Heimskringla - 24.05.1933, Blaðsíða 4
4. SIÐA.
HEIMSKRINCLA
WINNIPEG, 24. MAÍ 1933
Widmskringla
^ (StofnuO 1SS6)
Kemur út á hverjum miðvikudegi.
Elgendur:
THE VIKING PRESS LTD.
»53 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg
Talsími: 86 537
VerS blaðslns er $3.00 árgangurinn borglst
fyrlríram. Allar borganir sendist:
THE VIKING PRESS LTD.
Ráðsmaður TH. PETURSSON
653 Sargent Ave., Winnipeg
Manager THE VIKING PRESS LTD.
853 Sargent Ave., Winnipeg
Ritstjóri STEFÁN EINARSSON
Vtanáskrift til ritstjórans:
EDITOR HEIMSKRINGLA
853 Sargent Ave., Winnipeg.
“Heimskringla” is published by
and printed by
The Viking Press Ltd.
853-655 Sargent Avenue, Winnipeg, Man.
Telephone: 86 537
WINNIPEG, 24. MAÍ 1933
ÆSKULÝÐURINN OG TÍMARNIR
Þegar minst er á kreppuna og yfir-
standandi tíma, er vanalega bent á af-
leiðingar hennar á hveitimarkaðinn og
verðleysi á eggjum og svínum. En á af-
leiðingar hennar og áhrif á manndóm og
framtíð æskulýðsins er sjaldnast minst,
enda er það eflaust í fullu samræmi við
menningarstefnu heimsins, að meta hinn
uppvaxandi lýð minna, en kjúklinga og
svínshvolpa.
Innan tveggja eða þriggja vikna, lýk-
ur skólagöngu þúsunda ungra manna í
miðskólum þessarar horgar, sem annara
borga austur og vestur um alt þetta land.
Fyrir flestum þeirra er skólaverunni lok-
ið með því. Aðeins fyrir fárum ríkis-
manna sonum verður þetta ánægjuleg
hvíld undir áframhaldandi nám á komandi
vetri. En til fjöldans nær það ekki. Bæði
er að vinnulaun almennings hafa lækkað,
og meir að segja horfið með öllu, sem
þúsund dæmi sanna, og svo hafa menta-
málastjórirnar sumar, t.d. í þessu fylki,
sýnt svo mikla umhyggjusemi fyrir ment-
un æskulýðsins, að hafa hækkað skóla-
gjaldið og með því, að því leyti sem hún
fékk viðráðið meinað sonum og 'dætrum
fátæks almennings áframhaldandi skóla-
náms.
Hvað bíður svo þessara æskumanna?
Um atvinnu fyrir þá er ekki að ræða. Vér
skulum að þessu sinni ekkert segja um
það, hvað sé upphaf og endi siðmenn-
ingar vorrar. En viljandi eða óviljandi
hefir straumur hennar borið æskulýðinn
upp á það sker, að hann á ekki annars
úrkosta, nema guð sjái betur fyrir eða
einhver yfirnáttúrleg öfl, en að lenda á
flækingi og verða að landshorna- og
flökku lýð. Þessi eru nú þegar dæmin
annarstaðar, ef ekki hér, að koma í ljós.
í marz hefti tímarits eins (The New
Republic) í Bandaríkjunum, er grein, er
bendir á það, að um 300,000 ungmenni
séu á veltingi aftur og fram um landið í
atvinnuleit. Flest eru þau innan 20 ára
aldurs. Fara þau ýmist fótgangandi, eða
stela fari með vöruflutningalestum úr ein-
um bæ eða stað í annan, ráfa heim á
sveitabýli við og við til þess að fá slökt í
sér hungrið, og til þess að vita, hvort
engin föng séu þar atvinnu. Lýsing á lífi
þessara ungu landshomamanná er gefin í
dagbók eins þeirra ,er nokkrir kaflar eru
birtir úr í greininni. Eru hér þýddir
nokkrir þeirra, því þeir eru eins eftir-
tektaverður fyrir oss, sem aðra og múnu
ekki fremur eiga við eitt land en önnur.
