Heimskringla - 16.11.1932, Side 6
6 BLAÐSEÐA
HEIiyiðKRiAOkA
WINNIPEG 16. NÓV. 1932.
I þarf að taka til greina, dreng-
ur minn, og kvenfólkið hefir
skarpt auga fyrir smáatriðum
í fari karlmanna.”
Jón roðnaði í andliti og
svar aði í þóttafullum rómi:
“Ungfrú Cora er sú síðasta
stúlka í heiminum, sem ----
—”. Hann endaði ekki setn-
inguna en gekk þvert yfir
gólfið í stofunni, með hend-
urnar fyrir aftan bakið og
höfuðið niður á bringu, auð-
sjáanlega í djúpum hugleið-
ingum. Alt í einu staðnæm-
ist hann og snýr sér að gamla
manninum, sem starði á
hann. “Það er kominn tími til að fara í rúmið
og hvíla sig. Morgundagurinn kemur áður
varir og hefir hann mikið og erfitt starf fyr-
ir okkur í skauti sínu,” sagði hann. Hjálpaði
hann svo Cobden inn í svefnherbergi hans og
'skildi ekki við hann fyr en hann var kominn
í rúmið.
En Jón fór ekki strax að hátta. Hann
gat ekki hrundið burt úr huga sínum atburð-
unum, sem komið höfðu fyrir hann þá um
daginn. Og innan um þá atburði blandaðist
hugsunin um æfi hans til baka eins langt og
hann mundi eftr sér. Hann viðurkendi með
sjálfum sér, að hann hefði fyrir margt að
þakka gamla Cobden og hann virti og elsk-
aði fóstra sinn, en honum fanst sem hann
mundi elska hann ennþá meir og innilegar ef
gamli maðurinn hefði gert meir til þess að
fnna út hverjir foreldrar hans væru. Síð-
ustu árin hafði Jón gert alt( sem hann gat til
þess, að koma gamla Cobden til að neyta
ekki áfengis í stærri stíl en góðu hófi gengdi.
En honum hafði gengið það illa. Sá löstur
Cobdens hafði breitt skugga blæju yfir æfi
hans, sem annars hefði geta verið björt og
fögur.
snortið hina fíngerðustu strengi hjarta þeirra.
Og er hann fann að honum voru gefnar þess-
ar gáfur, strengdi hann þess heit að nota þær
einungis eftir því, sem samvizka hans og
sannfæring biðu honum að gera til hins góða
og aldrei í neinum eigingjörnum tilgangi.
Það var orðið áliðið nætur er hann loks-
ins fór í rúmið ,en hann var, samt sem áður,
árla á fótum næsta morgun. Hann borðaði
morgunverð í flýtir. Er hann var að ganga
út úr stofunni, kom sendisveinn með bréf til
hans frá ungfrú Coru. Hún óskar honum
til allrar lukku og blessunar í kosningunum
sem fram áttu að fara þá um daginn. Hún
býður að ljá honum bíl sinn og ökumann ef
hann þurfi á að halda þá um daginn til að
flytja fólk að kjörstaðnum. Einhverskonar
sjálfstæðis löngun var rétt búin að koma
Jóni til þess, að neita þessu boði afdráttar-
laust, en gamli Cobden kvað það óhyggilega
gert af honum, svo Jón bað sendisveininn að.
skila til Coru, að hann þægi boð hennar með
þökkum.
Lögðu þeir svo af stað saman til kjör-
staðarins, Jón og Cobden.
JON STRAND
Saga eftir
PAUL TRENT.
Þýdd af
G. P. MAGNÚSSON.
“Eg mun aldrei gleyma því, sem þú hefir
gwrt fyrir mig. Mín eina hjartans þrá er það
að geta í einhverju sýnt þér, að lífsstarfi
þínu hafi ekki verið á glæ kastað. Með öðru
mun eg aldrei verða maður til að launa þér.’’
“Ekki er eg svo viss um það,’ ’sagði
gamli maðurinn og var sem færðist dökt ský
yfir andlit hans. Hann varð alt í einu hugsi.
“Eg óska að eg gæti það. Þér á eg það
að þakka, sem eg er nú. Ef það væri ekktfyrir
þína umhyggju fyrir mér, væri eg nú að
öllum líkindum óbreyttur starfsmaður í ein-
hverju verkstæðinu hérna — ef eg væri þá
annars til á þessari jörð. Er það ekki dálítið
einkennilegt, að í dag hefir gripið mig hvað
eftir annað, óstjórnleg löngun til þess að vita
hverjir foreldrar mínir voru. Fram að þessum
tíma hefir mér sjaldan komið sú spurning í
hug. Þú hefir verið mér hvorttveggja í senn,
móðir og faðir.”
