Heimskringla - 16.11.1932, Page 4

Heimskringla - 16.11.1932, Page 4
4 BLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 16. NÓV. 1932.. Híintskringk (StofnuO 18S6) Kemur út á hverjum miðvikudegi. Eigendur: THE VIKINO PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsimi: 86 537 Verð blaðsins er $3.00 árg&ngurinn borgist íyriríram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. Ráðsmaður TH. PETURSSON 853 Sargent Ave., Winnipeg Manager THE VIKING PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFÁN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg. "Heimskringla” is published by and printed by The Viking Press Ltd. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. Telephone: 86 537 WINNIPEG 16. NÓV. 1932. BANDARÍKJA-KOSNINGARNAR. Hverjar sem afleiðingamar kunna að verða, er frá líður, af nýafstöðnum kosn- ingum í Bandaríkjunum, er hitt víst, að úrslit þeirra eru eftirtektarverð, og eiga eflaust eftir að teljast merkur viðburður í sögu sérveldismanna (Democrats). Þeir munu sjaldan sem fiokkur áður hafa átt að fagna slíkum sigurfarardegi í kosn- ingum. Og sé um svo verulegan stefnu- mun að ræða hjá flokkunum, sem látið er, leiðir af sjálfu sér, að þau áhrif muni ekki leyna sér til lengdar, heldur koma á einn eða annan hátt fram í þjóðlífinu, athöfnum þess og stefnu. Sérveldismenn hafa miklu sjaldnar far- ið með völd en samveldismenn (Repub- licans). í síðast liðin 72 ár hafa þeir aðeins fimm sinnum sigrað við kosning- ar. Og í tvö skfti að minsta kosti var munurinn sára lítill. Þegar Cleveland var fyrst kosinn 1884, var það aðeins fingur- bjargarfylli atkvæða í New York, sem baggamuninn reið. í kosningunum 1916, er Wilson var endurkosinn, var honum talin kosningin töpuð fram að því síð- asta. Það var Californíuríkið eitt sem þá barg málum. Samveldismenn hafa því virst grónir við valdasessinn. Og síðastliðin tólf ár hafa þeir samfleytt farið með völd. Á þjóðin þeim eflaust margt að þakka, en einnig líka fyrir margt grátt að gjalda. Þó að slíkt bitnaði nú á fráfarandi forseta, Mr. Hoover, er langt frá því, að sá hlyti þar skell sem skyldi. Fyrirrennar- ar hans tveir, og þó einkum Harding, högðu illa í pottinn búið. Hoover er ekki sagður að hafa verið mikill stjórnmála- maður, þó margt hefði hann til síns á- gætis. Hann er sagður að hafa setið og staðið eins og hringir auðmanna, sem ut- an um hann voru, ráðlögðu honum. — Þannig hefir reynslan víðar sýnt að fer, er einn og sami flokkur fer lengi með völd — verður hálf-hálfmosavaxinn í valdasessinum. Af því leiðir oftast að lok- um óheill. Og við það mun ekki hafa verið laust orðið í Bandaríkjunum frem- ur en annarstaðar. Þó við hér nyrðra eigum að heita að vera að dæma um stjórnmál í framandi landi, með þessum ummælum, þekkjum við bæði úr fylkja- og landspólitík þessa lands, mjög hlið- stæð dæmi þessu. Með sigri Roosevelts hefir þjóðin syðra séð að sér í þessu efni. Eftir öllu að dæma getur hún meira vænst af honum og flokki hans, en Hoover og samveldis- flokkinum, að minsta kosti eins og mál horfa nú við. í viðskifta og tollmálum