hafi áhrif á sálarlíf manns, þetta takmarkalausa sjálfstæði andans, að unna öllu sem jarð- neskt er, en standa þó gersam- lega óháður gagnvart því — i öllu þessu er falin sá kraftur, sem manni finst vera nærri því meira en jarðneskur. En þó er heilt haf djúpsett á milli hugs- ana Nýja Testamentisins og hugsana bókarhöfundarins, sem eg hefi verið að leitast við að segja frá. Höf. er kominn hálfa leið ofan í lægri tegund af trú- arbrögðum. Hann er fallin ofan í dýrkunina á kraftinum sjálf- um — kraftarins vegna. Dýrkunin á kraftinum er ein af allra djúpsettustu og frum- stæðilegustu hvötum mannlegr- ar sálar. Hann stendur vafa- laust í sambandi við vanmátt- artilfinningu mannsins, sem er eitt af varnarlausustu og verst útbúnu spendýrum jarðarinnar. í einni lítilli íslenzkri smásögu, er það aðdáanlega dregið fram, hvað kraft-dýrkunin er sam- fléttuð veikleikanum, þegar sjúk kona liggur á fleti sínu og heyr- ir bylinn hamast á þekjunni. “Hún hlustaði á bylinn. Hún hafði oft hlustað á hann áður. Og oft hafði hún heyrt lögin, sem hann söng, stundum þung og drynjandi, stundum æpandi og argandi, en æfinlega ægileg. Nú heyrði hún orð. Hún hafði aldrei heyrt það fyr. Ekki samt nema eitt orð. Hún heyrði bylinn strjúkast mjúkt eftir baðstofuþekjunni og hvísla um leið: Kraftur! Kraftur! Hún heyrði hann hvessa sig og segja fullum rómi: Kraftur! Kraftur! Og hún heyrði hann fara öskrandi eins og blótsneyti um baðstofuþekjuna og segja: KRAFT-UR! KRAFT-UR!” Mennirnir snúast með afar- misjöfnu móti við vanmáttar- tilfinningunni. Á okkar tímum er það t. d. furðulega fróðlegt að athuga, hvernig óttinn við afl leysið birtist hjá flokki eins og Christian Scientistum. Þeir gera það, sem skrökvað hefir verið upp á strútinn. Það eru vitaskuld ósannindi, að strútur- inn feli höfuð sitt í sandinum, en þó það væri satt, þá væri það ekkert í samanburði við hitt, er menn taka að telja sér trú um, að þeir séu því sem næst almáttugir og í raun og veru sé öll barátta glapsýn og heilaspuni. Þeir yfirvinna van- mátt mannsins blátt áfram með því að telja sér trú um að hann sé ekki til. En svo einkennilegt sem þetta fyrirbrigði mannlífsins er, þá eru þó ýmsar aðrar varnir veikleikans merkilegri. Um öll Austurlönd eru trúarflokkar, sem fyrst og fremst fást við þessi efni. Ýmsir íslendingar hafa haft nokkur kynni af stefnum eins og guðspekinni og yoga-kenningunum Indverja. Þær kenningar eru reistar á þeirri trú, að menn geti yfir- unnið veikleika sinn með því að iðka sérstakar aðferðir og æfingar til þess að höndla hinn dulda kraft tilverunnar. Nú skal eg ekkert um það segja, hvort þessir menn hafa rekist á einhver verulega merkileg náttúrulög í hinni aldagömlu leit sinni á þessum brautum. Mér dettur ekki í hug að neita því, af því, að eg hefi ekki næga þekkingu til þess að segja af eða á. Og mér er nær að halda, að ýmsum mönnum sé það gefið að framkvæma þau verk, sem fyr á tímum voru nefnd krafta- verk. En hitt veit allur heimur- inn, að ef þeir eru þessa megn- ugir, þá hafa þeir ekki gagnað veröldinni hið allra minsta með uppgötvunum sínum. Þótt það væri satt, sem