Heimskringla - 24.05.1933, Side 5

Heimskringla - 24.05.1933, Side 5
HEIMSK.RINGLA 5. SÍÐA. WINNIPEG, 24. MAÍ 1933 temja þau og nota afl þeirra sér til aðstoðar. Enska skáldið Kipling hefir lýst því skemtilega (í æfintýri fyrir böm) hvemig mennirnir hafi hænt að sér fyrstu dýrin. Ylurinn og birtan frá hellis- munnanum vakti forvitni sumra dýra, og úrgangsforði, sem Eva kastaði út í hlaðvarpann, lokk- aði þau nær. Fyrst kom hundurinn. Honum þótti gott steikta kjötið og gott var að fá bæði kjöt og bein fyr- irhafnariaust. Kúna og hestinn hændi- Eva að sér með ilmandi grasi, er hún hafði reytt sér i bing til að gera hjónasængina mýkri, og hún komst fljótt upp á að mjólka kúna, og þótti kussu það gott. Seinast kom kisa, þótt lengi væri hún treg og tortryggin. Það var mjólk- in úr kúnni, sem freistaði henn- ar. Þessi stutta saga Kiplings mun þó ekki hafa skeð í einu vetfangi, heldur á afar-löngum tíma, en aðkoma húsdýranna inn til mannheima er hugnæm- ur kafli og örlagaríkur. Kýrin varð blátt áfram “fóstra mannkynsins” (eins og Halldór á Hvenneyri kemst að orði). Og arðuruxinn lagði til ómæl- andi kraft við plóg og kerru. En hestur og hundur gerðu mönnum veiðifarirnar að ynd- islegum sport-ferðum. Kisa varð hrein heimilisprýði og lék sér við krakkana og þau við hana, en auk þess eyddi hún músum og rottum og færði hús- bændunum margan fuglinn í matinn, sem annars var “sýnd en ekki gefin gæs”. Þannig hjálpuðust alidýrin að í því að spara mönnum erfiði og ónæði gegnum árþúsundir, með því að leggja fram orku sína og afl til framleiðslu ómælilegra verð- mæta. Það væri ennfremur, út af fyrir sig, efni í langan kapí- tula að rekja alt, hið andlega verðmæti, sem mönnum barst í búið með sambúðinni við dýrin- Hann gat tekið sér til fyrir- myndar reglusemi þeirra, ró- semi, móðurást og nærgætni, trygð og kærleika. Þau voru honum allajafna tii ábata, ánægju og skemtunar. Ekki sízt varð hundurinn einkavinur í ýmsum þrautum, öruggur tsamherji og árvakur vörður heimilisins og hjarðarinnar. Og með sinni tröllatrygð hefir hann í aldanna rás kent manninum óeigingirni, trygð og trúmensku, líklega betur en nokkur trúboði. En alidýrin, einkum naut og sauðir ,lögðu fram að auki ó- segjanlegt orkugildi í öllu sínu kjöti, mör og merg og mjólk, því “matur er mannsins meg- In”. Frá alda öðli hefir því verið trúað, að maðurinn gæti feng- ið afl og fjör og grimd dýra þeirra, er hann át — ekki sízt með því að drekka úr þeim blóðið, eða eta viss innýfli (sbr. þegar Reginn lætur Sigurð Fáfnisbana steikja sér hjartað úr orminum til matar). “Spakr þætti mér spillir bauga, ef fjörs sega fránan æti” segir igðan í trénu. Upp úr þessari fornu trú spanst seinna trúin hjá töframönnum og læknum forn- manna á að nota ýms líffæri dýra til lækninga og til að hressa við hrörnaða krafta gam- almenna. Þessi trú hefir á síðustu ára- tugum fengið sívaxandi stuðn- ing vísindanna, og sönn reynsla hefir fengist fyrir því„ að í ýmsum kirtlum og holdpörtum líkamans framleiðast efni, sem nota má til lækninga og hress- ingar. Úr skjaldkirtlinu, brisi, lifur, milta, eggjakerfum, eistum, heiladingul og aukanýrum dýr- anna (þó einkum nautgripa) eru nú unnin hin dýrmætustu lyf og notuð óspart til lækning- ar margvíslegra mannlegra meina og til yngingar í eilinni (sbr. grein í “Iðunni” 1925: Ynging manna og dýra). Öll- um þessum efnum er það sam- eiginlegt, að þau örva viss líf- færi til starfa, eru lífsvekjarar eða orkuvakar (hormón kallast þau á vísindamáli). Á efnarannsóknarstofum er stöðugt' starfað að því af lækn- um og lyfjafræðingum að fram- leiða þessi lyf af hreinna og betra tæi og miklar horfur á, að þau eigi eftir að verða enn fullkomnari til lækninga og lífs hressingar en hingað til er orð- ið. Það yrði oflangt mál að rekja það ítarlega, hve