Salibury, N. C.
Við Nonni, svo hét félagi minn, skund-
uðum snemma morguns út til að freista
lukkunnar um að fá eitthvað að borða.
Við höfðum ayra í vasanum fyrir ódýra
máltíð. Okkur kom hjáipræðisherinn fyrst
í hug og fórum þangað. Skuggalegt og
óþrifalega var þar umhorfs og karþól-
blöndulykt lagði á móti okkur í dyrunum.
Fjórir hrumir karlar úteygðir og með úfið
hár og skegg, sátu þar við stórt tnprð og
sötruðu kaffi; það var eins og skólp á lit
og gat naumast verið kröftugt hressing-
arlyf. Þeir átu þurt myglað brauð með
iþví, þó smjör væri á borðinu. Þeim hefir
líklegast nægt að soga að sér sýrulyktina
af því; við fundum hana vel, sem vorum
þó lengra burtu. Við fórum þaðan út án
þess að borða nokkuð, komum við í
nokkrum næstu húsum og fengum ágæta
máltíð í einu þeirra.
Nonna var margt til lista lagt. Hann
hafði verið að nema fíólín-spil í 7 ár; auk
þess var hann málari. En hann var, sem
þúsundir annara hljómleik'amanna at-
vinnulaus. Upp úr sölu mynda sinna hafði
hann heldur ekkert. Og nú var hann
umrenningur, sem málaði myndir á göt-
unum fyrir 25 cents hverja. Eg rakst á
hann í þessuum hæ. Varð það að samn-
ingi með okkur, að eg skildi sitja fyrir,
meðan hann málaði, til þess að vekja
eftirtekt múgsins á götunni.
Winston-Salem, N. C.
Það er ekki beinlínis viðfeldið, að ganga
fyrir hvers mann dyr og segja: .“Eg er
útfarinn málari og skal gera mynd af
yður fyrir 25 cents!” Það lætur enginn
svo lítið sem að svara því, en lokar hurd-
inni hið fljótasta.
Einu sinni er við vorum að vafrast um
hjá pósthúsinu, kemur maður til okkar
og spyr, hvort okkur fýsi að komast yfir
peninga með skjótu móti. Það fór nú
ekki mjög fjarri því! Hann sagði okkur
svo sögu, sem auðvitað var eintómur til-
búningur, um að vagn hlaðinn áfengi,
hefði bilað, og hann þyrfti á hjálp okkar
að halda að hlaða því aftur upp á vagn-
inn og spurði auðvitað hvort við værum
vant við komnir. Hann kvað greidda
verða fyrir það $200 og í það færi ekki
nema tvær klukkustundir. Okkur þótti
maðurinn tortryggilegur og sagan lýgi-
leg og höfnuðum boðinu. Síðar um kvöld-
ið sáum við hann vera að tala við lög-
reglumann og komumst að því, að hann
var spæjari, og var að komast að því
hvemig á okkur stæði. Við fórum úr
bænum eins fljótt og okkur vart unt.
Durham, N. C.
Hér yfirgaf félagi minn mig. Hann fór
til New York borgar. Hann kvaddi mig
með þessum orðum: “Eg er orðin þreytt-
ur á að hungra, og skjálfa í heystökkum
um nætur. í New York er altaf hægt að
skrafa skilding út úr mönnum og fá
góða máltíð hjá McFat^den’s Penny Ar-
cade. (Greiðsölu hús, þar sem hver rétt-
ur kostar eitt “penny”, eða 2 cents eða
talsverð máltíð aðeins 6 cents.)
Næst kyntist eg tveimur drengjum. Var
annar vel klæddur og ekki sagður fróm-
ur um hendur. Hann stal sfldardós, og
annari af aprikósum, en ekki tókst það
þó fyr en eftir að hafa reynt nokkuð
fyrir sér í búðum. Með hleif af brauði
sem við gátum keypt var þetta talsverð
máltíð, enda leið okkur vel, og lögðum
okkur til svefns í einum lystigarinum,
eftir að hafa gert okkur gott af þessu.