sagt er t. d. um kunnáttumenn Indverja, sem talið er að geti látið grafa sig í jörðu og haldi lífi, þótt þeir liggi þar vikum saman, eða gert aðra hluti, sem eru jafnöndverðir við vora þekkingu, þá sannaði sú stað- reynd eingöngu hinn forna kristna sannleika, að hið mikil- vægasta í sambandi við krafta mannsins er ekki hvað þeir eru miklir, heldur í hvaða átt þeim er beitt. Öll kraftaverk allra þjóðsagna veraldarinnar eru hiömi, ef mennirnir eru jafn- ómerkilegar verur þrátt fyrir þau. Indverjar eru enn með aumustu og vansælustu þjóðum heimsins, þótt því hafi verið trúað — og það ef til vill með réttu — að öldum saman hafi verið þar í landi menn, sem hafi haft furðulega þekkingu á og vald yfir margvíslegum duld- um kröftum tilverunnar. Fyrir fáum árum kom út einkennileg ritgerð á íslenzku, sem þá vakti mikla athygli, en flestir eru ef til vill búnir að gleyma nú. Það var Eldvígslan eftir Þorberg Þórðarson. Höf- undurinn hafði um margra ára skeið verið hugfanginn af aust- urlenzkum trúarhugmyndum og þótt ritgerð hans sé oft með kímnislegum blæ, þá dylst þó ekki, að honum er alvara er hann segir, að það sé vottur þess, að kristindómur lands- manna sé á röngum brautum, er kirkjunnar menn séu þess ó- megnugir að gera kraftaverk. Hann lítur sem sé fyrst og fremst á trúarbrögðin þeim augum, að þau sé leit mannsins og lausn hans á því, hvernig honum eigi að auðnast að ná valdi yfir öflum þess heims, sem eki er sýnilegur. í raun og veru er hann því staddur á sama ferlinum og höfundurinn að Magnificent Obession. Og báðir eru á röngum ferli. Þeir eru það sökum þess, að hversu miklu andlegu afli, sem manni kann að auðnast að ná, þá er það ekki hin allra minsta sönnun þess, að maðurinn sé ekki eftir sem áður illmenni. Það er sem sé ekkert beint samand á milli krafta mannsins og siðferði- leika hans. Eg er að vísu viss um, að hver sá maður, sem verulega drekkur inn í sig og tileinkar sér hugsanir og til- finningalíf hinna æðstu ’and- legu spekinga, eins og t. d. Krists, er máttarmeiri en áður, því að þessar hugsanir eru fyrst og fremst styrkleiki. En það sem skilur þessa spekinga frá öðr- um mönnum, er það fyrst og fremst, að þeir beita kröftum sínum biátt áfram af eðlisnauð- syn í ákveðna átt, sem til ham- ingju horfir fyrir aðra menn. Þeir gera ekki góðverk til þess að verða máttarmeiri, heldur gera þeir góðverk af því að máttur þeirra er góður. Og hér er það, sem skilur þá frá svo mörgu, sem á öllum tímum hef- ir blandast sanian við trúar- er á réttum brautum, þegar hann segir, að honum væri með öllu gagnslaust að hafa þrek til þess að gefa alt, sem hann ætti, og að eiga hugrekki til þess að framselja líkama sinn til þess að hann yrði brendur, ef honum þætti ekkert vænt um það, sem hann fórnaði þessu fyrir. Höfundur Magnificent Ob- session ræður mönnum til þess að herma eftir Kristi og gera það sem gott er í því skyni að öðlast annað fyrir það í stað- inn. Sú hugsun er heiðindóm- urinn sjálfur. Jesús spurði aldrei um, hvað mörg góðverk menn gerðu, heldur um, hvaða hug- arfar væri á bak við athafnir þeirra. Sennilegt er, að ekki sé hið