mikiö við meg- um þakka blessuðum dyrunum alla þá orku, sem þau hafa fært oss í búið,' en ekki má» sleppa því að minnast alveg sérstak- lega þess dýrsins, sem ógleym- anlegast verður í sögu mann- kynsins — og það er hesturinn. Það er fyrir þá sök, að hann hefir framar öllum hinum dýr- unum sameinað það tvent að vera í lifandi lífi bæði orkugjafi og. orkuvaki mannanna, og þar með hefir hann auðgað mann- inn öllum öðrum dýrum frem- ur, bæði efnalega ög andlega með orku sinni, listgáfum, áræði og eldlegu fjöri. Blessuð veri minning hests- ins um aldir alda! Hann hefir gegnum áriþúsundir borið mann- inn á baki sér, svo að segja flogið með hann yfir fjöll og firnindi, opnað honum útsýn og víðsýni allrar veraldar, kynt honum heima og geima, smitað hann af fjöri sínu og þar með glatt hann og eflt krafta hans hann hefir borið hans byrðar og dregið hans plóg og vagna, og hann hefir hjálpað honum til að nema lönd og bókstaflega til að leggja undir sig heiminn. Hesturinn hefir þannig, án alls efa, verið mesti orkugjafi mannanna. En hann hefir verið meira. Hann hefir öllum dýr- um framar verið mönnunum ó- metanlegur orkuvaki á sérstak- an hátt. Við íslendingar höfum lík- lega felstum öðrum þjóðum fremur lært að meta ágæti hest- anna, enda hafa skáld vor frá fornu fari vegsamað hestana í vísum og kvæðum. “Að sigla fleyi og sofa í meyjar faðmi ýtar segja yndið mest og að teygja vakran hest”. 1 sama anda og höfundur þessarar gömlu vísu, kveður við hjá ótai skáldum; allir dásama yndið og ánægjuna af að koma á bak fjörugum hesti. “Veit eg yndi annað betra eigi vera á landi frera en um haustkveld hesti traust- um hleypa vel á sléttum melum” o. s. frv. kveður Jón Thoroddsen — og Theódóra, tengdadóttir hans, segir í einni,. þulunni: “Að finna dýrið dilla sér, ó, Drottinn! Það er brot af þér!” Og Páll Ólafsson, sem vissi hvað hann söng, þegar hann mintist sinna reiðskjóta, segir satt og vel um hana Kúfu: “Hverjum iþeim, er henni ríður, happadagur runninn er, angrið gleymist, æfin líður, eins og fagur draumur þver.” Ætli það sé ofsagt, að hest- urinn, með sínu listaspori og háttprýði (taktvissu), hafi bein- línis kent mörgu skáldinu að yrkja eða a. m. k. ríma rétt? Öld fram af öld höfum við eignast aragrúa af reiðvísum og hestakvæðum, sem kveða svo að segja hið sama um kraft og fjör og yndi hestsins. En þó lofið sé gott og maklegt, verður það seinast leiðigjamt, þegar það er stöðugt endur- kveðið og misjafnlega vel. Það eru aðeins þrjú skáld, sem hafa öllum öðrum skáldum framar komið ágætlega orðum að því, sem hér hefir verið vak- ið máls á, sem mestu máli skiftandi í sögu manns og hests — þ. e. hvílíkur orkuvaki hest- urinn hefir verið manninum. Það eru þessir þrír: Faðir minn, Hannes Hafstein og Einar Bene- diktsson. Við skulum fyrst fara á sprett með Hafstein: “Það er sem fjöllin fljúgi móti mér, sem kólfur loftið kjúfi kláririn fer, og lund mín er svo létt, eins og gæti eg gjörvalt lífið geisað fram í einum sprett”. Og svo er þetta erindi í sama kvæði: Agætur Rakara Bursti FRl fyrir POKER HENDUR Það er gaman að raka sig með éins góðum bursta eins og þessum. Hárið er fect í bezta togleður. Hann er gjöf, sem þér mun þykja mikið til koma og þú munt nota. Við skiftum á honum og 5 fullum Turret poker höndum við þig. Einn 20 centa pakki af Turret Fine Cut færir þér heim sanninn um gæði þessa svala Virginíu vindiinga tóbaks. Þú getur að minsta kosti gert 50 vindlinga úr pakkanum, vindlinga úr ilmsætasta og bragðbezta Virginíu tóbaki .... tókbaki sem öllum geðjast bezt. Það borgarsig að “Vefja upp sínar sjálfur” úr TURRET F I N E C U T VINDLINGA TOBAKI HALDIÐ SAMAN POKER HANDS “Hve fjör í æðar færist fáknum rfteð; hve hjartað iéttar hrærist, hlær við geð. Að finna fjörstök stinn! Þú ert mesti gæðagammur góði