Heimskringla - 24.05.1933, Side 2

Heimskringla - 24.05.1933, Side 2
2. SÍÐA. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 24. MAÍ 1933 STOFNENSKAN VI. Framh. Doktor Guðmundur Finnboga- son kemst einhvers staðar svo að orði í erindi sínu um stofn- enskuna: “Sá sem talar og ritar stofnensku er því fleygur og fær, hvar sem hann kemur. Hann getur fengið hugsunum sínum búning, sem allir ensku- mælandi menn skilja, hvar í heiminum, sem er.” Hvernig getur siðameistari, sem læzt vera að víta óráð- vendni stjórnmálamanna, fengið sig til að beita sannleikann slíku ofbeldi? Því fer meira að segja mjög fjarri, að maður, sem talar venjulega ensku, sé “fleygur og fær, hvar sem hann kemur”. í nýjustu skýrslum, sem eg hefi undir höndum um útbreiðslu tungumálanna, er talið, að um 200 miljónir manna kunni ensku, og ibúar jarðarinnar eru Iþó reiknaðir eitthvað yfir 2000 miijónir. títofnensku-notandi yrði þó mun ver settur en -ensku talandinn. I>að er nú fyrst og fremst að fjölmargar umskriftir stofnenskunnar eru svo óná- kvæmar, eins og eg hefi sýnt fram á í III. kafla þessarar rit- gerðar, að enskumælandi fólk mundi ekki skilja til hlítar mann, sem talaði stofnensku. En svo er það annað, sem doktor Guðmundur gengur þegjandi fram hjá. Og það er þetta: Þó að sá, sem lært hefði stofnensku, gæti einhvern veg- inn stautað fram úr að gera sig enskumælandi mönnum skiljan- legan á þessu óskýra, barnalega máli, þá skildi hann bókstaflega talað ekkert af því| sem ensku- mælendur segðu við hann, nema þessi 850 orð og 20 al- þióðaorð, er hann hefði tileink- að sér úr orðabók Ogdens, því að þeir, sem hann ætti orðastað við, töluðu ekki stofnensku, heldur venjulega ensku. Stofn- ensku bablari stæði því frammi fyrir hinum enskumælanidi heimi eins og málhaltur mað- ur, sem auk málheltinnar væri því sem næst heymarlaus. Er Jþað heimspekinni samboðið að segja um þennan mann, að hann sé “því fleygur og fær, hvar sem hann kemur”? Einhverjum fyndist þessir annmarkar þó kannski ekki nægileg ástæða til þess að fara ekki eftir þeirri ráðleggingu Vil- hjálms Stefánssonar að byrja að kenna stofneneku hér í skólum, er ofurlítil von væri um, að aðrar þjóðir gerðust samábyrg- ar í vitleysunni. En það er engin hætta á, að þær séu svo einfaldar. Þeim dettur aldrei í hug að innleiða stofnensku í skóla sína. Og sízt af öllu mundi það hvarfla að nokkurri ensku- mælandi þjóð. Þær kynnu bara að ráðleggja öðrum það. í»að væri eitt af síðustu úrræðunum til þess að treina lífið í brezku alveldisstefnunni. Jafnvel sjálf- ur höfundur stofenskunnar sýn- ir svo litla virðingu máli sínu, að rít sín um stofensku skrifar hann á fremur þungri og leiðin- legri ensku. Það var þó tæki- færi bæði til að sýna mátt stofnenskunnar og til að reyna að létta undir með útlendingum í að tileinka sér undirstöðu atriði hugnmydarinnar. Dok- tor Zamenhof, höfundur Esperantos, fór alt aðra leið. Hann orti og skrifaði nálega einvörðungu á Esperanto og sannaði þar með öllum heimi, að hann hafði skapað mál, sem var fyllilega fært um að túlka hvers konar viðfangsefni á bo'rð við þjóðtungurnar. VII. Það er að lokum eitt atriði, sem eg tel ekki langt úr vegi aö drepa líið