“Hvað varð til þess að þú fórst að hugsa
svo mjög um foreldra þína í dag? Var nokk-
ar sérstök ástæða til þess?”
“Já, eg býst við að svo hafi verið. Eg var
staddur i samfélagi við hefðarfólk af tignum
ættum, og mér kom í hug hvort eg hefði í
raun og veru nokkurn siðferðilegan rétt til
þess að eiga samneyti við það. Eg fór að
hugsa um það, hvaða blóð rynni í mínum
æðum, og hvort eg ætti virkilega nokkurn
lagalegan rétt til nokkurs nafns.’’
Jón endaði þessi orð sín í lágum róm,
niðurlútur og hugsi.
“Láttu þetta atriði ekki hafa nein áhrif á
þig. Hverjir foreldrar þínir voru eða hvort
þau voru hvort öðru gefin af presti, gerir
minstan mun. Þau voru bæði heiðvirðar per-
sónur og það nægir. En hvert er þetta hefð-
arfólk, sem þú talar um að þú hafir verið í
samfélagi við í dag?”
“Það voru þau feðginin, ungfrú Cora og
jarlinn faðir hennar,’ ’svaraði Jón. Síðan
sagði hann gamla manninum frá því, sem fyr-
ir kom um daginn, er þorparinn tók handtösku
Coru, sem varð svo orsök til þess, að hann
kom f hús þeirra Southwold feðginanna.
Það var ekki fyr en hann hafði lokið
máli sínu, að hann leit upþ. Sá hann þá að
gamli maðurinn var orðinn náfölur og barð-
ist við mikla geðshræringu.
“Hvað hefir komið fyrir? Hvað gengur
að þér?’ ’spurði Jón og gekk yfir til fóstra
síns.
“Ekkert — alls ekkert. Heltu víni í staup
og gefðu mér,” sagði gamli Cobden.
Hendur hans titruðu er hann tók við glas
inu og bar það upp að vörum sér. Augun voru
eins og í dýri, sem er rétt að stökkva á bráð
sína. Jóni varð bylt við þessa sjón; svona
hafði hann aldrei séð fóstra sinn áður.
“Hér er góð lukka, Jón minn. Þinn verður
sigurinn á morgun — stór sigur. Svo kemur
minn sigur síðar.” — Svo rendi hann úr glas-
inu í einum teyg.
Hvaða samband var þar á milli. Hann
bafði aldrei heyrt hann minnast á þau einu
orði í öll þau ár, sem þeir voru búnir að vera
saman.
2. kapítuli.
Tuttugu og sex ár var Jón Strand búinn
að lifa hjá gamla Cobden. Það allra fyrsta,
sem hann man eftir frá sínum æksuárum, er
gömul kona, sem vön var að leiða hann um
garðinn, sem var í kringum Cobdens setrið.
óljóst man hann eftir því, þegar fóstri hans
sagði honum fyrst hvemig það hefði atvikast,
að þeirra líf fléttaðist saman. Sú saga er ekki
löng, eins og hún var sögð af gamla Cobden,
og þar sem hún hefir nokkuð að gera við
þessa sögu, þá ætlum vér að segja hana hér:
“Eitt skifti, er eg var á göngu heimleiðis,”
byrjaði gamli Cobden sögu sína, “fór eg eftir
þröngri götu, sem lá meðfram árbakkanum. Á
aðra hönd mína var áin, en á hina þéttir skóg-
arrunnar meðfram veginum. Alt í einu heyrðist
mér eg heyra lágt hljóð, er barst út úr runnun-
um. Eg staðnæmdist og hlustaði. Eg heyrði
hljóðið aftur, og nú skýrar en í fyrra skiftið,
þar eð eg stóð kyr. Eg gekk út að runnanum
í þá átt, er mér heyrðist hljóðið koma úr. Ytti
trjágreinunum til hliðar meö höndunum og
kom þá auga á fataböggul, er þar lá, og kom
þetta hlóð, sem eg heyrði, úr bögglinum. Eg
tók þá þenna böggul og fór með hann heim til
mín. Þú varst innihald þessa bögguls. Þannig
var hin fyrsta viðkynning okkar. Síðan hefir
það atvikast þannig, að þú hefir verið hjá
mér.”