er viðhorf Roosevelts annað en sam- veldismanna. En þó blöð þessa lands virt- ust gera mikið úr þvf, og sjá þar strax nokkurn hagnað búinn Canada, með kosningu Roosevelts, erum vér hræddir um að þess verði nokkuð að bíða. Roose- velt dró engar dulur á það við bændur syðra, að hann ætlaði ekki að slaka á verndartollum á bændavöru fluttri inn í Bandaríkin. En markaðurinn, sem Can- ada mest þarfnast, er fyrir bændavörur héðan. Annar markaður syðra, kemur oss sem stendur ekki að mikiu haldi. En auð- vitað er það ekki Roosevelts, að líta eft- ir þörfum þessa lands, nema óbeinlínis, heldur eftir þörfum síns eigin lands. Loforð Roosevelts um að endurskoða skuldasamningana við Evrópuþjóðirnar, gefa í skyn, að hann líti öðrum augum á þá en Hoover. Yfirleitt er skoðun hans önnur á utanríkism :lum landsins, heldur en samveldismanna, en þau þykja nú meira koma tímunum við, en nokkru sinni fyr. Og menn horfa yfirleitt mjög eftir breytingum á því sviði. Annað er og það, að Roosevelt hefir sýnt sig hlyntan alþýðunni. Honum hafa, bæði í þessum kosningum og áður fallið hlý orð til hennar og málefna hennar. Hann er ekki neitt róttækur, hvorki sem umbótamaður né leiðtogi. Hann er gæt- inn, hefir talsverða reynslu sem stjórn- málamaður og ágæta mentun. Viðhorf hans á stjórnmálum ber alt þetta með sér. En lundfestu kvað hann ekki bresta fremur en frændur hans. Til fram- kvæmdar á þeim málum, sem hann er sannfærður um að séu nauðsynleg, mun hann því hiklaust og einart ganga. Flokki sínum er hann heldur ekki eins háður og foringi samveldismanna var. Sérveldis flokkurinn er í þess stað háður honum. Það er Roosevelt, sem hafið hefir flokk- inn til vegs og gengis að nýju, eins og kosningaúrslitin 'sanna, en flokkurinn ekki Roosevelt. Með kosningu Roosevelts verður því ekki annað séð, en að álitlegt foringjaefni hafi til valda verið sett. Vínbannið er eitt af þeim málum, sem mönnum virðist að kosningarúslitin syðra hljóti að hafa einhver áhrif á. Er því sízt að' neita, að mikið útlit er fyrir þetta, þar sem að sérveldismenn höfðu á stefnuskrá sinni afnám áfengislaganna. Að því ber þó að gæta, að það er ekki auðhlaupið að því að afnema 18. við- bót grundvallarlaganna (the 18 Amend- ment). Til þess að geta hreyft við því máli, þarf fyrst og fremst tvo þriðju atkvæða bæði í efri og neðri deild þings- ins. Eftir það þarf þrjá fjórðu allra fylkj- anna til að samþykkja það. Þetta getur auðvitað verið byrjað í vetur, ef þingið samþykkir það. En jafnvel þó svo væri, er alveg óvíst um hvernig því máli lýkur. Það geta nokkur ár liðið enn áður en bannlögin verða úr gildi numin. Hitt er aftur annað mál, hvað þingið getur gert með breytingu á Volstead- lögunum. Það getur með einföldum meirihluta í báðum deildum breytt t .d. styrkleika ölsins, eða annars áfengis, þannig að kalla það öl eða vín óáfengt, sem hefir 4 prósent styrkleika, í stað 1 eða l/z prósent, sem Volsteadlögin á- kveða. Með því má auðvitað sölu öls og daufari vína byrja strax að þingsamþykt- inni lokinni. Það er aðeins að svona miklu ieyti, sem úrslit kosninganna geta, ef í