allra minsta gagn að því fyrir nokkurn mann, að ætla sér í nokkuru atriði að herma eftir Jesú eða nokkuru öðru and- legu stórmenni í því skyni að gera sjálfan sig að veglegri per- sónu. Þar fyrir eru ekki hinar miklu fyrirmyndir oss gagns- lausar. Því að þótt vér getum aldrei oss til gagns hermt eftir verkum þeirra, þá megum vér af þeim læra, að það skiftir máli, hverjar af hvötum vorum vér leggjum rækt við. Maðurinn er takmarkalaust samsett vera. lind meginafls þeirrar hliðar til- verunnar, sem að mönnunum snýr. Til áskrifenda Heimskringlu Með þessu blaði er lokið 46. árgangi Heimskringlu. Miðviku dagurinn síðasti í september- mánuði, er einskonar afmælis- dagur íslenzkra blaðafyrirtækja hér í landi. Haustið 1886, er íslendingar voru naumast bún- ir að koma sér fyrir, hóf Heims- kringla göngu sína, elzta fs- lenzka blaðið sem nú er gefið út austan hafs og vestan. Það var byrjað smátt, en þá var líka flest hjá oss í frumbýl- ingsskap og erfiðleikar nógir. Að stærð var blaðið aðeins 4 síður og í þriðjungi minna broti en það er nú. Það var því eigi meira en þriðjungur þess sem það er nú. Það kostaði $2.00 yf- ir árið. Eftir því verðlagi ætti það að kosta um $6.00 nú. En fólk gerði sig ánægt með stærð þess, og fanst ekki til um verð- ið, og voru þó óvíða peningar í veltu manna á meðal. Þrátt fyrir peningaekluna reyndu flestir að standa í skil- um. Þeim fanst það $2.00 virði, borið saman við annað, sem þeir þurftu að kaupa, að fá blaðið, þó lítið væri, á hverri viku heim til sín til að lesa. regla fara betur? Vér vonum ekki. En benda má á það, að mjög hafa áskriftargjöldin safn- ast fyrir í seinni tíð, og meira en svo, að útgefendur fái rönd við reist, eða blaðinu sé holt, eigi það að halda áfram að koma út. Það eru því tilmæli hlutaðeigenda að kaupendur bregðist nú vel við þörfum og tilmælum blaðsins og greiði á- skriftargjöld sín sem allra fyrst og fylgi þannig fordæmi hinna gömlu. í næstu blöðum verður frekar á mál þetta minst, og bent á, hversu viðskiftin standa hvað Heimskringla var og hefir verið fyrir félagslíf vort ts- lendinga hér í álfu. LÝSING Á AKUREYRI FYRIR 80 ÁRUM KING'S LIHITCO DEFERREP PAYMEígS stæði, ?;ian?i. taðav ■'l’u byggingarnefnd, vöku- lör".e"lnstjn og kaup éttin'i: cn þ' a? þessu er kirkiuvöntunin tilfinn- rolegust, cg því heldur, sem bæjarmenn þrem sinnum knúið ’ afa á náðar- eða hjálpardjrr hinnar dönsku stjórnar. um gjöf eða lán, til viðbótar því, er sjálfir þeir af eigin efnum — margir meira af vilja en mætti — hafa viljað leggja í sölurn- ar, en jafnan fengið afsvar. Þess munu þó — því betur — færri dæmin, að þar, sem 230 manneskjur eru heimilisfastar Þar eru nú heimilisfastir 230 manna; þar af 40 heimilisráð- endur; þeirra á meðal fjórð- ungslæknirinn, apótekarinn, 3 kaupmannafulltrúar, 1 borgari. 