Creenville, N. C.
Kom hingað með vöruflutningslest um
nótt. Eg svaf í tóbaksvöruhúsi með
tveimur öðrum ungum flökkurum. Dag-
inn eftir hélt eg suður á bóginn, gekk
altaf, nema þegar einhverjir voru svo
góðviljaðir að segja mér að setjast í vöru-
bíl sinn, þó ekki væri nema spölkorn í einu.
Þegar leið að miðdagsverði, gekk eg heim
að bóndabýli, og bauðst til að gera ein-
hverja vinnu fyrir að fá að eta, vann eg
þar með fjölskyldu bónda í tvær klukku-
stundir við að afhýða baunir.
Þá nótt reif eg glugga úr kirkju, smaug
inn og svaf þar. Eg dró tvo bekki saman,
vafði mig í teppi mínu og lagðist til
svefns. Það varð kaldara og kaldara eftir
því sem á leið nóttina. Og klukkan 4,
vaknaði eg við stormhvininn og hristing-
inn í gluggunum. Eg fór á fætur og
kuldahrollurinn fór um mig allan. Það
sem eftir var nætur ráfaði eg um veginn.
Þtegar sólin kom upp, vafði eg teppið utan
um mig og lagðist niður á grundina og
sofnaði.
Morehead City, N. C.
Eg hefi fundið paradís flakkaranna,
þorp, sem ekkert þekkir til þeirra. Eg
hefi átt gott í þrjá daga og þrjár nætur,
etið og sofið nægju mína, talað við fiski-
mennina, gengið um ströndina og horft
á skipin og máfana stundum saman mér
til gamans. Eg ligg og teiga sólskinið.
En sú ró og hvíld eftir að hafa svo mánuð
um skiftir elt grátt við hungur og harð-
rétti, við spæjara og sætt hrópyrðum.
Hér er friður. Þessir berfættu fiskimenn
eru gæðin sjálf. Og þegar þeir eru bún-
ir að gera að fiskinum, setjast þeir upp
á borðstokkinn á bátnum í fjörunni og
hlusta eins og í kirkju væru á sögur mín-
ar og æfintýri úr sveit og bæ.
Charleston, S. C.
Hefi flækst um landið í fleiri daga, lifi
eins og vanalega, lítandi eftir einhverju
að éta, stað að sofa í, og ef mögulegt væri
vinnu.
í Charleston bæ er fult af heimilislaus-
um drengjum norðan og vestan að, sem
þangað hafa auðvitað komið í von um
eitthvað betra. Fólk sem í hinum stóru
húsum býr, sem snúa út að höfninni, er
hjálpfúst, náirðu tali af því. En það er
líkara fífli, en algáðum manni, að hrópa
inn um glugga ofarlega á byggingu til
matreiðslusveinsins svarta á þessa leið:
“Hvað segirðu um að láta okkur hafa
eitthvað að éta.” En sértu heyrður, færðu
góða máltíð.
Eg svaf tvær nætur á heimili Red Star
Mission, greiddi eg fyrir rúmið og matinn
með þxí, að hlýða á bænir þar, sem fólgn-
ar voru í því, að drengur einn, sem verið
hafði óviðjanfanlegur misindis snáði, sem
kvaldi alt dautt og lifandi þegar hann
komst höndum undir, og var auk þess
þjófóttur og lýgin, sagði á hverju kvöldi
frá fyrri æfi sinni, og fékk frítt fæði
og húsnæði þarna fyrir að segja frá
breytingu hugarfars síns, eftir að hann
tók missjónar-trúna, og sem greinilega
bar vott um yfirburði hennar yfir stefnu
mannsins sem lifir eins og skepna.
Á ferS.