það versta fer, haft áhrif á vínbannsmál- in í Bandaríkjunum í bráðina. En svo gæti einnig farið svo, að samveldismenn settu sig upp á móti slíkri löggjafartil- raun í þinginu, og þá er banninu ekki hætta búin, og ef til vill Volstead löggjöf- inni ekki heldur, því um það mál er ekk- ert að vita, hvernig flokksatkvæðin falla. Og svo verður æðsti dómstóll auðvitað látinn skera úr því, hvort 4 prósent öl sé áfengt. Þó ekki sé því um annað að ræða en afnám Volstead-laganna, getur það orðið tafsamara en menn virðast gera sér grein fyrir. Kosningaúrslitin eru með tölum sýnd á öðrum stað í þessu blaði. KISUÞVOTTURINN. Rannsókninni út af hvarfi háskóla- sjóðsins er að vísu ekki lokið. En með hvíldinni, sem yfirheyrslunefndin hefir nú tekið sér frá þessu starfi, og sem frá var skýrt í síðasta blaði, verða þau kapí- túlaskifti í starfi nefndarinnar, sem gefa fulla ástæðu til að íhuga, hvers menn séu nú nær orðnir um fjártap háskólans. Öll helztu vitnin hafa einnig verið yfir- heyrð, svo við nýjum stórtíðindum er tæpléga að búast úr þessu. Og hvers er almenningur nú fróðari orðinn, eftir hinar löngu og kosnaðar- sömu yfirheyrslur. Sama sem einskis. Allir sem einhver ábyrgð eða skylda hvílir á um ráðsmennsku og stjórn há- skólans, skola hendur sínar. Það veit enginn neitt um reksturinn, af því skyldu sína rækti enginn. Algerð vanræksla virð ist hafa átt sér stað í fulltrúastarfinu. Og sú vanræksla er eina haldgóða afsök- unin, sem almenningi er gefin fyrir því hvernig komið er. Hverjir voru fulltrúar almennings þessa fylkis í rekstursstarfi háskólans öllu? Stjórnarráð háskólans með Mr. Machray í broddi fylkingar. Stjórn þessa fylkis,, með forsætisráðherra Bracken fyrstan og fremstan; þá mentamálaráðherra Mr. Hoey og fleiri. Og næst þessu kemur svo sérstaklega aðal yfirskoðunarmaður fylk- isreikninga, Mr. Drummond. Allir þessir aðalfulltrúar hafa verið yf- irheyrðir ásamt nokkrum þjónum þeirra. Mr. Drummond, sem fyrstur var yfir- heyrður og mest, ver sig með því, að hon- um hafi aðeins borið að tilkynna forseta háskólaráðsins, hvernig fjármálum skól- ans var komið, og það hefði hann gert. En nú var forsetinn Mr. Machray, sem einnig var féhirðir (ólöglega?), og sem nú hefir verið sekur fundinn og dæmdur fyrir meðferð fjárins. Vitanlegt hefði Mr. Drummond mátt það vera, að til einskis var að tilkynna hinum seka einum hans eigin sök. Að raun um það hefir Mr. Drummond einnig hlotið að komast, er engin lagfæring var gerð ár eftir ár á reikningunum. Beinna lá því ekkert fyrir en að yfirskoðunarmaður gerði varafor- seta háskólans, Mr. Craig, fyrverandi dómsmálaráðherra þessa fylkis, aðvart. En það gerði yfirskoðunarmaður ekki. í því var vanræksla hans fólgin. Háskólaráðið var auðvitað aðalfulltrúi háskólans. En það hefir þannig rækt skyldu sína, að það virðist ekki hafa haft neinn fund, að minsta kosti ekki um fjárhag háskólans, síðastliðin 7 ár. Og skýrslu yfir efnahag háskólans, sem það á að afhenda mentamálaráðherra árlega, til að leggja fyrir hvert fylkisþing, hefir því í jafnmörg ár gleymst að framvísa. Meðan þessi