eitt á, þótt það snerti að vísu aðeins enskukennara og enskunemendur, en sé al- þjóðamálshugmyndinni og al- þjóða málsmönnum alveg óvið- komandi. Doktor Guðmudnur Finnboga- son virðist ætla, ef eg hefi skil- ið hann rétt, að stofnenskan sé einkar-hentug til byTjunarnáms í enskri tungu. Frá mínu sjón- armiði víkur þessu öfugt við, og rök mín eru þessi: Með því að læra í nýtízku kenslubókum í ensku jafnmik- inn orðafjölda og leyfður er í al mennri stofnensku, það er 850 orð, þá tileinkar nemandinn sér ekki einungis þessi orð, heldur lærir hann þau jafnframt á máli sem er talað og ritað af ensku- mælandi þjóðum. Að loknu námi þessara 850 orða hefir hann því einnig náð valdi á svo og svo miklu af orðasam- böndum og orðatiltækjum, er hann síðar hittir í enskum bók- um og daglegu máli enskutal- ->ndiandi manna. En ef hann ’ærir jafnmörg orð á stofn- ensku. þá tileinkar hanri sér með þeim að nokkru leyti mál- "a”. sem hann rekst aldrei á "’ðar, ,hvorki í enskum bókum né í mæltu máli enskumælandi '^lks. Þar að auki er að minni ^yggju mikil hætta á því, að lomendurnir. sem hefðu inn- -ætt sér málfar stofnenskunnar, ættu síðar meir erfitt mieð að lcsna undan áhrifum þess oe hverfa að málvenjum enskrar tungu. Eg/álít því miklar lík- i.r til þess, að stofenskan hindr- aði menn beinlínis í að tileinka sér góða ensku. Einhver vildi ef til vill færa stofnenskunni það til málsbóta, að hún kendi einkum þau orð, sem algengust eru í ensku og mest þörf er á að læra til þess að geta bjargað sér meðal enskumælandi þjóða. En slíkt hið sama gera nýjustu kenslu- bækur í venjulegri ensku. VIII. I bók minni “Alþjóðamál og málleysur” geri eg all-rækilega grein fyrir því, hvað menn al- ment skilja við alþjóðamál og hvert yrði hlutverk þess í menn- ingu framtíðarinnar. Þegar eg ber stofnenskuna saman við þá greinargerð, sé eg undir eins, að hún er óralangt frá að full- nægja nokkurri þeirri kröfu. sem alment eru gerðar til al- þjóðlegs hjálparmáls. í fyrsta lagi stendur hún svo lágt að inálgæðum, að hún er gersam- lega óliæf sem talmál og bók- menramál. 1 öðru lagi er hún limlest þjóðtunga, alenskt af- skræmi. Og þetta, að hún til- heyrir sérstakri þjóð, það er jafnvel þyngri dauðadómur yfir lienni sem aiþjóðamáli en allur hennar ófullkomleiki, barna- skapur og eskimóaháttur. Frekari gagnrýningu á stofn- enskunni má lesa í hinu ágæta bréfi professors Collinsons, sem eg hefi birt á íslenzku í bókinni “Alþjóðamál og málleysur.” Málgæði stofnenskunnar get- ið þið langskýrast sett ykkur fyr ir sjónar með að hugsa ykkur, að þið ættuð að tala og rita stofníslenzku, það er íslenzkt mál, sem væri einungis 850 orð og að í staðinn fyrir öll hin orðin, er þið hafið hingað til notað daglega í ræðu og riti, ættuð þið að bjargast við sam- setningar sumra þessara orða og meira og minna langar um- skriftir, sem allar væru gerðar með bessum 850 orðum. ()g festið ykkur vel í minni, að i þessu aiáli mættu að eins vera Megnið af hinum hluta málsins, sem er tæp 700 orð, eiga að vera nafnorð og að eins þau nafnorð, sem oftast eru notuð í íslenzku máli. Og nú kemur iðkunin! Að þessum grundvelli fengn- um skuluð þið reyna að hugsa ykkur, að þið