Þessi stutta saga um uppruna hans hafði
nægt Jóni í öll þessi ár. Honum hafði alla-
jafna liðið vel á uppvaxtarárunum. Það var
ekki fyr en hann fór í háskólann, að það vakn
aði hjá honum einhver þrá eftir því, að vita
eitthvað meira um sjálfan sig.
“Hefir þú aldrei gert neina tilraun til þess
að finna foreldra mína?” spurði Jón eitt sinn
fóstra sinn, er þeir voru tveir einir.
“Nei. Þér hafði verið skilyrðislaust fleygt,
sem ónýtum hlut án nokkurrar vísbendngar
um nokkuð þér viðkomandi. Það gladdi mig
að eg skyldi verða til þess að finna þig. Það
er ef til vill eigingirni hjá mér. En nærvera
þín gerð mig .... mér leið betur og mér leidd-
ist ekki eins mikið þegar þú varst hjá mér.”
Þetta var eina svarið sem Jón fékk, og
hann vissi að það var þýðingarlaust fyrir sig
að spyrja frekar um þetta.
En nú var sá tími kominn, að Jóni fanst
það öllu skifta fyrir sig, hverra manna hann
var., — hvaða stétt mannfélagsins hann í
raun og veru tilheyrði. Þegar hann svo tók
eftir þeirri geðshræring, sem greip gamla
Cobden er hann varð þess var, að Jón hafði
komið í hús þeirra Southwold feðginanna, þá
fór hann að gruna ýmislegt, sem honum hafði
aldrei til hugar komið áður.
“Hefir þú nokkra hugmynd um, hvern
Aldeburgh jarl hefir í huga til að mæta þér?”
spurði Cobden eins og úti á þekju.
“Nei, alls enga hugmynd. Eg get naum-
ast búist við, að hann fari að ráðgast um það
við mig,’ 'svaraði Jón þurlega.
“Skyldi bróðir hans verða þar viðstadd-
ur? Það gæti verið bæði gagnlegt og gaman
fyrir þig að mæta forsætisráðherranum.”
“Eg er alls ekki viss um að herra Gerald
Southwold dáist svo mjög að minni persónu
eða mfnum stjórnmálaskoðunum, að eg falli
honum vel í geð.”
“Ef þú sigrar á morgun og nærð kosn-
ingu, þá verður þú að leggja til síðu allan
persónulegan ágreining, og þitt persónulega
álit á þessum eða hinum manninum. Forsæt-
isráðherrann gæti þá vissulega orðið þér gagn
legur vinur.”
“Mér skilst sem þú skoðir þetta einskon-
ar pólitískan leik. Þar greinir okkur á. Eg
hefi ekki kosið mér að taka þátt í stjórnmál-
um eða gera þau að lífsstarfi mínu mér til
skemtunar eða heilsubótar, né heldur fyrir
neinn persónulegan hagnað.”
“Þá ert þú líka alveg sérstakur maður —
alveg einn í þinni röð. Aðrir slíkir fyrirfinn-
ast ekki.”
“Eg hefi ásett mér að vinna að hagnaði
landsins og fólksins í heild sinni, hvað sem
mér sjálfum líður.”
“Vitleysa! Draumar, drengur minn. Þú
ert ekki á pólitískum ræðupalli núna. Auðvit-
að verður þú engin undantekning frá öðrum
mönnum, sem við stjórnmál fást, þegar fram
líða stundir. Þú verður þér út um vel launað-
ar, háar stöður, eins og þeir allir hinir.”.”
“Fjögur hundruð á ári í þingmannslaun,
og svo það, sem eg kann að innvinna mér í
viðbót við blaðastörf, eru nægileg laun fyrir
mig. Eg óska ekki eftir meiru.’
Cobden svaraði engu, en leit rannsakandi
augum til Jóns.
“Má vera að það sé heppilegasti vegur-
inn,’ sagði hann eftir ndkkra stund um leið
og hann stóð upp og gekk yfir að skápnum.
Jón fór á eftir honum.
“Ekki meira í kvöld, fóstri minn,” sagði
hann í bænarróm, og lagði hendina mjúklega
á öxl gamla mannsins, sem lét að orðum hans
strax og gekk til baka að sæti sínu.
“Eftir á að hyggja,” sagði Jón er Cob-
den var seztur aftur. “Eg hefi ákveðið að gera
alt sem mér er mögulegt til þess að finna,
hverjir foreldrar mínir hafa verið, eða eru,
ef þeir eru enn á lífi.”