Eg hljóp upp í vöruflutningslest á brun-
andi ferð í Macon. Drengir voru dreifðir
til og frá um lestina, og einir 15 eða 20
í vagninum, sem eg lenti í. Sumir láu
sofandi á rykugum pappa flyksum á gólf-
inu; hinir sögðu hver öðrum sögur af
spæjara-föntum, að góðu fólki og góðum
stöðum, og af því hvar auðveldast væri
að skjótast upp í lestirnar í hinum eða
þessum stórbænum. Einn drengjanna, um
tvítugs aldur, var nýlega kominn úr keðj-
unni (chain gang) og sýndi okkur sára-
hring á kálfanum á sér eftir keðjuna,
sem á hann, sem aðra var iögð.
Macon, Ga.
Þegar við komum til Macon, þustum
við út og tvístruðum okkur um götumar,
aldrei fleiri en 5 í hóp. Við förum inn í
hvert greiðasölu húsið af öðru og oft
hver hópurinn eftir annan í sama staðinn.
En þar var víðast fult fyrir af drengjum,
á okkar reki, og af sömu ástæðunum og
við. Einn í hópi okkar sagði: “Ef eg
hefði eina af þessum skammbyssum, sem
þarna eru í glerkassanum gæti eg náð
mér í það, sem eg þarfnast.” Við ræddum
um hvernig mætti brjóta glerið að nóttu,
án þess, að heyrðist, með því að vefja
treyjunum okkar utan um það, En það
var þó ekkert nema meiningarlaust hjal
fyrir okkur.
Eg og nokkrir fleiri sváfum í húsi
Hjálpræðishersins um nóttina. Þar var
krökt af drengjum; höfðu sumir töskur
með sér, en margir ekkert nema það,
sem þeir stóðu' í. Einn drengur var þar svo
tötralegur og skitinn, horaður og að-
framkominn, að við flækingarnir kom-
ust við að því og reittum af okkur það
sem við gátum til að gefa honum.
Á ferð
Á lestinni til Atlanta klifraði eg upp á
olíugeyminn. Það var að nóttu og veður
kalt. Stóð eg uppi um stund, hélt mér
dauðahladi í jrángrind og starði á
reykjastrokana upp úr katlinum, sem í
hvert skifti sem kyndarinn. skaraði í eld-
inn, skiftu lit og urðu fagurrauðir. En
næðinginn þreyttist eg að horfast í augu
við. Eg batt því böggul minn við grind-
ina og lagðist niður, en krækti handleggj-
unum utan um járnstöplana til að halda
mér. Fótunum sló eg í blikkið til þess að
vera viss um að sofna ekki. En svo fór
þó, að eg sofnaði. Og þegar eg vaknaði
við eitthvert voðalegt skark, eins og him-
ininn væri ofan að keyra, varð eg þess
var, að eg hafði sigið út af “hvalbaknum”
og átti ekki spönn eftir að verða brytj-
aður sundur undir hjólum lestarinnar.
Varð mér svo hverft við, að mig syfjaði
ekki meira þá nóttina.
Fjörutiu mflur frá Atlanta nam lestin
staðar og birgði sig upp með vatni. Fann
þá spæjari lestarinnar mig og sagði mér,
að lengra færi eg ekki með lestinni, eg
yrði hvort sem væri settur í tugthúsið,
er til Atlanta kæmi. Þegar eg lallaði í
burtu, leit hann á böggul minn og sagði:
“Þú hefir þó ekki stolið neinu á lestinni?”
“Nei,” svaraði eg, “lít eg þjófslega út?”
“Já,” hann. “Þú berð með þér öll
ill einkenni þjófsins.”
Á ferS
Þegar við vorum að leggja af stað frá
Atlanta, vorum við alt í einu umkringdir
af fimm spæjurum, og miðað á okkur
skammbyssum og rifflum. Við höfðum 18
eða 20 verið að slæpast þarna og skygn-
ast eftir tækifæri, að komast
burtu. rannsökuðu fæturnar á
okkur, til þess að vita hvort j
keðjan hefði ekki á neinn okk-
ar komið og hótuðu okkur illu.