1 borgarainna, 1 veitingakona. og þar af 60 börn innan ferm". sem selur kaffi m. fl. og nokkr- ingar> fóiksfjölgunin ár frá ári ir sem þjóna að verzluninni, 1 að fara { vöxt auk hinna gem prentari, 1 bókbindari, 4 gull- eru á næstu bæjum og annar- og silfursmiðir, 4 járnsmiðir, 5 staðar að koma erinda sinna til tré- og húsasmiðir, 1 söðlasmið- bæjarins, skuli engin kirkja 1 múrari, 1 skóari, og enn Vera, og hvar þó jafnlangt er ur nokkrir, sem meðfram leggja tii kirkju sem frá Akureyri að stund á járn- og trésmíði, og Hrafnagili. Og hvatir vorar eru eins marg-. Þeim fanst það siðferðisskylda hér um bil 60 börn ófermd. í víslegar og áhrifin eru óendan- leg, sem að oss steðja. Og hinn mikli vandi mannlífsins er ekki sízt í því fólginn, að taka við sumum áhrifunum og byrgja önn ur úti. ÞaC er arveg rétt, sem bent er á í sögunni, sem hér hefir verið sagt frá, að vér þurfum að læra sérstaka teg- und af andlegri einangrun — insulation. Hugur vor er oft- ast tvístraður og klofinn. Og ef vér getum nokkuð lært af hinum frábærilegustu sálum jarðarinnar, þá ætti það að vera það, að afl þeirra hefir ekki falist í því, að þeir hafi beitt nokkrum sérstökum aðferðum til þess að geta drukkið inn í sig hinn hulda kraft, aðra en þeirri, að stefna látlaust sál sinni að því, sem þeim þótti vænt um. Um höfund kristn- innar má að minsta kosti tví- mælalaust segja, að fyrir hon- um sé þetta þungamiðjan. Hann hefir ekki nokkura trú á nokk- urum framförum hjá mönnun- um nema þeim, sem spretta af ást þeirra og hrifningu fyrir einhverju. Áhugaleysið, ástleys- ið á öllu er hinn mikli vetur mannssálarinnar, sem alt kuln- ar í. “Glæðið þið þenna hita hrifningarinnar, þenna eld ást- arinnar, og alt annað kemur nokkuð af sjálfu sér,” verður hróp hans. Þetta er hans leið um völund- arhús lífsins. Og þrátt fyrir all- ar krókaleiðir mannanna og fálm þeirra til þess að finna fótum sínum forráð, þá er reynslan nú orðin nokkuð víð- tæk fyrir því, að þetta er hinn beini vegurinn. Hver hefir ekki fundið til þess í eigin barmi, að á þeim stundum hefir hann mest vald á lífi sínu, er hann hefir kastað huga sínum óskift- um inn í hrifninguna fyrir ein- hverju, sem fyrir utan hann var? Það kann að hafa verið ást hans á annari manneskju, hrifning hans fyrir helgu máli, fögnuður lians við að drekka í sig nýjar hugsanir, barátta hans í starfi, sem tók alla krafta hans, en hann gat stund. að af huga og sál. Hinar lægri hvatir sækja á manninn fyrst og fremst, þegar hann hefir gef- ið sig á vald andlegri leti, þeg ar hugurinn er tvístraður eða stendur á sama um alla hluti. Það er einhver nærri því dular- fullur kraftur, sem því fylgir að unna einhverju, er lætur alt gróa, sem vert er um í sál mannsins. Syndir fyrirgefast og þurkast út, þar sem þetta er öðrum þræði. Það er eins og þetta bræði þær úr sálinni. i Þetta er hin eiginlega upp- sín að borga það, fyrst þeir á annað borð skrifuðu sig fyrir því, og þeim fanst það vera einskonar drengskaparskuld, er þeir stóðu í, sem minkaði þá í sjálf síns augum og annara, ef þeir brugðust þeirri skyldu. Þeir vissu að fyrirtækið var ekki I armenn 686 tunnur og 4 skepp- gróðafyrirtæki. Þeir vissu að það . ur af jarðeplum og hér um bil bænum eru, 33 timburhús og nokkur af-timbri með torfþaki, auk annara, sem eru með veggj um og þaki af torfi, 1 prent- smiðja, en kirkja engin, barna- Hr. Sigurður Sigfússon frá Oak View, Man. var staddur hér í borg um helgina. Vel lét hann af árferði þar ytra, en verðlag skóli enginn, gestgjafahús ekk- \ iágt þar> sem hvarvetna annars ert. Næstliðið sumar öfluðu bæj; staðar. átti alt sitt undir skilvísi þeirra, hvort það fengi staðist eða ekki. Sumir jafnvel lögðu því örlítið til, fram yfir áskriftargjaldið, svo það gæti borið sig. Þetta er rétt á litið, blaða- skuldir eru drengskaparskuldir. Merkust vitasmíði í veröld. 