“Nokkuð seint í tímanum, að eg hygg.
Svo mundi það verða árangurslaust starf fyr-
ir þig. Ekki leiða af sér annað en armæðu og
þreytu fyrir þig.”
“En samt finst mér það vera skylda mín
að gera tilraun,” svaraði Jón ákveðinn.
Gamli maðurinn rannsakaði hann á ný
með augunum.
“Drengur minn, þú ert orðinn breyttur.
Eitthvað hefir breytt þér. Ef til vill er það á-
byrgðin, sem þú sérð fram á að á þér hljóti
að hvíla, ef þú pærð kosningu á morgun.
Þú sýnist vera mikið eldri en þú varst fyrir
nokkrum dögum síðan.” Hann varpaði önd-
inni mæðilega, en hélt syo áfram: “Mér er
sagt að ungfrú Cora sé mjög lagleg og mynd-
arleg stúlka.”
“Hún er sú lang fríðasta og myndarleg-
asta stúlka, sem eg hefi nokkru sinni séð,”
sagði Jón eins og ósjálfrátt.
“Já, eg átti von á því. Og hún var einlæg
og blátt áfram við þig?” spurði Cobden.
“Já, en mér fanst þó að alúð hennar
vera meira lík uppgerð — vera ónáttúrleg.
Mér fanst það stafa af því einungis, að henni
fyndist hún standa í einhverri skuld við mig
fyrir það, að eg náði handtöskunni hennar af
þorparanum og færði henni hana heim.”
“Þú mátt ekki gleyma því að þú ert fríð-
ur maður og mannalegur, og að hún hlustaði
á ræðu þína í dag. Það er margt, sem maður
Eftir að Cobden hafði útskrifast sem lög-
fræðingur með beztu einkun blasti framtíðin
við honum heiðskír og fögur. Hans náttúru
gáfur voru miklar, og hann var sérstaklega
heppinn í öllum sínum fyrirtækjum. Hann
var glæsimenni og prúðmannlegur í allri
framkomu. Þetta varð til þess, að vekja á
honum sérstaka eftirtekt hjá stéttarbræðrum
hans. Þeir litu upp til hans sem sér meiri og
betri lögfræðings. Hann var einskonar spá-
maður í augum þeirra. Svo kom breyting fyr-
ir hann er orsakaði það, að líf hans tók alt
aðra stefnu. Allir tóku eftir breytingunni, en
engir nema hans nánustu vinir vissu af
hverju breytingin stafaði. Alt fór að ganga
aftur á bak og öfugt fyrir honum. Hann
vanrækti sta#f sitt og menn hættu að trúa
honum fyrir málum sínum. Það var sérstök
tilviljun ef hann vann mál fyrir rétti hversu
góðann málstað sem skjólstæðingur hans
hafði. Svo kom það fyrir eitt sinn, að hann
kom allmikið ölfaður í réttarsalinn. Þá var
það ekkert leyndarmál lengur af hverju breyt-
ingin stafaði. Yinir hans sárbændu hann að
hætta áfengis nautn sinni; bentu á hvað það
vær öllum skaðlegt að neyta áfengis í óhófi,
en ekki þó hvað síst mönnum í hans stöðu.
Allar bænir urðu árangurslausar. Hann tap-
aði vinum og áliti sínu með hverjum degi
sem yfir gekk. Þegar hann fann Jón, hafði
það þau áhrif á hann, samt sem áður, að í
nokkur ár mátti segja að hann bragðaði ekki
áfengi. En svo byrjaði hann aftur og það öllu
meir en fyr.
Jón fyltist meðaumkun er hann hugsaði
til þess, hvernig æfi þessa manns hafið farið
að forgörðum og orðið engum að hálfum
þeirn notum, sem hún hefði vel mátt verða.
Svo hristi Jón þessa hugsun frá sér eins og
eitthvað sem hann hrylti við. Hann fór að
hugsa um næsta dag og kosnngarnar. En
honuai gekk illa. að halda samhengi í hugs-
un sinni. Það skaut einlægt upp andliti milli
luigsuna bylgjanna. Elskuverðu og fallegu
meyjar andliti. Honum fanst svipur þess vera
fullur hluttekningar í kjörum hans. Þetta var
í fyrsta skifti á æfinni sem Jón hafði hugsað
um l.ronnmMm : sambandi við liann sjálf-
ann. Og honum fanst það alls ekki heppilegt
að Cora skyldi koma svona inn í líí hans og
iiafa þessi álirif á það. Hann va • einlægur <
orðum og hugsun er xhann sagði að sitt líf
skildi helgað landi og þjóð, og hann var jafn
einlægur í því, að binda sig ekki neinum sér-
stökum stjórnmálaflokk, heldur skyldi hann
vinna, tala og greiða sitt atkvæði í samræmi
við það, sem sannfæring hans biði honum.