séuð að tala samari á slíku máli. Ef til vill ber nú eirimitt svo við, að þið eruð stödd í kaffigFcb hjá ein- hverri vinkonu ykkar eða kær- komnum vini. Og nú ber margt a góma, allar götur neðan frá síðustu garnarakningum úr lif- andi prestum austur í Sovét- Rússlandi, sem vitanlega særa ykkar helgustu tilfinningar, upp til hárfínna sundurliðana á eig- ipleikum Hinnar fyrstu orsak- ar. Þið, sem berið fyrir brjósti efnalega afkomu lands og lýðs, skuiuð gera ykkur í hugarlund, að nú standi fyrir dyrum alþing- iskosningar. 1 bamaskólaportinu er fjölmennur kosningafundur. Þið skálmið upp á ræðupallinn hvert á fætur öðru og flytjið þar þrumandi ræður á stofníslenzku frammi fyrir öllum þessum mannsöfnuði. Og það er hvorki meira né minna en að afkoma landbúnaðarins og fiskiveiðanna veltur hreint og beint á því næsta kjörtímabil, að þið stand- ið ykkur nú einu sinni duglega. En þið, sem hafið helgað líf ykkar vísindunum um hina himnesku Jerúsalem og Heilaga brenningu, skuluð bregða ykkur illra snöggvast upp á Vatnsstíg 3 og halda þar á stofníslenzku eldlega vakningaprédikun yfir skítugum og forhertum synda- þrjótum, sem aldrei á æfi slnni hafa komið til Jesú. Og nú hafið þið gengið úr skugga um, hve dásamlegt talmál stofnís- lenzka er. Þersu næst skuluð þið ímynda ykkur, að það sé Þorláksmessu- kvöld. Kiukkan er orðin 10, og eftir tvo klukkutíma verður öllum búðum lokað. En nú verðið þið að flýtja ykkur, því að í kvöld þurfið þið að rífa eitthvað út úr öllum verzlunum í bænum. í kvöld þurfið þið að kaupa alla skapaða hluti til jól- anna. Annað kvöld fæðist höf- undur jó'ainnkaupanna. Þið 'þeytist úr einni þúðinni í aðra. Þið þjótið í matvöru- verzlanir, brauðsölubúðir, mjólk urbúðir, á fiskisölutorgin, í slát- urhúsið, í bóksölubúðir, fatabúð- ir, silkibúðir, skrautgripaverzl- anir, raftækjaverzlanir, hljóð- færaverzlanir, hjólhestaverzlan- ir, sportvörubúðir, listverzlajiir, sælgætisbúðir, tóbaksbúðir, hús- gagnaverzlanir, ritfangaverzlan- ir, járnvöruverzlanir, vefnaðar- vöruverzlanir, bókbindarastofur, eirvöruverzlanirA leikfangaverzl- anir, skóbúðir, blómaverzlanir, áfengisverzlanir, bæði þá, sem stendur við aðalgötuna, og þær, sem eru reknar í bakhúsunum, og jafnvel í timburverzlanir, bif- reiðaverzlanir og veiðart'æra ver?lanir. Þið kaupið auðvitað eiclhvað í þeim öllum. Og um þessi veraldargæði biðjið þið á stofníslenzku. Og búðafólkið mun svara ykkur á stofnís- lenzku. Ef ykkur kynni að þykja eitthvað af þessu í dýr- ara lagi, t. d. “ungbamið úr vaxi” eða “sætið með þremur fótum” eða “verkfærið til fram- leiðslu á rafmagns straum” eða “höfuðklæðnaðurinn með hal- anum” eða “langi víði klæðnað- urinn” eða “efnið, sem sjá má í gegnum” eða “litli frakkinn” eða “hálsskrautið” eða “fiskur- inn, sem er svartur á annari hliðinni” eða “unga nautakjöt- ið” eða það, sem á að ‘elda í bökunarofninum”, þá skuluð þið réyna að þjarka verðinu eitt- hvað niður. Það heitir á stofn- íslenzku “að koma með rök- semdir á móti verði”. Og nú kýlið þið af fullum kröftum á stofníslenzkunni. Bent skal á sem sérstaklega smekklega jóla- gjöf handa börnum og fullorðn- um Skip, sem ekki mætast £ nóttu, þýdda á stofníslenzku