Eg . sá einn af spæjurunum j
ganga ögn burtu og taka skotin
úr skammbyssu sinni. Kom
hann svo með hana til baka,
lagði hana, sem í ógáti, hjá ein-
um okkar. Átti með því að
i;eyna hvort við værum ekki
manndráparar. Og það hefðum
við eflaust verið álitnir, ef við
hefðum snert byssuna, og sá
sem það gerði, verið skotinn
fyrir augunum á okkur til við-
vörunnar og siðbetrunar. En
við vorum kaldari fyrir því en
svo, er á daga okkar dreif, að I
við reyndum slíkt. Vorum við
því næst reknir eins og fénaður!
út á þjóðveginn og hundum sig-
að á okkur og sagt, að ef nokk-
ur okkar kæmi aftur til Atlanta,
þá fengi sá hinn sami keðjuna
á skánkann í sex mánuði.
Á ferS
Á einni vöruflutningalest, sá
eg einu sinni þrjár stúlkur, í
karlmannsfötum, einnan um
vanalegan hóp af flökkustrák-
um. Voru tvær af þeim svert-
ingja stúlkur, en ein var hvít.
Hafði sú hvíta leyft einum
af þessum ungu flækingum, að
taka með handleggnum utan
um sig. Eg heyrði nokkrar
sögur af stúlku-flækingum, en
aldrei voru þær fleiri en tvær
og þrjár í hópi 20 stráka.
Chattanooga, Tenn.
Loksins komst eg til Tennes-
æe, uppgefinn, áhugalaus og
vonlítill. Þar ákvað eg samt að
fara til Mexiko eða til Califom-
íu. Til hvers staðarins sem er,
skiftir engu til mín, ef aðeins
tækifærið býðst.
SMÆLKI
Það sannast á Hitler í sam-
bandi við afvopnunar tillögur
Roosevelts forseta og undir-
tektir hans í því máli, að eitt-
hvað gott búi í öllum mönnum!
* * *
John Ruskin sagði, að það
væri engin sá hlutur til í heim-
inum, sem ekki væri hægt að
gera ögn ver og selja ögn ódýr-
ara en gert væri. Þeir sem á-
valt horfðu í verðið, væm bráð
iþeirra manna, sem verk sín
gerðu illa.
* * *
Ef fjandinn getur altaf
fundið nóg fyrir iðjulausar
hendur að gera, því gerir hann
það ekki?
ORKUGJAFAR OG
ORKUVAKAR
Eftir Steingrím Matthíasson
í stórbæjum á Indlandi verður
aðkomumönnum starsýnt á ljós-
leitu bjúghyrndu, stóru uxana,
sem beitt er fyrir kerrurnar.
Þeir drattast áfram ofboð ró-
lega, eins og ekkert liggi á, en
uppi á kerrunni situr vagnstjór-
inn, grettinn karl, kaffibrimn á
litinn, íklæddur þunnri mittis-
skýlu, og hallar sér út af með
mestu værð, bakaður af sól-
unni. Uxinn virðist ráða ferð-
. . )
mm, og alt gengur silalega, en
með réttum hætti, nema stöku
sinnum, þá stanzar boli og vill
hvíla sig. Þá rumskar ekillinn
skyndilega og hrekkur við, seil-
ist fram með hendánni, nær í
halastertinn á uxanum og bitur
í, rétt eins og væri hann að bíta
sér tölu af munntóbaki. Við
þetta herðir uxinn á sér og held-
ur leiðar sinar. Bitið hrífur
líkt og svipuhögg, og þarf þá
ekkert keyri. Uxinn dregur
kerruna með kurt og pí. Hann
er orkugjafi, en karlinn, sem
bítur í halann, er orkuvaki.