1800 hesta af heyi. Þar eru og j 40 kýr, fátt eitt af sauðfé og j FYh. frá 1. bls. hrossum. Þar eru 32 för, mes^ I eða þegar syrtir { lofti af þoku> tveggja manna og fáein stærri. Þarf mannshöndin ekki að Helztu atvinnuvegir bæjar-! snerta við þeim svo árum skift- manna eru: verzlun, smíðar, ir> og ekki þarf heldur að gkifta heyskapur. jarðeplarækt, sela-j um ijóshjúpa, því það gerir Ijós- Fyrir þeim er aldrei heimtuð veiði, fiskiafli og síldarveiði. — I veiin sjálf. Þegar einn brennur Meginbærinn liggur á sléttri eða bijar setur hún annan f << A Iri, «ATr«i’’ brögð mannanna. Páll postuli spretta hins andlega máttar, nein trygging. Blaðaskuldir eru drengskaparskuldir, sem vegna aðstæðanna, að mönnum er oftast í sjálfs vald sett, hvort þeir borga eða ekki. En nú er því svo varið með drengskaparskuldir, að enginn getur brugðist þeim nema með því að missa örlítið af sjálfum sér — missa sem ríflega svarar tveggja dollara virðinu, eða hvað það nú er, af drengskapn- um, — sem honum er skaði að missa, en engum til nota öðr- um, að hann missi. Þetta vildu menn ekki vinna til. Þeir vildu ekki láta það lítið af dreng- skapnum — eða fæstir — þótt með því gætu þeir komist hjá því að greiða tvo dalina. Það gaf þeim og heldur enga fulln- aðarkvittun fyrir dölunum, en það skarðaði sómatilfinninguna. Það skildi eftir skarð, sem var óviðfeldið og gat orðið óþægi- lega stórt með tímanum, ef skuldin var þannig greidd ár frá ári. Ekki var það þó af því að dollarinn væri svo auðfeng- inn,, né að ekki þyrfti að láta allmikið fyrir hann — að þeir gætu fengið hann jafnhraðan og þeir köstuðu honum burtu. En — skarðið í sómatilfinning- unni var seinfyltara þó, heldur en í skarðið í vasabókinni, þó fátækleg væri. Það var oft erf- itt á þeim tímum að afla doll- arsins. Þær fátæklegu afurðir, er menn höfðu til að selja, voru í lágu verði og lítils virði. Þau ár voru engin veltiár. Og á- stæður manna voru sízt, sem að líkum ræður meðal snauðra og nýkominna innflytjenda, er ekki höfðu neitt til neins, glæsi legri, en þær eru nú meðal manna yfirleitt, eftir 40 ára dvöl eða lengri í landinu. En menn hugsuðu nú svona þá og voru svona gerðir. Og einmitt fyrir þenna hugsunar- hátt stóðu þessi fyrirtæki og fleyttust áfram ár frá ári En hafa menn nú mist trúna á þenna hugsunarhátt? Eru þeir horfnir frá honum, og finst þeim einhver önnur viðskifta- sandeyri, sem er “Akureyri irist við Eyjafjörð vestan verð- staðinn. Þrekraunin mesta var að an, hér um bil 18 fet yfir sjáv-1 koma vltanum fyrir uppi á armál, þar sem hún er hæst. | k]ettinum, og að koma efninu Fyrir ofan bæinn er bröttlþangað upp sem þurfti ti,j brekka, eða hár bakki, að byggingarinnar. Skipalægi