af Snæbirni Jónssyni. Ársins bezta skáldsaga. Þegar þið komið heim úr þessari pílagrímsför, sem þið tókust á hendur “for purpose of religion”, þá þurfið þið hvorki að spyrja doktor Guðmund Finnbogason né mig um það, hversu þjált verzlunarmál stofn- íslenzkan er. Á sjálfa jólahátíðina held eg að þið þjónuðuð Hinni fyrst or- sök bezt með því að æfa ykkur svo lítið í bókmentalegum ex- perimentum. Þegar þið eruð búin að borða af “kjörtinu, sem eldað er yfir opnum eldi (eða í bökunar ofni)”, setj- ist þií í sætið með fjórum fótum fyrir framan skrifborð- ið og “komið á stofníslenzku” Oddi Hjaltalín eftir Bjarna Thorarensen, Gunnarshólma Jónasar, Goðmundi á Glæsis- völlum eftir Grím Thom- sen, Svartaskóla Einars Bene- diktssonar, Tilhugalífinu eftir Gest Pálsson, Heimþrá eftir Þorgils Gjallanda, nokkrum póstum úr Snorra Sturlusyni Sigurðar Nordals og Nýal Helga Péturss og Aktaskrift Guðmund- ar Finnbogasonar, svo að eg vanhelgi ekki jólahátíð ykkar með því að stiriga upp á ein- hverju eftir Halldór Kiljan eða sjálfan mig. Eftir jólagleðina legst vafa- laust einhver náinn vinur ykkar eða ættingi til hinstu hvíldar. Og bið viljið auðvitað “koma honmn til síðasta hvílustaðar” að kristinna manna hætti. Þið fái '• séra Friðrik Hallgrímsson til þess að flytja yfir honu'n húskveðjuna a stofníslenzku. Séra Biarni Jónsson segir nokk- ur vel valin orð á stofníslenzku í Dómkirkjunni yfir hinum framliðna vini vorum. Og loks látið þið syngja yfir moldun hins látna “Alt eins og blómstrið eina” í meistaralegri þýðingu á stofníslenzku eftir doktor Guð- mund Finnbogason. Önnur próf- örk lesin af Jóni Ófeigssyni. Gefið út af bókaforlagi misters flýtið þið ykkur heim og drekk- Snæbjarnar Jónssonar. Og svo ið ykkur duglegan kaffisapa. Og nú vonast eg til, að þið þurf- ið ekki meirá^til þess að hafa smakkað nægilega sætleik stofníslenzkunnar sem bók- menta- og vísinda-máls. En nú hefi eg sterkan grun um, að ykkur finnist nokkuð erfitt svona fyrst í stað að koma fyrir ykkur orði á stofn- íslenzku. Til þess að koma vkkur ofurlítið á sporið ætla eg að setja hérna dálítið sýnis- horn af stofníslenzku bókmenta máli. Það er þýðing á kafla 'úr gamanbréfi Jónasar Hallgríms- sonar til kunningja hans í Kaupmannahöfn. Þýðingin er gerð af kunningja mínum, á- gæunn ensku- og íslenzku- manni, og mér, svo að ykkur ætti að vera óhætt að hafa hana til hliðsjónar við tilraunir ykkar. Hún ei gerð nákvæmlega eftir söinu reglum og stofnenska, að svo rniklu leyti sem íslenzk tunga leyfði. Við viljum þó ekki fortaka, að sumt í samsvarandi stofnenskuteksta kynni að láta þægiiegar í enskum eyrurn en okkur tókst að útbúa þetta handa íslenzkum lesendum. Regluleg stofníslenzka yrði í sumum atriðum að vera reist á öðrum forsendum en s(ofn- enska, og til þess að finna þær, þyrfti að gera vísindalega rann- sókn á öllu málinu. En megin- lögmálið, sem er umskriftirnar, yrðu þó með sama hætti í báð- um málunum. Og við getum fullvissað ykkur um, að stofn- íslenzka okkar stendur ekki að baki stofnenskunni um kraft- inn, skýrleikann, stutt leikann, hrynjandina og tilbreytinga- auðinn. Á íslenzu: Úr gamanbréfi frá Jónasi til kunningja hans í Khöfn. Einu