sjö ára svefn hvíldi yfir stjórnarráði háskólans, fór Machray sínu fram og borðaði ekki ávalt köku sína smjörlausa. A& segja það, að þarna hafi um ofurlitla vanrækslu verið að ræða hjá háskólaráðinu, geta ekki ýkjur heit- ið. Mr. Hoey þekkjum vér ekki mikið, en um forvitni væri ekki sanngjarnt að bregða honum. Þau ár, sem hann er bú- inn að vera mentamálaráðherra, hefir hann aldrei hnýst inn í hag háskólans, og aldrei beðið um skýrslur yfir hann. Ástæða var þó nokkur til þess, þar sem um ekki ómerkilegri stofnun var að ræða en háskólann, sólina, þungamiðjuna í öllu mentamálakerfinu. En ef til vill hefir hann hugsað sem svo, ekki sízt eftir að hann var annað veifið farinn að sinna forsætisráðherrastörfum, að hann ætti að — “halda sér við hærri vegi en hirða um bú og fé sitt eigi.” Með því fetaðí hann sem trúlegast í spor yfirmanns síns í hinu háa embætti. Um afstöðu fylkisstjórnarinnar til þessa máls, er heldur ekki að villast. Hún kýs háskólaráðið sem fulltrúa sína á svip- aðan hátt og vínsölunefndina. Og forseta þess, Mr. Machray, skipar Brackenstjórn- in 13. júlí. Hverjir aðrir af háskólamönn- unum voru þá skipaðir, er oss ekki kunn- ugt um. Þó að um það tveir mánuðir væru liðnir — er Machray var kosinn — frá því að yfirskoðunarmaður skrifar sumum ráðherrum Brackenstjórnarinn- ar, bréf um það, að um hálf miljón doll- ara muni vera horfin úr háskólapyngj- unni, og að Mr. Machray væri maðurinn, sem böndin bærust að um hvarfið, er hann samt viðstöðulaust kosinn forseti háskólaráðsins. Yfir þetta reynir Mr. Bracken að breiða með þvf, að hann hafi ekki verið á þessum stjórnarráðs- fundi 13. júlí, og heldur ekki um fjárhagsástand háskólans vitað, en reyn- ir að kenna yfirskoðunarmanni um það. En þar sem yfirskoðunar maður var þá búinn fyrir tveim mánuðum að tilkynna stjórninni þetta (með bréfi til tveggja ráðherranna), nær slíkt engri átt. Hitt að yfirskoðunarmaður var ekki fyr en hann gerði, búinn að tjá stjórninni það sem hann vissi, og hún ver sig nú með, hefir við nokkuð að styðjast, jafnvel þó lög skipi ekki fyrir að hann tilkynni fylkisstjórninni neitt um þetta, heldur háskólaráðinu. En eins og á stóð hefði samt ekki verið litið svo á, sem hann væri að misbrúka vald sitt, þó hann segði fylkistsjórninni frá öllu. En hvað var fylkisstjórnin sjálf að hugsa? Lög- um samkvæmt átti skólaráðið að afhenda mentamálaráðherra yfirskoðaða skýrslu um fjárhag háskólans, og þá skýrslu átti mentamálaráðherra að leggja fyrir þingið. En báðir aðilar vanræktu þetta. Og hvers var þá að kalla eftir skýrslunni? Fylkisstjórarinnar vissulega eða með öðr- um orðum stjónarformannsins, Mr. Bracken. Fylkisstjórnin er því eigi síður sek um vanrækslu skyldu sinnar, en há- skólaráðið og yfirskoðunarmaður. Van- ræksla á vanrækslu ofan er augljós hjá öllum þeim, sem einhverja ábyrgð báru á rekstri háskólans. í því efni tekur ekki einn öðrum fram. Það er fullkomið jafn- ræði á með þeim í ótrúmenskunni í starfinu er almenningur trúði þeim fyrir. Það er líklegast hverju orði sannara er aðilar þessir segja, að þeim hafi ekki fundist nein