Hann var ekkert stoltur af því, enda þótt
hann væri sér þess meðvitandi, að hann
hafði víðtækum gáfum yfir að ráða. Þegar
hann flutti sína fyrstu ræðu frammi fyrir
mörg hundruð manns, varð hann strax var
við, hvað honum var létt um að tala og koma
hugsunum sínum í orð. Það fór ekki fram
hjá honum aðdáunin, sem lýsti sér í andlitum
áheyrendanna. Hann fann að hann gat
Jóni var alstaðar tekið með fögnuði og
allir töldu honum sigurinn vísan í kosningun-
um.
Það var komið fram undir miðnætti
þegar Jón stóð á tröppunum fyrir framan
bæjarráðshöllina og talaði til kjósendanna.
Meiri hluti sá, er Jón hafði fengið í kosning-
unum var langt fram yfir það, sem hann og
hans fylgdarmenn höfðu gert sér vonir ur
Þeir, sem þóttust sjá lengst fram í tíman,
kváðu þessi úrslit ekki einungis sigur fyrir
nútímann, heldur mundi hann verða söguleg-
ur atburður framtíðarinnar.
“Eg er yður öllum, kjósendur mínir, þakk-
látur af hjarta, fyrir þá tiltrú og það traust,
sem þér hafið sýnt mér í dag með því að
kjósa mig þingmann yðar með þeim stórkost-
lega meirihluta atkvæða, sem raun varð á,”
sagði Jón. “Eg vil gera alt, sem í mínu valdi
stendur til þess, að sjá yðar hag í öllu og bera
velgengni lands og þjóðar fyrir brjóstinu á
öllum tímum. En þó verður mín fyrsta og
helzta skylda ætíð að vera sú, að vinna að
hag landsins. Þeir tímar koma, ef til vill
fjT en okkur varir, að við verðum að fórna
miklu fyrir landið og ríkið, og þá verðum
við að gera það með glöðu geði og án allrar
eftirsjá. Eigingirnina megum við aldrei hýsa.”
Gamli Cobden brosti með sjálfum sér er
hann heyrði þessi orð Jóns. En er hið óstöðv-
andi lófaklapp og óp kvað við úr öllum áttum
að lokinni ræðu Jóns, fór glettnisbrosið af and-
liti gamla mannsins og hann varð alvarlegur á
svipinn.
“Jón minn er jafnvel stærri persóna í öll-
um skilningi en eg hefi nokkru sinni hugsað
mér hann,’ tautaði gamli Cobden fyrir munni
sér. “Hefi eg þó alla jafna litið á hann sem
andlegt og líkamlegt stórmenni. Hann er fædd-
ur leiðtogi, hefir yfirgnæfandi vald yfir hugum
manna. Framkoma hans er öll svo fyrir-
mannleg.”
Loks tókst Jóni að losa sig frá vinum sín-
um, sem komu til hans, hver eftir annan til
þess, að óska honum til Iukku. Hann og Cob-
den gamli óku burt í bíl Coru. Gamli maður-
inn skildi ekkert í því, að það var ekki hægt
að marka það að neinu leiti á svip Jóns, að
hann gleddist yfir hinum mikla sigri er hann
var nýbúinn að vinna.
“Þú ert frábærilega rólegur eftir alt það,
sem gengið hefir á í dag.” sagði Cobden er þeir
voru komnir heim til sín og sestir inn í dag
legu stofuna.
“Eg er ánægður, að vísu, yfir úrslitunum,
en þó líður mér ekki sem bezt. Eg hefi unnið
hart undanfarna daga, lagt mikið að mér bæði
líkamlega og andlega. Og nú, þegar alt er af-
staðið, finn eg til þess að eg hefi tekið að mér
mikla og ábyrgðarsama stöðu, eg ber hálfgerð-
an kvíðboga fyrir því, að mér takist ekki að
leysa skylduverkin eins vel af hendi og eg vildi
og gera ber.”