sinni á dögunum, þegar drottningin á Englandi var að borða litla skattinn, — því að hún borðar æfinlega litla skatt — þá kom maðurinn hennar út í skemmu að bjóða góðan dag. “Guð gefi þér góðan dag, heill- in!” sagði drotnningin. “Hvern- ig er veðrið?” Maðurinn drottn- ingarinnar hneigði sig og sagði: “Hann var regnlegur í morgun, en nú birtir upp. Eg lét taka sarnan, og svo má binda, þó þú farir — ætlarðu yfrum í dag gæzka?” “Já,” sagði drottning- in. Hann hneigði sig þá aftur og sagði: “Eg verð þá að flýta mér og láta fara að sækja hest- ana,” “Gerðu það,” sagði hún. Nú fór drottningin að búa sig, því hún ætlaði í orlof sitt yfir á Frakkland að finna kóng og drottningu og fleiri kunngja. Hún var með gullskó, í slifur- sokkum og silfurbryddu gull- pilsi, með gullsvuntu, og að ofan í gull-lagðri silfurtreyju, með slífurhúfu og gullsKúf í — en þetta gull og silfur er alt eins og ormavefur og Iéttara en fis, og þó hlýtt. Þjónusturnar voru h'ka vel búnar, því þær fóru með eins og vant er, þegar drottningin ferðast. Þegar drottning var komin út á hlað, var alt tilbúið, hestamir og fylgdarmennirnir og ráðgjaf- arnir og orlofsgjafarnir — á 6 hestum í silfurkoffortum — og teymdi sinn kammerherra hvern hest. Þar voru Iíka f ferðinni barúnar og kaupmenn og margt kvenfólk, fyrir utan þjónusturn- ar, og nógir meðreiðarmenn og lestamenn, og alt var vel búið. Drottningin reið Gulltoppu — það er gullfextur færleikur oc silkibleikur á Iit, og hefir verið sóttur suður í heim. En maður- inn hennar reið rauðum gæð- ingi, sem hann á sjálfur. “Fáðu mer keyrið mitt, gæzka!” sagði drottningin, og maðurinn henn- ar hneigði sig og fékk henni keyrið. Það var gullkeyri með silfurhólkum og lýsigullshnúð á endanum. Og svo var farið á stað. Á stofníslenzku: Úr bréfi, sem gerir skemtun, frá Jónasi til manna, sem hann hafði þekkingu um í Kaup- mannahöfn Einn tíma fyrir nokkrum dög- um, þegar konuþjóðstjórinn á Englandi var að taka litlu mál- tíðina, — því að hún tekur á öllum tímum litlu máltíð — þá kom maðurinn, sem var giftur henni, út í hús, sem hlutir eru hafðir í, að segja góðan dag. “Hin fyrsta orsök gefi þér góðan dag, góði!” sagði konuþjóð- stjórinn. “Hvernig er veðrið?” Maðurinn, sem var giftur konu þjóðstjóranum, lét höfuðið nið- ur og sagði: “Það var eins og það mundi verða regn í morgun, en nu er að verða bjart. Eg lét taka þurra grasið saman og nú á eftir má láta það í bönd, þó þú farir — fer þú yfir í dag, góða?” “Já”,sagði konuþjóðstjórinn. Hann lét ,þá höfuðið niður aft- ur og sagði: “Eg verð þá að vera fljótur og láta einhvern fara að láta hestana koma.” “Gerðu það,” sagði hún. Nú gerði konuþjóðstjórinn byrjun með að láta á sig föt, því hún hafði í huga að fara í skemtunarferð yfir á Frakkland til að sjá þjóðstjórann og konu- þjóðstjórann og fleiri, sem hún hafði þekkingu um. Hún var í gullskóm, í silfursokkum og silfurkápu með gullskrauti, með gullhálfpilsi og að ofan í lítilli slifurkápu me ðgullskrauti, með silfurhöfuðklæðnaði með gull- hafa, en þetta gull og silfur er alt eins og ormadúkur og hefir minni þyngd* en það, sem hefir minsta þyngd, og þó heitt. Konu- þjónarnir voru í viöbót, fallega búnar, því