ábyrgð á sér hvíla gagnvart há- skólarekstrinum. Mr. Machray hafði því óbundnar hendur og gat óáreittur gert það sem hon- um gott þótti. Var óeðlilegt þó í þá áttina drifi, sem komið er? SÖLUHORFUR landbúnaðarvaranna Eftir Jón Árnason framkv.stj. Eftir að samningunum lauk í Noregi, fór eg til Danmerkur og Englands og var nokkra daga í hvoru landi í verzlunar- erindum. — Ætla eg að skýra lítið eitt frá söluhorfum land- búnaðarvaranna eftir því sem mér virtust þær vera. Landbúnaðarkreppa sú, sem gengið hefir yfir heiminn und- anfarin ár, hefir harðnað mjög síðustu misserin. Bændur eru víðast hvar orðnir aðþrengdir mjög og ríkisstjórnirnar standa ráðalitlar gagnvart erfiðleikun- um. Bændur hafa jafnan orðið að sjá sér farborða í gegnum alla erfiðleika án nokkurs beins stuðnings frá ríkisstjómunum. í iðnaðarlöndum hefir aftur á móti verið gripið til þess hæga ráðs á krepputímum, að draga úr vinnu í verksmiðjunum eða loka þeim alveg um lengri eða skemri tíma, og á síðari árum hafa ríkisstjórnirnar verið látn- borga verkafólkinu atvinnuleys- isstyrki til þess að það falli ekki úr harðrétti. Verðlag landbúnaðarafurða hér í nágrannalöndunum er á- kaflega lágt, en þó lægst þar sem framleiðslan er svo mikil, að mikið verður að flytja út, eins og t. d. í Danmörku. Danir hafa selt mikið af landbúnaðar- vörum til Þýzkalands og Frakk- lands, en innflutningshömlur, háir tollar og gjaldeyrisskortur valda því að mjög erfitt er að selja nokkuð sem heitir til þess- ara landa. Aðalmarkaður Dana er þó í Bretlandi. Er búið að leggja innflutningstoll á smjör og osta, og búist við að flesk og kjöt verði einnig tollað, að minsta kosti takmarkaður inn- flutningur þessara vara. í Noregi er verðlag á land- búnaðarvörum talsvert hærra en annarsstaðar á Norðurlönd- um. Framleiðslan er ekki meiri en svo, að því nær öll fram- leiðslan selzt til neyzlu innan lands. Á flestum þessum vör- um eru háir verndartollar og ýmsar ráðstafanir hafa verið gerðar til þess að halda verðinu uppi. T. d. eru norskar smjörlík isverksmiðjur skyldar að blanda alt smjörlíki, sem þær framleiða með fastákveðnu lágmarks- magni af smjöri. Þetta hefir hjálpað norskum bændum ákaf- Iega mikið og einkum greitt fyrir sölu á heimagerðu smjöri, sem ætíð selzt illa í samkepni við smjör frá mjólkurbúunum. Þegar eg fór frá Osló um miðjan september, var sala á íslenzku saltkjöti rétt að byrja. enda var beðið eftir úrslitum kjöttoltésamningamna, svo að sala gat ekki byrjað fyr, þar sem gamli tollurinn verkaði sem algert innflutningsbann á kjötið. Samkvæmt samningunum njóta íslendingar ekki tollíviln- unar nema fyrir 13,000 tn. af kjöti í kauptíðinni 1932—33. Það greiddi fyrir sölunni, að kjötmagnið var takmarkað þar sem með því er fyrirbygt að of mikið af kjöti flytjist til lands- ins. Söluverð íslenzka dilka- kjötsins hefir verið um 64—65 norskar krónur tunnan, komið á höfn í Noregi. Ef tollsamning- urinn verður staðfestur kemur líklega uppbót á kjötverðið, sem tollmuninum nemur. Þetta er á- kaflega lágt verð fyrir íslenzka framleiðendur. En svo ber að líta á hvað kjötið