er meiri hlutanum melur, en grasi j þar ekkert. Hitinn á þessum vaxin, í hverjum jarðeplagarð-j stoðvum er afar sterkur; og arnir liggja, er skerst á ein-1 þegar vinnuskipið kom þar inn um stað sundur af gili miklu á miiii skerjanna, lagði illan rétt upp undan téðri eyri. Gil daun frá þeim fyrir vit skip. ætta er kallað Búðargil, og i verja. Vitastæðið sjálft var þak- nokkrir jarðeplagarðar eru þar ið fugiamykju> og þurfti að líka, en út og framundan bæn- byrja á því að hreinsa hana um liggur pollurinn, áður nefnd burtu, áður en grunninum varð ur Hafsbót; hann líkist mest af ( komið fyrír. En Svíar yfirstigu öllu hringskornu, miklu stöðu- vatni. Að norðanverðu takmark- ast Pollurinn af svonefndri Oddeyri, sem þeim megin, er að Pollinum veit, er 450 faðm- ar að lengd; þaðan yfir álinn austurlandið, sem er vestari hlið Vaðlaheiðar, er hér um bil 500 faðma, og hver fjalls- hlíð liggur með Pollinum að austan; en að sunnanverðu: af mörgum grashólmum, sem hlutaðir eru í sundur af ár- kvíslum þeim er Eyjafjarðará skerst í, þar sem hún rennúr til sjávar. Sunnanvert við Poll- inn eru útgrynningar miklar, þegar lágsjávað er, og er svæði það kallað leira; en þar sem mætist Pollurinn og leiran, er hár og að kalla má þverhnípt- ur marbakki, helzt þá vestureft ir dregur. Leirunni er einlægt að þoka út eftir. Þegar hásjáv- að er, er leiran öll í kafi. Lengd- in á Pollinum frá Oddeyri og inn að marbakka, er hér um 1000 faðma, en breiddin 960 faðma; en kauptúnið sjálft er hér um 600 faðmar á lengd, en breiddin sumstaðar svo lítil, að ekki verður höfð nema einsett húsaröð. Það liggur 65 mæli- stigum og 40 mínútum fyrir norðan miðjarðarlínu, en 30 mælistigum og 44 mínútum fyr- ir vestan Kaupmannahöfn. Eins og að ofan er á vikið, vantar bæinn kirkju, barna- skóla, spítala, gestgjafahús og ennfremur byggingar- og tvin- alla erfiðleika. Á skemri tíma en um var samið, höfðu þeir lokið vitasmíðinu. Vitaljósið er hið sterkasta, sem sett hefir verið við strendur Suður-Ame- ríku. Annar samskonar viti er reistur þar skamt frá, en ætl- aður aðeins til nota, ef hinn skyldi bila. Kveikir hann á sér samstundis og aðalvitinn fer eitthvað úr lagi, en á honum sloknar strax sem hinn kemst í samt lag aftur. Jarðskjálftar í Nýja Sjálandi Jarðskjálftar miklir hafa geng ið í Nýja Sjálandi síðastl. viku. Bar mest á jarðskjálftakippun- um við Hawkes Bay, þar sem þeir voru tíðastir í febrúar ár- ið 1931, og ollu mestum skemd- um. Skemdir hafa orðið mikl- ar að þessu sinni, einkum í bænum Waipiro. Sjúkrahús bæj arins skemdist og fleiri stór- byggingar, en manntjón varð lítið. í bænum Gisborne urðu miklar skemdir á húsum, vegg- ir sprungu og strompar hrundu svo að hætta var að, fyrir þá, sem flúið höfðu út á göturnar. Miðstöðvar þessara jarðskjálfta liggja um þrjátíu mílur austur af Waipiro, og eru bæir þeir, sem standa umhverfis fjörðinn, því í sífeldri hættu. Árið 1931 mistu yfir tvö hundruð manns lífið í jarðskjálftunum á þessu svæði, en yfir 1000 meiddust. Að þessu sinni er skaðinn talinn yfir $250,000.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.