Léttir, klárinn minn”. En Einar Benediktsson kveð- ur þannig að orði, aðdáanlega vel: “Sá drekkur hvern gleðinnar dropa í grunn sem danzar á fákspori yfir grund. í mannsbarminn streymir sem aðfalls unn af afli hestsins og göfugu lund. Maðurinri einn er ei nema hálf- ur, með öðrum er riann meira en hann sjálfur, og knapinn á hesfcbaki er kóng- ur um stund, kórónulaus á hann ríki og álf- ur”. Og þetta spaklega erindi: “Ef inni er þröngt, tak hnakk þinn og hest og hleyptu á burt undir lofsins þök. Hýstu aldrei þinn harm, það er bezt að heiman út, ef þú berst í vök. Það finst ekki mein, sem ei breytist og bætist, ei böl, sem ei þaggast, ei luntl, sem ei kætist við fjörgammsins stoltu og sterku tök. Lát hann stökkvá svo draumar þíns hjarta rætist”. Faðir minn elskulegur kveð- ur þó mest að orði, og þó í sannleika öfgalaust og gullsatt um hið dýrmæta hlutverk hests- ins á liðnum öldum: að vera orkuvaki og beinlínis lærimeist- ari mannanna í snild og atorku, dug og djörfung: “Hvað er á liauðri hesti glíkt beztum? Hvað gerðu goðin gota jafnsnoturt? hvað gáfu goðin, góð fíra þjóðum, blakki bifrökkum betra á lífsvetri? Hvar lærðu herjar hreystinni treysta? Hvar lærðu lýðir ljónhug á Fróni? Jóar flugfráir fjöld kendu hölda list og kyn kosta konungasonum”. í þessum skrautlegu, andríku erindum, er stuttlega og eftir- minnilega svo vel lýst hinni guð dómlegu köllun hestsins gegn- um ársþúsundir að miðla mann- inum af orku sinni og lífsfjöri, til að gera hann að meiri og betri mann, að óþarfi er, og mundi spilla, ef orðlengt, væri með fátæklegra máli. Tímarnir eru mjög breyttir orðriir frá því sem áður var, þegar mennirnir voru sjálfir aðal-vélar daglega lífsins og notuðu nokkrar skepnur einnig sem vélar. Nú hefir maðurinn svo að segja enga þörf lengur fyrir nein dýr, til að bera sínar byrð- ar og til ferðalaga. Með hug- viti sínu er hann, með hjálp stálkaldra dauðra véla, orðinn margfalt öflugri og ihraðfleygari öllum dýrum. Jafnvel svalan, sem er fljótust allra fugla, er orðin langt á eftir fljótasta flugmanninum. Og þeir tímar koma máske fyr en varir, að öll aldiýrin hverfi úr sambúð við manninn ,jafnvel sauðir og naut gripir, þvi að vélar efnasmiðj- anna munu framleiða fæðu, í- gildi kjöts, og jafnvel “vélstrokk að tilberasmjör”. Það er nú komið svo, að lífið er á slíkrí fleygiferð fyrir vél- anna tilstilli, að varla er leng- 1 ur tími eða næði til að lifa. Og allir hugsa og tala um tíma- spamað, mannsparnað og sí- feldar vélar, sem koma þurfi í staðinn fyrir vinnumenn og vinnukonur, sem kosta of mik- ið ,og í stað hesta, kúa, hunda og katta. Og hjón hætta að eiga krakka, til að lenda ekki í basli og fátækt, og þau kaupa sér vélar því til tryggingar. Gott ef ekki bráðum gleymist hvern- ig eigi að búa til börn, svo að vélar þurfi þar einnig að koma til (eins og kerlingin hafði frétt, en fanst vera óþarfa uppfynd- ing). Nei, meiri og meiri vélar, er viðkvæðið, svo að sem allra flestir geti lagt árar í bát og hætt að nota alt vöðva-afl, nema í hæsta lagi til knatt- sparks og allskonar sport-vit- leysu og danzleikja, með jazz- undirspili (sem að vísu er gam- an að). Margir okkar eldri, sem lít- um fram í tíðina, söknum hest- anna, uxanna, kúnna, kálfanna og krakkanna, og horfum oft um öxl til eldri tímanna og ótt- umst að bráðum verði ekki eftir nema nokkrir kynlausir vél- stjórar og sífeldar vélar — “knúðra véla kaldur hjartaslátt- ur”, og seinast aðeins vélar, sem öllu sökkvi í gleymskunn- ar hyl, og sjálfum sér með, eins og kvernin Grótti. —Eimreiðin. Yfir jútvarpið kom þessi lýs- ing eins útvarpsstjóra á inn- setningar-athöfn forseta eins: “Aldrei hefi eg fyr á æfi minni séð svo marga silki- hatta á höfðum svo fárra heið- ursmanna (gentlemen).” LESIÐ, KAUPIÐ OG BORGIÐ HEIMSKRINGLU Innköllunarmenn Heimskringlu: ( CANADA: Arnes............ ........... Amaranth .................... Antler ...................... Árborg Baldur....................... Beckville ................... Belmont ..................... Bredenbury .................. Brown .. .. .. .. .. .. .. •• Calgary ..................... Churchbridge................. Cypress River................ Dafoe, Sask., ............... Ebor Station................. Elfros...................... Eriksdale ................... Foam Lake.................... Gimli .. .'................ Geysir....................... Glenboro .................... Hecla........................ Hnausa •. .. •. t •; > • • • • Hove........................ Húsavík..................... Innisfail .................. Kandahar .................... Keewatin..................... Kristnes..................... Langruth, Man................ Leslie....................... Lundar .................... . Markerville ................. Mozart, Sask................. Oak Point.................... Oakview ..................... Otto, Man.................... Piney ....................... Poplar Park.................. Red Deer .................... Reykjavík.................... Riverton ................... Selkirk...................... Steep Rock ..........*....... Stony Hill, Man.............. Swan River............ .. .. Tantallon................... Thornhill.................... Víðir...................... Vancouver, B. C ............. Winnipegosis................ Winnipeg Beach.............. Wynyard..................... .. F. Finnbogason ... J. B. Halldórsson . . . . Magnús Tait .. G. O. Einarsson . Sigtr. Sigvaldason .... Björn Þórðarson ...... G. J. Oleson .... H. O. Loptsson Thorst. J. Gíslason Grfmur S. Grímsson . Magnús Hinriksson .. .. Páll Anderson .... S. S. Anderson .. .. Ásm. Johnson J. H. Goodmundsson ,... ólafur Hallsson ,. .. John Janusson .. K. Kjemested .. Tfm. Böðvarsson .. .. G. J. Oleson Jóhann K. Johnson Gestur S. Vídal .. Andrés Skagfeld . .. John Kernested Hannes J. Húnfjörð .... S. S. Anderson .. Sam Magnússon . .. Rósm. Árnason ..... B. Eyjólfsson . Th. Guðmundsson ..... Sig. Jónsson Hannes J. Húnfjörð ..... Jens Elíasson Andrés Skagfeld . Sigurður Sigfússon ....... Björn Hördal . .. S. S. Anderson . .. Sig. Sigurðsson Hannes J. Húnfjörð ...... Árni Pálsson .. Björn Hjörleifsson .. Jón Ólafsson ...... Fred Snædal ....... Björn Hördal , .. Halldór Egilsson , .. Guðm. Ólafsson Thorst. J. Gíslason , ... Aug. Einarsson .... Mrs. Anna Harvey . .. John Kernested . .. S. S. Anderson I BANDARÍKJUNUM: Akra ...................................Jón K. Einarsson Bantry.................................. E. J. Breiðfjörð Bellingham, Wash....................... John W. Johnson Blaine, Wash............................... K. Goodman Cavalier ............................. Jón K. Einarsson Chicago: Geo. F. Long, 2428 Hamlin Ave., Logan Square Sta. Edinburg...........................................Hannes Björnsson Garðar...................................S. M. BreiðfjörC Grafton ...............................Mrs. E. Eastman Hallson.................................Jón K. Einarsson Ivanhoe...................................G. A. Dalmahn Milton....................................F. G. Vatnsdal Minrieota.................................C. V. Dalmann Mountain..........................................Hannes Björnsson Pembina...............................Þorbjöm Bjarnarson Point Roberts .......................... Ingvar Goodman SeatUe, Waah..........J. J. Middal, 6723—21st Ave. N. W. Svold ................................ Jón K. Einarsson Upham.............................. .. E. J. Breiðf jörð The Viking Press, Limited Winnipeg, Manitoba

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.