þær fóru með eins og alment er, þegar konuþjóðstjóri e r áferð. Þegar konuþjóðstjórinn var kominn út á skítuga staðinn fyrir framan höllina, var alt til- búið, hestarnir, mennirnir, sem fóru með, mennirnir, fem gera tillögur til þjóðstjórans, og hlut- irnir, sem gefnir eru, þegar famar eru ferðir til skemtun- ar, — á sex hestum í silfurílát- Hreinsið af Gamalt Mál með ROYAL CROWN FLAKED LYE IOO% PURE Forskriftin á hverjum bauk. Ennfremur til hundr að annara nota innanhúas og á búg'arðinum. Sérstök kostaboð. Þér fáið stórt stykki af Coco-Pumice sápu frítt. Sendið nafn árit- un og 10 miða af Koyal Crown Flaked Lye, til WRITE FOR FREE PREMIUM LIST The Royal Crown Soaps Ltd. Winnipeg um — og var einn stofumaður þjóðstjórans leiðsögumaður hvers hests. Þar voru til við- bótar í ferðinni menn með stór- um nöfnum (hverra nöfn hafa ekki tilveru í þessu tungumáli) og verzlarar og margar konur fjrrir utan konuþjónanna og nógir menn, sem voru á hestum, og menn, sem voru með hest- unum, sem ílátain voru á, og alt var í góðum klæðnaði. Konu- þjóðstjórinn var á kvenkyns hesti með gullhárið á efri fram- parti höfuðsins. Hann var með hálshári úr gulli, ,og var litur hans silfurhvítur, og var maður látinn fara til suðurparts jarðar- innar til að láta hann koma. En maðurinn, sem var giftur henni, var á rauðum, fljótum hesti, hvers eigandi hann er sjálfur. ‘Láttu hlutinn til mín, góði, sem hesti eru gefin högg með,” sagði konuþjóðstjórinn, og mað- urinn sem var giftur henni, lét lét höfuðið niður og hlut- inn, sem hesti eru gefinn högg með, til hennar. Hann var úr gulli, með silfurpípum utan um og kringlóttum enda úr hvítu gulli. Og svo var gerð byrjun á ferðinni. Um þessa þýðingu okkar sagði gáfaður bóndi úr Þingeyjar- sýslu, sem heyrði mig lesa hana upp: Þetta er svo bragðlaust helvíti að það er ekki hlustandi á það, Eg get ekki einu sinni hlegið að því.” En þið skuluð samt ekki láta það fæla ykkur frá að gera tilraunina. Ef til vill tekst ykkur betur en okkur. Eg verð þó að játa hreinskiln- islega, að mér finst, að það “sampatisk Forstaaelse,” til þurfi að minst kosti töluvert þess að gleyma að fara í nær- buxurnar sínar á morgnana af hrifningu yfir svona uppfinn- ingu. Þorbergur ÞórSarson —Iðunn. ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ f OSLO Þjóðleikhúsið í Oslo tók fyrir nokkru sfðan til sýn- ingar leikritið “Guðs grönne enger”, en í leikritinu er guð sjálfur látinn koma fram á sjón- arsviðið. Hefir þetta nú orðið að blaðamáli og mikið verið um það deilt, hvort sæmandi gæti talist að láta guð koma fram á leiksviði, og hérna á dögunum var gerð fyrirspurn í sambandi við þetta mál í Stórþinginu. Samþykti þingið með miklum meirihluta atkvæða áskorun til stjórnarinnar um að bera fram frumvarp til laga, er banni slík leikrirt. Vegna þessarar afstöðu þingsins afréð stjórn þjóðleik- hússins að hætta við að sýna leikritið. Hins vegar hefir einka félagið “vinir þjóðleikhússins” fari ðfram á það, að leikhúsið sýni leikritið meðlimum sínum. Eigi hefir verið tilkynt neitt um það, hvort stjórn leikhússins sjái sér fært að verða við þessari beiðni. — Alþbl.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.