í “Eimreiðinni’” (1919) stóð
fróðleg grein eftir Ólaf Ólafs-
son um orkugjafa aldanna, er
1 fullan aldanjurdung hafa Dodd’*
nýrna pillur verið hin viðurkenndu
meðul við bakverk, gigt og blöðm
sjúkdómum, og hinum mörgu kvilla,
er stafa frá veikluðum nýrum. --
t>ær eru til sölu í öllum lyfjabúð-
um á 50c askjan eða 6 öskjur fyrir
$2.50. Panta má þær beint frá
Dodds Medicine Company, Ltd.. Tor-
onto, Ont., og senda andvirðið þang-
að.
ræddi um framfarir mannkyns-
ins frá morgni fornaldar, og um
kol, olíu, rafmagn og radium,
sem helstu orkugjafa fortíðar
og framtíðar.
Hér verður aðallega talað um
hina lifandi orkugjafa, menn og
skepnur, og nokkuð minst á
orkuvaka hins lifandi holds og
lífsfjörs.
I órafirndinni var maðurinn
einsamall (þar með þó ekki
meint konulaus, því það hefir
hann tæplega verið nema rétt
í bili, og þá af einhverfjnm
klaufaskap eða óhappi). Hér
er átt við, að maðurinn, með
fjölskyldu sinni, var einn síns
liðs í lífsbaráttunni og átti enga
vini meðal dýranna.
Þegar nú þar við bættist, að
ekki voru til og enginn þekti
eldspýtur, þá má nærri geta að
vistin var ill á jarðríki.
Jafnvel í heitu löndunum var
nóttin köld og hráslagaleg, en
út yfir tók þegar kom til kaldari
Ianda, og þar voru ekki ávextir
á trjánum, heidur þurfti að
veiða sér til matar, hvíldarlítið,
með eilífum slagsmálum.
veiðimannslífið með allri úti
vistinni, á eilífu flakki úr ein-
um stað í annan, í stöðugum
eltingaleik við dýr, gerði mann-
inn vöðvastæltan og sterkan, en
um leið afar-grimman, svo að
öll dýr urðu villidýr og fældust
hann eins og fjandann sjálfan.
Flestir mundu sammála um,
að fundur eldsins hafi verið
fyrsta og mesta framförin í
mannheimi; en næsta stóra
framfarasporið má telja það,
þegar manninum (eða líklega
heldur konunni) tókst að hæna
að sér fyrstu dýrin og gera þau
að alidýrum og auðsveipum
þjónum.
Fyrir eldsins tiistilli var heim-
ilið til. Þar var hæli fyrir
grimmum dýrum, og við yl elds-
ins varð næði til að hvíla sig
og hugsa og skiftast á skoðun-
nm. Þá fór veiðigrimdin að
mýkjast og skapið að batna,
enda fór konan að komast upp á
að gæða húsbóndanum með
góðri steik og öðrum lostætari
mat en eintómu hráætinu áður.
Sumir halda, að mjög hafi
það gert manninn friðsamlegri
°g skapbetri, er hann komst
upp á að dorga sér fisk (úr ám
og vötnum). Hvort kalda fisk-
blóðið hafieinnig komið til
greina, og næringarefni úr fisk-
holdinu ,sem talin eru heilla-
vænleg til vaxtar þrifa heilan-
um, um það má deila, en fisk-
veiðarnar voru vissulega hollari
skepferlinu og þróun allrar hugs
unar en æstur og blóðugur
bardaginn við dýrin. Sá bar-
dagi hafði hins vegar innrætt
mannÍHum óskina þá “að kom-
ast sem lengst” — og verða
sterkari og sterkari. Excelsior!
hærra og hærra!
Maðurinn hafði lengi öfundað
sterku og fótfráu dýrin af afli
þeirra og fráleik. Nú var næði
fengið til að íhuga lífsins gang
og reyna að finna nýjar leiðir til
að bjarga sér betur, eins og t. d.
með því að hæna að sér dýrin,