kostar neyt- endurna í Noregi. Tollurinn er sem stendur kr. 33.08. Heild- I fullan aldarfjórðung hafa Dodd’» nýma pillur verið hin viðurkenndu meðul við bakverk, gigt og blöðro 3júkdómum, og hinum mörgu kvilla, er stafa frá veikluðum nýrum. — Þær eru til sölu i öllum lyfjabúð- um á 50c askjan eða 6 öskjur fyrir $2.50. Panta má þær beint frá Dodds Medicine Company, Ltd., Tor- onto, Ont., og senda andvirðið þang- aB. salar reikna sér um 10 kr. á tunnu fyrir uppskipun, geymslu kostnað, viðhald, þriggja mán- aða greiðslufrest og verzlunar- ágóða. Smásalinn tekur um 30 prósent fyrir rýrnum og álagn- ingu. — Má geta þess að kjöt- ið léttist mikið í saltinu fyrstu mánuðina og vigtast venjulega ekki meira upp úr tunnunum en 106 til 108 kg. þó í þær séu látin 112 kg. Söluverð kjötsins í smásölu til neytenda verður þá kr. 1.25 fyrir kg. að meðal- tali, eða kr. 140.50 fyrir tunnu. Þann 15. september athugaði eg verð á nýju norsku dilkakjöti og smásöluverðið í sölubúðun- um fyrir fyrsta flokks nýtt dilkakjöt var kr. 1.40 per kg. Nú var aðal slátrun ekki byrjuð og því búist við að nýja kjötið mundi lækka eitthvað Á þess- um samanburði sést það greini- lega að verðið á ísl. saltkjöt- inu getur ekki verið neitt sem nemur hærra, nema verð hækki á nýju kjöti, því íslenzka salt- kjötið selst ekki fyrir eins hátt verð og nýtt dilkakjöt. Útlit er fyrir að kjötsalan verði greið í Norégi og engum vandkvæðum verði bundið að selja það kjöt, sem þangað verð ur flutt í haust og vetur. í Danmörku selzt því nær ekkert af íslenzkum landbún- aðarvörum, og það lítið sem selt er þar, t. d. ull og gærur, er flutt út aftur. í London er mesti kjötmark- aður í heimi. Bretar flytja inn árlega um 20,000,000 af frosnu kindakjöti og um 1,700,000 nautgripaskrokka. Líklega verða fluttir þangað í haust og vetur um 100,000 dilkaskrokkar frá íslandi. Þessa innflutnings gætir ekki mikið, en vegna hins geysimikla kjöt- innflutnngs annars vegar og kaupgetuleysis almennings hins vegar er kjötverðið ákaflega lágt. Dagana, sem eg var í London var kjötverð þar sem hér segir afhent af skipsfjöl per kg.: Nautakjöt nýtt ........kr. 0.75 Nautakjöt frosið, bezta ' teg...................— 0.53' Nautakjöt frosið, lak. tegund ................— 0.30 Bezta lambakjöt, frosið — 0.92 Lak. lambakjöt, frosið — 0.60 Bezta kindakjöt, frosið — 0.60 Lak. kindakjöt, frosið — 0.30 Kjötverð hefir ekki verið svona lágt í Englandi síðan ár- ið 1909. Eftir öllum h'kum að dæma má búast við að ná um 70 au. verði fyrir íslenzka kjöt- ið komið á höfn á Englandi. Frá því verði dregst svo allur kostnaður við flutning, vátrygg ingu, sölu frystingu hér heima o. s. frv. Engu skal um það spáð hvort verðlag á hveiti breytist í ná- inni framtíð. Telja má þó nokk urn veginn víst, að verðið lækki ekki úr þessu. Verð fyrir sumar kjöttegundir er orðið svo lágt, að það hrekkur tæplega fyrir flutnings -og sölukostnaði. — Lengra virðist varla hægt að komast. Alt er enn í óvissu um hvort Englendingar leggja toll á innflutt útlent kjöt. Telja

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.